Lögberg - 27.04.1910, Page 3

Lögberg - 27.04.1910, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. APRÍL, 1910. 3 AÐEINS FJÓRAR KYR Þegar ekki eru'nema fjórar kýr í búi, bera menn þaö stundum fyrir sig, aö þeir geti ekki keypt Nýja endurbætta Mjólkur skilvindu Þaö er deginum ljósara, aö úr fjórum kúm má fá eins mikið smjör, ef De Laval skilvinda er höfö, eins og fá má úr sex kúm skílvindulaust, og verkiö verður helmingi auöveldara. Hver sem efast kynni um sannleiksgildi þessarar staöhæfingar, og þaö, að De Laval geti borgaö sig á þeim tíma, sem gjaldfrestur veitist á henni, hannætti r aö snúa sér til félagsins eða næsta umboðsmanns, og fá ókeypis aö reyna hina nýju endurbættu skilvindu, sem er hæfilega stór. DE LAVAL ENDIST ÆFILANGT. THE DE LAVAL SEPARATOR CO. 14-16 Princess Street - WINNIPEG Þjóðhátíðarkvæði. Sigurður Guömúndsson frá Mjóa tal ritaöi um Danahatur í Eimreiö- ina í fyrra. Taldi hann það allríkt í þjóöinni og studdi mál sitt dæm- um úr kvæðum ýmsra skáldai Þó gerir S. G. ráð fyrír, aö “þjóöifi hafi lítt ráöiö við af fögnuði og Lginleik” 1874 þegar konungur eetti stjórnarskrána. Um þetta atriði ritar séra Jón á Stafafelli “litla athugasemd’ ’ i Austra 12. þ. m. fMarzJ. Hann segir meöal annars. “Þ’ótt flestir ‘ættjarðarvinir” .eöa allur þorri þeirra tnanna, er liaft höföp nokkurn áhuga á þjóömál- um, virtust fagna “frelsisskránni”, þá munu hinir varla hafa verið færri, sem geröu sér litlar vonir um hagsbætur af henni fyrir aðra en heldri menn eða "höfSingja”, sem tnörgum var ekkert bctur viö en Danj, og alkunnugt er, aö Vest- urheimsferðir jukust emmitt stór- um rétt eftir þjóðhátíöina, enda varö eg þess hvergi var, að fögn- uður almennings árið 1874 væri meö öllu óblandinn; en þægilegri endurminningar hefi eg þó frá þeirri þjóöhátíö, en frá sukkinu mikla áriö 1907-----". Af því aö S. G. benti á þjóðhá- tíðarkvæði Páls skálds Olafssonar sem sönnun fyrir '‘algleymisfögn- uöi” árið 1874, þá birtir séra Jón svar gegn þessu kvæði, eftir séra Bjarna Sveinsson á Stafafelli (d. 1889, föður séra Jóns í Winnipegj, og segist hafa heyr.t að “mörgum austanlands hafi eigi geðjast mið- ur að því, en kvæöi Páls, þótt kveðskapurinn sé ólíkur.” Vegna þeirra manna, sem ekki sjá Austra þykir Fjallkonunni rétt að birta kvæði séra Bjarna. Þaö stingur mjög í stúf við alt þaö “þjoðhátíðar móðins slaður,” sem til er frá þeim tíma og víða á loft halclið. / * M o 11 o . Lögmaður Sveinn hefir listvel lagað óð um Gissuf jarl, en það eitt eg undan tel, aö hann lofar vondan karl. fGrönial eldrij. H ví vill skáldið yrkja óð að upp sé runninn trelsisdagur ? er þá hreinsað okkar blóð? opnuð fögur sælu-slóð er þá hrundið hugar-móð og hýr í augum vonar-bragur ? Hví vill skáldið yrkja óð að up psé runninn frelsisdagur? AHir herrar ísalands yfirhlaðnir dönskum krossum, lofa gæzku. gjafarans og gnægtirnar í búri hans, stendur anda almúgans andvari af slíkum hnossum, því allir herrar ísalands eru nú hlaðnir stjórnarkrossum. Hvað má gefa hilmir ®ss, hefir hann nokkurt frelst í t&ki yfirráð eða’ aurahnoss, annað heldur en danskan kross? en Danir ausa eins og hross og ætla að setja’ hann hreint af baki; hvað má gefa hilmir oss hefir hann nokkurt frelsi í taki? Kongsins dýrð er söm við sig sem á heimsins fyrstu öldum, hirðar þrælkun hættulig honum bannar frelsisstig, liann er eins með aðra og þig undirlagðtir ráðum köldurn, því kongsins dýrð er söm við sig sem á heimsins fyrstu öldum. Viltu vera frí og frjáls, frelsi þarf í sálu þinni innri hugur, einurö máls, andinn líka hreinn án táls, undir hlekkjum hóls og prjáls hætt er frelsis-lotdýrðinni. Viltu vera frí og frjáls frelsi þarf í sálu þinni. Viltu vera frí og frjáls flytji burt úr sálu þinni Aurakergja, elska sjálfs, óstjórn líka hroka báls; týhraustur svo tak til ntáls og treystu guði og réttvísínni. Viltu vera frí og frjáls flytji girnd úr sálu þinni. Viltu vera frjáls og trt, fælast máttu’ ei strið né dauða, hræðast ógnar-orðin ný eða krossuð Dana þý. stjórnar sem að ólgu í elta jafnan gullið rauða. Viltu vera frjáls og frí fælast máttu’ ei stríð né dauða. En hvar er slíka hölda’ að fá hér á voru kalda landi þjóðarheillir sem að sjá? segðu mér ef finnur þá, hver mun högum órum á aujatun hafa sívakandi? Hvar er slíka hölda’ að fá hér á voru kalda landi? Þetta frelsi, það er tál, þjóðhátíðar móðins slaður, því fundir elska oröin hál, en yfirskin og glæstmál villir greind, en svikur sál, sér þaö hver einn greindur maður, að þetta frelsi það er tál og þjóðhátiðar moðtns slaður. < Hún er enn ei frí né frjáls “fjallakonan mjallahvita”. \’ér höfum fengið íunui máls, fjárráð varla þó til hálfs, eigángirni og elska sjálfs eining vora sundur slita. • “Hún er enn ei frí né frjáls fjallakonan mjallahvíta”. Strengjum heit und háum meið að herja fast á myrkrn veldi meðan endist æfiskeiö, ófrelsis þó ljósti reið, svo vér rötum ljóssins leið þá liðum burt á æfi-kveldi. Strengjum heit und háum meið að herja fast á myrkra-veldi. Þér eg óska þetta hnoss þjóðar vel und merkjum stríða, feita sauði og fjörug hross fremur heldur en danskan kross; loksins mun þér einn af oss Arinbjarnardrápu smíða. Þér eg óska þetta hnoss jjjóðar vel und merkjum stríða. —Fjallkonan. Við gröf Napoleons. 1. Þó að j>að væri Loðvík XIV. seiu stofnaði til “Hotel des Invalides”, þá er j>að þó miklu fremur nafn Napóleons sem yfirskyggir,— nei, lýsir yfir, ætlaði eg að segja, höll- inni; þar sem ætlaour er bústaður frönskum uppgjafaliermönnum, ef pess þykja verðir. í kirkjunni er grof Napóleons mikla, eða réttara sagt,. hann býr þar dauður; þessi glæsilega kirkja er umgjörð utan um kistu keisar- ans. í víðri steinþró stendur stór kista úr fægðum, rauðum granit, og eru þar geymdar leifar þessa íurðulegasta afreksmanns einhvers sem verið hefir, þessa manns, sem var svo djöfullega duglegur, að 4 miljónir manna biðu bana af hans völdum. Það er mannkvæmt þarna í kirkjunni, og svona kvað j>að vera clag eftir dag og ár eftir ár; og þögull mannfjöldinn horfir liugs- andi á jæssa kistu, þar sem nú liggur svo kyr sá, sem mesta ókyrð hefir vakið í heiminum, allra dauð- legra