Lögberg - 18.01.1912, Side 1

Lögberg - 18.01.1912, Side 1
Grain Commission Merchants -- 20 1 GRAIN EXCHANGE BUILDING - Members Winnipeg Grain Exchange, Winnipbg ISLENZKIR KORNYRKJUMENN Sendið hveiti yðar til Fort William eða Port Arthur, og tilkynnið Alex Johnson & Co. aol GKAIN EXCUANQE, WINNIPEG. Fyrsta og e i n a íslenzka kornfélag í Canaaa. 25 ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 18 JANÚAR 1912 NÚMER 3 Frá Canada þingi. Fjárlög fyrir næsta ár voru lögð fyrir þing, jafnskjótt og það kom saman eftir jólafríið, og eru lík fjárlögum fyrirfarandi ára að miklu leyti. Nóg er fé fyrir hendi, því að Mr. Fielding skildi eftir nokkrar kringlóttar 1 handraðan- um og vel það. Fielding var fjáir- mála ráSgjafi alla stund meðan stjórn Lauriers stóS og einhver hinn bezti búmaSur fyrir lands- sjóSinn. Mr. White má gera vel ef hann slagar upp í hann, og skulu þó engar brigSur bornar á það, aS hann sé vel gefinn maður og vilji vel. Því miður er hann ekki einn i leiknum. EmbættisbræSur hans gera allir sitt til að evða lands- sjóSnum, eins og sjálfsagt er, — hann verSur að sjá um, að nóg sé til aS borga. Enginn fæst um það, að gjalda lögskipuð og nauðsyn- leg gjöld, en þegar sóttir eru pen- ingar í landssjóð handa einstökum mönnum, urm fram þaS sem lög mæla fyrir og gildar ástæSur liggja til, þá er tíminn til aS mótmæla. ÞaS gerðu liberalar á þingfundi á fimtudag. Flota og fiskiveiða- ráðgjafinn hafði sett á fjárlögin aukaborgun til verkfræðings nokk- urs er starfar í þeirri deild, 500 doll. á ári, en áður hafði hann 3,500, sem mega kallast lífvænleg- ar tekjur. Hon. Mr. Pugsley sýndi fram á, að þetta færi í bága viS Civil Service lögin, og 'hafði ráSgjafinn, Mr. Hazen, ekkert fram aS færa í gegn þvi. Gamli Foster ráðgjafi stóð þá upp og fór að afsaka þessa ávirðing. kvað marga nýja og óreynda menn í róSaneytinu, er væru framgjarnir og vildu ráða, en þeir meintu vel. Þar til svaraði Sir Wilfrid, að hann efaðist ekki um, aS sinn heiðraSi vinur, Foster ráSherra, meinti vel, en þetta áhlaup Mr. Hazens á gildandi lög, styrkti sig í þeirri skoðun, aS þessi nýja stjórn hefði ekki annað til að bera en góða meiningu! Flotamála ráSgjafinn, Mr, ?Iaz- en, jók skrifstofukostnaS í sinni stjórnardpild um 0,000 dollara. kvaSst hafa bætt viS 12 skrifurum aS ráði skrifstofustjórans. MikiS má erviSið hafa aukist í þeirri deild. Hon. Pugsley spurðist fyrir um tregSu þá, er stjórnin sýndi í því, aS borga þeim mönnum, sem unn- iS hefðu viS að telja fólkið í sum- ar; kvaS mörgum þeirra koma illa þann drátt á borgun fyrir unniS verk. Var það þarfleg áminning. þvi aS sá dráttur er óhæfilegur, eftir að allar skýrslur eru inn komnar til stjórnarinnar fyrir löngu og búiS að vinna úr þeim og gefa þær út. Dómsmála ráðgjafinn, Doherty, flutti frumvarp nokkurt, en Hon. Pugsley kvað það ólöglega upp borið, með þvi að það færi fram á aukin útgjöld og ætti að berast upp í öðru formi. Láuk svo, aS þaS var tekið aftur. Sú breyting var kunngerð, að hætt verSi aS gefa út 4 dollara seðla hér eftir. Enn fremur gat fjármála