Lögberg - 25.04.1912, Side 1
Grain Commission Merchants
-- 201 GRAIN EXCHANGE BUILDING -
Meinbers Winnipeg Grain Exchange, Winnipeg
4ZK1R KORNYRKJUMENN
Sendið h^eiti yðar til Fort William
eða Port Arthur, og tilkynnið
Alex John»on & Co.
aol GRAIN EXCHANOE. WINNIPEG.
Fyrsta og eina islenzka kornfélag i Canada.
25. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 25. APRlL 1912
NÚMER 17
EM dansmær, er veit að Kún vinnur alla,
vorgyðjan flögrar um lautir og hjalla,
líf Kennar bylgjast í blómofna skrúðanum,
bros Kennar leiftrar og skelfur í úðanum.
Vorið ! vorið ! vorið!
Einmana fífill í fjalladal
finnurðu sólbrosið hlýja ?
Veturinn varð þó að flýja,
fífil einmana í fjalladal.
Ha, Ka, Krópa lækirnir dansandi Kjalla af Kjalla.
Hó, Kó, Krópar fljótið, sem drekkur þá alla.
Og rómsterkir fossar til fjallanna kalla:
“^pinnið þið vorið ? vorið ? ”
Hví ertu fífill í fjalladal
fölur og þunnur á vanga ?
Finnurðu ei moldina og morguninn anga ?
Fífill einmana í fjalladal.
Humlarnir læðast úr loðgráu Kýði
loga’ eins og silfur á dökkgrænum víði;
vorið á ótalda geisla, sem gylla
glóvængja flugur og hunangi fylla
þúsundum bikara —
Vorið! vorið!
Fífill einmana í fjalladal,
finnurðu ei sólhlýja brosið ?
Er hjartá þitt fífill frosið !
Jóhann Sigurjónsson.
Manntjón á íslandi.
FiskiskipiS “Geir” hefir farist
viö ísland meS 27 mönnum á bezta
aldri. Eftir lifa í sárri fátækt 14
ekkjur og margir tugir barna í
ómegö.
Þessar linur ásamt nokkrum
fleirum stóSu í blöSunum II .
þessa mán.
Eg hafSi naumast lesiS línur
þessar til enda, þegar mér flaug í
hug aS hér væri tækifæri fyrir
hina velviljuSu Vestur-íslendinga,
aS sýna hlutekningu i þessu sorg-
lega tilfelli, meS þvi aS efna til
samskota, er gætu orSiS til aS
styrkja og gleSja hina bágstöddu
fátæklinga í neyS sinni.
Má vera aS einhver kunni aS
segja, aS hér gangi á einlægum
samskotum, og þaS er mér ekki
alls ókunnugt, en ókunnugt er mér
aS oft hafi veriS safnaS fyrir
nauSsynlegra tilfelli en þetta, þar
sem tilfinningarnar ættu aS knýja
menn til aS vera fúsa og fljóta til
hjálpar.
Eg hefi heyrt þess getiS, aS
nokkrar konur hér í Winnipeg-
borg mundu ætla aS gangast fyrir
samskotum x þessu tilefni, og er
þaS fagurt og vonandi aS> þær
verSi vel studdar, og engmn dragi
sig í hlé, en muni eftir því, aS
“korniS fyllir mælirinn” þó lítiS sé
frá hverjum, og dregur sig saman
ef margir hjálpast aS.
Þess skal enn fremur getiS, aS
meS löndum þeim er siSast' komu
hingaS, !hafa þær fréttir borist, aS
alls hafi farist í vetur af fiskiskip-
um viS Island 45 menn, og séu þar
af leiSandi um 75 börn föSuriaus.
Eg er þess fullvís, aS hver ein-
asti Islendingur sé fús til aS rétta
sínum bágstöddu systrum hjálpar-
hönd í neySinni.
VirSingarfylst ,
Winnipeg, 20. Apríl 1912.
S. Olafsson. -
SpítalaskipiS fann franska skútu
uiastralausa í hafi. BjargaSi
skipshöfninni hingaS. Eru hér alls
um 100 frakkneskir skipbrots-
nteun, sem fara héSan í dag til út-
landa.
