Lögberg


Lögberg - 01.08.1912, Qupperneq 1

Lögberg - 01.08.1912, Qupperneq 1
25. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN I. ÁGÚST 1912 NUMER 31 Hver sigrar? ]»ó að þess sé lítið getiðí í blöð- um upp á síðkastið, hérna megin landamæra, þá kraumar ekki all lítið i kosninga katlinum syðra. Fá blöð höfum vér séð, er telja líklegt, að Taft nái kosningu, hitt gera 'blöð hans >kappsamlega, að vinna á móti Roosevelt. T. R. er ekki iðjulaus, heldur ferðast um og heldur ræður; sýna sig víðía vinsældir hans af alþýðu, en þó vill honum þungt veita i sumUm ríkjum, þarsem bæði blöð og flokksforingjar standa í móti hon- um. Forseta kosning er svo háttað í Bandarikjum, að hvert ríki um sig kýs kjörmenn, vissa tölu eftir fólksfjölda, New Ýork ríki flesta, 45 kjörmenn, Pennsylvaniá 38, Illinois 29, Ohio 24, Texas 20, Massachusett og Missouri 18 hvort, og önnur þaðan af færri, — alls 531 kjörmenn. Þeir kjósa um þau forseta efni, sem útnefnd hafa verið, og þarf einfaldan meiri hluta, 266 atkv., til þess að kosning sé gild. Það er aðalvið- fangsefni mjög margra þar syðra, að gera liklega áætlun um, hvern- ig atkvæði kjörmanna muni falla, og fer útkoman hjá hverjum og einum rnest eftir því vitanlega hvern sá vill láta vinna, en um það virðist flestum koma saman, að enginn þeirra þriggja, Roose- velts, Tafts og Wilsons, muni geta haft sigurinn, nema með fylgi kjörmanna New York rikis. Ef svo skyldi fara, að atkvæði kjör- manna skiftast þannig, að enginn af forseta efnum fær nægilega mörg atkvæði, þá kemur forseta kjör undír ljiina einkjörnu delid þings í Washington, en þar eru Demokratar i meiri hluta. Enn- þá er hvergi nærri mögulegt að ráða 'í úrslitin, en að svo stöddu máli virðist mega kalla það slysa- legt, ef Demokratar koma ekki sinum mianni að, er hinn flokkur- inn er tvískiftur og sjálfum sér sundurþykkur. Fátítt slys. Allir ;hafa heyrt söguna af pilt- inum. sem þóttist vera staddur i lífsháska og hrópaði á hjálp, en hló svo að öllu saman, þegar fólk kom hlaupandi — þangað til hann komst i verulegan lifsháska og kallaði, en þá kom enginn. Þetta sannaðist áþreifanlega í Toronto fyrir nokkrum dögum. l'veir ungir menn voru á bát úti á vatni; hvolfdi bátnum með þá, þegar minnst varði; annar var syndur, en hinn ekki; sá hélt sér í bátinn og kallaði á hjálp, en félagi hans synti til lands. Þetta skeði ná- lægt þeim stað, þarsem sogpípa liggur úr vatninu1,, og inn í bæinn; þar höfðu drengir oft leik- ið sér að því að láta eins pg þeir væru að sogast niður í vatnið, og hrópuðu á hjálp; en er fólk kom að í ofboði, þá hlógu þeir og hædd- ust að þvi. I þetta sinn var fullt af fólki á vatnsbakkanum og fjöldi báta; þegar veinin heyrðust í juanninum. sem hélt sér í bátinn. þá liugsuðu allir, að hann væri að gera að gamni sínu, og hreyfðu sig ekki, og þegar félagi hans komi í land af sundinu, þá fór á sömu leið, að honum var ekki trúað fyrst. Svo hættu hljóðin allt i einu, og var þá róið út. Þá var •maðurinn losnaður við kænuna og sokkinn. Enginn þorði að stinga sér þar, þó margir góðir sundmenn væru viðstaddir, hugs- uðu