Lögberg - 09.05.1912, Qupperneq 1
Grain Commission Merchants
-- 201 GRAIN EXCHANGE BUILDING -
Members Winnipeg Grain Exchange, Winnipeg
I
ISLENZKIR KORNYRKJUMENN
Sendið hveiti yðar til Fort William
eða Port Arthur, og tilkynnið
Alex Johnson £» Co.
201 GRAIN EXCIIANGE, WlNNlPEG.
Fyrsta og eina íslenzka kornfélag í Canada.
25. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 9. MAl 1912
' NtJMER 19
Borden í Bandaríkjum.
Æösti stjómandi Canada lands,
sem nú er, Mr. Borden, tekur sér
öSra hvoru hvild og lætur aðra
stjórna okkur fyrir sig. I þeim
frium fer hann altént til Banda-
ríkja, aö læra pólitík; — sá lær-
dómur er tollfri enn þá, — og nú
hefir hann komist 'isvo langt aö
halda þar ræöu. Hann var einu
sinni lögmaður, og gerðu stéttar-
bræöur hans 1 Chicago það af kurt
eisi við hann að bjóða honum á
ftind í félagi þeirra. Yfir þessum
lögmönnum í Chicago talaði hann
svo um reciprocity, seigt og þung-
lamalega, eins og vant er, leitaði
alt af að snjallasta orðinu og fann
—það næsta! Hann mintist ekki
einu orði á tollana eða brezku rik-
isheildina, heldur kvað hann kjós-
endur í Canada hafa neitað reci-
procity vegna þess, að þeir hefðu
sókst eftir henni hjá Bandaríkjun-
um í mörg ár og ekki fengið og
þegar Bandaríkin loksins létu til-
leiðast þá hefði Canada sagt “nei
takk” til að sýna hvað mikið þjóð-
in fyndi til sín, og «etti hver sann-
gjarn maður að kannast við að
það væri rétt gert!
Hver einasti bóndi í Sléttufylkj-
unum borgar helmingi meir fyrir
hvert verkfæri sem hann kaupir
til jarðyrkju nú, heldur en hann
mundi gert hafa, ef reciprocity
hefði komist á.
Nú þarf hvert bushel af hveiti,
sem selt ef til útflutnings úr Sléttu
fylkjunum að flytjast í vögnum alt
að 2,000 mílum. Ef reciprocity
hefði komist á, hefðu bændur get-
að selt það fyrir sunnan línuna og
fengið liœrra verð fyrir. Vagnar
voru ekki nógu margir til að flytja
burt hveitið allan þennan óra veg.
Þvi varð margur fátækur frum-
býlingur að lifa við skorinn skamt
er hann gat ekki selt vöru sína og
því lenti margur efnahtill kaup-
maður í kröggur, er hann varð
að umlíða og lána sinum við-
skiftamönnum.
Right Hon. R. L. Borden ætti
að finna þessa pilta og flytja fyrir
þeim annað eins orða tildur eins
og hann las yfir lögmönnunum i
Chicago. Þeir mundu kunna að
segja honum hvað sanngjarnt
væri.
Sprengivél grandar skipi,
Tyrkneskt skip rak sig á tund-
urvél úti fyrir Smyrna höfn og
gjörbrotnaði og fórust þar á annað
hundrað manns. Þetta var póst-
skip og farþega er gekk milli Con-
stantinopel og Smyma, hét Texas
og er sagt, að Ameríkumenn eigi
hlut í því. — Þegar Italir herjuðu
á litlu Asiu í vetur, lögðu Tyrkir
tundurvélar fyrir höfnina við
Smyrna, sem er ein stærsta og
bezta höfn við Miðjarðarhaf, til
að verja flota Itala inngöngu. Það
er ætlun manna, að skipiö hafi
rekist á eina slíka sprengivél.
Dámf voveiglega.
