Lögberg - 07.07.1910, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.07.1910, Blaðsíða 7
I^OGHERG. FIMTUDAGINN JÚLÍ 1910. 7 SANDUR og MOL í tígulstein vegglím og steiusteypu The Birds Hill Sand Co. IJmited Flytja og selja bizta sand möl Og steinmulning. Steinmulningur Allar stærðir í steinsteypu hvort sem er milli bita eða í undirstöðu. Beztu og mestu byrgöir í Vesturlandmu. Greið skifti, selt í yards eöa vagnhleöslum. Pantanir mega vera stórar sem smáar. Geymslustaöur og skrifstofa Horni Ross Vice-President aud Managing Director D D. VVOOD Phone Main 6158 Gildi vort Íslendinga. Herra ritstj. Lögbergs. Svei pólitíkinni hálfpartinn, ligg- ur mér viö aö segja. Hvaö á alt þetta aö þýða? “Eg er liberal”, segir einn, “eg er conservatív” seg- ir annar; sá þriöji segir: “eg er sósiíalisti”, sá fjórði segir; “eg er 'láboríti’.” Eg fer aö hugsa umi hvaö eg sé, og ef eg er ekki skratt- anum sérvitrari, þá er eg ekkert. Eg er bara fátækur íslendingur, sem elska mitt fööur og móöurland og þá þjóð, sem þar haföi liðið súrt og sætt um þúsund ár, og lagt mér til 'þetta \ einkennilega eöli, sem í mér er og einkent mig sem íslending, af hverjum eg er einn hinna mörgu. Þá þjóö elska eg mest, þá þjóð, semi ratar sögu forfeöra minna, sem hefir skapaið hugsjón og þrá til framifara og menningar fyrir hvern sinn ein- stakling, mig meðtaldan og þig eins, hver semi þú ert, lesari góð- ur, — þá þjóð, semi er min ættar- þjóð, sem hefir aliö hann föðúr minn og hana móð'ur mína, sem er mitt skyldjfólk, mSntirí nánustu ættingjar iá þessari jöitö. Þjejssa þjóð elska eg mest, og henni vil eg bezt, já, alt til gæfu og frama. Þetta kærleiksband er leyni- þráöur, sem erfitt er að útskýra með nokkurri vísindalegri aöferð, Jafnvel hugsunarfræðin þrýtu.r að nytsemi í þessu efni, og svo gef eg ])á upp öll vísindi og tala við þig, lesari góður, rnitt hjartans á- hugamál á barnalegan og óbrotinn hátt. Tilefnið til þess að eg opna þér hjarta mitt, kæri Lslenzki bróöir, eru þessar komandli kosningar. Eg er lítill pólitíkus og ræði ekki þau mál við þig, sízt í dajg. Hugs- . anir mínar snúast um alt annað. Mig langar.til að segja þér, les- ari góður, af hverju eg er að segja öðrum þessar þjóðernis tilfinning- ar minar. Það er af því, að eg hefi orðið var við sikort á sönnum þjóðernisanda meðal vor íslend- inga hér í nokkuö stórum stil. Kirkjumál vor, þó gölluö kunni að vera, eru vor bezti félagsskap- ur í því tilliti. Eg er því kunnug- ur, að safnaðarlífið dregur menn hvern aö öðrum og iheldur einstak lingum sarnan i heildum, og væru trúarskoðanir vorar enn frj'álslegri en þær eru, mundu þær halda oss enn betur saman. En þegar kemur til stjórnmál- anna, hvað verður þá ofam á Sundrung og lítilsvirðing fyrir vbru þjóðerni. Blaíðamenn — sumir — hlæja að Islandi, vorri kæru móðurjörð, — hæða móður voral, gdra litið úr tslendingnum og hans sérskoðunum. En reyna aldrei að hefja hann upp eöa auka gildi þjóðflokks vors í