líka, að hinn druknaði hefði sogast inn i pípuna. en þó náðist líkið eftir 40 mínútur. — Prófessor í dýrafræði við Kristíaniu háskóla varð kven- maður nýlega, Kristín að nafni, Bonnevie, fertug að aldri. líún hefir starfað veð háskólann æðji lengi, og reynst lagin til að fá piltana til að læra. — Getið var um fimm bama dauða á heimili í P. E. I., og var móðir barnanna loks tekin föst fyrir grun um að hafa banað þeim. Nú hefir hún játað sök sina og er dæmd til lífláts. Þó hefir dóm- stóllinn mælt sterklega með því, að hún verði náðuð, en ekki er getið um mólsbætur né hvatir til glæps- ins. i Hernaður og hryðjuverk í Mexico. Ennþá berjast þeir í Mexico Orozco sá er mest traust hefur uppreisnarmanna, og um eitt skeið virtist kominn nærri því að> steypa Madero, fer nú á hæli vestur eftir landi norðan til, en sá herforingi er nefnist Pluerta, sækir eftir honum. Sundurlyndi mikið er í liði Oroscos, að sögn, og ýmsir af undirmönnum hans til þess búnir, að taka hann af völdum og lifi. Hann er sagður stórauðugur, en þeim auð hefur kona hans komið undan, og bíður hans hvortveggja í San Francisco. • Zapata heitir annar herforingi uppreisnarmanna. Hann fer yfir landið fram og aftur, og kemur þar fram, sem sízt varir. I liði •hans eru útilegumenn og spell- virkjar, hið mesta illþýði. Zapata þessi komst nærri höfuð'borginni fyrir skömmu> og sat þar um brautarlestir., I einni voru 75 farþegjar, karlar og konuUf og( 50 hermenn. Uppreisnarmenn lögðu dynamite undir teina og létu það springa þegar lestin kom, og veltu svo togreiðinni, tóku síð- an til manndrápanna. 84 voru drepnir, þar á meðal 50 hermenh. Mörgum unnu þeir á er áður voru óvigir af sárum; oliu heltuj þeir 3’fir vagnana og brendu til ösku. Þar brunnu margir sárir menn. Kvenfólk svívirtu þeir, drápu sið- an og Iimlestu. A hverjum degi kemur til vopna viðskifta með uppreisnarmönnum og stjórnarinn- ar liði. Einn daginn voru drepn- ir 60 menn af Zapata, og næsta dag 40 af stjómarmönnum. Upphlaup í Port Arthur Verkamenn C. N. R. félagsins, er áð vinnu voru, á skipabryggj- um félagsins i Port Arthur, hafa lagt niður vinnu og hófu óspektir á mánudaginn. Lögreglumenn vildu skakka leikinn og varð' þeirra viðureign svo hörð. aðí fjórir lög- gæzlumenn sættu meiðslum, þar á meðal lögreglustjórinn svo mikl- um, að hann er talinn af. Af verkamönnum var einn dqyddur og annar slasaður, bræður tveir, báðir ítalskir, og nokkrir aðrir meiddir allmikið. Þar næst var herlið kallað til hjálpar. og nokkur hluti bæjarins settur í herkví af 200 hermönnum. Verkamenni hafa lengi heimtað kauphækkun, 5 cent um klukkutímann, en ekki fengið. Þeir hættu verkum á mánudag, og fóru spaklega, þar til lögreglu- maður vildi koma fram sínumi vilja í þeirra 'hóp; því vildu þeir ekki una, og þegar lÖgreglustjóm- in kom með aðra fjóra, og réðl á hópinn með byssivm á lofti, þá voru þeir barðir niður með kylf- um, en sumir skotnir. Eftir það fóru verkamenn spak- lega, eins og ekkert hefði ískorist. gengu um göturnar í fylkingum og margir með þeim, börn og konur þeirra, að biðja bæjarmenn liðs í baráttu