Óvenjlega fáir hafa farist vov-
veiflega í Winnipeg þennan síð-
asta mánuð, og miklu færri en
umliðna mánuði. Tveir menn
hafa fyrirfarið sér, annar drekt
sér, hinn hengt sig; i varð undir
strætisvagni, i fór í vinnuvél og i
var myrtur. Um 4 mánuðina
næst á undan fórust hér voveiflega
samtals 30 manns.
Forseta kjörið.
Undirbúningi undir forsetakosn-
ing í Bandaríkjum heldur áfram
með miklu kappi og veltur á ýmsu.
Svo er að sjá, sem Taft hafi yfir-
tökin yfir Roosevelt í þeim rikj-
um, sem mest er um vert, og er
svo sagt, að “ofurstinn” þurfi ná-
lega hvert atkvæði sem eftir er ó-
greitt, til þess að koma til greina
á kjörmanna þingi. Hvar sem
kjörmenn eru kosnir beint af al-
þýðu, hefir hann meira fylgi en
Taft, en annars staðar hefir Taft
yfirburðina, meö því aö þeir veita
honum örugt fylgi, sem í embætt-
um og opinberum stöðum eru. —
Af forsetaefnum demókrata hefir
Champ Clark enn þá sem komið
er mest fylgi.
Mabee dómari latinn.
Látinn er þar sá maður, er Can-
ada mátti sizt missa eins og nú
stendur á. Hann var formaður
þeirrar nefndar, sem hafði úr-
skurð allra kærumála á hendur
járnbrautum, og leysti það starf
af hendi með frábærum skörungs-
skap og óhlutdrægni. Allir báru
traust til hans og hlíttu hans úr-
skurðum, því að þeir voru jafnan
á hinum beztu rökum bygöir.
Hann vísaði á bug lagakrókum og
gekk rakleitt að kjarna þess efnis,
sem um var deilt og gaf því þann
úrskurð, sem öllum kom jafnan
saman um að væri óhlutdrægur og
ágæta vel grundaður. Hann var
afbragðsgóður lagamaður, kunni
ágætt skyn á stjórn stórra fram-
kvæmda og einkum haföi hann
til að bera vit til at5 sjá hvað rétt
var og öruggan vilja til þ€ss að
láta það ganga fram. Jámbraut-
armála nefndin er sú stofnun, sem
allir báru traust til; það var sá
dómstóll, er almenningur átti mik-
ið undir og vissi að hvorki var
háður stjórnarvöldum né auðfélög-
um meðan Mabee dómari stjórn-
aði gerðum hans. Þar var at-
hvarf almennings i Canada til þess
að koma lögum yfir hin voldugu
járnbrautarfélög og dómarinn
brást aldrei þeirra trausti, sem
sóttu þar rétt mál. Vöflum og
vifilengjum visaði hann á bug; að
gera rétt var það eina, sem hann
sóktist eftir.
Því er það, að allir góðir Can-
ada menn harma dauða hans. Nú
ræöur fyrir landi sú stjórn, sem
auðfélögin fylgja að málum; það
er og öllum ljóst, að stjórnin á
þeim mikið upp að unna; þess
vegna var það svo þýðingarmikið,
að hafa óháðan mann sem stjórn-
anda þessarar nefndar. Það er
vonandi að stjórnin reyni að fylla
sæti hans eftir því sem landinu
hentar bezt, en ekki flokknum eða
neinni einstakri stétt.
Rannsókn á ný.
Byrjuð er í Lundúnum ransókn
út af Titanic slysinu og hafa hátt
settir embættismenn skipsins verið
fyrir réttinum. Þeir bera það,
sem almenningi er þegar kunnugt
orðið, að skipið fór með feikna
hraða í íshrönninni og hægði ekk-
ert á sér, þó allir vissu að is væri
nærri. Enn fremur, aö skipverj-
um hafði engin tilvísun verið gerð
um hversu með báta skyldi fara,
ef á þyrfti að halda, og að bátar
skipsins voru reglulegir mann-
drápsbollar, ef nokkuð hefði verið
að sjó. Vistalausir og áttavita-
lausir voru bátarnir og um flest
kemur það fram, að viðurbúnaður
við slysum var ótrúlega lítill. Einn
bátur reri fiinm mílur að skipsljósi
í myrkrinu, en náði ekki í það
skip. Þegar þeir sem gættu leiðar
í siglutoppi sögöu til, að hætta
væri beint fram undan, þá var
reynt að snúa skipinu, en það tók
fulla hálfa mínútu að vikja bákn-
inu við.
