Lögberg - 24.08.1911, Page 1

Lögberg - 24.08.1911, Page 1
24. ARGANGUR WINNIPEG, MAMTOBA, PIMTUDAGINN 24. ÁGÚST 1911 NÚMER 34 FUNDUR í íslenzka liberal klúbbnum verður haldinn á fimtudags- kvöld kl. 8 e. h. í sunnudaga- skólasal Tjaldbúðarsafnaðar. Allir, sem eru hlyntir stefnu frjálslynda flokksins, eruboðnir og velkomnir. Stjórnmálafundir í Vatnabygðunum. Mr. Thos. H. Johnson, M. P. P., ætlar a'5 ferðast um bygðir Islend- inga milli Grunna- og Mani- tobavatna, og flytja tölur á þessum stöðum; Mánud. Sept. 4., Vestfold, 8.30 e.m. Þriðjud. “ 5. Lundar, 2.30 e.m. Þriðjud. “ 5. Pineview, 8.30 e.m. Miðvikud. “ 6. Siglunes, 2.30 e.m. Miðvikud. “ 6. Narrows, 8:30 e.m. Fimtud. “ 7. Ashern, 8.30 e.m. Fundinum á Siglunesi stýrir J. H. Johnson. Mr. Thos. H. Johnson kemur til borgarinnar aftur á föstudag. Það er óþarfi fyrir oss að mæla fram með hr. Johnson sem ræðu- manni. Hann hefir leitt hesta sína saman við hina mestu ræðu- kappa þessa fylkis, bæði utan þings og innan, og aldrei borið lægra hlut frá borði. Flann eT hverjum manni orðfær- ari í kappræðu, og því orðheppn- ari, sem hann á við meiri mótstöðu að etja. Löndum vorum í Vatna- bygðinni gefst nú kostur á að heyra' vorn frægasta og færasta stjórn- málamann ræða þau mál, sem kjós endtir varða mest í þessum kosn- ingum, og setja sig vonandi ekki úr færi að fjölmenna á fundi hans. Horfur í Mexico. Fylgi Maderós fer Jwerrandi. Það þykir öldungis fullvíst að fylgi Maderos fari mjög þverrandi i Mexico, og flokkur hans muni klofna um Jcosningarnar, því að nokkur hluti flokksins fylgir að málum Dr. Fransisco Gomez, er fyrrum var hinn ötulasti liðsmað- ur Madero’s, en hefir nú í síðari tíð snúist móti honum. Ennfremur hafa sumir af hers- höfðingjum Madero’s snúist gegn honum, þar á meðal Orozco, og við það hefir herafli stjórnarinnar og rýrnað. Fylgjendur Diazar gamla eru og að færast í aukana og hafa þeir hvað eftir annaði sent skeyti til Diazar austur til Sviss, þvi að hann dvelur þar nú, og skor- að á hann að koma aftur vestur um haf og taka við forustu flokks síns i Msxico; Diaz hefir vjtanlega ekki sint því neinu, en fylgismenn hans eru liarðir á því að fá hann vestur. Stjórnin í Mexico hefir nýskeð tekið lán afarmikið, $10,000,000, hjá auðfélagi nokkru í New York með háum vöxtum, svo það hefir orðið eitt óánægju efnið. Hæsti himinbrjótur Bretlands. Hæsti himinbrjótur Bretlands er stórhýsi eitt afarmikið og reisu- legt sem nýskeð var fullgert í Liverpool á Bretlandi. Það er 17 lyft og klætt alt að utan með gran- ít-plötum, svo að það er hið veg- legasta á að sjá. Hitunarpípurnar eru samtals fimtiu milur og raf- magns-þræðirnir 25 m’ílna langir. Tum er á byggingunni og í honum stundaklukka. Skífan á henni er 25 fet að þvertnáli, en minútu vis- iritin 14 feta langur og 3. feta br. Klukka þessi er knúin rafurmagni. —I fréttum frá Saskatoon er þess getið, að skemdir af hagli hafi orðið á ýmsum stöðum vestan til í fylkintt; við Macklin og Salvador braut haglið glugga. Rósturnar á Haiti. Uppreisnarmenn ná yfirtökum. Uppreisnarmenn hafa náð yfir- tökum i Haiti, náðu þeir höfuð- borginni á sitt vald nýskeð og skipuðu Leconte, foringja sinn. forseta. Leconte þessi var rekinn i útlegð þegar Simon komst til valda. Fór hann þá til Jamaicaog þar setti hann ráð til þess að bola keppinaut sinn frá. I Janúarmán- uði síðastl. hóf Leconte uppreisn, sem þó varð að engu. Aftur byrj- aði hann á nýjan leik í Maí og gekk þá betur. Hann er á fertugs aldri, kynblendingur, og hefir lengst af fengist við lögmannsstörf Tveir aðrir keppinautar eru og um forseta-embættið við næstu kosn- ingar. Annar er Antettör Firman herforingi, en hinn Fouchard gen- eral. Er hann nú á hraðri ferð til Haiti. Hann kvað hafa mikið fylgi í sunnanverðu lýðveldinu.