Lögberg - 09.11.1911, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN9. NÓVEMBER 1911
3
•y í>5P’ 5'5P-Í5? 2fC5í'5? vSSs5®’“
4>
I
1
Ávarp til Vestur-íslendinga
frá nefnd þeirri, er annast íslenzkukensluna
við Wesley College.
k
yV a»MM»£&»&Mitllt检€«e€€€«c» ^
*
j?i
Skólamálið er eitt af þeim mál-
um, er dýpstum rótum hefir náð
iijá Islendingum í þessu landi, og
er það sízt án orsaka. Fyrst og
fremst er málið þess eðlis, að draga
að sér velvildarhug þeirra af þjóð-
flokki vorum, er mentun unna, og
þeir eru margir. Og svo stóð , og
stendur sérstaklega á fyrir oss
Vestur-lslendingum nýkomnum frá
ættlandi voru, fámennum fátækiun
og mállausum, að atvinnuþörfin,
málleysið og vankunnáttan knýr oss
til að taka þá lítilfjörlegustu og
verst borguðu atvinnu, sem hér
býðst, og þar af leiðir, að vér
lendum í samvinnu og félagslegu
samneyti \úð þá menn, er lægst eru
settir menníngarlega í þessu þjóð-
félagi. Éngum dylst því hættan sú
hin bráða og tilfinnanlega, er þeim
af oss var búin, er svona stóð á fyr-
ir, og það var þorrinn allur af oss.
Hættan var sú, að vér féllum inn í
þá lieíld, er kringumstæðurnar settu
oss, töpuðum okkar þjóðernislegu
einkennum, móðurmáli voru og
bókmentum, yrðum að enskrnn
kóngsþrælum í lægstu tröppu
mannfélags þess, er vér flutt-
um inn í. Vér segjum, að það
var því ekki án orsaka, þegar Dr.
Jón Bjarnason gaf þessari skóla-
hugmynd fast form á kirkjuþingi í
Winnipeg árið 1887, að hún náði
öflugu háldi á hugum manna. Því
])að hefir auðsjáanlega verið hug-
mvnd Dr. Bjarnasonar þá, eins og
þa;ð hefir verið síðan hugmynd
þeirra manna, er um þetta mál hafa
fjallað, að það mundi verða afl til
þess að sameina oss í dreifingunni,
efla kristilega menning og varð-
veita og styrkja norrænan mann-
dóm vor á meðal.
Saga þessa máls hefir verið hálf-
gerð raunasaga. Náttfirlega var ei
við öðru að búnst en því, að þetta
mál yrði seinfara, þar sem efna-
liagur vor var svo mjög af skornum
skamti framan af, að oss veitti full-
erfitt að sjá fýrir vorum daglegu
þörfum; og svo dró það líka úr
framkvæmdum, að menn gátu ekki
orðið sammála um nytsemi skólans.
Stefna sumra manna var sú, að bezt
væri, að losa sig við alt íslenzkt
sem altra fyrst, og liverfa inn í
þjóð þá er vér vorum komnir til, að
því fyr, sem vér gætum afklæðst
þjóðerni voru og gerst Canada-
menn, því meiri mundi heiður vor
og því betur mundum vér koma ár
vorri fyrir borð hér, efnalega og
menningarlega. Skammsýni þess-
arar kenningar, er maður nú biiinn
að sjá, enda mun hún nú að mestu
eða öllu leyti horfin á meðal fólks
vors, sem betur fer. En hiin tafði
fyrir þessu skólamáli ekki all-lítið,
og gerði sitt til þess að liefta fram-
gang þess. Enn fremur voru ekki
all-fáir mótsnúnir þessari skóla-
hugmvnd af því, að skólinn átti að
vera undir umsjón og •áhrifuro
kirkjufélagsins íslenzka og lúterska
í Vesturheimi. Frelsið í þessu
landi hafði haft þau áhrif á þá
menn, að þeir héldu, að bönd þess
félags og andi iúterskrar kristni
mundi verða afkomendum sínum til
trafala. LTm réttmæti þessarar
skoðunar skal hér ekkert sagt, ann-
að en það, að hún varð til þess að
liefta framgang þessa máls.
En frá kirkjufélagsins hálfu var
það að eins fjárþröngin er aftraði
því frá að bvrja á íslenzkum skóla.
