Lögberg - 18.01.1912, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JANUAR 1912.
5--
Ein orsökin
Margar sögur eru á loft komn-
ar um ráðleysi og dugleysi Roblins
og hans félaga í stjórn talsímanna.
Hitt hefir og heyrst, að meira hafi
verið greitt fyrir símakerfið, en
hæfilegt var, ef ekki visvitandi þá
í óviti. Eitt dæmi um meðferð
stjórnarinnar á almenningsfé í
þessu efni, sagði Mr. Thos. H.
Johnsori M. P. P. á leiðarþingi
sínu í Vestur Winnipeg 8. þ. m.
á þessa leið:
P>ærinn Melita hafði 45 mílum
telefóna yfir að ráða, mest til
bænda í bygðunum í kriug, helzt í
Arthur kjördæmi. Fóna-kerfi
þetta var langt frá því að bera sig
og bærinn var aíram um að koma
því á stjórnina, þegar hún lagði út
í fónakaupin, og setti 20,000 doll.
upp á það. En þetta vildi stjórnin
ekki borga. Hún virti fóna þessa
á tæpa 98 dollara míluna, eða rúm-
an fjórða part af þvi, sem bærinn
setti up.
Þá komu fylkiskosningarnar
1910, og var þá liberal þingmaður
fyrir Arthur.
Kjördæmið Arthur vildi stjórn-
in ná i.
Og þá varð það að samningum
við Arthur, að stjórnin borgaði 20
þús. dollara af peningum Manito-
ba fylkis fyrir telefóna, sem ekki
voru meira virði en 5,000 doll.,
eftir hennar eigin mati.
Þess þarf varla að geta, að lib-
eralar töpuðu kosningum i Arthur.
Nú fór stjórnin að athuga bet-
ur, hvað hún hafði keypt, og kom
það þá upp úr kafinu, að 44 mílur
af þessu fóna-kerfi þurfti að
b\rggja algerlega upp að nýju. Þá
voru eftir 10 milur, er stjórnin
hafði gefið 20 þús. dollara fyrir,
eða 2 þús. doll. fyri r mílu hverja,
er hún hafði áður virt á 97 doll.
og 95 cent!
“Það má vera,” bætti Mr. John-
son við, “að þetta dæmi og önnur
þvi um lík skýri það, hvers vegna
stjórnarfónar Manitoba eru að
verða ómagi og ólþolandi hyrði á
almenningi, í stað þess að gefa
inntektir og góðan arð.”
Dæmdur glæpamaður.
Sá atburður er alræmdur orð-
inn, er gerðist í Boston fyrir
ekki löngu, að prestur nokkur,
ungur og efnilegur og fríður sýn-
um varð sekur um morð. Hann
var trúlofaður ungri og myndar-
legri stúlku suður í landi, þar sem
hann var fyrst prestur, en varð
eftir það prestur hjá ríkra manna
söfnuði í Boston og trúlofaðist
þar á ný stórrikri yngismey.
Hin fyrri kærasta kom þangað að
ganga á skóla, og virðist hann
hafa komist í bobba út af því. Tók
hann þá það óráð, að hann gaf
gömlu kærustunni glas með inn-
tökumeðali, er ihann hafði komið
eitri i, og varð það hennar bani.
Hann var tekinn fastur í húsi
tengdaföður sins tilvonandi, þang-
að sem hann hafði flúið og fálið
sig, settur í fangelsi og dæmdur til
dauða. Tengdafaðir hans, sem
verða átti, eyddi 25 þús. dollurum
til að verja hann, en svo lauk, að
hann játaði glæp sinn og verður
aflífaður með rafmagni, eftir ein-
rórna kröfu almennings.
Til Canada
hefir komið fleira fólk árið sem
leið heldur en nokkurn tíma fyr-
irfarandi. Höfðatalan var 292
þús. á níu mánuðum, frá 1. April
til nýárs, sem er 16 per cent meira
en árið fyrir. Af þeim komu ip7
þús. frá Bandaríkjum, en 187 þús.
beina leið á hafnir í Canada.
Alt árið i fyrra (ign) komu
alls og alls til Canada 350 þús. inn-
flytjendur, þar af 144 þús. frá
Bretlandi, 75 þús. frá ýmsum
löndum i Evrópu og 131 þús. frá
Bandaríkjum.