ráðgjafinn þess, er hann var spurður. að samningur yrði ekki endurnýjaður við þaS Banda- rikjafélag, sem hingaS til hefir búiS til seðla landsins, heldur leit- að eftir tilboðum innan brezka ríkisins. Rúmar fjórar miljónir dollara voru veittar til útgjalda, með þvi aS allur bálkurinn um laun em- bættismanna var samþyktur á þessum eina þingfundi. Kolin hækka Atkvæði greiða kolanemar á Englandi um þaS þessa daga, hvort þeir skuli leggja niður vinnu til þess að herða á kröfum sínum um kaupgjald. Þeir eru alls um 900 þúsundir og hávaði þeirra tal- inn meSmæltur verkfallinu. Nú- gildandi samningar um kaupgjald standa til Febrúar loka, og þá fyrst kemur til verkfallsins, ef ekki gengur saman meS námu- eigendum og vinnumönnum. Eigi aS siSur hafa kol hækkaS i verði nú þegar. jFrá Kína. Tvent gerSist á þriSjudaginn sögulegt í Kina, að uppreisnar- menn hófu herskjöld á ný og sögSu vopnahlé slitiS, og aS Rúss- ar kröfSust þess, aS Kína viður- kendi sjálfstæði Mongolíu. Þar hafa landsmenn tekiS til höfðingja yfir sig æðsta prest í landinu, sem gengur næst Dalai-Lama í Tibet, er allir Búddatrúarmenn lúta; nefnist sá Kutuku og situr í höf- uSborg sinni Urga. Tjáist Rússa- stjórn munu styðja Mongola til að halda friði i landinu og muni hún láta byggja járnbraut inn i landið, er menn ætla, aS seinna meir verSi framlengd til Peking, ef Rússar fá aS ráða. HéS'an af fær Kínastjóm engu aS ráða um málefni Mongol- íu innan lands, hvorki senda þang- aS lið né landnema, en er þó gerS- ur kostur á aS vera fulltrúi lands- ins út á viS, gagnvart öSrum rikj- um. Þykir nú að því reka, sem hinir spakari menn í Kina hafa óttast, aS af innanlands styrjöld- inni mundi leiða aS ríkiS sundraS- ist og ýmsir partar þess verða á- gjörnum nágrönnum og útlendum þjóðum aS bráð. Sáttir með stjóm og uppreisn- armönnum eru fjær því aS komast á en nokkru sinni fyr. Hin nýja stjórn' lýöVeldisins í SuSur-Kina hefir gefið út skuldabréf fyrir 70 miljónum dollara gegn 8 prócent vöxtum og tryggingu i ríkistekjum næstu fimm ár. Hvort nokkrir veröa til að kaupa þau skuldabréf er óséS enn. Stjórnin vonar, aS uppreistiar- menn sæki noröur í land og láti til skarar skriða, þvi aö hún er mjög févana og getur ékki flutt her sinn um langair veg. Yuan alræSismaS- ur gerir enn þá sitt ýtrasta til að koma á þingbundinni keisarastjórn og um það hefir hann farið svo- feldum orðum í viðræöu viS blaða- mann er fundi hans náBi: “Nú eru í Kína veldi tvennir flokkar, er annar vill lýðveldi, hinn þingibundna keisarastjórn. ÞaS er rnitt álit, að þjóðveldisstjórn sé öll- um betri með þeim þjóðum, sem hafa upplýsing og þroska þar til; en í Kina era þeir næsta fáir, sem hugsa; hávaði landsmanna er hugs unarlaus. Minni hlutinn verður því aS hafa ráð og forsjá fyrir hinum meiri, seni er allur almenn- ingur. Almenningur getur því að eins ráðiö, aS bann smá kynnist og smá venjist meðferS og stjórn opinberra mála, en til þess þarf langan tima. Ef lýSveldi er á stofn sett þegar, að öllu óviöbúnu, þá mun þar af rísa stjórnleysi og ó- friður innanlands um langan ald- ur. Að