Lögberg - 12.06.1913, Side 1

Lögberg - 12.06.1913, Side 1
Þegar nota þarf LUMBER Þá REYNIÐ THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNIPEO, MAN. Furu Hurdir, Furu Finisti Vér höfum birgðirnar THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNIPEG, MAN. 26. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 12. JÚNÍ 1913 NÚMER 24 Þingi slitið. Sambandsþinginu er sagt upp eítir langa setu og stranga. ÞaS e- taliö eitt hið sögulegasta þing e- veriö hefir i þessu landi. Til j.ess ber einkum, að tekjur lands- ins hafa aldrei verið eins miklar og í ár, enda hefir engin stjórn i Canada verið eins örlát á landsfé einsog þessi stjórn sem nú situr að völdum. Vænsta bitann hafa fengið hinir gömlu gæbingar con- servativa, Mackenzie og Mann. íÞ)|;ir fengu hátt upp 1 20 miljónir, og mælist það misjafnlega fyrir. C. P. R. félagið hefir mjólkað bæði landssjóð og fylkissjóð svo oft o^ svo mikið, að almenningi er farið að ofbjóða. Þeir virðast aldrei fá nóg og aldrei virðast þeir fara erindisleysu til vina sinna, conservativa. Sögulegt er það einnig við þetta þing, að stjórnin keyrði gegnum neðri deild þingsins 35 miljón dala út- gjöld til hervarna, þó að marg- lofað hefði stjórnarformaðurinn, að gera ekkert í þvi máli, að þjóð- inni fornspurðri. öldungadeildin hafnaði því frumvarpi nema það væri borið undir atkvæði þjóðar- innar, og sýndi með því bæði skör- ungsskap og þjóðarhollustu. öld- ungadeildin er einmitt til þess ætl- uð, að hefta kúgunar tilræði stjórnarinnar við þjóðina, sú deild á að standa fyrir utan alla flokka, og hnekkja þeirri löggjöf, sem að- eins er flokknum i hag, en þjóð- inni til óheilla. Öldunga deildin hefir reynst landi voru vel í þetta sinn og hlýtur þökk og heiður allra sannsýnna manna. Stórbruni T ranscona I vikunni sem leiö brunnu um 200,000 teinabönd, sum með creo- sot-áburði, er C. P. R. félagið átti geymd í Transcona, á lób þess félags, sem heitir Dominion Chemi- cal company. Hrúgan var að brenna í 7 klukkustundir, og lagði rev.kinn hátt í loft, en bjarminn af eldinum sást margar mílur að, þegar skyggja fór. Skaðinn er metinn 150 þús. dala, en hitt er ])ó enn meira, að járnbrautar lagn- ing félagsins frestast á ýmsum stöðum, af því að bönd verða ekki a'ð fá. Verksmiðja sú, sem be'r áburðinn á böndin slapp nauðu- lega af því, að vindur stóð af henni. Margir vagnar, fullir af teinaböndum, brunnu til ösku, en sumir urðu dregnir burt. Það gerði erfiðast fvrir að slökkva, að langt var í vatn. Vatnsker með 65 þús. gallónum i stóð skamt frá brunanum, en það tæmdist bráð- lega. Eldliðar komtt frá St. Boni- face og gengu vel fram, og mjög margir áhorfendur lögðu sig fram til hjálpar, og me'ð því varð all- miklu bjargað og eldurinn loks slöktur eftir miðnætti. Kvenfrelsi og hesta at Bretar eru hestamenn miklir og hafa veðjað á hesta sína frá ómunatíð. Frægasta hestaat þeirra er kent við Derby, og fóru þar veðreiðar fram fyrir nokkrum dögum. Þegar hestarmr voru l omnir á ferðina, stökk kven- maður fram úr mannþrönginni og greiþ i taumana á einum hestin- um. Hesturinn datt og varð stúlkan undir honum og reið- sveinninn lika. Þau voru bæði flutt á spítala og þar cio stúlkan en sveinninn heldur lifi. Kón- ungur átti hestinn og