Lögberg - 07.07.1910, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.07.1910, Blaðsíða 1
/ 23. ÁR. WINNIPEG, MAN., Fimtudaginn 7. Júlí 1910. Nr. 27 Roblin-stjórnin að falla. Gamlir vinir snúast gegn henni. Bonnar lögmaður spáir henni ósigri Enginn dagur lí8ur nú svo, aö fjöldamargir gamlir og góöir con- servatívar snúist ekki gegn Roblin- stjórninni, og þaö margir af henn- ar merkustu og álitlegustu fylgis- mönnum, t. a. m. eins og R. A. Bonnar lögrruaður, isiem sækir nú óJiáður báöum stjórnmfdaflokkun- Km um kosningu til þings í Assini- boia kijördæminu gegn Aime Ben- ard, einhverju leiðitamasta hala- rófubarni Roölin stjórnarinnar. Eins og alkunnugt er, befir Bon- nar lögmaöur veriö eindreginn fylgismaSur fylkisstjórnarinnar, og margsinnis gegnt lögmannsstörfum i hennar þjónustu. Hajnn er því mörgum kunnugri um atferli Rob- linstjórnarinnar á ýmsan veg, og nú er honum fariö að ofbjöða svo sú óhæfa sem stjórnin hefir i frammi haft í hinum ýmsu stjórnardeildium, að hann telur það hiö mesta happ ef Manitobabúar gætu losnað við núverandi fylkisstjórn sem allra fyrst. Um dómsmála stjórnardeild þessa fylkis fórust Mr. Bonnar svo cið nýskeð á stjórnmálafundi, að sú stjórnardeild væri sú “rotnasta sem til væri nokkurs staíðar i viðri veröld og skömm' og svivirðing fylkisins.” Hann dæmir þar ekki sem blindur m^ður um lit, þvi að hann hefir haft afar náin kynni af þ.drri stjórnardeild. Um kornhlöðumálið' fórust Mr. 1' i nar svo orð á fundi í Eli, Man, nýskeð: “Eg er því vel kunnugur hvaða álit kornyrkjubændur hafa á k>. nhlöðumála frumvarpi Roblin- st jóinarinnar. Þeir crw hrœddir unt afí stjórnin bregSist þeim illa í því >náli. Eg spái þvi aff þeir felli Rob linstjórnina þess vegna þann n. Júlí. Eg vfeit líka að hvern og e.nn þeirra fýsir að fá beina lög- gjóf. Þá fýsir þess til áð binÖa e da á fjárdráttar makkið, til þess að stjórnin sem við völdin verðuv nrvðist til að vera heiðarleg. Rob- lin.sfjórnin þorir ekki að veita kjós- c..dunumi slíka löggjöf..... “Um kornhlöðumála frumvarpið er það að segja, að eg býst ekki við að stjórnin haldi áfram með það eftir ii. Júlí.” “Lítið á loforð stjórnarinnar í því máli fyrir síðustu kosningar. Þá lofaði stjórnin að lögleiða á- lyktun um það mál, sem 300 odd1- vitar og fleiri bændur samþyktu í Winnipeg um það leyti. Kornyrkju mannaþingið samþykti ályktun um fylkiseign á kornihlöðum. Svo komst stjórnin til Valda, en hún sveik loforð sitt cg lögleiddi ekki ályktun fyrnefnds þings. Nú eru aðrar kosningar fyrir hendi, og nú er stjórnin að burðast með korn- hlöðumálafrumvarpið. Hún þurfti ekki að efna til kosninga fyr en að ári liðnu. Hvers vegna sýndi stjórnin þá ekki bœndurn þá tilláts- semi, að láta kornhlöðufrumv. öðl- ast gildi nú þegar? Eg skal segja ykkur hvernig á því stendur. Það er vegna þess að stjómin hefir €nga löngun til að koma þessum lögum í fratmkvæmd. Þó að allir ráðgjafarnir lýstu yfir þvi hátíð- Rga, að þeir ætluðu að gera það, þá mundi eg samt ekki trúa þeim. I “Stjórnin neitaði því, að korn- j hlöðumálanefndin væri skipuð óháð ; um mönnum i stjórnmálum, og kornyrkjumenn