Lögberg


Lögberg - 15.08.1912, Qupperneq 1

Lögberg - 15.08.1912, Qupperneq 1
Merkið flutningsseðla yðar: SHIP TO Ft. William or Port Arthur ADVISE ALEX. JOHNSON & CO. GRA'N COMMISSION MERCHANTS 242 GRAIN EXCHANGE, - WINNIPEG, MAN. ÍSLENZKIR BÆNDUR Mér þætti vænt um, ef þér vilduö fela mér að sclja kornbirgöir yöar á komandi hausti. Eg get útvegaö yöur hæsta verö á öllom korntegundum. Eg skal annast sem bezt flokkun og sendiug korntegundana til hafn* arstaöar. ALEX. JOHNSON & CO., Winnipe>r, Man 25. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 15. ÁGÚST 1912 | NÚ? NÚMER 33 Þýfið fannst. Tyrkir í vanda. Svo er nú sagt, aö komi'S sé aö því, sem lengi hefir spáö veriö, aö Tyrkja ríki sé aö liöast 1 sundur. Flokkadrættir hafa veriö þar í landi síöan þing komst á og Abdul Hamid var af völdum tekinn, og hafa þeir magnast svo mjög í seinni tið, aö nærri stappar innan- lands styrjöld. Ný stjórn var sett þar i landi fyrir hálfum mán- uöi, og rauf sú þing jafnskjótt. Þingmenn neituöu aö fara og vildu setja stjórnina frá, en uröu undan aö láta fyrir vo.pnuðu herli'Bi.; þeirra flokkur safnar síðan liði viðsvegar um land en stjórnin i annan stað, svo aö til ófriöar horfir. Flestar hinar stærri borg- ir hefir stjóirnin í herkvi. Albaníumenn hafa gert upp- reisn mannskæöa og hrakið burt herliö Tvrkjanna, en í Makedoniu logar undir niðri. Þeir í Montene- gro færast í aukana, ekki síður en aðrir og láta ófriðlega, svo að sendiherra Tyrkjastjórnar er það- an farinn. Serbia og Rúmenia hafa gert samband sin i milli ef til vopnaviðskifta kemur, og um Rúlgariu er ekki að spyrja; þeir þar gera ekki annað en setja um færi til að taka bita af Tyrkjan- um, þykjast líka bezt að reitum hans komnir. í Tripolis hafa ítalir loksins náð á vald sitt þeim eina stað sem þeir áttu óunninn meðfram ströndinni og í Grykk- landshafi ganga eyjar undan þeim, hver á fætur annari. Svo er tal- að, a'ð ef til ófriðar kemur með Tyrkjum og einhverjum af ná- grönnum þeim. sem nefndir voru, þá muni hinir ekki setja hjá, held- ur muni allur Balkanskaginnl loga i báli. Það er haftl eftir siimum stórhlöðum ' Evrópu, að tryggari væri friðurinn og betur statt ríki Tyrkja ef gamli Abdul Flamid væri við vöM. Það er lika haft á orði. að sá flokkurinn sem nú sæk- ir til valda á Tyrklandi muni taka þann gamla bragðaref úr dýfhzu og reyna til aö koma honum aftur i völd, og njóta kænsku hans til aö fresta sundrung hins tvrkneska rikis. Ofan á alt þetta bætist, aö jarðskjálftar svo nviklir hafa farið yfir landiö suðaustan til, að 3,000 eru sagðir hafa farizt, en 50 þús- und eru húsnæðislausir og hafa mist alt sitt, svo að hungursneyð vofir yfir þeim. Það er enn sagt. að jarðeldur sé upp kominn skanit frá Miklagarði. Asíumegin við sundið. Stórfélögin beita sér. Eitt með öðrum tímanna tákn- um er það. að nú eru járnbrautar- félögin farin að hafa samtök tij að koma sér undan úrskurðumi þeirr- ar dómnefndar sem á að hafa eft- irlit og úrskurðarvald með sam- göngunv í landinu.' Sú nefnd hef- ir reynst ágæta vel landsbúumi til að halda uppi rétti þeirra og hags- mttnum, og hafði hún ágætan bak- hjarl t stjórnartíð .Lauriers, svo að boðum hennar