Lögberg


Lögberg - 29.02.1912, Qupperneq 5

Lögberg - 29.02.1912, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. FEBRÚAR 1912. 5- EF ÞÉR GETIÐ LEYST ÚR ÞESSU Til auglýsingar hljóðfærum vorum ætlum vér að gefa öldungis ókeypis hverjum sem sendir oss hina réttu ráðningu með smekklegustum frágangi á gátunni „TUTT- UGU OG SJÖ“. Engin óvissa né áhætta samfara ráðningunni á þessarri gátu. Sá fær launin sem til þeirra vinnur mest. Píanóið fær sá sem ræður gátuna rétt og gengur smekklegast frá svarinu, og hin verðlaunin verða veitt eftir því sem svörin hafa verðleika til. Hver og einn fær verðlaun, sem svarar rétt. Fyrstu verðlaun: Fallegt * Upright Piano $350 virði Önnur verðlaun $350 ‘ Upright ‘ Píanó fyrir $1‘25 Þriðju verðlaun $350 ‘ Upright ‘ Píanó fyrir $150 ■ ■ 6 • 9 • 12 Fjórðu verðlaun Fallegt fíólín með öllu tilheyr. $25 virði Fimtu verðlaun Falleg gígja (Guitar) $20 virði Og áttatíu og átta verðlaun að auki fyrir næstu 88 réttar ráðningar.þær sem bezt er geng- ið frá. LEIÐBEININGAR: Takið tölurnar 5 til 13 að báðum meðtöldum og setjið í reitina þannig, að þegar þær eru lagðar saman upp og niður og frá hægri til vinstri og á ská, þá komi altaf út talan tuttugu og sjö. Enga tölu má nota tvívegis. Þetta blað má nota og hvaða pappír eða annað efni sem vera vill,- Þeir herrar, sem hafa lofað að dæma um svörin er bezta tryggingin fyrir því, að verðlaunum verði sanngjarnlega og réttvíslega úthlutað. Ef tveir eru jafnir, og dómendur koma sér ekki saman, þá fær hvor um sig jöfn verðlaun. FRESTIÐ E-KKI. SENDIÐ SVÖRIN FLJÖTT, ÞÉR GETIÐ HREPT PlANÖIÐ. @ Öll svörin verða að vera komin í búð vora, ekki síðar en á fimtudag 7. Marz 1912. © Senclið eða færið ráðningar til Winnipeg Branch: W. DOHERTY PIANO & ORGAN CO. 280 HARGRAVE STREET, WINNIPEG, MAN. átta þeirra eru enn á lífi; hún á sjötíu bamabörn á lífi og 200 barnabarnabörn, fimtiu og þrjú barnabarnabarnabörn ög eitt bamabarnabarnabarnabarn. —Ótrúlega grimd sýndi maður nokkur suöur i Pennsylvaniu ný- lega. Hann var giftur og átti tvö börn og var búinn aS vera tíu ár í hjónabandi. Þá kom annar kven- maöur til sögunnar, og vildi hann upp úr því losna við konu sína, en hún vildi ekki fara burt, hversu sem hann misþyrmdi ihenni. Hann tók svo upp það ráS, einn morgun- inn, aS hann tók konuna í rútuinu og batt hana ramlega; hann hafSi með sér hamar og nagla, af vissum lit, og tók til að reka þá inn í bakið á konunni; ætlaði hann að hitta á mænuna og ráða hana þannig af dögum, þóttist vita, að það kæmist ekki upp, með því a5 enginn mundi taka eftir nöglun- um. Konan hljóðaði vitanlega, en þá tróð hann upp í hana. Hon- um tókst aö reka fjóra nagla og var þá konan hreyfingarlaus og i yfirliði; þóttist hann vita að hann hefði fullgert, og mundi þetta ríða henni að fullu og hætti við svo búið. í sama mund fór sonur hjónanna, lítill pilthnokki, til ná- granna og sagði þeim frá hvað gerst hefði. Var þá konan flutt á spítala og þar liggur hún milli heims og helju. Niðingurinn náð- ist og fær vonandi makleg mála- gjöld. i —Kínverji nokkúr frá San Francisco var að reyna flug í EoS Angeles í fvrra dag- Flugvél hans bilaði og féll til jarðar úr 150 feta lofthæð, og varð hann undir henni, þegar niður kom á lágt verksmiðju þak í bænum. Vélin mölvaðist í smátt og hugðu allir að Kínverj- jnn væri dauður, er hann var dreg- inn undan brotunum. Hann hafði raenu og var fluttur á spitala; læknar vildu