Lögberg - 03.04.1913, Síða 1

Lögberg - 03.04.1913, Síða 1
26. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 3. APRÍL 1913 NÚMER Vffq Balkanstríðið Adrianopel tekin. Ráð stórveldanna Einn daginn í vikunni sem leið gáfu stórveldin til kynna, að nú væri engin ástæða fyrir Balkan rikin að berjast lengur, með því að ákvörðun væri tekin um það, hver niðurstaða ófriðarins yrði, hversu lengi sem barizt yrði. Albania skyldi verða sjálfstætt ríki, og halda Scutari, hvort sem Montene- gro gæti tekið það vígi ellegar ekki. Sömuleiðis skyldi Búlgörum bægt frá sundunum og Marmara hafi, hversu lengi sem þeir héldu áfram að berjast. Jafnframt þessu sendi Austurríki ströng boð til Nikulásar ‘‘kóngs’’ í Montenegro, og hefir nú gert út herskip nokkur til að vera á sveimi þar syðra og herða á kröfum sínum. Serbar kölluðu þá her sinn frá Scutari, að sögn, en aörir sintu ekki orðurn stór- veldanna. Sömu daga höfðu Búlgarar lagt sig al!a fram í umsátinu um Adri- anopel. í fimm ípánuði höíðu þeir og Serbar haldið uppi lát- lausri skothríð á borgina, me'ð hin- um skæðustu stórbyssum, sem til umsátra brúkast nú á dögum. Jafnframt grófu þeir skurði nær og nær borgarvirkjum, og á mið- vikudaginn var, áttu þeir aöeins eftir 300 yards að helztu vigstöðv- um Tvrkja. Þá gerðu þeir áhlaup á borgina, með öllu sínu liði. Begar Tyrkir sáu hvað verða vildi, sj)rengdu þeir vígi sín í loftið, hermannaskála og púðurbyrgi og vopnabyrgi, en Búlgarar eignuðust rústirnar. Aðeins 800 tyrkneskra hermenn tóku þeir höndum og þar á meðal hershöfðingja Tyrkjanna. Öll vigvirki eru sögð á valdi Búlgara og alt land fyrir norðan Chatalja virki, þarsem Tyrkir hafa sinn höfuðstyrk. Eausafrétt se^ir Búlgara hafa komist gegn- um þær víggirðingar og vera á leið til Constantinopel, en ekki hef- ir sú frétt verið opinberlega stað- fest. Mannfall hafði verið mikið af hvorumtveggja í Adrianopel og enn meira af Búlgörum, ein 7000 að sögn. — Mikiö hafði verið lát- ið af því, hve vígin í Adrianopel væru sterk, hin traustasta stein- steypa, yfirtak þykk, en ]>egar til kom, reyndust þau hlaðin úr múr- steini, og voru allir þeir veggir í rústum, þegar Búlgarar komu að. Um aðgerðir stórveldanna til að stöðva ófriðinn á Balkanskaga eftir þessi tíðindi, eru blöðin þög- ul. Sendiherrar stórveldanna í London, gengu þegar á ráðstefnu, en um niðurstöðu af þeim ráðum er enn ófrétt. Vatnavextir í Banda- ríkjum. Auk þess sem getið var í sein- asta blaði, eru nú fréttir komnar af flóðum suður í Bandarikjum, er virðast yfirganga alt, sem áður liefir gengið á. Að visu hafa frétt- irnar þaðan um mannskaða og eignaspjöll verið ýktar ótrúlega, en samt virðist það satt, að i Dayton, Ohio, hafa farizt um 128 manns í flóði. Um tuttugu þús- und hús hafa skemst, en ala verður önn fyrir 40 þúsund manns, sem hafa mist alt, er þeir áttu. Gjafir hafa streymt þangað úr öllum átt- um, og hér í Winnipeg safnaði blaðið Free Press 5000 dölum á skömmum tíma. Borgin er ákaf- lega illa leikin, bæði íbúðarhús og stórhýsi í rústum eða meira pg minna skemd og liggur þykt lag af leðju yfir rústunum. Margar aðrar borgir hafa hlotið þungar búsifjar af flóðum og sveitir líka, svo að mörg þúsund manna eru húsviltir, og eignamissir nemur mörgum miljónum. Sumstaðar bafa allar konur og börn verið send burtu, en karlmennirnir vinna dag og nótt, að bæta stíflugarða, draga að grjót og timbur í aðra nýja til þess að verjast flóðunum, cn sumstaðar verður við ekkert ráðið, og brunar vatnið gegnum borgarstrætin, 20 feta djúpt. 