Lögberg - 27.04.1910, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.04.1910, Blaðsíða 6
LÖGBERG, EIMTUDAGINN 28. APRÍL 1910. Erfðaskrá Lormes k. eftir ] Charles Garvice )\ “Eg mundi trúa Mr. Cyril þó ab allír vitnubu á móti honum. Og eg er viss um, aö þér munduS segja þaö sama, ef þér hefSuS séS hann. Eg bjóst helzt viS, aS hann mundi sálga mér, þegar — þegar eg sagSi honum, aS viS hefSum trúaS því öll, aS hann hefSi farið meS henni. ÞaS var óskup aS sjá hann, og hann skammaSi mig blóSugum skómmum og leit til mín dæmalaust illilega,” sagSi hún kjökrandi. “En eg átti þaS skiliS. Eg var auli aS láta mér nokkurn tíma detta í hug aS hann hefSi hent annaS eins — hann, sem er þaS einstakasta prúSmenni, sem hér er nokurstaSar nærlendis. Eg segi ySur þaS satt, Miss Leola, aS hér eru brögS í tafli. Hann er saklaus af þessum áburSi eins og barniS í vöggunni!” Leola stóS stundarkorn eins og í leiSslu. Svo huldi hún andlitiS í höndum sér og hné niSur á stól þegjandi. “Eg hefi vantreyst honum, svikiS hann — eg — eg — eg, sem unni honum svo heitt og hjartanlega, og hefSi átt aS þekkja hann! Eg á þaS ekki skiliS aS draga lífsanda! HvaS hefi eg gert? HvaS hefi gert?” sagSi hún viS sjálfa sig og stundí viS. SíSan spratt hún á fætur, þaut fram aS hurSinni, en sneri þar aftur, baSaSi út höndunum og sagSi: “Komdu meS hann hingaS til mín, svo aS eg geti beSiS hann fyrirgefningar á hnjánum. Komdu meS hann hingaS!” Mrs. Tibbett hrökk aftur á bak. * “GóSa mín! góSa mín! Hann er farinn — hann er farinn!” sagSi hún. “Farinn!” endurtók Leola. Mrs. Tibbett fór aftur aS gráta. “Já,” sagSi hún. “RákuS þér hann ekki burtu?” Leola stundi þungan. “VoruS þaS ekki þér, sem senduS Mr. Dyce til aS segja honum aS fara héSan burtu undir einsr GcrSuS þér þaS ekki? Og hann fór lika. Og hann sagSi svo margt iít viS hann, aS þaS var meiia en nokkur dauSlegur maSur gat þolaS. Eg heyr'tt til þeirra, Miss Leola, og mér rann heldur en ekki í skap. Hann móSgaSi Mr. Cyril og kallaSi hann — þj >c’!” “SegiS mér ekki meira; eg þoli ekki aS heyra þaS!” sagSi hún sárhrygg. “Og Mr. Cyril gat þaS ekki heldur,” sagSi Mrs. Tibbett, “því aS hann sló hann niSur og tleygSi hon- um fram aS dyrum.” “O!” sagSi Leola hvatskeytslega. “Já, Mr. Cyril fleygSi honum fram aS dyrum eins og hundi,” sagSi Mrs. Tibbett drembilega. “Jæja, jæja, haltu áfram!” sagSi Leola og stóS á öndinni. “Og svo—svo fór Mr. Dyce. Hann var hrædd- ur viS aS biSa lengur, og Mr. Cyril fór líka; og hann kemur aldrei aftur, góSa mín!” Leola huldi andlitiS í höndum sér. Hún sá alt i huga sínum hvernig fariS hafSi. Henni skildist vel öll móSgunaryrSi Philip Dyce; en þó hlaut Cyril aS falla enn þyngra uppsögnin sem hún hafSi sent hon- um og undirskrifaS. Eina huggun hennar var þaS, aS hann skyldi hafa hrakiS Philip Dyce eins og tusku. Svo spratt hún alt i einu upp og sagSi: “HvaS á aS gera? HvaS á aS gera? ÞaS má til aS finna hann; hann verSur aS koma aftur!” Mrs. -Tibbett hristi höfuSiS. “Mr. Cyril