minni ætlun megum vér vænta góörar stjórnar af einvaldi, sé því skynsamlega beitt og þvi hæfilegar skorSur settar.” Þessum dómi Yuans virSast flestir samþykkir vera, hófsamir og vitrir menn i öðrum löndum. Liðsveit keisarans ein gerSi upp- reisn i siðustu viku, tók borgina Lanohow, rændi búSir og sendi simskeyti i allar áttir, aS þeir gengju undir merki uppreisnar- manna. HerliS var sent þangað 3,000 manns, og var borgin tekin herskildi eftir mikið mannfall. Eftir ófrið þann, sem kendur er við Boxara, kröfðust stórveldin að tnega gæta járnbrautar frá Peking til sjávar, og hafa nú tekið til þess leyfis, og láta hermenn gæta braut- arinnar, hvert síns spotta, Bret- land, Þýzkaland, Frakkland, Ban- dariki og Japan, og hafa hvert 250 til 300 manns, en japanskur herforingi hefir yfistjórn þess liSs. Meðan stórveldin gæta braut- arinnar, fá uppreisnarmenn ekki að nota hana, og er stjórninni i Kína styrkur aö því. Sun Yat Sen, sem forseti var kosinn af uppreisnarmönnum, hef- ir gefiS út ávarp til allra þjóða og lofað öllu fögru og beiðst viður- kenningar af þeirra hálfu. Engin svör hefir hann fengið viS því á- varpi, nema ef svo skyldi kalla þingsályktunar tillögu frá einum þingmanni í Bandarikjum, þarsem honum er óskaS heilla og lýðveldis myndunar tilraun hans. Samkomulagshorfur í Kína. Til styrjaldar loka horfir nú setn stendur i Kína. Vopnahlé hefir enn veriS sett um litla stund og segja fregnir það gert i |því skyni, aS gefa keisarans fólki svig- rúm til aö flýja. Fortölur er Yu- an ræðismaður talinn hafa fyrir frændum og ráðamönnum keis- arabarnsins, í þá átt, aS fá þá til að draga sig í hlé og afsala sér öllum völdum. Talaö er um að keisara séu boönar 6 miljónir doll- ara i árstekjur, frjáls bústaður við landamærin og sömu réttindi og viöhöfn innanlands, sem hverjum útlendum þjóShöfðingja honum jafntignum. Það er sagt í milli bera, aö þeim þyki ótryggar efnd- irnar þegar fram í sækir. Þykj- ast þeir eiga úr vöndu að ráða, keisarafrændur; þeir þora ekki aS láta af hendi auðæfi sín til her- kostnaöar,þvi að þá væru þeir alls lausir, ef illa færi. I annan staS eru loforöin fögur, en mjög svo vant, að treysta á efndirnar. Svo er aö sjá, sem stórveldin fylgi Yuan að málum, þyki hann vænlegastur til landsstjórnar og betur treysandi heldur en foringj- um uppreisnarmanna, sem þegar eru taldir sundubþykkir og vilja hver annan ofan riöa. Fréttir blaðanna eru annars trauðlega markandi, þvi aS þær koma engar frá vettvangi, heldur frá ýmsum öSrum stöðum, og bera keim af þeli eSa þokka þess sem sendir. Yuan liefir tjáS Wu Ting Fang, sem er dómsmálastjóri i hinni nýju stjórn, aS útlagar og ræn- ingjar vaði uppi víða um landiö og ræni og myröi saklaust fólk í nafni þjóöveldisinS. Tjáist liann munu gera hvað hann geti til að vernda friðsamt fólk og hcgna illvirkjun- um, jafnvel þó lýðveldismenn telji vopnahlé slitiö út af þvi. Er þaS sannast aS segja, að nú er agasamt í súmum pörtum landsitis, er ræn- ingjar fara herskildi um breiðar bygðir og eira engu. Svo er sagt, að i einu fvlki hafi 200 kínverskar konur