1 í Columbus borg haía farizt 70 manns og í ýmsum öðrum borgum hefir fólk svo tugum skiftir mist Hfið, Flestar þær ár, sem valdið liafa ]>essu tjóni, renna í hið mikla Mississippi fljót, og kvíða margir ])vi, að ])að vaxi meir en nokkru sinni áður, þegar flóðið úr þess- tnn ám kemur í hana. Mjög viða eru dalafljót svo mikil, að ])au hafa gengiö yfir bygðirnar beggja vegna og drepið menn og skepnur, og gert mikið jarðrask. Alls er svo sagt, að tala hinna druknuðu í ])essu flóði muni nema ekki minna en 500, en uni eignatjón getur enginn sagt með nokkurri vissu. Stjórn Bandarikja hefir sent herdeildir til margra staða, til að liðsinna nauðstödchfm, svo og matvæli og peninga þangað sem fólkið er verst statt, en samskot koma víðsvegar að frá öllum pört- um landsins. Dauður auðkýfingur.^ Sá maður sem langa lengi var mest öfundaður af auðæfuxn sín- um og í miklu uppáhaldi og mikið hataður fyrir gróðabrögð sin, hér í ])essari heimsálfu, J. Pierport Morgan, skildi við á mánudags nóttina. Hann var þá staddur í Rómaborg, hafði farið til Egypta- lands í vetur að leita sér heilsu- bótar, en dauðinn tók hann á heim- leiðinni, í hinu forna höfuðbóli vestrænnar menningar, þarsem hann hafði svo oft áður dvalið, að skoða listaverk horfinna tima. — 1 flestum blöðum, l>æði utan lands og innan er lians minst, sem hins voldugasta auð'manns vorra daga. Hann hefir haft meiri álrrif á viðskiftalif í Bandaríkjum, heldur en nokkur annar maður, að því leyti til, sem hann hafði átt mestan ])átt í, aö koma á laggirn- ar ofureflis gróðafélögum. er lagt hafalundir sig námur, járnbrautir og verksmiðjur, svo og heilar stórar atvinnugreinar og verzlun með fjölmargar vörur. Þaa fé- lög, sem hann hefir gengist fyrir að stoína, eru fjöldamörg, en minnisstæðast mun það vera mörg- um er hann stofnaði stálfélagið, svo og það er nefnd var sett af Bandaríkja þingi i vetur til þess að rannsaka peningamál landsins, og kallaði Morgan fyrir sig til yfir- heyrslu. Sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu, að fáir menn réðu lögum og lofum yfir láns- trausti og yfirleitt yfir fjármagni landsins, og Morgan væ i þeirra helztur. Hann var stórauðugar, lætur eftir sig 250 miljónir dala, en það fé sem hann réði yfir er talið í þúsundum miljóna. Við yfirráðum þeirrar fúlgu tekur nú sonur hans, sem ber sama nafn, og er sagður mjög líkur föður sín- um.' Hinn látni var mikill fyrir sér. skarpskygn, úrræðagóður og öruggur til forsagna. Hann tók við auð eftir föður sinn og jók hann stórmikið, þó að ótrú'ega mikið brúkaði hann árlega til að kaupa listaverk allskonar, hvar sem útsendarar hans komust yfir þau Hann unni listum yfir alla hluti og átti stærra safn listaverka en nokkur annar, en mestan hfuta ]>ess gaf hann Xew Vork borg. Hann var kirkjurækinn og gekk um með samskota diskinn á hverj- um sunnudegi í kirkju sinni, og stórgjöfull hafði hann verið, ef svo bar undir, bæði við einstaka menn og stofnanir. Frá Ottawa. Eftir páskana fór miklu friö- samlegar milli