er ekki svo leiSis maSur, aS hann komi strax aftur viS fyrstu bendingu eftir aS búiS er aS visa honum burt!” “Þetta er sárt! Þér kveljiS mig,” sagSi Leola stynjandi. “SjáiS þér ekki, hvaS heitt eg elska hann?” Mrs. Tibbett starSi á hana undrandi; en hér var frómt frá sagt. “Eg elska hann!” kalIaSi .Leola upp yfir sig og sem hann átti tal viS, en t þetta skifti brást honum ------------------------- ---- " ■ • • bogalistin, og honum var líka órótt vegna þess aS horfSi ófeimin framan í Mrs. Tibbett; “og hann elsk- aBi mig þangaS til eg gerSi mig óverSuga ástar hans, vantreysti honum og móSgaSi hann.” Mrs. Tibbett spratt upp. Einhver var aB koma. ÞaS var María. “Mr. Dyce er í dagstofunni, Miss Leola,” sagSi hún. “SkipiS honum aS fara!” sagSi Mrs. Tibbett reiSulega; en Leola greip fram í og sagSi: “Nei; eg vil sjá hann.” * Og hún tók aS strjúka á sér háriS meS skjálfandi höndum. XXXVI. KAPITULI. Philip Dyce stóS viS gluggann i dagstofunni og beiS Leolu þar. Hann hafSi höndlaS hnossiS og hefSi átt aS ve»a glaður. En hann hafSi verk í handleggnum og síS- unni, og brjóst hans þrungiS af gremju og óvild til Cyrils. “Eg mundi verSa afarglaSur ef eg sæi hann liggja á líkbörunum daginn, sem eg gifti mig!” taut- aSi hann viS sjálfan sig ólundarlega. í því heyrSi hann létt fótatak og sneri sér viS og sá þá aS Leola var komin inn í stofuna. ÞaS var fariS aS skyggja; ekki hafSi veriS kveikt, en eldur brann á arni og lagSi glampa af hon- um út uin stofuna, sem var búin afarfögrum hús- gögnum. Hún hafSi numiS staöar viS háan stól, og tekiö annarí hendinni mjalla hvítri um bakíS á honum. Hún sneri andlitinu aS honum, og var mjög föl, en róleg, og gat hann }>ó ekki séS greinlega framan í hana nema í augun, sem hún hvesti á hann. Hann þokaöi sér nær henni, heilsaSi henni meS miklum innileik, óg sagöi mjög bliölega: “Eg er kominn hingaS, Leola, þvi aö eg verS aS játa þaö, aS eg finn enga ró annars staSar en hjá þér, og svo ætlaði eg að segja þér, aS eg hefi lokiö mjög leiðinlegu verki, og að eftir þetta muni mannleysan ekki framar verða á vegi þinum.” Hann þagnaði, en Leola leit ekki upp. Philip Dyce færði sig enn nær henni og drap hnénu á stól, sem var rétt hjá þeim stól, sem Leola stóð viö. “Hann kom aftur,” rnælti hanrn enn fremur, “eins og eg var hræddur um, og—” “Þú lézt ekki á þér standa aS móöga hann,” sagði Leola alt í einu, en þó svo rólega, aS enginn skjálfti heyröist í rödd heamar, en blóðið þaut fram í andlit honum. “Leola!” hrópaöi hann. “Þú lézt ekki á þér standa að tnóSga hann,” sagði Leola aftur og roSnaði um leiö. “Ja, eg get vel trúaS því, Mr. Dyce.” “Leola!” endurtók hann í viðvörunarrómi, “þetta finst mér undarlegt tal! Því talarðu svona. Og því horfiröu svona á mig? Hefi eg móSgað þig? Hefi eg gert mig sekan í fiokkru röngu?” “SpurSu samvizku þina,” svaraöi Leola með lágri röddu eins og áður. “En haltu nú áfram sögu þinni, eSa á eg aS ljúka viS hana fyrir þig? Þú hittir Mr. Kingjley” — röddin varð mýkri þegar