manna. Ljósið skín gult og blátt inn um glugga hátt uppi og á Krist á krossinum við gröf miljónamorð- ingjans, og hafa víst ekki til verið ólíkari menn. Yfir gröfinni standa jæssi orð Napóleons:— "Je desirc que mes cendres rcposcnt sur les bords dc la Scine au milieu dc ccpcuflc Francais quc j'ai tant ainvc” (eg æski þess, að aska min hvili á Signu bökkum, hjá frönsku þjóðinni, sem eg hefi elskað svo mjögj. Undarleg ást hefir j>að verið vissulega — ef orðin eru ekki tóm hræsni — og minnir á ást veiði- mannsins á dýrunum, sem hann getur ekki séð á landi, sjó eða í lofti, án j>ess aði sýna þeim bana- tilræöi. Vissulega cr Napóleon einhver sá undarlegasti maður, sem lifað hef- ir. og óskiljanlegt, að annað* eins afl til framkvæmda skyldi geta verið í einum mannsbúki og hon- um litlum. Liklega hefir ekkert annað vakað fyrir Napóleon en hans eigin upphefð; aðrir menn voru honum að ein» verkfæri, sem hann vilaði ekki fyrir ser að láta slátra þúsundum saman, til að koma fram vilja sinum. Menn sá hann í gegnum og kunni að meta betur en flestir aðrir, það er að segja, það gagn eða ógagn, sem hann gæti af þeim haft. En þó skauzt honum ’stundum illa, eins og þegar hann hafnaði Robert Fulton og eimskipi hans. Undarlegt virðist það, að fáir menn virðast hafa verið eins elsk- aðir af mönnum sínum eins og þetta smávaxna mikilmenni, er svo mörgum kom í hel og bakaði óum- ræðilegar hörmungar. Hann kom hreyfingu á tilfinningar manna og breytin’gu á :l>ugina; deyfðiannók var óhugsandi með lionum; það hefir tengt hugina við liann, og svo þetta afl andans. Qumir ,’af hin'um ;svone£indu á- gætismönnum sögunnar,— eins og líklega Gladjstone t. a. m., — hafa miklu fremur leikið mikilmenni, en verið það í ra.Uín rdttri. En Napó- leon var eigi að eins þessi ódæma afreksmaður, heldur einnig fram- úrskarandi leikari, þegar honum þótti það viö eiga, og mátti segja um hann öfugt við orð Njálu um Þórhall Ásgrímissou, að hann gat verið skapstiltur en þó orðbráður. Og svo mikill ísem hann var í sjálíum sér, þ á kunm hann manna bezt að meta gildi þeirrar jdri við- hafnar, sem einkum Loðvík XIV*. hafði látið hintii æðstu tign i arf, og eigi að eins var keisari, en lék rómverskan borgara og ræðis- mann. Napóleon hefir venð mjög fríð- ur maður sýnum, eu elnhver grimd arleg ró og fyrirlitning er i svip hans. Virtist mér ótvíræð líking með Napóleon og mynd af Neró í LouvreTsafninu, þó að svipur Napóleons sé miknððlegri. Neró var líka leikari, og eigi eirinn i leiknum, eins og Napóleon, en hef- ir þrátt fyrir sína um aldirnar al- ræmdu grimd ekki orðið líkt þvi eins mörgum að bana, eins og hann. Það verður ekki hjá þvi komist, að dást að Napóleon, en nokkuð líkt og að tígrisdýri. Og aödáan- legri er Júlíus Cæsar. Er það annars skrítið,, að þeir tveir menn, tvö frægustu nöfn sogunnar ein- hver — sem mest áhrif liafa haft á Frakkland, skuli báðir hafa verið ítalir. Cæsar hefir ekki verið Napólc- 011 siðri að viljaþrekl og fram- kvæmdarviti,- en hann var víst mannúðlegri, óheifrrætcnari og svo einn af fremstu rithöfundum síns