Lögberg - 22.02.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.02.1912, Blaðsíða 1
JoÍUKQD i _________ Grain Commission Merchants - 20 1 GRAIN EXCHANGE BUILDING — Members Winnipeg Grain Exchange, Winnipeg I ISLENZKIR KORNYRKJUMENN Sendið hveiti yðar til Fort William eða Port Arthur, og tilkynnið Alex Johnson & Co. aol GNAIN EXCllANQE, WINNIPEG. Fyrsta og eina íslenzka kornfélag í Canada. 25 ARGANGUR x WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 22 FEBRÚAR 1912 NÚMER 8 Keisari setur þing. Þing þeirra ÞjóSverjanna setti keisarinn meS mikilli ræðu og viö- höfn. í ölluní öörum löndum þar sem þingbundin stjórn á aö heita, er þaö siöur þjóöhöíðingja, aö koma til þinghúss og setja þar þingið, en Vilhjálmur 2. hefir þann sið að kalla þingmenn á sinn fund, og ávarpa þá í hallarsal sín- um, og svo ^eröi hann enn. Keis- arinn var í gnlli lögðum henklæö- um við þaö tækifæri, og flestir þingmenn í skrautlegum tignar- klæöum, því aö sósíalistar komu ekki á fund keisara, og var því sá skari mjög glæsilegur að líta. Keisarinn kvaö það vera sitt markmið, aö vinna aö velmegun allra stétta í ríkjum Þjóöverja- lands og að viðhalda viröingu og veldi ríkisins. Baö hann alla þing- ménn, nýja sem gamla, aö hjálpa sér ,til þess. Á því var flestum mest forvitni, hvað keisari mundi segja um utanríkismál og her- varnir, en um þau efni talaði hann fátt nema það, að friði vildi hann umfram alt halda, þó svo að virð- ingu ríkis síns væri í engu mis- boðið. Keisaranum er það hin mesta raun, hversu til tókst'með kosn- ingarnar. Til forseta þings var fyrst kos- inn maður af afturhaldsflokki, en sósíalisti til vara forseta. Þá sagði forse,ti af sér, vildi ekki vera við úr því sósíalisti var með honum kosinn. Var þá til kjörinn annar af flokki hinna rauðustn, og annar og þriðji varaforseti sömuleiðis. Þaö hefir veriö venja, aö keisari hefði þingforseta i boöi sínu í þingbyrjun, en sósíalistinn lýsti því strax, aö hann vildi ekki sjá aö koma til lians. Keisari er svo illa viö hina áköfu breytinga- menn, að hann brá venju sinni og vildi ékkí sjá þá í höll sinni. Fórst því forsetaveizlan fyrir í þetta sinn. í réttvísiimar höndum. Stjórn Bandaríkja lét i vikunni taka 54 menn fasta, fyrir vitorð og meðverknað í þeim illræðum, að sprengja í lofjt upp byggingar og ýms mannvirki. Þeir voru allir i stjórn félagsskapar sem “Bridge and Structural Iron Workers” mynduðu, til þess að halda fram réttindum sínum og hagsmunum. Er svo sagt, að þeir hafi vitað og gert ráð fyrir fram um sprenging þá er MacNamara- bræður frömdu í Los Angeles, og mörg önnur illvirki er framin hafa verið á síðari árum'; hafa þeir haf.t til þess útsendara og leigusveina víðsvegar um Bandaríkin og beint sett sér að ónýta oll verk, sem þeir vinnuveitendur létu gera, sem ekki vildu verða við kröfum þeirra. Meðal þeirra, sem nú sprikla í möskvum hegning^rlag- anna fyrir þessi óhæfuverk, er forseti allsherjar félagsskapar jámbrúa og jámhúsa smiða, Ry- an að nafni, svo og varaforseti þess félags og allir embættismenn. Lögreglan hefir komist yfir bréf og símskeyti sem félagsstjórninni