Lögberg - 09.05.1912, Page 6

Lögberg - 09.05.1912, Page 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAÍ 1912. HERTEKINN. “Ó, eg tók þig fyrir annan en þú varst. Þú komst til að stela af mér, en ekki til að liðsinna tnér. Þú komst mér fyrir sjónir eins og almennilegur mað- ur og vel siðaður, en stelur svo kápunni mannsins míns.” “Frú mín góð,” svaraði eg, “eg bið þig innilega að fella ekki dóm á mig fyr en þú veizt hvernig í öllu liggur. Eg kemst ekki af án kápunnar, en ef þú vilt vera svo væn að segja mér hver hann er, sem er svo saell að eiga þig fyrir konu, þá skal eg sjá til þess að hann fái yfirhöfnina aftur.” “Maðurinn minn heitir herra Charles Meredith; hann er á leiðinni til fangelsisins í Dartmoor i áríð- andi erindagerðum fyrir stjórnina. Eg ætla að biðja þig að fara þina leið og láta alt vera, sem honum tilheyrir.” “Mér leikur hugur á að eins einu af því, sem honum tilheyrir.” “Og þú hefir slegið eign þinni á það.” “Nei,” svaraði eg, “það er i vagninum enn þá.” Hún hló að þessu, dátt og frjálsmannlega eins og enskum er títt, og tók svo til máls : “Ef þú skilaðir aítur kápunni mannsins míns, i staðinn fyrir að slá mér gullhamra—” “Þetta er, þvi miður, kæra frú, ekki til að nefna. Ef þú vilt leyfa mér að koma inn í vagninn til. þín, þá skal eg segja þér hvernig á því stendur, að eg þarf nauðsynlega á kápunni að halda.” Guð einn veit, út 1 hvaða heimsku eg hefði steypt mér, ef ekki hefði slegist annað fyrir. í þenn- an mund' heyrðum við kallað langt í burtti; hesta- væskillinn tók undir og svaraði með miklum köllum; síðan sást í rigningunni og náttmyrkrmu hvar ljós var borið, og færðist það nær óðfluga, og þótti mér ráðlegra að hafa mig á kreik. “Ut þykir mér, Madame, að þurfa að skilja við þig,” mælti eg. “Þú mátt skila til tónda þins, að hann meigi reiða sig á að fá aftur kápuna.” Þó að asi væri á mér, þá leyfði eg mér að stanza við eitt augnablik, til þess að k\æðja konuna og kyssa á hönd hennar. Hún lét eins og henni sinnaðist út af því tiltæki rainu og kipti að sér hendinni. Nú, með því að ljósið var rétt komið að okkur og sveinninn gerði sig lík’egan til að hindra för mína, þá fleygði eg kápunni á öxlina og hvarf út í myrkrið. Og nú tók eg mig til og sótti á heiðina, og ætl- aði að sem lengst skyldi verða milli min og dýfliz- unnar í sólarupprás. Eg hélt i móti veðrinu og hljóp sem aftók, þar til eg valt um af þreytu. Eg lá þá fyrir stundarkorn, þangað til mesta mæðin var af mér, stökk svo á stað aftur, þangað til eg mátti til að fleygja mér niður á ný. Eg var ungur og harðger, hver vöðvi stæltur sem stál. og vanur vos- inu á herferðum og í orustum. Þvi var það, að eg var fær um að hakla þessari geysi-ferð í þrjá tíma til, og alla þá stund fór eg eítir áttinni. Undir aft- ureldinguna ætlaði eg svo á, að eg mundi vera rúma þingmannaleið frá dýflizunni. í þann mund varð fyrir mér litill hóll, og þar lagðist eg fyrir í bolla, lyngivöxnum, og hugsaði mér að láta þar fvrir berast til dagseturs. Eg var því alvanur að sofa úti á víða- vangi, hvernig sem veður var; eg vafði að mér káp- unni, hagræddi mér í lynginu og sofnaði fljótt. En mér varð ekki vært 1 svefninum. Draumar sóttu á mig alla vega sem erviðastir. Seinast dreymdi mig, að eg sótti á brynjaða fylking riddara