Lögberg - 03.10.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 03.10.1912, Blaðsíða 1
SENDIÐ KORN YÐAR TIL ALEX. JOHNSON & CO. v:4a ORAtN FXCUANGK. WINNIPEO EINA ISLENZKA KORNFÉLAGS 1 CANADA BÆNDUR Því ekki senda okkur hveiti ykkar til sölu. Viö getúm útvegaö hæsta verö á öllum korntegundnm. Viö er- um íslenzkir og getiö þiö skrifaö okk- ur á íslenzku. ALEX. JOHNSON & CO., Winnipeg, Man. £5. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, KIMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1912 Slóðin rakin. Stórráð á Bretlandi. Á Englandi hefir hin umliöna vika þótt tíðindavænleg. Þar er nú i heimsókn utanríkis ráSgjafi Rússa, Sasanoff og er í samning- um við Sir Edward Grey um skift- ing landa í Asíu. |ÞaS er hald ýmsra, að þeir hafi komið sér saman um að svifta Persa því sjálfstæði, sem sú ógæfusama þjóð hefir notið fram að þessu, og sömuleiðis um það, hvernig þessi tvö stórveldi skuli haga sér gagn- vart Kínverjum. Rússar hata lagt hramminn yfi'r nojrðurhluta Mongoliu. afarmikið land, en Bretar vilja að minnsta kosti halda því taki sem þeir hafa á Thibet. Talið er það og, að Bretar gefi loí og ieyfi sitt til þess að Rússar haldi herskipum um Dardanella sund, en Rússar slaki það til í móti, að enákir inenn séu settir til ráðagerða og eftirlits með ýmsuxn deilum i stjórn Tyrklands. Annað það sem á Englandi hef- ir vakið mikið umtal, er- fram ferði. Ulster manna á írlandi Þeir hafa samtök til vopnakaupa og hóta öllu illu ef heitrfastjórn tra gengur fram, en annað veifið er ekki laust við að brosað sé að ágangi þeirra. Hinir pólitísku flokkar búa sig í ákafa undir þing; stjómin hefir með höndum stórfelda lög- gjöf um jarðaskatt og lóða í kaupstöðum, er fer fram á að leggja því hær.ri skatt á ónotað tand, sem það er verðmætara, en mótstöðumenn hennar búa sig til nýrrar atlögu í því að sannfæra almenning um ágæti hátolla. Sumir bera það upp í sig, að ekki muni langt til kosninga, og ef conservativar beri hærra hlut, muni Bonar Law ekki verða ráða- neytisforseti, heldur Lausdowné lávarður, ef Balfour vill ekki taka þá stöðu. Órói og atkvæðisréttur. Einn nafnkendur hermspeking- ur kenndi það, að mennimir sæktust ekki mest eftir vellíðan, eöa sælu, heldur eftir því að ráða miklu. Sú kenning þótti Aiýstár- leg á sinni tíð og þykir enn vafa- söm, ef skilin er eftir orðanna hljóðan, en fljótt á að lita virðist hún sannast af þvi sem e,r að ger- ast í ýmsum löndum einmitt þessa dagana. Eina ráðið fyrir almúgann til |>ess að taka þátt í stjórn lands sins er sá, einsog allir vita, að kjósa fulltrúa á löggjararþing, til þess að segja stjórmnni t/il lum viija sinn. Þó að sú leið sé löng og krókótt, þá er önnur skemmri og beinni hvergi jfarini nema í einstaka riki í Bandaríkjunum, og í mörgum löndum Evrópu er meiri og minni hluti alþýðunnar útilok- aður jafnvel frá því að eiga þátt i kosning fulltrúa til þings. I sumum þeirra landa séu nú viðsjár og æstur áhugi meðal þeirra, sem fara á mis við þennan rétt, og sækjast þeir eftir því litla .valdi sem honiim fylgir rrteð svo mikl- um ákafa, að sumir þeirra hætta til þess lífi og limum. A Ungverjalandi heimta þeir atkvæðisrétt handa óllum full- vöxnum karlmönnum; á Eng- landi er sókst eftir atkvæðisrétti handa kvenmönnuim'; í Hollandi og Belgiu er hans kradist báðum til