og bönnum var hlýtt orðalaust. f ár virðast járn- brautafélögin hafa færzt i aukana og gert samtöt til að ónýta ýmsar fyrirskipanir nefndarinnar, þar á meðal einkum þær, sem lúta að vörnum gegn eldsvoða af völdum eimlesta. Þau gerðu menn til Ottawa. til þess að skjóta þeim málum fyrir hæstarétt, en unnu htið á. Allur almenningur í land- intt ætti að hafa vakandi auga á þessu nváli og þola nveð engu móti. að skert sé vald nefndarinnar, tié úrskurðir hennar ónýttir, þó að þeir komi járnhbrautarfél. ekki vel. Námaslys. Eldur kviknaði af einhverri ástæöu i kólanámu þar sem heitir Gerte á Þýzkalandi, og sprungu koladampar við það, svo að þar mistu 103 karlmenn lífið. Tveir slösuðust til ólífis og mjög marg- ir meira og minna. Dauðinn kom yfir alla á einu augabragði. 650 manns voru nýfarnir ofan í nám- una, þegar sprengingin varð, og voru á leiðinni, hver til sinna verka; hvellurinn heyrðist upp á yfirborðið, og var þá strax tekið til að bjarga, þar sem þvi varð við komið, fyrir eldi og eiturlofti. Allan daginn stóð á þvi að bjarga mönnunum, mieð því að flestir voru máttlitlir, en sumir meiddir til skemda. Konur og börn stóðu allan daginn kringum námumunn- ann og biðu þess að bændutn og feðrum þeirra væri bjargað, en sumt sá hik þeirrai meidd og lim- lest vera flutt úr undirdjúpunum undir bert loft. — Keisari var að halda hátíðlega aldarminning verksmiðju fallbyssukóngs Krupp, en hætti þegar er um slysið frétt- ist. Þeirra aðferð. Þeir hafa sína aðferð til að los- ast við forseta á eyjunni Hayti. Afdrif þess seinasta urðu þau, að i vikunni sem leið sprakk stjóm- arhöllin í loftið og brann til kaldra kola en forsetinn hefir ekki sést síðan. Undir höllinni voru geymdar miklar byrgðir skotfæra, púður og kúlur og fallbyssur, lík- lega til þess að hafa þær til taks ef á þyrfti að halda, með þvi aö eyjarskeggjum veröur Jöngum skamt 1 milli óróa og upphlaupa. í þeim púöurbirgöum kviknaöi, en með hverjum hætti greinir ekki berlega. Kona og þömi forset- ans björguðust nauöuglega en hann fórst sjálfur og eitthvaö um 400 af hermönnum og hallarþjón- utn. — Það eru rúm 100 ár siöan Haytibúar fóru aö stjórna sér sjálfir, og hafa á þeim tíma haft óteljandi fjölda af keisurum og kóngum og forsetum, en aðeins sumir oröið ellidauöir. Ue Conte hét hinn nýdauöi forseti og haföi margan straum ÍaSiS á fyrirfar- antli stjórnartímum. öllu skárri er lians stjórn talin heldur en ■margra annara, en stórum verri þó heldur en i öörum löndum. Skip rekst á ís. Skipiö Corsican, sem Allan lin- an á. er á leiðinni frá Montreal.til Liverpool mieð nálega 300 farþega. Skipiö rakst á ís i þokú og sendi þráðlaus skeyti að leita hjálpar. Annaö skip tók upp skeytiö og tók þegar á sprett i áttina til þess. en. fékk skömmu síðar það skeyti frá hinu brotna skipi, að öllu væri óhætt. Fregnin barst til lands, og með því að stjórnendum Allan línr- unnar var í fersku minni Titanic- slysið, lintu þeir ekki fyr en þeir höfðu fengið nákvæma sk’rslu Uffl slysið ,og var hverri einustu loft- skevtastöð á austurströnd: Canada beitt á að ná fréttunum. Skipið var á hálfri ferð í þoku, þegar jakinn sást fyrir stafni og skipið sett á fulla ferð aftur