tima, á tindi menningarinnar í öll- um greinum, vinur visinda og lista. Þar var Napóleon í samanburði við Cæsar lítið annað en ómentað- ur uppskafningur. Og gæfumaður var Læsar meiri en Napóleon. Hann fékk þann dauðdaga, er hann hafði koíið sér, skjótan og óvæntan; en forlög Napóleons voru lík og Prómeþeifs jötuns: að verða fjötraður á eyði- klett, þar sem jötunatl hans varð einungis til að auka honum kvalir. Hudson Iæ>we var eins þrálátur að pina Napóleon, eins og örnin Prómeþeif, og enginn ITerakles kom honum til bjargar. Annars er Napóleon sýndur of mikill sómi með því, að líkja hon- um við Prómeþeif. Þó að ekkert væri annað eftir af heiðri Forn- Grikkja en sagan um Prómeþeif, þá væri það nóg til að sýna, að þeir hafa verið gáfaðasta þjóð heimsins. Prómeþeifur er fram- sóknarandi mannanna, sem hefir sótt eldinn af himnum, afl elding- arinnar, og sem á endanum mun breyta þessum “eymdadal” í leik- völl hins glaða og guosterka mann- kyns. Lengi var þessi andi fjötr- aður. en nú fer hann laus og von- andi til fullkomins sigurs, þó lam- aður sé enn og eftir sig. II. Hvergi verður manni frenmr en 1 við gröf Napóleons að minnast j þess, hvernig hver vera lætur eft- j ir sig a. m. k. tvennskonar leifar. I Steínkflstan fægða geymir það. sem eftir er af þessum litla lík- ama, er átti svo jóumvaxinn vald- vilja. En annars vegar eru menj- ar þessa valdvilja, sjálf- þessi dýr- indiskista og kirkjan, sú helgitign, sem er yfir þessum stað, svo að gestjr af öðrum betri hnetti gæti haldið, að þarna hvilcji einhver af velgeröamönnum jarðarbyggja, en ekki einhver hinn mesti spellvirki. Og menjar Napóleons eru alstaðar í Paris, um alt Frakkland, alla Evrópu og víðar. Að eins eitt skal nefnt. Hversu margt væri ekki öðru vísi ef allir þeir’hefðu sóttdauðir orðið. sem féllu fvrir örlög fram í styrjöldum þeim, er hann vakti. Ein afleiðing Napóleons mikla var annað keisaraaæmið, Napóle- ons þriðja, sem rangnetndur hefir verið hinn litli, og svo hruniö mikla og keisaradæmið þýzka. Þar hafði Napóleon unnið i hendurnar á Bismarck. Vér undrumst, hversu fráþært viljaþrek og framkvæmdarþrek gat gert að verkum, að þessi eini maður fékk vald á forlögum svo ótalamragra; vér undrumst það afl til framkvæmda, sem í einum manni getur búið, er vér virðuni fyrir oss Napóleun, iremur en flesta aðra. En jafnframt er saga hans vel fallin til að sýna oss, hvernig jafnvel annar eins jötun- vilji er ástæðum háður, hversu djúpt og vitt stanaa rætnr að öll- um viðburðum, hversu mannkynið minnir á kórallasmið, þar sem ó- teljandi hafa að unnið. Napóleon hefði ekki orðið þessi heimsviöburður, sem hann varð, liefði ekki — svo að eg stikli a& eins á því stærsta — L/aðvík XIV. verið búinn að vinna í hendurnar á honum, með því að gerast þessi valdasól, sent alt í ríkinu snerist ur* ; og hefði ekki enn fremur veitt honutn í vil með þvi, að i ragna- rökkri stjórnarbyltingarinnar hafði úlfur uppreistarinnar gleypt valda- sól konungdómsins og skilið þ.tr eftir autt og ófylt sæti. En stjórn- arbyltingin sjálf liefði aldrei orð- ið, heföi