Lögberg


Lögberg - 09.05.1912, Qupperneq 5

Lögberg - 09.05.1912, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAI 1912. 5- Hin deyjandi móðir. Nú kveö eg og signi minn kærasta staö, og kem ekki framar til baka; þótt hálfgert sé verkið, sem hlúöi eg aö, eg hlýði, því lífgjafinn tilskipar þaö; ,á himninum vonirnar vaka Eg kveö ykkur, börn mín! þið afsakiö alt, eg orkaöi litlu og fáu; mitt lík veröur bráöum í kistunni kalt, —þaö kennir aö ráð okkar, manna, ei valt— und lögunum helgu og háu. Á samleið meö ykkur eg sœlunnar naut, þar sigraöist böliö og stríöiö. Ó! guö veit mig langaöi lengra á braut aö leiða’ ykkur saman, en dagurinn þraut; en treystið og biðjiö og bíöiö. Hve sælt er að losast viö líkamans bönd, ef leiðina raunirnar þyngja; eg sé yfir hafiö á sólríka strönd, þar systkinin ykkar nú bjóöa mér hönd og brosandi sigurljóö syngja. Nú kveö eg og þakka hvern ástríkan óð og ylinn frá góövina hjörtum; ef ]>ung reyndist mæðan á meöan þaö stóö, er miskunin eilíf og heimferðin góð aö friðarins bústööum björtum. Ó blessaðu, drottinn! þau blóin, sem eg ól, já, blessa þeim gleði og tárin; í vorbrosi þeirra eg sá þfna sól; nú set eg mitt traust á þitt líknandi skjól meö þökk fyrir útrunnin árin. Þaö syrtir. Eg kveö þennan hverfula heim, til himins er ferðinni snúiö. Nú birtir. Eg líö inn í geislandi geim i til guös, þar viö kærleikans eilífa hreim eg lifi, því böliö er búiö. M. Markússon. í t Lárentína Mikolína Sigurðardóttir. Föstudagsmorguninn þann 26. April síöastliðinn lézt aö Gimli, Man., eftir nær því tveggja ára veikindi húsfrú Lárent- ína Mikólína SigurSardóttir, eiginkona Magnúsar Markússonar 1 Winnipeg; hún var jarösungin hér i bænum af séra Friörik J. Bergmann þann 30. Apríl síöastl. Lárentína heitin var fædd á Vatni í Haukadal i Dalasýslu þann 6. Jan. 1868, og var því 44 ára gömul þann 6. Jan. síöastl. Foreldrar hennar voru þau hjónin Sigurður Guöbrandsson og Guðfinna Benediktsdóttir, er siöar bjuggu á Þorsteinsstöðum 1 sömu sveit, og fluttu þaðan hingað vestur árið 1882 með fjórum börnum sínum: Lárentínu sál., Guðfinnu, sem dó hér í Winni- peg fyrir nokkrum árúm síðan, þá um tvitugs aldur, Guðbrand, sem nú er í Calgary, Alta., og Gest, sem býr hér i bænum með Guðfinnu móður sinni, aldraðri ekkju; 2 systkin Lárentínu sál., Benedikt og Kristin, búa á Islandi. Foreldrar Lárentínu sál. settust að í Norður Dakota og bjuggu þar í níu ár; þá fluttu þau hingað til Winnipeg. Árið 1890 þ'ánn 4. Janúar giftist Lárentína heitin Magnúsi Markússyni i Winnipeg; þau hjón hafa ávalt síðan búið hér í bænum; þeim varð 6 bama auðíð, þar af eru 2 dáin, Guðfinna, sem dó að eins 5 mánaða gömul, og Ólafur, sem var elzta bam þeirra, dó rúmra 10 ára gamall; þau sem eftir lifa em þessi: Jónina 19 ára, Guðfinna 17 ára, Philip Sigurður 12 ára og Ólaf- ía Hallfríður 7 ára. Lárentína heitin var hin mesta myndar kona í sjón og raun, sérstaklega