þessu landi. “Hvað er hægt að gera?” munt þú' kann'ske spyrjaj l|“Við* l erum svo fáir og dreifðir.” Já, svara eg, við erum fáir og dreifðir, en — gerum við þú alt seni hægt er í samiheldnislegu til- liti? — Nei, því miður. Hér framan af héldum vér sam an, myndtuðumi isl. fjélag, kirkju- félag, en tilheyrðum engum stjórn málaflokki á líkan hátt og nú. Vér komum loks íslemding hér í bæjarstjórn (A. FriðriikssyniJ og höfðum sóma af þvi, siðar öðrum og Brant Str. GRflVEL I (A. EggertssyniJ. Vér settum fs- lending fyrir kennara á Wesley college. Vér komum ibókum vor- um inn í Carnegie bótkhlöðu. Vér stofnuðum snemma blöð í þessu landi, þau hafa haldið við máli voru og gert oss mögulegt að þekkjast i fjarlægð, lifa andlegu bræðralífi, þó aö’ vér aö líkamleg- um návistum byggjum víösvegar, dreifðir um landiö. Og vafalaust höfum vér sent vorn fyrsta þing- mann á þing án þess að nefna oss nokkru sérstöku pólitísku nafni; vér vorurn bara íslendingar og höfðum ávalt eins góöan mann aö bjóða og aörir og stóðum með ihonum alt sem vér megnuðum. En svo kom flokkspólitíkin, þandi sig í blöðum vorum og egndi oss saman eins og rökkum, og henni tókst að gera oss að óvinum og koma inn hjá oss þessari svoköll- uðu flokks-sannfæringu, en sem er meðal f jöldans alls engin sannfær- ing Vér íslendingar erum frjálslynd' ir að eðlisfari og af tilfinningu fremur en þékkingu, erum vér frjálslyndir þann dag í dag. En blessuð sé hver sú tilfinning, sem ber oss áleiðis til frelsis og menningar^ Óefað felast í grundvallarstefnu ! frjálslynda flokksins í Canada fræ- i korn frelsis, þar er upp af geti vaxið fagurt lífstré imannúðar og réttlætis, ef þau frækorn féllu i frjóva mold. Væri það þá ekki uppbygging fyrir vort þjóöerni, ef vér gætum svo undirbúið hinn islenzka jarð- veg, að þjóðerni vortfremur græddi en tapaði við þá ræktun? Og væri það þá ekki synd að halda oss frá þvílíkum gróða og í þess stað að sá illgresi i vorn illa ræktaöa þjóð- lífsakur? Þú munt máske spyrja, hvort ekki sé mest um vert að verða góð- ur borgari í þessu landi og gerast Canadian. Eg svara því, að — sá, sem er beztur Íslendingur í réttum skilningi, verður beztur borgari. Hér í þessu landi höfum vér mesta frægð sem íslendingar, af að haifa verið góöir tslcndingar. Enginn þjÓðflokkur nær virð- ingtt annara með því að reynast sínum þjóðflokki illa og og að gerast ættar og þjóðernis- skömm,, heldur með þvi aö hjálpa til að hefja upp þjóðflokk sinn, því með því hefst hver ein- staklingu.r upp um leið. Það er 10 ergi svo rotið þjóðlif, að ekki sé jafnan meira metiö það hærra og göfugra, en það lélega og lága. Því miður eigum vér lélega íslend- mga, en þeir eru lélegastir fyrir lágar skoðanir um sitt eigið þjóð- ernisgildi. Æskilegt er, að hver íslendingur læri að skilja og þekkja hverja pólitíska stefnu fyrir sig, svo hann geti staðið þar sem hann á heima, en næst þvi er að venja sig á göf- ugar tilfinningar í hvívetna, en eigi sízt í því