þeirra við félagið. Búist er við að hermenn geri húsleit hjá verkamönnum, að taka vopn af þeim, og þykir líklegt, að þá komi til bardaga. Skip rekast á. Skipsbáknið IJmpress of Brit- ain, er C.P.R. félagiðj á, rakst á annað skip, kolabark úr járni, í St. Lawrence fljóti á laugardag- inn. Barkurinn sökk, en skip komst við illan leik til hafnar í Quebec. Stórar jámplötur úr barkinum stóðu út úr kinnung og stefni hins stóra skips, og sýndi Jvað ljóslega með hverjum hætti slysið hafði orðið. í Quebec eru engin naust svo stór, að þar verði gert við þetta stóra skip og hvergi hér i landi nema i Hali- fax, en þar er herskipið Niobe i aðgerð, svo óvænlega horfir með viðgerðina. Skipið hafði mikinn flutning og fjölda farþegja. —Gömul kona kom til borgar- stjórans Montreal, og bað hann ráð'a. Þegar maðurinn hennar dó, átti hann 2,000 dali á banka, en þegar hún fór að vitja þess, þá var einhver búin að draga út alla þeningana. Borgarstjórinn vis- aði gömlu konunni til lögmanns. Hækkun talsímagialda. Af talsímamálinu ei* þær fréttir að segja umfrarn það er fyr er getiö, að talsímagjöld hafa verið hækkuð um allt fylkið, fram yfir það sem verið hefur, þó að hækk- unin sé ekki eins mikil og ráð- gjört var í desember síðastliðnum. Ilér eru tekin upp nokkur atriði úr tillögum símastjórans. Fyrir notkun sima alla tíma sól- arhrings út um land er borgunm ráðin $40 fyrir verzlanir og $25 fyrir aðra. í Brandon $35 fyrir verzlanir, $20 fyrir heimili í bæn- um, $25 í sveitunum í kring. í Selkirk $25 í verzlunum, $20 fyrir heimili innanbæjar, $24 i sveitum umhverfis, og sami taxti i Por- tage la Prairie og fleiri stöð|um. Á Gimli og Icelandic River $20 í verzlunum, $15 heimilum en $20 í sveitum umhverfis. Á Baldur og í Glenboro $22 í verzlunum. $15 á heimilum $22 í sveitum. Þessi taxti er ekki genginn í gildi ennþá. Skriiflagum mötmælum veröur viðtaka veitt á skrifstofu “Public Commissioner’’ í Winni- peg til 10. ágúst. ' Ráðherra störfin. Ráðgjafar vori]ú, 'Bord’en bg saniverkaniemi hans fjórir eru nú koninir til Parisar og sitja þar veizlur í dýrlegumi fagnaði. Sendi- herra Breta fylgdi þeim á fund Fallieres forseta og þar hélt Mr. Borden ræðu á frönsku], og þakk- aði fyrir góðar viðtökur, hrósaði dálítð frönskum í Canada, og gerði sig yfirhöfuð eins blíðan og kur- teisan og hann gat. Síðan var ráðherrunum haklin veizla af brezkunt kaupmönnum í París, ag voru þar enn ræðuhöld með miklu hrósi um þá frönsku" í Austur Canada.—Hon. Bob. Rogers ætl- aði til Evrópu í sumar líka, að skemta sér einsog embættisbi'æð- ur hans, en fékk ekki að fara, þeg- ar til kom, fékk boð frá Borden að bíða, þangað1 til hann kæmi heim. Sá sem gengur í stað Bor- dens og allra hinna ráðgjafanna, í sumar, hefur vanalega engri deild að stjórna, er embættislaus, þó hann hafi ráðherra laun, en> eigi að siður stjórnar hann fyrir þá al!a, þegar með þarf. Vér kunn- um engin deili á manninum, mun- um ekki einusinni hvað hann heit- ir, en annaðhvort er, að hann er livalur að vinna, ellegar ráðherra störfin eru ekki fjarskalega þung. Lögregla í klípu. Úndirforingi