hin nýja ppplýsing og heimspeki ekki víkkað sjóndeihl*-. hringinn og kent mónnum að The Stuart Machinery Co., Ltd. % AxrnrsrisriiU’iEGK MAETITOBA. SOGUNARMYLNU AHOLD Vér höfum nú hinar beztu sögunarmylnur sem nokkru sinni hafa fengist fyrir — aö eins $350.00, fyrir mylnu meö 3 Head blocks spring Receeder. Rope Feed og 46 þml. sög. Korniö og sjáiö þetta. Vér höfum Edgers hefla o. fl. meö kjör- kaupa veröi. The Stuart Machinery Co., Ltd. 764-7Ó6 Main Street. Phones 3870, 3871. V»/ $ \t/ 3 \t/ \t/ \t/ vt/ \t/ \í/ \t/ \t/ \»/ \t/ \t/ \t/ \t/ \»/ \t/ hugsa og brjótast um, þar sem þeir áður höfðu trúað og þolað. Á dögum Loðvíks XIV. hefði Napóleon líklega orðið frægur hershöfðingi eöa frægur ráðgjafi, en ekki rneira. Ekki eins frægur í sögunni eins og Bismarck. - Helgi Pétursson. —EimreiSin. Furðuverk í handlœknislistinni. Alrei hafa jafnmikiar framfarir orðið í læknislistinni eins og nú á síðustu árum. Einkanlega hafa | framfarirnar orðið mikilfenglegar i handlækningum. Einna nafntog- aöastur handlæknir nú á dögum er Dr. Alexis Carrel formaður hand- lækninga stofnunarinnar í New York, sem kend er við Rockefeller. Frægastur hefir liann orðið sak- ir undraverðra tilrauna sem hon- um hefir hepnast ao gera með hin- um æskilegasta árangri. | Þ'annig hefir Dr. Carrel gert afar mikilfertglegav tilraunir með tvo ketti, er hann gerði á mikinn uppskurð. Ilann opnaði þá og tðk sitt nýrað úr hvorum þeirra. Skifti síðan uin þau og setti nýra annars kattarins i hinn. Uppskurðurinn hepnaðist svo vel að báðir kettirnir | lifa góðu lífi, þó að hvor um sig sé með aöíengið nýra. Þetta er kallað limskifti eða liffæra skifti. Enn fremur hefir Dr. Carrel skift um fætur á dýrum, tekið lapp ii af dýrum og grætt á önnur. Iíefir honum hepnast að græða þar bein við bein, vöðva við vöðva, taug við taug; sárin hafa gróið í gipsumbúðum, sem settar hafa verið á limina, er við hafa verið græddir. lór. Carrel hefir hepnast að græða löpp af hundi við fótar- stúf' annars hunds á þrem vikum, svo að hunclurinn hefir getað geng ið um og stígið í nýju löppina aö þeim tírna liðnum. En hvaða gagn er nú að þessum tilraunum og limskiftum. Hvaða gagn getur orðið að þessu fyrir handlæknislistina? Hugsum oss, að rnaður nokkur sýkist af nýrna- veiki hættulegri. Mundi þá verða auðið að taka úr honum veiku nýr- un og setja i hann heilbrigð nýru úr einhverju dýri? Og þó að það kýnni nú að takast, mundi þá hepn ast að græða handlegg eða fót á mann, sem mist hefir annað hvort hönd eða fót? Raun er fengin á því að partur úr frumluvef og jafnvel heil líf- íæri, sem skorin ltafa verið úr lif- andi líkömum geta iraldið í sér lífs afli sínu svo dögum og jafnvel vikum skiftir, ef þau eru geymd í hæfilegum hita og raka. Dr. Car- vel hefir gert tilraun í þessa átt á ketti. Hann tók úr kettinum slag- æð og setti i hennar stað slagæð úr mannslæri. En áður en hann gerði uppskurö þenna hafði hann geymt slagæðina í sérkennilegum vökva. Uppskurðurinn . hepnaðist mjög vel. og kcttinum heilsaðist á- gætlega með slagæð mannsins i skrokk sínurn. Nú »r ekki