Lögberg


Lögberg - 20.03.1913, Qupperneq 6

Lögberg - 20.03.1913, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MARZ 1913 MIUÓNIR BREWSTERS. e f t i r GEORGE BARR McCUTCHEON. 26. árinu. Hann átti fyrst og fremst aö gefa Swear- engen Jones fullnægjandi sötjnun fyrir þvi, aS hann væri því vaxinn aö fara meö þessar miklu eignii* á hyggilegan hátt, og gæti látiö þær ávaxtast vel; ennfremur átti hann að hafa óflekkaö mannorð á tuttugasta og sjötta afmælisdegi sínum, og skyldi þá ekki vera hægt að brigzla honum um neitt sem verra væri en eyðslusemi, er ekki væri þó mjög mikil brögð að^hann átti að vera hófsamur í háttum sínum og ekkert að eiga við árslokin, sem hægt væri að telja, “sjáanlega eða væntanlega eign"; enga sjóði mátti hann stofna; til góðgerðastofnana skyldi hann gefa sparlega; bannað var honima að lána eða gefa fé sitt undir því yfirskyni, að hann fengi þær gjafir aftur endurgoldnar; honum var gert að skyldu að haga lífi sinu eftir þeirri meginreglu, að fá alt af fult fyrir það fé sem hann eyddí, hvort sem fjárframlögin væru stór eða smá. Með því að þessar reglur áttu að eins að gilda ufn eitt ár af æfi erfingjans, þá var auðséð, að Mr. Sedgwick ætlaðist alls ekki til að neinar slíkar kvaðir skyldu fylgja arfinum eftir að hann væri kominn í hendur erfingja. “Hvernig lýst yður á það?” spurði Mr. Grant, um leið og hann rétti erfðaskrána að Brewster. Hann tók við skjalinu og rendi augum yfir það, eins og sá sem heyrt hefir eitthvað, en ekki skilið það til hlítar. “Þetta hlýtur að vera spaug. og annað ekki, Mr. Grant”, sagði hann, eins og í draumi. “Nei, Mr. Brewster, þetta er bláköld alvara. Hérna er símskeyti frá skiftaráðanda i héraði því, þar sem Sedgwick átti heima, — svar við fyrirspurn okkar. Þar er sagt að eignimar verði teknar til skifta samkvæmt erfðaskránni, og að Mr. Sedgwick liafi verið forríkur miljónaeigandi. í eignaskránni, eru auðæfi hans metin og samlögð í dollara, talin nema þar eftir þeirri verðlegging $6,345,000. Þessl auður er gullvægur. Það e'r enginn skildingur í öll- um þesSum miljónum, sem ekki ör þess virði, sem hann er metinn.” “Þetta kemur nokkuð óvænt, finst yður ekki?” spurði Montgomery og strauk hendinni um enni sér. Nú var hann loks farinn að átta sig. “Jú, víst kemur þetta óvænt, og það x mörgu lagi. Hvað ætlið þér að gera?” “Gera?” svaraði Montgomery hálf hissa. “Nú á eg ekki alt þetta?” “Það verður ekki yðar eign fyr en i September- mánuði næstkomandi”, svaraði lögmaðurinn rólega. “Nú, jæja, eg býst við að eg geti beðið þangað til”, sagði Brewster og brosti. “En vinur minn, þér hafið þegar eignast heila miljón. Hafið þér gleymt því að það er til skilið að “Og hann — hann gaf mér alt eftir sinn dag?” “Já, með skilyrðum.” “ A—a—á ?” “Eg hefi eftirrit af erfðaskránni. Við Mr. Ripley erum einu mennirnir í New York, sem nú sem stendur vita um efni erfðaskrárinnar. Eg þykist viss um að þðr flíkið því ekki eftir að við höfum kunngert yður það.” Mr. Grant dró nú fram skjal úr litlu hólfi í skrifborðinu sínu, lagaði á sér gleraugun til að lesa. En svo var eins og