því að þar var hann^liðsforingi i upp- reisninni 1908. Leconte er sjúkur um þessar mundir og er það ætlun ýmsra, að innanlands-styrjöldin muni hefjast aftur innan skamms. Simon, sonur Símons forseta, er frá ríki var rekinn, er nýkominn til New York. Hafði hann meðferðis $60.000 í gulli, er hann hafði haft brott með sér i skyndi og falið í ferðatösku sinni. Er liann á leið til Parísar. Hann kvað orsökin til síðustu innanlands-óeirðanna hafa verið óánægju almennings út af j árnbrautamálastefnu stj órnarinnar og hlunnindum sem ýmsum járn- brautafélögum úr Bandaríkjum hefði verið veitt þar í landi. Spánn og Portúgal. Órói innanlands. Framkvæmdir stjórnarinnar i Portugal með að framfylgja lögun- ftm um aðskilnað ríkis og kirkju, sæta afar mikilli mótspyrnu um þessar mundir, og upphlaup orðið á ýmsum- stöðum nýskeð af þeim sökum. Hafa skærur þær staðið öðru hvoru síðan í byrjun þessa mánaðar og mest kveðið að þessu í Lissabon. Hafa matvæli stígið af- armikið í verði, meðal annar.«x við- smjör, sem er ein aðalfæðutegund fátæka fólksins, og er nýju stjórn- inni miskunnarlaust kelnt um þetta, Hafa stórir hópar fólks þyrpst til stjórnarbygginganna og ámælt stjórninni þunglega og heinitað, að fært verði niður verð á matvælum tafarlaust. Konungsinnar eru að sækja i sig veðrið, og kváðu hafa gert ráðstafanir til að taka $5,000,- 000 lán i Braziliu, og ætla að' kaupa fyrir það fé herskip, vopn og verj- ur, og hefir sannast, að foringjar í hemum eru með i þessum ráða- gerðum. Á Spáni eru innanlands óeyrðir ekki siður en á Portugal. Þar liafa skipverjar á skipi einu í Cad- ix nýlega gert upphlaup, og um sama leyti hófust óeirðir af hálfu lýðveldismanna í Barcelona og víðsvegar með ströndum fram á Spáni. Stjórnin brá skjótt við og sendi herskip til uppreisnar bæj- anna, fékk bælt óeirðirnar nið- ur i bili, en fullyrt er, að lýðveldis- sinnum aukist fylgi með degi hverjum. Fundur um viðskif tasamningana verður haldinn í Walker leikhúsi mánudaginn 28- Agúst Opnað kl. 7.30 s. degis Orchestra kl. 8 „ Fundurinn byrjar kl. 8.13 Ræðumenn: J. H. Ashdown, Hon. Walter Scott, 8tjórnarform. Saskatchewanfylkis R. L. Richardson Kvenfólki .vinsamlega boðið að vera viðstatt. í loftfari til norður- skauts. Nýr leiðangur. Eins og menn rauna, lagði Hein- rick prinz af Prússlandi á stað í leiðangur i fyrrasumar norður til Spitzbergen ásamt Zeppelin greifa og Hergesell prófessor frá Strass- burg, i því skyni, að kynna sér hve mikil likindi væru til þess, að kom ist yrði á loftfari til norðurskauts- ins. Þjóðverjar virðast eigi falln- ir frá ]>eirri skoðun enn að auðið muni að! komast til skautsins á loftskipi; má marka það meðal annars á því. að á þessu ári hefir Hergesell prófessor einnig boðið út leiðangur til veðurfræðilegra at- hugana. ' í þeim leiðangri eru 2 menn, aðstoðarmaður Hergesells prófessors, Rempp, og