Höndlaður
var í Winnipeg þessa dagana mað-
ur frá New York, Ross að nafni,
er þar hafði ásamt öðrum komizt
yfir verðmæt skjöl er voru 87
þúsund dollara virði. Velkendur
bankamaður í New York, aldraður
og auðugur, bar skjölin dyra á
milli i haust. Tveir menn komu
að honum og ráku sig á hann, svo
að hann datt, og hrökk þá skjala-
böggullinn úr hendi hans. Þeir
báðu hann afsökunar, hjálpuðu
honum á fætur og réttu honum
töggulinn; fór hann leiðar sinnar,
lét böggulinn í skáp hjá sér og
gáði ekki í hann fyr en þrem dög-
um síðar, að hann fékk bréf um
það, að hann skyldi fá tiltekin
skjöl aftur, ef hann borgaði 5,000
dollara. Þá var opnaður böggull-
inn og voru í honum gömul dag-
blöð og ekkert annað. Þóttist þá
binn gamli bankari vita með hverju
móti það hefði orðið. Mennirnir,
sem feldu hann, sátu fyrir honum,
höfðu með sér böggul nákvæmlega
líkan þeim, sem hann ihélt á, og
skiftu um böggla, þegar hann misti
sinn. Náðust þrír sökudólgar í
New Yor*k, þar á meðal alkunnur
lcgmaður, svo og einn af skrifstofu
þjónum bankarans, er i vitorði
var. Höfuðpauri þessa samsæris
flýði til Winnipeg með þriðjung
hins stolna fjár, og komst i greip-
ar lögreglunnar eftir skamma
dvöl, með allan auðinn. Hann er
hinn hressasti í fangelsinu og segir
alt af liétta, tjáir nafnkenda fésýslu
menn, hafa verið í vitorði með sér
og nefnir þá með nafni. Hann er
vel að sér og hefir verið við blaða-
mensku riðinn víða um Ameriku.
Hann var sóttur í vikunni af hátt-
settum lögreglumanni frá New
York, er sagði hann vera einn
þann slyngasta og hættulegasta
glæpamann er nú væri í Ameríku.
Hvaðanæfa.
—Maður meiddist á sunnudag-
inn i C.P.R. yards, rússneskur að
uppruna, varð fyrir vagni, muld-
ist fótur hans og fleiri áverka fékk
hann. Nýársdagur Rússa var á
sunnudaginn, og ætlaði hann að
vera heima og halda hátíðina með
konu sinni og fjiórum börnum
ungum, en fékk boð að koma til
verka og fór hann nauðugur,
kvaðst mundu koma til miðdegis-
verðar, er var undirbúinn með
beztu föngum, sem það fátæka
heimili hafði ráð á. Konan beið
hans 1 fjóra tíma, og fékk þá boð
að hann hefði meiðst og fóturinn
hef öi verið tekinn af honum á spit-
ala, og’ er hún kom þangað, var
hann skilinn við. Heimilið er ná-
lega allslaust eftir.
—Snjór hrapaði úr fjalli nálægt
Field. B. C., urðu margir menn
fyrir og fórust þar.
—Eldur kviknaði í brautarstöð
j C. N. R. í Dauphin í vikubyrjun
og brunnu tveir-þriðju hlutar húss
| ins nreð allmiklum farangri og
póstsendinga pokum. Bréfapokar
náðust og farseðlar flestir, svo og
| peningar, skjöl og bækur. Húsið
] var gamalt og verður annað bygt
J með vorinu miklu stærra og glæsi-
J !egra.
—Arið 1910 voru fluttar út frá
Neregi niðursoðnar matvörur fyr-
ir 14 miljónir króna. Rúmlega
helmingur af þeim vörum seldist
ti.l Bandaríkja, en þriðji partur til
« ■ h'tt til Ástralíu, Can-
ada, Þýzkalands og yfir höfuð til
flestra landa heimsins.
