Lögberg - 03.10.1912, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.10.1912, Blaðsíða 3
LOGBERCi, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1912. 3- Ræða karlmanns á kvenfélags- samkomu. Herra forseti! Konur og menn! Þetta er kvenfélags samkoma og þessvegna á þaö vel viS, aS viS verjum þessari kvöldstund til þess, aö athuga ýmislegt, sem vér höf- um talaö og gert, og einnig þaö, sem vér eigum aö gera, fyrir stiilkur. Oss karlmönnum hefir ætíö veitt léttara, að tala mikið og fall- ega um stúlkur, en aö gera smá- muni, sem væru þeim til verulegs gagns. Þessvegna eru ræöur margra svo langar um þaö mál, og þessvegna eru 'bókmentirnar svo fullar af lofi um þaö, hvaö kven- fólkiö sé fallegt, fullkomiö og gott. Vér höfum verið örlátir á gull- hamraslætti og oflofi. Þaö væri ósanngirni ef stúlkurnar heimt- uöu meira af oss af þeirri vöru. Eg ætla að hafa ytir vísuna sem Steingrímur Thorsteinsson orti um asnann. Hún er svona: Meö oflofi teygöur á eyrum var hann Svo öll við það sannindi rengdust. En ekki’ um einn þumlung hann vaxa þó vann Þaö voru’ aðeins eyrun sem lengd- ust.” Eg ætla aö biöja þær stúlkur sem hér eru að minnast þess aö gullhamrasláttur og oflof hefir aldrei bætt og mun aldrei bæta kjör þeirra, eöa auka réttindi ]>eirra itm einn þumlung. Alt slikt oflof er annaðhvort mark- laust þvaður eöa rangfærsla á sannleikanum. Þeir, sem mest út- býta af slíkri vöru eru hinir skæð- ustu mótstöðumenn þess, aö konur fái bætt kjör og aukin réttindi. Þaö má skifta þeim í tvo flokka. í öörum flokknum eru hugsunar- laus ómenni, en í hinum loddarar sem dorga með falskri beitu. “Margt er skrítið í Harmoníu,” sagði kerlingin um árið, og , þau orö fljúga i huga manns, þegar maður lítur á fylking þeirra manna, er haröast berjast móti fullkomnu jafnrétti kvenna, og sér vopn þeirra og verjur. Þeir menn skiftast i tvo flokkíl. I öörum flokknum eru þeir menn, sem telja konur svo ófullkomnar og ill- ar aö það heföi skaðleg áhrif á mannfélagið, ef þær fengju at- kvæöi og áhrif á löggjafarvaldið. Eg get borið fulla virðingu fyrir mörgum þeim mönnum, sem eru í þeim flokki, því eg trúi því að þeir geti talað af sannfæring, og þvi verður ekki neitað að sum vopn þeirra eru allgóð, en eg álít samt, aö vér, sem höldum fram full- komnum jafnrétti kvenna, höfum betri vopn, og aö sannfæring vor standi fastari fótum á sannleika og þekking, en sannfæring þeirra. Hinn ■ flokkurinn, sem berst móti jafnrétti kvenna, segir að konur séu of góðar og fullkomnar tif þess að njóta og nota pólitísk og fjármálaleg réttindi. Aðalvopn ]>essara manna hefir hingað til reynst vel; það er nokkurs- konar hrossabrestur. Það hef- ir oft tekist að hræða með því hugsunarlausar manneskjum, en það er gagnlaust vopn móti skyni- gæddum verum, sem hafa kjark til að skoða það og athuga. Eg ætla með fám orðum að minnast á þessa menn, og þær á- stæður sem þeir færa fyrir sínu máli. Þið hafið víst oft heyrt ræður sem byrja svona. — “Herrar og frúr! Eg er ekki undir það búinn að halda hér ræðu, en þó s&tla eg að minnast með fám orðum á hið göfuga og háleita starf konunnar.” í Svo er sagt frá því að konurnar séu og eigi að vera drottningar og vemdarenglar heimilanna, því er lýst hvernig þesssir íþgru og góðu englar, þerri tárin og græði sárin, með hvítu, dúnmjúkú höndunum, og hvar, sem þær séu þar ríki ást- in