Lögberg - 01.08.1912, Page 3

Lögberg - 01.08.1912, Page 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN x. AGÚST 1912 3- Hol-götur frá vaði — Björg og Laufey báðar Biöu út’ á hlaöi.' Þar fór Lárus. Leitum snúin frá Lesta-sveitin, einkis-vör hvar feldist ÞaS sem horfiö haföi fram’ í á. Helzt var sýnt, aö noröurförin dveldist. Valdiö týnt og höfuðlaus var her, Herra-tignir allra kannske í veði. Óvíst mál hvar ínætti smeyja sér Mjúkinn í hjá þeim sem næstur réði, Líksins varö aö leita Líka. Aftur ríða Suöur. Út til sveita Sœkja lið og bíöa. Vita feng sinn falla Fyrin slisiö þannin Illa beit á alla. Enginn syrgöá manninn. Þyngstan huga sérhver samt þar bar Sveina til er leiðtog slík þeim vórui, Glópskan þeirra völd að þessu var Vandræðinu og tvísýnunni stóru. Lárus átti hæst i húfi þar, Heiftin var hans ráðaleysi aö brýna. Halli, fíflið, fann hve sárt það skar, Fyrir þetta aö missa útgerð sína. i Lárus leiðar-greiðans Launin hugsar blóöug Björgu, er úti beiö hans Beizkju-grætt en hróöug. Sárra en grárra gjalda Greypilegra efnda, Ættar ægi-skjalda Óvopnaðra hefnda. Þegar riðu þeir í húsa-hvörf, Þarna beið hún væntu tíðindanna, Tígin-öldruö, drengileg og djörf. Dyra-vættur sneyddu átthaganna Sigurfríð hjá fórnum dýrri sér Fööurlands í stundar-þágu greiddar. Öllu svift. Og sinna stunda hér Síðstu rauna-bætur þannig eyddar. • . . Hennar ættjörð aldna — Ólík suður-foldum — Bauð ei hátíð haldna Hennar liðnu moldum. Og fyrir unga mögu Að eins hafði að bjóða, Gröf í glötun Sögu, Gleymsku allra ljóða. Lárus hvesti hlakk-röddi sina í áér, Sagði hvelt, en vonzkan skein af bránni: “Tíðindin þau, Björg, við berum þér, Báðir glópar þínir liggja’ í ánni! Makleg afdrif. Hefði ei hirðstjórinn Hjá þeim týnst og gæfa betri manna.” Björg stóð föst, viðí illu al-búin, Undir storkun þyngstu hrakfaranna. J “Iæitt er, lepp sem prettum Landsi síns að vill hlúa, Gott þó færði í fréttum , Fallvalt myndi að trúa — Liggi feigðar-fölur Framinn illra dáða. Sæl eg legg i sölur Syni mína báða.” Minni íslands. (Flutt á samkomu íslendinga í Mordcnbygð á aldar afmœíi Jóns Sigurðssonar forseta) I dag er tilhlýðilegt að minnast ættarlandsins okkar Islands. Það verður enginn fróðleikur fyrir eldra fólkið sem eg get sagt um landið. Það veit það alt áður, — en fyrir yngra fólkiö, ætti það að verða til uppörfunar ef það vildi kynnast landinu betur, en það hef- ir átt kost á, og einkum fært því sikilning um það, hvers vegna það er, að‘ vér geymum minningu þess, eins og gimstein í gullöskjum. Þegar Gunnar á Hlíðarenda leit- aði um ráðahag til Hallgerðar þá sögðu frændurnir kost og löst kon- unnar: eins skal eg gera og byrja á ókostum landsins. Fyrir af- stöðu þess á hnettinum, er það eðli- legt að það sé stygglynt og mis- viðra samt og stórfelt íl eðli sinu, en á hinn bóginn svo fagurt og tignarlegt. -Það er ekkert rang- nefna að kenna Island við konu eða drotningu hafsins, og það mun eg vi'ðrasamt og stórfelt í eðli sínu, ur svo vel í eyra, jafnvel þótt eg snúi mér að hinni kaldari hlið, j>ól- strauminum að norðan. er flytur með sér ísinn frá Grænlands óbygð- um upp að ströndiun landsins ár og ár í bili og það á þeim tima — tíma vorsins, þegar alt á að safna nýjum kröftum. Það er einn langmesti ókosturinn ; þar af leiðir óreglu bundin veðurátta (ef svo má að orði komastj