—Maður flýði hingað cr Boyce
lieitir, sunnan úr Texas, með konu
auðugs bankamanns. sem heitir
vSneed. Sá hélt á eftir þeim með
heilan her spæjara, fékk þau hand-
tekin með tilstyrk Bandarikja-
stjórnar, tók konuna með sér suð-
ur og sótti eftir að fá Boyce fram-
seldan af Canadastjórn. Því var
neitað fyrir dómstóli í Texas, að
færa sakir á hann þær er valda
mætti framsals kröfu, en því stóð
mest í móti faðir Boyce þessa, sjö-'
tugur maður stórauðugur. Þann
morgun sem dómur féll, gekk
Sneed að honum og skaut öldung-
inn til bana, lét siðan taka sig
höndum og situr í fangelsi, með
því að hann ugði um líf sitt, ef
J hann gengi frjáls gegn veði. —
J Boyce yngri hvarf úr greipum
| þeirra, sem geymdu hann hér i
Winnipeg, með góðu leyfi þeirra
| sjálfsagt, og vissu fáir um tima
J hvar hann var niður kominn; en
a mánudaginn var kom hann til
Winnipeg aftur frá Regina og
er nú hér í Winnipeg sem frjáls S
maður og var skilað aftur fé því;
er hann hafði lagt fram að veði.
—Tuttugu og sjö manns drukn-
uðu um miðjan dag á sunnudaginn
niður um is á ánni Ems á Þýzka-
landi. Áin ruddi sig skyndilega,
en mörg hundruð manns rendu sér
á skautum eftir isnum hjá bænum
Emden er við ána stendur og
bjargaðist margt nauðlega. 27 lik
eru fundin, en fleiri vantar. Alt
var þetta fólk á bezta aldri.
—Stúlka hvarf úr Chicago ný-
lega, kornung og forrík, og vissi
enginn um stund hvar hún var
niður komin. í fyrra dag fann
spæjari hana í New York og hafði
hún fengið sér þá atvinnu, að
stunda veika konu. Hún tjáðist
hafa strokið með vikasveini á hó-
teli, og neitaði að hverfa heim
aftur. Ekki greinir frá því, hvort
hún var gift pilti sinum eða ekki.
—Kuldakast það hið langa, er
nú hefir gengið yfir Vesturlandið,
er eitt hið strangasta, er menn
vita af í seinni tið. Á fimtudag,
þann 11., komst frostið niður í 41
stig. Svo segja blöð, að slíkur
kuldi hafi ekki komið síðan 11.
Janúar 1909.
—Eitt 'hundrað og niu fiski-
menn I hrakti út á Hafið hvíta á
mánudaginn. Þeir veid^u á isi og
losnaði spöng sú er þeir voru á,
frá höfuðísnum, og dreif til hafs
með mönnunum á. Þeir eru allir
taldir af.
—Stolið var enn frá C.N.R. ex-
press félaginu, í þetta sinn hér í
Winnipeg, og ekki nema 10,000
dollurum. Sendimaður félagsins,
George Powers að nafni, fanst
dauðadrukkinn eftir tveggja sól-
arhringa útivi^t, og hafði þá að
eins 300 dali eftir af hinni áður-
nefndu upphæð, er hann hafði ver-
ið sendur með i banka. Hann
kvað kunningja sinn hafa boðið
sér drykk, og sett í það svefnlyf,
hafi hann vaknað við vondan
draum, er peningasumman var
horfin, og tekið til að svæfa sam-
vizkuna þangað til lögreglan fann
hann sein áður segir. Ymsum get-
um er leitt um þetta; lögreglan
geymir Powers og hefir hvern
mann er hún getur tjaldað til á
veiðum eftir þjófunum. Sumir
ætla þá leynast í Wmnipeg, en
aðrir geta sér til, að þeir séu allir
á brott, en þýfið sé hér geymt,
unz leitin sé afstaðin og muni þeir
þá vitja þess, er þeir ætla sér ó-
hætt.
—81,700 doll. borgaði strætis-
vagnafélagið bæjarsjóði í skatt
fyrir árið sem leið, og er það
meira en félagið jhefir bíorgað
nokkru sinni fyr. Tekjur félags-
ins þetta ár voru af strætisvögnun-
um 1 mfljón 634 þúsund dollarar.
40 miljónir og 281 þúsund manns
hefir félagið flutt á vögnum sin-
um þetta ár, og er það meira en í
nokkurri annari borg í Canada, að
tiltölu við fólksfjölda. Flest fólk
notar vagnana í Júlí. en fæst í
Febrúar.