hún nefndi nafniS — “þú hittir Cyril Kingsley, eins og þú bjóst við, og þú réöst þegar á hann með storkun- aryrðum.” “,Storkunaryröi‘ er nokkuö stori orS, Leola,” svaraði hann meS aðdáanlegri hægS. “Eg fór svo aS sem eg hugöi réttast, og þaS sem hagkvæmast var eftir þvi sem á stóS — eg hitti hann og fékk bonum uppsögnina. Eg gat ekki annaö gert, meS því að þú haföir sjálf afhemt mér hana.” Þetta var likast því, sem hann væri að skjóta skuldinni á Leolu og hún bálreiddist lika. “Já, eg geröi það,” svaraði hún og herti á takinu | um stólbríkina, “af því aö eg var óhyggin. Eg festi j trúnað á þaS sem þú sagðir mér, og gerði mig aö verkfæri í þinni hendi til ills. Þó að þú skjótir skuld- j inni á mig gerir það minst til. Jæja, haltu nú áfram, og segðu mér hvernig tekiö var storkunaryrðunum.” Philip Dyce spratt á fætur náfölur af geðshrær- ingu. “En þér er bezt að hlífa sjálfum þér viS því,” sagSi Leola með nístandi háði, “því aö eg er búin aS fá aö heyra hvernig þú varst barinn. Þú fórst of langt, Philip Dyce!” Philip Dyce þerSi svitamn af enm sér og sagSi st ynjandi. “Þú blýtur aS vera gengin af vitinu, Leola.” ' “Nei!” svaraði Leola meö beisku brosi, “en það lítur út fyrir að eg hafi verið örvita, því að cg trúði þér.” “HvaS á þetta aS þýðá?” hrópaði hann. “HvaS hefir valdiS þessari breytingu ? Eg skildi við þig fyrir fáum klukkustunduni, — fór að koma fyrirskip- unum þinum í framkvæmd, eftir því sem eg haföi bezt vit á, og þegar eg kem aftur—” “Þá verður þú þess vísari,” greip Leola fram i, “aS eg hefi öölast aftur óbrjálaöa dómgreind, og orö- iS þess vísari hvernig eg hafði veriö blekt.” “Hver ætli hafi blekt þig?” spuröi hann og vætti varirnar með tmngunni. Hann ætlaði ekki að gefa sig fyr en í fulla hnefana. Leola þagnaði snöggvast. “Hver ætli hafi blekt þig ?” endurtók hann. “Ekki eg. Eg vildi feginn fórna þér lífi mínu og hjarta, Leola. Eg er reiöubúinn að hlusta á hvaS, sem þú kant að hafa heyrt og hefir valdið breyting- unaii, sem á þér er orðin. í guSs bænum hættu nú að kvelja mig svona óttalega!” Hann var manna kænastur aö villa sjónir þeim honum var ókunnugt um hve mikið hún vissi tim þetta atriði. “Eg hefi veriö blekt,” sagöi Leola. “Cyril, — Mr. Kingsley, sem þú skildir viö fyrir stundu, hefir korniS aftur — en einn síns liðs.” “Já, einn síns liSs,” sagöi Philip Dyce. “En er þaö eitt nægjanlegt til þess aS sýna mer það atlæti, sem þú hefir nú gert?” “Hann er kominn einn aftur, og fór líka einn af stað héöan,” sagSi Leola meö ákefð. Philip Dyce ypti öxlum. “Enginn getur oröið þeim fréttum fegnari heldur en eg,” sagSi hann. “En—” “Það hefir veriS leikiS illa á mig,” sagði hún raunalega. “Bn ekki er það mér að kenna,” svaraSi hann í flýti. “Ef Cyril Kingsley er saklaus, þá höfum viS ö!l verið blekt og viltar sjónir. IÞér er jafnkunnugt um það eins og mér. En hvernig stendur á þvi, aS þér felst svo mjög til um þetta — Leola? Þú, sen; ert heitmey mín.” • “já, eg var þaö,” sagði hún meS ásakandi röddu