ástrik og umhyggjusöm móðir, þrifin og reglusöm; hún var höfðinglynd eftir þvi sem efni hennar framast leyfðu, í góðu meðallagi greind, trygg vinum sínum, fáorð og gætin; hún var sérlega stilt kona og bar hin löngu veikindi með frá- hærri þolinmæði. Hún hafði mál og rænu fram að hinni síð- ustu stundu. Hennar er sárt saknað af eiginmanni hennar og börnum, sem nú verða að sjá á bak ástríkri konu og umhyggju- samri og elskandi móður. Guð blessi alt hennar æfistarf. Blessuð sé minning hennar. M. M. afbakað af Kraka- eða Kráku- hóll. Bærinn er nefndur Kröggul í daglegu tali og virðist það enn benda á þann uppruna nafnsins, sem hér er haldið fram. — í þessu hefti safnsins er enn fremur upp- haf að ritgerð um ferðalög fom- manna eftir Boga Th. Melsteð, sem vafalaust ^erður fróðleg. Lýsing Islands eftir próf. Þorv. ♦ -f T t -f •}< •f ©UR STOCK Q I '— •f ; •}< ■f •}< • -f I + t Limited •}< HENRY AVE., E. Vér höfum svo miklar trjáviðar birgðir ab vér getum siunt hverri kröfu, sem til vor kemur. Engin pöntun er svo stór, að vér getum ekki afgreitt hana viðstöðulaust og engin svo smá. að vér sinnumhenni ekki. Vér stundum þaö, að bætaúr hvers manns viðarþörfum og það á við þig. ., Komið til vor; vér höfum vöruna1' The Empire Sash & Door Co. PHONE M. 2510 t ! +♦+-♦+t*t+t*t+-f*t+++-f+t+-tf *♦*♦+♦•»•-f+-f+t+t+t+-f+-f+-f4.-f+-f+ 4. f-I'f+t+t+t+t+t+t+t+t+t+t+t+t+t+t+t+t+t+t+f I f + t+t++ j Dominion Gypsum Co. Ltd. I + Aðal skrifstofa 407 Main Str. | t PHone Main 1676 - - P. 0. Box 537 + Hafa til sölu; % ,Peerless‘‘ Wood-fibre Plastur, „Peerless“ Hard-wall, plastur + ,Peerless“ Stucco [Gips] „Peerless“ Ivory Finish + ,Peerless“ Prepared Finish, . „Peerless" Plaster of Paris + . •i* Thoroddsen hefir inni að halda niðurlag á frásögn um árferði, og byrjar heftið þannig: “Margt fólk dó niður sem fé eða hross i haga af hungri og hor og var þá etið margt óætið, hrafn- ar og hrossakjöt, sem þá þótti ó- dæði að eta, grútur, þang, fjöru- grös, fiskhryggir, þönglar og hey, yfir höfuð alt er tönn á festi. Þá gekk\ hneppusótt, skyrbjúgur og blóðspýja, margir urðu bráðkvadd- ir en sumir týndu sér sjálfir. Stóð þntta hallæri einnig hin fvrstu ár 18. aldar og var þjóðin þá mjög langt leidd í öllum greinum og fá- tækt og volæði fram úr öllu hófi hjá þeim sem af tórðu; þess er t. d. getið 1701 að í Vestur-Skafta- fellssýslu voru 460 niðursetningar á 246 býlum og þó var sumstaðar verra; í Múlasýslu átu menn þang í f jörum og prestur einn var flutt- ur á vergang; af 240 vættum fiska sem í Hegranessýslu áttu að gjald- ast til Hólastóls, fengust að eins 4, og svona mætti telja ótal dæmi er sýna eymdina.” Frásögnin er alstaðar skemtileg að vanda, en einkum má mann furða, hve fróður höf. er; hann vitnar jöfnum höndum í útlend lærdómsrit og innlend, anuála og fornsögur og fjölda blaðagreina, gamalla og nýrra, þar sem fróð- leik má finna um það sem hann drepur