Enn þá er verið að leita líka á
sjónum þar sem slysið varð. Er
það dómur flestra,. að margur
muni hafa verið á lífi urn morg-
uninn, þegar bátunum var bjarg-
að, af þeim sem í sjóinn fóru, og
veita ámæli þeim, sem a vettvang
kom, að leita ekki vandlegar. —
Tvö skipabákn hefir félagið
“White Star” í smíðum öllu stærri
en Titanic, en Olympic, það skip,
sem var jafnstórt Titanic, liggur
á höfn með þvi að skipsmenn neit-
uðu að vinna á því, nema björg-
unarbátar væru hafðir fleiri og
stærri en venja var. Eru nú keypt-
ir fjöldamargir bátar frá Kaup-
mannahöfn meö sérstöku lagi, er
þar var upp fundið, og verða þeir
brúkaðir á þessum stóru skipum
framvegis. «
Flóð enn.
Fyrirhleðsla brast í ánni Miss-
issippi Við ármót i þessari viku;
það var í dal nokkrum í Louisiana
ríkinu; flæddi áin yfir dalinn,, en
fólk flýði meö það sem þaö gat
með sér^flutt. Vagnar voru geynad-
ir á hliðarteinum, ef til flóös skyldi
koma, og voru þeir fyltir meö
gripum og húsmunum og bjargað-
Til Sveinbjarnar prófessors Sveinbjörnssonar.
Eftir séra Jótias A. Sigurðsson.
1. Vér orktuni kvæði og kváðum ríniur,
og kunnum sögur um frægð og glímur.
og tónuðum stundum tvísöngsbrag.
Á rúmstokknum lengi reri þjóðin
og raulaði sér fyrir' munni ljóðin,
en enginn söng né samdi lag.
2. Vér lærðum forna frœði og listir,
í fróðleik allan jafnan þyrstir,
en hver með nefi sínu söng.
Og annarhvor maðr orkti bara,
en allt af vantaði forsöngvara,
þó sízt væri’ í landi sálma þröng.
3. Nú loks á fólk vort forsöngvara
og frægast tónskáld á norðrhjara.
sem túlkar vors hjarta tungumál.
„Ó, guð vors lands“ ei gleymir þjóðin;
það glatast fyrr Islands beztu ljóðin. —
„Ó, guð vors lands“ elskar íslenzk sál.
4. Og höfundinn elska allir landar,
frá yzta gnúp og til firrstu strandar,
hlessa hann líkt og móðir mög.
1 kotungsbœ sem í konungshöllum
kær ertu, Sveinbjörn! mönnum öllum,
kær fyrir ástsemd, list og lög.
5. Hærra en íslands hvössu vindar,
hærra en landsins bröttu tindar,,
hærra en skálda háfleyg ljóð
tala munt þú í tónsins öldum,
túlka hið bezta’ í auði földum,
blessa og gleðja þína þjóð.
6. Ó, guð vors lands, er list þér kenndi
og lögin þín á hjörtun brenndi
og gaf oss þig og þessa stund:
sá guð mun fækka fölskum nótum,
en fylla hjörtun kærleikshótum
og gefa’ oss oeöra gleöifund;
Mr. Kr. Jónsson frá Selkirk
var staddur hér í bænum á mið-
vikudaginn'. Hann leit inn á Lög-
bergi og hafði yfir nokkrar al-
þýðuvisur, sem koma í næsta
blaði.