Féð. sem safnast hefir til þessa
íyrirtækis, er um $8,000.00, en sú
upphæð er svo lítil, að ekki þóttí
viðlit að byrja. Og þareð ekki voru
líkur til þess, að úr fjárhagsástand-
inu mundi rætast í bráð, en þörfin
fyrir kennslu í íslenzkri tungu og
íslenzkum bókmentum varð æ meiri
eftir því, sem fólki voru fjölgaði,
var samþykt á kirkjuþingi árið 1901
svo hljóðandi tillaga frá nefnd
þeirri, er liafði skólamál þetta með
höndum milli þinga:
“ Kirkjuþingið felur skólanefnd-
inni, sem kosin er á þessu þingi, að
gera samninga við Wesley College
um stofnun íslenzks kennaraem-
bættis á þeim grundvelli, sem regl-
urnar fyrir samningum við Gustav-
us Adolphus-skólann gera ráð fyr-
ir. Komist nefndin ekki að hæfi-
legum samningum við We-sley Col-
lege, má hún leita samninga við
aðra lærða skóla, um stofnun ísl.
kennaraembættis, og gera samninga
við eiuhvern þeirra.”
Samkvæmt þessari kirkjuþings-
ályktun voru samningarnir gerðir
við Wesley College og kensla í ís-
lenzku byrjuð árið 1901.
Wesley College, í þeirri mynd
sem hann nú er, var reistur árið
1894. Hann stendur við eina aðal-
götu Winnipeg-borgar, Portage
avenue. Byggingin er mjög mynd-
arleg, 150 fet á lengd, 105 fet á
breidd, fjór-lyft, úr gráum sand-
steini, og kostaði þegar hún var
bygð, $125,000, auk landsins, sem
hún stendur á og í kringum hana
er, sem er afar-dýrt, og einnig að
undanteknum öllum kennslu-áhöld-
um og bókasafni mjög fullkomnu,
sem skólinn á. Skóli þessi er eign
Meþodista og haldið við af þeim og
þeim öðrum, sem leggja skerf sinn
til þess að létta undir með því göf-
uga verki, sem þessi flokkur krist-
inna manna er að vinna með því, að
byggja upp karakter og menning
hins uppvaxandi mentafólks þessa
lands, og er það fagurt að sjá, live
mikið þessir bræður vorir leggja á
sig til þess að gera skyldu sína
gagnvart þessu landi og þessari
þjóð, sem af skaparanum sjálfum
er ákveðin til þess að verða ein
voldugasta og að lians vilja bezta
þjóð heimsins.
Fyrsta árið, sem kent var í
þessari nýju byggingu, voru þar 40
lærisveinar, 6 kennarar; starfs-
rækslukostnaður $17,000 og kenslu-
gjald nemenda $978.80. Það, sem
skólinn sjálfur ]iurfti að leggja
fram fil kenslu-kostnaðarins, var
því $1(5,021.20. En skólinn óx brátt.
Því frá byrjun var það markmið
stjórnarnefndar skólans, að láta
ekkert ógert til þess að hann gæti
orðið sem allra fullkomnastur. Þeir
völdu fvrir kennara þá hæfustu
menn, sem fáanlegir voru, og með
því að veita sem fullkomnasta
fræðslu, jukust vinsældir og virðing
skólans, enda hefir þetta tekist von-
um framar, því að á þeim 27 árum,
sem þessi stofnun liefir starfað,
hefir nemendatalan vaxið úr 40 upp
í 365, kennaratala úr 6 upp í 16 og
skólinn liefir unnið sér það álit, að
vera einhver fullkomnasta menta-
stofnun um þessar slóðir. En á sama
tíma og hún hefir þroskast að
nemendaf jölda og áliti hafa útgjöld'
in vaxið. F\rrsta árið voru þau,
eins og sagt hefir verið, $17,000;
síðastliðið ár voru þau $35,870.38.
Hver -einstakur nemandi kostar
skólann þannig $98.2714 um árið.
Þar af borgar hver nemandi sín
kennslulaun, sem nema $29.47 að
jafnaði. Svo aðstandendur skólans
þurfa þannig að leggja fram fyrir
hvern nemanda $68.80%, eða þetta
síðastliðna ár varð skólinn að horga
umfram það, sem nemendur borg-
uðu, $24,113.83.