ráðiS sér bana, heldur en aS verða fyrir óaldarflokkum þess- um, er drepa fólkið, ræna bygðina og brenna síðan ; er svo sagt, aS þeir svifist engrar óhæfu. Kosningar á Þýskalandi Þær fóru fram á laugardaginn eftir mikinn róöur af hálfu allra þeirra tólf flokka, sem ful’.trúa eiga á rikisþingi keisaradæmisins. Mest létu Sósíalistar yfir sér fyrir kosninguna, töldust mundu vinna glæsilegan sigur og því trúSu tnenn alment út um lönd. Bar til þess einkum þa,S, að tollar eru geypiháir á Þýzkalandi, ekki síS- ur en hér i Canada. Sá er þó mun- urinn, aS þar eru matvörur toll- aSar, til þess aS halda uppi hag bænda, þó það reyndar sé ekki fyrir alþýöuna gert, heldur þá höfðingja, sem stóru lendurnar eiga. En hér í Canada eru toll- arnir lagðir á þær vörur, sem bændur þurfa að brúka, til þess aS efla hag verksmiSjueigenda. Á Þýzkalandi eru meiri álögur í tollum og beinum sköttum,, held- ur en nokkurs staðar eru dæmi til, þvi að mikils þarf meS til aS halda uppi ógrynni hers og feikna- stórum flota. Sósialistar gerSu ráS fyrir, sem og mátti, aS margir hefðu bæzt viS í þeirra hóp, sem una þessum þungu álögum i.lla, einkum er kanzlarinn haf'ði sett þvert nei viS þeirri málaleitun aS færa niður matvöru tolla, rétt áður en þiúgi var slitið. Þó varö þeim aS því, aö þeir gerSu minna úr á- huga landsmanna að styrkja stjórnina i orrahríðum hennar viS útlönd, heldur en raun varS á og fram kom viS kosningarnar. Sósí- alistar unnu aS vísu milli 20 og 30 þingsæti umfram þaS, sem þeir áður höfðu, en þó ekki svo mikið aS hnekt gæti aS fullu þeim meiri hluta, sem stjornin hafði, en þaö eru höfðingjar og katólskir klerk- ar aðallega, sem henni fylgja aS málum. — Kjósa verður á ný í too kjördæmum, og er búist viS, aS þau skiftist jafnt milli flokk- anna. Kuldi var mikill kosninga- daginn, og létu kjósendur þaS ekki standa fyrir sér, heldur sóttu vel og kappsamlega á kjörstaðina, en uppistand og gauragangur varS lítil.1 vegna kuldans. Stjórnin liafði haft viðbúnaS við upphlaupum, einkum í Berlín. Stórhýsi lifsábyrgðarfélagsins <-The Equit- able Life” í New York brann á þriöjudagins morguninn. ÞaS stóS á dýrmætustu lóð borgarinnar, og jx> níloftaS væri, var þaS sem dvergur hjá þeim tröllauknu húsa- báknum, sem stóöu á allar hliðar viS þaS. Húsið var bygt 1874 og var Jjá eitt af stærstu húsum í New York, og lyftivél var þar fyrst sett af öllum húsum í borg- inni. Mjög mikiS af verðmætum skjölum var i kjallara byggingar- innar; en svo traustlega var um þau búiS, að þeim gat hvorki grandaö eldur né skriðufall, er rústirnar hrundu. Menn fórust í bruna þessum fjórir eöa fimm. Brunaliöi tókst aS verja næstu hús fyrir eldinum, en af bygging- unnij sem eldurinn kom upp 1, stóö ekkert eftir nema grjótveggirnir meö álnarþykkum klakaskánum og stönglum. Strætin í kring voru öll lögS klaka alt aS þrem fetuni á jjykt. Eldurinn logaði í rústunum i heilan sólarhring, þótt sífeldlega stæði vatnsbuna yfir þær úr 20 pípum. í kjallaranum eru geymd verð- mæt skjöl , 1,500 miljón doll, virði. Fylking lögreglumanna gætir rúst- anna, svo