Fyrra miðvikudagskveld gerðu
kvenfélagskonur Fyrsta lút. safn-
aðar Mrs. Hansinu Olson óvænta
heimsókn til að kveðja hana áður
en hún fór heim til íslands. *For-
seti kvenfélagsins frú Lára Bjarna-
son áyarpaði Mrs. Olson nokkrum
velvöldum orðum, óskaöi henni
góðrar ferðar og heillrar aftur-
komu og afhenti henni síðan
mjög fagra gjöf frá kvenfélags-
konum. Það var gullmeni og
fylgdi brjóstnál, sett demöntum.
Mrs. Carolína Dalmann flutti
kvæði og Mrs. F. Jónsson talaði
mjög skemtilega út af heimferð
sinni síðastliðið sumar. Skemtu
konurnar sér síðan við viðræðúr
og ágætar veitingar langt fram
eftir kveldi.
Mr. og Mrs. Sigfús Pálsson voru
í hópi þeirra er héðan fóru heim
til íslands á þriðjudagsmorguninn
var. A föstudagskveld buðu þau
Mr. og Mrs. Jóh. Gottskálksson
Pálson’s hjónunum heim, og á
laugardagskveldið komu heim til
siðarnefndu . hjónanna milli 30 og
40 manns að kveðja þau áður en
þau legðu af stað í langferðina.
Kvaðst fólk það ætla aö fá að
standa þar af sér skúr; hafði þaö1
meðferðis körfur og pinkla í um-
búðufn; en er Mr. Pálsson inti
eftir hvað það skyldi, þá var hon-
um sagt að það væri farangur
hans. Það reyndist þó vera veizlu-
kostur. Séra F. J. Bergrnann
afhenti Mrs. Pálsson brjóstnál úr
gulli, en Mr. Pálsson ferðatösku
vandaða. Kr. Á. Benediktsson
flutti kvæði.
Svo virðist, sem nýtt líf sé aö
færast í bandalagið. Síöasti fund-
ur var ágætlega vel sóttur. Þ.á
kappræddu þeir séra Rúnólfur
Marteinsson og Jón J. Bildfell, og
mæltist báðtum ágætlega vel.
Höfðu menn yfirleitt gagn og á-
nægju af umræðunum. Næsti
fundur núna á fimtudaginn (i
kveldj ætti einnig að veröa vel
sóttur. Þar flytur dr. B. J.
Brandson erindi. Lögberg þorir
að ábyrgjast. þó að það geti ekki
aö svo stöddu auglýst um hvaöa
efni doktorinn talar, að þaö borg-
ar sig fyrir fólk að fjölmenna. Dr.
Brandson hefir flutt hér mörg al-
þýðleg og stórum uppbyggileg er-
indi, og þaö er alt af einhver veig-
ur í því sem hann segir. — Enn
fremur veröur á þessum fundi
söngur og hljóðfærasláttur til
skemtana. Mrs. Paul Dalmann
syngur, Miss Theodora Olafsson
leikur á piano, Miss O. Oliver
syngur og Fred Dalmann leikur á
Cello. Á eftir veröa veitingar.
Allir boðnir og velkomnir, hvort
sem þeir eru í bandalaginu eöa
ekki.
Til Jóns Einarssonar.
Til að þjóna eigin önd
æpa flón og hrína;
enn þá Jón á letra lönd
leggur prjóna sína.
Hreykinn ber á hverjar dyr,
hvar sem fer og syngur;
“þversum” er hann eins og fyr,
andans smértitlingur.
Kæfum andans ófreskjur,
alt sem grandar huga,
svo að strandi þreytt og þur
þessi randafluga.
Bragi.