hafa neitað frum- varpinu, úr þvi að ekki fékst að nefndin væri skipuð óháðum mönn- : um. “Nú spyr eg: Er Roblinstjórnin vinveitt bændunum? “Svarið er þetta: “Tilraun hefir verið gerð til að hnekkja komyrkjumanna félaginu með því að egna alla banka upp á móti því. Eg mintist á þetta við bændur, og þegar í stað var nefnd send til Toronto til að finna að máli ráðgmenn Home bankans. Um þær rnundir átti Manitobastjórn í þeim banka um $75,000, og þegar stjórn- in fann, að hún varð að láta i minni pokann fyrir kornyrkjumönnum, j þá tók hún fyrnefnt fé út úr þess-: um banka. Mundi stjórn, sem! vinveitt hefði verið bændum hafa j gert það? “Vitið þér það. bændur, að Rob- lin stjórnarformaður var kornkaup maður og átti miklar eignir í korn- verzlunarfélagi nokkru? Vitið þér. bændur, að Robert Rogers, ráðgjafi opinberra verka, er margbendlaður við kornyrkjuverzlun og að það er lögmannafélag dómsmálastjórans, sem nú eru lögfræðislegir ráðu- nautar kornverzlunar kaupmanna- samkundunnar (grain exchange) ? Getur yður furðað á þó að eg efist um að vinátta ráðgjafa þessara við bændur, sé sem tryggust “Það er sagt, að e innráðgjaf- inn hafi verið að gorta af þvi að hann gæti kollvarpað kornyrkju- manna félaginu. En fyr mun al- þýðan steypa núverandi stjóm af | stóli.” Þetta segir gamall fylgismaður j Roblinstjórnarinnar, sem nú er j þingmannsefni, óháður báðum stjórnmálaflokkum. Bragð er að þá barnið finnur . Fádæma fjáraustur. $200,000 handa „Telegram“ Almenningur borgar brúsann. Það er langt síðan að farið var j I að snarhalla á stjórnardróg Roblins. j j Það fer um hrygg á henni í þess- j ! tun kosningum. Ekki er von að Roblinstjórninni ) hafi tekist að draga mikið saman í j fjárhirzlu fylkisins /atn hófleysis- lega og hún hefir ausið almanna fé í vini sina og gæðinga og málgögn þau er hún hefir til að básúna sér lof, og verja allar hennar vantmir og skammir með óstjórnlegri frekju. Aðal málgagn stjórnarinnar er “Winnipeg Telegram”, og fer hér Fylkið í fjárhagskvik- syndi. Roblinstjórnin á klafa C. N. R. 5>að hefir lengi þótt brenna við að Roblinstjórnin væri hlynt C. N. R. félaginu, og svo langt er nú ikomið, að hún hefir látið C.N.R. félagið hafa’sig til að útvega því ábyrgð fylkisins fyrir — segi og skrifa $27,000,000. Róblinstjórnin hafði það sér til afsökunar fyrir þessari geysi- miklu ábyrgð, að hennar vegna fengi fylkisstjómln samskonar umráð yfir járnbrautum C. N. R. félagsins eins og fylkið ætti braut- irnar sjálft. En nú er komið annað hljóð í strokkinn. Nú þykist stjórnin eng- in umráð hafa yfir brautum C. N. R. félagsins. Mr. Roblin lýsti sjálfur yfir þVí í þinginu 1907, og 1909 skrifaði hann Mr. D. W. Mc- Cuaig og sagði að fylkið hefði engin umráð yfir farmgjaldi á lestum C. N. R. félagsins. Þegar Roblinstjómin gerði járnbrautarsamningana frægu við C. N. R. félagið lofaðist hún til að færa niður farmgjald á hveiti sem fluít væri frá Manitoba aust- ur að vötnum um 4 cent á hverj- um hundrað pd., en hefir að eins fengið gjaldið fært niður um þrjú cent, eða 'þrt’svar' sinnum minni lækkun á farmgjaldi en fékst und- ir frjálslyndu stjórninni næstu tíu ár á undan, en hún var heldur ekki 1 vasa járnbrautarfélaganna eins og Roblinstjómin er. á eftir fróðleg skýrsla urn bitlinga þá sem fylkisstjórnin hefir stungið að Jiessu máltóli sínu síðastliðin tíu ár, samkv. því sem stendur í fylkis- reikningunum: 1900 .. .. . . $ 2,392.22 1901 .. .. • • 7.365-81 1902 .. .. .. 