Lögberg - 29.06.1911, Blaðsíða 1

Lögberg - 29.06.1911, Blaðsíða 1
24. AR WINNIPEG, MAN., Fimtudaginn 29. Júní 1911. 5 NR. 26 Stjórnarskifti á Frakk- landi. Stjórnai formaðurinn í Astrahu.C^J M. Monis segir af sér. M. Monis, stjórnarformaSur á Frakklandi, sagtSi af sér 23. þ.m. og alt hans náöaneyti. Stjórnar- skiftin komu öllum mjög á óvart, en tilefnið var það, að hermála- ráðgjafinn Goiran (sem tók em- bætti eftir Bereieaux, er' nýskeð dó af slysförumý, hafði látið sér um munn fara, að á styrjaldartím- um ætti æðsti valdsmaður landsins, forsetinn, að hafa yfirstjórn hers- ins á hendi, en ekki hermálaráð- gjafinn og æðstu herforingjai*. iÞessari skoðun var þegar mótmælt í þinginu, og þegar borin var upp trausts yfirlýsing til stjómarinnar, var hún feld með 238 atkvæðum gegn 224, og sótti ráðaneytið þá þegar um lausn. Monis-stjórnin kom til valda annan marz síðastl., tók við af A. Briand, sem baðst lausnar 27. Febr. eftir röggsam- lega og atkvæðamikla stjórn. Þúsund Tyrkir fall?. Fjölmennur arabiskur uppileisn- arflokkur réð á tyricneska herfylk- ing skamt frá Ghessan við Rauða- hafið, 23. þ.m. Móhamed Ali Pasha var fyrir liði Tyrkja og féllu 1,000 rrienn af hans liði, ep enginn veit, hvar hann er sjálfur niður kominn, Arabar sóttu að Tyrkjum af mikilli grimd og var barist í návigi af mestu ákefö. Tyrkir sem undan komust á flótta, voru margir særðir sverðum. Tyrkneskur fallbyssubátur ætlaði að skjóta á Araba, en skaut í þess stað á bæinn Ghessan og varð mörgum tyrknleskum hermönnuin að bana. Uppreisnarmenn náðu i nokkrar fallbyssur, milkið af kúlu- byssum, skotfærum og öðru her- fangi. Arabar þar um slóðir hafa löngum borið fjandsamlegan hug til Tyrkja og þeirra yfirráða, og hafa sífeldlega gert tilraunir til að brjótast undan þeim. Á hinn bóg- inn hefir Tyrkjastjórn gert mikinn her út á hendur þeim og ætlar sér að ganga milli bols og höfuðs á1 uppreisnarmönnum. Stjórnmáladeilur áBret- landi. Lávarðadeildin brezka tekur í dag til umræðu frumvarpið, Sem neðrideild þingsins samþykti um takmörkun á valdi lávarðanna, og búast menn við, að nú hefjist hin seinasta og. harðasta rimma milli deildanna, sem sögur fara af. Enginn veit, hvort lávarðarnir muni samþykkja frumvarpið eða fella það. Sumir segja að þeir vilji breyta þvi, en Asquith stjórn- in hefir tekið þvert fyrir allar breytingar, Fylgismenn stjórnar- innar fullyrða, aö loforð konungs hafi fengist fyrir því, aö skipa nógu marga nýja lávarða ef á þurfi að halda til að koma frum- varpinu í gegn um lávarðadeildina. En aðrir telja það ekki nema blekk ing eina til að hræða lávarðana. Ef frumvarpið verður samþykt ó- breytt, ætla írar að taka til ó- spiltra málanna og berjast fyrir heimastjórn sinni. Margir máls- metandi menn meðal Breta fylgja þeim fast að málum og verður ekkert tilsparað að afla þeirri stefnu fylgis. Helztu ræðuskörungar íra og frjálslyndaflokksins ætla um þvert og endilangt Bretland í haust til að tala fyrir því máli, og þeir hafa og í hyggju að gefa út mörg flugrit, máli sínu til stuðnings. Mannskæður fellibylur. Mannskæður' fellibilur