svæfa hann, meðan hann væri skoðaður, en hann af- tók það. Við skoðunina kom það i Ijós, að hann var ekkert meidd- nr nema að neðri skolturinn var úr liBi, og höfuðleðrið víða skorið inn í bein. % —Auðugur maður er nýlátinn suður 1 Randarík^iB^ er átti tvær dætur. Hann lagtnjwo fyrir í erfðaskrá sinni, að dætur sínar skyldu hafa sæmilegt lifsuppeldi af auðnum, a meðan þær lifðu og væru ögiftar. Undir eins og þær /æru í hjónaband, skyldu þær öllu sviftar. Þær eru nú gjaf- vaxta, fríðar og mestu piltagull í þeirri borg, þar sem þær hafa al- izt upp. Ekki segir sagan neitt tun þaö. hvort piltarnir hafi hætt að draga sig eftir þeim, þegar þetta óvænta tiltæki gamla tnanns- ins komst upp. Höfðingleg gjöf. Nýlega hef eg undirrituð veitt móttöku $100 frá Dr. Jóni Bjarna- syni. Það er gjöf til gamalmenna- hælisins, sem kvennfélag Fyrsta lút. 'safnaðar hefur stofnað; þessi gjöf er frá manni, sem ekki vi 11 láta nafns síns getið. og eng- inn veit hver gefandinn er nema Dr. Tón •Biarnason og kona hans. Það væri óskandi, að fleiri vildu1 fara að dæmi hins göfuglynda manns og leggja i þennan sjóð, þó ekki væri i eins stórum stíl eins og hér hefur átt sér stað; þá yrði þess ekki langt að bíða, að hið fyrirhugaða gamalmennahæli kom- isf á fót. Drottinn hlessi ónefnda gefandann. ; HANSÍNA OLSON. Féhirðir sjóðsins. Tuttugasta Janúar voru þau' Jóhanu Ámason og Kristrúu Buk- er gefin saman í hjónaband á heimili , Kristjáns Casper’s i Blaine, Wash. Bæði áttu þau heima í Blaine áður. Hjónavígs- luna framkvæmdi séra Guttormur Guttormsson. Alþýðuvísur. Herra Magnús E- Magnússon á Arlington stræti hér í borg ritar oss á þessa leið: “Með öðruin fleiri alþýðuvísum í Lögbergi frá 8. Febr. er þessi vísa: Fellur mjöllin feikna stinn, fegurð völlinn rænir. Hvlja fjöllin sóma sinn, silungs höllin skænir. Er sagt þar að hún 'hafi verið hús- gangur í Suðurmúlasýslu fyrir 30 árum, og mun það satt vera, að minsta kosti heyrði eg hana oft fyrir 20 til 30 árum, hæði í Suður- og Norður-Múlasýslu. en æfinlega aðra vísu til, nefnilega þessa: Fellur snjórinn feikna stór, fílakórinn þekur, grenjar sjórinn geysi órór, gríðar óra vekur. Og voru þessar visur eignaðar hjónum, er bjuggu í Mjóanesi í Skógum í Suður-Múlasýslu um miðja 19. öld, Þorsteini Mikaels- syni og konu hans; hjón þessi voru bæði vel hagmælt og gerðu það oft að gamni sínu, að yrkja sína vísuna hvort um sama efni. Mig minnir að fyrri vísan væri eignuð Þorsteini, en sú síðari konu hans. Sonur þessara hjóna var séra Finnur Þorsteinsson, er lengi var prestur að Klippstað í Loð- mundarfirði.” TTerra Jón Jónsson á Siglunesi, fyrum alþ.maður, segir svo í bréfi til vor; í síðasta Lögbergi var alþýðu- vísa, er ritstj. segir að hafi verið í hvers manns munni í Suður- Múlasýslu fyrir 30 árum. Svo var og í Norður-Múlasýslu, þar- sem eg var uppalinn. Visumar eru tvær, og voru af flestum eignaðar Hallgrími í Sandfellí og ikonu hans. Srnna heyrði eg eigna þær Þorsteini í Mjóanesi og konu hans. Þau voru foreldrar séra Finns er prestur var á Klippstað í Loð- mundarfirði. Vísuniar lærði eg. þegar eg var unglingur; en ekki veit'eigi hvorum þeirra Hallgtimi eða Þorsteini þær etu rétt eignað- ar. Þær lærði eg svona: Fýkur snjórinn feikna stór. fýla kórinn þekur, grenjar sjórinn geysi órór, gríðar óra vekur. Þá kvað konan: Fýkur mjöllin feiikna stinn, fegurð völlinn rænir; hylja fjöllin sóma sinn. silungs höllu sikænir. TVær