hafa borist undanfarin ár, óg er sagt, að þau sanni fyllilega sekt þessara manna. Keikningar í ólagi. Með Morgan Shuster, Banda- ríkjamanni J>eim. er nýlega var frá fjárstjórn settur í Persalandi, voru ellefu landar hans, og var þeim öllum á burt vísað, skömmu eftir brottför hans. Þeir lögðu UPP þann io. Lebrúar og komuit landamæra, en þegar þar kom Var sent skeyti frá Persastjóm. s*ePpa þeim ekki, með því að s ekkjur hefðu fundizt i reikn- ingshaldinu, nokkuð athugaverð- ar'. ^yrftu skýrslur að fást frá þeim 0g vitnisburðir þar að lút- tH 1 ^uster var a Englandi, þegar þessi fregn kom, ferðbúinn til Amenku. Tók hann því fjarri, að þetta gæti átt sér staB, og kendi um eftirmanni sínum, að hann mund.i spmna þetta upp til að gera ser kinnroöa 0g minlcun. Ekki er enn frett, hvernig því máli lýkur. Grænlandsför Svo er sagt, að hinn danski langferðamaður, kafteinn Koch, sé að búa sig í Grænlandsferð að nýju. Hann var í Grænlandi í fyrra, að gera uppdrátt af land- inu, og fór þá lengri landferðir á sleða, en dæmi eru til. Hann fann eyland , mikið fypir austan Græn- land norðan til; þar var hvorki snjór né jökull, jurtagróður mikill og mörg dýr. Þar þóttist hann sjá þess ívrstu merki, að jökullinn mikli sem á Grænlandi liggur, sé að hverfa; ætlar hann sér nú að gera ítarlega rannsókn þar um, og er þetta álitið allmerkilegt, ef satt reynist. Eftir það ætlar Koch að ganga á land og leggja á jökul- inn þar sem hann er breiðastur, og koma niður á vesturströnd Grænlands. Á þeirri svaðilför ætlar hann ekki að nota hunda, eins og allir norðurfarar hafa gert hingað til, heldur íslenzka hesta, til að draga sleðann. Þyk- ir þetta sem er, hin mesta svaðil- för, og ugga margir um ferð hans, því að Danir hafa mist tvo efni- lega menn hin síðari ár á ferða- lagi í Grænlandi. Frægur læknir látinn. Lord Lister dó á þriðjudaginn annan en var, II. þ.m., á Eng- landi, rúmlega hálfníræður að aldri. Hann var um langan tíma kennari í sáralækningum við há- skólann í Edinburgh, og þar tók hann upp þá nýjung, sem hann varð síöan frægur fyrir og allir tóku eftir honum um víöa veröld, að hefta ígerð í sárum með .anti- septiskum meöölum. Hann not- aöi til þess karbÓlsýru, blandaöa með vatni eftir vissum hlutföllum, og hefir þaö alla tíö síðan verið mest notaö, þó mörg önnur meööl hafi nótuö veriö jöfnum hömlum. Eyrir þann tíma gróf í öllum sár- um á spítölum, að heita mátti, og þá var eins hættulegt að skera mann á hol til meinsemdar, eins og aö láta meinsemdina halda sér. Þó hún hættuleg væri, þá var í- gerðarsóttin, sem skuröunum var vís að fylgja. engu siöur hættuleg, og jafnvel algerlega banvæn. Þá voru spítalar pestarholhr, er eng- inn þoldi aö koma í, nema þeir sem því voru alvanir, fyrir þeirri sterkju er lagði af rotnandi fúa- sárurrt. Nú eru ,engir staðir hrein- | legri og vænlegri til bata sárum mönnum, heldur en spítalamir. Héðan af þarf ekki að grafa í neinu sári, ef rétt er að farið. Þau Hf verða ekki talin í þúsundum, sem bjargað hefir verið með því, að varna ígerðar sóttkveikjunni að komast að sárum. T.ister átti þann