svo oft má sjá vetrartíð á sumrum og sumarið á vetrar dögum. I janúar mánuðj hefi eg séð ný útsprungna sóley. Þá var 9 gr. hiti um nætur á Remus og aldamóta veturinn síöastl. sáust sóleyar í túnuin í Eyjafirði. Hún getur verið svona njislynd drotn- ingin okkar í þafinu, en þeir skatt- ar sem hennj berast sunnan frá Mexiko flóa með gólfstrauminum í opnum örmum verða ekki reikn- aðir til verðs, þeir verma hafið kringum strendurnar, og fyrir það, og líka hitt, aði landið er umflotið sjó, þá stigur hiti og frost aldrei | eins hátt sem hér í Canada. Neð- í an sjáfar liggur fjalla hrjggur í | stefnu frá Skotlandi nor<ð vestur í j ishafið, á honum stdndur Island j norðarlega, eins of vættur á verði j og hindrar ísrek suður um Atlants- I haf, — það liggur nærri að Skot- j land ætti að greiða Islandi vernó- j artoll. En hver mundi svo djarf- ur afS sækja taflið í hendur Dofra konungs ? > Þótt landið sq hrjóstrugt og ó- björgulegt á mörgum stöðum þá er einmitt þar, syo mikill kjarni að hann verður ekki séður og metinn, af ókunnugum sem ekkert þekkja til af eigin reynd. Sauðfé sem gengur um sand og hraun og upp undir jöklum, verður svo holdgró- ið og mörfeitt að það getur ekki gengið og mörg dæmí að það get- ur ekki reist sig. Eg viðurkenni þaðrað Island hefir ókosti, en hvar finst það land i heimi, sem er að öllu galla- laust? Ekki einu sinni aldingarði- urinn Eden eftir því sem sagt er. Sólin sem lifgar alt, vermir alt, hefir bletti, og er hún elskuð af öllum. Blettir íslands eru hverf- andi móti kostunum. Vestur Is- lendingar sýna það líka í verki ár- lega', að þeir skrifa minningu þess, á marmara en ekki sand. Lengi lifi islenzkt þjóðerni! Lengi hljómi norræna málið í þessari álfu heimsins! — Nú hefi eg i fám orðum sagt frá afstöðu og eðlisháttum landsins sem mér er hugljúft að lýsa, en svo yerður það örðugra að sýna það innbyrðis í anda svo að aðrir hafi þess full not. Vér höfum ekki flugvélar eður arnarvængi til að berast á, yfir höf og lönd, ep vér höfum sterkari vængi og hrað- skreiðari, en það flug getur veitt. Væng'i ímyndunaraflsins. Gefum þeim vald vort og vilja um stund! Látum ímyndunaraflið ljúka upp fyrir fjarsýni voru hinni fjöl- breyttu Iista höll náttúrunnar á Islandi. Jöklasýn. Vér skulum fyrst í anda lita yf- ir hálendið frá Fjórðunga öldu; jöklarnir eru eins og konungar í hásæti. Alt hið lága fellur þeim til fóta, það er eins og þeir sendi fyrirskipanir útum alt land niður til sjáfar. með árstraumunum sem renna undani fótum þeirra og Ægir sjálfur verður að' lækka öld- úrnar þegar boðberinn kemur. Með hverri dagrenningu leggur sólin gullborða á kórónu þeirra, og að kveldi dags minnist hún við þá, með eldstöfum aftanroðáns. Þáð er eins og öll tungu höft slitni við þá sýn — að sjá jökul hjálmana og f jallseggjarnar skygndra líkast skirasta gulli. Þar mundi fyrst mállaus maður læra að mæla! Orð Sigurðar Breiðfjörð berg- mála mér í eyrum: Morgun sunnu blessað blóð blæddi um fjalla tinda. Tign jöklanna hefir ekki farið fram hjá auga skáldsins. Steingrímur kveður um Snæ- fellsjökul, Stephan um Torfajökul, Þörskabátur um EyrílWsjjökul’, dog svo frv. Eg skal nefna fleiri jökla á nafn og gera þá kunnuga unga fólkinu: Þeir hafa aldrei átt nafnseðla. Vatnajökull, Öræfajökull, Eyja- fjallajökull, Langjökull, Klofajök- ull, Hofsjökull, Skaftárjökull. Hér