lianda. I hinu fyrstnefnda landi hefir sjaldan verið róstu- samara á þingi heldur en fyrir tæpum hálfum mánuði, þegar þingið var sett. Forsetinn á þingi stendur fast í nuóti því að veita öllum fulltíða mönnum kosn- ingarrétt, og meiri hluti þings með honum, en minni hluti sækir engu linara að koma honum fram. 1 sumar skaut einn þingmanna þrem skotum á forsetann, en hitti hann ekki. En við þingsetningu i haust höfðu þingmenn útbúið sig með vopn, sem að vísu voru ekki Hjfshættuleg en hentug þó til að fremja þingspjöll; það voru ptp- ur og lúðrar og bjöllur ogj önnur hávaðatól, hin verstu, sem unt var að fá fyrir peninga. Forseti kvaddi lögregluna til hjálpar, þeg- ar hann réði ekki við neitt. Þá rifu þingmenn upp bekki og skrif- borð og hlóðu sér vígi í miðjum þingsalnum undir forustu tveggja greifa er áður iiafa setið i stjóm landsins. Lögreglan flaugst á við þá langa lengi, tók hvern sem hún gat fest hendur á og dróg þá eða bar út fyrir dyr; tveir gréifar eru tilnefndir er fengu áverka í þeirn ryskingum; af öðrum var bitinn fingur en hinn var sleginn í svima; um einn þingmanninn var háður hráskinnsleikur þaugað tfl' nálega var slitinn af honum annar hand- leggurinn. tJti tynir barðist ,al- múginn við lögregluna, slökti götuljós og kynti síðan breiinu af strætavögnuin og öllu öðru, sem' hönd festi á. Riddaraliði var loks hleyft á múginn, tvístraðist hann við það, en 200 lágu eftir, troðnir undir manna og hesta ,fót- um. Þing Hollendinga var sett hinn sarna dag og þetta gerðist. Sosia- listar lögðu áskorun fyrir þingjð, að veita óskoraðan atkvæðisrétt körlum og konum, frá 320 þúsund manns, en lýðurinn fór í tíu fylk- ingum um götur borgarinnar áleið- is til þinghúss. |Þar stóðu fyrir lögreglumenn með naitin sverð og særðust allmargir áður þeirra við- skiftum lauk. í Belgiu hótar al- muginn að leggja niður verk um alt land, ef kosningarréttur verð- ur ekki látinn ná jafnt til allra. Þar eru verkamenn i traustari samtökum heklur en i nokkuru öðru landi, að sögn, og þvi er tal- ið líklegt, að þeir sem völdin hafa, muni láta undan þeim án þess til ófriðar komi. Upphlaup. Óeiröir og jafnvel vígaferli fylgja nú orðið flestum stórum verkföllum. í borgmni Lawrence Mass. stendur yfir verkfall meðal vinnufólks í vefnaðarverksmiðj- um, ti 1 þess að fá hærra kaup. Annað fólk var fengið til vinnunn- ar, en þeir sem veúklausir urðu sátu fyrir því, hræddu það og hrekkjuðu, en lögreglan fylkti liði og réð á mannfjöldann með bar- eflum, og urðu margir óvígir bæði af upphlaupsmönnum og lögregluliði. í Ulster á írlandi eru upphlaup á degi hverjum af alt öðrum á- stæðum. Fylkið Ulster er tæpur fjórðungur landsins að fólks- fjölda en gildur helmingur eru prótestantar. Þeir hatast við hinu katólsku landsmenn sína og vilja meö engu móti hlíta því, að þing sé sett á írlandi með heimastjórn, með því að þar verða katólskir í rneiri hluta og ráða því lögum og lofum. Því er það að hinir pnóte- stantisku íbúar í Ulster gera sam- tök til að standa i móti heima- stjórn með öllum ráðum. Herlið hefir stjórnin sent þangað í ýmsa staði, en mest til Belfast, sem þar er höfuðborg. Ógreinilegar frétt- ir berast þaðan, en þó virðist mega ráða það af þeim, að flokkum lýstur þar saman og verða af því áflog með meiðing.um, en viga- ferli er ekki getið enn, hvort sem