heiður; að taka fyrstur upp þá að- ferð, og kenna hana öllum heim- inum. * Þó aldrei nema hann hafi stuðst við rannsókn Pasteurs á gerlum og rotnun, þá á heimur- inn honum þá skuld að gjalda. að hann varð fyrstur til að beita þeim á sáralækningar og varð með því móti til þess að létta þjáningar og lengja mannslíf, sem ekki verða tölum talin. Liðsveitir í loftinu. A þingi Frakka er talað all her- mannlega þessa dagana. Flota frumvarp stjórnarinnar var sam- þykt mótstöðulaust og eins áætl- anir hennar um aukin útgjöld til sóknar og varnar í hernaði á landi. Sú nýjung þykir söguleg- ust,' að efri deilcl þingsins fylgdi því, að stofna sérstaka herdeild loftfara, og er talið að sú muni kosta ekki minna en 5 miljónir dollara á ári. Þeir hafa þegar 334 loftför vígbúin, alt flugvélar og fimtán fiugbelgi að auki. Flotaráðgjafinn Delcassé tjáði þinginu, að Frökkum væri áríð- andi, að hafa í öllum höndum við aðrar þjóðir í Miðjarðarhafi, og þar mundi flota aukinn verða settur, en í Englandshafi væri ,að svo stöddu nægilegt að liafa tund- ursnekkjur og neðansjávar skút- ur, en í Miðjarðarhafi sé þeim lífsnauðsynlegt, að hafa bolmagn á við hverja aðra þjóð sem er, svo að ekki verði neinum auðið að bægja þeim frá nýlendum þeirra í Afríku. Sveitars,tjórnir um endilangt Frakkland hafa sam- þykt, að leggja nokkuð af mörk- um til þess að smíða og viðhalda loftförumu handa franska hern- urn. Um Ármauer Hansen er það að segja, umfram það sem á öðrum stað getur i blaðinu, að honum mega Norðmenn þakka, að holdsveikinni er sama sem út- rýmt úr Noregi- Sú var lengi vel eina aðferðin við þá veiki, að ein- angra sjúklingana, stía þeim frá umgengni" og samneyti við aðra. En það tókst miður en skyldi, því að almenningur trúði því ekki, að veikin væri smittandi, þótti líka ó- svinna og harðýðgi, að forðast þá. Var það lengi, að veikin rénaði ekki heldur fór i'vöxt, unz stjórn- in skarst i leikinn og samdi lög um einangrun sjúklinganna á spít- ölum. Dr. Hansen byrjaði sitt ævistarf á einum slíkum spítala 1868. Árið 1875 var honum falið að stjórna öllum framkvæmdum af hálfu hins opinbera til útrýn> ingar holdsveikinni. Dú voru í Noregi um 2,000 holdsveikir menn. Fimm árum síðar voru þeir 1804, en að eins 593 árið 1900. En nú er svo langt komið, að hinir stóru holdsveikra spitalar í Björgvin eru notaðir fyrír brjóstveikrahæli, svo langt er kom- ið útýmingu þeirrar veiki þar í landi fyrir dug og. atorku Dr. A. Hansens. Sem vísindamaður vann hann sér mikla frægð, er hann sannaði að holdsveikin væri ekki arfgeng, heldur kæmi af sóttkveikju gerli, er honum tókst að finna árið 1871. Hann ferðaðist til Banda- rikja árið 1888, skoðaði þá marga norræna menn í þessu landi, er af holdsveikum voru komnir, og fann hvergi vott þess að veikin hefði komið fram á þeim. Á Shakespeare að liggja í friði? Deila hefir staðið um það all- hörð, hvort þau leikrit, sem kend eru við Shakespeare, séu eftir leikarann með því nafni, eða Bac- on lávarð, hinn nafnkenda rithöf- und og gáfumann, er uppi var um sama leyti. Nú hefir nafngreind- ur maður stungið upp á því, að grafa upp