Dr. Wagner Báðir eru þeir frá Strassburg. — Fyrir rúmri viku komu þeir til Kristjaniu i Noregi og eru nú ný- komnir til Spitzbergen. Vísinda- menn þessir eru báðir mjög vel út- búnir i leiðangurinn. og æfla því að hafa vetursetú á Spitzbergen eða jafnvel lengur. Mælt er áð Rempp hafi haft með sér um 400 loftbelgi er brúka skal til veðurfræðilégra athuganir. Mótóra, sleða og mót- orbáta höfðu þeir félagar og með sér. Dr. Wagner ætlar að fást vi'ð segulmagns-fræðilegar athuganir, og hefir með sér til þess ýms tæki, svo sem jarðskjálftamæla og fleira. Ahöld sin hafa þeir félagar flest frá Þýzkalandi, en sum fengu þeir frá Kristjaníu. Grundvall?.rlög Arizona og New Mexico. Neitun Tafts. Arizona og Mexico verða að biða fyrst um sinn eftir því, að verða tekin í tölu Bandarikjanna, af þvi að Taft forseti hefir lagt fram neitun sína gegn því. Út á stjórnarskrá New Mexico er ekk- ert að setja, en í stjórnarskrá Ari- zona eru þau ákvæði,. að vikja megi úr embættum öllum þeim mönnum. sem alþýðan kýs,, og dómurum eins, þó kjörtímabilið sé ekki útrunnið, ef þeir á einhvern hátt hafa mist traust og álit al- mennings. Þessu er Taft forseti mótfallinn einkum því, að- þetta skuli ná til dómaranna; hann held- ur því fram, að slikt hljóti að varpa skugga á virðing dómar- anna. Dómarar eiga ekki að vera þjónar meiri hluta segir hann, heldur eiga þeir að vera þjónar al- þýðunnar og laganna, settir til að vernda þann, sem fyrir órétti verð- ur, hvort sem hann er í meiri eða minni hluta. Að vísu sé dóiúarinn kosinn af meiri hluta, en það ráði engu um þann skilning sem lagður sé í lögin, er sé fyrir ofan og utan alla flokka. Dómari, sem er öðr- um háður, hann er háski réttarfari hvers lands, segir Taft, og öháður getur hann ekki verið þegar hann veit, að einn óvinsæll dómur, sem hann kveður upp, getur orðið til til að svifta hann embætti. Jafnaðarmenn í Belgíu. Jiafnaðarmenn í Belgiu sækja þaö fast um þessar mundir, að fá rýmkað um kosningarrétt þar í landi. Söfnuðust saman í þvi skyni um 200,000 manna í Brussel nýlega. Heimtaði mannfjöldi sá almennan kosningarrétt af stjórn- inni og það, að hún léti lögleiða skólaskyldu. Allur þessi mikli flokkur fólks hét þvi með upprétt- um höndum, að halda fast við kröfur þessar og gefast ekki upp í baráttunni fyrir þeim fyr en þeim hefði fengist framgengt. Rússar herbúast. Rússneska ráðaneytið hefir gert samning um að láta smíða þrjú stór orustuskip í Svartahafsflotann. Orustuskip þessi eiga að vera með nýtizkusniði og á allan háft vel út- búin. Ennfremur hefir stjórnin boðið út smíði á sex neðansjávar- bátum og níu tundurbátum. Verkfallinu á Bretlandi lokið. Nefnd skipuð til að íhuga ágreiningsmálin. Eins og búist var við. gerðu járnbrautaþjónar viðsvegar um Bretland verkfall í fyrri viku og mælt að nær 300,000 manna hafi tekið þátt i þvi. Voru um hríð hin- ar mestu viðsjár með mönnum og upphlaup í ýmsum stórborganna, en þó er nú loks því nær kominn fullur friður á alstaðar og verk- fallinu af létt; er það mest að þakka viturlegtim afskiftum Lloyd George ráðgjafa. Varð það aö samningum að skipuð skyldi fimm manna nefnd til að í’þuga verka- mannalögin frá 1907, sem talin eru aðalorsök þessarar miklu óánægju, sem verið hefir i verkamönnum á Bretlandi í siðari tíð. \ nefnd þessari skulu vera