aðrar austfirzkar illviðris- vísur set eg hér: Standa þakin björgin blá, bindúr klalci völlinn, sandi vaka öldur á, undir taka fjöllin, fPáll Olafsson skáld) Fyllir snjórinn græfur, gjár, grillir ljórann valla; hryllir bjórinn kræfur klár, kvilla jórar falla. fséra Sigig. Pálsson) Um eða fyrir miðja síðustu öld var kveðinn i Húnavatnssýslu kvaöðaflokkur mikill, er Randaja'ka visur voru kallaðar. Lögðu þar vísur til fjöldi skálda og hagyrð- inga. Orsökin til þessa var sú, að maður nokkur fór yfir Blöndu í leysingum. Var maður sá gjarn á mismæli, og var mikið veður í hon- um er hann kom til bæja, og var spurður hvernig hann hefði kom- ist yfir Blöndu. “Eg fór á randa- jaka”, svaraði hann. Hann hafði hlaupið yfir á hrönn er stóð föst í ánni, og risu jakarnir víða á röð. Vmsar af vísum þessum heyrði eg í æsku, og lærði. Mörgum hefi eg nú gleymt; þessar man eg: Þó hún Blanda þyki breið. þundum handarjaka, millum landa Magnús reið á mjóum randajaka. I Þegar Blanda bar á grund i bæði sand og lclaka, I hlynur branda Ýmis und j óð á randajaka. Mæddi Blanda málmastaf, millum andartaka, hann m........hræðslu af hljóp á randajaka. Fflaust ‘kunna gamlir Húnvetn- j ingar eitthvað af vísum þessum. Þorsteinn hét maður, er uppi var á Austurlandi í byrjun 19- ald- ar, og var auknefndur pinkill. — Hann bölvaði því er póstgöngur voru byrjaðar, og þótti það óþarfa; kostnaður. Um það kvað Guð- mundur Filippusson í Húsey vísu I þá, er hér fer á eftir. og er hún merkileg að því leyti, að hún sýnir hvernig ófróðari hluti aliþýðu leit | þá á ýmsar framfaratilraunir er nú þykja sjálfsagðar. Visan er svona: ' Pinkill grætur póstlaunin, þó plagi þrælinn leti. óskar hann að andskotinn yfirvöldin jeti. Margar vísur, sumai meinfyndnar eru til eftir Guðmunn Filippusson. En flestar eru þær þannig, að ekki þykir hlýða að prenta þær. F4vaðanæfci. —Frakkar halda fund þessa dagana í Duck Lake, Sask., og ráða ráðum sínum um viðhald þjóðernis síns og tungu. Þar hafaj talað prelátar þeirra og koma ræð- j ur allar í einn stað niður. að skil- yrði þjóðernisins sé tungan, ogj megi hana með engu móti niður fella. Víða ber á umbrotum með- al franskra manna hér í landi, að j rétta hlut máls síns, en einna mest hjá ráðgjafa póstmála hinum . nýja; það líður varla svo dagur, að hann breyti ekki enskum nöfn- um á pósthixsum og setji frönsk í j 'Staðinn. og má það heita fremur barnalegur og fáfengilegur fram- gangsmáti. —Fangar voru látnir starfa að j þvi í Prince Albert, Sask., að faka upp ís handa betrunarhúsinu áf j | fljóti, sem þar er nærri. Sá sem j átti að lita eftir afbrotamönnum j j þessum, datt ofan i eina vökina og lá við að drukna. Hlupu þá til tveir fangar og björguðu honum með mikilli fyrirhöfn og nokkrum lífsháska, að sagt er. Fangaverði fanst svo mikið um, að hann hefir sótt um linun á hegnlnga þessara lífgjafa eftirlitsmannsins- —Stærsta skip, sem nú er á floti heitir Olympic og er eign WLiite Star félagsins. Það er nú ---^ á leið til Evrópu frá New York, og J •' vildi það óhapp til, að þaö rakst á [ I flak eða rðkald, er var hálft í kafi. Skipið var á fullri ferð og brotnaði til muna; fregnir um ó- happið voru þegar sendar þráð- laust til beggja landa, og voru eig- endur teknir að gera ráðstafanir til að bjarga skipinu, en þá kom önnur* fregn, sem sagði, að skipið kæmist leiðar sinnar hjálparlaust til næstu hafnar. Skipið er 45,000 smálestir og fer meira en 