bein S., til þess aö komast að raun um, hvernig hann muni hafa litið út í lifanda lífi, hvort hann hafi verið nokkuö lík- ur þeim myndum, sem bera hans nafn, eöa ekki. Segir sá hinn sami, aö enginn skuli láta á sig fá, þó að bölvun sé lögö á þann, sem beinin hreyfa, enda sé hægt að kom ast hjá henni, meö þvi aö láta kvenfólk eiga við beinin. Má ‘ekki úr því skera, hvort furðu- legra er, áhugi þessa fólks á þess- um hégóma, eða.hjátrú þess. Dáinn Áehrenthal. I Vínarborg lézt þann 17. þ.m. nafnkendur maður, greifinn Aeh- renthal, sá er stjórnað hefir utan- ríkismálum Austurrikis og Ung- verjalands um sex undanfarin ár, með dugnaði og forsjálni. Hann var þjónustaður rétt áður en hann dó, og félck í þeim svifum bréf frá keisara, ritað með hans eigin hendi, er svo hljóðaði að niður- lagi: “Eg þakka yffúr sem bezt fyrir trúa og ágæta þjónustu í mínar þarfir og míns ríkis.” Þetta las sjúklingurinn síðast á bana- sænginni, og brá við það gleði- svip á andlit hans. Hann var tæp- lega sextugur að aldri, og kallaður vitsmuna og kjarkmaður og hinn þarfasti sínu landi. Sá heitir Leo- pold von Berchtold, er varð eft- innaður hans, t og hefir verið sendiherra í Rússlandi. Upphlaup í Mexico. í Mexioo er nýr forse,ti kosinn og settur til höfuðs Madero, þeim, er steypti Diaz úr völdum fyrir skemstu. Sá heitir Gomez, er fyrir kjörinu varð, og safnar nú liði sem kappsamlegast. Verð- ur þess víst ekki langt að bíða, að til styrjaldar dragi enn á ný í því róstusama landi. Fylgismenn Ma- dero’s standa fyrir þessu upp- hlaupi, með þvx að þeim brugðust þær vonir, að hann mundi launa l>eim dyggilega fylgd með eigum þeirra, er í móti honum stóðu, er hann barðist við Diaz. Svo er sagt, að uppreisn sé npp komin nálega í hverju fylki; járnbrautir eru eyðilagðar og brýr brotnar. Ameríkumenn flýja landið, allir sem því geta viö komiö, enda er svo að sjá, senx landsbúar hatist við þá og gruni Bandaríkin um að vilja skerast í leikinn og leggja undir sig landið. Allur fastaher Bandamanna, 34,000 að tölu, er til taks við landamærin. en var ekki kominn suður yfir, þegar þetta er prentað, mest vegna þess, að Bandaríkja þegnum þykir ekki ó- hætt, þeim sem í Mexico biia. ef til stríðs kemur. Vel er byrjað. í síðustu Heimskringlu er þess getiö, að Borcten stjórnin sé nú að korna skipulagi á tollmál ríkis- ins, sem ofannefnt blað segir, að Laurier stjórin hafi skilið við í órelðu. Þannig er til dæmis búið að setja toll á allar óheflaðan trjá við frá Bandaríkjum, sem nemur 25 prct. Þessi nauðsynjavara var tollfrí á allri stjómartíð frjáls- lynda flokksins, almenningi þessa lands tíl stórhagnaöar, en um leið dálitið haft á trjáviðar okrara hér megin línunnar. Ekki er hætt við að atfurhaldsstjórnin gleymi að launa canadiskum auðkýfinguim fylgi þeirra í síðustu kosningum. Þetta ofannefnda atriði er aö eins lítiö sýnishorn af því hvers þjóð þessa lands má vænta frá hendi hátolla konunganna þar eystra. Sjóhrakningur. VERÐLAUNA-KAPPSPIL Islenzki Liberal klúbburinn heldur sinn venjulega fund í kveld [fimtudag] og fer þá fram sérstakt kappspil og t v e n n