Úr bænum,
A fyrstu síSu þessa blaSs er
vorkvæSi prýSisfagurt, er herra
J’óhann Sigurjónsson skáld hefir
ort fyrir blaS vort. Jóhann dvelur
i Danmörku og er þegar orSinn
víSfrægur maSur af leikritum
þeim er hann hefir samiS. Hefir
mentamönnum í Evrópu þótt svo
mikiS til koma Fjalla-Eyvindar
hans, aS helzt hefir veriS jafnaS
til leikrita þeirra Iibsens og Björn-
sons. Telur Lögberg sér þaS hina
mestu ánægju og sæmd aS geta
boSiS löndum sinum gleSiíegt sum-
ar meS vorljóSum þessa unga
stórskálds þjóSar vorrar. Þess
vildum vér og geta, aS herra Jón
FriSfinnsson tónskáld hefir samiS
lag viS þetta kvæSi; þaS er baritón
sóló meS pianó fylgiröddum. Vér
höfum þaS fyrir satt, aS lag Mr.
FriSfinnssonar hæfi kvæSinu fylli-
lega, og væntum vér aS mikiS þyki
til þess koma, þegar þaS kemur á
prent, en þess verSur ef til vill
ekki langt aS biSa. Þvi miSur gat
Lögberg ekki flutt þaS nú, því aS
lagiS er svo langt, aS því lýkur
ekki fyr en í kvæSislok, og hefSi
því tekiS yfir meir en heila síSu í
blaSi voru. Þakka viljum vér samt
báSum skáldunum fyrir áhuga
þeirra á aS hlynna aS íslenzkri list.
Herra Jón SigurSsson í Brandon
skrifar Lögbergi:
Eg hefi dvaliS hér í Brandon nú
um nokkur undanfarin ár, en er
nú á förum héSan úr bæ meS
konu mína og börn.
Landar mínir hér höfSu komist
á snoSir um burtför okkar héSan
og i tilefni af því heimsóttu flestir
þeirra hér í bæ okkur kveldiS 19.
f.m. og færSu okkur aS gjöf
“mantle” klukku, meS þessari á-
ritan: “Til Mr. og Mrs. J. Sig-
urSsson, frá Islendingum i Bran-
don, 19. Marz 1912.”
Mrs. Saxon hér í bæ færSi okk-
ur einnig vandaSa silfurkönnu og
Mr. Th. Thorsteinsson í Beresford
skenkti okkur ferSatösku.
Fyrir allar þessar gjafir og vel-
vild í garS okkar hjóna, og góSa
viSkynning, er bæSi ljúft og skylt
aS tjá löndum mínum alúSarþakk-
ir og óska þeim alls hins bezta í
framtiSinni.
SLYSIÐ A „TITANIC"
Rúm 1600 manns fórust, flest karlmenn; urðu
drengilega við dauð? sínum. Aðeins 745
komust af. Þingnefnd Bandaríkja sett til
rannsóknar.
Þau tíSindi verSa öllum tiSast
umræSuefni, er skipiS mikla fórst
á mánudagsnótt þann 15. þ. m.
LTm þaS er nú ritaS og rannsakaS
meir en nokkurt annaS efni, og
skal hér sagt af stuttlega hvar
komiS er.
í Bandarikjum var þegar sett
nefnd úr öldungaráSi þess lands,
til þess aS rannsaka máliS. Fyrir
þeirri nefnd hafa vitni boriS þeir
af stýrimönnum og skipshöfn, sem
komust af, og farþegar nokkrir,
sem helzt þótti þurfa aS yfirheyra.
Eftir þeirra frásögn og framburSi
er þaS tekiS, sem hér skal um
þetta stórkostlega slys sagt.
ÞaS var á sunnudagskvöld,
skömrnu fyrir miSnætti, aS ‘r
farþegar og skipsmenn, sem voru
vakandi, heyrSu brothljóS og
fundu kipp, ekki meiti en svo, aS
þeir hugSu stóra baru inala komiS
á skipiS. Eftir litla stund sást
skipiS síga aS framan, en svo full-
trúa voru allir um, aS þaS gæti
ekki sokkiS, aS almenningur var
óhræddur. Skipstjóri lét þegar
taka til aS losa ibátana og var svo
fyrir mælt, aS konur og Ibörn
skyldu ganga fyrir karlmönnum.