í lögregluliði New York borgar, Becker að nafni, hefur verið tekinn fastur og kærð- ur um að vera ráðbani Rosenthals, þess er myrtur var fyrir nokkrum dögum í þeirri Lorgj. Roseni- thal átti spilaholu, og kom því upp að lögreglan ætti lilut í henni með sér, og vildi kúga sig til að gjalda mútur til þess að vera. óáreittur, rneira en honum þótti sanngjarnt! Þegar hann vildi ekki borga, og hótaði að segja alla sögu þá var hann drepinn úti fyrir einu, hóteli er hann hafði verið kallaður til; gengu að honum fjór- ir menn og skutu hann til bana, fóru svo sína leið í bifreið. Lög- reglumaður stóð skamt frá, ; að sögn, og skifti sér ekki af hvað fram fór^ en tveir óviðkomandi menn gengu hjá í sömu svipan, fónaði annar eftir lækni, en hinn fór til næstu lögreglustöðva og sagði hvað gerzt hafði. Þar var hann tekinn og settur í fanga- klefa, númerið á bifreiðinni', er hann háfði tekið eftir, var bókað rangt eftir honum, og: fleira þótti grunsamlegt í aðferð lögreglunn- ar. Sá sem sökina sækir af hendi hins opinbera er talinn beita keyptum spæjurum fyrir sig, með því að' lögreglunni sé ekki treystandi til að gera annað en flækja málið. Komizt hefur það upp, hverir morðingjarnir eru, og er sumum náð, en sagðir eru þeir aðeins verkfæri lögreglunnar eða þess, sem tekinn er fastur, hins fyrirnefnda BedkerS, yfir- manns í lögregluliðinu. Ný orð?.bók. Herra H. S. Bardal, bóksali, hefur sýnt oss boðsbréf ásamt sýnishorni að hinni nýju oröabók islenzkrar tungu, er Jón Ólafsson. ritstjóri, hefur unnið að í mörg ár, og nú á að fara aðl gefa út. Samkvæmt boðsbréfinu á orða- bókin “að taka yfir öll orð úr fornmálinu, nema ekki annað úr skáldamálinu en það sem i Ed!d- unum kennir fyrir; einnig tekur hún úr nýja málinu öll þau orð. er höfundurinn hefur komist yfir, og hefur hann hagnýtt þar orða bœkur þær, sem til eru með þýð- in>gum á útlend mál, þar ámeðal öll orðasöfn Jóns rektors Þorkels- sonar, og auk þess orðasafn dr. Schevings, sem dr. Jóni Þorkels- syni hefur verið ókunnugt um; en óað eru 3 bindi skrifuð i 4 bl. broti. Sjálfur hefir höf. safnað allmiklu af orðuni bæði úr bók-um og daglegu máli; sérstaklega færir hann til mesta fjölda merkinga og orðskipana, sem fyrir koma í b(>kum eða tiðkast í daglegu máli en aldrei hafa áður komist í nokkra orðabók.—Auðvitað hlýtur margt að> vanta í þessari frumsmið1 eins og í öllum slikum,. en svo auöug verður hún, að hún hlýtur að verða sá grundvöllur, sem allar siðari orðaibækur i mlinu verða að byggja á ('með leiðréttingum og viðaukum), og eins verður hún uppspretta fyrir þá er semja minni orðabækur (t.d. yfir inýja málið eitt, eða skólabækurj. Nú er verið að prenta 1. hefti, sem verður 25 arkir i 4bl. broti áþekt brot og á orðabók Bjarnar Halldórssonar. Hvert hefti verður stinnheft með1 léreftskili, svo að það þoli óskemt notkun, þar til er hvert bindi er fullnað/ Hvert slíkt hefti kostar $1.40 og er hugsað til að> koma 1 eða 2 heftum út á ári eftirleiðis. Þess er vænst, að enginn barna- skóli geti verið ; # þessarar bókar, og að fjöldi manna, bæöi hér á landi, og þó einkum vestanhafs