aS enginn fær að koma nærri þeim. Þar fyrir utan eru haföir 100 lögreglumenn og 400 spæjarar til jjess aö gæta þess, aS engu verði stoliS. Eldurinn kom upp á neSsta gólfi, í “restaurant”, og brunnu þar inni þrír ítalskir þjónar. Tveir varSmenn fórust í hvelfing- um neðan jarðar, þar lét og lifið einn yfirliði brunaliösins og ef til vill fleiri. Verðbréfin fundust öll meS tölu, þegar til þeirra náðist, og búiS var aS slökkva eldinn. Haft er það nú viS orö, að reisa nýtt hús á rústunum. er verði 65 loftaö og kosti 25 U.jónir dollara. CANTATA Professors Svb. Sveinbjörnssons. I. Þess var getiS nýskeð hér i blaS- inu, að í ráSi væri að efna til sam- söngs mikils í Fyrstu lút. kirkju í næstkomandi FebrúarmánuSi, lik- lega bonsf'iel-vikuna. Til sam- söngs þess verður vandaö langt fram yfir það, er menn eiga al- ment aS venjast hér í bæ. Stærsti þáttur hans veröur cantata próf. Svb. Sveinbjörnsson’s, viðfrægur sönglagaflokkur, sem sunginn hef- ir verið á stórfengilegustu söng- samkomum bæði á íslandi og i Danmörku fyrir konungafólki og öðru stórmenni. Próf. Sveinbjömsson samdi can- tötu þessa 1907 og setti viS kvæða- flokk, er Þorst. Gíslason, ritstjóri, orti fyrir konungskomuna þaS ár. Var próf. oveinbjörnsson staddur í Reykjavík þegar lögin voru sungin fyrir konungi og ráSherr- um hans og æfði þau til fullnustu sjálfur. KvæSaflokkurinn er fjókskiftur og lög aS sjálfsögðu viö hvern flokk, en þeir skiftast þannig: 1. KveSja til konungs. 2. Söguleg ritsjá um danska konunga í gamla daga og mun á jjeim fyr og nú. 3. KveSja til Danmerkur. Höf- undurinn hefir bygt þriSja kór- sönginn á mjög velþektum, þjóS- legum söng um Danmörku: “Dan- marks dejligst Vang og Vænge”. 4. Avarp eða kveðja til norrænu þjóöanna. Cantatan er öll meS islenzkum og dönskum textum og tileinkuð FriSriki Danakonungi VIII. Vér höfum þaS eftir söngfróð- um mönnum, aS cantata þessi sé yfirgripsmesta sönglagasmiö, og einhver hin fegursta og tilkomu- mesta, sem samin hafi veriö af ís- lenzkum tónfræöingi. Væntum vér, að Islendingar hér í bæ og þeir, sem að geta sótt, missi ekki þess færis, er nú býðst aS heyra þetta listaverk, einkan- lega er vér eigum því láni aö fagna að hafa þar meistarann .sjálfan, próf. Sveinbjörnsson, til atbeina og aSstoðar. Flutningsgjald á járn- brautum. Ein byrðin, sem íbúar Vestur- Canada bera umfram aðra inn- byggjara þessa lands, er sú, að jámbrautaieujg leggja þyngra gjald á vörur, sem mcö járnbraut- um eru fluttar, heldur en gerist ananrs staSar 1 landinu. Þó aS þetta hafi verið alkunnugt, hefir engin gangskör gerð veriS, til þess að kippa þessu í lag, þangaS til stórblaSiö “Free Press” i Winni- peg, eitt hiS stærsta og ötulasta blaS í öllu Canada, skarst í aS rannsaka þetta mál frá rótum og skýrði frá J>eim rannsóknum á hverjum degi i æði langan tima síSastliSið ár. Þær skýrslur vora gerSar meS miklum kunnugleik og fluttar meS stillingu og ágætri greind. Arangurinn af þeim er nú fram kominn. A miövikudaginn var, þann 10. þ. m., kvaS samgöngu- mála nefnd ýBoard of Railway Commissionersý þann úrskurS upp