Ekki finst oss það neinum efa
bundiö að þar eð kirkjufélagið
sá sér ekki fært að stöfna sér-
staka skóla, þá hafi þessi ráð-
stöfun verið liið heppilegasta sem
kostur var á. Að nokkru leyti
liefir liugsjón skólamálsins náð fram
að ganga. Vér liöfum fengið kenslu
í íslenzkri tungu og íslenzkum bók-
mentum, sem stór hópur af menta-
lýð yorum liefir hagnýtt sér frá
bvrjun. Vér höfum áunnið það, að
íslenzka hefir verið viðurkend af
háskólaráðinu, og lienni gert jafn-
Jiátt undir höfði og frakknesku og
þýzku í neðri bekkjum skólans. Enn
fremur er oss óhætt að fullyrða, að
stofnun þessa kennara embættis
hefir vakið áhuga og menta-
þrá hjá hinum uppvaxandi lýð vor- t
um, sem sjá má glögt af því, að áð-
ur en embættið var stofnað, voru
það sár-fáir íslendingar, er stund-
uðu nám við æðri skóla hér í bæ, en
veturinn, sem kennaraembættið var
stofnað, standa innrituð 26 íslenzk
nöfn á nemenda-skrá Wesley Col-
lege, og hefir tala þeirra síðan far-
ið vaxandi með ári hverju, þar til
síðastliðið ár að 42 íslenzkir nem-
endur voru við þann skóla.
A þessu tímabili hafa 20 íslenzk-
ir nemendur útskrifast frá skólan-
um, og er oss það mikið gleðiefni,
og víst öllu íslenzku fólki, að fram-
koma þeirra hefir ekki einasta ver-
ið þeim sjálfum til heiðurs, heldur
hafa þeir verið sómi þjóðflokks
síns. Með frammistöðu sinni liafa
þeir aiikið álit innlendu þjóðarinn-
ar á Islendingum sem gáfuðum og
duglegum námsmönnum. Margir
af þessum mönnum hafa hrept heið-
urspeninga og hæstu verðlaun skól-
ans fyrir náms-hæfileika sína, og
einn þeirra Rhodes scholarship,
$1,500 á ári í þrjú ár.
A síðastá kirkjuþingi var oss
undirrituðum falið að annast þetta
kennaraembætti á þessu komanda
ári, og sjá um fjársöfnun til þess.
Wesleyskólastjórnin hefir ráðið
prófessor Rúnólf Marteinsson fyrir
kennara, og á hann að kenna ís-
lenzku 12 kl.-stundir í viku; að öðr-
um þraéði kennir hann reikning og
mælingafræði. xérs kaup hans er
$1500, af því borgar skólastjórnin
$750, en vér íslendingar verðnm að
leggja til hina $750 fyrir þau hlunn-
indi að fá móðurmál vort og bók-
mentir kent öllum, er nám stunda
við skólann og þess æskja. ómögu-
legt er a(5 segja, að þetta séu liörð
kjör. Ef annars vér viljum nökkuð
á oss leggja til viðhalds okkar þjóð-
ernis, þá sannarlega ætti oss ekki að
vaxa í augum, að leggja fram ]iessa
$750 á ári í því augnamiði. Því rétt
finst oss að líta svo á, að það sé allur
sá kostnaður, sem íslenzku-kenslan
hefir í för með sér. Skólagjald ís-
lenzku nemendanna, sem síðastliðið
ár nam $1,237.74, eða frá liverjum
nemanda að jafnaði $29.47, er svo
langt frá því að borga kostnað þann
er hin almenna kensla skólans veit-
ir, að síðastliðið ’ár varð skólinn
sjálfur að leggja fram $68.86 fyrir
hvern íslending, sem þar var. Ef
íslendingar hefðu átt að borga að
fullu kenslukostnað íslenzku nem-
endanna, sem voru 1114% af öllum
lærisveinum skólans, hefðu þeir átt
að borga $4,125.09. t staðinn fyrir
það borguðu þeir, eins og sagt hef-
ir verið, að eins $1,237,74 af þeirri
upphæð, en skólinn hitt. Það væri
því í hæsta máta ósanngjarnt að
fara fram á það við skólann, að
hann legði nokkuð af skólagjaldi
nemendanna til hius sérstaka ís-
lenzka kennaraembættis. Fyrst og
fremst væri það algjörlega rangt
gagnvart skólanum, og á binn bóg-
inn ættum vér Islendingar að vera
of míklir menn til þess að sætta oss
við að lifa þannig á bónbjörgum.