á bak jafn- skjótt og jakinn kom 1 ljós. Eigi að siður brotnaði skipið að fram- an,, en þó fyrir ofan sjávarflöt, og gat haldið áfram 1 hægðum sinum hjálparlaust áleiðis, til Liv- erpool. — Eftir síðustu fréttum hefir skipið Corsican skemst meir en látið var í fyrstu. Það. hefir legið kyrt á sama stað í meir eu sólarhring og annað skip hjá þvi, sem fyrst varð vart við skeyti þess um slysið, Þoka er mikil þar sem skipin eru, og er látið 1 veðri vaka. að það valdi töfinni. en ^þó eru margir hræddir um, að slysið sé alvarlegra en látið er. Traustara bandalag. Rússar og Frakkar hafa samtök til sóknar og varnar á landi og hafa lengi haft. Nú hafa þeir samið það m'illi sin, að beita flota sínum í samlögum framvegis. Rússar eiga allmörg herskip í Eystrasalti og vinna kappsamlega að flotasmíð í Svartahafi. Það er látið uppi i blöðum Breta, að sjálf sagt sé að veita Rússum þaö, aö renna herskipum smum gegn um Sæviðarsund og inn í Miðjarðar- haf. Er svo að skilja, sem hin nýnefndu stórveldi ásamt Eng- landi haldi í skefjum sambandinu rikjanna þriggja: Þýzkalands, Austurríkis og ítaliu. Ráðaneyt- isforsetinn franski, L'oincaré. er kominn á leið til Rúsdands, til fundar við keisara og utanrikis- ráðherrann Sazanoff, til þess: að binda þessa ráðagerð sem' fastast. Hinir gjóta hornauga til þessa bandalags og vígbúa sig sem mest þeir geta, þó allir segist peir elska friðinn meir en alt annað. Fyrir rúmu ári var stolið úr úti- búi Montreal bankans i Westmin- ster um 30,000 dölum, og hefir ekki hafst upp á þjófunum enn þá. Fyrir nokkrum dögum tók lögreglan í Toronto karlmann og kvennrann og fundu í fórum þeirra rlálægt tíu þúsund dala og þar á meðal mai'ga seðla, sem stolið var i hinu umgetna útibúi. Geysimik- ið af silfri höfðu þau x>g hjá sér, er þaiv höfðu fengið þegar þau býttuðu seðlunum.. Þau neituðu harðlega sekt sinni, sögðust vera leikarar og hafa deröast um Can- ada til þess að sýna list sína, og á því ferðalagi hefðu þau eignast silfrið. Kvenmaðurinn hafði orð fyrir þeim, sagði manninn vera bónda sinn, heiðarlegan borgara og vel metinn 1 Chicago; þau ættu þar heima i stásslegai'ta parti bæj- arins og væru saklaus einsog börn. Húsiö var leitað uppi, sem þau sögðust búa i i Chicago, og reynd- ist það vera járnsmiðja, em næsta hús við er alræmt þjófabæli. Fjöldi spæjara hafa Ieitað að bankaiþjófunum fyrir Montreal- bankann. en ekki tekist að sanna stuldinn upp á neinn. Þessi hjú eru ekki grunuð um stuldinn sjálf, heldur vitorð og um að vera þjófsnautar. Bourassa og herbúnaður Ilinn franski forsprakki Nation- alista harnast í blaði smu gegn; á- lögum á Canada til herskipa- smíða. Flestöll blöð prenta eftir Maði hans kafla úr grein á þessa leið: “Fregnir segja, að Mr. Borden ætli að fara til Þýzkalands í þess- ari ferð sinni. Við skulum vona, að hann beiti sér þá á það að fá stjórnir Þýzkalands og Bretlands til þess að aðgæta og rannsaka ofan i kjölinn þá eftirgrenslan, sem tímaritið “Investors' Review" hef- ir byrjað á. Þjóðir Þýzkalands og Bretlands hafa annað og meira að gera held- ur en að skera hvor aðra á háls til þess að þyngja vasa Krupps, Viekers og Maxims (stóreflis fé- lög á