flokkanna heldur en áður. Mr. Borden gekk á fund Sir Wilfrid Laurier og kom það upp af tali þeirra, að flotamálið skyldi bíða, eða jafnvel verða lagt undir dóm kjósenda, áður en til lvkta væri ráðið. Gegn því hét Sir Wilfrid Laurier því, að veita skyldi hann samþykki til nauðsyn- legra útgjalda, og hafa þingfundir aðallega gengið til þess siðan, að ræða fjárlögin. Tekjur lands- sjóðs eru um 30 miljón dala metri i ár, heldur en í fyrra. En ekki fer það alt saman í varasjóð, né lieldur til þess að létta gjöldum á þjóðinni, — heldur i aukin útgjöld. Stjórnin hefir þegar gert ráð fyr- ir að auka útgjöldin um 17 miljón- ir frá þvi í fyrra, — að herskipa- tollinum ekki meðtöldum — og um það lýkur fjárhagsárinu, má mik- ið vera, ef tekju aukinn verður ekki með öllu upp etinn. Dálitil hryna kom einn daginn útaf því, hvernig forsetinn hagaði sér meðan flotadeilan stóö yfir, og ön'nur seinna útaf því, aö stjórnin hafði geíið eftir toll á stálteinum, er nam 300,000 dölum. Þótti liberölum stjórnin vera of höll undir það Bandarikja félag, sem stálteinana seldi, því að það átti að gjalda tollinn, en ekki þeir sem notuðu þá hér í landi. ‘‘Þaö tiltæki er undarlegt og óskiljan- legt’’ mælti A. K. Maclean frá Halifax. “Enn ein dúsa til auð- félaganna", mælti W. T. Carroll, frá Cape Breton. “Vinargjöf til stjórnargæðinga, verksmiðju — og járnbrauta félaga, undir því yf- irskvni, að almenningur hafi gagn- ið". sagði M. Knowles frá Moose Jaw. en aðrir sögðust ekki hafa heyrt stjórnina færa neina ástæou fvrir þessu, er ekki væri því ti! styrkingar, að færa niður toll á jarðyrkju verkfærum. Tolla ráðgjafinn þagði eins og steinn við ákúrum liberala, og stjórnin lét fjármála ráðgjafann White, sem altaf getur talað, ein- an um vörnina. Hún var í al- mennuin orðatiltækjum og hvergi nærri fullnægjandi. Álit manna er, að tiltæki stjórnarinnar liafi verið miður liep])ilegt, og vitanlega enn eitt dæmi um samband stjórnarinnar við auðfélögin. Mik- il deila reis út af því, að póstmála- ráðgjafinn hafði gert sanming við félag nokkurt, að selja stjórninni 350,000 lása á ]>óstpoka. fyrir einn dollar hvern. Þótti þetta alveg dæmalaus lásafjöldi, og stórum meiri en brúka þarf. Beðið var um rannsóknarnefnd í tilefni af þessu, og lofaði ,Mr. Borden að rannsókn skyldi fram fara, ef lík- ur væru til, ^að fjárdráttur hefði átt sér stað. Eitt er það, sem geta ntá, að Hon. Robt Rogers, þing- maður Winnipeg búa, er mest hafði sig fram í kúgunar tilraunum i flotamálinu, hefir þagaö eins og steinn, og látið sem allra minst á sér bera síðan, og þykir sem hann hafi oftekið sig á því máli. Hvaðanæfa. — Þeim sem fyrstur flýgur yfir Atlantshaf, hefir stórblaðið “Dailv Mail’’ heitið 50 þús. dala verðlaun- um, ef ferðin stendur ekki lengur en 72 stundir. Sú vél, sem nota skal nefnist "hydro-aeroplan”, og meinast þarmeð flugvél, sem fer í loftinu, en getur lagst á sjóinn, þegar vill og tekið sig upp aftur. — Fregnir segja að Nikulás kóngur í Montenegro sé í þann veginn að segja af sér, og láta Danilo son sinn taka við. Nýlega var sagt, að kóngurinn hefði orð- ið bráðkvaddur, en það reyndist ósatt, hafði aðeins fengið aðsvif af þvi að reykja ofmikið af cigarett- um. Sjónleikirnir. Erfitt er að gera öllum til hæf- is. Svo má með