fór um strönd Peru í fyrri viku, norðan frá Pisagua og suður til Antofag- asta. Reif upp hús og tré og sökti skipum en braut önnur. Ákaflegt steypiregn fór á eftir og er skað- inn ómetanlegur. Talið er að um 200 manns hafi farist eða meiðst. Af því að símar slitnuðu og ónýtt- t»st, er ekki enn komnar greinileg- ar fréttir um tjónið. Samskonar óveður kom seinast á þesum stöðv- um fyrir 20 árum. Anrdew Fisher, stjórnarformaö- ur í Astralíu, dvelur um þessar mundir á Englandi eins og aðrir stjórnarformenn úr nýlendunum. Hann fór ungur að aldri og um- komulítill fná Skotlandi til að freista hamingjunnar við náma- gröft í Astralíu. Englendingum hefir þótt nóg um hve frjálslega hann lítur á sum málefni þar og heima fyrir. Hann virðir ekki menn lieklur málefni. \ ræðu einni hall- mælti hann Keir Hardie af því að hann væri á móti herbúnaði, og má af þvi marka, hve ólíkar skoðanir þessir tveir verkamanna-foringjar hafa. Nýskeð hefir hann átt tal við fjármálamenn í Lundúnttm sem eiga eignir í Astralíu, og gefið þeim ómjúk svör. Sendinefnd auðmanna, sem eiga þar miklar landeigrtir, beiddist áheyrnar hjá honum til að mótmæla hinum nýja landsskatti,, sem kominn er á í Ast- ralíu, og mun verða til þess, að girða fyrir að einstakir ntenn sölsi rnikið land undir sig. Nefndar-. menn sögðu, að skatturinn yrði til þess að bægja stóreigna- mönnum frá Astralíu. Mr. Fisher svaraði þeim á þessa leið : “Þið vitið ekki hvað þið eruð að tala um,” og sýndi þeim svo fram á, að stóreignamenn tefði, að sinni hvggju, fyrir framförum landsins með þvi að svæla undir sig mikil landflæmi i fjárgróða skyni. Mr. Fisher hefir til þessa hafnað öllum titlum og “orðum”, sem honum hafa boðist. Hann kom ekki til Ox- ford, þar sem hann átti að hljóta sæmd eins og aðrir stjómarfor- menn, og hafnáði nafmbót frá Cam- bridge háskóla. Horfur i Mexico. Smátt og smátt er friður áð korriast á í Mexico. Því var spáð, að forkólfar uppreisnarinnar mundu berjast um völdin og óeirð- irnar halda áfram. En ekki alls fyrir löngu áttu þrír voldugustu menn landsins fund með sér og urðu ásáttir. Það voru þeir De la Barra, núverandi forseti, Madero og Reyes uppreisnarforingjar. Það varð að samningutn með þeim að Madero yrði í forsetakjöri, en Reyers yrði hermálaráðgjafi hans, en De la Barra utanríkisráðgjafi. Má því telja víst, að Madero verði kosinn, hvenær sem forsetakosn- ingar fara fram. — Gamli Diaz er nú kominn til Spánar, og kvartar þar yfír þeim svikum og vanþökk, er þjóð sín hafi sýnt sér. Það er nú uppvíst orðið, að hermenn hans voru mjög illa búnir að skotfærum, skothylkin mjög svikin í verksmiðj um stjórnarinnar. —• Kínaveldi krefst mikilla skaðabóta af Mexi- co, vegna þess óréttar, sem Kín- verjar voru þar beittir meðari á uþþreisninni stóð. Þáð mál verð- ur friðsamlega til lykta leitt milli stjórnanna. Kinastjórn hafði áð- ur hótað að senda berskip til Mex- ico, en hættir nú við það. Breytingartillaga Roots feld. Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu, gerði Root senator nokkr- ar breytingartillögur við tollsamn- ingana milli Canada og Bandaríkj- anna, og bjuggust sumir við, að þær breytingar mundu ná fram að ganga í senatinu, en svo varð þó ekki. Þær voru feldar þar með miklum meiri hluta 27. þ.m. eftir sjö stunda þingrimmu. Enn þá geta komið fram breytingar tillög- ur við frumvarpið, og ekki verður það borið upp til fullnaðar úrlita fyr en seint í næsta mánuði. Marg- ir eru því mótfallnir bg gera alt sem þeir geta til að spilla fyrir þvi. Taft forseti stendur fast með því, og lætur ekki sitt eftir liggja að styðja það af alefli. Hvaðanœfa. —Forsetahjónin í Bandaríkjum’, Taft og frú hans, héldu silfur- brúðkaup sitt um fyrri helgi. Mik- ið var þá um dýrðir í “hvíta hús- inu”, um ,5,000 manns sátu þar veizlu, en gjafir og heillaóskir streymdu að hvaðanæfa. —Nýlega eru látnir í Kaup- mannahöfn tveir merkismenn. Jo- han Svendsen, frægt tónskáld og söngstjóri við konunglega leikhús- ið þar, og Emil Poulsen, einhver frægasti leikari Dana. —Bráðabirgðastjórniir i Portú- gal vann mikinn sigur i kosning- unum, sem fram fóru í fyrra mán- uði og kom þingið saman 19. þ.m. Stjórnin lagði þá niður völd, en tók við þeim aftur samkvæmt ósk þingsins. Konungssinnar ætluðu sér að gera uppreisn þegar þingið kæmi saman. en það hefir farist fyrir; stjórnin gætti allrar varúð- ar og sendi hermenn þangað. sem helzt var von óeirða. —Kosningar eru nýlega um garð gengnar í Austurríki. Barón von Bienerthe. sem verið hefir .stjórn- arformaður síðan í Nóvember 1908 hefir sagt af sér, en til valda kem- ur barón Gautcb, sem tvisvar hef- ir verið stjórnarformaður þar í landi áður. —Bólan hefir gosið upp í Daw- son Citý, og veiktust milli 20 og 30 Um helgina. —Opinber tilkynning hefir verið send frá Kína til Wasihington, um uppskeru horfur þar. Uppskeran er nú byrjuð og hungursneyðinni aflétt, og er nú öllum hallærissam- skotum hætt. — “Rauði krossinn’’ safnaði alls $80,300 til hjálpar hin- úm bágstöddu, og hefir því fé nær öllu verið eytt. Hon. Daly dómari látinn. Hon. T. Mayne Daly, lögreglu- dómari hér í borginni andaðist snemma morguns síðastliðinn laugh ardag. Dauðsfall hans kom öllum á ó- vart, því að hann var alheill ái föstudaginn og gegndi þá dómara- störfum, en veiktist seint á föstu- ilasvkvöldið. Banamein hans var það, að æð slitnaði í öðru nýranu. Hon. Dalv var flestum mönnum kunnur hér i bæ og vegna stöðu hans bar mj<>g mikið á honum. Hann átti öflugan þátt í stofnun margra líknarstofnana og þótti að öllu hinn nýtasti borgari. Hann var fæddur 1852 í Ontario. nam snemma lögfræði og kom til Bran- doribæjar 1881, og varð fyrsti borgarstjóri þar. Hann var koS- inn sambandsþingmaður 1887 í Selkirk, og varð innanríkisráðgjafi í Ottawa 1892, og var það þangað til Tupper-stjómin féll fyrir Laur- ier 1896. Úr þvi stundaði hann logmannsstörf vestur í British Ool- umbia og hér og var skipaður í dómarasætið 1904, og gegndi því embætti til dauðadags. Útför hans fór fram með fram- úrskarandi viðhöfn síðastl. þriðju- dag„ og var líkið flutt austur til Qntario á æskustöðvar hans þar. V erkamannaskortur. J Bruce Walker, aðal-innflutn- inga umboðsmaður, liefir verið að