frá Ung- verjalandi með 30 manna af minni sveit, rétt eins og eg gerði í orustunni við Elchingen, og vann ekki á. Eg stóð 1 ístöðunum og kallaði: “\,Tive l’Empereur”, og hrökk upp við það, að þeir kölluðu 1 ákafa það sama. Eg settist upp og nuddaði stýrurnar úr aug- unum, og hugsaði að eg væri gengjnn af vitinu, því að sama kallið heyrði eg aftur og aftur úr fimm þús- und börkum. Eg gægðist út um lyngrunnann og sá í morgunbirtunni þá sjón, sem kom mér óvænt og illa. Það var Dartmoor prísundin! Þama var hún grá og geigvænleg, varla meir en steinsnar frá mér. Ef eg hefði haldið áfram i myrkrinu litið eitt lenga, Eg hafði dregið saman brauð af því, sem mér var skamtað, áður en eg lagði upp, og hafði alla vasa fulla af þvi. I kápuvasanum fann eg silfurpela full- an af bezta koníakki, svo aö eg var óneyddur þann daginn. Annars fann eg í kápuvösunum rauðan silkiklút, tóbaksbauk gullbúinn og blátt bréf með rauðu innsigli, til yfirmannsins yfir Dartmoor fang- elsi. Gripina hugði eg mér að senda með kápunni, en með bréfið var eg í nokkrum vafa. Fangelsisstjór- inn hafði jafnan sýnt mér mestu kurteisi og mér fanst það ekki samboðið mér, að halda bréfi fyrir honum. Mér datt í hug, að leggja það á almanna- íæri fyrir fangelsishliði, en hætti þó við það, vegna þess. að það yrði þeim vísbending um farir minar, þegar það fvndist. Þvi réð eg af, að bera það á mér og sæta fvrsta færi sem gæfist, að koma því til hans, og stakk því inn á mig, þar sem það var vel gevmt. Það var heitt um daginn og þornuðu vel á mér fötin. Um nóttina var eg vel til ferðar búinn, og eg ætla að trúa ykkur íyrir því, að nú galt eg varhuga við athugaleysinu og tók stefnuna eftir stjörnunum, eins og hverjum húsara skylcli kent að gera. Það var ætlan mm, að ná klæðnaði af einhverjum, sem eg hitti fyrst fyrir mér, og halda til austurstrandarinnar og fá fiskimann eða toll-smygla til að flytja mig yfir sundið. Keisarinn hafði heitið góðum launum hverj- um sem yrði til þess að ferja fanga yfir sundið, og urðu margir fúsir til þess. Eg tók búninginn af höf- uðfati mínu og hnepti vel að mér treyjunni, en a!t um það var eg hræddur um að herklæðin mundu koma upp um mig fyr eða síðar. Því ásetti eg mér að sæta færi að fá mér dularbúning eins fljótt og auðið væri. Með það hélt eg af stað í norðurátt og gekk alla nóttina og skilaði vel áfram. Þegar dagur rann sá eg á hægri hönd fljót, en þorp á vinstri hlið og lagði þar revki upp úr stromp- unum út yfir heiðina. Þangað var fýsilegt að halda, því að mig langaði til að kvnnast' siðum hinna ensku, sem eru næsta ólikir annara þjóða háttum. Til dæmis að taka, þá sjóða þeir ekki ket, heldur éta það hrátt, og þar kaupa menn konur sínar við verði. En eg hefði þekst af höfuðbúningnum og yfirskegginu og málfæri mínu, og þvi gerði eg ekki vart við mig, heldur hélt leiðar minnar til norðurs og leit vel í kringum mig, hvort eg sæi ekki leitarmenn. en varð einskis var. Um hádegisbil varð fyrir mér dalverpi; þar var engin bygð nema einn kotbær, eða húskofi réttara sagt, því að engin útihýs voru þar. Húsið var ekki ósnoturt, með skornum dyrabröndum eins og á sveitabæjum er titt og kálgarði fyrir framan; stór hænsnaflokkur var þar á vappi og engin önnur hús- dýr. Eg gekk ofan á jafnsléttu og lagðist niður