sanni segja um "Fjalla-Eyvind”, leik þann er “Helgi magri” gekst nýskeð fyrir að sýndur var. Hafa nokkrir orðið til þess að kasta. steinum á félagið og höfund leiksins. Sumir lasta leikinn fyrir það að hann sé of ljótur og sorglegur. dragi of mjög fram dökku hliðar hins ís- lenzka þjóöfélags og mannlífsins yfirleitt, leíki á lægstu strengi mannlegra hvata og sé jafnvel sið- spillandi. En eins og vænta mátti virtist þó allur fjöldi manna vera á annari skoðun. Sýndi það sig bezt í því, hvað leikurinn var vel sóttur, bæði hér í borginni og ekki síður út um land, þar sem menn óku tugi mílna í hálfófæru veðri og myrkri um miðjar nætur til þess að sjá hann, þrátt fyrir hinar vel meintu aðvaranir Hkr. Eins og auglýst er á öðrum stað t blaðinu, gefst nú fólki kostur á að sjá innan skamms gagn-óltkan leik, þar sem “Helgi magri” ætlar að sýna hinn nafnkunna gaman- leik. “Apann”, eftir frú J. L. Heiberg. Leikurinn er í einum þætti. Höfundurinn er danskur. Danir eru kátir og glaðjyndir og þykir ganan að leika sér og gera það með lífi og sál. Leikurinn fer fram í grend við Kaupmanna- Þjóðermshvöt. Ó. Ivft þér. sál! á sögustaði forna, að sjá og skoða feðra magt og völd, livar geislar helgir endurminning orna, ])ar iturmenni bárit sverð og skjöld og drengur hver á dáð og mannúð treysti, af dýpstu rótuin trygðin stilti lag, ]>á svall i taugum hetju geð og hreysti, sem heldur velli fram á ]>ennan dag. Þó streymi tíð, og lögur skilji landið ])ar lágt í moldu hvíla feðra bein, vér eigunt sjóðinn, bróður hlýja batidið er blómum skrýðir okkar ]>jóðlífs grein; . vor ætt er stór, frá stofni gildurn runnin, i sterkum taugum lifir þor og dáð. Að byggja hátt — því bjarg er lagt í grunninn — og beita djarft, sé okkar mark og ráð. Yér eigunt gull í sögu, söng og kvæðum, ])á sækonungar rendu gnoð um höf með frelsis þrá og eld í hraustum æðunt; það erfðafé er heilög sigurgjöf. t Kr nokkur sá. nt'eð norrænt blóð í hjarta, sem tienta vill ei göfgra feðra óð ? —A þjóðlífs hintni. þar er stjanian bjarta meðiþúsund Ijós er stafa frægöar glóð. Tá. Htum Aþing, löngu frægt í sögum, af lýðmæringum sett að vernda þjóð ; þar sókn og vörn var helguð landins lögum og list og snilli örugt vígi hlóð; þá grertt blómin björt á morgni heiðutn, er bárust gegn um rnargra alda föll, og breiða nú sin blöð á okkar leiðum með bending til að*prýða nýjan völl. í listum Gunnars, gáfttm Njáls og Snorra og Grettis þreki, Héðins djörftt sál °S göfgi Halls er gildi feðra vorra, —þar gevmir sagan ódauðleikans mál!— lá. lifi hreysti, táp og norræn tunga, er tengi böndurn oss við móður láð, og látuni sjá, að okkar landið unga ltér elttr blóm at' fornri trygð og dáð. \ ið dagsins starf skal feðra minning frægja, —í friálsu landi hefja merkisstöng. Já, látum oss ei orðstír fornan nægja; en upp og framvþví mentabraut er löng! í huga, orði, hegðan, dug og ráði sé helgum rúnum skráð vor kappa öld! Já, tignuni alt, sem lyftir ættar láði og ljósum fágar tímans sögu skjöld. |á, vcrum itúlr ; tcngjumst helgu battdi svo týnist ekki vor^ar móður skraut. og stofnum þing í þeísu nýja landi til þjóðmenningar frant á tímans braut. |á. reisunt höll og byggjum glæstar búðir, á bekkjum ljónti norræn ættar sól, þar skipa sæti sveinar lands og brúðir