Eins og vér þegar höfum tekið
fram, er liinn árlegi kostnaður við
þetta kennaraeinbætti við Wesley
College að eins $750, og, er það svo
lítil upphæð, að engum getur komið
til hugar, að Islendingar í þessu
landi geti ekki lagt þá upphæð
fram árlega, og það svo hæglega,
að það muni hvern einstakan svo
sem engu, ef samtökin eru nokkur.
Og eins og á stendur hyggjum vér
að flestum geti komið saman um, að
rétt sé að leggja fram þetta fé.
Eins og áður er ávikið. stunduðu
yfir 40 Islendingar nám við Wesley
College síðastliðið ár, og þeim er
alt af að fjölga. Með.því að við-
halda þessu embætti á alt þetta fólk
kost á góðri tilsögn í íslenzku og ís-
lenzkum bókmentum.
Vér göngum að því vísu, að mik-
ill meiri hluti Islendinga í þessu I
landi líti svo á, að rétt sé að út-
breiða þekking á móðurmáli voru' )
meðal æskulýðsins, og það sé unga j
fólkinu nauðsvnlegt menningar-
meðal, auk þess, sem það er nauð-
synlegur sambandshlekkur milli
eldri og yngri kynslóða. Islenzk
tunga og íslenzkar bókmentir, er |
svo mikilsverður og göfugur arfur,
að vér verðum að reyna atl sjá um,
að börn vor geti notið hans, þótt
þau sé alin upp fjarri fósturjörð-
inni.
Öllum þeim, sem kemur saman
um, að vert sé að viðhalda þekking !
á móðurmáli voru hér í landi á með-
al þeirra, sem hér eru að vaxa upp,
og eru af íslenzku bergi brotnir,
þeim kemur líka saman um hitt, að
oss Vestur-íslendingum beri að
gera það.
Vitanlega dettur oss ekki í hug
að halda því fram, að með þessu
eina kennaraembætti við Wesley
College sé íslenzkunni borgið meðal
vor í framtíðinni. En hitt getur
oss ekki dulist, að ]mð hefir svo
mikla þýðingu, að það er naumast
áhorfsmál að halda því við, eins og
nú standa sakir.
Það er með vilja gert, að taka
fram hér að eins fátt af því, sem
með ]>ví mælir að vér, Vestur-
Islendingar , gerum það sem í voru
valdi stendur til þess að útbreiða
þekking á móðurmálinu meðal vors
unga fólks í þessu landi. Vér hirð-
um heldur eigi um að gera nákvæma
grein fyrir því, live skynsamlegt
það er að viðhalda kennaraembætt-
inu við Wesley College fyrst um
sinn. Það hefir svo oft verið um
]>að talað og skrifað, að þao er
naumast nauðsynlegt að rita langt
mál um það nú.
Án þess að fara fleiri orðum um
mál þetta að sinni, treystum vér
því fastlega, að erindi voru verði
vel tekið og að landar vorir verði
fúsir til þess að legg.ia fram nægi-
legt fé til að standast þann kostn-
að, er af þessu eina kennaraembætÞ
leiðir. Vér efum ekki, að hér eru
enn margir, sem eitthvað vilja gera
fyrir
“ástkæra, vlhýra málið“.
Vér megum ekki láta það deyja út
með oss, sem flutt höfum af Islandi
vestur um haf. Viðhald þess er
skvlda vor gagnvart föðurlandinu,
sjálfum oss og sérstaklega börnum
vorum.
Þeir af Vestur-lslendingum, sem
viljh láta eitthvað af hendi rakna
þessu máli til stuðnings, og vér
vonum að þeir verði margir, geri
svo vel að senda tillög sín til fé-
hirðis nefndarinnar, hr. Jóns J.
Vopna, að 597 Bannatyne ave.,
Múnniræg, sem fyrst. Engin upp-
hæð svo lítil, að lmn verði ekki
þakksamlega meðtekin. Æskilegra
að undirtektirnar yrðu almennar —
þótt upphæðirnar frá hverjum yrði
minni, heldur en þær yrðu stærri
og færri.