honum flýi nýtt í hug, því að hann lagði bréfið niður og snéri sér enn eiun sinni að Brewster. “Það er svo að sjá, sem Sedgwick hafi aldrei kvænst. Móðir yðar var systir hans og eini ætting- inn sem menn vita að hann hafi átt hér. Hann var einkennilega lyntur maður, en vel búinn að andleg- um hæfileikum. Yður kann að finnast þessi erfða- skrá einkennilegt skjal, en eg held að Mr, Jones, um- boðsmaðurinn, skýri öll þau ákvæði, sem óljós kunna að vera. En þó að kunningjum hans i New York væri ókunnugt um hann, virðist svo sem honum hafi verið vel kunnugt um alt sem gerðist hðr eystra. Honum) var vel kunnugt um að þú varst einkabam systur hans, og eini frændinn, sem hann átti á lífi- Hann greinir frá giftingardegi móður þinnar, fæð- ingardegi þínum, og dauða Robert Brewsters og konu hans. Honum var ennfremur kunnugt um það, að Edvin Peter Brewster gamli, hafði ætlað að arf- Ieiða þig að miklu fé — og sú er einmitt orsök skil- yrðanna sem sett eru. Sedgwick var maður dramb- samur. Meðan hann átti heima í New York var það álit manna alment, að hann fyrirgæfi aldrei nein- um sem gengi nærri metnaði hans. Yður er sjálf- sagt kunnugt um það, að faðir yðar kvæntist Miss Sedgwick þvert á móti vilja Edvin Brewsters. Hann vildi hvorki heyra hann né sjá og gerði svo sinn i raun réttri arflausan, en sýndi Sedgwicks fólkinu harðúð og fyrirlitning. Þáð var og í hvers manns munni að Jim Sedgwick hefði fyrir þá sök farið af landi eftir þessa gifting, að hann og Edvin Brewster mættu ekki samlendir vera. Svo rótgróið var hatur gamla mannsins, að hann flýði brott til að komast hjá því að verða mótstöðumanni sínum að bana. Einusinni hafði hann sem sé gert sé'r ferð inn í þer SgUg, gersamlega eignalaus að ári liðnu?” skrifstofu Brewsters og ætlaði þá að ráða hann, af “Haldið þér ekki að þér munduð vilja skifta á dögurn, en þá kom eitthvað fyrir sem gerði það að ejnn; mjijón og sjö miljónum, Mr. Grant?” verkum að ekkert varð úr þeirri ætlun. Hann bar samt hatrið í sál sinni alt fram í dauðann.” Montgomery Brewster reyndi að átta sig og komast út úr þokunni, sem lagt þafði yfir hugskot hans, svo að hann átti bágt með að neyta skynsemi sinnar. “Eg held að eg vilji biðja yður að lesa þessa afar einkennilegu erfðaskrá, Mr. Grant”, sagði hann og lagði sig allan fram um að missa ekki stjórn á sjálfum sér. Mr. Grant ræskti sig og tók að lesa með rólegri röddu. Einu sinni leit hann upp til að sjá hvað “En hvernig ætlið þér að fara að því ?” spurði : Grant blíðlega. “Nú náttúrlega að eyða peningunum. Haldi'ð þér ekki að mér muni takast það að losa mig við eina miljón á heilu ári? Eirrs og allir geti það ekki! Eg j þarf ekkert nema að losa ofurlítið um opið á pen- j ingabuddunni minni, og þá kemur hitt af sjálfu sér. j Mér stendur rétt á sama þó að eg verði öreigi fá- j einar klukkustundir 23. Sept. næstkomandi.” “Eruð þér þá búinn að staðráða þetta?” “Já, vitaskuld. tJr því að eg þarf að fullnægja j öllum skilyrðum sem fram eru tekin i erfðaskránni. Brewster liði, hlýddi hann fyrst á með mikilli at- j Þegar eg er búinn að fá óræka vissu