—Rúmar níu mílur fyrir norðan
Swift Current, Sask., var maðurá
ferð á laugardaginn, og sá svarta
þúst tilsýndar í snjónum. Hann
aðgætti þetta betur, og sá að þetta
var lík af kvenmanni, og skildi að
hún hafði orðið úti. Lögreglunni
var sagt til, var likið sótt og kom-
ist fyrir hver hún var. Mrs. Car-
dineau hét konan, og hafði brotist
til kaupstaðar með ferðamanni.
Hún hafði lokið sér af með kaup-
in kl. 4 síðdegis og lagt af stað
heimleiðis; þá var 38 stiga frost
og bylur með sterkum stormi;
kaupmaður lét keyra hana eina
mílu áleiðis, lézt hún þá geta geng-
ið þær 8 milur, sem eftir voru, að
sögn. Konan var skilin við mann
sinn fyrir allmörgum árum. hafði
haft kaffisölu í Regina og gengið
vel, og fengið síðan sérstakt leyfi
til að taka heimilisréttarland og
lukkast prýðilega. Börnum sínum
vann hún fvrir, dreng 9 ára, dætr-
um tveim 17 og 8 ára og fóstur-
dóttur 4 ára að aldri.
—Svo segir í nýkomnum stjórn-
arskýrslum, að nálægt 203 miljón-
n- ekrur séu hæfilegar til jarðrækt-
ar í vesturhluta Canada. Þar af
eru að eins 141/2 miljón undir rækt
eða voru í árslok 1910. Mældar
hafa verið i sléttufylkjunum til
þessa að eins 145 miljónir ekra.
Þó að margt flytji hingað af
fólkinu. þá er nóg rúm handa þvi
enn. Það má vissulega svo að
orði kveða, að landið sé að eins að
byrja að byggjast.
—Tveir menn vopnaðir stöðv-
uðu strætisvagn í Vancouver kl.
11 á laugardagskvöldið, skipuðu
vagnstjóra að láta af hendi skild-
ingaskrínið, og skutu hann niður,
þegar hann neitaði. Eftir það létu
þeir greipar sópa um fjársjóðu
farþega og kúguðu út af þeim
2,000 dollara í peningum og gull-
stássi, stukku siðan í bifreið, er
stolið hafði verið fyr um kveldið
frá einum borgara bæjarins, og
liurfu út í myrkrið. Vagninn fanst
um mcrguninn en þjófarnir ekki,
og eru ófundnir enn. Vagnstjór-
inn kemst til heilsu.
Skýrsla
yfir starf North Star smérgerðar-
félagsins fyrir árið 1911.
Kostnaður við starfrækslu:—
Rjómaflutningur...........$996.74
Tilbúningur á sméri . . .. 639.95
Kassar og umbúðir . . .. 435.97
Sýra og litur.............. 30.00
ís.........................144-35
Salt.......................119.92
Eldiviður og olia.......... 52-54
Flutningsgjald á sméri . . 93.12
Vinna við' að halda köld-
um “freezer”............ 69.80
Eldsábyrgð.................147-95
Rentur af lánum............ 63.25
Eaun ritara og embættis-
manna...................189.00
Bækur, ritföng og frímerki 23.32
Vinna við að selja og af-
henda smér.............. 23-50
Geymsla á sméri í W.peg 21.92
Rentur af stofnfé (stockj 165.20
Ymislegt................... 54-95
Alls.........$3,271.48
Á árinu var byrjað að búa til
smér 1. Maí, og hætt seinasta
September. A þeim tíma voru bú-
in til 56,734 pund af sméri,
sem seldust fyrir... .$14,259.41
Af því borgað til þeirra,
er lögðu til rjómann 10,642.91
Borgaður kostnaður við
við starfrækslu (sjá hér
að ofanj............... 3,271.48
Lagt í varasjóð............. 345-02
Alls..........$14,259.41
Framnes, Man. 12. Jan. 1912.
Jón Jónsson jr.
Arsfundur
Fyrsta lút. safnaðar hófst svo sem
til stóð í sunnudagsskólasal kirkj-
unnar á þriðjudagskveldið var.
Forseti safnaðarins, herra Jón J.