þvi er um að kenna, að engin hafa orðið, eða stjómin leggur frétta- bann á landið. Viðbúnaður stjórnar- innar. Fundi halda nú ráðherrar í Ott- awa til þess að ráða ráðum sínum tim þau mál, er leggja skal fyrir þing i haust. |Þar af telja þeir merkilegast af öllu flotamálið, og má kjósendum sannarlega ligg[j'a| það þungt í rúmi, að' hverri niöur- stöðu stjórnin kemst, með því að þar veltur á margra miljóna nýj- um útgjöldum á landssjóð. Sá hængur er á þeim ráðagjörðum, að stjórnarherrarnir eru sjálfir sund- urþykkir. Sumir vilja leggja þungan herskatt á landið, en aðr- ir standa því fast í móti; hinir frönsku ráðherrarnir úr Quebec vilja sumir engan flotaskatt að sögn, og því er stjórninni svo bum- bult af þessu máli, að Mr. Borden kemur engu orði upp um það. Geta. má nærri, að' stjómin er sagnafá um þau innanlands mál, sem biða úrlausnar þegar hún fæst ekki til að láta neitt upp- skátt um það eina stórmpl, sem hún ætlar að láta sitja i fyrirrúmi fyrir öðrum. Ennþá er lögreglan, eða öllu heldur keyptir spæjarar á liælum þeirra ræningja, sem stálu um-300 þúsund tlölum frá deild Montreal bankans í New Westminster. Náðst hafa tvær eða þrjár stúlkur, sem ræningjunum voru áhangandi og i vitorði með þeim og ein, þeirra hefir sagt allmikið af þvi sem hún varð áskynja urn ránið. Lógregl- an í Chicago þykist vita hver sé ocklviti ræningjanna, en laus er sá enn sem komið er. Sagt er að 170 þúsund muni nást aftur af þýfinu, með þvi að þjófunum gekk tregt að koma af sér Canadískum seðlum 'syðra.' Busijness menn einhverjir eru riðnir við þetta þjófamál, en sloppið hafa þeir. Kosningahríð er byrjuð i Macdonalcl kjördæmi, og er sótt með miklu kappi. Hon. Robt Rogers er kominn frá em- bætti sínu að austan og farinn að halda ræður fyrir kjósendum, en klakaklárar stjómarinnar í Mani- toba þeir Roblin og Campbell ganga berserksgang með heilan skaira af sinum liðstnci'nrtuíii. frönskum og enskum; sagt er að munnsöfnuður hins fymefnda síðan hann fékk titilinn, sem systir Ivringla fékk svirna og uppköst af hafi ekki batnað, heldur versnað siðan. Þingmannsefni conservativa er gamall bóndi, er heitir Morrison, roskinn og ráðinn bóndi í nágrenni við bæinn; engfnn hefir annað en gott um hann að segja sem hvem atinan alminlegan borgara, en það mun hverju orði sannara, að það rnætti alt eins vel senda kosruinga- vél á þing. einsog hann. Funda- höld sin byrjaði hann með þvi að lýsa lsig ánægðanj með ástandi* í landinu einsog það er nú; hann kærði sig ekkert um betri markað en hann hefði. Af þvi má vel sjá eyrnamarkið, og er mikil furða að nokkur 'bóndi vestanlands skuli tala slikt i heyranda hljóði, er all- ir stéttarbræður hams, sem (berja mesta umhyggju fyrir hag stéttar sinnar, leggja sig alla fram' til að rýmka um verzlunarkúgup þá sem á þeim liggur. Mr. Morrison situr ofan í botni á keraldi flokks sins og sér áreiðanlega ekki út yf- ir barmana. Hans nótar em of- margir á þingi, sem leggja engan sjálfstæðan skerf til málanna, heldur greiða atkvæði hugsunar- laust, eftir þvi sem aðrir leggja fyrir þá. Móti honum ’sækir nafnkendur maður, sem ekki er háður neinum flokksböndum, en hefir það til sins ágætis, að hann hefir um lang- an tima barizt vel og rösklega gegn hinni gífgirlegu tollakúgun, sem legið hefir einsog mara á land’inu. Hann heitir