kynna sér uppskeru-horfur og eftirspurn eftir verkamönnum i Vesturlandinu. í fyrra fóru 22 þús. manna frá Ontario, Quebec og sjávarfylkjunum vestur í land til að vinna við uppskeru, og var það nægilegt, því að þá var upp- skera tiltölulega lítil. En á þessu si rtri segir hann þörf miklu fleiri manna , því að akrar hafa nú auk- ist um 2,000.000 ekra, og ef gert er ráð fyrir 20 bushelum af ekr- unni, þá verður uppskeran 40 miljón bushelum meiri en í fyrra. Þegar þess er gætt, að likindi eru til að uppskera verði mun meiri en í fvrra, þá telur Walker ekki of mikið í lagt. að 40 þúsundir manna þurfi þar vestra um uppskeru- íejdi, og ætlar hann að uppsker- an verði um 200 miljónir bushela. Hveitiakrar í Saskatcliewanfylki einu hafá aukist hér nm bil um miljón ekrur á- árinu, og það er eftirtektavert, að ■ þessi mikla við- bót hefir einkum orðið norðvest;ur, norðaustur og vestarlega í fylk- inu. Þár að auki hafa hafra-akr- ar Saskatchewan fylkis aukist nær utn 300,000 ekrur. f austurhluta fylkisins hafa hveiti akrar heldur minkað, hafra og hör akrar hafa stórum aukist. Það er enn frem- ur eftirtektavert, að fjórir fimt- ungur hinna nýju akra eru á þess- um stöðvum, sem innflytjendur liafa tekið sér bólfestu. Krýningin. Svo segja blöö. að varla muni nokkurntíma síðan sögur hófust, og að minsta kosti ekki í manna minnum hafa fram farið nokkur athöfn með meiri prýði en sú. sem haldin var í hinu fornhelga musteri Englands, Westminster Abbev, er konuiigur vor, George V., var vígður undir kórónu, ásarnt drotnjngu sinni. Þeir sem voru viðstaddir krýn- ingu Játvarðar konungs telja þa sein nú er nýafstaðin bera mikið af hinnj að viðhöfn og prýði, viði- urbúnaður stórkostlegri, vígslusið- ir veglegri, en hovrttveggja sinn var viðstaddur mikill fjöldi kon- ungborinna manna og tiginna, “af gulli glóandi og stáli sf inandi”, svo og tignar konur af ýmsum .löndum, búnar i skart af pellklæð- um. gulli og gimsteinum. Þangað hafði sótt flest hið mesta stór- menni úr þeim löndum er Breta- konungi lúta, landstjórna’menn og aðrir höfðingjar, svo og konungar eða sendimenn þeirra af Öðrum löndum. Er svo að orði kveðið, að aldrei hafi fyr sézt jafnljóslega auður og þroski hins brezka veld- is, .er alt þess höfðingjaval kom til höfuðborgar rikisins. Þeir segja, Breta r.ir, að Georg V. sé hvorttveggja i senn, likastur því sem Englendingar gerast og jafnframt “brezkastur” í þeim skilningi, að hann einn allra Breta- konunga hafi ferðast um alt sitt víðlenda ríki og gert sér kunnugar þarfir þegna sinna. starf þeirra og stríð, framtiðarvonir og fram- kvæmdir. Því þótti það vel hlýða. að æðstu ráðsmenn í hinum ýmsu löndum veldisins áttu fund með sér í það mund, og báru ráð sín saman að treysta sem bezt sam- band hinna ýmsu ríkishluta, og gera menn sér hinar beztu vonir um tóöan árangur af þeim ráða- gi ðum, v Krýningar athöfnin fór fram með frábærum veg og prýði og vakti aðdáun og undrun þeirra, sení áittu kost á að vera viðstaddir, e > allir keptust við, bæði háir og iagir. að votta hollustu sína, og er svo sagt, að naumast hafi svo hrör- legt