23,641.38 1903 •• •• • • 25,514.74 1904 .. .. • • 17.031-87 1905 .. .. • • 20,745.55 1906 .. .. • • 23,433.82 1907 •• •• .. 25,871.22 1908 .. .. 1909 .. .. Samtals .. . $202,842.02 Beztu meðmæli með W. H. Paul- son eru að hann hefir verið einlæg- ur og ötull flokksmaður liberala frá þvi að hann fór að gefa sig við stjórnmálum þessa lands fyrir rún.- um tuttugu árum. Hann verður einarður og duglegur fulltrúi yðar á þingi, kjósendur í Gimli kjör- dæmi. Greiðið atkvæði með W H. Paulson. Hér er að eins talin ein bitlinga skjóðan Roblinstjórnarinnar, en nægur vottur þess þó, hve kostnað- arsamt er úthaldið á Roblinssnekkj- unni, og nægur vottur þess, hve al- menningi er látið 'blæða miskunnar- laust til að halda. við Roblins-klík- unni. Það hefir verið heldur sögulegt á fundum þeirra Osborne's og Roblins undanfarna daga. Osborne hefir leikið gamla manninn svo grátt, að Roblin óð að honum með steittan hnefann eftir einn fundinn og sagði: “Osborne, cut out your þersonalitics from this time for- vuard, or, by God, I will skin you alive. I will make you eat mud on the nth of July.”— Röblin er ugg- laust eini stjórnarformaður i víðri veröld, sem hefir heitið að flá mót- stöðumann sinn lifandi og láta hann eta “mud”. Vilja menn hafa þann mann fyrir stjórnarformann í Manitoba ? 1 NEFNDARSTOFUR T. H. Johnsons. Talsímar 639 Notre Dame Avenue . . . 9198 og 10424 (ííi) 777 Portage Avenue........10413 399 Ellice Avenue............10416 645 Logan Avenue.............10417 1517 Logan Avenue............ 6220 Komið þangað og fáið upplýsing- §§ ar um alt, sem að kosningum lýtur. w*/\*w y V'y'Výv ýbþr'\iTj Ávarp til kjósenda í Vestur-Winnipeg. Kosningamar. John Sæikow, kjósandi i Sarto, Man., hefir svarið, að einn af leyni lögreglumönnum í þjónustu aftur- haldsflokksins, hafi boðið sér $300 ef hann vildi bera það að Hor- ace Chevrier hefði boðið honum peninga í kosningabaráttunni nú. Drengileg aðferð! En maðurinn var liberal og neitaði að 'bera ljúg- vitni. — Ekki er nú horft í pen- ingana, þegar á að kaupa menn til aið ljúga á frjálslynda flokkinn. Svo eru þeir afturhaldsmenn orðnir hræddir um sig í Gimli kjör dæmi, að þeir senda hvern legát- ann á fætur öðrum noröur þangað, og nú síöast Marino lögm. Hann- esson. Hann á að “koma fyrir þá vitinu’Y!) þar í kjördæminu, og fá þá til að kjósa B. L. B- Ekki mun af veita, því að þeir voru þar eindregnir móti Roblinstjórninni I v:ð síðustu kosningar, og var hún I þó gull þá, hjá þvi sem nú er. “Syndapoki” hennar er alt af að þyngjast; hann er orðinn þyngri en “sandpoki” Roblins, sem þó var ekkert smáræði. Kjósendur gerðu vel í að spyrja Marino hvað sand- pokinn sé þtmgur. Hann ætti að \ita það. 0r bænum. Roblinstjórnin hefir aldrei verið jafnhrædd um sig eins og nú. Sök