R. L. Rich- ardson og er ritstjóri og eigandi dagblaðsins Tribune hér í Winni- peg, maður vel gefinn, malsnjall. einurðarmaður mikill og harBsnú- inn talsmaður alþýðunnar. Hann er svo mikill fyrir sér, að hann heldur sínu og vel það, við hvern sem á hann leitar, einsog Sir Rodmond hefir fengið að kenna á í þessari kosninga snerru. Ymsir mikils metnir mena tala máli hans við kjósendur, svo sem Thos. H. Johnson. M. P. P. Hon Frank Oliver og margir aðrir, sem bera hagsmuni vesturlands fyrir brjósti. Borden stjórnin vill alt til vinna, að hafa sigur i þetta sinm, með þvi að hún hefir beðið ósigur við hverja kosningu í landinu til þessa. þarsem reciprocity hefir komið til nokkurra greina. Því hefir Hon. Robt Rogers verið sendur útaf örkinni og þessvegna er öllu tjald- að sem til er. Hvaðanæfa, —Grand Tnink lest hlektist á í Ontario einn daginn og meiddust 18 manns. —I Chicago drap sig maður einn daginn, er þrívegis hafði komizt yfir auð fjár svo miljónum skifti, en altaf tapað honum jafnharðan. Eitt sinn náði hann i ítalska her- toga ekkju, stóratiðuga, giftist henni og eyddi öllum eigum henn- ar. Nú var hann sextugur orð- inn, og vonlaus um að koma und- ir sig fótunum, kallaði saman kunningja sína og hélt þekn veizlu : að því búnu gekk hann út, gaf betlara siðasta centið sem hann átti og skaut sig síðan. —Daglxik Victoriu drotningar er nú fullbúin til prentunar; gamla konan skrifaði niður alla hluti sem komu fyrir hana og eru lýs- ingar hennar á sömu all merkileg- ar og sumar nógu skrítnar. —Flugslys gerast svo tið þessa daga, að varla verða öll talim; i flestum löndum þarsem fluglyst- in er stunduð, hafa flugmenn far- ist, sumstaðar tveir og þrir, und- anfarna viku. —í bæ einum i Ástraliu var api hafður til gamans, er náðst hafði i skógi. Apinn náði i barrt einn daginn og tók að misþyrma því; þá hljóp til einn bæjarhundurinn, réðst á apann og beit hann á bark- ann og frelsaði með því lif barns- ins. . —Suður í Iuinois var bóndi myrtur, kona hans og dóttir og skólakennari sveitarinnar, er hélt þar til. Stúlkumar voru rotaðar með bitlausu tóli, er gengið hafði inn í heilann á þeim, en hjónin voru skorin á háls. Ulvirkinu er ófundinn. —Niu ára gamall drengur fann eldspítur úti á götu í fyrradag, og tók að kveikja á þeim, þangað til eldur kviknaði -i fötum hans; hjálp kom fljótt, og var dreng- urinn fluttur á svítala i norður- bænum, en læknar segja vafasamt hvort hann muni halda lífi. —Á sunnudagsmorguninn kvikn- aði i lystisnékkjunni Winnitoba, sem lá við bryggju i Rauðánni. brann skipið bryggjan og barðar nokkrir, er þar lágu, allt til kaldra kola. Skaði er metinn 127 þús- und dalir, en vátrygging aðeins um 50 þús. —f Chicago fundu-t fyrir skömmu i maga á bami, sem skor- ið var upp við “magaveiki” þessir gripir: 17 vasahnífar, fimm hníf- blöð, tiu skrúfur, margir naglar og silfurdalur. Skömmu síðar var skoðað innan í tveggja ára gamalt bam í Indianopolis, er kvartaði um verki í maganum. Sá tvæ- vetlingur bar í sér sex steina úr ávöxtum, marga spotta, eldspítu, brjósthnapp og annað fleira. —Kona var dæmid fyrir að myrða bónda sinn suður í Banda- rikjum og sat í fangelsi í 23 ár. Bróðir hins myrta er nýdáinn og játaði á banasænginni, að hann hefði myrt bróöur sinn. Ekkjan ihefir því tekið út hegninfu sak- laus; hún er nú 61 árs að