éþar sem þörfin er enn meiri og þar sem menn finna betuq til þarfarinnar, af því að þeir eru vanir slíkum bókum á enskuj, gerist áskrifendur að henni. Menn eru beðnir að athuga það, að margir áskrifendur eru skyl- yrði fyrir, að útkoman geti geng- ið svo greiðlega sem til er ætlast, og að mönnum er léttara að eign- ast bókina á þennan hátt, en að kaupa hana siðar alla í einu. Hún verður að minsta kosti 16 hefti, en ef til vill fleiri. í Félag i Reykjavik gefur út orðabók þessa; formaður þess er Próf. Eiríkur Briem. en gjaldkeri Ben S. Þórarinsson, kaupm. Þessa orðabókarsmíð má skoða sem stórviðburð i ibókmentun vorum. Hennar hefur lengi verð mikil þörf. Þeir sem hafa fyrir atvinnu eða aðalstarf aðl rita íslenzku, hafa orðið að heyja sér orðaforða sjálfir af ýmsum bókum, og hafa í því efni sem öðrum staðið ver að vigi heldur en allra annara landa rithöfundar, sem hafa fjöldamargar orðabæk- ur til að hverfa, hver á sínu tungu- máli. Þegar þessi orðabók er út komin,, ættu þeir ekki að þurfa að leita annarstaðar að orðum og sameitum. Um það hvernig orðabókin er úr garði gerð, er ómögulegt að dæma af því littla sýnishorni sem boðsbréfinu fylgir, en alkunnugt er, a‘ð herra Jón Ólafsson er pry-ðis vel að sér í voru móðurmáli og hefir starfað að þessu efni um mörg ár með miklum áhuga. Ástund- tm íslenzkrar tungu hefur verið honum kær frá því hann var ung- lingur og hann er handgenginn hinum beztu fyrirmyndum annara þjóða i þessu efni. Það er í mikið ráðist af félaginu, að gefa út annað eins stórverk og þctta verður; það er vonandi að ís- lendingar sýni tungu siani þá ræktarsemi, að þeir gerist áskrif- endur að bókinni, svo að útgáfa hennar frestist ekki fyrir áhuga- leysi almennings. Hvaðanæfa. — Obels neftóbak hefir marg- ur Islendingur reynt, og það að g|óðu. Winther hét rnaður, er byrjaði að búa til það rjól i Ála- borg árið 1787, með konunglegu einkaleyfi; ekkja hans giftist svo Obel, er hélt áfram starfi síns forseta; þriðji maður ekkjunnar hét Vinding, sem og hélt áfram, rjólverkinu, þartil stjiýpsomir hans, Obel að nafni, tók við, og hefir verksmiðjan og rjólið síðan verið kent við hann í nálega hálfa öld. — I Helsingja borg við Eyrar- sund er granit steinn á leiði í kirkjuskoti. Sá steinn spáir svo vel veðri, að enginn maður né áhald, sem menn hafa tilbúið, ger- ir betur. Steinninn verður all- ur votur utan ef á rigningu veit, en þornar á móti þurki. Steinn- inn er æva gamall og eru smáboll- ar ofan i liann og sprungur; þær verða stundum alveg fullar af vatni, ef rigning er í aðsigi. — Þess var nýlega getið, að Norðmenn lföfðu lagt undir sig fossa á íslandi. Nú kemur sú frétt, að þeir hafi stofnað félag til þess að hefja skipaferðir frá Evrópu yfir Gandvik til Bjarma- lands. Þar leggja þeir upp í fljót- ið Tenessej, sem er stórskipum fært langt upp i land, allt að þeim stað, þarsem járnbrautin itrikla fer yfir hana, er liggur um þvera iSíbleríu, Ifrá Mozkwa tiilVladi- vostock á strönd Kyrrahafsins. Fyrir ofan þá jarnbrautarbrú eru strengir í fljótinu. Þá ætlar Rú|Ssastj;órn að láta sprengja burtu, og verður