bítur sekan. íslendingar í Vestur Winnipeg styðjið bezta þingmannsefnið sem býður sig fram í Vestur Winnipeg, T. H. Jolmson, eina þingmann þessa bæjar, sem' efnt hefir öll kosningaloforð sin við kjósendur á síðastliðnu kjörtírnaþiili. Launið honum dyggilega þjónustu í yðar þarfir með því að endurkjósa hann. Það er Iíka sjálfum yður sæmd að eiga slíkan málsvara á þingi, sem hann er. Alf. J. Andrevvs hefir ekkert nýtt að bjóða nema raflýsingarloforð, sem efna á einhverntíma. Hver get- ur reitt sig á jafn-óákveðið loforð ? T. H. Johnson lofar að kappkosta að útvega bænum það stráx á næsta þíngi, og létta atf rafafls einokun strætisvagnafélagsins. Á næsta þingi verður það vonandi auðsótt- ara en verið hefir, þyí að þá verður Roblinstjórnin fallin og ný og frjálslynd stjórn komin i staðinn. Mimið eftir fundunum í G. T. húsinu fimtud. og föstud. kvöld í þessari viku. Johnson og Andrews verða þar báðir. Fjölmennið. Miss Christiana Thorarensen á Islandsbréf 4 skrifstofu Lögbergs. Vill hr. Jón Runólfsson skáld gera svo vel og senda oss núver- andi heimilisfang sitt? Goodtemplarar fóru skemtiför til Gimli 4. þ.m. Hr. R. Newlands hefir góðfúslega löfað að segja frá íörinni í næsta blaði Lögbergs. Sex Islendingar komu frá Rvík í fyrri viku: Ellen Árnason (liéð- anj og Elín Olafsdóttir, og fjórir karlmenn: Oli Coghill, Þorbjörn og Sigurður Sveinbjarnarsynir og Sveinn Egilsson. Carl J. Olson messar að Mary Hill og Lundar næsta sunnudag. 10. þ. m., á venjulegum tíma Sýningin byrjar 13. þ. m. hér í bænum. Verður meiri og merki- legi en áður. Allir sem því mega við koma, þyrftu að koma þangað. Liberalar i Gimli kjördæmi! Dreifið ekki atkvæðum yðar að ó- þörfu. Standið allir fast saman! Þá hafið þér sigurinn í yðar hendi og fulltrúi yðar W. H. Paulson nær kosningu. « Með því að Islendingar halda tvö “picnic” í dag, miðvikudag, og koma seint heim, hefir T. H. John- son hætt við að halda fund sinn í G. T. húsinu í kvöld. Greiðið atkvæði á móti Roblin- stjórninni, sem gengur i tjóður- bandi C. N. R. félagsins. Eins og kunnugt er, fara bér fram fylkiskosningar 11. þ. m. Er því stuttur tími til stefnu og lítill kostur á að rökræða við kjósendur hversu greiða skuli atkvæði. Hins vegar munu allir, sem eitthvað hafa um stjórnmál hugsað gera sér ljósa grein fyrir hvorn flokkinn þeir fylli, áður en að kosningunum kemur. Snemma á árinu 1907 veittist mér sú virðing, að vera kjörinn þingmaður í Vestur Winnipeg- kjördæmi, sem þá var nýstofnað. SíðastUðinn JanúprinánjuS var eg í einu hljóði útnefndur til að sækja um þingmensku saana kjör- dæmis. Eg varð við þeirri virðu- legu áskorun, og leita nú öðru. sinni stuðnings yðar. Þrjú þing hafa verið háð, síðan eg var kjörinn. Eg legg það und- ir dóm kjósenda minna, hversu mér hafi tekist að gegna skyldui minm gagnvart kjördæminu. En eitt þykist eg mega fullyrða. Það eru ekki skiftar skoðapir í því eíni. Eg hefi orðið ílyrir hinum bitrasta fjandskap Roblin stjórn- arinnar, og allra bragða er leitað af stjórnarinnar hálfu, til þess að eg nái ekki endurkosningu. Það er deginum ljósara, að fjand- skapur sá er