Þýzkal., Bretl. o g Frakkl., sem smíða vopn—Þýð.),— og það er, að koma því upp hverjir eru hluthafar í þessum félögum, sem öll eru í samvinnu og samtökum, l>ó i sínu landi sé hvert, og í raun- inni eitt og sama félag; en mark- mið þess er það, að koma hinum göfugustu þjóðum heimsins í hár sarnan og einkum halda vakandi fjandskap þeirra á meðal, er leið- ir til tjóns og tortímingar, og alt í því skyni gert: að þetta ofureflis- félag græði sem mest. Annað hlutverk þeirrar rannsóknar væri það, að finna hver ráð þessar blóðsugur hafa til þess að hnýta upp í landstjómarmenn, æðstu ráðamenn og blaðstjóra. Mr. Borderí og embcettisbræð- ur lians hafa aðra æðri skyldu, heldur en að leiða hina canadisku þjóð inn í svo ægilegan og glæp- samlegan fíflaleik, og sú skylda er, að beita öllum ráðum sem sam- vizkusöm stjóm hefir í valdi smu til þess að rekja feril og ráða- hrugg þessa ofureflis-félags í Canada og að finna og framselja útsendara og samseka samverka- menn þessa djöfullega félagsskap- ar. Meðan því verki er ólokiði. því hollustu og heillaverki þjóðinni til handa, þá ber að skoða þau blöð viljandi og óviljandi verkfæri í hendi Kmpps, semi halda fram þungum álögum á Canada til her- skipasmíða.” Samsæri á Rússlandi. það komst upp nýlega, að sjó- liðar á Rússlandi höfðu samsæri um það sín á meðal. að taka lysti- spekkju keisarans, þegar hann sigldi með drotninguna og börn sin á Svartahafi. Skyldi þá kúga keisarann til þess að afsala sér valdi, frekar en orðið er, eða segja af sér keisaradómi. Jafnframt átti Eystrasalts flotinn að vera á valdi samsærismanna. en til þess átti að drepa alla yf’ ' ckip- anna, leggja síðar adt, sem er rammur k' evu ósum. þar sem :nd- ur. vinna höf svo framvegis. Þessi ráðagerð komst upp, að sögn, og voru 16 skips- menn og einn yfirliði dæmdir til dauða og skotnir. Hvort þetta er annað en hviksaga kann enginn að segja að svo stöddu. Þó hafa ni- hilistar oft áður tekið upp marga ráðleysu, engu líkLgri en þessa. Órói er sagður allmikill og umbrot í Rússlandi, þó litið hafi borið á um nokkurt skeið. Fjárdráttur og spilafíkn Af rannsóknum út af lögreglu- hneykslinu 1 New York eru sagð- ar miklar sögur. Málið er svo vaxið. að eigandi eins spilahúss vikli ekki greiða lögreglunni eins miklar mútur og neimtaö var, og hótaði að koma upp fjárdrætti hennar; var hann drepinn nokkru siðar og náðust tveir morðingj- arnir. Annar sagði sögu sína af létta. að yfirmaður í lögreglulíð- inu hefði kevpt tnenn til morðsins, og væri það vandi hans og annara yfirmanna að láta ýmsa skugga- sveina borga skatt til þess að mega vera í friði. lvosenthal hét sá sem myrtur er. og mun hafa verið GvSingur að kyni. Nokkuð er, að> auðugir og voldugir menn tóku upp málið, keyptu spæjara til að safna gögnum, létu hand- taka þann yfirmann lögreglunnar,, sem í hlut átti og sækja hann um morð og rannsaka málið svo rösk- lega, að jafnvel allir bankar urðu að segja til um innieign háttsettra lögreglumanna. Vitnaðist þá að sá, sem helzt er fyrir sökum hafð- ur um morðið, hafði lagt mn 1 ýmsa hanka meir en 50 þús. dali á einu ári, en kaup háns er að eins 2,200 á ári, og að hann þess utan hafði keypt veröbréf svo