21 sjó- úiílu á klukkustund. —Eftir sigur þann, er raf- magnsfélagið hefir unnið í máli sínu við Winnipegborg, lætur það í ljós, að það muni þegar táka til óspiltra málanna við ýms störf. sem frestað var meðan málið stóð yfir. Fyrst á að reisa stóreflis skýjabrjót á horni Albert og Notre Dame stræta. og verður byrjað á því verki undir eins. í annan stað á að færa út brautir og byggja nýjar víðsvegar um bæinn. og er sú talin ein, sem leggjast skuli á suðurbakka Assiniboineár þangað sem háskólinn mun eig'a að standa með tímanum. I 80BINS0N SJS Innan hús áhöld. Heilt ,,set“ stórir baukar (stærð fimrn) fyrir hveiti- mjöl, sykur, te og kaffi, meö nöfnum á. Hvítir með gylt- um bryddingum og lokin sömuleiðis gylt. Vanal. $2 Nú..................$1.25 Köku stokkar Allir lagðir hvítri skel ineð gyltri áletran. Lok á hjör- um. Niðursett verð .....50C, 5 5c, 650 MJOLBAUKAR Taka 25. '50 og 100 pd. Niðursett verð $ r, $t.5oog $i.Óo. ROBINSON ?J- »* «M r ► b. » —-««—b>—1 — — CANA0A3 FINEST TtlEATRE Alla þessa viku Matinee miöv.dag og laugardag Ameríku mesta Prima-donna Louise Gunning i söagleiknum TheBalkanPrincess I Original New York Star and Production Verö $2. $1.50, $1, 75C. 50C og 2$c- Matinees $1.50, $1. 75C., 50C. og 25C. Marz 4. 5. 6. Matinee VVednesday Rose Melville in the Pretty Pastoral Plav „Sís Hopkirís“ A play of purpose. A plot of sense. A happy blending of fun and earnest. Verð á kveldin $i, 75C, 50C. 25C Matinees—50C til 25C. Marz 7. 8. og 9 Return engagement of The Original all Star English Company —Einvígi háðu nafnkendir herr- ar tveir þessa dagana í París, var annar leikritahöfundur er samið hafði leikrit, er rittdómari dæmdi óvægilega. Hinn fyrri gekk að dómara þessum, tók um nefið á honum og sneri upp á, sló hann svo utan undir . Þann blett vildi dómari þvo af með blóði höfund- ar og skoraði hann á hólm. Þeir börðust með sverðum og siköðuðu livor annan á handlegg'jum svo að blóð rann, tóku svo höndum sam- an og sættust. LeikFiúsin. “The Balkan Princess” verður j leikin á Walker alla þessa viku með Louise Gunning í stærsta hlut j vikunni. Hún hefir einhverja þá ! beztu soþrano rödd, sem til er. Hún syngur háa “E” í alt. eins og að drekka. Fkki er hitt minna um vert, hve rödd hennar er mjúk og ofan á alt þetta er hún bezta leik- mær, auk þess sem hún er fríð stúlka og hefir indæla framgöngu, Með henni eru bezut leikarar, karl menn og kvenfólk. “Sis Hopkins” verður byrjað að leika á Walker á máuurag i næstu viku og haldið áfram til miðviku- dagskv. og matinee þann dag. Er þetta lokaleikur Rose Melville, er hér hefir getiö sér svo góðan orð- stír og miklar vinsældir. “With Edged Tools” verður sýndur á ný fimtu- föstu og laug- ardaginn í næstu viku að kveldi af hinum ensku leikendum, er hér hafa svo vinsælir orðið. Þeir hafa leikið í ýmsum borgum vestan- lands, síðan þeir voru hér síðast. ,With Edged Tools‘ og verið hvarvetna vel tekið. Á EMPRFSS sýna sig þeir víðfrægu leikaiar frá Lundúnum, Karns og hans piltar, og er það síðasta færi í þrjú ár. að sjá þá. Fnn fremur Eldon og Clifton, bræðumir Guy, Tuku og Kisshe frá Japan, og fleiri. Betra meðal við hósta er ekki til heldur en Chamberlains hóstameðal ('Chamberlain’s Cough Remedy), er vinnur eftir náttúrunnar lögum, létt- ir á Iungunum, opnar svita holumar. örvar uppganginn og réttir öll Itf- færin við. Allir selja það.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.