ekki sprottinn af því, að eg hafi vanrækt skyldu.r mínar sem fulltrúi yðar á þinginu, held- ur þykir mótstöðumönnum minum eg hafa verið óþarflega ötull i að grenslast eftir og ljósta upp mörgum gerðium stjórnarinnar, sem að minni hyggju verðskuld- uðu harðar ávítur eða rannsókn. Þó að eg hafi reynt að sinna öllum málefnum fylkisins, hefi eg aðallega géfið mig við áhugamál- um Winnipegborgar. Eg hefi aldr- ei mist sjónar á þjvi, að eg var fulltrúi Winnipeg í fylkisþinginu, og mér bar fyrst og fremst að beita áhrifum minum bænumi til gagns. Málefni Winnipegborgar sem fyrir þing koma, veröa fleiri og fleiri með hverju ári, og eru orðin umfangsmeiri en máléfni allra annara sveitarfélaga fylkis- ins. Eg hefi ætíð haldiö fram hagsmunum bæjarins, þó að oft hafi verið við ramrnan reip að draga og megna mótstöðu. Eg held mér sé óhætt að segja, að mér hafi tekist að sannfæra stjórnmálamenn beggja flokka um það hve sú einokun er ranglát, sem strætisvagnafélagið hefir á raflýs- ingu bæjarins. Ef nokkurra sann- ana þyrfti við í því efni, nægir a® vitna til afstÖðu andstæðings míns, Mr. Andrews. Þrisvar hefi eg borið upp frumvarp, sem heimilar bænum að ráða yfir raflýsingunni. og þrisvar hefir stjórnin felt það, en svo mikils hafa tillögur minar mátt sín, að Mr. Andrews kveöst nú hafa fengið loforð um það frá einum meðlim stjórnarinnar, að tillögur mínar skuli teknar til greina með sérstökum skilyrðum “þegar tími er til kominn...... ef þær verði aftur bornar upp í þinginu”. En þetta nauðsynjamál ætti ekki að vera neinum skilyrö- um bundið, og ekkert “ef” að vera um það. Winnipeg krefst réttar síns í þessu efni, og eftir þvi verð- ur að fara. Eg játa, að eg hefi verið ákveð- inn mótstöðumaður núverandi fylk isstjórnar. Margar sérstakar gerð- ir hennar hefi eg harðlega vítt, og margt í stefnu hennar i allsherjar- málum hefi eg talið vítavert, af því að það er og hefir verið fylkinu til óhagnaðar. Þess vegna hefi eg talið það skyldu mina að taka í taumana eins og eg hefi gert. Stefnuskrá liberal flokksins er mönnum svo kunn, að eg get ver- ið fáorður um haua, enda mælir hún bezt með sér sjálf. Að eins skal eg benda á hið mikilsverða nýmæli um beina löggjof, sem er trygging þess, að vilji kjósenda fái að ráða. > . Að endingu skal eg láta þess getið, að tveir fundir verða haldnir nú i vikunni í Goodtemplarahúsinu, annar á fimtudagskvöld, hinn á föstudagskvöld. Mr. Andrew held- ur fyrra fundinn og hefir boðið mér þangað, en seinni fundinn held eg og hefi boðið Mr. Andrews þangað. Gefst mönnum þá færi á að heyra skoðanir okkar beggja, og vona eg að fundirnir verði vel sóttir. THOMAS H. JOHNSON. D. E. ADÍ\MS COAL CO 224 jjAnr\ IIN KOl allar teSun(l*r eldiviðar. Vér höfum gaymslipláss HUrvtJ oU LIIN ínVJL um allan bæ og ábyrgjumst áreiöanleg- virfkifti. Alfatnaöur, hattar og karlmanna klæönaöur viö lægsta veröi í bænum. Gæöin, tízkan og nytsemin fara sam- ALDREI BREGZT!an {öllum hlutum>sem vér seijum. Geriö vöur aö vansaÖ fara til BÚÐIN, SEM ALDREI BRE WMITE e» MANAMÁN, 500 Main St., Winnipeq.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.