miklu nam. Lögreglunni 1 New York er ekki trúað fyrir rannsókn máls- ins, heldur þeim, sem hinir vold- ugu menn. sem að bj.1-' standa, velja til þess. Meir en 2 miljónir dala er sagt að ein deild lögregl- unnar liafi hafr út úr ymsum glæpamönnum árið sem leið, er keyptu sér þannig frið. Miklumi óhug hefir slegið á borgarbúa í New York út af þessutn samtök- um lögreglunnar við lagabrjóta. Þegar keisari Þýzkalands, frétti um lögregluhneykslið i New York, þá simaði hann til Berlínar frá skipi sinu við Noreg, að gera gang skör að því hafa eftirlit með spila holum i Berlín. Lögreglan brá þegar við og hreinsaði margar slíkar. Á einum stkð fundu þeir margar hefðarfrúr í karlmanna fötum og í slæmum' selskap. Bú- ist er við, að mörg hjón skilji út af því, og er þetta talið mikið og fátitt hneyksli 1 heldri manna stétt. Svo var sagt, að mjög sé heldra fólk á Þýzkalandi gjamt til áhættusspila, einkum liðsfor- ingjar,' sem þafa nógan auð en litið að gjra. og hefir þeirra hátta- lag stundum vakið hneyksli, svo að kej»ari hefir skorizt i leikinn hvað eftir annað og liafið her- skjöld gegn býlífi og spilafíkn tiginna liðsforingja. Nú virðast þeir hafa fengið kvenfólkið “í spilið”, einkum giftar höfðingja- frúr og kárnaði þá leikurinn þang að til lögreglan tók í taumana. Eitt stóra félagið enn. Þeð er eins og tímamót sjáist í viöskiftum Canada á þessu ári að þvii leyti til, að hvert stórfélagið er sett á laggirnar af öðru. Síð- asta stóreflis félagið er það, sem koinið hefir í eina heild flestum félögum er skip eiga á stórvötn- unnm. og hefir 10 miljón dollara höfuðstól. Það íélag fer vitan| lega að eins og önnur auðfélög. sem hafa risið upp hér í landi á síðustu tímum: leggur undir sig skipahryggjur og nær ölllum vöru- flutningi frá 'öðrum auðfélögum, gleypir svo öll hin smærri félögin, sem eiga báta á vatninu, og færir svo upp fargjöld og farmgjöld þeg ar það er orðið eitt um hituna. Það er algild reynsla með flestum þjóðum. að áhrif stórfélaga á við- skiftalífið er sú sem nú var lýst, og að þau eigi mikinn þátt 1 þeirri dýrtíð, sem nú gengur yfir löndin, þó vitanlega liggi þar til margar aðrar orsakir. Stór skipaskurður. Uiii nokkur undanfarandi ár hefir verið starfað að því áformi að gera skipaleið gegn um Vestur Canada, alla leið frá Winnipeg til Edmontoiii, gegn um Rauðá og W'innipegvatn og Saskatchewan fljót. Einn verkfræðingur stjóm- arinnar hefir haft það ver.k með hönduim að gera áætlun um tilhög- un á verkinu og kostnað við það. og- er bráðlega von á skýrslu hans, svo að fé verði veitt ti! hans á næstu fjárlögum. Gert er ráð fyrir að skurðurinn muni kosta margar miljónir dala en nokkuð af kostnaðinum mun hafast upp með þvi að nota sér fossa til raf- magns framleiðshi, sem viða finn- ist meðfram hinum fyrirhugaða skurði. Ráðherraskifti. Kristján Jónsson ráðherra skýrði alþingi frá því, 20. f. m., að hann legði niður völd. Sann- frétt að Hannes Hafstein banka- stjóri og fyrrum ráðherra tekur við af Kristjáni Jónssyni. HVAÐANÆFA —Það slys vildi til hér i smábæ 1 fylkinu á föstudaginn að stúlku- barn 8 ára var að leika sér að hlaðinni skammbyssu, en systir hennar tíu vetra stóð hjá. Þegar minst