og kærleikurinn. Þær bæti fé- lagslífið, allir mestu og beztu menn eigi þeim að þakka það hvað þeir urðu og hvað þeir gátu starfað. Konueðlið sé svo fínt, fagurt og gott, að þá skorti orð til að lýsa því, að það sé heilög skylda karl- manna að sýna konum kurteisi og vernda þær. Svo binda ræðumennirnir enda- hnútana með því, að segja að þeir séu svo hræddir um að konur tapi þessu fína eðli sínu og veröi ókvenlegar ef þær fái pólitisk jafni- réttindi við karlmenn. Konurhafi nú svo mikil og háleit storf að engu sé við það bætandi, þess- vegna sé það bezt fyrir þær að vér höldum öllu í gamla horfinu og gefum þeim ekki meiri réttindi. Það sem eg finn fyrst og fremst athugavert við þá menn, sem þannig prédika, er trúleysið. Þá skortir tri'ina á það að mannkynið sé að batna, og muni á komandi tíma taka umbótum, og þeir trúa | ekki því, sem þeir sjálfir segja, því ef þeir tryðu því að kveneðlið væri eins gott og þeir lýsa því, þá mundu þeir óhrædclir gefa konum fullkomið frelsi, svo hið sanna eðli þeirra gæti komið í ljós. Hið góða á að vera drotnandi valdið i heiminum. Konur eru eins góðar og karlar og þessvegna eiga þær engu minni réttarkröfu til þess valds heldur en þeir. Það hlýtur að vera sprottið af bugsunar- eða þekkingarleysi þeg- ar menn, sem viðurkenna að kon- ur liafi ætíð heft bætandi áhrif á mannfélagið, vilja samt ekki að þær taki þátt í pólitískum málumj. Þeir menn eru ekki hæfir til að> taka þátt í þeim málum ef þeir vita ekki að þau eru félagsleg mál, og það er nauðsynlegt fyrir mann- kynið, að konur fái fullkomin réttindi til að beita sínum góðu áhrifum á þá hlið félagsins. Vér karlmennirnir höfum einir stjórnað heiminum og vor stjórn hefir verið vond. Vér höfum alið og viðhaldið hermensku ög drykkjuskap. Mannfélagsskipun sú er vér höfum alið veitir flest þau sár er konurnar reyna að græða. Ef þær fengju jafnan rétt við oss, mundu þær afstýra því, aö miklum hluta mannlegrar starf- semi væri beitt í þarfir eyðilegg- ingar. Þá mundi. bö'lið í heimin- um þverra og á þann hátt mundu annir kvenna einnig minka. Krafan um að konur fái jafn- an rétt við karla í landstjórnan- og fjármálum, er flutt af þeim mönn- um, er vilja hefja mannkynið á hærra stig. |Það er engu síður liagur karla en kvcnna að henni sé fullnægt. Það er alkunnugt, að konur leggja tiltölulega meira fé til kirkjulgerar starfsemi en karlar. Oft hafa prestarnir endurtekið orðin: — “Gefur hún enn, bless- uð guðsmanneskjan”, og þó virð- ist það vera svo að engin stétt sé þvi andstæðari að ]æssar guðs- manneskjur fái meiri fjármálaleg réttindi, en þær hafa nú, heldur en prestarnir. Menn telja að karlar hafi bætt konum réttindamissirinn með þvi að sýna þeim kurteisi og vernda þær. Fæst orð hafa minsta- ábyrgð, fyrir mig, þegar eg tala úm kurt- eisina. Eg er henni mjög lítið kunnugur, en ]x> ætl^ eg að geta þess, að það hefir oft heyrst að Frakkar, sem eru manna kurteis- astir, haga sér manna verst við konur þegar þeir eru í lifsháska, til dæmis á skipbroti eða í elds- voða. Slikt virðist sanna það, að kurteisin sé “gefin til sýnis en ekki til fjár”, og þessvegna sé hún kon- um gagnslítill gripur. Þá ætla eg að tala um verndina. Það hlýtur að vera afar dýrmætt fyrir konur að þær eru vel vernd- aðar. Fyrir hverjtt höfum vér vernd- að konur? Fyrir karlmönnum náttúrlega. Finst ykkur það ekki vera