aldri. —A Balkanskaga segja seinustu fréttir að til ófriðar horfi. Búlg- arar hafa boðið út liði sínu og Serbia kallað her til vopna. Tyrk- ir draga herlið sanian í annan stað og safna þvi til landamæra þess- ara landa. Úr bænum Nokkrar góðhjartaðar konur hér í bæ eru að efna til tombólu er haldin verður 7. nóv. í Goodtempl- ara húsinu. Ágóðanum verður varið til styrktar berklaveikri stúlku. Vonandi leggja menn þe'iin fúslega lið sitt. Séra B. B. Jónsson, forseti kirkjufélagsins, var staddur i borg- inni fyrir helgina. Er hann nú að ferðast um söfnuði kirkjufélags- ins, samkvæmt ráðstöfunum sið- asta kirkjuþings. Hann fór héð- an norður í Nýja Island. Því næst mun hann ferðast norður að Manitobavatni austanverðu, og svo vestur í Saskatchewan. Um sex vikur bjóst forsetinn við að verða á þessu ferðalagi. Dr. Jón Bjarnason kom vestan frá Kyrrahafi á sunnudagsmorgutiinn var með konu sinni og fósturdætrum. höfðu þau farið til Vancouver. Victoria og Seattle. Lengsta viðdvöl höfðu þau i Seattle að heimili séra Jónasar A. Sigurðssonar. Ferðin gekk þeim ágætlcga og hefði orðið þeini eftirminn-lega ánægjuleg, ef hin sviplegu harmatíðindi, sem gerðust hér eystra, lát tengdadótturinnar, hefði ekki skvgt á gleði þeirra. Því miður láðist að geta þess í síðasta blaði í sambandi við dánar- fregn Karls. S. Anderson, sem andað- irt i Saskatoon 21. Sept., að ættingjar hans óskuðu sérstaklega getið með innilegu þakklæti, þeirrar miklu ást- úðar og umhvggju, sem Mr. og Mrs. Lundal þar í bænum sýndu honum í banalegunni; þau létu ekkert ógert, sem í þeirra valdi stóð, til þess aö sem bezt færi um hann. Sömuleiöis þakk- læti til fólksins í Frikirkjusöfnuði og annara vina i Argvle-bygð fyrir hina miklu hluttekning er þeir sýndu. Mrs. J. J. Bildfell kom heim úr íslands/erð fyrra miðvikudag. Hún bafði verið á fjórða mánuð burtu og farið viða um ísland — fyrst norður um iand til Akitrey rar, þá austur um sveitir til Möðrudals. þaðan ofan á Vopnafjörð en siðan með strand- ferðaskipi suðtir um land til Reykja- víkur. Á leið frá Islandi brá Mrs. Bildfell sér til Kaupmannahaínar, til að sjá bróður sinn, Vernharð, sem nú er að ljúka þar heim- spekinámi. Dvaldi hún í Kaupmanna- höfn eitthvað viku tima. Mrs. Bild- fell lét hið bezta af ferðinni, og hafði af henni mikla hressing og skemtun Séra Rögnvaldur Pétursson, kotta hans og mágkona kornu heim úr ís- landsför fyrra þrið'judagskveld; þá koniu og: Miss Gerða Halldórsson, og Guðrún systir hennar; Sigurður Þórðarson frá Reykjavík, með konu og 4 börn, og Pétur bróðir hans; þeir Sigurður og Pétur eru bræður Guðm. Thordarsonar bakara ; - enn fremur Skúli Gizurarson og Sveinn Gizur- arson, bræður úr Hafnarfirði; Her- mann Þorvaldsson úr Reykjavík; Karolína Sigurðardóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Halldóra Guðmunds dóttir og Jóhanna Sumarliðadóttir. Herra Ólafur Árnason frá Leifur P. O. kom til borgar í vikunni. Hann kvað heyskap hafa gengið seint, en þó mundu flestir nú hafa náð viðun- anlegum heyfeng. I bygðinni ís- lenzku þar sem Leifur P. O. er, norð- ur með Manitobavatni, er akuryrkja í byrjun, því bygðin er mjög ting. Einhver gildasti bóndinn þar er Gunnar Kjartansson, er fluttist þang- að frá Marshland P. O. ásamt fjór- um sonum sinum. Þeir feðgar hafa plægt nokkuð á öllum löndum sínum