í hrisrunna og horfði heim að húsinu, því að mér leizt a' það einmitt ákjósanlegur staður til þess að veita mér það sem mig vanhagaði um. Nestið var eg búinn með og orðinn sársvangur eftir gönguna; eg réð því af, að gera stuttlega njósn um staðinn, ganga heim siðan og skora á hann að gefast upp. Hænsnasteik og eggjaköku gat eg þegið þar, og þegar eg hugsaði til þess, þá kom vatnið fram í munninn á mér. Þegar minst varði, þá kom maður út úr húsinu, lágur vexti en hvatlegur, og annar eldri á eftir hon- um og bar tvær stórar kylfur. Hinn tók við þeim og fór að sveifla þeim upp og niður og í kringum sig ákaflega hratt. Sá eldri stóð hjá á meðan og horfði á grandgæfilega og virtist segja hinum fyrir hvernig hann skyldi bera sig til. Eftir góða stund hætti hann við kylfurnar og tók snæri og hljóp yfir það milli handa sinna eins og stúlkubörn gera sér að leik, en hinn horfði á með mikilli alvörugefni. Vitanlega gat eg ekki gert mér 1 hugarlund hvað þeir kækir höfðu að þýða, nema að þetta væri læknir með sjúkl- ing er hefði þessa kynlegu tilburði sér til heilsubótar. Þegar þetta hafði lengi gengið, fór sá eldri inn og kom út aftur með stóra og þykka yfirhöfn og færði hinn i og hnepti að honum gaumgæfilega óð að honum. Hann mælti ekki orð, heldur snaraðist úr yfir- höfninni og setti sig rskrítnar stellingar, lagði annan hnefann á bringuna, en hélt hinum út frá sér og hafði augun á mér, glottandi. Hvað mig snerti, þá vissi eg ekkert um, hvernig þetta fólk fer að berjast, en eg er alt af reiðubúinn að halda upp mínum hlut, á hestbaki eða fæti, vopnaður eða vopnlaus. Þið skiljið, að hermaður getur ekki alla tíð kosið á þá bardaga-aðferð, sem honum lætur bezt, og að ýlfra verður sá, sem með úlfum er kominn. Eg stökk því á hann með háu hrópi, og ætlaði að ná á honum taki og slá undan honum fætuma um leið. En 1 sama vetfangi sneru fæturnir á mér upp; eg sá álíka marga glampa fyrir augunum eins og við Austerlitz og hnakkinn á mér skall í stein, þegar eg kom niður. Þegar eg raknaði við, lá eg á böru-fleti inni í húsi. Eg hafði suðu fyrir eyrunum og mikið klukknahljóð ,og þegar eg þreifaði framan í mig fann eg bólgu-hnúð, hnefastóran yfir öðru auganu. Sterkan þef lagði fyrir vitin á mér og varð eg þess var, að þeir höfðu lagt bréf yfir bólguna og helt yfir það ediki. I öðrum enda stofunnar sat þessi dverg- vaxni berserkur með beran fótinn, en hinn maðurinn bograði yfir honum og nuddaði hnéð upp úr smyrsl- um. Hann sýndist vera í versta skapi og lét dæluna ganga með ónotum og jagi, en liinn hlustaði á með rýlusvip. “Aldrei hefi eg vitað annað eins á minni lifs- fæddri ævi,” heyrði eg hann segja. “Að æfa sig í beilan mánuð, og allan veg og vanda af þvi hefi eg, vera orðinn sprækur eins og laxinn, hafa fírugasta mann til að fljúgast á við, og svo anarðu út í rysk- ingar við útlending tveim dögum áður en á hólminn kemur.” “Hana, hana, haltu þér saman,” svaraði hinn. “Þú kant vel til undirbúnings áfloga, Jim, en þú værir skárri, ef þú jagaðist minna.” “Eg held það sé ástæða til að jagast,” svaraði sá aldraði. “Ef hnéð verður ekki batnað fyrir næsta miðvikudag, þá halda þeir að þú hafir tekið mútu til að meiða þig, og þá máttu bíða eftir því, að þeir verði þín megin i veðmálunum eftir það.” “Mútu til að meiða mig,” sagði hann og beit á jaxlinn. “Eg hefi unnið 1 19 orrahríðum, og það hefir ekki komið fyrir enn þá, að nokkur hafi þorað að segja orðið “mútur” í mín eyru. Hvernig i f........ átti eg að fara að, þegar mannfanturinn vildi taka af mér fötin sem eg stóð í?” “O sussu, maður; þú vissir af fangapauranum og snáðum hans ekki lengra á burtu en bæjarleið. Þú máttir eins vel siga þeim á hann þá eins og eftir Fötin máttirðu vita að þú mundir fá aftur.” “Ja. heyr á endemi,” kvað Berserkurinn. “Það kemur ekki oft að, að eg brjóti undirbúnings-regl- urnar, en ef það er heimtað af mér, að eg láti fötin utan af mér í hendur Fransmanni, sem ekki getur komið hnúamarki á volga smérsköku, þá er það meira en eg á hægt með að renna niður.” “Hvað er að heyra til þin, maður! hvers virði eru fatagarmarnir? Veiztu það, að Rufton lávarður hefir veðjað að þú hafir vinninginn og lagt við 5,000 pund? Þegar þú stiklar yfir böndin á mið- vikudaginn, þá verður ekki minna en 50 þús. pund þín megin. Það væri dálaglegt að sýna sig þá með bólgið hné, og enga afsökun nema Fransmann.” “Mér datt aldrei í hug, að hann mundi sparka,” mælti stutta kempan. “Þú hefir vist átt von á, að hann mundi -beita hnefunum eftir Broughton’s reglum. Kjáni máttu vera að vita ekki, að þeir kunna ekki að berjast Frakklandi.” Þá settist eg upp á fletinu og mælti: “Mér skilst að vísu ekki alt, sem þið segið, góðu | drengir, en það, sem þið sögðuð seinast, var heimsku- legt. Við kunnum það til bardaga á Frakklandi, að VEGGJA GIPS. Hið bezta kostar yður ekki meir en það lélega eða svikna. tíiðjið kaupmann yðar um ,,Empire“ merkið viðar, Cement veggja og finish plaster — sem er bezta veggja gips sem til er. Eigum vér að segja yð- ur nokkuð um ,,Empire“ Plaster Board— sem eldur vinnur ekki á. Einungis búið til hjá Mumtoba Gypsum Co Ltc/. hVmoippg. Manitoba SKBtFlí) RFTIR BÆKLINGI VORUM YÐ —UR MÚN ÞYKJA HANN ÞF.S,'' VERÐUR. /JKiiZHh ■ éVfé\ VéV-7é\ 17 Þetta fanst mér enn þá undarlegra en alt hitt. því að j ™fu,ni V,Sltera* hverja hofuðborg t Evropu, og þaö var bezta veður úti, sólskin og hiti. Sá eldri! “um komum v.íI tt!I Londön. En v,ð berjumst a gekk nú inn, en hinn var ekki búinn, heldur tók hann hermalina v.su, ga.ð að en ekkt etns og gotustrakar til fótanna og stökk á stað. einmitt , áttina til mín. ! renn^tem.. Þu slærð m.g . hofuð.ð, Eg sparka ua*.- „1 1 u u , 1 hneð a tær. Slikt er barna leikur. Faðu mer Mer þotti ekkert að þessu og hugsaði mer að taka 1 „ f, ,, .,,, , . .. , , , , , ,, *■ , • • ___ , , , - 1 -x , sverð og tak þer sjalfur vopn . hond, og þa skal eg klæði hins smavaxna og halda mina leið td næsta , , , , . ... r „ , . & 'syna þer, hvermg við íorum að berjast hinum meg- in við sundið.” eins og þá hefði eg bókstaflega rekið mig á hana. Eg var svo hremdur, að eg gat ekki í svipinn gert mér grein j þorps og kaupa þar nesti handa mér. Hænsnasteikin fyrir, hvernig á þessu stóð. En eftir litla stund var að vísu freistandi, en þeir voru tveir fyrir í hús- skildi eg hvað til kom, og þá lamdi eg hnefunum í inu og því leizt mér hyggilegra. að sneiöa hjá því, úr höfuðið á mér af gremju og örvænting. Vindurinn þvi að eg var vopnlaus. hafði snúfð sér um 'nóttina, frá norðri til suðurs; en j Eg sá, þegar maðurinn kom nær, að hajm