og Saga gvllir fránatt Heklu stól. M. MARKÚSSON. höfn. Hefir frú Heiberg dregið fram nokkrat persónur, hverja annari hlægilegri og hjákáthg.i og leikur þeim tneð ótakmörkuðu fjöri, hverri á rnóti annari, eins og jæðutn á taflborði. Það er áreið- anlegt, að þeir setn koina og sjá þennan leik, fá að hlægja hjartan- lega og hrista af sér daglegu áhyggjurnar. Engan tnttn iðra kveldstundarinnar sem hann dvel- ur þar. Það et’ og víst, að þeir leikend- ttr, setn leystu hlutverk síti jafn- vel af hendi og þeir gerðu í “Fjalla- Eyvindi”. nutni ekki síður takast upp í þessum leik, þó aö ólik séu hlutverkin. Þær ungfrúrnar Gttð- rún Indriðadóttir og Jódís Sig- urðardóttir, og þeir Ólafur Egg- ertsson o^ Árni Sigurðsson, leika aðal-hlutverkin. Eintiig sýnir flokkurinn þátt úr Sktrgga-Sveini, grasafjallið. Það er íjörugasti og hlægilegasti, og ttm leið fegursti þátturinn í þeim leik. f þeim ]>ætti inna þau Gudda og Smala-Gvendur aðal- hlutverk sín af hendi. Flestir landar munu kannast við þær "fígúrur”. Þau hafa mörgum skemt áður, og þarf valla að óttast, að þeim sem hér hafa hlutverk ]>eirra með höndum, muni miður takast. Þar bregður ungfrú Guð- rún Indriðadóttir sér í spónnýtt gerfi og kærir sig kollótta. Hún leikitr Gvend smala og ungfrú J. Sigurðson hirtir hana, eins og Grasa-Guddu er lagið. Eg. &. Ur bœnum Félagið O. K. Cleaners á horni Ellice og Young, óskar eftir vika- dreng. Herra A. S. Bardal útfararstjóri vantar mann þegar i stað til að keyra “hack”. Verður að vera kunnugur í bænum og kunna að fara með hesta. Það láðist að taka svo skýrt fram sem skyldi, er sagt var frá væntanlegum bazar kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar að til- högttnin á bazarnum næstkomandi haust, verðttr hin sama og síðast- liðið haust. Tilhögunin þar á und- an hafði verið nokkru öðruvísi. Fjölmennið landar góðir á sam- söngva próf. Sv. Sveinbjörnssonar. 4. Apríl í Winnipeg og 7. s. m. á Gimli. Allir kati|)endur “Sam.” eru hér tneð mintir á það, að hún hefir breytt um pósthólfsnúmer. Gamla pósthólfsnúmerið var 2767, en hið nýja, sem hér eftir her að rita á bréf til hentiar er 3144. Herra Th. Johnson fíolinkenn- ari, heldur "recital” með nemend- ttm stnum í Goodtemplara-thúsinu miðvikttdagskveldið 16. ]>■ m. Nánara auglýst siðar. Aðsókn ætti að verða góð. Miövikudaginn 19. Marz, voru þau Mr. Gunnar B. Gíslason og Miss Anna J. Stephenson, bæði frá Leslie. Sask., gefin saman í hjónaband af séra H. Sigmar, á heimili Mr. Eiriks Stephanson, bróöur brúöarinnar. Myndarleg veizlai fór fram á eftir; nokkur skyldmenní brúðhjónanna voru viðstödd. Við Clarkleigh i Alftavatns- bvgð er að verða visir til bæjar, með þeim þægindum er þar til heyra, “station” og “telefon system”, eins og á Lundar. “Stock- yard” fyrir um 300 gripi er C. N. R. félagið og að byggja þar. Ný- skeð var haldinn þar fundur af skattgreiðendum. Fyrirlestur var fluttur af hálfu mentamálastjórn- ar, og útlit fyrir af þvi sem fram kom á þeim fundi, að sameinaður skóli verði fyrir Lincoln, Elgin og fleiri skólahéruð sunnan viö Lin- coln, — segir í fréttum þaöan að utan. Fasteignasala liefir verið með daufara móti siöastliðnar vitcur eins ug vant er um þetta leyti, en fer nú að liína aftttr, með vorinu. Þó var selt í fyrri viku