og sáð bæði höfrum og flaxi. Korn- sláttur er nú búinn, og vöxtur i góðu lagi, en ekkert þreskt að svo komnu vegna ótíðar. Björn bóndi Jónsson i Straumnesi við íslendingafljót andaðist að heim- ili sínu þ. 15. Sept. fult sjötugur að aldri. Hann var ættaður úr Borgar- firði eystra, fæddur i Geitavík, en átti heinia á Setbergi þegar hann fluttist af íslandi árið 1877. Kona Björns. Jakobina Jónasdóttir, frá Ár- bakka í Mývatnssveit, lifir mann sinn. Þau hjón eignuðust sex börn, og eru fimm á lifi: Jónína, gift enskum manni i Wabigoon, Ont.; Jóhannes, Emil, Sigríður og Alexander, öll i föðurgarði og uppkomin. Björn var mesti hæglætis maður og stillingar og naut vinsælda þeirra er hann þektu. Bróðir hans er Jóhannes bóndi i Viði- nesi við íslendingafljót, sæmdarmað- ur og nú kominn töluvert yfir sjötugt. Systur þeirra tvær eru á lífi í Minn- esota og bróðir heima á íslandi. Guðbjörg Sturlaugsdóttir, kona Hjálmars bonda Jóhannessonar á Svarfhóli i Geysisbygð i ATýja tslandi. lézt að heimili sínu þ. 3. Sept. Hafði verið heilsubiluð síðastl. tvö ár. Var ættuð úr Dalasýslu. Guðbjörg varð að eins 48 ára gömul. og talin góö kona af þeim, sem hana þektu. Ejög- ur börn þeirra hióua, Kristín, Jóhann- es. Sturlaugur og Sesselja, er'u á lifí, sum uppkomin, hin stálpuÖ. það 'ngsta fj'ortán ára. Nýlega dó hér í borginni aktýgja- smiður nokkur enskur og átti heima á Princess stræti. Hann fanst dauður að morgni dags í rúmi sínu, og er sagt að ofdrykkja hafi orðið honuni að bana. Lögregluþjónar voru kvaddir úl að skoða líkið og fundu þeir hjá því rakka einn lítinn, seni hjúfraði sig vfð lilið þess látna. Lögreglu- þjónarnir ætluðu að reka hundinn burtti, en hann hreyfði sig hvergi; þegar þeir tóku að sækja það fastara urraði hann og gerði sig líklegan til að stökkva á þá. Loks var til kvadd- ur kunnugur niaður á heimil inu, og fékk hann loksins lokkað rakkann fram ur rúrninu. Dáni maðurinn virðist hafa verið einstæðingun hér, en hundinum hans hefir þótt vænt um hann; eru margar slíkar sogur til um það að hundar hafa ekki viljað skilja við húsbændur sína látna, enda er hundstryggðinni við brugðið. Mrs. H. S. Bardal og Mrs. Á. Hin- riksson komu norðan frá Gimli í fyrri viku. Mrs. Bardal hafði verið þar með börn sín í sumar, en Mrs. Hin- riksson meö börn Arinbjörns bróður síns, sem var í íslandsferð með konu sinni, svo sem frá hefir verið skvrt. NÚMER 40 Veizlufagnaður í Vancouver. Sunnudaginn eftir að Dr. Jón Bjarnason kom til Van- couver. messaði hann fyrir íslendingum í sænskri kirkju, en en daginn eftir, að kveldi þess 23. Sept., gerðu íslendingar í þeirri borg veizlu móti honum og fögnuðu honum meö fjöl mennu samsæti, er fram fór í fyrnefndri kirkju. Því stýrði Arni Friöriksson, en séra Jónas A. Sigurðssoti. er var í för með þeim hjónum frá Seattle. hélt snjalla tölu og flutti kvæði. Meðal þeirra. sem voru viðstaddir, eru þessir nefndir: Er- lendur Gillies, Þorsteinn Borgfjörö, Wni. Anderson, Pétur Guðjohnsen, Jón Jónsson frá Brandon, J. Magnús Bjarna- son, Sigurður Jóhannsson, og frá Crescent .Sigurður Christ- opherson, flestir með sínu heimafólki. Avarp var flutt af Wm. Anderson en kvæði af Sigurði Jóhanssyni. P. Guðjohnsen lék á hljóðfæri en Jón Jónsson skemti með söng. Ávarp og kvæði fara hér á eftir: ÁVARP frá ISLENDINGUM I VANCOUVER. B. C., til