tveir fulltrúar verkfallsmanna, og tveir af hálfu vinnuveitenda, en einn óvilhallur. Nefnd þessi var skipuð á þriöju- daginn vár, og eru verkfallsmenn vel ánægðir yfir nefndarskipuninni og telja sig hafa unnið allmikið á í þessu verkfalli, sérstaklega vegna ]æss. að þeir hafi nú fylli- lega fengið viðurkent félag s.itt. og nokkra kauphækkun. Það sáu vinnuveitendur sér ekki annað fært en að bjóða, því að verkfall þetta var svo viðtækt og vel undirbúið. að samgöngur mundu að líkindum hafa tepst um endilamgt Bretland um nokkurn tima, ef þessi l>oð liefði eigi verið boðin. Ferðalag Tafts. Taft forseti ætlar í ferðalög mikil vestur um riki að þreifa fyr- ir sér við kjósendur sina. Þetta ferðalag hans kvað verða nærri því eins langt eins og förin. ser hann fór 1909, þegkr hann ferðaðist 13,000 tnílur og kom við í 33 ríkj- ’um. Forsetinn býst við að vera um sex vikna tíma í þessu ferðalagi og lialda um 200 ræður. Flokksmenn hans gera sér miklar vonir um þetta ferðalag Tafts. Hann ætlar að leggja af stað í það frá Bever- ly 17. Sept. og koma heim aftur 1. Nóvember. Mr. Cruise. Sá sem býður sig fram af hendi Li'berala í Dauphin kjördæmi er einn hinna efnilegu bænda er nú bjóða sig til þings viðsvegar um Canada til fylgis við Reciprocity og Laurier. Mr. Cruise á heima nálægt Dauphin-bæ. hefir búið þar búi sinu milli tíu og tuttugu ár, er langfremsti 'bóndinn í sínum bygðum, forsprakki í félagsmálum þar, vinsæll, vel metinn og cinkar vel til foringja fallinn. Hann liefur efnast vel fyrir sjálfs sin dugnað og forsjálni. Hann er á bezta aldri; álitlegur maður cg býður af sér góðan þokka. Þar eiga bændur völ á góðum mál- svara úr sínum eigin flokk, þar- sem Mr. Cruise er. Það er held- 11 r enginn efi á að ]>eir taka hann fram yfir Glen Campbell, sem allir vita. að gerir ekkert og getur ekk- ert gert fyrir kjördæmið. Upp.hlaupum heldur áfram hér og hvar á Englandi, 'þó að verk- fallinu sé lokið a'ð mestu leyti. Seinast í gær (þriðjud.J varð mikið uppþot i Monmouthshire og víðar, og helzb veizt að Gyðingum. Lýðurinn braut búðir þeirra og rændi. svo að senda varð herlið til að haldá honum i skefjum. Marg- ir særðust í þeirri viðureign og fjöldi var handtekinn og settur i dýflizur. — Gyðingum er fundið til foráttu, að þeir hafi lagt undir sig vissar tegundir varnings og okri á þeim, svo sem matvælum, húsbúnaði og fatnaði, svo og að þeir okri á húsaleigu og beiti hörku við fátæklinga, ef þeir ekki standa i skilum. Mörg hundruð Gyðinga hafa flúið til London og annara staða þar sem örugga vemd var að fá. —Fíus páfi er mjög sjúkur um þessar mundir. Þó hlýddi hann messu á sunnudaginn var, en rúm- fastur er hann og var honum lesin messan i svefnstofu hans. Frá Gimli. Eins og blaðið Free Press gat um fyrir skömmu, kom upp stór- kostleg sjóðþurð hjá féhirði sveit- arinnar, Gisla Magnússyni á Gimli; sú sjóðþurð hvað nema að minnsta kosti $3,400, Megn gremja er hér í mönnum út af þessu, sem ekki er að undra, ekki aðeins við hann sjálfan, heldur og við fylkisstjórnina, er látið hefir þetta athæfi drasla svona, ]>ótt henni væri löngu kunnugt af skýrslu fylkis-yfirskoðunarmanns, að starfsemi þessa þjóns sveitar- innar var hin lélegasta, og megn óánægja með hann meðal sveitar- búa. En engum eru menn. ef til vill. eins gramir og Geo. H. Brad- bury. Hatin