Eftir stund komu kolamokarar í
stórum hóp og vildu taka bátana,
en stýrimenn gengu þeim í mót og
ráku þá af hönduni sér. StóS á
þessu meir en tvær klukkustundir
að stjórna því hverjir í bátana
færu. Margir karlmenn komust
í þá, og héldu lifi en kvenfólk all-
margt varS eftir og fékk bana,
einkum þaS sem í þriSja farrými
var.
Bátar voru ekki'til fyrir fleiri
en um 800 manns, eða rúman
þriSjung þess fólks sem meS skip-
inu var, og þykir sjálfsagt, aS
hér eftir verSi strangt eftirlLt haft
meS þvi, aS nógir farkostir verSi
á skipum, sem flytja fólk. I ann-
an staS er þaS augljóst orSiS, aS
skipiS var á fullri ferS, þó aS
aSvörun hafi þaS fengiS um ís á
þeim slóSum. Ennfremur hefur
þaS fram komiS, aS þeir sem í
siglukörfu voru til eftirlits, RöfSu
enga kikira fengiS, þó um þá
höfðu beðið. Þeir sáu einhverja
þústu framundan skipinu og
sögSu til þess, og var stefnu skips-
ins breytt að þeirra fyrirsögn, en
þaS var um seinan; skipiS rendi
ekki stefninu á jakann aS vísu,
heldur hliSinni, og sá partur jak-
ans, sem í sjó var, rakst í hliSina á
því og braut hana alla aftur aS
miSju. SkipiS fyltist þegar aS
framan, og er svo sagt, aS skip-
verjar sem fram í sváfu hafi
drukknaS í einni svipan, um 200
manns.
Skipstjóri pg stýrimenn báru,
sig vel 1 háskanum, voru rólegir
einsog ekkert hefSi í skorist, enda
trúðu því fastlega einsog allir
aðrir að skipiS mundi haldast á
floti þartil hjálp kæmh Þeir sem
þráSlausu skeytunum stjórnuSu
beiddust hjálpar af öllum skipum,
sem þeir náSu til, en svo óheppi-
lega vildi til, að á því skipi sem
næst var slysinu og “Virginian”
hét, var sá maSur nýlega háttaSur,
sem átti að taka við skeytunum,
ASeins eitt skip var svo nærri, aS
þaS gat komiS aS liSi; þaS hét
“Carpathia,” og kom á vettvang
um miSjan morgun, meir en 4
stundum eftir aS Titanic sökk, og
bjargaði öllu þvi fólki sem í báta
komst. önnur skip komu seinna
um morguninn og leituSu vand-
lega ef nokkur væri á floti þeirra
sem á skipinu voru ,en fundu ekk-
ert nema smá reköld. Allir sem
á skipinu voru, þegar það sökk, um
1600 að tölu, létu líf sitt.
Margar sögur segja farþegar
átakanlegar og er sú öllum minn-
istæð, aS þegar frampartur skips-
ins fór í kaf og skuturinn stóS
upp úr, þá stóSu allir í hnapp aftur
á þartil ekki var nóg rúm fyrir
þá; stukku þá rnargir fyrir borð og
tóku til sunds ; en er skipiS for í
kaf, kom upp vein og hljóS um
hjálp, sem gömlum sjómönnum og
hörSum karlmönnum þótti hræSi-
legt að heyra, en bátamir héldu
sér svo fjarri, aS nálega enginn
náði til þeirra. Var þaS orsök-
in aS þeir óttuSust, aS ef þeir
færu í þvöguna, þarsem fólkiS
hélt sér á íloti, þá mundu bátamir
fyllast þegar og mundi þaS verSa
öllum aS bana en engum aS liSi.
Margar sögulegar frásagnir hafa
heyrzt um undankomu einstakra
manna. FyrirliSi nokkur ,i her
Canada kveSst hafa hjálpaS stýri-
mönnum til aS losa bátana. Sá
var einn báturinn, er aðeins tveir
skipsmen vora i og fékk hann leyfi
til aS far í þann bát, ef hann næSi
honum; hann tók un? kaSlana sem
báturinn hékk í og efrir þeim niSur
í bátinn áður en hann lagSi frá
skipinxp Annar hermaSur segir
þá sögu, að hann vár á skipinu,
þegar þaS sökk og tók til sunds
þar til hann náði bát; hann segir
að sama sem engin hringiSa eSa
sog hafi komiS þegar skipiS hvarf
og að þess vegna hefSu farþegar
ekki þurft aS drukna, ef bátar eSa
flekar hefSu verið til fyrir þá aS
bjargast á,. Er það- af öllum taliS
mikið fyrirhyggjuleysi, að láta
ekki slá saman fleka, meSan skipiS
var á floti, eftir aS auðséð var aS
þaS mundi sökkva, sem áreiSan-
lega hefSi bjargað mörgum manns-
lífum. Einn skipverja, sá \sem
stjórnaði rakarastofu skipsins, batt
saman stóla og flaut á þeim,
unz hann náði í bát; aSrir björg-
uSust ekki, svo getiS sé, sem voru
á skipinu, þegar þaS sökk.