um að eg eigi hygli, en svo varð svipurinn kæruleysislegur. iöglegt tilkall til arfs frænda míns, þá skal eg fara Efni erfðaskrárinnar var í stuttu máli það, að að gera ráðstafanir til að losa mig við miljónina frá James T. Sedgwick arfleiddi systurson sinn Mont- . gomery Brewster í New York, son Roberts og Louisu Sedgwick Brewster, að öllum þeim eignum, í lifandi og dauðu, er hann léti eftir sig. Þar á eftir voru greind ýms skilyrði viðvíkjandi afhendingu eignanna. Það skilyrði sem einna einkennilegast var og mestu skifti, var það, að erfinginn skyldi vera öldungis eignalaus 23. September, á 26. afmælisdegi sínum. Þetta megin-skilyrði var nákvæmlega ákveðið. Þaði var tekið fram, að Montgomery Brewster ætti ekki að eiga nokkurn skapaðan hlut af jarðnesku góssi, nema fötin, sem hann stæði í hinn 23. Sept., sem fyr var nefndur. Hann átti að byrja þann dag gersamlega eignalaus; enga kjörgripi mátti hann eiga eða húsgögn, eöa fémuni, er hann gæti eignað sér, eða ná eignarhaldi á síðar. Að morgni 23. Sept., að New York tíma, átti sá er framkvæmd erfðaskrár- innar annaðist, að aíhenda Montgomery Brewster, ef öllum skilyrðum værj fullnægt, allar eigurnar, peninga, landeignir, varðbréf og leigur, sem upp voru taldar 1 íylgiskjali erfðaskrárinnar. En ef svo færi, aði Montgomery Brewster hefði ekki í öllum grein- pm fullnægt fyrirmælum erfðaskrárinnar, svo að framkvæmdarstjóra, Swearengen Jones. líkaði; þá átti að skifta eignunum milli góðgerðarstofnana, er til- teknar voru í erfðaskránni. Gerla mátti sjá, hvað lá á bak við þessi ákveðnu skilyrði er James Sedgwick hafði sett. Það var tekið fram mjög skýrt, að erf- inginn skyldi ekkert af eignunum öðlast, ef hann ætti nokkum skilding, eða skildings virði frá manninum, sem Sedgwick hataði mest, Edvin Peter Brewster. Sedgwick hafði að visu ekki vitað um það, er hann samdi erfðaskrá sina, að óvinui nans bankastjórinn, hefði arfleitt sonarson sinn að einni miljón dollara, en hins vegar var ekki nema eðlilegt að hann ímynd- aði sér, að ungi maðurinn hefði fengið frá honum allmikinn auð. En til þess að koma í veg fyrir það, að nokkuð af eignum hans rynni saman við eignir óvinar sins, hafði Sedgwick gert þessa einkennilegu ráðstöfun á dánardægri sínu. Einn kaflinn í erfðaskránni var reglur um lifn-; aðarháttu Montgomery Brewsters, meðan hann var á afa mínum á sem stystum tíma.” Brewster sagði þetta með einlægni sem leyndi sér ekki í málrómnum. Nú var hann að ná eðli sinu aftur. Mr. Grant hallaði sér áfram með hægð og augna- ráð hans hvast og ransakandi dró úr eldmóði unga mannsins. “Eg felst á og dáist að þeirri skarpskygni yðar að vilja skifta á einni smávægilegri miljón; fyrir of fjár margfalt verðmætara, en mér finst samt að þér gerið yður ekki grein fyrir þvi, hvemig á stendur”, svaraði hann rótega. “Hefir yður ekki komið það í liug, að það er ekkert áhlaupaverk að eyða heilli miljón dollara án þess að brjóta þær reglur, sem sett- ar eru í erfðaskrá frænda yðar, og verða þannig af hvorutveggja auðæfunum ?” V. KAPITCLI. * Símskeytiff frá Jones. Nú laukst upp nýtt