verðlaun gefin þeim sem sigrar. Allir liberal sinnaðir landar eru beðnir að fjölmenna nú og koma í tíma. Rrezkt vöruflutningsskip lagði frá Boston þann 1. Eebrúar, áleið- is til Buenos Ayres. Hrepti [xað s.torm mikinn þann sama dag, og áður langt um leið tók út allan þiljubúlka, en siglur brotnuðu og fóru í sjóinn með rá og reiða. Storniurinn hélzt í fimm daga, og fórust þá sex af kipsmönnum. Kona skipstjóra; 1' mciddist, er hára gekk yfir skipið. Þann dag vissi skipshöfnin ekki fyrri en skipstjóri >>ar horfinn með konu sinni, þeim eina farþega sem með skipinu var og stýrimanni, í þeim eina björgunarbát sem eftir var innanborðs. Eftir það var skips- höfnin miatarlaus og vatnslaus í þrjá daga, og þoldi svo miklar raunir, að nokkrir sjómenn . hlupu fyrir borð, til þess að gera enda á kvölunum. Hinir létu fyrir ber- ast undir þiljum eða bundu sig við siglustúfana. Þann 8. Feb. fór gufuskip svo nærri, að það sá flakiö, skaut út báti og bjargaði þeim sem eftir lifðu. með# mestu nauðum og flutti þá til Liverpool. T>að er álit skipsmanna að bátur- inn, sem skipstjóri fór í, hafi far- ist. því að engurn farkosti svo smátwn var fært í þann sjó, sem ]iá var. Samsöngurinn í Fx'rstu lútersku kirkjunni, sem frarn fór að kveldi 14. þ. m., tókst mæta vel. Aðsókn var svo mikil, að harttrær þúsund manns munu hafa sótt samsöng þennan. Flokk- urinn var vel æfður undir stjórn hr. S. K. Hall organista kirkjunn- ar, en próf. Sv. Sveinbjörnsson lék undirspilið við Kantata sitt. og fleiri af lögum sínum, sem þá voru sungin. Eftir að Mr. Hall hafði opnað þessa athöfn með því að leika vel valið “prelude” á organið, byrjaði aðal söngskráin með þvi, að kór- inn söng lagið “Ó guð vors lands”, lætta ]xjóðkunna dvergasmíði (ef svo mætti að oröi komastj þeirra séra Aíatth. Joch. og próf. Sv. Sveinbjörnsson’s. Því stjórnaöi hann sjálfur og fór vel. Nú var það sungið mátulega hratt og meö tilhlýðilegum hátíöleika blæ, en ekki eins og eg hefi heyrt þaö stundum sungiö hév vestra. Þá var næst sungin Kantata. Sólóraddirnar í því sungu þau: Mrs. S. K. HaTl soprano, herra T. H. Johnson lögmaöur Tenor og herra Halldór Thorólfsson Baryton, og levstu öll hlutverk sitt prýöis vel af hendi, enda öll al- kúnn fyrir sína ágætu söngrödd. Söngverk þetta samdi prófessor Sv. Sveinbjörnsson fyrir konungs komuna til íslands 1907. en kvæð- in hefir ort Þorsteinn skáld Gísla- son. Söngverk þetta er aö mínu áliti tilkomumikið, sérstaklega eru sumir kórsöngvarnir gull-fallegir. Víxlsöngurinn og tilbreytingin í raddfærslunni í karla og kvenna- kor ter mjóg vel, ems og það er ofið í skrúö hins fagra búnings, sem kemur fram í fylgiröddun- um. Þar er Sveinbjörnsson í ess- inxt sínu. Meðal annara laga söng Mrs. Hall lögin “Echo” og “Apple Blossom” eftir Sv. Sveinhjörns- son, og herra Thorolfsson söng lagið “Hvar eru fuglar.” Einnig söng kórinn tvö Jdkomu- mikil lög við enska texta; Gloria, úr tólftu messu Mózarts, og By Babylon’s IVave” eftir Gounod. Og síðast söng og spilaði próf. Sveinbjömsson sitt ágæta lag: Valagilsá. í því lagi er knúð fram í tónum svo mikið af alíslenzkum