fögtir og fullkomin vernd? Karlmenn verða einstöku sinnum til að aftra því að aðrir karlmenn svíviröi og misþyrmi konutn. Finst ykkur ekki að konur séu í stórri þakklætisskuld tij karlmanna, fyr- ir svo mikla og góða/ vernd? iÞeir karlmenn, sem stjórna heiminum senda út herflokka til að eyðileggja heimilin og myrða og misþyrma,, og þeir vernda og viðhaldja stofnunum, sem gera menn að villidýrum, og svo æða þessi villudýr um heimilin og mis- þyrma konum og börnum. Þykir ykkur það góð og fögur vernd? Viljið ]>ið syngja lofsöng með þeim, sem syngja um alt þetta: — “Hve gott og afgurt og inndælt er,” og vilja að kjör og réttindi hvenna séu ekki bætt eða aukin? Nei, vér viljum það ekki. Vér viljum láta konur taka þátt' í lög- gjafarstarfinu, þá geta þær verndað sig sjálfar. Það væri fróðlegt að fá að vita hvað það er, þetta kvenlega, sem sumir menn eru svo hræddir urn að konur muni tapa ef þær fá full- komið frelsi. Þá væri frekar hægt að gera sér grein fyrir því, hvort það væri nokkur eftirsjón í þvi þó það glataðist. Yfir höf- uð er það ekki auðvelt að gera sér ljósa grein fyrir því, hvað er kvent- legt. A einni öld þykir það fall- egt og kvenlegt sem á annari þyk- ir ókvenlegt og þjóðirnar hafa hver um sig sinn mælikvarða í þeim efnum. Kínverjar láta kon- ur sínar klemma og afmynda fæf- urna, af því þeim þykir það kven- legt, og vér höfum látið margar konur eyðileggja heilsu sína, með því að reyra sig um mittið, af því að oss þótti það fallegt og kven- legt, og á viðlíka hátt hafa karl- menn mótað andlegt líf kvenna. með lögum, tísku og venjum. |Það verður ekki fyr en konur eru orðnar alveg frjálsar, að við í&- um að vita hvað er kvenlegt. Eg ætla að endingu að taka það fram, að eg álít að það sé slúður, að konur séu neitt friðari en karl- ar, og í öðru lagi að það er engir, sönnun fyrir þvi að það sé ekkí æskilegt að þoka konunj af því réttindastigi, sem þær standa á nú. þó að auðvelt sé að sanna það, að þær hafi haft góð áhrif á líf hinna beztu manna, því það er jafn auð- velt að sanna það, að konur hafa verið og eru orsök í mörgum hin- ttm verstu glæpum er karlmenn fremja. Það' er alkunnugt að það hefir bætandi áhrif á framkomu og orðalag karla ef konúr 'koma í hópinn til þeirra, en eg hygg að það sé ekki eins alkunnugt, að koma karlmanna i kvenna hóp hafi einnig bætandi áhrif. Eg veitti því stfax eftirtekt þegar eg var litill drengur og “svaf’ þegar selráðskonurnar og stúlkurnar, sem tindu fjallagrösin skemtu sér og töluðu saman. Þaö er .ekki gott að maðurinn sé einsamall, og það er ekki held- ur gott, að karlmennirnir annist einsamlir um löggjararstarf þjóð- anna. Helgi Stcfánsson. Æfiminning. Eins og áöur hefir verið um getið i Eögbergi, lézt að heimili nióður sinnar, Mrs. Jónínu Gísla- son i Miklev, þann 24 mai, 1911, konan Vilborg Amundadóttir, 26 ára að aldri. Hún var fædd á Hreðavatni í Norðurárdal í Borg- arfirði á Islandi 20. september 1885. Þriggja ára, eða árið 1888 fluttist hún með foreldrum sínum til Ameríku, Amunda Gíslasyni og Jóníntt Brynjólfsdóttir, er síðast bjuggu á Brúarhrauni í Kolbeins- staðahreppi. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum hér i Mikley þar til árið 1906 að hún giftist eftir- lifandi manni sinum, Eliasi Jó- hanni Geirssyni, fóstursyni Elías- ar Kernestad, er bjó lengi skamt frá Gimli. Með Elíasi manni sínum lifði hún í ástríku hjóna- bandi og eignaðist eina dóttur, er lifir móður sina. Fjögur siðustu ár æfi sinnar þjáðist hún af mátt- leysi í tungurótunum, er hún fékk upp úr legu og tapaði mikið til málinu. þrátt fyrir allar fullkomn- ustu ljeknistilraunir, er móðir, maður og bræður hennar leituðu henni. Alt kom fyrir eitt, hún fékk ekki bót meina sinna fyr en dauðinn burt kallaöi hana. Hún bar veiki sína meö stakri þolin- mæði og jafnaðar fgeði, setjandi a!t sitt trapst til drottins, enda var hún fædd og upp alin i lú- terskri, kristilegri trú, er hún hélb til sinnar hinstu stundar. Um yilborgu sál. er það að segja, að hún var ágætum hæfileikum gædd til sálar og líkama. Hennar er sárt saknað af öllum vandamönnum og vinum og ekki síst af litlu aótturinni, sem hefir á bak að sjá ástríkri og umhyggju- sarnri móður og einlægum leið- toga gegnum lífið. Vilborg sál. var jarðsungin í Miklagarðs grafreit 7. júní 1911 af séra Jóhanni Bjarnasym að við- stöddum nánustu ættingjum og vinum. Friður hvíli yfir moldum hinn- ar látnu. Vinur. Elsku dóttir! eg má hér eftir mædd með sorgir fara, mínum syni, manni og þér mildur guð mig svifti hér. Æ! hve sjirt mig angur sker einn veit guð, þó nái að hjara. En þú varst svo inndæl, góð, elskuleg og blíð í sinni, sizt er kyn þó sorgar flóð sálu hart að þrengi minni, angri hlaðin eg því stóð eftir mædd í veröldinni. Ert þú komin elskan min eilífðar aö blóma löndum, þar er horfin hraut og pxn, ]>egi gleði og vonin dvín. Sæl þar ljómar sálin þín í sjálfuni Jesú náðar höndum. Jónínai S. Gíslason. —Dieselmótorinn, sem hafður er til að knýja skip með oliu sem eklsneyti i stað kola, má eins nota til að knýja togreiðar á jám- brautum. —A þingi Ungverja í Budapest hafa orðið róstur margar t seinni tið. |Það gerðist i viikunnj sem Ieið, að einn fáðherrann kom í þingsalinn; stóð þá éinn þingmað- urinn á fætur og hrópaði “Fant- ur!” Ráðherra reiddi hnefann og gekk að honum, en hinn varð fljót- ari til og sló hann niður. Eftir það urðu verstu áflog milli fylg- ismanna ráðherrans og óvina hans. Loks skakkaði lögreglan leikinn. Ráð við dýr- Látið peninga tíðinni er það að eignast > ALDINGARD CRANBROOK, þar sem fimm ekrur veita yður lífsuppeldi, en tiu ekrur gera yður auöugan. vaxa ESTEVAN Saskatchewan í R o y a I Heigh ts ÖLL SÖGUNAR MYLNU TÆKI Nú er tími til kominn, að panta sögunax; áhöld til að saga við til vetrarins. THE HEQE EUREKA PORTABLE SAW MILL Mounted - on wheels, for saw- 06 in x26ft. andun- miil is aseasily mov- ed as a porta- ble thresher. THE STUART MACHINERY NÚ TIL SÖLU í fyrsta skifti Gerist yðar eigin landeigandi, en1 leggið ekki alla áhyggjuna á hinn » manninn. Þessi fögru aldinræktarsvæði eru í hinu nafnkunna Kootenay héraði og innan 2^/2 mílu frá miðstöð CRANBROOK borgar í Brit. Col., borgar, sem hefir 4,000 íbúa og er framfaramesta borg í allri British Columbia. Cranbrook bær er skifti- stöð á C. P. R., er borgar mánaðar- lega i verkalaun $75,000. Þaðan eru og allar vörur fluttar til og frá ölluni hinum stóru verkstöðvum, sem öllum hinum stóru námum, * timbur- hið verðmæta West end District COMPANY LIMITED. 