sjónarsvið fyrir Brewster. Fram að þessum tíma hafði hann verið að striða við það alla æfi sína, að hafa saman nægilegt fé til að borga reikninga þá, sem honum bar að greiða, og ! aldrei áður hafði honum komið til hugar, að það gæti verið eins mikið vandaverk að eyða peningum eins og að afla þeirra. Hugur hans fálmaði eftir ein- hverjum stuðningi og svo hrópaði hann með sigur- hróss-fögnuð^: “Eg get neitað að taka á móti miljóninni frá afa mínum.” “Þér getið ekki neitað að taka á móti því, sem þegar er orðið yðar eign. Eg veit ekki betur en að Mr. Buskirk sé búinn að afhenda yður þann arf. Þér eigið fulla miljón dollara Mr. Brewster og það er gagnslaust að vera að bera á móti því.” “Þetta er satt”, svaraði Monty hnugginn. “En sannast að segja gengur þetta alveg fram af mér, Mr. Grant. Ef þér viljið lofa mér að draga að svara þessu af eða á, þá ætla eg að hugsa mig um. Þetta er eins og draumur.” “En þó er það enginrt draumur, Mr. Brewster. Þér standið hér andspænis veruleika þó mikilfeng- legur sé. Finnið mig í fyrramálið. Hugsið vel um. Gætið að skilyrðunum sem tekin eru fram í erfða- skránni og svo að yðar eigin kringumstæðum. Meðan þér eruð að hugsa yður um, ætla eg að skrifa Mr. Jones, manninum sem líta á eftir erfaðskránni, og forvitnast um, hvað hann ætlast til að 'þér gerið í þvf skyni að fullnægja þeim skilyrðum sem tekin eru fram í fyrirmælum frænda yðar viðvíkjandi erfða- skránni.” “Þéir skuluð ekki skrifa Mr. Grant; símið held- ur. Biðjið hann að síma aftur svar sitt. Eitt ár er ekki lengi að líða.” Rétt á eftir sagði hann: “Fari hann grenjandi þessi ófriður milli ættanna! Ilvers- vegna gat James frændi ekki sýnt ofurlitla tilhliðr- unarsemi? Hann leiðir endalaus vandræði yfir mig saklausan, að eins vegna ósamlyndis sem komið var af stað áður en eg fæddist.” “Hann var einkennilegur maður. Venjan er sú, að menn eru ekki svona langræknir. En nú dugir ekki að fjasa um það. í þessu máli er erfðaskrá- in lög.” “Nú gæti farið svo að mér tækist að eyða öllu nema svo sem einu þúsund dollára fyrir 23. Sept. Samt mundi eg missa þessar sjö miljónir og standa snauður eftir í tilbót. Það gæti maður varla kallað að fá virði sinna peninga.” “Þetta er alt óráðin gáta, drengur minn. Hugs- ið þér það vandlega, áður en þér afráðið nokkuð. Á meðan þér eruð aðl hugsa yður um, munum við sjálfsagt geta fengið fullvissu um, hvort ekki stend- ur alt heima, sem sagt er í erfðaskránni um eignimar.” “Já, í öllum bænum hraðið þér yður, og eg ætla að biðja yður, að mælast til þess við Mr. Jones, að hann verði ekki harður við mig. Eg hugsa að eg hætti á þetta, ef kröfurnar verða ekki mjög strang- ar. En ef Jones er púritanskur i hugsunum, þá væri víst jafngott fyrir mig að sleppa þessu og gera mig ánægðan með það, sem eg á.