og fyrirlitningu. “Og þess vegna ættirðu enga ástæSu að háfa til þess aS taka þér svo nærri sekt eða sakleysi Cyril Kingsley.” “Á, ertu nú viss um það—öldungis viss?” spurSi hún i reiöi. “Já, þaS hélt eg,” svaraöi hann. “HvaS er Cyril! Kingsley þér? Hann, vinnumaöurinn þinn? Ef hon- um hefir verið gert rangt til, þá er ekki annað en bæta honum þaS upp. Taktu hann aftur i þjónustu þína, endurgjaltu honum og taktu hann í sátt; en blessuS vertu ekki aS hefnast á mér fyrir þaö, sem hann hefir orSið fyrir, því aö eg elska þig heitara en lífið í brjóstinu á mér.” Leola brosti háöslega, og háSsvipurinn á henri hleypti upp í honum. “Margur mætti halda, að þér væri i meira lagi ant um þenna pilt.” sagði hann. “ÞaS er lika satt,” svaraði hún með hægð en innileik og bætti viö hispurslaust— “því að mér, því aö eg elska hann.” Philip Dyce sté eitt skref áfram og horfSi á hana andartak með augnaráði, sem helzt bar vott um, aö hann langaði til aö sálga henni þar sem hún stóö; hann krosslagði handleggina og biturt háöbros kom á gulbleikar varirnar. “ElskaSu hann?” spuröi hann hranalega. “Þú elskar Cyril Kingsley, vinnumann þinn — þenna leiðinda garm.” “Hann er konungur í mínum augum í saman- I)urSi viS þig,” svaraöi Leola reiöulega. “En þú ert heitmey mín,” sagSi hann lágt. “Nei!” svaraöi hún. “Eg er heitmey hans.” “Látum svo vera,” sagöi hann hamslaus af reiöi og vonbrigðum. “Eg get ekki nógsamlega þakkað þér, Miss Dale, fyrir aö láta mig vita þetta í tíma. Eg skal ekki standa Cyril Kingsley í ljósi. Eg vona aö Miss Marsden veröi sanngjörn í kröfum. Er þaS annars satt, að þér sé alvara, eöa er þetta kannske fyrirfram bruggað til aö reyna mig?” spurSi hann hlæjandi með dulinni gremju. Svo varð snögg breyting á allri framkomu_ hans, og hann sagði innilega: “Leola! hugsaöu þig nú; um, eg sárbæni þig. Eg skal láta þessi beisku orö, sem milli okkar hafa farið, falla í gleymsku, ef þú vilt-afturkalla þau. Þú hefir sagt mér — að þú, mestmetna Konan í þessu héraði, húsfreyjan á Lormesetrinu, sért trúlofuS vinnumanni þinum. Getur þaö veriö satt? Og þaö manni, sem orð leikur á aö hafi strokiö með öörum kvenmanni. Eg sárbæni þig að athuga, hvaö Hggur í þessum alvarlegu orðum og —” “Þér er bezt aö hætta öllu bænastagli,” sagöi Leola meS hægS; “eg blygðast mín ekkert fyrir ást mína, eöa manninn, sem eg elska. Eg blygðast mín aö eins fyrir trúgirni mína og það sem af henni hefir leitt.” “Á eg þá að skilja þaö svo, að það sé eg sem nú er frávísað?” spuröi hann meS nístandi kulda — “að þii rjúfir heitorð þín viö mig — og segir mér upp með öörum oröum — svíkir mig vegna manns, senr —” Nú geip Leola fram í og sagöi: “Philip Dyce! eg mundi ekki giftast þér þó að Cyril Kingsley væri tiu sinnum verri maöur en þú hefir gefiS í skyn að hann væri!” “Er þetta svar þitt?” spuröi liann. Leola kinkaöi kolli. “Sé það svo,” svaraöi Philip Dyce; “eg ætla aS taka því eins og þaö er talaö.” Hann stóö kyr stundarkorn eins og hann væri aö jafna sig. “Já,” sagði hanm, “eg tek það eins og þaS er talað,” og hann leit til hennar meö illmannlegu glotti. “Ef það væri mögulegt aö hefnd gæti komið fyrir þaS ranglæti, sem þú hefir sýnt mér, þá mundi þér hefnast fyrir þaö á ókomnum æfidögum. En fyrir það ranglæti verSur hvorki bætt meö bótum eSa hefndum.” Hann tók hatt sinn og sneri til dyranna, en í því að hann ætlaöi út, mætti harun Mr. Ford. “Miss Dale! Miss Dale!” hrópaöi liann, “eruö þér hér?