varði reið skot af byssunni, og kom í höfuð eldri stúlkunnar, svo að hún dó skömmu síðar. —Þjófar fóru. inn i leikhús í New Westminster, B.C., sprengdu upp peningaskápinn og hlóðu alls- konar dóti af leiksviðinu í kring, til þess að taka úr hvellinum, en 1 þvi kviknaði af blossanum við sprenginguna og stóð skjótlega alt húsið i björtu báli. Logreghunað- ur hevrði hvellinn og fleiri aðrir en gátu ekki greint, hvaðan koma mundi. Þeir sáu reykinn í sama bili en þjófarnir voru þá komnir leðar sinnar og urðu af þýfinu, en leikhúsið brann til öskti. —Talsímataxtinn nýi á að gilda frá 1. Júlí þ. á. Robson dómari hafði fengið margar kvartaniri, en enga svo þunga á metunum, að hann þættist mega neita um hækk- uina, sem dembt er a almenning til þess að grynna á skuldasúpu fónakerfisins. —Nokkur félög sendu menn á fund bæjarstjómarinnar i Toron- to að láta hana vita^ að verka- menn og yfirleitt allir snauðir menn væm svo illa stundaðir 1 hinnm almenna spítala bæjarins, að slíkir lentu i höndum grafara og læknaskóla stúdenta og hvergi annars staðar, að spitalavistinni lokinni. Þeir heimtuðu nýja stofn- ur er veitti sliktini sjúklingum aðhjúkrun og lækningu. —Þess er getið. að einn bóndi er austur í fylkjum að ráða menn til uppskerunnar á jörð sinni í Saskatchewan. sem er 2,000 ekrur á stærð. Hann kvað og marga af þeim, sem vestur leita til uppskeru vinnu líta eftir henni á götum borganna, 1 staðinn fyrir til sveita. —í þorpi nokkru, 8 milur út- norður af Duluth, skeði þaö í gær, að tveir grimumenn gengti inn í banka með byssur á lofti og lokuðu féhirði inn í skjalaskáp, tóku alla peninga sem lágu frammi og héldtt svo leiðar sinnar. Þeir eru eltir. , —Systir Þýzkalandskeisara kom í heimsókn til frænda síns. Breta- konungs. og fór frá London í gær. Meðan hún var að kveðja kpn- ungsfólkið vxti fyrir þeim vagni sem henni var ætlaður, var gripa- skrini hennar stolið úr vagninum, og er þeirra nú leitaö um alla Lundúnaborg. —Ráðherrar á Englandi leita hviklar um þessar mundir, en æst- ar flokksfylgiskonur sitja um, þá. Þess er getið, að þær gerðu Wins- ton Churchill fyrirsát á fömumi vegi og höfðu hlaðið reiðhjólum sínum tim þvera götuna, til þess að stöfcva bifreið hans. Þeim brást sú bogalist; vagnstjóri hans hleypti á garðinn, en kvenþjóðin sat eftir með sárt ennið og möl- brotin hjól. —Fjórtán vetra piltur frá W’innipeg var tekinn fastur suður í Minnesota i fyrra dag fyrir að t'ara inn í hvert hús af öðru og stela peningum. Hann tjáist vera vel uppaþnn skólasveinn af efn- uðum kominn. —Kona ók í vagni með ung- harni sinu nálægt Portage la Prairie, til hressingar, en mújdýr clrógtt vagninn. Þau fældust bif- reið, sem fram hjá fór, svo að konan sá ekki annað ráð en fleygja sér út úr vagninum meö bamið. Hún lenti í skurði utan við veginn og var rænulaus þegar hún fanst. Hún var tvibrotin á öðrum fæti, og ristarbeinin brákuð og viða marin. Barnið var alheilt. —-Galicíumaður var dæmdur til dauða í Nevada og mátti kjósa um dauðdaga, að hengjast eða verða skotinn. Hann kaus lúð síðara, en enginn hefir gefið sig fram enn til að skjóta manninn. —Hæsta bygging 1 veröldinni er, einsog kunnugt er, Effel tum- inn í