kemst að raun um það við kosningarnar í haust, En annað þykir mönnum hér einnig athugavert. og það er, hvaða hæfileikum þeir menn þurfa að verá gæddir, er fylkisstjórnin álítur hæfasta til að skipa em- bætti, því hún gerði Gísla þennaft að lögregludómara fyrir nokkru. Ekki geta það verið vitsmunir eða þekking, er hún heimtar, því tvis- var í viku hefir maðurinn sjálfur gefið út skýrslu er gerir nákvæma grein fyrir þeim hæfileikum hans, og hún er ljós og óyggandi á sinn hátt. Hann nefnir skýrslu þá “Gimlung.” Hún sýnir ljóslega andlega sjóðþurS, skýrslan sú, andlegt þrotabú. Hvað er það þá sem fylkisstjórnin hér heimtar? Hver ókjör sveitin kann að bíða af þessu, vita menn ekki enn. Ef til vill lx>rgar ábyrgðarfélag sveitarféhirði “brúsann,” en ekki mun það hafa gert það til þessa. Skólarnir sýta og gráta : enginn t'ær skuld sina greidda úr sveitarsjóði; vegir ófærir, ef til, rosa bregður, svo póststarfsemi getur orðið nokk- uð torveld, ef ekki óvinnandi verk, og fl. og fl. Eg sé ekki betur. en að það sé full skylda blaðanna, að veita at- hygli og ræða slik mál og þetta, hér er ekki um einstaklingsmál, eður einka-mál að ræða, heldur um meðferð á fé og málum al- mennings hér: Sveitarfc og s?u'it- armálum, sem eru í voða stödd. Og “conservatíve” blöðunum stendur meiri háski af þögn sinni í þessu máli, en þau hafa hugsað. Tilgangur þagnarinnar, hlut- drægni og óhreinleiki—er svo auð- sær. En vera má, að málið verði "hart undir tönnina” fyrir Mr. Bradbury einhverstaðar í haust. Vildu blöðin gera sér það þmak, að komast eftir hinu sanna í þessu máli, þá mundu þait komast að raun um, að hér er engu orði hall- að frá sannleikanum. en margt ósagt. sem einnig er satt, og stefnir i sömu átt. Kjósandi á Ginili. Hvaðanæfa. —Óeirðir hafa nýlega gerst í Atigola í nýlendum Portúgals- manna i Yestur-Afríkur. Ha,fa svertingjar þar gei't Evrópumönn- utn þungar búsifjar. —Langvarandi þurkar hafa ver- ið á Indlandi og hefir leitt til upp- skeru brests. —Ákafir jarðskjálftar konnt í sunnanverðu Pórtúgal i fyrri viku. Kvað mest að þeim við Lagos. Þar gekk flóðalda á land og gerði mik- inn skaða. —Kóleran geysar i Triest og fleiri l>æjum við Adriahaf. —Franz Jósef Austurríkiskeis- er nú orðinn fjörgamall. Hann varð 81 árs 19. þ. m. —í nýafstöðnu manntali, sem tekið var í Bandaríkjum Suður- Afriku. reyndist fólksfj.öldi þar 6 miljónir. Þar af eru hvitir menn rúm ein miljón. —Ráðaneytisskifti hafa orðið í Tapan. Katsura barún fer frá en við tekur í hans stað Saienji ntar- greifi. —Á þriðjudaginn var þingi Bandarikjamanna slitið. Hafði það þá setið nærfelt þrjá mánuði. Þetta var aukaþitig, eins og menn vita, og aðalstarf þess að gera út um viðskiftafrumvarpið, sem það samþykti með triiklum þorra at- kvæða. —Þess hefir verið farið á leit við Roosetælt ofursta, að gefa kost á sér til forseta við næstu forseta- kosningar, en liann færist undan þvl og kveðst muni styðja Taft, sem sjálfsagt þykir að verði í kjöri af hálfu republicana. F réttabréf. Siglunes P. O., 18. Ágúst ’u. Herra ritstjóri! Tiðin hefir mátt heita góð það sem af er þessum mánuði. Þó hafa komið smá skúrar sem tafiö hafa fyrir heyskapnimi. Ekki samt meir en ]>að að nýting hefir orðið allgóð á heyjum. Annars ekkert að frétta af bygðarhögum hér. Verzlun Armstrongs við Siglu nés