i Ottawa, að rannsaka skyldi flutn- ingsgjald meS járnbrautum í Mani- tbo, Saskatchewan og Alberta, svo og 1 Ontario vestan Port Arthur, en það er einmitt þa"S svæSi, sem áðurnefnt blað tók fyrir til rann- sóknar í greinum sínum. KveSur nefndin svo að orði í úrskurSi sin- um, að ef flutningsgjöldin reynist of há, skuli þau verða færð niSur eins og nefndinni þyki liæfilegt. Fyrsta fund sinn þessu máli viSvíkjandi, heldur nefndin í Ott- awa þann 13. Febrúar, til undir- búnings rannsókninm. Þegar þetta mál komst á loft, tók sig til kaupmanna félagiS í Vancouver og bændafélög i Al- berta, og beimtuðu, aS rannsakað væri flutningsgjald jámbrauta i British Columbia; fram báru þess- ar stéttir margar kvartanir um samtök járnbrauta til einokunar og óhóflegrar álögu Jieirra á vöru- flutninga, meS þeim árangri, aS sérstök nefnd var sett til aS rann- saka þetta mál í Jjví fylki. Málið er merkilegt og úrslit þess hingaS til æskileg. Sam- göngumála nefndin er vel þekt aS einurS og skörungsskap. Hún er engin yfirskinsnefnd eins og þær gerast nú hér 1 Manitoba, heldur öllum óháS. Hún hefir hingaS til starfaS aS almennings heill og hag meS einlægum vilja til aS gera rétt og fullkomnu valdi til aS framkvæma úrskurði sína. ÞaS má óhætt vænta Jjess, að svo verði einnig í þessu máli. Hudsonsflóa brautin. Mr. J. D. McArthur. sá er flest- ar járnbrautirnar hefir til bygg- ^ngar, kom til O-ttawa á föstudag- inn og átti tal við Cochrane sam- göngumála ráögjafa. Kom þaS upp af tali Jjeirra, aS McArthur tekur til þarsem hætt var við brautina til Hudsons flóa, frá Pas Mission viS Saskatchewan- fljót. Mr. McArthur tekur Joegar til aS. undirbúa vistá flutning og vinnu áhalda, til þess aS geta tekTS íd óspiltra málanna meS vorinu. RáöiS mun þaö vera, aS láta braútina liggja til Churchill, en ekki til Nelson, þó lengra sé nokk- uö, meS þvi aö höfn er þar miklu betri, aS dómi verkfræöinga og allra annara, sem séö hafa. Fleiri eru komnir á stúfana, aS hafa gott af þessari Hudsonsflóa braut heldur en Manitobamenn, sem sjálfsagt er líka. Sendinefnd kom til Ottawa frá Prince Albert sama dagmn og þessi ráð voru gerS, og báðu stjórnina liös aS koma upp brautarspotta, 185 mílur í noröur frá bænum, til þess staðar sem heitir Kleyfarvatn rSplit LakeJ, en þar á aðalbrautin að liggja um frá Pas til Churchill. ViS J. D. McArthur liefir stjórnin ekki samiö um meira en bygging brautar frá Pas til Split Lake. Manchu ættin úr völdum. SíSustu fregnir herma, aS ráð- gjafar og vinir keisara ættarinnar 1 Kína bafi haldið leynifund á þriðjudagskvöld, og hafi þar verið tekiö það rá'S, að taka keisarabarn- iS af ríki og ganga aS kostum upp- reisnarmanna. Tilraun var gerS til að myrSa Yuan alræöismann. MorSingjar stóðu með fram götum þeim er hann átti leiö um til hallar keisar- ans og höfSu skammbyssur og sprengivélar. Einni var kastað í fylgdarlið Yuans, og hlutu þar nokkrir bana og áverka. Morð- ingjarnir náðust og voru yfir- heyrðir. Komst JjaS þá upp, aS þeir voru til þessa verks sendir af foringjum uppreisnarmanna. For- sprakki morðingjanna