Vopni, stýrði fundinum, sem var
allvel sóttur. — Fyrst voru lesnar
upp skýrslur embættismanna, sem j
voru skýrar og skipulegar. Báru |
þær með sér, að tekjur safnaðar-
ins síðastliðið ár voru $4,757.87,
útgjöld $4,657.02; í sjóði á annað
hundrað dollara. —Eignir safnað-
arins eru virtar á $53,000.00;
skuldir eru $13,000.00; skuldlaus-
ar eignir $40,000.00. Má því
heita, að hagur safnaðarins standi
með blóma og fulltrúarnir, sem
verið hafa síðastliðið ár, staðið á-
gætlega í stöðu sinni í öllum
greinum. Skýrsla prestsins, dr.
Jóns Bjarnasonar, sýndi, að inn í
söfnuðinn gengu síðastliðið ár 28
fullorðnir ('fermdirý og 9 böm —
alls 37, auk fermingar ungmenna.
Skirð börn 49, fermd ungmenni
29, hjónavígslur 41, altarisgöngur
594, útfarir 30—þar af 23 fermd-
ir eða fullorðnir, en sjö böm. —
Eftir að skýrslunum hafði verið
vei-tt viðtaka var gengið til em-
bættigmanna kosninga. Þessir
lilutu kosningu;
J. J. Vopni (e.k.J,
M. Paulson ('e.k.J,
J. J. Bildfell (e.kj,
Th. E. Thorsteinsson, og
Brynjólfur Árnason.
—Þegar hér var komið, var orðið
svo framorðið að fundi var frest-
að til næsta þriðjudagskvelds 23.
þ. m. Viljum vér minna safnað-
arfólk á að sækja vel þann fund,
því að verkefni ársfundarins er
ekki hálfbúið enn þá. Bæði er eft-
ir kosning djákna og yfirskoðun-
armanna og ýms önnur mikilvæg
mál, sem safnaðarnefndin óskar
að leiða athygli að og heyra álit
fólks um á fundinum 23. þ. m.
Ur bœnum
Lögberg hefir verið beðið að
birta þessa fundarfregn frá Gimli:
Almennur fundur var haldinn á
Gimli 8. Janúar til að ræða um
það, hvar heppilegast væri að setja
minnisvarða Jóns Sigurðssonar
hér vestan hafs. Fundurinn var
boðaður af bæjarráði Gimli bæjar
og var fjölmennur. Það virtist
vera einhuga skoðun fundarmanna
að Gimli væri rétti staðurinn fyr-
ir minnisvarðann og sameiginleg-
ur vilji að koma þeirri skoðun 1
.verklega f ramkvæmd ief auðið
væri. í þessu skyni kaus fundur-
inn fimtán manna nefnd til að
hafa framkvæmdir i málinu. I
nefnd þessa voru kosnir: H. P.
Tærgesen. Sigtr. E. Jónasson, Gm.
Erlendsson, Benedikt Friminns-
son, Stefán Eldjárnsson, Guðni
Thorsteinsson, J. P. Sólmundsson,
Agúst Polson, séra A. E. Kristj-
ánsson. séra Carl J. Olson. Jó-
hannes Sigurðsson, Bergþ, Þórð-
arson, Arni Þórðarson, Júlíus J.
Sólmundsson, B. B. Olson.
Prentvilla 'ér i himf. snjalla
kvæði Mr. M. Markússonar, sem
prentað er annarstaðar í þessu
blaði. Þar stendur: “Ó morgun-
stund skal lyfta lund”, en ætti að
vera: “Á morgunstund” o. s. frv.
Nýlátin er Mrs. Petrína Thor-
láksson í Grand Forks. Hún dó
úr lungnalbólgu, var á fimtugs-
aldri, mesta skýrleiks og greindar-
kona og hafði almenningshylli.
Arsfundur Tjaldbúöarsafnaðar
var haldinn á þriðjudagskvöld;
fór þar fram kosning embættis-
manna og skýrslur og reikningar
ársins upplesnir. í safnaðarnefnd
kaus fundurinn L. Jörundsson (e.
kj, Bárð Sigurðsson Ce.kJ, Björn
Björnsson fe.kj, J. Gottská’ksson
og P. Thomsen. Nefndin skifti
svo verkum með sér, að J. Gott-
skálksson varð forseti og L- Jör-
undsson féhirðir safnaðarins.