náttúrulýsingum, að furðu gegnir. Já, hafðu þökk fyrir verkin þin, aldni snillingur! Jón Friðfinsson. Safnaðarfundur. Hvaðanæfa. Suður í Texas í Bandaríkjum gfrðist sú nýlunda fyrir rétti, ekki alls fyrir löngu, að vitni kaU- aði dómarann lygara. Dómarinn reiddist og baröi tréhnalli sínum í boröiö svo þaö rifnaði og stökk á fætur um leið, eins og glóandi járni heföi verið stungið í hann. Hann áttaði sig samt fljótt, sagöi réttinum slitiö meö venjulegum formálá, stóð upp úr dómara sæt- inu, fór úr dómara skikkjunni og treyju sinni, bretti upp ermarnar og óö á manninn, sem honum haföi nafnið gefið. Sá var til í alt, og hófust nú milli þeirra hin óðustu áflog, en réttarvitni og aörir viðstaddir sátu agndofa og orölausir og horfðu á. — Eftir miklar ryskingar kom dómarinn höggi á hinn og senti honum út í horn á réttarsalnum, þurkaði svo af sér blóð og svita, fór í fötin og blés mæðinni, settist að því búnu aftur i dómarasætið og lýsti rétt- inn löglega settan. Það var þar næst hans fyrsta verk, að sekta sjálfan sig mikilli sekt fyrir “tippi- stand og áflog.” —Nýlega er látinn í Þ ýzka- landi hinn nafnkendi rithöfundur Felix Dahn. Hann ritaði skáld1- sögur út af viðureign Þjóðvrja og Rómverja í fornöld, svo og út af fornum siðum og atburðum í fornöld Þjóðverja og Norður- landabúa. Hann dró efnivið í sögur sínar víða að, og ekki fflinst úr fornsögum vorum. Við komu l próf. Sveinbjörns Sveinbjörnssonar + til Winnipeg Beach, 16. + febrúar 1912. Safnaðarfundur var haldinn í sd.sk.sal Fyrstu lút. kirkju á þriðjudagskveldið í þessari viku, og var sá fundur mjög vel sóttur. Fyrir lá málið um aðstoðarprests- köllun frá riæsta fundi áður, en áður gengið væri að því máli skýrðu fulltrúar safnaðarins frá þvi að þeir hefðu í samráði við prest safnaðarins og þá menn er stæðu fyrir framan um sunnudags skóla og guðsþjónustu samkomur í suðurhluta bæjarins, ráðið séra Rúnólf Marteinsson til að vinna að þvi verki, sem þjónustumann Fyrsta lút. safnaðar. Var skýrsla þessi tekin fyrst fyrir og rædd nokkuð, en svo samþykti fundur- inn í einu hljóði þessa ráðstöfun fulltrúanna. Þess var og getið sem svar upp á fyrirspurn. að skoða ætti hinn nýja sunnudags- skóla í suðurbænum sem óaðskilj- anlega deild af sd.sk. Fyrsta lút. safnaðar og að samvinna með kennurum beggja deildanna væri ákveðin og^sjálfsögð. Þegar svo var komið málum, vtir það einhuga álit fundarins, að ekki væri nauð- synlegt að kalla annan aðstoðar- prest að svo stöddu. og var því samþykt að fresta því máli til ó- ákveðins tima. Tillaga frá einum af fulltrúunum var og samþykt með því að allir fundarmenn stóðu á fætur. um það. að hækka skyldi laun Dr. Jóns Bjarnasonar um 300 dollara á ári. En þá lýsti sér sem oftar alþekt ósérplægni og stefnufesta Dr. J. B.. Hann þakk- aöi söfnuðinum mjög hjartanlega fyrir þennan nýja vott um kærleik og umihyggju sér til lianda, en bað jafnframt fundinn að misvirða ekki þó hann afþakkaði launavið- bótina; sagðist komast af með það kaup, sem hann hefði, og áliti það óviðurkvæmilegt af sér og öðrum prestum að taka við svo háu kaupi, að litið yrði