—Frumvarpið um heimastjórn
Irlands er nú á ferðinni gegn um
brezka þingið. Mr. John Redmond
foringi íranna, lætur hið bezta yf-
ir því. Unionistar hamast á móti
því, og er litil von til að lávarða-
deildin samþykki þaö fyrst um
—Stjórnin á enn fult i fangi
með uppreisnarmenn í Mexico;
þar hafa oröið bardagar allmann-
skæðir, og veitti stjómarhemum
betur um stund, en þó er enn van-
séð hvorir sigrast muni. Banda-
nkjastjórn hefir vígbúinn her á
landamærunum.
-'Sam.”
ist alt þaö góss. Mannskaði varð
enginn, en eignatjón margar milj-
ónir dala. Flóðin em svo mikil
þar suður frá, að sumstaöar stend-
ur ekkert upp úr vatninu nema
hæstu hólar og er þaö viða, aö fólk
hefir bjargast þangað og bíöur
hjálpar ,nauðulega statt, og hafa
viða orðið miklar skemdir og
manntjón nálega á hverjum degi.
Úr bænum
Herra K. S- Eyford frá Gimli
kom hingað til bæjar fyrir helgina.
Hann ætlar að setjast að hér í
bænum í Norwood fyrst um sinn.
Herra Björn Walterson er ný-
lega kominn hingað til bæjar vest-
an frá Argyle. Sáning gengur í
seinna lagi. Áfellið, sem kom,
tafði fyrir hér um bil eina viku.
Stöku menn höfðu þó lokið sán-
ing þegar Björn fór að vestan.
Munið eftir bazar Tjaldbúðar-
safnaðar 14. og 15. þ. m. Hann
er auglýstur á öðram stað hér í
blaðinu.
Margir bæir í Vestur Canada
hafa byrjað smátt, en vaxið meö
ótrúlegum hraöa. Hafa mjög
margir menn grætt mikið á því, að
kaupa lóöir í þeim, áöur en þær
hækkuðu í verði. Einn slikur staö-
ur er Weyburn, sem þeir Albert
bræður auglýsa í blaði voru. Les-
endur vorir ætttu aö athuga þá
auglýsing.
Mr. og Mrs. J. G. Gunnarsson
frá Framnes P.O., hafa orðið fyr-
ir þeirri þungbæru raun að missa
son sinn, Inga, tíu ára^ gamlan.
Móðir hans hafði komið með hann
■ hingað til bæjar til að leita honum
] lækninga viö slæmum hálssjúk-
dómi. Sérfróöur og ágætur lækn-
| ir hér í borginni tók aö sér aö
gera uppskurð við sjúkdúminum.
j Var farið með drenginn á spítal-
ann á mánudaginn var og hann
| svæfpur þar en tókst ekki aö vekja
hann aftur. Allir vinir og kunn-
ingjar foreldranna samhryggjast
*æim sakir þessa sviplega fráfalls
litla drengsins þeirra.
Nýr skipskaði á
Islandi.
Fiskiskipið „Svanur'* brotnar. 14
menn vanta. Vélarbátur með 6
menn ferst.
Nýjar og hörmulegar fréttir ber-
ast enn um manntjón við Islands
strendur. I ofsaveðri, sem kom
um miðjan Aprílm. hafði fiski-
skipið Svanur, eign H. P. Duus
verzlunar rekist á franskt skip ná-
lægt Vestmannaeyjum og laskast
afar mikið. Franska skútan er
komin til Reykjavikur með 12
menn, sem hún bjargaði af Svan-
inum, en til 14 manna, sem eftir
urðu á honum, 'hefir ekki spurst.
Þeir voru þessir;
Jóhann Hjörleifsson, Bræðra-
oorgarstig,
Olafur Jónsson frá Gigjarhóli í
Biskupstungum,
Vigfús Magnússon aí Akranesi,
Sigm. Helgason af Akranesi,
Sveinn Davíðsson af Akranesi,
Magnús Magnússon af Akran.,
Bjarni Guðmundsson af Akran.
Teitur Gíslason af Akranesi,
Magnús Olafsson af Akranesi,
Jón Pálsson úr Keflavík,
Eiríkur Jónsson, Brekkustíg 3,
Reykjavík, á konu og böm,
Hallgrímur Eyjólfsson, Bakkar-
holti, ölfusi,
Jón Páll Jónsson úr Keflavík.