er 23 ára, vel mentaður og uppalinn íjapan. Hann var hengdur, þegar búiS var aS hafa sögur af honum og allir hans félagar. Þessi morS tilraun fékk svo mikið á prinzana, aS þeir réðu þaS af aS láta undan og segja skiliB við völd. Órói í Portúgal. Reynt var til nýlega. að vinna landið undir konunginn unga, er úr landi var rekinn; hét sá Concei- ro, er þeirri tilraun stýrði og hélt herflokk inn á landiö frá Spáni; sú tilraun varð aS engu. Eftir á þótti stjóminni sem klerka höfð- ingjar væru sekir um vitorð í á- hlaupi þessu og stefndu æðsta biskupi landsins fyrir dóm til rannsóknar. En er hann hlýddi ekki löglegri stefnu, gerði stjórnin hann útlægan um tvö ár. Biskup- ar allir rituSu stjórninni og báSu hana að afturkalla þennan útlegð- ardóm, meö því að hann væri gagnstæður stjórnarskrá, er héti kleriram w" ■' og réttindum: sendiherra páfans hótaöi reiði hans, en alt kom fyrir ekki. Tveim dögum eftir jól skyldi full- nægja útlegðardóminum og söfn- uðust þá saman 10,000 fylgismenn og vinir klerka, til aS kveðja bisk- upinn og árna honum heilla. LýS- veldis sinnar söfnuðust saman á öSrum stað og gengu með fylktu liSi þangað sem mannfjöldinn var og hrópuBu hástöfum: “Deyi klerkamir!” Hinir hrópuSu í móti: “Lifi konungur og klerk- arnir!” Urðu nú hrindingar og barsmíöar, er aðkomuflokkurinn ruddist gegnum þröngina. Fylk- ing lögreglu og hermanna var fyr- ir hallardyrum biskups; þeim tvistraöi flokkurinn og ruddist inn í höllina, en biskup og klerkar hans tóku til fótanna og áttu þeim fjöra að launa. í þeim svifum komu hestliSar og kevrSu hestana sporum 1 benduna; uröu ínargir handteknir; margur haföi boriö blátt auga og aðra áverka af þeim fundi. Tripoiis og Persland. Vopna viðskifti hafa rénaö i Tripolis síðustu daga, mest vegna Jjess væntanlega, að búist er við Jjví aB friður komist á milli Tyrk- lands og. ítalíu innan skamms; sá flokkur Tyrkja heima fyrir, sem mest hefir gengist fyrir því að halda uppi ófriSi, gerist nú fús til friðarins, að sögn, enda stySja stórveldin þaS með öllu móti. Svo er sagt, að ítalir hafi mist 5,000 manns í ófriönum til ársloka, þar af tvo þriðjunga úr sóttum og sárum. Mornand heitir sá, er tekið hef- ir viS fjárgeymslu í Perslandi eft- ir Morgan Shuster, sem nú er á heimleiö. Sá er frá Belgíu, og hefir stjórnað tollamálum Persa um undanfarin ár; honum eiga að vera til aðstoðar fjórir persneskir menn í fjármálastjórninni. Rúss- ar halda áfram hryðjuverkum meS he.'dómi 1 Tabriz og era þar upp- hlaup og mikill órói. Þeir, sem fyrir sökum eru hafðir, eru dregn- ir fyrir herdóm, og er sagt, að fáir séu þar sýknaðir. Tveir leiðtogar í mótstöðu Persa og tveir rit- stjórar, komu fyrir þann dóm ný- lega. vora dæmdir og síöan hengd- ir. LTpphlaup varð í Tabriz gegn Rússum og var þá stjórnarhúsiS sprengt í loft upp, og var þessum mönnum kent um forustu í þeim verkum. Ur bænum Herra Hannes jj. LindaJ frá Leslie hefir dvaliö hér í bænum síöan um hátíðir, en er nú nýfar- inn vestur aftur. Mesta frost, sem komiS hefir í Winnipeg á þessum vetri, var á fimtudagsnóttina var. Þá vora 