764 Main St, - - Winnipeg, Man 1 UPPGANGI OG STÓRMIKILS VIRÐI verður FRAMTÍÐAR GULL-NÁMA Kaupendur að lóðum vorum í “Scotsburn”, Estevan, hafa þegar haft þá ánægju, að sjá eignir sínar ¥.mmaheS treyja og buxur Vér höfum stórmikiö af gráum, brúnum, bláum og köflóttum fatnaöi. Enginn vandi aö velja hér. Prísarnir eru sanngjarnir ---------$11, $12, $14, $16, $25-------------- Venjiö yður á aö koma til WHITE & MANAHAN 500 Main Street, - - WINNIPEG tftibúsverzlun i Kenora BEZTl VERZLUNARSKÓLINN BUSINESS COLLEGE J Cor, Portage Ave. og Edmonton Winnipeg, Man. ■4 4- ■4 4 4 ♦ 4 4 NAMSGREINAR: Bókhald, hraðrit- , un, vélritun, rcttrit- tin, lögfrœði, enska, brcfaskrift. Komið hvenær sem er. Skrifið ídag eftir stórri bók um skólann. Aritun: Success Business College. Winnipeg, Man. DAGSKÓLI KVELDSKÓLI Haustnámsskeiðið nú byrjað mylnum og verkstöðvum, sem veita atvinnu þúsundum manna. Þannig hefir Cranbrook markað fyrir aldina- tegundir og garðávexti með þeim allra beztu . CRANBROOK ALDINGARDUR HREIDUR VELMECUNAR Kootenay héraðið er reynt ald- (inaræktarhérað. Þar er ágætt lofts- ! lag og ánægjuleg sumur, ekki of heitt um daga og svalar nætur og tiltölu- lega litlir kuldar á vetrum og engar stórbríöar. Það yrði vandfengið á- | kjósanlegra loftslag en þar er. Þar j eru ótakmörkuð gróðafyrirtoeki fyrir efnalitla menn á Cranbrook aldin- görðum, sem, séu þau notfærð, gera mann með tímanum auðugan. Vér teljum nokkur þessara tækifæra í nýjum lýsingar-bækling, er vér erum að geía út. Ef þér fyllið upp með- fylgjandi “Coupon” skulum vér strax senda yður einn þeirra. Tefjið ekki en sendið eftir honum tafarlaust. Grípið tækifærið. Tíminn bíður yðar ekki. Ekki heldur munu Cranbrook aldingarðar bíða lengi með þessu verði. HAGFELDIR SKILMÁLAR Meðfylgjandi vottorð frá herra Perry er eitt af mörgum, sem sýnir, hve græða má á aldinarækt: 1 “Mínar 15 ekrur lands eru meira en $2,000 virði hver ekra. Það hefir veitt mér $5,000 hreinar inntektir á ári í síðastl. 6 ár.” CAMPBELE REALTY CO. Fruit Land Department 745 Somerset Building. Winnipeg, Man. Please send me descriptive Folder and prices describing your Cranbrook Orchards. Name .......................... Address ..................... hækka í verði yfir 100 prócent “Royal Heights” gera hið sama, vegna þess þær liggja svo vel, að eins 10 mínútna gangur frá pósthús- inu, og hafa öll þægindi fyrir ÍBÚÐARHÚS, VERZLUNARHVERFI, SPORBRAUTA- SAMGÖNGUR. FRAMTlÐ ESTEVAN ER FYRIR LÖNGU TRYGÐ Bæjarbúar hafa nýverið samhljóða veitt bæjarstjórninni heimild til að verja 25,000 dollars til bygginga i iðn- aðarþarfir. The Rumley Products Co. og International Harvester Co. eru bæði að byggja stórbyggingar við C. P. R. sporbrautina. Bæjarstjórnin hefir einnig fengið fylkisstjórninni í hendur lóðir á Twelfth Ave. og First Street fyrir dómshöll. Skýrslur bygginga umsjónarmanns- ins sýna, að byggingar í smíðum eða nýbygðar, nema 215 þúsund dollars, og bæjarstjórnin hefir bætt við bygg- inga-samningum fyrir $130,000, svo að á árinu verður $345.000 varið -4il bygginga í hinni kom- andi ,Stór=Estevan‘ CAMPBELL REALTY CO. 745—749 Somerset Building, Wimjipeg, Man. Gentlemen: I would like to know about your investment offering in “Royal Heights”, Estevan. — Please send me all particulars. Name.......................... Address..................... You may also send the same to Name.......................... Hvaðanæfa. —Stjórn járnbrauta á Þýska- landi hefir opinberlega bannað farþegjum að kyssast svo aðqir sjái. Tilefnið var það, að hjón komu af langri göngu til járn- brautar; konan