Eiríkur Ingvarsson, Ananaust-
um, Reykjavík, nýkominn hingað
til bæjarins austan af Skeiðum,
einkastoð gamalla foreldra þar
eystra.
Talið er alveg vist, aö þeir hafi
allir draknað.
Sömu óveðursnótt hafði vélar-
bátur með sex mönnum farist við
Vestmannaeyjar. Formaöur Berg-
steinn Bergsteinsson.
Ekki ættu þessar nýju | mann-
skaðafréttir að draga úr samskot-
nnum meöal Vestur-Islendinga..
Von kvað vera á átta innflytj-
endum frá Islandi á morgun
( föstudagj.
Afar vætusamt hefir verið hér
undanfarna daga og fremur kalt 1
veðri.
Yfirlit yfir þingstörfin.
fNiðurl.J
I fvrri hluta ritgerðar þeirrar,
sem hér verður haldið áfram, var
síðast skýrt frá ýmsum atriðum i
ræðu, sem T. C. Norris, foringi
liberala í fylkisþinginu, hafði ný-
lega haldið á fjölmennum fundi
hér í bænum. Nú verður sagt frá
siðari hluta þeirrar ræðu og fvrst
verður þá talaö um
Bein löggjöf.
Herra Norris sagöi að bein lög-
gjöf væri eitthvert langmikilvæg-
asta atriði í stefnuskrá liberala, og
kvaðst geta fullvissað fylkisbúa
um, að það yrði gert aö lögum,
undir eins og frjálslyndi flokkur-
inn kæmist ti! valda. Þingmaður-
inn sagði, að hlutverk minni hluta
á þingi ætti að vera pað að gagn-
rýna. Meðal annars hefði minni
hlutinn fundið að þeim óþarfa
kostnaði, sem leiddi af skrásetn-
ingu á hverju ári; til þess væri
varið $25,000 árlega. ±\ undan
síðustu fylkiskosningum hefði ver-
ið búið að verja $100,000 til þess-
ara árlegu yfirskoðana kjör-
skránna, en þó hefðu kjörskrárn-
ar aldrei verið jafn-ófullkomnar,
ósanngjarnar og óheiðarlegar eins
og 1910. Veöskuld Manitoba væri
$15,000,000, og af því fé væri
$10,500,000 sökt í tvennskyns þjóð
nytjar, sem tapaðist á til jafnaöar
á ári $250,000. Þegar þessi stjórn
hefði komist til valda í Manitoba,
þá hefðu veðskuldimar ekki verið
nema $2,500,000, og eitt herópið
þeirra conservativu i þann tíma
hefði verið það, aö fjárhagur fylk-
isins*væri í svo aumlegu ástandi,
að ekki veitti af hygnustu “busi-
ness”-mönnum í fylkinu til aö
koma honum á fastan fót. Ef
þetta hefði verið á rökum bygt,
hvernig var ástandið nú? Skyldi
þá ekki vera þörf á lagfæringu á
öllum þessum nýju veðskuldum?
spurði þingmaðurinn.
Skólaskylda.
Herra Norris sagði, aö eitt af
því, sem sér lægi þyngst á hjarta,
væri mentamál fylkisins. Hann
kvaðst einlæglega meðmæltur skóla
skyldu élófaklappj. Hann sagöi
að það væri ekki til að hugsa, aö
mentamálin kæmust í þolanlegt
horf fyr en skólaskylda væri lög-
leidd. Þetta væri einmitt eitt at-
riðið í stefnuskrá liberala, og hann
kvaðst ætla að halda áfram að
berjast fyrir því, þangað til þaö
yrði lögleitt.
Gagnskiftin.