að efla hjá sér sjálfs- virðingu og þjóðernisstolt. Vinir, vér Islendingar höfum haft þrjá íslendinga á Manitoba- þingi; tvo af þeim tvisvar. Allir þessir menn hafa verið oss sem þjóð til sóma. Þeir eru enn að berjast fyrir því að komast þang- að. Nýja ísland sendir einn; það getur ekki brugðist. Og það er fcclnlínis af þvi, að íslenzk þjóð- evris vinátta hefir orkað að draga saman i heild svo marga íslendinga að þeir náðu völdum í þvi -kjör- dæmi, sem þýðir stóran styrk fyrir vort þjóðerni. Þökk sé Nýja ís- landi. Hér i Vestur Winnipeg hefir það sama átt sér stað. íslendingar hafa safnast saman á vissan blett, er nú er orðinn að sérstöku kjördæmi. Þar áttu þeir fyrsta þingmanninn. Og það er mikið undir ísl. atkvæð- um komið, hver forlög T. H. John- sons bíða við næstu kosningar. Engin ])ólitísk “sannfæring” ætti að vera eins sterk og þjólðernisást manns, þegar eins stendur á og nú i þessu kjördæmi. Segjum að stefna flokkanna væri jafngóð, og þá væri aö eins um það að ræða hvor maðurinn kæmist að, Mr. Andrews, sem óefað á marga per- sónulega vini meðal íslendinga, eða 1 T. H. Johnson, sem er íslendingur | af betra tagi. Hvorn manninn ætt- um vér þá að kjósa? Eg svara fyrir mig, og eg segi það sem íslendingur. án tillits til I trúarbragða, flokksj>ólitikur eða þjóðfélagsskoðana. Eg lít svo á, að komist T. H. Johnson að, þá sit-) ur hann lengi. Conservativar tapa bráðum, máske nú. Þá koma lib- í eralar i staðinn. Thomas er þess kyns þingmaður, í því áliti meðal! flokksmanna sinna, að han nað öll-' um líkindúm verður valinn í stjórn- arráöið. Er það þá einskis virði j fyrir íslenzkt fólk, að eiga íslerid- ‘ ing í stjórn Manitoba? Eins og' mér þykir heiður að því að sjá ís- land talið með siðuðum þjóðum sem sé að berjast fyrir fullu lýð- frelsi, eins þykir mér heiður að ! hverri þeirri upþhefð, sem lyftir oss íslendingum upp í áliti hér- lendra manna. Af þessu greiði cg atkvœði, með T. H. Johnson. Eg hefi heyrt á tal hérlendra nxanna oft og ætíð heyrt hið sama um Mr. Johnson, að hann sé mjög merkur maður og íslendingar eru taldir meiri fyrir hann, og Thomas leynir þvi heldur aldrei, að hann sé landi, en grobbar heldur ekkert af því eins og surnir sem af minna hafa að grobba. Nýlega heyrði eg á tal eins liinna fremri conserva- tívu manna, setn mikið kveður að í brezkum h eimi og er vel vSti bor- inn. Hann sagöi: “Mér þykir sárt, þvi Islendingar eru svo góðir borgarar, að þurfa að svifta þá þeim manni, sem niest hefir orðið þeim til sóma.” — og enn fremur: — — “Eg þekki báða mennina. og fyrir mitt leyti, ef velja ætti milli þeirra, þá gefið mér Johnson ‘every time’.