var eg hélt alt af í veðrið og hafði þvi hlaupið 20 rastir í hnellinn þó lágur væri, þvi að stuttur var hann, svo frá dýflizunni og 20 rastir aftur i hina áttina. Eg að eg var í efa um ,hvort eg gæti notað íötin hans. , „ hugsaði til hlaupanna um nóttina með byltunum og ! Hann kom á harða-hlaupi, kófsveittur i framan, og an J 'Jer '1 ial ‘ asta ne ann 1 rlsto ■ öllum skrokkskjóðunum og ólmandanum að hafa mig j stanzaði eins og steini lostinn, þegar eg spratt upp sem lengst á burt frá fangelsinu, og að endirinn á ; og hljóp i veg fyrir hann. öl’u skvldi verða þessi! Mér fanst það svo kýmilegt. “Hver þremillinn hóar i Hólakoti?” mælti hann.. , . , þegar eg hugsaði út í það. að gremja mín snerist alt \ “Hvaða figúra ert þú, laxi? Ertu úr loddara hópi, [ raS inu minu* s 0 ann me ægr!> en la_ 1 vinstfI í einu i blátur. Eg velti mér i lynginu og hló mig j eða hvað?” I1’1 vafnar’ ^ hann um ems ™Usk^mn', ^er alveg máttlausan. Siðan lagðist eg út af. sveipaði j Þetta voru hans óbrevtt orð; eg man þau enn. ! var e 1 llm^au, ^ Un.f,i;S)./,r, ”Cr tim mig kápunni og íhugaði hvað eg skyldi taka til þótt eg skildi litið i þeim. bra.gðs. I “Eg ætla að biðja þig að afsaka mrg, sir,” svar- Það er eitt af því sem eg hefi lært um mina aði eg: “en það stendur svo illa á fyrir mér, að eg styrjaldarævi, að kalla ekkert óhapp.sem að hendi j verð að biðja þig að fá mér fötin, sem þú ert i.” ber, fyr en séð er fyrir endann á hvemig ráðið verði "Fá þér hvað?” át hann upp eftlr mér. “Fötin utan af þér.” “Ja, ef að tarna er ekki á við hana-slag! Til hvers á eg að fá þér fötin af mér?” “Af því að eg þarf á þeim að hal^a.” “Og ef eg ekki vil ?” Dugi mér danskurinn,” sagði eg, “þá er ekki Þeir gláptu báðir á mig lengi og vel siður er enskra. Ix>ks segir sá eldri; “Nú, eg er feginn, að þú raknaðir við aftur, monsjer. Það var ekki mikið lif með þér, þegar við bárum þig heim. Það var engin von til að hauskúp- “Hann er röskleika maður, það skal eg bera honum, og óð á mig eins og orustu-hani,” mælti hinn og nuddaði hnéð á sér. “Eg kom á hann garnla fram úr þvi. Hér sá eg fljótt, að þetta slys, sem hafði hent mig um nóttina, kom mér eins vel eins cg snildarlega úthugsað kænskubragð. Vitanlega mundi leitin hafin frá þeim stað, sem eg hafði hitt vagninn, og eg sá frá felHstaðnum, að margir menn fóru frá fangelsinu, einmitt 1 áttina þangað. Engan þeirra grunaði, að eg hefði haldið til baka þaðan og að eg um' anna* aS gera> en a$ færa Þ’g ur Þeim lá í ró og makjndum í lyng-dældinni minni skamt frá' Hann stóð með hendurnar í vösunum og horfði þeim. Fangarnir höfðu vitaskuld fengið að vita um a mig' °S glotti, þegar hann heyrði mig segja þetta, flótta minn þegar um morguninn; þeir voru svo °S mælti: kátir yfir því að fagnaðar-ópin bárust frá þeim allan 1 “Svo þú ætlar þér ekki annað en það, fuglinn daginn út yfir heiðarnar og hrestist eg og gladdist í huganum, að heyra þann vott um góðvilja og góðan minn. Þú ert kúnstugur náungi, þú berð það utan á þér. En 1 þetta sinn leiztu skakt á eymamarkið, félagsskap. Hóllinn, sem eg 1 á á, blasti við úr ( skal eg láta þig vita. Eg veit hver þú ert; þú ert gluggaholum fangelsisins; en ekki grunaði þá, að eg! franskur flóttamaður úr prísundinni niður frá, það væri þar falinn. Eg sá þá allan