elfan þá skij> geng alt suður i Kinaveldi. Land- ið umhverfis stórelfuna byggist óðum, ekki siður en aðrir partar Síberíu, og ætla Norðmenn aö tryggja sér sinn skerf af verzlun við þarlandsmenn. ITið fyrsta skip þeirra er lagt af staði í þessa ferði, hlaðið enskum varningi, en nóg er að flytja til baka, bæði skinnavöru, flax, korn o. s. fr. —Svo er sagt. að stórmikið land í útnorður af Shoal Lake, þarsem heitir Rossburn, hafi verið selt ný- lega fyrir 450 þúsund dali. Auð- menn keyptw landið, frá New York og Tóronto. Látinn er keisarinn í Jap-'l Ian og elzti sonur hans tek- | inn við. Engrar breytingar < vænta menn í stjórn lands- < ins við þau skifti með því ( Íað þeir höfðingjar, sem haft < hafa stjórn landsins í hendi < sér, halda henni eftir sem ( 5 áður. | Heiðurssamsæti var Jijóðskáldinu séra Matthíasi Jochumssyni haldið á Hótel Reykjavík laugardaginn 6. þ. m. kl. 8 að kveldi. Forstöðunefndin hafði og boðið Elínu dóttur skálds- ins sem heiðursgesti. Samsætið sátu um 80 manns1, konur og karlar. Dagblaðið “Vísir” segir svo frá: Fyrir rninni heiðursgestsins, séra Mátthíasar, talaði skáldið H. Hafstein. Var sú ræða fögur og. snjöll. Hann kvaðst kvöldið1 áður hafa verið að reyna að búa sig undir ræðu þessa, en ekki getað áttað sig á, hvaö' hann ætti helst að segja, — hefði svo sofnað útaf frá öllu saman. Þá hefði sig dreymt. og sagði hann draum 'sinn: Hann þóttiist staddur í stórum :sal bg gjlæsilegum>, og lagði um hann birtu af lýsigulli skínanda. Þar sá hann mann standa í dyrum; lýsti hann mann- inum og var þar auðkendur Matth- ías. Þá sá ltann skara hinna ágætustu Islendinga koma fram, þá Tón Arason, Eggert Ólafssoni, Guðbrand biskup, Stefán i Valla- nesi, Hjaltalín landlækni. Jón Sig- urðisson og marga fleiri, rétta skáldinu höndina og fagna því hjartanlega, — Jióttist hann vita, að Jjeir væru að þakka honum fyr- ir, að hann hefði ort um þá látna ódauðleg ljóð. Þ"á sá hann þrjá menn fagna skáldinu —. lýsti hann Jæimí, og var einn þeirra svipmikill með hátt og hvelft enni i búningi fyrri alda og hafði pípukraga, — annar forkunnar fríður með svart hár og hrokkið, — sa príðji var bjartur yfiríitum og hrokkið hárið. Kendi hann þar snillilega þá hina útlendu, er Matthias hefir (þýtt eftír meistaraverkin, ,þó Shakes- peare, Byron og Tegnér. En er skáldið vildi ganga í salinn, kvað við rödd, er hrópaði: Ekki enn! Og hurfu þá allir glæsilegu svip- irnir. Kvað hann séra Matthías enn standa í svo miklum ábyrgð- um fyrir þjóð sína, að enn væri honum ekki leyít af forsjóninni að fara að samvistum við hina framliðnu. — Margt fleira talaði Hafstein hlýtt og hjartanlegt í garð skáldsins, en skáldið svar- aði þegar fám orðum og vel völd- um. 1 Ræðu héldu og dr. Guðmi. Finnbogason um þá Matthías og Steingrím báða “svanhvítu” snill- ingana, er sátu þar við háborðið, hvor við annars hlið Einar Hjörleifsson, er rakti fornar end- urminningar um kynni sín við| skáldi'ð'; Indriði Einarsson rrunt- ist eldri og yngri skálda, frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir mintist þeirra einnig í samþ^ndi við