kot fundist á Englandi, að þt 1 sem þar bjuggu hafi ekki sett kerti í glugga eða hengt fána á dyrustafi til þess að minnast þessa hátíðlega tækifæris. Má slík holl- usta virðast því merkilegri, sem konungsdæmin með því valdi. við- höfn og eyðslu, sem þeim er sam- fara, eru annars ekki eins vel þokk- uð hjá almenningi nú á tímum, sem áður var. Yfirmaður kirkjunnar á Eng- landi framdi vígsluna, en Jórvíkur biskup sté í stólinn. Hann hafði íyrir txeta: “Eg er á meðal yðar eins og sá, sem þjónar”, en úr ræðu hans er þetta hermt: ‘,rBiðj- um fyrir konungi vorum, að hans sterka trúnaðartraust á guði veiti honum styrk til að gegna þeirri köllun, sem guð hefir honum falið: að vera meðal þjóðar sinnar í heimalandinu, meðal hins mikla manngrúa Indlands, meðal hinna ungu og upprennandi þjóða fyrir handan haf, sá eini sem stendur ofar hagsmuna vonum einstakra rr.anna, flokka og landa, að hugsa um alla, bera umhyggju fyrir öll- um, að draga saman hugi allra til að vinna saman, sækja eftir hinum sömu sóknarmörkum og þola þraut- ii‘ og mótlæti í sameiningu. Slíkt er í sannleika konunglegt ætlunar- verk. Biðjum drottinn, að hann veiti konunginum sína náð til að inna það af hendi.'; Athöfnin stóð yfir æði lengi, og þótti furða hve vel konungshjónin þoldu í þeim hita og loftleysi, sem í kirkjunni hafði verið. Frá því er sagt, að meðan á því stóð að smyrja og krýna konunginn, þá viknaði drotningin, og slíkt hið sama konungurinn, er sonur hans hin elzti. ríkiserfmgirjn, laut hon- um og sór honum trúnaðareið að fornum sið. Að 'okinni krýning- unni Méldu þau konur.gur og drotn- ing til hallar sinnar og héldu þar veizlu mikla vildarmönnum sínum og helzt konungbomum mönnum er þati höfðu heimsótt; en almenn- ingur skemti sér við flugelda, hrennur og aðra gleði er til hafði verið stofnað af höfðmgjum og ríkismönnum viðsvegar um land. Næsta dag fór konungur um Lundúnaborg með líkri viðhöfn og hinn fyrra dag, er krýningin stóð, og var fagnað sem bezt af hálfu aiþýðu og öörum, en konungur gerði sig blíðan í móiti fagnaði þeirra, hét að gera sitt til að halda fram ýmsum umbótum, er hann hafði byrjað á áður en hann tók konungdóm og þóttu ræður hans skörulegar. Þann dag hafði kon- ungur 6,000 manns í boði sinu, og fór það fram í hallargarði konungs ins, áem er 50 ekrur að stærð og mjög fagur, en um kveldið var herskipasýning afarmikil í viður- vist hinna tignustu gesta og lauk með því hátíðahöldunum ITm veizlúr og ^nnan hátíðlegan viðbiinað. sem fram fór viðsvegar í ríki konungs, flytja blöðin mikl- ai frásagnir sem hér yrði oflangt iafnvel að drepa á. Einu skal þó við bætt, er ætla má, að lesendum vorum þætti ekki óskemtilegt að sjá, en það er lýsing sú ó konungi er blaðið “Daily Nevvs” flutti krýningardaginn og mannjafnaður konunga, hans og föður hans. Blaðið segir á þá leið, að konung- ur sé uppalinn á herskipum og engum likari i framferði og hugs- unarhætti heldur en sjómanni eða óbreyttum borgara, hann temji sig mest að óbreyttum borgara sið- um og uni sér bezt í þeirra hópi Tátvarður konungur var hand- genginn högum og háttum