Af þeim sem fórust er lang-
frægastur William Stead, ritstjóri
tímaritsins Review of Reviews.
Hann ætlaSi til New York aS efla
þá starfsemi, sem nú er mjög sterk
orSin ,aS auka hluttöku karlmanna
í safnaSarmálum. Hann var trú-
maður mikill og hefir vafalaust
gengiS hughraustur i dauSann.
Margir nafnkendir menn 1 Banda-
ríkjum fórust og þar, stórauSugir
og miklir fyrir sér. Af Canada-
mönnum er lifiS mistu er frægast-
ur C. M. Hays, forseti járnbraut-
arfélagsins Grand Trank. Hann
mælti þau orS síSast er spurzt
hafa, aS skipið mundi haldast á
floti þar til hjálp kæmi. Matgra
manna er getiB. sem sýndu frá-
bæra stillingu og hugprýSi í lífs-
háskanum og um sumar konur er
þaS sagt meS sanni, aB þær neit-
uSu aS fara í bátana, nema bændur
þeirra fengju að fara lika„ og létu
lífiS með þeim.
Forseta þess félags, sem skipiS
átti, er borin illa sagan. Hann fór
í bát meS þeim fyrstu, og þykir
hafa sýnt lítiS hugr.ekki, er hann
hugsaSi meir um að bjarga sjálf-
um sér heldur en farþegum. Þær
konur úr Winnipeg, sem bjargað
var, segja aS hann hafi fariS frá
skipinu á Ondan þeim.
Margur ber harm eftir þetta
slys, sem aldrei verður bættur. Sú
er talin eina bótin, aS héreftir
muni skorBur reistar viB þvi, aB
önnur eins slys komi fyrir af hand-
vömm og hirðuleysi þeirra, sem
farþega skipin eiga, meB því aS
stjórnir allra landa taki höndum
saman og setji reglut; um útbúnaS
slíkra skipa framvegis.
Úr bænum
Mikill innflytjenda straumur
hefir fariS hér um borgina þessa
dagana.
Herra Timotheus BöSvarsson frá
Geysir P. O., er staddur hér í bæn-
um þessa dagana. Mágur hans
druknaði viS ísland í fyrra haust
og faSir hans og bróðir fórust i
vor á skipinu Geir. Mr. BöSvars-
son var aS gera ráSstafanir til þess
aS ná hingaS skylduliði þeirra, sem
býr þar viS fátækt.
í töílunni í síSasta blaði yfir
páska og tunglfylling, er sú prent-
villa, aS viS áriS 31 er tunglfylling
sett 1. Marz í staðinn fyrir 1. Apr.
Prófessor Svb. Sveinbjömsson
býst við aS leggja af staS situttu
eftir næstu mánaðamiót, líkl. um 7.
Maí, áleiSis heim til sín til Edin-
burgh á Skotlandi, þar sem kona
hans og börn dvelja. Honum
verSa samferða nokkrir íslending-
ar, sem ætla i skemtiferS til Is-
lands.
Þessir íslendingar vitum vér aS
hafa tekiS próf viS búnaSarskól-
ann í fylkinu. Fyrsta árs pPófi
luku:
S. Anderson frá Baldur,
I. Ingjaldsson frá Árborg,
A. Jóhannsson frá Glenboro.
Annars árs prófi luku;
.G. Breckmann frá Lundar,
T. Goodman frá Glenboro,
M. GuSmundsson, frá Bertdale,
Sask.
G. Magnússon frá Lundar,
The Winnipeg Garden Club
‘neitir félag, sem stofnaS er í því
augnatpiSi, aS prýSa og fegra
Winnipegborg og gera jurtagarSa
á lóSum, sem ekki er bygt á. Enn
íremur gengst fé'agiS fyrir því, aS
halda fyrirlestra um garSrækt og
hlómrækt. Einn dbllar kostar að
ganga i félagið. Upplýsingar hjá
A. J. Richards, Industrial Build-
ing, Main street.