“ “Það er langt frá því að Mr. Jones sé púritansk- ur í hugsun, en hann er frábærlega hagsýnn og skýr maður. Eg tel það víst að hann heimti að þér( haldið reikning yfir útgjöld yðar, og getið sýnt ein- hverskonar viðurkenningu fyrir hverjum dollar, sem þér greiðið.” “Drottinn minn! Á eg að halda sjóðsreikning?” “Já, eg býst við að til þess komi.” “Eg verð þá að leigja mér heilan skara eyðslu- seggja til' að finna ráð og hjálpa mér til að eyða.” “Þér gleymið þá ákvæðinu, sem bannar yður að gera nokkrum kunnugt um þetta leyndarmál yðar. Hugsið yður um. Það verður kannske ekki svo erf- itt fyrir yður eftir að þér hafið sofið af nottina.” “Ef ekki verður þá erfitt að sofa.” Það sem eftir var dagsins, reikaði Brewster um, eins og maður sem gengur i svefni. Hann var niður- sokkinn í hugsanir sínar, og fleirum en einum göml- um kunningja, sem hann mætti, heilsaði hann svo, að hann kinkaði til þeirra kolli kæruleysislega, og hugs- uðu þeir að auðurinn væri farinn að gera hann kald- sinna og mikillátan. Hann var með hugann fullan af tölum útreikningum og dæmum, sem runnu saman í óskaplegan hrærigraut, svo að honum lá við svima af öllu saman og var rétt að segja orðinn fyrir strætisvagni. Hann snæddi miðdegisverð einn síns liðs í frönsku matsöluhúsi í hliðargötu. Veitinga- þjónninn varð alveg hissa á þeim ósköpum af mjólk- urlausu kaffi, sem ungi maðurinn gat drukkið, og skyldi ekkert í því að hann snerti hvorki kornhæn- una eða kálmetið. Þetta kveld var líka herbergiö, sem Montgomery bjó í hjá Mrs. Gray, alt stráð pappírsmiðum, þétt skrifuðum tölum, sem enginn hefði getað botnað í. Eftir snæðing hafði Monty farið inn í herbergi sitt þar, og alveg gleymt því heimili sem liann átti á Fimtu Ave. Langt fram yfir miðnætti sat hann við að reykja vindlinga og hugsa. Þá fyrst skyldist hon- um hvaða feikna upphæð ein miljón dollara getur verið. Næsta dag, 1. Oktí,' átti hann að byrja að eyða henni og átti þá ekki eftir af árinu nema þrjú hundruð fimtíu og sjö daga ,til að koma þvi í verk að Iosna við hana. Með því að miljónin var óeydd var auðvelt að reikna, hvað miklu eyða varð á hverj- um degi. Hann hafði ekki verulega gert sér grein fyrir að þetta væri svo erfitt fyr en hann var búinn að reikna þetta auðvelda dæmi og leit yfir reikning- ana. Við reikninginn kom það í ljós að dagleg eyðsla, það sem eftir var ársins varð að vera $2,801,12 og samt urðu 16 cent, sem eftir stóðu, svo að með deilingunni gat hann að eins jafnað niður á daga ársins $999.999,84. En svo kom honum til hugar að peningar hans mundu bera vexti á bank- anum. “En hvern dag sem eg eyði $2,801,12, græði eg sjö sinnum þá upphæð”, sagði hann við sjálfan sig, um leið og han loksins gekk til hvílu. “Það er sama sem $19,607,84 á dag $16,806,22 í hreinan ágóða. Það var býnsa gott, eiginlega of mikið. En skyldu bankarnir ekki vilja gera það fyrir mig að sleppa mér við að þiggja vexti af peningunum?” Meðan hann var að festa' svefninn var hann stöðugt að leggja saman tölur og draga frá, og einu sinni dreymdi hann að Swearengen Jones hafði skip- að honum að eta miljónavirði af kjöti og kálmeti í franska matsöluhúsinu. Hann vaknaði við það, að hann kallaði hástöfum, “eg get það, en þó er eitt ár heldur stuttur tími til að vinna annað eins þrekvirki.” Þegar Brewster fór loks á fætur morguninn eftir klukkan 9 og var búinn að fá sér bað, fanst honum hann fær í flestan