verður lítið sagt, af þeirn mikilleik sem er þar, á því' fjalla hálendi. Fjalla þyrpingin grípur hver í aðra Það er eins og völundar fjallanna hafi lagt allt kapp á fjölbreytnina. Hver um sig, hefir vilja'ð hafa sihn fjallastól, sem allra ólíkastan hinum. Þar má sjá fjöllin af mis- munandi hæð eins og stéttaskift- inguna í mannfélaginu nær og fjær, svo langt sem augað eygir. Þau sem eru í mestu fjarlægð eru hjúp- uð bláma tíbráarinnar sem rennur saman við aöra fjölbreytta liti, svo sem vötnin á heiðunum, lik glamp- andi speglum i grænni umgjörð setn taka myndir á heiðskírum degi af nálægum hlutum, þar sjást brúnir fjallanna í dofti niðri í vatnsbotninum. Léikvöllur vindanna. V A þessu víðáttu mikla hálendi eru sandar og hraun. Ódáðahraun er eitt stærsta hraun í heimi. Þar hafa eldleðju straumarnir runið niður, frá fjöllunum yfir flatlend- ið löngu fyrir landnámstíð og arm- ar af þvi ná, alt ofan til bygða, í Suður-Þ ingeyj arsýslu. Það er hrikalegt að horfa yfir þann vigvöll elds óg ánauðar. Þar eru gjár, sannneíndar grafir myrkranna. Þar eru klett^r í ýmsum myndum margra feta háir. Það er eins og bíldhöggvara listin hafi tekið sér snið af þeirn. Þar er Sprengisandur, leikvöllur [ allra storma. Þar er KiðagH sem Grimur Thomsen kveður um: Ríðum og riöum og rekum yifir sandinn, rökkva tekur senn á Herðibreið. j Álfadrotning er að beisla gand- j inn — ekki er gott að verða á hennar [ leið. Yænsta klárinn vildi eg gef a til,— að vera kominn yfir kiðagil. Örnefni. Þar er Katla, Askja, Arnarfell og Dyngjufjöll með Jóns skarði. Þar er Vonarskarð gegnum Vatna- jökul, hinn gamli þingvegur til Lögbergs, hins forna sögustaðar. Þar er Bláfjall sem teigt hefir helzt tind sinn upp úr snjóbreið- unni á ísöldinni. — fÞað segir jarðfræðingurinn Þorvaldur Tlxór- oddsen.J Þar er Trölladyngja og Leirhnjúkur með fl. Þar er Herði breið. Búrfell og Sellandafjall nær bygðum, Ytri og Syðri námar. Þar var brennlsteinn tekinn til forna'. Ytri og fremri Brúnar eru þar í nánd hraunflákar í afrétti Mývetninga, og margt fleira minn- isstætt sem engin tök er að telja í stuttu máli. I annari afstöðu má nefna hina fögru Hveravelli. Þar lifði fjalla Eyvindur um hríð ög sauð kjöt sitt í hverunum. Þar er Tómasar hagi kendur við einn hinn merkasta mann, sem Island hefir átt. Þar er Alftaver, þar syngja hinir hljómfögru svanir. — Þessi fáu örnefni sem hér eru talin, eru á milli ^Uður-Þingeyjar- sýslu á Norðurlandi og Hreppanna í Árnessýslu á Suðurlandi Um austur og vestur hálendið er eng- •epq iiuij uui Náttúru undur. ísland er undra land. Það á svo marga merka sögustaði. Eld- fjallið Hekla ‘ og gosbrunnurinn Geysir, eru nafntoguð: auglýsing þeirra hefir borist út um allan heim. Geysir spýtir, brennisteinskendu vatninu mörg hundruð fet upp í loftið með drunum og undirgangi. A þann leik hefir fólkið horft í þúsund ár. Þá er verðugt að nxinna á þing- staðinn forna, Þingvelli með Al- mannagjá og Lögbergi, þar sem hinir spaklegu dómar fóru fram. Um hamragirðinguna segir Jón- as Hallgrímsson: “Drottins hönd þeim hömrum veldur, Vittu barn sú hönd er sterk! Gat ei nema Guð og eldur, Gert svo dýrðlegt furðuverk.” Ekkert land í heimi á jafn marg- ar hitalaugar og hvera. Frá suð- vestri til norðausturs liggur sterk- asta hitaæðin gegnum landið. IÞjað er líklega