-----Eg er þannig settur, aö eg verö að fylgja mínum' flokki, en hægra ætla eg að fara en seinast”. Þessi sami maður tók Islending tali á þessa leið: “Þú greiðir atkvæði með oss við næstu kosningar?” ‘"Eg er nú ekki alveg búinn að hugsa mig um }>að; er nýlega bú- inn að fá þegnrétt.” Sá enski lítur á landann og hefir eflaust séö ásetning út úr andliti hans, senr sagði eftir, svo hanti segir: “Jæja, ef þú greiðir atkvteði með Johnson, þá kýs |>ú fjandi góðan mann.” Þetta er rétt til dæmis til að sýna hvaða álit conservatívar hafa á, Johnson. Hví skyldum vér ekki hugsa líkt? Kæru Íslendingar! Sleppumi engu tækifæri til að koma íslend- ingi í háa stöðu, þegar þeir eru hennar verðir. Það er að auka gildi vort sem tslendinga og bæta kjör hvers vors einstaklings í þessu landi. bæði nú og í framtíðinni. Lengi lifi íslenzkt þjóðerni! Hjörmundur. Greiðið atkvæði með A. B. BREDIN Liberal Þingmannsefni fyrir KILDONAN OG ST. ANDREWS Hann hefir áður verið “Reeve“ í kjördæminu og er kunnugur þörfum þess. ^ ' 5; Hann er meðmæltur a u k n u stjórnartillagi handa sveitarstjórnum til vegabóta og fram- ræslu. Auknum skóla- tillögum og að sveitar- stjórnin undirbúi kjör- skrár. — Kosningadagur 11. Júli Kjósið snemma og kjósið BREDIN. Fáið vini yðar til að kjósa hann ! I ht New aiu Secon.l I ýg v; FURITURE STORE Cor. Notre Dame & Nena St. ! -t sjá, hvílík ógrynni af alskonar hús- I f , Rögnum. nýjum og gömlum, vér höf - um aP bjóöa. Ef þig vanhagar um eitthvaö í stáss- stofuna þína, borðsalinn eða eldhúsið eða hægindi að hvíla þín lúin bein á.þá heim- sækið oss. Það er fásinna að fara lengst ofan í bæ þegar þér fáið þetta ódýrara hérna á horninu Notre Dame and Nena St. F. E. Halloway. EEDSÁBYRGÐ, LÍF5ÁBYRGÐ. Ábyrgð gegn slysum Jarðir og fasteígnir í bænum til leigu gegn góðum skilmálum. Skrifstofa. Donijnion Bank Bldg. SELKIRK, - MAN, — ELDÍNUM UF/\NDI « með YIÐI og KOLUAli frá THE Rat Portage Lumber Co NORWOOD 2343 - - TALSÍMI • - 2343 Spyrjið um verð hjá oss. Marfcet Square, Wtnnlpeg. Eltt af beztu vettlngahúaum batja. lna. MfUtieir aeldar 1 *Be. hvet $1.50 & dag fyrlr fæðl og gott her bergl. Billlardatofa og aérlega uð vlnföng og vtndlar. — <">h* . >• keyrala tll og frá J&rnbrautaxfttr-■ ,1. JOhX BAIRTJ, elaamli MARKET $1-1.50 á dag. P. O’Connell eiuandi. HOTEL ft ' lótl markaðn 14. Prlncesa v WIXVTPEO. BJÓRINN sem alt af er heilnæmur og óviðjafnanleg abragð-góður. Drewry’s Redwood Lager Gerður úr malti og humlum, að gömlum og góðum sið. Reynið hann. E. L. DREWRY Manufacturer, Winnipee. I5LAND CITY DIAMONl) HARD PAINT Þetta mál er búið til úr beztu efnum og allir málarar gefa því meðmæli sfn — hefir í sér beztu Olíu og Terpentínu. Nafnið ISLAND CITY eigið þér að hafa í huga er þér kaupið mál, Það bregzt yður ekki; mál vort, sem er búið til undir notkun mun reynast drýgra og end- ingarbetra en nokkurt annað mál. ISLAND CITY gólfmál harðnar á einni nótt og fær gláandi húð. ------ TÍGLA GÓLF-MÁL---------- þornar algerlega á 6 stundum. Fyrri málning- in sezt í holur og rifur, seinni málningin setur á skínandi gljáa. ---- FALLEGIR STEININGARLITIR -------- brotna hvorki né bila, standast áhrif lofts og geta ekki upplitast. P. D. DODS&GO. MONTREAL eða 328 Smith St., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.