hvers lands á meginlandi Evrópu, dvaldi þar löngum og undi sér þar vel. en Georg lætur sér fátt um annara landa hagi finnast og unir sér hvergi nema á Bretlandi. Játvarð- ur var heimsmáður og kunni vel að njóta gæða þessa heims, Georg hmn mesti hófsemdarmaður um alla hluti. Játvarður var sem heimamaður í hverju landi þarsern hann kom, Georg kann hvergi við sig nema á Bretlandi. Játvarður var spekingur mikill og ráðagerða- maður og kunni vel að dylja það, sem honum bjó í brjósti, Georg hreinn og beinn i svörum og alls ekki undirsettur. Hann er engum líkari en ráðvöndum og vel inn- rættum manni af efnaðri borgara- stóft. Hann kann engar iþróttir, nema að skjóta, og hefir litinn hug á þvi sem menn kalla “sport”. Söng og hljóðfæraslætti hefir hann yndi af, en þó ekki þeim sem nú tiðkast mest. Honum leiðist að heyra Wagner, leikrit Ibsens og þeirra sem herma eftir þeim, vill hann helzt ekki sjá né heyra. Ge- org konungur er ekki allra. sem kallað er, en ef hann tekur trygð við einhvern, þá slitur hann aldrei vináttu við hann. Um Maríu drotningu hans er sama að segja. Hún er alvöru- gefin og skyldurækin, líkast þvi sem hjá vönduðu! iborgjarafólki gerist, og næsta frábitin þeirri létt- úð og prjálsömu prýði, sem tiðk- ast méð þeim tiginbornu og auð- ugu stéttum, er konungum eru handgengnastar. Það er ekki ó- líklegt, að bragurinn breytist hjá því fólki, bæði innan hirðar og utan, þvi að drotningin vill miklu heldur sinna þjónunum sínum held ur en dansa og sitja veizlur og konungur er meira gefinn fyrir bækur heldur en spil og samsæti, en bömin sín elskar hann fram yfir alt annað. Hveitibirgðir heims. Einhvem tima kann að því að draga, að Canada verði “kom- forðabúr alríkisins”, segir Mone- tary Times, en langt verður þess að bíða, aö þvi er virðist, ef at- huguð er hveitiuppskera allra landa árið 1910. Þa fengust 3-574.573' 000 bushela í öllum hveitilöndum, en þar af lagði Canada ekki til nema 149,990,000 bushel. Sjö lönd vom Canada fremri að hveitirækt árið sem leið, og hið áttunda — Þyzkaland, var nær jafnoki þess. Á Frakklandi einu fengust nær 100,000,000 meira en i Canada. Rússaveldi er allra landa fremst með meira en þrjá fjórðu biljón bushela. en þar næst em Bandarík- in. Bretalendur á Indlandi em Iiæstar með helming móts við 'Fandaríkin, en þá koma Argen- tina, Chili, Ástralia og New Zea- land. í Tyrkjaveldi fengust 164,- 778,000 busheí 1910, Um 40,000 innflytjendur komu til Saskatchewan á árinu sem Ieið, þar af rúmlega 26 þúsundir frá Bandaríkjunum. Kvenfrelsiikonur í Lundúnum. Nýlega gengu kvenfrelsiskonur í fylkingu um götur Lundúnaborg- ar, eitthvað milli fjömtíu til sex- tíu þúsund talsins. Er það stærsta kvenfylking, sem menn muna eftir aö sézt hafi nokkru sinni í heimi Fátækar samnakonur gengu þar viö hliö vellauðugra hefðarkvenna. Fór skrúðgangan vel fram og ó- rcalaust, og gekk fylkingin þó f fimm mílur vegar um borgina. f einum hluta fylkingarinnar vom um sjö hundrað konur, sem setið höfðu í fangelsi fyrir óspektir. 