ofsagt, að hver sveit megi heita laug meö þeirri linu, en mörg sveit á líka margar. Margar laugar og hverar eru i Laugardaln- um. Margir bæir eru ikendir við revk og laugar út um land alt. I túninu á Reykjum í Skagafirði eru tvær uppsprettulindir, önnur heit en hin köld, með fárra faðma milli- bili. Engin veðrabrigði hafa veru- leg á hrif á eðli þeirra. Klettur stendur upp úr Reykholts- á i Borgarfirði, upp úr honum sprettur vatnsæð. Ensk kona sem var að ferðast um landið, trúði því ekki, að þar út í straumvatninu væri heit uppspretta, hún fór því út að klettinum og brá á hann einum fingri og brendi sig. Uxahver í Reykjahverfi í Þing- eyjarsýslu er goshver, hann spýtir vatninu upp 18 fet, svo fellur vatn- ið niður í hringmyndaða leirskál, rennur inn af börmunum, vellur og sýður, og býr sig undir nýtt gos: nokkrir smáhverar eður hita augu, eru þar í g rend við hann með upphleyptum brennisteinskendum sandbörmum, en þar er og svo einn hver, stórfeldur í skapi og mun lítið minni7 en Uxahver að þvermáli. Hann er nefndur Bað- stofuhver; þar iskellur málmlitað vatnið í ofsa suðu í barma hvers- ins á víxl. n^eð brestum og braki. Það er i gömlum munnmælum að þar hafi staðið bær, sem hverinn er nú, og hann hafi komið upp í baðstofugólfinu og nafn hans dregið af því. Hvað satt er i þeirri sögu veit eg ekki. En hverinn vellur þar, í sínum krafti og sinu veldi, með svip af hinum Griska eldi. Ásbirgi í Kelduhverfi er talinn einn ein- kennilegasti og fallegasti staður landsins. Skeifumynduð lands- spilda hefir sígið niður í eldsum- brotum og hamrabelti giröir það á þijá vegu. Einar Benediktsson segir i.hinu þróttmikla .kvæði um Ásbirgi, að Sleipnir Óðins hafi drepið þar niður einum fæti. Inní birginu váxa birki og reiniviðar- tré og til prýðis og tilbretyingu er þar lítil tjörn og margbreyttur stór vaxinn gróður. Sluúttnes í Mývatni er einkar fag urt, þar eru hvannir og .fjölskrúð- ugur jurtagróður, mikið andavarp og auðnulegt alt umhverfis. Dýr og grós. Mývatn er fiskiríkt, hefir eyjárt og arðsemi /nikla, silunginn s,vo feitan sem úr sjó væri runninn. Vilt dýr eru ekki viða nema refur- inn, hann á þar alstaðar heima. Hreindýr eru norður af Mývatni, lifa mest á fjallagrösum og mosa sem kenningarnafn hefir af þeim ÆreindýramosiJ. Þegar fjölskylda þessara dýra er aðgreind meði nafni þá er sagt á gamla málinu okkar Gassi og Gemsa með Hreini sín- um. Vilt sauðfé er upp af Núps- skógi í Skaftfellssýslu; innilokað; jöklum og stórvötnum. Það er þó ekki almennings eign, heldur hlunn indi afréttar bóndans sem ríkir þar yfir. Er hann ekki voldugur kon- ungur ? jöklar og straumar lúta honum! Þetta sauðfé er eins og landið og náttúran sem það elst upp við, hart og skarpt í breyttum myndum, að lit og fleiru, svo sem ferhyrnt, þrihyrnt og kollótt. Ekki verður það handsamað nema með skotum. Þó kemur það fyrir að það er svo holdug* aðþáð gefst upp á hlaupunum og verður þá tekið. I sömu sýslu eru sem sjálfs- ánir akrar. Upp úr sandi vex Mel- grasið sem svo er nefnt. Það er líkast hafraakri, stöngin er gildari en hafrastöng og fyllist út með kom árlega; það er haft til brauð- gerðar. Það er auðvitað í smáum mæli þetta,—en á landskosti bend- ir það. Það er því ekki neitt yfirnáttúr- legt þó Leifur hepni og Þorfinnur Karlsefni sæu sjálfsána akra þeg- ar þeir fundu Ameríku. Fjöll