Winnipeg, 20. Október 1911.
B. J. Brandson, J. J. Vopni,
J. J. Bildfell, Christian Johnson,
Thos. H. Johnson.
Dýraverndun.
Þeir sem vinna aö clýraverndun
og manmúSarstörfum, verða aS
gera sér ljósa grein fyrir því,
hvernig þeir gjeti látiS sjá sem
mcístan árangur verka sinna.
Þetta er gamalt viSfangsefni, sem
mikiS hefir veriö rætt um, en
“góö visa er aldrei of oft kveSin”,
og eins er um þetta viöfangsefni.
ÞaS er rriargt í því, sem þarf aS
velta oft fyrir sér. Eg s/kal í
fyrsta lagi geta þess, aS mér finst
margir dýraverndarar liafi lagt of
mikla áherzlu á ræöur og ritgerS-
ir, hafi um of talað til tilfinning-
anna, en vanrækt hyggilegar fram
kvæmdir og störf. Menn hafa
sent áskoranir og fengiS menn i
svip til aö lofa gjöfum, en þegar
aS skuldadögum kemur, hafa menn
ekki borgaS og tekjur oröiS miklu
minni en ætlaS var. GóSgerSas'emi
er á vorum dögum oröin eins og
l.vert annaö fyrirtæki, sem reka
þarf meö dugnaöi og fjárhagslegri
nákvæmni, ef nokfkur árangur á
aö sjást. Menn geta ekki lifaö á
“loforðum og loftinu” nú á dög-
um. Þaö veröa menn aö gera sér
l'cst. Hvert félag. sem fæst viö
dýraverndun eða önnur mannúS-
aistörf, ætti aS ganga ríkt eftir
því, aS hver félagi greiddi tillag
sitt og hafa glöggan rieikning yfir
ailar tekjur og gjöld félags sins.
Þegar um eigin störf vor er aö Þeir eru oft fremur vilhallir hin-j
ræöa, þá eigum vér fyrst og
I fremst aS stemrna stigu fyrir alls-
konar harðýögi, bæöi viS menn og
skepnur, en vér ættum einnig aö
uppræta þær orsakir, sem grimd-
ii'ni valda. Þetta hefir veriS van-
r.ckt seinustu árin. Aðal ráBiS til
]>ess er aS innræta mönnum fagurt
hugarfar. Hugsunarhátturinn er
fyrir öllu i þessu. Vér þurfum
aö uppala börnin og almenning 1
manm'iS, og einnig lögregluiþjióna
og dómara. Þeir vilja venjulega
gera rétt, en er oft hallmælt þegar
þeir eru á ööru máli ,en vér, dýra-
verndunarmennirnir. 'Þeir eru mál
efnum vorum svo ókunnugir, aö
]æir skilja oft ekki málavöxtu.
um málsaSila, og veröa margoft
fyrir börSum ávitum ógætinna fé-j
laga vorra. Vér ættum miklu frem
ur aö gera lögregluþjóna og dóm-
ara oss vinveitta, og gefa þieim
blöö vor og bækur. Þeir verða þá
öflugir vinir vorir, þegar þeim
veröur ljóst li ö góöa málefni vort.
Hjálp þeirra er mikils virði. Á-
rásir og tortryggni til þeirra hefir
oft oröiö oss til stórhnekkis.
Vinsemd blaðamanna er mikils
verö. og kurteisi af hálfu ‘dýra-
verndara er nauðsynleg. Umfram
alt veröa félagsmenn í hverri deild
aö foröast persónulegan rig og
illvild.
éÞýtt—O.W.SJ
AlþýÖukveðskapur.
( ASsent.ý
Jónas GuSmundsson smiöur á
Ölvaldsstööumi, sendi blaðinu
ÞjóSólfi eitt s nn svo látandi aug-
lýsing til birtingar:
HeyrSu ÞjóSólfur, vinur virkta,
viltu fáeinar línur birta?
Járnsmíöi hætti eg hreint að lána,
liérna í kringum Hvitu ána;
brekkjaöur því eg oröinn er,
á æöi mörgum aö brrga mér;
stundum geri eg fetin fleiri,
fæ þó ekki nokkurn eyri.