Nokkrir ungir íslenzkir piltar,
16 ára gamlir, geta nú þegar feng-
iS stöBuga atvinnu hjá Northem
Crown bankanum meS hækkandi
kaupi. Þeir sem hefSu augastaS á
þvi aS ná í þessa atvinnu skulu
snúa sér til herra Th. E. Thor-
steinson’s táSsmanns bankadeild-
arinnar á homi William og Sher-
brooke stræta.
í lok guSsþjónustunnar á páska-
daginn fór fram hjónavígsla i
kirkju LútersafnaSar aS GarSar,
N. Dak. \ BrúShjónin voru þau
Thorsteinn Ingvi Hallgrímsson og
ValgerSur Thorbjörg Walter.
BrúSguminn er sonur Thorsteins
Hallgrímssonar í ArdalsbygS, en
hefir um nokkur undanfarin ár
veriS til heimilis í Winnipeg.
Brúðurin er dóttir hinna góS'kuhnu
hjóna Jósefs Walter og ko-nu hans
Ingibjargar. Brúðhjónin eru hin
mannvænlegustu og prýSi hverju
mannfélagi.—Daginn eftir hjóna-
vígsluna lögSu hin ungu hjón af
staS áleiSis til Argyle bygSar og
setjast þar aS búi. Fylgja þeim
hugheilar blessunaróskir vina og
ættingja.
Prófessor Svb. Sveinbjörnsson
fór norSur til Árborgar í gær og
heldur samkomu þar nyrSra á sum-
ardaginn fyrsta (1 dagj.
1 Prófessor Svb. Sveinbjörnsson
hefir nýlega samiS og gefið út lag
viS íslenzka sönginn: “Björt mey
og hrein” o.s.frv. Textar era tveir,
íslenzki textinn upphaílegi og
enskur texti. Lagi þessu þarf ekki
aS lýsa, þvi aS margir íslendingar
'hafa heyrt prófessorinn syngja
þaS 'og spila á samkomum þeim,
er hann hefir haldiS hér vestra.
LagiS hefir þótt mjög fagurt og
langar víst marga söngelska ís-
lendinga til að eignast þaB. ÞaB
er prentaS á hálfa örk og mynd pró-
fessorsins á henni aS framan meS
skrautlegri umgerS og er lagiS til-
einkaS Islendingum í Vesturheimi.
LagiS fæst í bókaverzlun H. S.
Bardals og kostar 25 cent.
Séra FriSrik Hallgrímsson og
frú hans voru stödd hér í bænum
í vikunni.
- SAMTALIÐ.
Bóndí í Sléttufylkjunnm:
..Heyrðu herra ráögjafi, hvaö á eg aö gera viC þetta hveiti?
Nú er enga flutningsvagna aö fá, og nú fer hvaö af hverju aö hlýna
í veðrinu. “
Verzlunaymálaráðgjafi Bordcn-stjórnarinnar:
,,Eg held þér væri bezt aö biöja drottinn fyrir þaö í bænurn
þínum. Eg sé engin önnur ráö. Alt þetta ólag er forsjóninni að
kenna. “
Þann 8. þ.m. lézt vestur í Ar-
gylebygS konan ArnfriSur Am-
grímsdóttir, 84 ára gömul. Hún
lézt hjá þeim hjónum Mr. og Mrs.
Andrési Andréssyni. Séra FriSrik
Hallgrimsson jarðsöng hina látnu.
Miðvikudaginn 17. Apríl andaS-
ist Lilja Laxdal, aS heimili for-
eldra sinna nálægt Dafoe, Sask.
Banamein hennar var lungnasjúk-
dómur. Foreldrar hennar, Jens
Laxdal og kona hans GuSfríSur,
era úr Dalasýslu á íslandi, en
hafa lengi verið í þessu landi, og
nú síðustu árin búið í grend viS
Dafoe, Sask. Lilja sál. var 22 ára
að aldri, góS og vel gefin stúlka.—
Hún var jarðsungin i grafreit
ÁgústinusssafpaBar föstud. 19.