“ ÞaS var nú oröiö svo skaggsýnt í stof- unni, að ógerla sáust þeir, sem inni voru. “Miss Dale er hér,” svaraði Philip Dyce kulda- lega. “O ! eruð þér hér, Mr. Dyce?” sagði Mr. Ford, og þegar hann heyröi þaö, flýtti hann sér aö láta höndina aftur fyrir bakið, en bæöi Leola og Philip höföu þó tekiS eftir því, að hann haföi haldiö á skjali, sem hann var nú aö leyna. “Já, eg er hér,” sagöi Mr. Dyce og rétti fram hönd sína. Mr. Ford koin í móti honum og heilsaði honum með handabandi og stakk um leið skjalimt i brjóst- vasa sinn; þá sá hann Leolu og brá viS. “Miss Leola!” sagöi hann. “Mér var sagt aS þér væruö inni í herbergjum yöar. Eg vona að þér séuö betri.” “Já, eg er oröin vel frísk, Mr. Ford,” sagði Leola. “Hvenær komuö þér?” Eg kom hingað fyrir svo sem tveimur klukku- stundum. En hvaö er þetta. Skelfing er yður heitt á hendinni!” og hann horföi fast á hana og síöan á föla, alvarlega andlitið á Philip Dyce. “Hefir nokkuö komiö fyrir? Mrs. Wetherell sagöi mér nýjustu íréttirnar og eg kom til aö óska ykkur til hamingju!” Philip Dyce hleypti brúnum en Leola greip fram í og sagði kuldalega: “Mér var ókunnugt um, að þér væruö kominn, Mr. Ford. Hvers vegna létuö þér mig ekki vita um þaö ?” “Eg lagði einmitt svo fyrir, að þér skylduð ekki vera ónáöuS, kæra Miss Dale,” sagði hann og hneigði sig kurteislega, og fór síöan að þurka gleraugun sin með vandræöasvip. “Eg kom hingað til aö óska ykkur til hamingju,” sagöi hann, “því aö Mrs. Wetherell sagöi mér aS þiS Mr. Dyce væruS trúlofuö, en mér er mjög ant um framtíðarheill yðar.” flfe, “ViS vorum þaö,” sagöi Philip Dyce dauflega. “En viS erum ekki trúlofuð lengur,” sagSi Leola. Mr. Ford hrökk við og fölnaöi; hann leit nærri því bænaraugum Wl Leolu, og »tm leið bar hann hömd- VEGGJA- GIPS Vér leggjum alt kapp á að búa til TRAUST,* VEL FINGERT GIPS. —<vwv—« „Empire“ Sementsveggja Gips, Viðar Gips Fullgerðar Gips, o. fl. o. fl. Einungis búið til hjá Manitoba Gypsum 60., Ltd. WINNIPCG, MÁN. Ckrifið eftir bók um þetta efni, yður ^ mun þykja gaman a he aö neita því,” ma eins og ósjálfrátt upp aö brjóstvasanum. “Kæra Miss Dale! - Mr. Dyce!” hrópaði hann meö akefö, “eg ætla aö leggja að ykkur báöum um aö lata ekki neina smámuni standa sameiginlegri vel- höan ykkar í vegi! Lofið mér nÚ aö sætta ykkur, sansist þið á, aö þessi síðustu orð ykkar hafi verið’ sogS 1 fljótræöi og hugsunarleysi.” Leola liaföi fært sig fram aS huröinni og hanm sagSi því: “BíSiS þér viö, en lofið mér aö fara. Eg skal koma bráSum aftur. Satt aö segja hefi eg mikilvægt erindi viö yöur, sem aö nokkru leyti snertir þrætuefni ykkar. Genð þetta fyrir mig,” mælti hann og þurkaði svitann af enninu á sér. “Eg er orSinn roskinn maSur o" ivorugt ykkar ætti að fiiina sér þaö til þó aö eg vilji verða sáttasemjari milli ykkar.” Leola straukst fram hjá þeim og sagSi: “Þér skiljiö þetta ekki, Mr. Ford. Við Philip getum ekkert haft saman að sælda hér eftir meira en bráö ókunnugar persónur.” “Hægan!” hrópaði Mr. Ford. 