sjó og jafnvel til að mæta góðum morgunverði. Hann hafði skeyti frá Mr. Grant, í íogmanna félaginu Grant & Ripley, sem flytti þær fréttir, að þeir hefðu fengið mikilvæg tiðindi frá ”EMPIRE“ T egu ndir af Gypsum varningi eru nauðsynlegar til að varna og seinka bruna. Allt er jafnvel gert sem vér búum til. Erum þeir einu sem búa það til. ©íe) Skrifið eftir áœtlunum og upplýsingum. Manitoba Gypsum Co. Limited Winnipeg, - Man, Montana, og báðu hann að koma á sinn fund og snæða með sér hádegisverð kl. eitt. Hann átti því fri góða stund, svo hann skipaði Ellis að koma með hest sinn að skemtigarðs hliðinu, því að Mrs. Gray og Margrét dóttir hennar voru ekki heima. Þ'að var hfessandi að ríða í svölu haustloftinu, og Brewster fann æði margt röskt reiðfólk sem komið var út í skemtigarðinn. Hestur hans var vel viljugur og fór i einum spretti að steinsúlunni, og þar stöðvaði Brewster hann. En þegar hann ætlaði síðan yfir akveginn lá við að hann yrði fyrir hinni nýju frönsku bifreið Miss Drew. “Eg bið forláts”, kallaði hún. “Þér eruð þriðji maðurinn, sem eg hefi nærri því ekið yfir, svo að þér sjáið að eg liefi ekki gert yður rangt til fremur öðrum.” . “Eg ætti að telja mér það heiður að verða fyrir bifreið yðár”, svaraði hann. “Nú, jæja, gætið þá að yður”, og jafnskjótt hleypti hún vélinni af stað eins og hún ætlaði sér að aka á hann. Hún stöðvaði hana þó i tíma, og sagði hlæandi: “Þér eigið skilið laun fyrir kurteisi yðar. Viljið þér ekki venda heim með hestinn yðar og aka ofurlitið með mér?” “Þjónninn minn bíður við Fimugasta og níunda stræti. Ef þér viljið koma þangað, þá er mér ánægja að slást í förina.” Monty hafði aðeins kynst Miss Drew í sam- kvæmum. Hann hafði hitt hana í miðdegisveizlum og á dansleikjun.; eins og margar aðrar stúlkur, en honum hafði fundist meir til hennar koma, en flestra annara. Eitthvað sem ómögulegt var að lýsa gerðist í hvert skifti sem þau horfðist í augu. Monty hafði oft verið að hugsa um hvað það eitthvað væri, en hann hafði altaf litið svo á, að í því fælist ekkert af andlegri ást. “Ef eg þyrfti ekki að horfa í augun á henni”, sagði hann við sjálfan sig, “þá gæti eg jafnvel farið að skeggræða við hana um stjórnmál, en í hvert skifti sem hún litur á mig, þá finn eg að hún getur séð hvað eg hugsa.” Strax í fyrsta skiftið sem þau sáust, urðu þau góðkunningjar, og eftir að þau höfðu hizt þrisvar sinnum, fanst þeim ekki nema sjálfsagt að kalla, hvort annað skirnarnafni. Monty duldist það ekki, að hann var að leggja út á viðsjá^rverða braut. Hann jtiafðí aldrei gert sér glögga grein fyrir því, hvernig Barbara mundi hugsa til hans. Hon- um fanst það svo sem sjálfsagt að henni hlyti að vera hlýtt i þeli til sín. Um leið og þau fóru gegnum vagna þröngina, kinkaði hann kolli til kunningja sinna. Þau tóku þá bæði eftir því, að sumt kven- fólkið einkanlega gamla Miss Dexter, snéri sér við til að horfa á eftir þeim. “Eruð þér ekki hrædd við að fólk fari að tala um okkur?” spurði Monty hlæjandi. “Að tala um að við ókum saman um skemtl- garðinn ? Það er jafn hættulaust að vera á ferð hérna