Apríl af séra H. Sigmar. Fjöldi
fólks úr héraSinu og bænum í
grendinni fylgdi hinni látnu til
grafar, þvi aS bæSi var hún sjálf
mjög vinsæl og fólk hennar á líka
sömu vinsældum aS fagna í sveit-
inni. — Foreldrar hinnar látnu
biðja blaSið aS skila innilegu þakk-
læti til hinna mörgu vina sinna úr
Candahar og og Dafoe héruðum,
sem sýndu hluttekning í sorg
þeirra með þvi aS fvlgja hinni
látnu til grafar.
Herra Jón Runólfsson skáld, er
nýkominn til Winnipeg norSan úr
Nýja íslandi. Hann hefir verið
kennari Kjarnaskóla síSastliSna
þrjá mánuði.
Kveðja
til Svb. Sveinbjörnssonar.
Nú skiftast vorir vegir,
þá vetur liSinn er,
of sæ mót sól þú stefnir,
við sitjum kyrrir hér.
Það styttu mörgum stundir
þín strengjaslögin þýð,
þau gleSja hali’ og hrandir
í hug um langa tiS.
Þú, aldna íturmenni!
meS æsku-bjarta sál,
í hljómum hörpu þinnar
eg heyri drottins mál
í fossins feiknadunum,
er fellur bergiS á,
og andvörp elskendanna
í ómnum glöggva má.
Far heill á hauBri og djúpi,
meS hlýja bamsins lund,
sem allir unna’ er þekkja;
þú átt þann heimanmund,
sem snildin aldrei eyddi
á æfi- langri -braut;
það hélzt svo vel í hendur,
aS hjálp hvers annars naut.
Kom hcill á hauSriS unga,
og hepnin fylgi þér,
er lækkar sól að sumri
og sortna kvöldiS fer.
Þá muntu frændliB finna
meS fagnaSs brosiB hlýtt,
á landi Leifs hins heppna,
og lífsstarf efla nýtt.
Jónas Hall.
Frá Mountain, N. Dak.
Þann 12. Apríl þ.á. var haldinn
hér i A. O. U. W. fundarhúsinu
mjög myndarleg samkoma 1 heiB-
ursskyni við burtför prófessor Sv.
Sveinbjörnssonar.
Samkomuna setti Elis Thorwald-
son forseti og stýrSi henni. Mælti
hann fyrir mínni heiBursgestsins.
Fyrir minni sönglistarinnar mælti
séra H. B. Thorgrímsen. Jón Ein-
arsson mælti fyrir minni kven-
fólksins. Dr. Johnson mælti fyrir
minni Ameríku, Tómas Halldórs-
son fyrir minni íslenzku bygSar-
innar i Dakota, og Col. Paul John-
son fyrir íslenzkum skáldskap.
Enn fremur flutti síðastnefndur
kvæði, sem hér fer á eftir. öllum
ræðumönnunum sagðist vel. Á
milli ræðanna var sungið og spilað
og tók heiðursgesturinn góBan þátt
i þvi.
Að loknum ræBunum afhenti
séra Thorgrímsen heiðursgestinum
gull-“fób” mjög vandaSan, og var
á grafið nafn heiBursgestsins og
Mountain, N. D.
Prófessor Sveinbjörnsson þakk-
aði gjöfina með rnörgum hlýjum
orðum til vor Mountain manna
og bað okkur að bera kæra kveBju
öllum Dakota íslendingum meB
þakklæti fyrir þá miklu velvild og
gestrisni, sem þeir hefSu auSsýnt
sér, og lauk svo þessari samkomu,
sem telja má einhverja þá mynd-
arlegustu sem haldin hefir veriS á
Mountain, meB því að sungið var:
“Ó, guS vors lands”, “Eldgamla
Isafold” og “Mv Country it is of
Thee”.
Til próf. Sv. Sveinbjörnsson’s.
. Ó, guB vors lands,
gæt þú þessa gáfumanns.
Þú hefir alt í þínum höndum,
þú sem stjómar öllum löndum.
Lýs meS þínum ljósa kranz
Lögin hans!
Lögin hans.
Lofa mildi skaparans.
Þau hafa flogið land frá landi
og lífgaB hjörtu óteljandi,
og þjóSar vorrar þverra tár *
um þúsund ár.
Um þúsund ár
þinn mun strengur hörpu hár
heyrast meðal helztu þjóBa
og hjartnæmustu og beztu ljóBa.
Um eilifB syngp engla fans
ÓSinn hans!