og firðir Islands eru sem blaða mörg bók, á hverri síðu birtist ný mynd. Til sjávar. Vér skulum snúa frá hálendinu um stund til sjávar og líta með ströndum fram. Það liggur beint fyrir og taka í með skáldinu og segja: ; “Norðurstranda stuðlaberg stendur enn á gömlurn merg!”' t Hafflöturinn er spegiltær. Skip- in eru á sveimi undir hvítfölduð- um seglum, og önnur stærri knúð áfram af eldi og úða. Hvala blástrar sjást hér og [þar„ og sporðaköstin kljúfa sjóinn til begggja hliða. Fyrir nokkrum ár- um komu tvær hvalamæður inn á Arnarfjörð, sumar eftiir stunar, með unghveli sín. fHvalurinn á ekki nema einbera. j Fólkið við fjörðinn nefndi þessar mæður Reiðar og Rönd. Á þessar haf- mæður var litið sem heilladísir lands og lagar, er flyttu með sér giftu og gróður til allra bjargráða Lítum í anda yfir hinn mikla Breiðfjörð. Það er sagt, að þar muni vera ekki færri en 300 ejyjar, hólmar og grassker. Uppá skerin skríður kæpan og ruggar kópnum sínum til værðar ; hún er að’ venja hann af brjósti. Hann á að fara að vera sjálfstæður selur um hinn salta mar . Hann vaknar og finn- ur hvergi mömmu sína^ Hann fer að góla oghrína! Sorgin á þarna heima út á sker- inu! Öll börn gráta! En svo er gleðin og friðurinn á öðlrum stað, kannske á næsta hólma. Það er varpeyja. Bliki og æður búa sér þar hreiður. Matthías lýsir þvi með einu erindi: “Alrei sá eg ást og frið una hér á jörðu, sem þau blíðu býlin við, bólin, dúni vörðu.’* 1 * * * * * Lífið í björgunum Vér skulum leiða athygli að j fuglabjarginu. I þúsundatali situr Langvíjan á hyllum hamranna sem er máske 600 fet á hæð og <þar yfir j Bjarg sem er alsett fugli mætti j helst Ukja við stórfelda lyfjabúð með flösku og glasaröðum., I þeirri miklu hæð verður ekki aðgreint aunað en marglitir hálsar fuglanna og er það nokkuð svipað j flöskustútum með álímdum miðum “Ó! að það væri alt brennivíns flöskur!” sagði Arni slompur., Þessi fuglabjörg eru víða kring- um Island. Drangey á Skagafirði, hið mikla matborð sýslunnar, er eitt af þeim, þar hefir, fugltekjan ; náði 60,000—100.000 á ári. Þar j var Grettir veginn. Þá rann Hær- ingur á flótta og hljóp fram af 100 faðma háu bjarginu. Síðan er þaö kallað Hæringshlaup; en 111- hugi bróðir Grettis, ungur og fríð- ur, vildi heldur láta lífiði en mega ekki hyggja á bróðurhefndir. Hér er ekki tími til að tala um; sveitalífið á íslandi, en frjálslegt er það. Þegar um ntannfundi er aðræða, þá tekur hver sinn hest og söðul og hafa samreið og geta mælst við—hvor við annars hlið; hestarnir eftirlátir, léttir í taumum og fótkvikir. Það er tilkomumik- [ ið að sjá flokk kvenna þeytast á- frant í samreið, eins og skjaldmeyj- ar fyrir löngu liðnum tíma. Einn af yfirmönnum í her Dana og í fylgð konungs er hann sótti ísland heim fyrir fáum árum, mælti fyrir minni íslenzku hest- anna og tók til þess í því sam- bandi, að þær stúlkpr sem báru fram rétti á borð konungsi, væru ófarnar úr hverjum áfangastað þegar allur mannskarinn lagði upp til hins '\pæsta. En svo þegar til næsta áfangastaðar kom, þá væru þessar sömu skjaldmeyjar, — er hann nefndi svo, — komnar þar á undan og teknar til starfa. Eng- inn gæti séð hvaða brautir þær riðu. Það liti út, að þær brautir væru annaðhvort niðri í jörðinni eða þá bygðar uppi í loftinu og bætti þvi við, að þetta væri ekki hægt að gera í Danmörku. “Guð er enginn íslendingur,” sögðu Danir í skopi, á fyrri tímum. 