1 fjdkingaribnoddi gekk hópur kvenna sem þeyttu lúðra, vora þær klædd- ar háskotabúningi. Fylkingin nam siaðar við Albert Hall, og var þar haic'nn fjöragur fundur kvenfrels ismólinu til styrktar, eins og menn geta ímyndað sér. Nýjar gullnámur. Frá Nome berast þær fréttir, að gullnámur miklar og auðugar hafi fundist við Goodnews flóá, sunnan við Kuskokwin. Mörg l.undruð manns strqvira ti’ nýja námalandsins frá Id. aroad og eins frá Nome. Spánverj til norðurskauts. Spánverji, sem Gisbert heitir, er að undirbja sig í leiðangur til norðurheimskautsins. Hann hefir í hyggju að fara sömu leið, sem Friðþjófur Nansen fór á “Fram” alt til Nýsiberíueyjanna, en þaðan í austur til Archangel eyja og síð- an að halda norður. Um $150,- 000 ætlar Gisbert að safna til leið- angursins, og ef hann fær það fé, að leggja af stað í Júnírnánuði næsta ár. Auðmenn á Englandi. Á skýrslum síðustu skattmála- nefndar á Englandi hefir það orð- ið ljóst, að nú séu þar í landi um 10.000 menn og konur, sem hafi i áistekjur hver um sig, að minsta kosti $25,000. Samtals "oru tekjur alls þessa auðuga fólks iiir $600,000,000, eöa 60 þúsundir dohara á hvert höfuð. Þetta fóik átti flest heima í bæjum. Væ.-i mjög fróðlegt að fá skýrslur til san'snburðar um tekjur óðalseig- eigenda ríkra út um sveitir, en það er ekki auðvelt vegna þess, að þar skortir nákvæm gögn á að byggja. Bandaríkjaflotinn í Kaup- mannahöfn. Snemma i þessum mánuði kom Bandaríkjaflotinn til Kaupmanna- 'nn rnar og var þar vel fagnað, sem vænta mátti, en dönsk blöð bera hermönnunum þó fremur illa sög- una, og eins varö yfirforingja hersins míkil skissa á í einni ræðu. Danskir herforingjar héldu gest- unum viðhafnarmikla veizlu í skemtistaðnum Tivoli; Wessel, visi-aðmínáll Dana, mælti fyrir minni Bandarikjaflotans, en að því búnu svaraði Badger aðmíráll og flotaforingi Bandaríkjanna. Tal- aði hann af blöðum og sagði: “Vér höfum komið hingað frá hinni nýju álfu til einhvers elzta rílds i Evrópu. Oss er það mikil ánægja að eiga tafarlaust fund með sjó- liðsforingjum þessa lands, sem á sér miklar frægðarsögur um afrek flota síns. Vér herforingjar Banda ríkjanna beram hinn hlýjasta hug til þessa lands.” Að því búnu lagði hann iblöðin frá sér, en mundi þá, að hann hafði gleymt að biðja menn að drekka minnið, og stóð þá upp og mælti hárri röddu: — “Herrar mínir, má eg biðja yður að drekka skál þýzka flotans og þýzku herforingjanna!” Það sló dauðaþögn á alla, en svo fóru menn að hlæja og kalla “Danish! Dan- ish!” og drukku menn skálina í mesta flýti. í fyrstu héldu menn þetta mis- mæli, en síðar hafa menn viljað kenna um fáfræði aðmírálsins, að hann hafi ekki vitaö betur en þeir væri i einum hluta þýzka keisara- dæmisins. 