af almenn- ingi á þá sem ríkismenn; slíkt skygði á nvtsemi þeirra í starfinu fyrir kristindóminn, log atyxekt væri það liróp víðsvegar. að prest- ar væru blóðsugur á þjóðarlíkam- anum. Til slíks vildi hann ekki gefa orsök, og hefði enga löngun til að skilja sínum eftir peninga, er hann félli frá. — Hvort söfn- uðurinn ætlar að þiggja þessa tví-tíund, sem eg vil kalla svo, frá presti sínum. get eg ekki um sag]t, en þó mun það mjög í móti skapi alls jiorra safnaðarfólks. — Þá ! var talað um það að nauðsyn bæri til þess fyrir söfnuðinn að fá sér nýjan stað sunnar í bænum fyrir kirkju sina, sem næst aðalbóli ís- lendinga liér í bæ. í það mál var sett fimm manna nefnd til íhug- unar og ráðlegginga. Aheyrandi. Heill sé þér, hugljúfi maður; + heill sé þér, tónskáldið mætt. Þér ann hver íslenzkur staöur.— "♦ + Hér alt er því glflölega klætt> + Vér heilsum þér, Sveinbjörn, + + með tónanna töfra; + + þau tökin, sem hugðnæmast + + þjóðlif vort örva. + + “Ó, guð vors lands” blessi öll + ♦ þín ár, 1 + + vor yndis-gestur hár. ♦ [ -f +1 ♦ Oss flytur þú söngvana sanna, ♦ + en samt er þitt hjartalag bezt. + ♦ Og því tekst þér margan að + + martna.— ♦ ♦ Þitt mál er við alheiminn fest. + ♦ Því allir fá skilið þá töfrandi ♦ ♦ tóna, ♦ ♦ + ♦ -f + +' + Ágóðinn af concert þeirn, er prófessor Sveinbjörnsson heldur i næsta mánuði og á öðrum stað- er getið, rennur til prófessorsins sjálfs, og á hann það sannarlega skilið að almenningur fjölmenni. + sem tigninni og ástinni ♦ sildinni þjóna. + Því blessi drottinn öll þín ár. + vor vndis-gestur hár. + . + -f + og Jón Kernested. + + + + + ♦ + + + + + •+ + + Mr. og Mrs. Kr. Pétursson frá Siglunes P. O., komu til bæjar- ins í fyrri viku. Kr. Pétursson heldur heimleiðis um miðja vik- una en kona hans dvelur hér í bæ um tima til lækningar. Breytingar til bóta á íslandi. Astandið heima á Islandi er stórum að breytast til batnaðar. Sem dæmi þess má telja smjör- búin, milli 30 og 40. Árið 1910 var flutt frá srrtjörbúunum 299,- 169 pund smjörs sem seldist á 89 aur. pundið. als 19,000 kr. Meðferð á skepnum fer batn- andi ár frá ári; húsakynni eru sömuleiðis að batna, viðgjörðir og kaupgjald einnig og sýnir það ljóslega menningar framfarir. Þá má nefna _ sjávarútveginn. Menn hér ves,tra muna vist eftir hinni miklu fjölgun á þilskipum til fiskiveiða um og eftir 1900, og hepnaðist sú útgjörð mjög vel framan af. Þau voru nokkur ár 40 til 60 að tölu og höfðu frá 22 til 26 menn hvert þeirra og gerðu reikning 20 til 24 þús. kr. hvert. Á þessu má sjá, að þilskip hafa framfleytt fjölda manns til lands og sjávar. En svo kom sú óhepni fyrir út- gerðina, að nokkur skip týndust með öllum nxönnum og var það æði rnikill hnekkir; og hafa þá Vestur-íslendingar hlaupið undir baggann; en samt varð þetta ó- happ heldur til að draga kjark úr mönnum. Svo voru erfiðleikar með að- gerð skipanna. Þau urðu að send- ast til Færeyja eða Noregs til við- gerðar og hepnaðist það misjafn- lega. En svo kom að því, að það var myndað félag til að byggja dráttar-braut, svo að gert yrði við skipin, og var bankastjóri Tryggvi Gunnarsson