á. Er það fágætt, að sam- an fari svo mikill lærdómur og líf- leg og aðlaðandi frásögn. — Að öðru leyti segir i þessu hefti frá dýrum og jurtum sem á íslandi finnast, bæði á sjó og landi, og er þar margt nýstárlegt fyrir þá, sem hafa ekki sérstakan fróðleik til að bera í þessum greinum. Höf drep- ur á, að hann hafi skrifað bækur viðvíkjandi náttúru íslands cg getur þess, að þeim muni tæplega auðnast að komast á prent; það er næsta ótrúlegt, að svo snjallan rit- höfund skorti útgefanda að ritum um ísland. Bókmentafélaginu væri bæði hagur og sómi að útgáfu þeirra. Sú bókin, sem er mest um sig af þessa árs bókum eru bréf frá Jóni Sigurðssyni og kallast þau Minningarrit J. S. Það nafn er óþarflega langt sótt og virðist eiga miður vel við, ekki sízt vegna þess að annar ritlingur ber sama nafn, er ýmsir menn lögðu saman i. Það er mikið, að enginn skyldi verða til þess, að skrifa ævisögu hans á aldar afmælinu. Það er að vísu mikið starf, ef vera skal annað en lofköstur, þvi að margur einn lét mikið til sín taka um þau mál sem Jón var við riðinn, annar en hann, og þarf það alt að meta. Æfisag- an eftir Eirík Briem er vel samin, en hún er grafin í tímariti og ófáanleg fyrir almenning. Þessi bréf, sem hér birtast, þó ekki sé nema lítið eitt af öllum þeim, sem frá honum fóru, segja vel til um ýmislegt, bæði innræti hans og skapferli, svo og um málefni.. Út- gáfan virðist vandlega af hendi leyst. Skírnir er um ýmsa hluti vand- lega úr garði gert rit, en margra nafna er þar að sakna, sem honutn hefðu að góðu haldi komið. Rit- gerðirnar um Jón Sigurðsson voru skemtilegar og vel skrifaðar. Að öðru leyti er veigamestu ritgerðar þar að minnast, er Guðmundur Friðjónsson ritar um Stephan G. Stephansson. Sérstaklega væri þakkar vert, ef ritstjóri Skirnis væri vandlátari um smásögur þær er hann flytur; sumar þeirra eru (f Vor-skór karlmanna Hinir beztu skór til vor og sumar brúkunar mjóir og breiðir, með Káa tákappa, Tans, Gunmetals og Pa- tents. $4, $4.50, $5 j Komið hingað eftir skóm yðar. J Quebec Shoe Store Wm. C. Allan. eijtandi 639 Main St. Austanverðu. ekki pappírsins og svertunnar í- gíWi- _ FYRIRSPURN. Maður nokkur festi sér heimil- isréttarland. Skólanefnd virðir það og sendir honum virðinguna. Hann mótmælir henni ekki og borgar gjaldið. Árið eftir sendir skólanefnd honum aftur virðing- argerð fyrir næstk. ár. Hann svar- ar ekki, og borgar ekki. En áður en síðari virðingin er gerð, hafði landtakandi, án þess skólanefnd vissi, sagt lausu landinu, og annar maður fest sér það. Hann vill eigi borga, færir það 'til, að sér hafi aldrei verið send virðingar- gerð. Hefir skólanefnd rétt til að inn- heirnta það skólagjald? Á hún aðgang að hinum fymefnda land- takanda? Eða ef hvorugur vill borga, hefir þá skólanefndin rétt til að taka landið lögtaki og selja til lúkningar skólagjaldinu ,þegar hinn síðarnefndi hefir fengið eign- arrétt á