'Eftir þvi sem blaðið “Vort Land” segir, afsakaði hann þetta við skipsmenn á þessa leið: “Skipsmenn! Mér hefir orðið á af- leit yfirsýnd (a scandalous mis- take), sem eg vil, að ekki hendi nokkum yðar, svo að þér særið ekki hina dönsku þjóð, sem tekiö hefir oss vinsamlega. Landiö, sem þér eruö í, heitir Danmörk. Hér er töluð sérstök tunga, sem heitir danska, og konungurinn, landið og þjóðin er sjálfstætt og er ekki fremur háð Þýzkalandi en flotinn er háður þýzka keisaranum. Hann lýtur að eins Danakonungi.” Ur bænum og grendinni. Kirkjuþinginu var slitið um há- degi á miðvikudaginn. Bandalags þingið tók til starfa kl. 2 síðd. á Miðvikudaginn. Fréttir af þvi verða að bíða næsta blaðs. Kand. Kristján Sigurðssn er ný-i skeð kominn til bæjarins úr sex vikna ferð um Gimli kjördsemi, þar sem hann hefir starfað að undirbúningi kjörskránna í kjör- dæminu. Ungfrúmar Hulda og María Laxdal fóru vestur til Leslie, Sask. í kynnisför til ættingja sinna og dvelja þar nokkurar vikur. Séra Bjöm B. Jónsson, forseti kirkjufélagsins, varð að fara af þinginu á þriðjudaginn til að jarð- syngja unga stúlku, sem lézt i söfnuði hans fyrir fáum dögum. Herra Þorbergur Þorvaldsson magister kom frá Harvard háskóla hingað til bæjarins í fyrri viku, og fór norður til foreldra sinna i Ár- nesbygð. Eins og skýrt hefir ver- ið frá í Lögbergi fékk hann náms- styrk i Harvard i sumar, og ætlar mjög bráðlega að fara til Þýzka- lands til að halda áfram vísinda- iðkunum sínum. Samsöngurinn sem haldinn var í Fyrstu lút. kirkju á mánudags- kveldið var hepnaðist ágætlega, og var prýðilega sóttur. Það er sjald- an sem jafnmargt fólk hefir sótt samkomu eða samsöng í þeirri kirkju jafnvel, og hafa þó oft ver- ið vel sóttar samkomuf þar. Hvert einasta sæti skipað niðri í kirkj- unni og æðimargt fólk uppi á lofti. Á eftir fóra fram ókeypis veiting- ar niðri í sunnttdagsskólasalnum. Látin er nýskeð í Reykjavík frú Leopoldine Friðriksson, ekkja H. Kr. Friðrikssonar yfirkennara, en móðif Dr. M. Halldórssonar í Park River, N.D., og þeirra syst- kina. Hún var 87 ára gömul, mesta nterkiskona. TSímfregn). Viðskifti Canada á fyrstu tveim mánttðum fjárhagsársins hafa numið $112,170,1x9, og er það $7,000,000 meira cn á sama tíma- bili fyrra, og eru horfur á, að öll viðskifti á árinu muni nema meira en $750,000,000. Á þessum tveim mánttðum voru innfluttar vörur um $5,500,000, en útfluttar land- búnaðarvörur höfðu lítið eitt mink að, námu $31,098,988 eða $1,750,- 000 minna en um sömu mundir í fyrra. Námuafurðir voru útflutt- ar fyrir $5,430-343. sjávarafuröir $788,380, skógar-afurðir $3,846,- Iix. — Samkvæmt nýútgefnum skýrslum var Canada sjöunda land- ið í röð hveitiræktarlanda.—Mann- talsskýrslur Canada eru nú sem óðast að berast til Ottawa, en lengi verður verið að telja saman á þeim, svo að ekki er búist við því verði lokið fyr en í Oktober, Séra Hans B. Thorgrímsen fór heimleiöis í gærmorgun. Á miövikudagsnóttina var and- ?ð:st að heimili sinu, að Icelandic River í Nýja íslandi, Þórunn Finnsson, kona Kristjóns Finns- sonar, er þar býr. Hún var á íimtugsaldri, mjög merk og góð kona; banameinið mun hafa verið brjóstveiki. Við síðasta manntal sem tekið var í Stokkhólmi, höfuðstað Sví- þjóðar, voru þar 2,460 manns, sem komnir vora um áttrætt og þar yfir, þar af voru 1,969 konur. En II2 þeirra kvenna og 28 karl- manna voru á aldrinum milli 90 og 103 ára. Mrs. Johnson frá Pembina, syst- ir Stefáns Johnsons fyrrum kaup- manns hér bæ, er hér á ferð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.