eins og Fimtu Ave. En hvað gerir það svo til? Eg býst við að við þolum það?” “Þér eruð af aðli, Barbara. Eg var að eins að hugsa um að firra yður umtali fólks. Þegar yður þykir eg vera kominn nógu langt þá skuluð þér bara segja mér það og láta mig fara.” “Eg ætla að borða miðdegisverð kl. 2, en þang- að til getum við haldið áfranx akstrinum.” Monty stundi og leit á úrið sitt. Klukkuna vantar fimm mínútur í eitt”, sagði hann upphátt. Hann hafði alveg gleymt því að hann hafði mælt sér mót við lögmennina. Við það að finna Miss Drew, hafði hann jafnvel gleymt miljónum James frænda síns. Lögbenjs-sögur fást gefins með því að gerast kaupandi blaðsins Dr.R. L. HUR5T, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útskrifaður af Royal College of Physicians, London. Sérfræðingur t brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (k móti Eaton’sJ. Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslepzkir lógfræSÍBgar, Shmfstoka :— Room 811 McArtknr Bnilding, Portage Avenue áritun: P. O. Box 1656. Telefónar: 4503 og 4504. YVinnipeg ULArUK LAKUbbUN ..°s BJORN PALSSON YFIRDÓMSLÖGMENN Annast Iögfræðisstörf á Islandi fyrir Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og hús. Spyrjið Lögberg um okkur. Reykjavik, - lceland P. O. Box A 41 Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Teiæpboke garry aao OwicbfTímab: 2—3 og 7—8 e. h. Hcimili: 620 McDsrmot Avh Tkia wbink garry aei Winnipeg, Man. Dr. O. BJORN&ON Office: Cor. Sherbrooke & YVilliara na.Braoml garry 32» Office ttmar: 2—3 og 7—8 e. h. Hsimili: 81 O Alvcrstonc St TELSPHONEi GAHRY TOB Winnipeg, Man. Dr. W. J. MacTAVISH Ofpicb 724§ ó'argent Ave. Telephone óherbr. B40. í 10-11 f. m. Office tfmar -} S-6 e m ( 7-« e. m. — Hbimili 467 Toronto Street — WINNIPEG tbí-kpmone Sherbr. 462. J. G. SNŒDAL TANNLŒKN/R. ENDEJRTON BUILDNG, Portags Ave., Cor. Hargrave St Suite 313. Tals. main 5302. j Or. Raymond Brown, ^ Sárfrirðingur í augna-eyra-nef- og j| hálo-ejúkdómum. • Í 336 Souierset Bldg. V TalsÍMÍ 72U | Cor. Donald St Portage Avc. Heiraa kl. 10—i og 3—6. A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. •elnr líkkistur eg annaat nm útJarir. Allur útbún- aflur sá bezti. Knnfrem- nr selur hann allsbonsr minnisvarfla og legsteiaa Tala Orarrjr 2162 *• *• eiQURPSOSl Tals. Sherbr, 2786 S. A. SIGURÐSSON & C0. BYGCiriCAM^N og F^STEICN^SALAH Skrifstofa: Talaftui M 44*63 208 Carlton St; Winnipeg Miss C. Thomas PlANO KENNARI Scnior Certificate of Toronto University Talsími: Heimili 618 Agnes St. Garry 955 Vér leggjum sérstaka áherzlu & aS selja meðöl eftir forskriptum lækna. Hin beztu meðöl, sem hægt er að fá. eru notuð eingöngu. pegar þér komlS með forskriptina til vor, megið þér vera viss um atS fá rétt það sem lækn- irinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Dame Ave. og Shcrbrooke St. Phone. Garry 2690 og 2691. Giftingaleyfisbréf seld. J. J. BILDFELL FA8TB1G“A8AU ttoom 52Q Union Bank - TEL. 2685 Selur hús og láðir og annast alt þar afllútaodi. Peningalán «^/wwwwws/wvwwsrwwvwvs

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.