42 stiga kuldi. Herra Jón Þorsteinsson, Icel. River ýHeytanganum í Isafoldar- bygð biður Lögberg aS geta þess, að hann taki upp afanafn sitt, svo sem títt er meðal tslendinga hér 1 landi, og nefnist hér effir Jón Pálsson. Herra Th. Thorwaldson, Akra, N. D., kom nýskeS í kynnisferS til frændfólks síns hér í bænum, og dvelur fyrst um sinn hjá Mr. og Mrs. P. S. Bardal. Baldur Jónsson B. A., er nýlega farinn vestur til Langenburg í Saskatchewan og veröur skóla- kennari þar fyrst um sinn. Villa hefir slæöst inn 1 ritgerS Mr. J. H. Líndals í seinasta blaöi voru. Laun verkamanna í bæjum á Islandi eru talin kr. 2.30 á dag og 58 kr. á mánuöi, en á aö vera kr. 2.08 og 54 kr., og umbiöjast athugasamir lesendur aö aBgæta þetta. Jón Filippusson, Guðm. O-ldson og Kristinn Goodman voru hér á ferS í vikunni. Þeir komu norðan úr skógarhöggs “camp”, er J. Jónasson stýrði, fyrir norðan ísafoldar bygð. Þeir héldu heim til sín til West Selkirk á miðviku- dag. Kulda mikinn sögðu þeir félagar nyrSra, 58 stiga frost, einn morguninn. Ekki hafði þá kaliS samt, til muna. Vinnan varS þeim skammvinn og endarslepp vegna þess, aS skógarhöggsleyfi var tck- ið af félagi því er þeir unnu fyr- ir. Hin nýja stjórn í Ottawa þurfti víst á því aö halda handa öSram. A. L. Sifton stjórnarformaöur í Alberta, var staddur hér í bænum í fyrri viku. Hann var spuröur meðal annars urn fónastarfrækslu Albertafylkis. Stjórnin þar hefir keypt fónakerfi fylkisins svo sem Roblinstjórnin gerði hér. Stjórn- arformaSurinn kvaS í ráði að bæta og auka fónakerfið allmikiö á þessu ári. Að þessum tima kvað hann hafa verið varið til þess um $4,000,000'. Nú í ár ætti að verja til umbóta þess um $2,000,000, svo að alls stæðu Jjá í fónunum $6,- 000,000. Fónaleigur hefðu ekkert verið hækkaSar frá því, sem þær voru þegar stjórnin keypti, og eng- in líkindi til þess, aS þær yrðu hækkaðar. Það er rétt eins og hérna í Manitoba. Þau sorgartíöindi bárust hingað til bæjar á mánudagsmorguninn var, að Bergvin VopnfjörS i Minneota hafi orSið fyrir járn- brautarlest og beðiö bana af. Flann var sectionar-maöur 1 Min- neota-bæ og var aS gegna því starfi sinu á sunnudaginn var, er slysið vildi til. Bróðir hins látna, Kristján Vopnfjörð á Maryland stræti hér í bænum, fékk simskeyti um þetta hörmulega slys, og brá hann Jjegar viS daginn eftir og fór suöur ásamt Siguröi Holm. mági Bergvins sáluga. Bergvin heitinn misti konu sína í fyrra frá f jórum börnum, öllum i ómegö; og hefir síðan unnið fyrir fjöl- skyldu sinni meS stökum dugnaði, og móðir hans á níræSisaldri verið hjá honum. Þetta sviplega frá- fall hans sviftir því heimilið allri forstööu og væri hér þvi drengilegt og fagurt aö rétta hjálparhönd. Þess mun sannarlega við þurfa. Bergvin heitinn var vel metinn maSur og hvers manns hugljúfi er hann þekti. Þeir Arinbjörn Björnsson og Árni Vopni frá Wynyard. era staddir hér í bænum um þessar mundir. Herra Árni Anderson frá Krist- nes P. O., Sask., kom til bæjarins í vikunni. Hann ætlar að ganga hér á verzlunarskóla.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.