konumar. Heiðursgesturinn hélt ræðu fyrir minni Geirs kaupm. Zoega, en Geir þakkaði. Heiðursg|esturinn mælti fyrir minni kvenna af mik- illi fyndni. Sig. J. Jóhannesson skáld frá Vesturkeimi flutti skáld- inu kveðju Islendinga vestan hafs. Fyrir minni heiðursgestsins var sungiS kvæði eftir Guðm. skáld Magnússon. Samsætið fór hið bezta fram og er borðum var 'hrundið, skemtu menn sér við samræður og dans litið eitt, og hóf þjóðskáldið dans- inn. En kl. iþá fylgdu allir heið- ursgestinum heim, var' þá æpt fagnaðaróp fyrir honuni, en kon- ur lögðu hendur um háls honum og kystu JVjófðskáldið. Skáldið svaraði lit og kysti Tryggva Gunnarsson vel og lengi aö skiln- aði. Fóru menn svo heim að sofa eftir sumblið. Collegiate prófin. Prófum nemenda viði Collegiates í Manitoba, er nýlega lokið. Hcr fer á eftir upptalning íslenzkra nemenda, er þau Jiróf hafa stað ist. Nöfnin höfum vér lesið út úr hinni prentuðu nafnaskrá, með góðfúsri aðstoð Miss Guðrúnar Jóhannsson, sem sjálf er ein af nemendunum og tekið hefur “sec- ond class” próf með ágœtis eink- unn. Það er ekki vandalaust, að lesa nöfn islenzkra nemenda úr Jieim langa lista, og kann því að vera, að einstaka nafn hafi fallið úr, þó að hin mesta aðgæsla hafi verið viðhöfð. Þess mól að lok- um geta, að nemendurnir hafa yfirleitt staðið sig rnikiö vel, og einkum er lofsverð frammistaða Jæirra sem fengið hafa ágætis einkunn, eftir þvi sem próf hafa verið þung í ár, að allra sögn. First Class—Eitir fjögra ára nám Ellen Fridhilda Johannson, Ólöf Sveinson. ) Sccond Class—Eftir þriggja. ára nám. Hilda Ámason, Evaline Mat- ilda Eyólfson, Violet Fjelsted, Guðlaug Guttormson, Margaret Hanson, Guðbjörg Helgason, Andrea Ingaldson, Rebecca John- ston, Hallgerður Rose Magnusson|, Guðný Thorsteinson. . Agæt.s einkunm Guðrún Gunnlaugsdóttir Jóhannson. Third Class, Part II—Eftir tveggja ára nám—Síðari hluti Bamey Bjarnason. Agætis c'mkunm Helga Ámason. Ljótun Johnson, Mabel Joseph. Third Class, Part I—Eftir eins árs nám—Fyrri hluti Halla Eyvindson. Malfridur R. Jonson, Olavia Arason. Denna Christianson. Rose Fredlrikson, Christina Josefina Bergson), Anna S. Bjarnason, Valgerður E. Jonatanson, Helga Kernested. Guð- borg M Davidson. Kristian S. Friderickson, Elin Guðmundson, Hilda J'. Johnson, Havardur Elias- son, Aurora Vopni, Katrin Good- man. Agœtis einkunni Thoranna Anderson, Numi Hjalmarson, Magnusina Magnusson. —í Coquitlan, voru fjórir Italir teknir fastir fyrir óleyfilega vin- sölu sektaðir um 730 dali og allar vinbyrgöir geröar upptækar til 300 dala. Landið og bankinn. á nýafstöðnum aðalfundi Is- landsbanka hluthafa, hélt ráðherra íslands, Kr. Jónsson, þessa ræðu um hag landsins, og starfsemi bankans, samkvæmt nýkominni Isafold: Árið sem leið var að mörgu leyti gæðaár fyrir landið, sérstak- lega að Jiví er snertir aðalatvinnu- veg landsins, landbúnaðinn og sjávarútveginn. Að vísu var fiskiafli á Austfjörðium með rýr- ara móti; en á Snðurlandi á Vest- urlandi gengu fiskiveiðarnar ágæt- lega, einkum á fyrnefnda. staðnum Hinn óvenjumikli fiskiafli, er á land kom á Suðurlandi, var sérstak lega auknum innlend umbotnvörpu- veiðum að þakka, en að þeirri grein fiskiveiðanna hefir fyrst verulega kveðið nú allra síðustu árin, og hefir Islandsbanki óneit- anlega haft mestan og beztan þátt í að styðja þá atvinnugrein, sem aftur hefir orðið til þess að fram- leiðsla á fiski til útflutnings hefir aukist stórkostlcga. 