um $30,- 000 virði af fasteignuni í North Transcona, segja dagblöðin. Börn fermd í Melankton söfn- uði í Mouse River N. D., sunnu- daginn 30. Marz; Erlendur Sveinsson Oskar Benedikt Benson Kristín Goodman Hansína Lára Johnson Magðalena Ingibjörg Sigurðson. Magnús Trausti Einarsson. Sig. S. Christopherson. Baldur, Man. i>essir landar ertt nýfarnir af stað vestur til Graham eyju. Haía margir þeirra keypt þar land, að sögn G. S. Breiðfjörðs, umboðs- manns félags þess hér í borg, er gengst fýrir mannflutningum vest- ttr þangaði: Magnús Sigurðsson, Reykjavík, Man , Benedikt Johnson, Reykja- vík, Man., G. Jíohannsson, Siglu- nes, Man., Wm. Grímsson, Reykja- vík., Man., John Benedictsson, V pg, Man., T. G. Paulson, Reykja- vík, Man., Magnús T. Johnson, 650 Beverley St., City, Þorvarður Ölafsson. 306 \ ictor St., City, Jolm Philippsson, Selkirk, Man., A. I'h. Long, Selkirk, Man., Ind- riði G. Sveinsson, 632 Beverley St., City, llaraldur Sigurðsson, 632 Beverlev St., City. J. A. Sig- urðsson. 752 Beverley St.. CLv, Ben. Gitðmundsson, Geysir, Man., Kr. Bessason, Geysir, Man., Thor- björn Magnússon, ó^^East 6th St., Salt Lake Citv. L tah, B. Bene- dictsson, 794 Vietor St., City. Peter Sigurðsson, 632 Beverley St., City, Henrv Solberg, Wpg. Eins og auglýst er á öðrttm stað i blaðinu, heldur Stórstúka Mani- toba og Saskatchewan af Alþjóða Reglu Good Templara, tombólu og aðrar skemtanir, i efri sal Goodtemplara hússins, þriðjudags- kveldiö 8. Apríl.' Framkvæmdar- nefnd stórstúkunnar liefir unniö hart að því að undirbúa þessa tombólu, og hefir vandað til henn- ar eftir beztu föngum. Agóðinn af þessari tombólu gengur t út- breiöslusjóö stórstúkunnar, og veröur variö til þess að mynda nýjar og styrkja þurfandi stúkur út um Manitoba og Saskatchewan fylki. Allir sem unna bindindis- málinu, og vildu sjá því fleyta fram hér i norðvestur landintt, ættu þess vegna að sækja þessa sam- konm, og leggja þar meö sinn skerf þvi til eflingar og viðhalds. N. Nýlátin er við Stony Hill P. O., konan Guðrún Jónsdóttir, 84 ára gömul. llún andaðist aö heimili tengdasonar síns, Guðm. Johnson, Stonv Hill og konu hans Kristin- ar Rafnkellsdóttur. Synir Guð- rúnar sál. ertt þar nyrðra, Guðjón Rafnkellsson við Stony Hill og Benedikt Rafnkellsson kaupmaður viö Clarkleigh. Guðrún sál. var merk og vel metin af öllum er henni kyntust og góð og sanntrú- uð lútersk kona. Fvrsta guðsþjónustan í hinni nýju kirkju á Burnell og Alver- stone strætum, var mjög fjölmenn. Húsið er 40 feta breitt, en 70 á lengd, hitað með “furnace” og lýst með rafmagns ljósum. Stólar með sætum 350 alls; voru þeir allir skipaðir við fvrstu guðsþjónustuna og stóð þó æðimargt fólk. Þar nnin safnaðarmyndun i vændum innan skamms. \Tel er látið yfir þvi í fréttum að vestan af Strönd, hvað trúboðs- starf séra H. J. Leó hafi hepnast þar vel. Þrír söfnuðir þegar myndaðir í Blain, Point Rob- erts og Yancouver. Safnaðarnefnd- in i hinum nýmyndaöa söfn- uði í Vancouver, sem Arni Frið- riksson er forseti í, kvað hafa til- kynt torseta kirkjufélagsins að sá söfnuður sæki um inngöngu í kirkjufélagið, með því skilyröi, þó aö séra H. J. Leó, sem, þjónaö hefir þar vestra í vetur, veröi framvegis prestur þar. Frá póstmeistaranum hér í \\ imiipeg höfum vér fengið