var þreytt og hallaði sér upp að bónda sínum í bekknum, en hann hélt utan um hana og studdi hana. Stúlkur nokkrar á giftingar aldri eða vel það kvörtuðu fyrir vagnstjóra. Hann skipaði hjónunum að haga sér skikkanlega og sleppa hvert öðru, en maðurinn varð reiðulr og klagaði fyrir aðalstjórn járn- brautanna; hann sagði söguna sem að ofan er frá skýrt, en stúlkurn- ar sögðust hafa séð meira og þeim var trúað. —Undanfarna átta mánuði komu til Canada 114 þúsund inn- flytjendur frá Bretlandi; það er 2000 færra en um sama skeið i fyrra. —Glæpamönnum hafa verið gefnar upp sakir allmörgum að sögn, í Bandaríkjum með því móti að þeir færu til Ástralíu og kæmu þaðan aldrei aftur. Síðan hafa hús/brot orðið þar svo tíð eihk- J um í hafnarborgutn, að íbúamir em bæði hræddir og reiðir og krefjast af stjórn sinni að sker- ast í leikinn við Bandamenn. —Flugvélar eiga að fara hér- eftir á reglulegum tímum milli London og Calais, er flytja bæði fólk og annan flutning. —Fimm miljón dollara skaða- bætur heimta ættingjar 14 far- þega, er drukknuðu þegar Titanic fórst. White Star linan er sótt til skaðabóta og er búist við, ef þessi mál vinnast, þá muni fjölda mörg önnur fara á eftir. —Uppreisn gerðu 2000 kín- verskir hermenn, voru sigraðir með miklu mannfalli, en 200 voru teknir höndum og strax höggnir niður án dóms og laga. —Á Spáni er mikið sundurþykki og horfur til óeiröa útaf því að verkamenn á jámbrautum hafa heimtað hærra kaup en ekki feng- ið, og hafa aðrir verkamenn skor- izt i lið með þeim. Herlið gætir margra staða og er búist við ó- eirðum á hverri stundu. KILDONAN Nú er afráSið aFflytja sýnlng- argarð Winnipegborgar til Kil- donan, sem er viSurkent aS vera meS fegurstu stöSum borgarlnn- ar, og [>arf ekki a'S leiSa getum aS þvt, hvaSa áhrif það hefir á uppgang og verShækkun lands þar I grendinni. Á komanda sumri verSur þar meira um ióoasölu en á nokkr- um öSrum staS I Winnipeg. par verSur meira bygt, en á nokkrum öSrum staS I Winni- peg. par hækka lóSir meira I verSi en á nokkrum öSrum staS í Winnipeg. MeS þvt aS vér höfSum tæki- færi á aS kaupa land í Kildonan t stórkaupum, áSur en nokkur vtssa var um flutning sýningar- garSsins, þá sjáum vér oss fært aS selja þar ágætar lóoir, djúpar og breiSar á upphækkuSu stræti, fyrir aSeins' 8 dali fetiS. Margir hinna stærri fasteigna sala I Winnipeg eru nú aS selja lóSlr t kringum oss fyrir 10 dali fetiS og upp. — Vér erum sann- færSir um aS þetta sem vér bjóS- um eru góS kaup, og vonumst vér aS þér sjáiS oss og sannfær- ist um gildi lóSa vorra i KILDONAN The Union Loan ÁlnvestmentCo. 221 McDermot Ave. Tals. G. 3154 Allir sem vinna á skrifstofum vorum eru Islendingar. REAL ESTATE, LOAN AND RENTAL AGENTSS West Winnipeg Realty Company 653 Sargent Ave. Talslmi Ganry 4968 Selja hús og lóðir í bænum og grendinni; lönd í Manitoba og Norðvesturlandinu, útvega lán og eldsábyrgöir. Th. J. Clemens, G. Arnason, B. Sigurðsson, P. J. Thomson. Date Address Sigurður Björnson, 683 BEVERLEY ST. einkaumboðsm. vor meðal islendinga Sendið eftir eða sækið myndabækling og verðlista, sem gefa allar frek- ari upplýsingaV ásamt uppdráttum . Skrifstotur opnar á kvöldin. Talsímar Main 296 og 297 CAMPBELL REALTY CO. 745, 746, 748, 749, Somerset Bldg. WINNIPEG, MAN. Fyllið út þessi eyðnbUð og sendið okkur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.