'Þessi fiskí- veiða-aðferð hefir auk þess útvcg- að fjöldamanns trygga og góða atvinnu árið* um kring, atvinnu sem virðist vera hættuminni en fiskiveiðar á opnutn bátum og segl- skipum. En það hefir hinsvegar verið mjög miklum örðugleikum bundið fyrir liankann, að binda fast svo mikið fé, sem þurft hefir til botnvörpuveiðaskipa, fé, sem fyrst fæst aftur smámsaman á nokkuð löngum tíma — og þó um leið að geta sinnt ýmsum öörum þöitfum 'og kröfum landsmafmá!, sem bankinn engu1 að síður hefir gjört og á viðurkenningu skilið fyrir. Til eflingar landbúnaði og rekstri þess atvinnuvegar, þarf einnig mikið fé, sem jafnvel út- heimtir talsvert- lcu’gri Lorgunar- frest á en Jjví fé, sem lánað er til reksturs sjávarútvegi, og eins og örðiugleikarnir hafa verið miklir á því að fá peninga frá útlöndum síðasta ijú árið. af ýmsum ástæð- um, Jiá verður ekki annað sagt. en að bankanum hafi tekist það öllum vonum fremur, að útvega starfsfé til reksturs aðalatvinnuvega lands- ins. Aukin framleiðsla hér á. landi, á næstum öllum sviðoun, hefir eðli- lega haft það i för með sér, að eft- irspurn eftir peningum og veltufé hefir stórum farið 1 voxt, og er það sérstaklega að hauistinu til, að mjög mikið ber á slíkri eftirspurn. Má Jietta meðal annars marka á þvi, að umsetningj bankans árið sem leið hefir verið fullum 10 miljónum króna hærri en árið áðiur 1910 og hefir þannig hækkað um c. 17% á einu ári. Er það virð- ingarvert: hve bankinn hefir þannig getað aukið umsetning sína. Land eins og Island, sem er á miklu framfaraskeiði hvað fram- leiðslu og efling atvinnuvega snert- ir, er hinsvegar mjög fátækt að peningum, þarf jafnt og Jætt á er- lendum peningastraum að halda inn í landið, Er það eitt af hlut- verkum bankanna, að afla }>essara peninga og það hefir Islandsbanki eftir mætti reynt að gjöra árið sem leið, ekki iiður en áður. — Þetta hefir verið sérstökum örðugleikum og annmörkum bundið, einkum og vegna þess að það gengur æ treg- ara og tregara að selja bankavaxta bréf eða nokkur íslenzk verðbréf erlendis, jafnvel fyrir lágt verði, en eftirspurn eftir peningum hins- vegar rneiri en nokkru sinni áður. íslandsbanki gat þó keypt af lands- sjóði og selt aftur erlendis milj- ón af bankavaxtabréfum Lands- bankans. Bankanum hafa úr öllum áttum borist beiðnir og málaleitanir um peningalán, sem bankastjómin hef- ir, eftir því sem bankanum hefir verið frekast unt, gjört sér alt far um að sinna. Meðal annars má geta þess, að btnkinn hefir árið sem leið veitt heilsuhælisfélaginu talsvert lán, sömuleiðis veitt lands- sjóði allstór bráðabirgðarlán, heit- ið Reykjavíkur kaupstað talsvert háu láni til hafnargerðar og átt talsverðan þátt í útvegun láns till þess fyrirtækis.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.