til- kynning um, að vegna nauðsyn- legra breytinga á fyrirkomu- lagi pósthólfanna, verði P. O. Box númer Lögbergs hér eftir 3172 Þessar ef tirfvlgjandi yfirlýs- ingar voru samþyktar í einu hljóöi á Gimli. — Sú fyrri 23. Marz, hin seinni 30. Marz. “Safnaðarnefnd Gimli safnaðar, lætur hér tneð í ljósi þá skoðun sína, að vínsalan sé skaölegt verzl- • unarfyrirtæki fyrir mannfélagið, og álítur það skyldu hvers kristins manns að veita henni mótspyrnu.” B. Frímannsson, forseti S. Einarsson, skrifari H. Thordarson. féhirðir Tón Pétursson Páll Sveinsson. "Gimli söfnuður lætur hérmeð í ljós þá skoðun sina, að vinsalan sé skaðlegt verzlunarfyrirtæki fyrir mannfélagið, og álítur þaö skyldu hvers kristins manns, að veita henni mótspyrnu.” Vínsalan er ein allra mesta eyði- leggingar uppspretta sem þekkist. Má kirkju Jesú Krists þegja? Þessar yfirlýsingar hafa glatt mig stórkostlega. Carl /.. Olson. Herra Jón Runótrsson les frum- samin og þýdd kvæði i neðri sal Goodtemplara-hússins, fimtudaginn 17. Apríl kl. 8 að kveldinu. Von- ast hann eftir að sjá sem fiesta landa sína viö það tækifæri, yngri jafnt sem eldri. Það verður að öllum líkindum i seinasta sinni sem Jón ónáðar landa % sína i Winnipeg á þenna hátt, því hann leggur af stað til ættjarðar- innar nú bráðttm. Þér eigið vísa von á góðri skemt- un. Aðgangur 25 cent. The House of Pann Custom Tailors, biðja þess getið að fata- sauma verkfallið nái ekki til þeirra. Látin 27. siðastl., Mrs. Ingi- björg Johnson, Andrésdóttir, kona Guðlaugs Johnssonar, fvrrum mjólkursala hér í Wpg. Andað- ist eftir tveggja vikna legu úr ltmgnabólgu á St. Boniface sjúkra- húsinu, 66 ára gömul. ILún var jarösungin af séra Runólfi Mar- teinssyni frá heimili þeirra hjóna í Xorwood, hinn 31. s. m., að við- stöddum mörgum vinum og vanda- mönnum þeirrar látnu, sem fylgdu út í Brookside grafreit, þar sem hennar jarðnesku leifar hvíla í friði og ró. Yandamenn hinnar látnu eru innilega þakklátir öllum sem við- staddir voru og sýndu hjartanlega hluttekning við þenna sorgar at- burð. Helgi Jónasson. “The Rosemaid” er logandi skemtilegur gaman söngleikur frá Vínarborg, og verður leikinn á W’alker alla vikuna með matinee á miðviku og laugardögum. Allice Lloyd, vel þekt i Winnipeg og ein hin vinsælasta söngleika mær í landi þessu, er lífið og sálin í leikn- um. Hitt leikfólkið er mjög þokka- sælt, leikur fjörugar og skemtileg- ar litlar stúlkur. Músikin er hljótnfögur og bún- ingitr fagur. Hiti sjötta árlega sönghátið W’innipeg og Vestur Canada, verð- ur haldin í Walker leikhúsinu mánud., þriðju og miökudaga þann 7.. 8. og 9. April, bæði seinni hluta dags og á kveldin. Henni stjórnar Winnipeg Oratorio félag- iö, en aðal stykkið er Minneapolis Symphony Orchestra, undir stjórn Emel Obeshoffers. sem frægur er hér orðinn ásamt hljóðfæraspilur- um sínum. Fjórir söngraddar tneistarar fvlgja flokknum og f jór- ir hljóðfærameistarar. Skólabörn í Winnipeg taka þátt i söngnum, svo sem áður er vinsæll orðinn. “Mina, where do you live?” er kátlegur söngleikur, er sýndur var í Winnipeg i fyrra, en verður nú sýndur aftur í ár, fr áþví 2. Apríl. Þann 14. Apríl lætur John Mc- Cornick, hinn ísski raddmaöur til sin heyra á Walker.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.