I’aris, og er 984 fet á hæð. Ung stúlka veJ búin kom einn dag upp á efsta topp hans og steypti sér út af honum. Grindur eða bryggja stendur út úr tuminum miðjum. Á henni lenti hún og tættist i sundur. —Geðveikra læknar af ollum löndum héldu fund nýlega. Einn af fundarlæknum sagöi þar í ræðu, að eftir 300 ár mundi verða meira af geðveiku fólki í heiminum held- ur en geðhraustu. Árið 1859 vom 30.000 geðveikir menn á sipitölum i veröldinni en 135.000 í ár. —Þann 3. ágúst féll snjór 1 ein- um stað i Pensylvania, svo að jörð varð alhvít, en í Michigan varð svo Imikið snjófall, að strákar gátu farið i snjókast. —Þegar Taft forseta var flutt útnefning hans til forseta efnis þá lagði hann mesta áherzlu á það i svari smu að vernda bæri stjórn- arskrá landsins og halda uppi toll- um. -Atkvæðisréttar konnir hc>íu herskjöld í Edinburgh á Skotlandi og — skáru niður talsima þræði. i —Frumvarp er íram komið i fulllrúa deild ('ComuionsJ Lund- únaþings um að reisa skorður við miklum útgjöldum þingmanna efna við kostiingar. Rammar skonð.ir hafa áður verið reistar þar í landi við kosninga mútum, en hið néfnda laga frumvarp tekur fyrir þi venju, að þingmanna efni verði við fjárbónum til félaga og fyrir- tækja í kjördæmum sínum. —Jach Johnson heitir sá, sem nú þykir l>era af ölhim öðrum 1, barsmíðum. Hann er svertingí, og var tekinn í meðlima tölu Frí- múrara af einni deild þess félags- skapar í Scotlandi. Nú hefir alls- herjar þing Frímúrara í þvi !an li rekið þá deild úr félaginu, fyrir bragði'ð. —Selveiðar í Kyrrahafi norð- antil, milli Ameríku og Asíu, htfa farið þverrandi með ári hverju. Því hafa þau riki sem hlut |eiga að máli, Bandarikin, Canada, Japan og Rússland gert samtök sín á milli til að taka fyrir að selurinn deyi út. —Járnbrautar slys varð í Braziliu nýlega og er sagt að um hundrað farþegar hafi dáið og slasast. —Ekkjudrotningin í Portugal skildi eftir gimsteina sina þegar hún flý'ði land með syni sinum, og fekk lánað út,á þá hjá einhverjum banka í því landi. Hún gat ekki borgað lánið og lét þá bankinn selja steinana á tippboði. Þ'eir hlaupa alls á 275 þúsund dali. Eitt hálsmén úr 324 perlum seldist á 60 þúsund dali. Einn gripurinn var skarband eða gullhlað, sem frægt var af því hvað dýrt það var og stásslegt. Það var boðið inn aftur, þvi að ekkert boð fekkst nógu hátt i það. —Þess var getið að verkfalli skipahleðslu karla i Ixmdon væri lokið. Þegar verkamenn komu til vinnu, voru þar margir fyrir, sem byrjað höfðu meðan hinir voru verklausir. Milli þeirra tókst bardagi með byssuin og grjöti og hverju öðru sem hönd festi á, svo að margir særðust og margir félhv. —Bonar Law hinn nýi foringi Conservativa á Englandi hefir gengið svo langt á móti heima- stjóm á írlandi, að hann kvaddi protestanta í því landi til vopn- aðrar mótstöðu. Útaf því tók W’inston Churchill ofan í við hann, taldi hann ófæran til að takast á henchir nokkra opinbera stöðu, sem ábyrgð fylgdi. —Þeir sem selja kynjalyf i Banelaríkjum fengu nýlega á bauk- inn hjá þinginu. Þar er nýlega frani komið laga frumvarp um aö leggja hegningu við ef að meðöl eru seld með skrumi og oflofi um verkanir þeirra. —Icaria heitil ey x