1 þessu atriði mætir það árekstri, að! þeir séu fyrir neðan þá, og víðar og víðar. Og þótt íslenzka þjóð- in nái ekki hinum risavöxnu þjóð- um nema til knés í öllum verkleg- um framförum, þá er hún ekki afskift að atgjörfi andans. Snjósóley og skarfakálið. Grasaríkið er fjölbreytt á Is- landi. Margar jurtategundir sem ekki eiga heima annarstaðar enn í heimskautalöndunum. Sem dæmi má nefna snjósóleyjuna. Hún vex i grjóturðum, milli snjóskafla á hæstu fjöllum. Hún vaknar síðla sum^rs. til að blómgast. frjósa í hel í fyrstu hriðinni. og frjósa í hel í fyrstu hríðinni. Eggert Ólafsson mun nafa fundið hana fyrstur manna. Síðar aðrir. Þá kemur lýðskólakenn- ari, Guðmundur Hjaltason, til sögunnar, og fer að leita um reg- in fjöll og finnur hana. Þá er hún aðeins fundin á þrem stöðum á landinu. Skarfakálið er önmfr tegund sem nefna má; það vex| í klettum. Það er meðal við skyr- bjúgi er sækir á norðurpólfara, og það kom einsetu mönnum á Spitzþergen að góðu liði er liföu þar í níu ár. Tign og prýði landsins. Eru þér allir i anda, búnir að IÖLL SÖGUNAR MYLNU TÆKI THB HEGB EURBKA PORTABLB SAW MILL Mounted . on whecls, for saw- ing logs «2 / SO in. x íöft. and un- dcr. This/J&vV f4. ^ millis ascasily raov- ed as a porta- ble thresher. Nú er tími til kominn, að panta sögunar áhöld til að saga við til vetrarins. THE STUART MACHINERY COMPANY LIMITED. 764 Mam St„ - - Winnipeg, Man. festa auga á Fjallkonunni? Eg sé hana, Fjallafoldina okkar. Hún er tignarleg og fríð! Kóróna hennar er samgróin himinbláman- um. Klæðafaldur hennar blóm- nuum, fótskör hennar hafinu, saga hennar sólkerfunum, söngur henn- ar mans andanum. Vér höfum virt fyrir ossj há- lendið á ættjöröinni, það er ekki líflaus eyðimörk. Náttúran er alstaðar Íifandi, hveramir rjúka, jöklarnir snúast, árnar renna og sýning afls og iðnaðar heldur á- frarn. Ámar streyma fram und- j an rótum fjallanna, lækir og lindir hoppa á stað í veg fyrir móðuna oer sameinast henni. Gömul al- þýðu vísa bendir á samrenslið: Þverá rennur i' Þeyanda, Þeyjandi í Beljanda, Beljandi í Blöndu þó, Blanda rennur út i sjó. Elfurnar þreyta hlaupið, 'hamr- arnir sverfast niður undan spor- unx þeirra. Ýmist eftir langan eður stuttan veg kemur áin fram á fjallsegg e'ðúr hamrabrún. Þar steypir hún sér niður. Þá kemst fossinn úr reifunum og fer 1 að kveða! Það ,var foss með sínum söng, sólar drifinn báli, sem elstu skáldum greiddi göng að guða helgu máli! Fossinn er frömuður allra tóna! Fjallkonan á marga fossa. Þeir eru hé^aðsprýði. Þeir eru Goðar allra strauma! Dettifoss i Jökulsá mun vera þeirra mestur að afli. Þar næst má nefna Aldeyjarfoss I i Skjálfandáfljóti í Bárðárdal. [Frá því foss-orgeli berast tónamir jheim að Mýri. Þar dvaldi skáld- ið Stephan G. Stephansson á æsku árum sínum. Hver eru áhrifin? Land til solu Eg vil skifta á landi, sem eg á íi Saskatchewan ásamt nokkru af peningum fyrir hús eða bygging- arlóð í Winnipeg. Á landinu eru 40 ekrur brotnar og sáð í þæir í vor höfrum; auk þess er nokkurt engjaland og er alt landið um- girt, en er.gin hús á þv:. S. Sigurjónsson, 655 Wellington ave., Wpeg. The UNION LOAN and INVESTMENT CO. FASTEICfiASALAR FASTEICflASAlAR Kaupa og selja hús, lóðir og bújarð- ir. Utvega peningalán, eldsábyrgðir o.fl. Leigja og sjá um leigu á smá- og stórhýsum. Finnið oss að máli. Hannes Pátwrsson, John Tait, E.J.Stephen- son, Jón Friðhnnsson, Thorl. Jónasson, ó- Pétuisson. 