óeðlilegt að álykta að hepnast megi að fara eins meö heilt líffæri eins og tókst að fara með slagæð þessa. Setjum sVo, að maður nokkur látist af slysförum. Værf’ þá nokkuð á móti því, aí5 taka eitthvert Jíffæra hans og geyma þau og brúka þau síðar? Hugmyndin virðist nokkuð ósann- sýnileg í fljótu bragði, *en hún er eiginlega bara ný og djarfleg, og öldungis í samræmi við orð eins liinna frægustú handlækna í París- arborg. Honum sagðist svo frá í fyrirlestri um þetta etnl, er hann héh nýskeð: Eg vona að það komi á daginn að vér læknar eigum ísskáp við hlið verkfæraskapsins og gevm- um í þeim ísskáp eða öðru rot- varnartæki, æðar, liðamót, hand- Eggi og fætur. Þar ætti að vera nokkurs konar forðabúr, sem gripa mætti til eftir þörfum. Það hefir líka orðið augljóst, að þessi lntgsun liefir vaknað í brjóst- um fleiri en læknanna einna, þvi að menn vita til þess, að tveir af sjúklingum Dr. Ca.icis hafa t. a. m. sártænt hann um að græða á annan þeirra hönd, en aö setja ný nýru í hinn, og hefir þeim helzt hugsast að fá líffærin úr fyrstu glæpamönnum* sem litlátnir yrðu. Nú á dögum eru gerðir margs- konar uppskurðir og ágræðingar, sem eru mjög merkilegar, þó að þær konust ekki í samjöfnuð við þá uppskurði Dr. Carrels sem þeg- ar hafa verið nefndir. Ilér skal látið nægia, að benda á það, að maður h«ir brent sig á handleggn um. Þar verður eftir mikið sár, sem torvelt er að græða. Læknir- inn tekur þá fláttuhníf og flær smápjötlur af skinni af fótleggjuin mannsins og iskellir á brunasárið. Með þessum hætti tekst að græða fcrunasárið á svo sem tíu dögum, er. að öðrum kosti hefði þurft til þess heilan mánuð. ' Tökum nú annað öæmi. \Iaður nokkur hefir orðið fyrir þvi slysi, að missa nefið, en netbeinið er þó heilt og óskemt. Handlæknirinn 1 arf nú| á dálítilli skinnpjötlu að halda til þess að búa til nýtt nef. Hann flær hana af handlegg sjúk- lingsins, græðir hana við nefbein- ið. bvr til nasaopin og hefir þannig búið til nýtt liffæri. Tilbúnir limir verða lítilsvirði bornir sarnan við limskifti eða á- græðingar, og þó hefir ómetanlegt gagn orðið að fölskum tönnum, gleraugum, tilbúnum limum, o. s. frv. Það er t. a. m. orðið alkunn- ugt. að Galliset herforingi lifði í 40 ár eftir að hann íet setja í sig tvö rnálm rifbein og hafði þau til dauðadags. og tnargt svipað mætti telja síðari tíma lækningum til gildis að þvi er snertir tilbúna limi og líkamsparta. En aldrei geta slíkir limir eða líkamshlutar jafnast á við hold og blóð. Þess vegna er það, að menn fylgja með mikilli eftirvæntingu tilraunum þeim sem visindamenn- irnir eru að gera í þvi skyni að lengja líf manna og gera það þægi legra en hingað tilhefir verið auð- iö. — IVorld Wide. Það ættj ekki að draga að lækna magaveiki og það tekst auðveld- lega meö Chamberlain’s lyfjum, sem eiga við allskona- magaveiki ('Cliamberlain’s Colic, Cholera and Diarrheoa Remedyj, sem lækna ör- ugglega og hafa engiu óþægindi í för með sér. Það btegzt aldrei, er gott til inntöku og auðtekiö. — Sek hvervetna.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.