Grikklands- hafi, 50 enskar fermílur að stærð, með 13.000 íbium. Hún hefir verið eign Tyrkja utn langa ævi, en á döguntim tóku eyjarskcggjar^ sig til, hneptu embættismenn Tyrkjastjómar í fangelsi og lýstu eyna sjálfstæða. Eyjarskeggjar eru flestir gnskir kolakarlar. —Getið var í blaði vortt um við- skiftasamning milli Canada og Vestindia er samþyktur var á Canada þingi í vetur. Samning- urinn ntarðist fram nýlega á þingi eyjarskeggja í Trinidad, sem er ein af helztu eyjum| í Vestindinu, með eins atkvæðis muni. Margir töldu samninginn skaðlegan verzl- un eyjanna, en a?rlF imttu meira, seni sögðu hann natiðsynlegan rík- istengslunum við Bretaríki. —Innbrotsþjófurinn í Chicagp sem getið var í síðasta blaði hefir fengið sér lögmann og hefir sá það fyrir málsbætur, að þjófnum sé ekki sjálfrátt. heldur sé veikur af stelvísi. —Eldfjallið Etna á Sikiley er byrjað að gjósa reyk og eldi úr sínum gamla gíg, og auk þess er kominn nýr gígur á norðurhlið fjallsins, er gís eldi og eimyrju. Jarðskjálfti fylgdi gosinu. en um manitskaða og eignatjón er ekki getið. —Lausir eru látnir þeir ensku menn, sem getið var í siðasta bla'ði að teknir voru á Þýskalandi og sakaðir um njósnirl Þeir munu hafa tekið myndimar til þess að gera að gamni sinu með spæjara hræðslu Þjóðverjans. —Lord Strathcona varð 92 ára þann 6. ágúst. Hann er svo em að hann hefir ennþá einsamall for- sagnir á meðferð og stjórn sinna miklu auðæva. —Maður flaug í loftfari með konu- sína, undireáns og hjóna- vígzlan var afstaðin, frá Frakk- landi yfir Ermasund, til Englands, og nieð ]>eini hjónunn blaðamaður frá Lundúnum. Þau höfðu hættu- lega ferð, lentu í stórum skúrum og hvassviðri og svo svörtum skýjum, að þau vissti engar áttár. Eitt sinn, þegar þau komu út úr einu skýinu, stefndi loftfarið beint niður að sjó. Þegar að landf kont Englands megin, var veðrið svo svipótt, að loftfarinu sló stundum upp og stundmn niður og á ýmsar hliðar, og Ioksins sJóg því niður í s'kóg og mölbrotnaði ,en ferða- fólkið slapp ómeitt með öllu. Frá Siglunesi er kkrifað 24. f. tn.: “Jeg hefi engar fréttir ný- stárlegar að segja; útlitið með grasvöxt hér varla 1 meþallagi, og sumstaðar lítur illa út við vatnið, vegna hleytu, þvi vatnið er með hærra máli. Heilsufar almennt gott, og alt gengur sinn hægfara vanagang. Pic-nic allfjölment héldu Goodtemplarar hér 20. þ. m. Eg býst við þið fáið fregnir um það frá einhverjum er þar voru staddir. Frá Islandi. Reykjavík, 18. Júlí 1912. Hestur fældist á Bergstaðastr. 1 gær og ætlaði að hendast á vagn meS bami í, er skilinn hafSi verið eítir á götunni. Nýfermd stúlka, GuSrún Benedtcfsón, sá þetta, snaraSist aS vagninum og kom barninu méS naumindutn undan, en iéh sjálf á götuna um leiS og særSist dálítiSi á handlegg. EskifirSi 9. Júli.:— TíSin hefir veriS hin ákjósanlegasta síðan í byrjun l>essa mán^Sar nema rétt 1! gær stórrigning með þoku. Frá Berunesi, sem er gegnfc: Helgustaðanámum, heyrist nú daglega stórskotahrið. Er þar Guðmundur húsasmiSur Jákohs— son úr Reykjavík aS sprenging- um. Hefir hann fundiS eitthvaði af silfurbergi bæSi niSur við sjó» og eins ofar nokkru. — Vísir.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.