höfn er nú byjuð. Við hana eru miklar vörubirgðir, og ýmis- legt með betra verði en hér hefir verið venja. Enn eru ekki keyptar þar neinar bændavörur, því til þess vantar húsrúm. Hvort verzlunin verður bygðarmönnum til hagsmuna er ekki gott um að segja svona í byrjun. En kostur er það, að æ- tíð séu nægar birgðir i sveitinni, ekki sízt á vetrum þegar færð er ill. Vinsæld verzlunarinnar verður undir því komin, hve vel hún græðir úr vandræðum bænda hér, að koma í sæmilegt verð afurðum sin- um, án þess að þurfa að fará með þær 50 til 100 milur til þess að fá viðunandi verð fyrir þær. Snemma í þessum mánuði varð bráðkvaddur í Narrows-bygð Jón Jónsson (alment kallaður Ekru- JónJ. Hann var sonur Jóns Eyj- ólfssonar er lengi bjó á Ekru t Hjaltastaðaþinghá i N.-Múlasýslu. Jón var ókvæntur maðtir og var nú heimilismaður Gtsla Jónssonar (iyrv. veitingam. á Eskifirði). Jón hafði farið að hyggja að kindum, og fanst örendur hálfa mílu frá bænum. Hann hafði um mörg ár verið heilsutæpur, og voru gjörðir á honum fyrir vist tveir holdskurð- Nefndarstofur Liberala AÐAL NEFNDARSTOFA Phone Main - - 2545 Phone “ - - 2546 Phone “ - 2547 Phone “ - - 2548 Phone “ - - 2549 I SUÐUR WINNIPEG Farmer Building, 22 Osborne Street Phone Fort Rouge 2132 Cor. Pembina and Scotland Phone “ “ 2133 í VESTUR WINNIPEG Sherbrooke Street Phone Garry - - 3384 Phone “ - - 3385 1499 Logan Avenue — Phone Garry - - 4672 . I MIÐ WINNIPEG 320 Notre Dame Avenue Lib- eral Club Building Phone Garry - 3382 Phone “ - 3383 í NORÐUR WINNIPEG 958 Main Street Phone Main - - 3730 Phone “ - - 3731 Queen’s Hall, Selkirk Ave.— Phone Main - - 3392 nipeg. Síðasta tímann sem hann var á lifi, var hann ekkert vesælli frentur venju. Jón var vinnumað- ur með afbrigðum, áður en heils- an bilaði, geðgóður og glaðlyndur ntaður, og vildi öllum greiöa gjöra. -J. J- Þingmannsefni í Vestur-Canada 1911. tHANITOBA Kjördæmi Liberal Cotiservative Brandon A. E. Hill J. A. M. Aikins Lisgar J. F. Greenway W. H. Sharpe Dauphin R. Cruise Glen Campbell Macdonald J. S. Wood (Ind.) W. D. Staples Marquette G. A. Grierson W. J. Roche Portage la Prairie R. Patterson A. E. Meighen Provencher Dr. J. P. Molloy T. A. F. Bleau Selkirk A. R. Bredin G. H. Bradbury Souris A. M. Campbell Dr. Schaffner Winnipeg J. H. AsKdown A. Haggart, K.C. R. A. Rigg, Socialisti SASKATCHEWAN Assiniboia J. G. Turriff C. C. Smith Battleford M. J. Howell Humboldt Dr. Neely W, H. Hearne Mackenzie Dr. E. L. Cash Livingston Moose Jaw W. E. Knowles S. K. Rathwell Prince Albert W. W. Rutan Jas. McKay Qu’Appelle L. Thompson R. S. Lake Regina W. M. Martin Dr. Cowan Saltcoats Thos. McNutt J. Nixon Saskatoon G. E. McCraney ALBERTA D. McLean Calgary J. G. Van Wart R. B. Bennett Edmonton Hon. F. Oliver W. A. GriesbacK A. Rutherford, Ind. Macleod D. Warnock Jobn Herron Medicine Hat W. A. Buchanan C. A. Magrath Red Deer A. A. McGilIivray Strathcona J. M. Douglas G. B. Campbell Victoria F. A. Morrison BRITISH COLUMBIA Comox-Atlin H. Glements Kootenay Dr. J. H. King A. S. Goodeve Nanaimo Ralph Smith New Westminster, John Oliver Vancouver City J. K. Senkler Victoria City W. Templeman G. H. Barnado E. T. Kin’gsley, Socialisti Y ale-Cariboo K. C. McDonald YUKON Martin Burrell Yukon F. T. Congdon

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.