aðalmaðurinn i því sem fleiru er til framfara Jeiddi. Þetta var miklum erviðleikum bundið, eins og oft vill verða þeg- ar um eitthvað nýtt er að ræða. Siðastliðinn vetur mun hafa verið um 100 manns, sem hafði þar at- vinnu, sem að líkindum hefði ann- ars verið vinnulaus. Og nú er dráttarbrautin orðin svo fullkom- in, að gert verður við öll fiskiskip heima, og mörg skip er gert við, sem þurfa aðgerðar eftir að hafa siglt frá öðrum löndum með vör- ur, og botnvörpungar og franskar fiskiskútur eru einnig teknar þar upp, og somuleiðis togarar, til að mála þá og gera við þá; má þvi telja þetta mikla framför fyrir sjávarútveginn. Nú eru menn mest farnir að leggja áherzlu á Togara-fiskveiði. Til dæmis eiga 20 togarar að ganga frá Reykjavík i vetur og er það æði mikil viðbót við þær fiskiskútur, sem þó eru nú til í Reykjavik. Árið 1910 hefir fjölgað um 640 manns i Revkjavík. Þá voru þar 1186 hús, þar af 100 steinhús. Mannfjöldinn alls þar 12,241. Virðingarverð allra húsa í Rvík var þá 10 milj. og 843 þús. krón- ur, en á öllu landinu 20 milj. og 794 þúsund kr. I Reykjavík er komin vatns- leiðsla, svo góð, að önnur betri er varla hugsanleg til allrar notk- unar. Gasstöð, sem þar er komin, framleiðir ljós til allra húsa og einnig til að sjóða mat og hita upp hús. I vor er í ráði, að byrjað verði að gera Reykjavíkurhöfn svo i stand, að skip geti legið þ'ar inni óhult og látið vörur úr sér og tek- ið i sig vörur við bólverk, sem þáu liggja fast við. Samgöngur um landið hatna stórum árlega; vegir lagðir, sömu- leiðis brýr yfir verstu vatnsföllin; þó eru líkindi til, að meira hefði mátt gera, ef samkomulag hefði verið betra en verið hefir. Manni getur ekki dulist, að samkomulag með þjóðinni i heild sinni hafi spilt nxikið fyrir framförum. öllum mun vera kunnugt hvað skiftar hafa veriö skoðanir manna heima og hvað slík skifting hefir haft mikinn kostnað í för með sér; óg hlýtur það því að kippa tilfinnanlega úr framförum. Eins og menn vita, eru þrir ráðherrar búnir að vera á íslandi eftir stutt- an tíma, og er ekki sjáanlegt að breyzt liafi td batnaðar, hvað stjórnina snertir. Nú litur helzt út fyrir að sá ]>ólitíski flokkurinn, sem kom H. Hafstein að völduni, sé í stórum meiri hluta, ef ekki ris upp sama ófriðaraldan sem fyr til að.sundra öllu samkonndagi. Nú ættu Vestur-íslendingar að skora á þá, sem byggja gamla landið, að halda frið, og vera sem einn maður. Þá er vonandi að framfarirnar héldu áfram. Eftir því sem breyzt hefir með tíðarfar lieima, þá er ekki hægt að kenna forsjóninni utn það, sein aflaga fer. Ef nú að eins 2 eða 3 góðir bændur í Canada færu heim til ís- lands með því augnamiði að kenna mönnum heima að byggja landið. þá mundu þeir verða ,til mikils gagns bœði sjálfum sér og öðrum. Vonandi er, að einhverjir verði til þess að taka undir með skáldinu og segja: “Hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er að elska og byggja og treysta á landiö.” Og kæmi þá fram spádómur skáldsins, þar sem hann segir: “Á hún þar von á lengi þráð- um syni.” Bjarni Jónsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.