54 Aikins Bldg. 221 McDermot. Phone G- 3541 West Winnipeg Realty Company 653 Sargent’Ave. Talsími Garry 4968 Selja hús og lóöir í bænum og grendinm; lönd í Manitoba og Norövesturlandinu, útvega lán og eldsábyrgöir. Th. J. Clemens, G. Arnason, B. SigurSsaon, P. J. Thomson. synodus fé, ef til j>ess kæmi að prestastefnan yrði næsta sumar haldin í öðrum landsfjórðungi. Um barnabiblíu. Af goðafljótsins gigju slátt sá greip ei tóna hálfa. Svo kveður Stephan kvæðin hátt að klettafjöllin 9kjálfa. i > Sama dularþráðinn má rekja til Baldurs Jónssonar, sem er einn af yngstu og efnilegustu námsmönn- um hér vestanhafs. Aldeyjarfoss er skírnarvottur hans. Margt hljóðskraf hefir hlotið að fara á milli jæirra. Bamseyra'ð er næmt! Sigurjón Bergvinsson. fFramhald í næsta blaði.J Prestastefnur. Þessar ályktanir voru gerðar í Reykjavík: j Um sýkingarhœttu við altarisgöngu: “Prestastefnan sér ekkert því til fyrirstöðu, ef einhver óskar þess fyrir sitt leyti að neyta altaris- | sakramentisins úr sérbikar, "áð J hann fái þá ósk sína uppfylta”. Um skilnað riKis og kirkju. "Prestastefnan lýsir yfir því að hún er ekki mótfaliin aðskilnaði ríkis og kirkju, þegar það er kom- ið í ljós, að hann sé alvarlegur vilji meiri hluta þjóðarinnar”. I umræðum um það mál tóku þátt: Arni Þorsteinsson, Jóh. L. L. Jóhannesson, Gísli Skúlason. Sigurbjöm Gíslason, Böðvar Bjarnason, Sigurður Gunnarsson og Haraldur Nielsson, auk fmm- mælanda, Kjartans prófasts Helga- sonar. Tillagan var sainþykt með 7 atkv. gegn 5. Um fermingarathöfnina. Fundurinn tjáði sig í öllúm aðalatriðum sammála fyrirlestri, er dómkirkjuprestur Bjarni (Jpnsson flutti um það mál. Um synodus fé. Biskupi falið að ráðstafa þvi sem losnað kynni að hafa af “Fundurinn treystir því að hið íslenzka biblíufélag sjái sér fært að veita af fefagssjóði styrk til út- gáfu hinn*^- væntanlegu barna- bibliu”. A eftir inngangsræðu docents Sig. P. Sivertsen um messugerðir, urðu töluvert heitar umræður, einkum um það atriði, að ein af aðalástæðum til hnignandi kirkju>- rækni sé sú, að mpnnum geðjast ekki að prestunum. Snerust um- ræðumar að miklu leyti um nýju guðfræðina. Engin ályktun var gerð, en þessir töluðu: Jón Helgason, Guðm. Einarsson, Jó- hann Þ'orkoLsision, Signrbjöm Gíslason, Gísli Skúlason, Böðvar Bjarnason, .Haraldur Nielsson, Bjami Jónsson, 'Þórhallur Bjama- son og Matthías Jochumsson. Erindi Jóns prófessors Helga- sonar var um náttúruvisindii og kristindóm. PRESTASTEFNAN A HÖLUM í Hjaltadal hófst sunnudaginn 30. þ. m. með guðsþjónustu. Geir vigslubisknp var fyrir altari, en séra Stefán Kristinnsson sté í stólinn. Fundinn sóttu 10 prestar og mættu norðlenzku prestarnir sýna meiri áhuga en sú fundarsókn lýsir. Rætt var þar, meðal annars um aöskilnað ríkis og kirkju. Flutti séra Bjöm Jónsson á Miklabœ r- indi um það mál og lagði móti skilnaðimum, en hinir prestarnir sem til máls tóku vom honum sammála. Geir vígslubiskup jtalaði um líknarstarfsemi i sofnuðunum, mælti með stofnun hjúkmnarfél- aga. : Bauðst ihéaSskekhir Skagi firðinga til þess að kenna hjúkr- únarkonum þeim, er slik hjúkrun- arfélög vildu ráða. r \

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.