Þessum upphæðum hefi eg veitt
móttöku til styrktar íslenzkukenslu
við Wesley College, síðan síðast
var auglýst:
H. G. Tohnson Glenboro.. $10.00
Arni Sveinsson, Glenb., .. 15.00
Ami Storm, Glenb.,.........i5-°°
Teódór Jóhannsson “ 10.0O
Stephen Christie “ 5-°°
Christian Johnson, Baldur $25 00
B. Anderson, Baldur . . .. io.oo
G. Davíðsson, Baldur .. .. 5.00
Jónas Bjömsson, Baldur 2.oo
B. Arason, Husavick.........2.00
J. J. Vopni. féh.
Framkvœmdir C. P. R.
Varaforseti C. P. R. félagsins,
G. Bury, hefir setiö á ráðstefnu i
Montreal með Sir Thomas Shaug-
nessy og kom það upp úr tali
y
Sýning úr leiknum “Dear Old Billy” á Walker í þessari viku.
L-eikhúsin.
þeirra, að félagið ætlar að verja
20 miljónum dollara til fram-
kvæmda i ár, vestan stórvatna.
Tvenna teina á að leggja alstaðar,
þar sem mest er að gera, svo sem
milli Regina og Chaplin, Sask.,
Milli Hammond, B. C. og Van-
couver og milli Alyth og Senalto,
Alta.
Fygffja skal við brautarstöðvar
í Vancouver, Calgary. Swift Curr-1
ent, Moose Jaw, Outlook, Regina,
Broadview, Brandon og Fort
William.
í Winnipeg er gert ráð fyrir að
byggja nýja stöð til meðferðar á,
vörum, syo að vörulestir þurfi
ekki að fara um borgina eins og
nú er gert.
Margar nýjar aukabrautir á að
byggja, svo sem frá Swift Current
85 mílur til norðvesturs, svo og frá
Medicine Hat til útsuðurs, hve
langt er ekki sagt. Ekki er braut-
in til Icelandic River nefnd í
þetta sinn.
Frá þvi á föstudagskveld þann
18. þ. m. þar til laugardagskveldið
þann 20 Jan. verður leikurinn
“iThe Edgea Tools” s>mdur á
Walker af hinum fræga enska leik
flokk, sem svo mikið þótti til koma
1 Chicago, Montreal og Toronto.
Þeir höfðu leikinn með sér frá
Englandi, en þar hafði mikið þótt
til hans koma. Flokkurinn er að
allra dómi hinn bezti, sem hér hef-
ir sézt í langan tíma. Leikurinn
er sniðinn upp úr skáldsögu Mer-
rivals og ágætlega skemtilegur cg
vel saminn. Hann er einn sá
snjallasti, sem hér hefir sýndur
verið og ættu allir, sem leiki sækja
annað borð, að koma og sjá hann.
William Howtrey, frægur mað-
ur og einn hinn sniðugasti leikari,
er ráðinn til Walker næstu viku og
byrjar á mánudag þann 22. Mr.
Hawtrey leikur í þeim afargaman-
Tals. Carry 2520
Fimtudag, Föstudag og Laugardag,
Janúar 18., 19. og 20.
Heiry Seton tyerriman’s frægi leikur
“ With Edged Tools ”
Alt fyrirtaks eoskir leikarar.
Alla þessu viku
Matioees miðv.d. og laugard.
Mr. Wm. Hawtrey og hans
félag
í gamanleiknum
.„Dear Old Billy“
Military night, mán. 22. under the
auspices of the ióth Cavalry Field
Ambulance.
Verð kvOldin $1.50 tiI25c Matinee $1 til25c
Sætin nú til solu.
PORTAGE AVENUE EAST
Þrisvar á dag.
Alla þessa viku
SYDNEY GRANT.
BENNINGTON BROS
LES-GOUGETS.
PHIL. BENNETT
BATTLE of TRAFALGAR.
Matinoes ..............lOc, IBc, 2Bc.
Niehts.............10c, 20c, 25c, 3Sc.
sama leik “Dear Old Billy”, með
öðrum góðum leikurum. öllum
þykir mikiö til Mr. Hawtrey koma
hvar sem hann leikur, bæði hér í
Canada og annars staðar í Ame-
riku.
Aður en langt um liður munu
þessir leikir verða sýndir á Walk-
er; “Seven Days”, sem er skemti-
legur leikur, “The Girl in the
Taxi”, glæsilegur nútíðarleikur og
“Little Miss Fix-It”, sem enska
stúlkan Alice Cloyd leikur í.