landinu? Skólanefndarmaóur. Svar—Um skýran lagastaf í lögum Manitoba fylkis mun tæp- leiga vera að ræða í þessu tilfelli, en eftir yfirréttardómi föllnum fyrir ekki löngu, hefir skólanefnd aðgang að landi, ef maður er þar búfastur, og getur tekið það lög- taki sem að ofan segir. Virðing- argerð heldur gildi, hve oft sem eigendaskifti veröa að landi. OVER-LAND House Furnishing Co ■ j Ltd- 580 MAIN ST. 580 MAIN ST. N0 ER TlMINN til að breyta til og bœta við húsgögn yðar. Þér þurf- ið líklega að fá yður ábreiðu á borðstofu- gólfið yðar, og nýja gólfdúka á eldhúsið yðar og baðherbergið. Þér kunnið enn* fremur að þurfa að fá sidebord eða buffet, eða eldhússkáp og bökunarskáp. Oss mundi vera ánægja að sýna yður þvílíka muni eða benda yður á eitthvað af varn- ingi vorum. Verðið er rétt. Komið og finnið oss að máli. OVER-LAND HOUSE FURNISHING CO., Ltd. Horni MAIN ST. og ALEXANDER Ave. L_eikhúsin. Klas and Erlanger sýna “Rebec- :a of ‘ Funnybrook Farm” eftir Kate Dougías Wiggins og Char- lotte Thompson, sniðinn upp úr hinum frægu Rebeccu bókum Mrs. Wiggins. Líflegur og hressandi eins og andvarinn, sem leikur á algrænum engjum í Maine á sólheiðum Jóns- messudegi, svo er sagan í Rebecca of the Runnybrook Farm, sem sýnd verður á Walker vikuna 13. til 18. Maí. Þar á ofan er alvöru- Uncle Jerry (Sam Reed) kemur Rebekku (Ursula S . Ge rge> til tð trúa því að það sé be t fyrir hana að fa.a aftur heim til frænku sinnar Mirandi — mjög sk mtilegur þátt- ur í leiknum „Rebecca of Sunnybrook Farm“, sem verður sýndur á Walksr blær og fagur þenkimáti, þó gam- ansöm sé sagan, sem hlýtur að festa sig 1 huga hvers sem leikinn sér. Jíann hefir gert öllu meiri lukku en nokkur annar sem Klas and Erlinger liafa sýnt. Rebecca er indæl stúlka, blíð og hjartagóð, og sýnir leikurinn baráttu hennar, sorgir og þrautir og sigur að lok- um. Hún er gull af stúlku, rétt eins og blóm, sem er að springa út, furðar sig á lífinu og hlakkar til þess með fögnuði þess sem er á mitt á milli æsku og þroska. Brek hennar og gamanleikir og raunir eru sltkar, sem hverri stúlku fylgja en svo lifandi er því lýst, að hverj- um og einum er hugnæmt. Leik- flokkur ágætur. Wm. Faversham, enski leikar- inn alkunni, sýnir leikinn “The World and his wife” það sem eftir er af þessari viku og matinee á laugardag. CANADfl'S FINESI TtlEATRC —Skip lögðu upp frá Fort Wil- liam fvrir helgina með 3 miljónir bushela af hveiti. Um sarna leyti jvar sent frá Duluth 9 milj. bushel j á sjö dögum, alt þangað komið frá S Canada. —I Louisiana ríki eru 115 þús. rnanns húsviltir af flóðum og vatnavöxtum og hafa margir mist f^alt sitt; stjórnin sér fyrir þeim að svo komnu. %£MUfí£K Tals. Carry 2520 MAl 9., 10. og 11. WI.FAVERSHAM í leikuum “ THE FAUN " Alla næstu viku Mat. miðv.dag og laugard. REBECCA oí Sunny- brook Farm Verö $1.30 til 25C Mat. |i,oo til 25C

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.