Önotin bafa átt sér staö.
ekki tala eg fleira um þaö;
ÖLL
SÖGUNAR
MYLNU
TÆKI
THR HEGQ LUREKA PORTABLE SAW M5LL
Mounitd °n wheels. for saw-
injj Ioks iT . / X*5in x iröft. and un-
der. Thisi2a%\ ^4- xniilisaseasilj*mov-
ed as a porta-
hle tnrether.
Nú er tími til
kominn, að panta
sögunar áhöld til
að saga við til
vetrarins.
THE STUART MACHINERY
COMPANY LIMITED.
Winnipeg, Man.
764 Main St.,
I
Það tekst vel að kveikja upp á morgnana ef þér notið
”R0YAL GE0RGE“ ELDSPÝTUR
til þess, því aö þær bregöast aldrei. Þaö
kviknar á þeim fijótt og vel. Og þær eru þar aö
auki HÆTTULAUSAR, þEGJANDl, ÖRUGGAR. Þaö
kviknar á þeim hvar sem er. Þér fáiö 1000 eld-
spítur í stokk fyrir 10 c. MUNIÐ ÞAÐ! Þér
megið ekki missa af því. Búnar til af
The E. B. Eddy í>o. Ltd. Hull, Ganada
TEE8E & PERS3E, LIMITED, Umboflsmcnn. WinnipcK, Calgary, EdmoCton
Rcgina, Fort William og: Port Arthur.Q
Kornyrkji menn
Hafið þéi aent korn yðar ?
Ef það er ósent, er bezt að senda það
til Bændafélagsins.
Þá fáið. þér vissulega hæsta verð.
Hagsmuna yöar veröur kostgæfilega gætt og þér fáiö greiö-
ustu skil. Eins greið skil og unnt er.
Ef þér viljið sannfærast um, aö þaö svari kostnaöi aö senda
þessu félagi korntegundir yöar, þá spyrjiö einhvern þeirra 10,000
bænda í Vesturlylkjunum, sem sendu félaginu korn sitt í fyrra.
Ef þér viljiö fá einhverskonar vísbendingu um markaösverö
eða flutning, þá er ekki annað en aö skrifa oss.
Flutningsfyrirmæli og ókeypis ritlingar veröa sendir yður á
íslezku, ef þér óskið.
The Grain Growers’ Grain Co.
LIMITED
WINNIPEG, -- MANITOHA
en þó skal nokkra undan taWa,
og hér til greina menn einstaka:
Á Fjalli minn kæri Kristófer
með krafti og vilja hjálpar mér;
eins má til nefna Eskihóls Jón,
oft sem að gerSi mína bón;
Bjarni, sem nú í Bondhól er,
borgaði sómalega mér.
Drenglyndur Gunnar hér á Ilamri
hefir vel launað smiíSaglamriS.
eins KárastaSa oddvitinn,
elskulegásti vinur minn.
Svo eru drengir sunnan ána,
sem aS eg þori vel aö lána,
en þessu hrósa þarf eg hér,
þeir eiga tíöast nóg hjá mér:
Andrés, Hjálm, Þorstein, Bjora
í Bæ.
baS eg um lán og fékk þaS i :
Verk mín launuöu sérhvert 1 n
sýslumaður og Blön 'al minn,
Andrés Fjeldsted á Hvítárvöll-
um,
Hjálmur Jónsson 1 Þinganesi,
og Þorsteinn Halldórsson Bakka-
koti..
ÞaS eru menn, já nrkiS fleiri,
mér sem borguðu sérhvern eyri,
upp þá að telja alla hér
ekki leyfir nú blaðið mér.
Skrifað eftir minni.
Ef einhverja stúlku eða gifta
konu vantar að fá sér billegan hatt
þá komið til mín; eg hefi fáeina
hatta, sem eg vil losna viS og sel
þá fyrir lítiS.
Mrs. H. Skaftfeld,
666 Maryland S
7t-------m
DgilYie’s
Royal
Household
Flour
er gert sem bezt, án þess
horft sé í kostnað. Þess-
vegna eru menn
Altaf
ánægðir með
þ a ð
Selt í ölinm matvörubúðum
Myndir í ramma.
Vér gefum viðskiftavinum vorum fallegar myndir 6 í römmum. Komið og sjáið jólavarninginn ::
* Arborg lyfjabúð