daginn frá hólnum j sér hver porrinn. En þú veizt ekki hver eg er, ann- minum ganga fram og aftur í fángelsisgarðinum j ars reyndirðu víst ekki þessar kúnstir. Eg skal segja eða hópa sig í smáflokka og skrafa um flótta minn [ þér það, maður; eg er berserkurinn frá Bristol, með áköfum handaburði. Eg sá og þegar á leið j þrettán fjórðunga kappi þessa lands, og héraa bý eg morguninn, hvar fangaverðir leiddu Beauriiont út úr - mig undir bardagana i húsinu því ama.” fangelsisgarðinum, með reifað höfuð og svo las- j Hann glápti á mig, rétt eins og hann byggist við, burða, að þeir urðu að ganga undir honum. Eg segi , að eg félli flatur við þessi tíðindi; en eg brosti að því, það satt. að eg varð feginn, að komast að því að eg hafði ekki drepið hann, og því sömuleiðis, að félagar okkar gerðu að honum óp, og vissi eg þá, að þeir hefðu getið sér rétt til um þá atburði, sem orðið höfðu um nóttina. Þeir þektu mig allir svo, að þeir ætluðu mér ekki að hafa skilist svona við hann að raunalausu. Allan þann dag lá eg í lyngrunnunum og hlýddi til klukkunnar slá stundimar, og varð mér langur dagurinn. sneri upp á skeggið, virti hann fyrir mér frá hvirfli til ilja og svaraði: “Eg trúi þvi vel, að þú sért vaskur maður, sir, en eg er Etienne Gerard, ofursti húsaranna, sem kendir eru við Conflans, og þar af máttu skilja, að þér er hentugast að láta klæðin af hendi án frekari mótmæla.” “Heyrðu til, monsjer, hættu þessu!” mælti hann. “Þetta hefir þann enda, að þú færð kúluna kembda.” “Fötin, sir, orðalaust, undir eins!” mælti eg og fyrirfram, að þú mundir fá kúluna kembda. “Jæja, þú hefir eitthvað að stæra þig af um ævina héreftir, að hafa lent í höndum berserksins frá Bristol,” sagði sá eldri og leit til mín svo sem eins og til að samfagna mér yfir því happi. “Þú hefir þar að auki hitt vel á hann, albúinn til hólm- göngu, og það af Jim Hunter i þokkabót.” “Eg hefi orðið fyrir stærri skakkaföllum um dagana,” mæltj eg og spretti frá mér treyjunni og sýndi þeim kúluförin, því næst öklann og farið eftir borjárnið i augnakróknum. “Sá er enginn viðvaningur,” sagði berserkurinn. “Miklir dýrðarvöðvar eru það sem maðurinn hefir,” mælti hinn. “Sá væri efni í tveggja vætta mann. Með missiris æfingu undir minni umsjón, skyldi hann verða hreinasta fyrirtak. Það er aumt, að hann skuli verða að fara aftur í fangelsið.” Mér fanst ekki til um það, sem hann sagði sein- ast. Eg hnepti að mér treyjunni og stóð upp og mælti: “Eg ætla nú að kveðja ykkur og halda mína leið.” “Þvi er nú miður, monsjer, að það getur ekki látið sig gera,” segir sá eldri. “Það er aumt eins og eg sagði, að senda annan eins mann og þig á slíkan stað, en skildingar eru skildingar og 20 pund liggja til höfuðs þér. Þeir komu hér í morgun að leita, og eg býst við þeim aftur seinna í dag.” “Eg trúi því ekki, að þið ætlið að segja til mín.” sagði eg. “Eg skal senda ykkur tvisvar tuttugu pund sama daginn og eg stíg fæti á land á Frakklandi. Eg legg þar við æruorð og drengskap minn.” Þeir svöruðu ekki, heldur hristu þegjandi höf- uðið. Eg talaði til þeirra rrtörgum fögrum orðum, studdi mál mitt með beztu rökum, talaði um gestrisni Englendnga og hraustra manna laxbræðralag, en ekki tjáði það; eg mátti eins vel ávarpa kylfurnar i horninu eins og þá þursa.” “ ‘Business’ er ‘business’,” sagði sá gamli. “Þar að auki, hvernig á eg að fylgja Berserknum til hólms á miðvikudaginn, ef fangapaurinn hremmir hann fyrir að hjálpa herteknum manni til að strjúka? Eg verð að svara fyrir Berserkinn, og eg vil í enga tvi- iýnu leggja.” Þetta varð þá endirinn á öllu minu braski og fyrirhöfn. Það átti að höndla mig eins og sauð- skepnu, sem stekkur út yfir réttarvegg. Þeir þektu mig ekki vel, sem ímynduðu sér, að eg mundi taka slíku rólega. Eg vissi nú viðkvæman stað á þessum tveimur mönnum, og eg sýndi það þá, eins og svo oft áður, að Etienne Gerard er aldrei eins óttalegur eins og þá, þegar öll sund sýndust lokuð fyrir honum. Eg tók viöbragð, greip upp eina kylfuna, reiddi hana að berserknum og mælti: “Eg skal þá sjá um það, að þú verðir ekki á hólminn fær á miðvikudaginn.” Náunginn vildi standa á fætur og ráðast á mig, en hinn hljóp á hann og hélt honum í sætinu og grenjaði upp yfir sig: “Kyr! vertu kyr Bersi! Þú skalt engin brek hafa meðan eg er hjá. Burt með þig, franzari. Viö skulum hjálpa þér til að komast undan. Flýttu þér, flýttu þér út áður en hann verður laus.” Eg lét ekki segja mér það oftar, heldur stökk út. En þegar eg kom út undir bert loft, þá svimaði mig svo að ég varð að styðja mig við húsið til að detta ekki. Þegar alls er gætt, sem eg hafði orðið að þola fyrirfarandi, áhyggjurnar og vökuraar á undan flóttanum, hlaupin í illviðrinu, daglanga legu a i haugblautu Ivnginu með regnvott brauð 1 alla mata, siðan seinna, stranga göngu i hálft annað dægur og smakka hvorki vott né þurt, og svo loksins áfallið sem eg hlaut af þvi, að reyna að taka fötin af stutta manninum — var það þá furða að jafnvel mér var nóg boðið? Eg stóð þarna upp við húsvegginn í yfirhöfn- inni stóru með húfu-greyið mitt á höfðinu alt beglað og brotið, lygndi aftur augunum og lét hökuna síga ofan á bringuna. Eg hafði gert alt sem í minu va’di stóð; nú orkaði eg ekki meiru. Þá heyrði eg hófa- dyn og leit upp og sá þá hvar hinn gráskeggjaði yf- irmaður úr Dartmoor prísund kom ríðandi með sex varðmenn á hælunum. “Jæja, hér hittumst við þá aftur, ofursti sæll,” mælti hann með kalsa brosi. Þegar vaskur maður hefir gert alt sem hann orkar og verður að lúta í lægra haldi, þá sýnist það hvernig hann er siðaður, af þvi, hvernig hann tekur ósigrinum. Hvað mig snerti, þá tók eg upp hjá mér bréfið, steig fram, hneigði mig og rétti það að prísundar-verðinum og mælti um leið: “Mig hefir hent það i móti vilja minum, að halda bréfi fyrir þér, herra minn!” Hann leit á mig stórum augum og benti fylgdar- mönnum sinum aö taka mig> fastan. Því næst braut hann upp bréfið og las það og varð þá næsta skrítinn á svipinn. “Þetta hlýtur að vera bréfið, sem herra Charles Meredith misti.” “Það var í kápuvasa hans ” “Þú hefir borið það á þér í tvo daga.” “Siðan í fyrri nótt.” “Og leizt ekki einu sinni í það?” Eg sýndi það á mér ,þó að eg þegði, að hann hefði farið lengra en sæmilegt var, með því að væna mig þess, sem ærlegur drengur á ekki að ætla öðrum. Þó undarlegt væri, þá rak hann upp skellihlátur og hló dátt og lengi. Síðan mælti hann og þurkaði tárin úr augunum: éti-di í rúðíuar rs.sTus’ makveldnd rakáu 1234123 “Ofuirsti, q>ú hefir sannarlega gert okkur og sjálfum þér mikið ónæði að ástæðulausu. Leyfðu