Þingmaðurinn sagði að gagn-
skiftin við Bandankin væru enn
brennandi áhugamál almennings
flófaklappj. Roblin stjórnarfor-
maður væri þess ekki megnugur
að svæfa þetta mál með stóryrðum
sínum. Eins og kunnugt væri
geröist hann aldrei eins mælskur,
eins og þegar hann væri að reyna
að kveða niður gagnskiftamáliö.
Þingmaðurinn kvaðst hafa borið
upp tillögu á síðasta þingi, sem
hefði verið ný yfirlýsing um nauð-
syn gagnskiftanna. Stjómarfor-
maðurinn hefði sniðgengið þessa
tillögu, en þegar hann hefði feng-
is til að taka til máls um hana,
hefði hann skipað þeim í flokk
með landráöamönnum, sem heföu
aðra skoðun á gagnskiftunum
heldur en hann, og talið slíka
menn eiga það skilið, að þeir væra
gerðir landrækir. Þingmaður kvaö
sér finnast, að ekki bæri að láta
eins og vind um eyru þjóta þessa
ákæru stjórnarformannsins, að all-
ar þær þúsundir Canadamanna,
sem greitt hefðu atkvæði meö
gagnskiftunum, væru landráða-
menn. Herra Róblin hefði þannig
skírt um 600,000 Canadamenn
föðurlandssvikara ftraitorsj. I
fimm fylkjum Canada, af níu alls,
hefði meiri hluti kjósenda greitt
atkvæði með gagnskiftunum. Þess
vegna væri ekki úr vegi að hafa
augastað á þeim herra, sem léti
sér um munn fara aðrar eins staö-
hæfingar eins og þetta.
Fáninn og þegnholiustan.
Herra Norris sagði, að engin
þörf væri á þvi fyrir liiberala, að
ganga með flaksandi fána í hendi,
til að sannfæra menn um þegn-
hollustu sína, þó að herra Roblin
veitti ekki af því, af því ekki yrði
það ráðið af verkum hans, að hann
væri þegnhollur. i»erra Roblin
væri sá eini maður, sem hann
þekti, sem hefði gert sig sekan um
að hafa viðhaft verulega land-
ráðamannslegar staðhæfingar.
Þetta hefði stjórnarformaðurinn
gert, þegar hann hefði lýst yfir
því, að bezta stjórnartyrirkomu-
lag. sem til væri, það væri einu
veldisstjórn. Þingmanninum fanst
því, að óskaráð væri fyrir herra
Roblin að hverfa til Rússlands.
Þar væri hklega nógu mikill ein-
veldisbragur á stjórnarfarinu til
þess að hann yröi ánægður og
gæti unað sér þar vel. Með þess-
um gapalegu ummælum sínum
hefði Roblin stjórnarformaður
ekki að eins skírt um 600,000
Canadamenn óþegnholla, heldar
og ýmsa helstu stjórnmálamenn
Bretlands, svo sem herra Asquith
forsætisráðherra. Ekki væri nóg
með þetta, heldur fylgdi það með,
ef ummæli herra Roblins hefðu
við nokkur rök að styðjast, að öll
blöð afturhaldsmanna hefðu þá
um eitt skeið hlotið að- vera ó-
þegnholl. Tvö væru aðal einkenni
stjórnarformannsins. Annað væri
hringlandahátturinn, hitt sann-
indaskorturinn.
Herra Norris gat þess í lok ræðu
sinnar, að hann hefði í hyggju að
ferðast um sem flestar sveitir
þessa fylkis í sumar og halda
stjórnmálafundi. Kvað hann sér
vera það einkar ljúft, meðal ann-
ars vegna þess, aö áhugi frjáls-
lynda flokksins heföi aldrei verið
meiri hér í fylki heldur en nú.
Gagnger breyting væri að veröa
um alt fylkiö og óhugur á núver-
andi fylkisstjórn aö magnast meö
mánuði hverjum. Ef sá óhugur
héldi þannig áfram, gæti ekki hjá
því farið, að Roblinstjórninni yröi
steypt við næstu kosningar.