'T5!esaöar fariS þer ekki. Þetta sundurlyndi ætti aS geta Iagast. Eg treysti ykkur til þess, Miss Dale og Mr. Dyce. Sætt- ist nú heilum sáttum! Eg hefi fullgildar ástæöur til að fara fram á þetta,” sagöi hann og strauk hendinni a ný um brjóstvasann. “Og eg hefi mínar ástæöur til svaraði Leola og fór út úr stofunni. Mr. Ford horföi stundarkorn á eftir henni, fór síðan að stika hratt fram og aftur goltiö. “Þessu verSur — má til að kippa í lag,” tautaöi hann fyrir munni sér meS ákefð og nam staöar frammi fyrir Philip Dyce, sem enn stóö kyr við stól- bakiS. VitiS þér það, Philip Dyce, að þér eruö að missa af einhverri beztu og elskulegustu stúlkunni sem til er undir sólinni?” Philip Dyce ypti öxlum. “Hvemig á eg að fara aö halda í hana?” spurSi hann rólega. “KenniS mér ráð til þess og eg skal fara eftir þvi. Eg kom hingaö í kveld og átti mér enga von á breytingu þeirri, sem þér sjaiS að nú er oröin á henni. Eg hefi ekkert gert til aS móöga hana annaS en framkvæma fyrirskipanir hennar. Þessi Cyril Kingsley—” “O, þarna kemur þaö!” greip Mr. Ford frarn i. “Henni finst vist aö honum hafi veriö misboSiö. Eg skil ekki á hverju þaS er bygt. Þér segið, aö honum hafi veriö sagt upp vistinni — mér þykir það býsna vel sloppiö. Hann gat ekki búist viö aö fá aö vera kyr. En — en —” “Miss Dale viröist láta sér hann,” sagði Philip Dyce háSslega. Gamli lögmaðurinn sýndist naumast taka eftir þessu. “Philip Dyce,” sagöi hann. “Eg er svo roskinn aö eg gæti veriö afií yðar, og eg þekki yður vel. Þér elskið hina fögru stúlku—” “Já, þaS veit guS aö eg geri,” svaraöi Philip Dyce innilega. “Gott er þaö,” svaraSi gamli lögirtaðurinn alvar- lega. “VæruS þér fús til aö láta af hendi allar eignir yðar fyrir ást hennar?” “Já, hvert tundur og tegund,” svaraSi hann strax. “Gott er það, svaraSi gamli lögmaSurinn fegin- samlega. “Jæja, fariö þá strax til hennar, og reyniö aö sættast við hana, því að þaö veröur of seint á morgun.” “Hvernig stendur á því?” spurði Dyce með upp- geröar undrun. “Eg á viö það, að á morgun getur svo fariö, aö stolt hennar verði því til fyrirstöðu aö hún vilji ját- ast yöur og þá veröi kominn á milíi ykkar ókleifur veggur. Mr. Dyce, eg ætla aS vera einlægur við ySur. GætiS þess, áöur en eg segi nokkuð meira, aö eg er lögmaður hennar og ráöunautur; eg er á henmar bandi og mundi berjast fyrir hana gegn yöur meSan. kostur væri, ef út í þaS færi.” “En hver ósköp eru þaS, þá, sem yður liggur á hjarta?’ ’spuröi Philip Dyce. ákaflega ant um

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.