DR. JÓNS BJARNASONAR. Dr. Jón Bjarnason! Af einlægum hug og hjarta fagna íslendingar í Van- couver yður og konu yðar ,og bjóða ykkur velkomin. Ekkert gat verið oss meira gleöiefni en það, að sjá yður hér með oss; og enginn gestur gat verið oss hjart- fólgnari en þér. Því að allir elskum vér yður og virðum, og þökkum yður fyrir hið mikla og góða starf, sem þér hafið unnið í þágu þjóðar vorrar í þessu landi, bæði sem leiðtogi þeirra. er unnið hafa að kirkjulegum félagsskap á meðal vor, og sömuleiðis sem rithöfundur og frceðimaður. Hinn kirkjulegi félagsskapur með Vestur-íslendingum á aðallega rót sína aö rekja til vðar, og um yðttr hefir hann að mestu snúist fram að þessum tima. Og yðtir eigum vér það að þakka. að vér höldtim hér enn hópinn sem þjóð- fjlokkur og að íslenzk tunga er enn í dag lifandi mál á vör- um margra uppvaxandi íslendinga í þessu landi. Vér þökkjim yður einnig fyrir hið hljómfagra, kraft- mikla mál, sem þér hafið ritað, fyrir ritháttinn ljósa og snjalla, og fyrir hinn stóra skerf. sem þér hafið lagt til ís- lenzkra bókmenta. Og síðast, en ekki sízt, þökkum vér yður fyrir hinar háleitu og fögru skáldlegu hugmyndir. sem einkenna flest af ritverkum yðar og ræðum. Og hvort sem allir íslendingar hér í borginni hata verið yður samdóma, hvað kirkjumál snertir, eða ekki samdóma, þá hafa þeir allir elskað yður og borið djúpa virðingu fyrir yður, og álitið yðtir, og það að að réttu, einn af þeim allra fremstu ágætismönnum, sent nú eru með þjóð vorri. Vér höfum boðið yður og konu yðar og fósturdætrum hingað, til þess að vera heiðursgestir hjá oss í kvöld. Og um leið og vér á ný látum í ljós fögnuð vorn og ánægju yfir komu yðar og óskum yður farsællar ferðar heim, þá vildum vér lika óska, að þetta vrði ekki í eina og síðasta sinn, sem þér heiðrið hina ungu, islenzku nýlendu í \Tancouver með heimsókn yöar. \’erið velkomnir, heiðursgestir! TIL DR. JÓNS BJARNASONAR Vancouver, B. C., 23. Sept. 1912. í hug minn kom að heilsa þér, þig hjá oss staddan sjá, þótt bregðist vit og mælska mér og mentunin sé smá. Við eigum báðir íslenzkt mál og elskum sama frón, og eitthvað máske inst í sál ber ættarsvipinn. Jón ! Þú hefir lifað langan dag og lifað okkar þjóð, en ekki stundað eigin hag, þars ágirnd fyllir sjóð. Þitt málefni var heilagt, hátt, sem hærra lyftir sjón, þú valdir ekki veginn lágt, það verðttr lof þitt, Jón! í striði hefir staðið þú og stundum orðið heitt, en bezt þér þótti barnsleg trú og breyttir ekki um neitt. Þú hita dags sem hetja barst þá hinir liöu tjón, að sjálfum þér þú sarnur varst það seinna birtist, Jón ! "Það lá í brotum lítil þjóð, hún Jítilsvirt var þá. , i nýbyggjara stríði stóð, var stefnulaus og smá. En svo komst þú og lýstir lýð og lyftir andans sjón; nú blasir við oss betri tið; og beztu þakkir, Jón! Og einskis virt var islenzkan, þars enginn skildi neitt; þá hélt sig sérhver mestan mann, ef málfæri fékk breytt. En málið þitt var sterkt sem stál og stuðlaberg um frón; að hjá oss lifir móðurmál, þér megum þakka, Jón ! Það liður daginn lífsins á, og lækkar æfisól, en verk þitt lengur vara má þótt velti tímans hjól. Og geta mun vort sögusafn um sannleiksdyggan þjón; með heiðri berðu af hólmi nafn og hjartans þakkir, Jón ! Signrður Jóhannsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.