mér að lesa hátt fyrir þér þetta bréf, sem þú barst á þér á flóttanum.” Bréfið hljóðaði svo: “Hér með tjáist þénustusamlegast, að þér ber þegar að láta lausan ofurstann Etienne Gerard úr þriðju sveiti húsaranna, sem er gefinn frjáls til út- lausnar ofurstanum Mason úr liði riðandi stórskota- manna, nú í haldi í Verdun.” Eftir það tók hann aftur til að hlæja; varðmenn hans tóku, undir og mennirnir í húsinu stóðu á þröskuldinum og hlógu líka, og þegar eg sá alla þessa kátínu í kringum mig og hugsaði til vona minna og kvíða, erviðleika og mannháska, sem nú var alt yfir- staðið, — hvað gat þá einn prúður hermaður gert nema hallað sér upp að húsveggnum á ný og hlegið eins dátt og hinir? Eg hafði líka mesta ástæðuna til að vera kátur, því að fram undan mér var mitt elskaða Frakkland og hún móðir mín og keisarinn og riddarar mínir, e nað baki lá skuggaleg prísund og járngreip hins enska kóngs. Dr. R. L. HURST, Member of the Royal College of Surgeons, Eng., útskrifaöur af Royal Collegeof Phys- icians, London. SúrfrseBingur í brjóst- tauga- og k»en-sjúkómum. Skrifstofa: 305 Kennedy Bldg., Portage Ave. (á móti Eatons). Tals, M. 814. 1 Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. “ THOS. H. JOHNSQN «g * HJÁLMAR A. BERGMAN, f íslenzkir lógfræÖiiifi'ar, í SffRipsTDFA:— Room 811 McArtknr J Building, Portage Avenue Áritdn: P. O. Box 1050. « Telefónar: 4503 og 4504- Winnipeg z Dr. B. J.BRANDSON lí t * t * Office: Cor. Sherbrooke & William 1 Trajii'iMiNi; garrv 320 1 Opficb-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. 1 Hhimili: ©20 McDbrmot Avba Tkiæpwtoe garry »21 Winnipeg, Man. I | '9&9&S&9&9&&a&S' *J Dr. O. BJORN&ON g g Of&ce: Cor, Sherbrooke & William rni.KFHONE.GARRV 32« £ Office tfmar: 2—3 og 7—8 e. h. Hbimili: 806 Victor Strbbt TKI-.i:rHONH, GARRY T03 Winnipeg, Man. l9a/9a« Dr. W. J. MacTAVISH | Officb 724J Yargem Ave. Telephone ólierbr. 940. ( 10-12 f. m. Office tfmar ■< 3-5 e. m. ( 7-9 e. m. — Heimili 467 Toronto Street _ S WINNIPEG 3 jTELEPUONE Sherbr. 432, J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG. Portage Ave., Cor. Hargrme St Suite 313. Tals. main 5302. nMi >»i att atii ^ *■ itt a a n Dr. Raymond Brown, Sárfrœðingur í augna-eyra-nef- og háls-ej úkdóm um. 3í36 Somerset Bldg. Talsfmi 7282 Cor. Donald & PortageAve. Heima kl. 10—1 og 3—6, J. H. CARSON, Manufacturer of ARTIFICIAL LIMBS, ORTHO- PEDIC APPLIANCES.Trusseev Phone 8426 857 Notre Duine WINNIPBk A. S Bardal 843 SHFRBROOKE ST. sel»r líkkistur og annast Jm úi.'arir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ar selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Tal« O airjr 2152 8. A. 8IQURD8ON J. J. MYCRB Tals. Sherbr, 2786 Tals. Ft.R. 958 SICURPSON & MYEBS BYCCIfiCAI^EjfN og F4STEICNf\SAUW Skrifstofa: Talsími M 446 510 Mclntyre Block Winnipeg Hvergi fáið þér svo vandaðar LJÓSMY NDIR fyrir svo lágt verð, af hverri tegund sem er, eins og hjá B, THORSTEINSSON, West Selkirk, Man, Skáhalt móti strœtisvagnastöðinni. A. S. 8ARHAL. selui Granitt Legstcina alls kcnar stærðir Þcir sem ætla sér að ka \- LEGSTEINA peta þvf fengið mefi mjög rýmileeu veröi og ættt að seníÍA pantanir >eru fyt^,. til A. S. BARDAL 84-3 Sher brooke St. Bardal Block

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.