mun það hafa verið ástæðan til þessa til- ræðis, að gera sig fræga með því, að gera leikspjöll, og velja til þess hest sjálfs konungsins. Mjög mörg önnur fáránleg uppátæki. þessara kvenréttinda dísa, gerast nú á hverjum degi á Englandi. Þegar griðum varð á komið með Búlgurum og Grikkjum, tóku aðr- ir við illindunum. Serbar og Búlgarar hafa síðan barizt með all- miklu mannfalli. Sendiherra hinna síðarnefndu er farinn burt úr Serbiu, og samn- ingar meðal þessara þjóða eru sagðir óhugsanlegir. Serbar og Grikkir teljast vera í sambandi og segja blöð að þeir standi betur að vígi en Búlgarar. Hinum síðar- nefndu bagar féleysi, því enginn vill lána þeim. Breyting til batnaðar. Hinir spöku ráðamenn borgar vorrar hafa tekið i sig, að breyta þeim stað þarsem umferðin er mest. Sá staður er þarsem Notre Dame og Portage Ave. mætast. A þvi svæði eru nýlega reistar tvær stórbyggingar, tíu lofta háar; strætisvagnar fara margir þar um, og þykir gatan of mjó fyrir alla þá umferð. Því hefir verið ráðið að kaupa handa bænum hornið sem Sapatoga hótel stendur á, og gera það pláss að torgi. Ekki er sá blettur gefinn, heldur kostar fetið þar um 5000 dali, en til- vinnandi þykir þeim, sem kunn- ugir eru, að kaupa það og gera það bæjareign. Gata gegnum búðina Hina miklu búð sina vill Hud- sons Bay félagið reisa á einni af götum bæjarins, Graham Ave., milli Vaughan og Colony stræta. Félagið átti einu sinni alt það land, og gaf þá bænum lóð undir götu þessa. Nú vill það fá þann spotta, sem liggur milli nefndra stræta og borga fyrir hann rúma fjörutíu þúsuncl dali. Ráðamenn bæjarins eru tregir til að veita þetta, segja sem er, að það sé ó- hentugt bæjarbúum, að loka því stræti, heldur væri réttast að leggja teina á strætið og láta vagna ganga um það og vestur eft- ir Livinia, til þess að létta á um- ferðinni um Portage Ave. Þéir vilja fá félagið til þess að byggja yfir götuna og láta hana liggja gegnum búðina, og er líklegt, að sú verði niðurstaðan. Skærur áþingiUngverja Það er alkunnugt, að þeir eru æs- ingamenn miklir, Ungverjar; hefir það eigi ósjaldan komið í ljós á þing- um, að þeir hafa barist, fulltrúar þj°®_ arinnar svo að blóðið hefir fallið um þá alla. Slíkar skærur hafa verið und- anfarið á þjóðþinginu um hríð og telst mönnum svo til, að Stephen Tiza greifi, forseti þingsins, sé potturinn og pannan í ófriðinum þessu sinni, enda er hann af sumum miðlungi vel þokkaður. Hann kvað hafa haft það svo nokkrum sinnum, að hann hefir kallað herlið til og látið reka út úr þingsalnum þá þingmenn, sem honum eru ekki nógu auðsveipir, eða eigi vilja gera lians vilja. Nýskeð varð það tíðinda, að einn þingmanna úr andstæðingaflokki forseta fór svæsn- um orðum um Ladislaus von Lukas stjómarformann, og kallaði hann fjár- glæframann og bófa. Þoldi forseti eigi og lét kasta þingmanninum út úr salnum. En svo brá þó einkennilega við, að þegar stjórnarformaður síðar höfðaði meiðyrðamál gegn þessum þingmanni, þá sýknaði dómarinn hinn ákærða, en stjómarformaður sá sitt ó- vænna og lagði niður völd. Svo megn varð og óhugur gegn stjórnarformann inum, að er hann ætlaði að koma inn í þingsalinn til að bera fram yfirlýs- ingu, grenjuðu þingmenn svo hátt, að hann “komst ekki upp með moðreyk.’’ TEtlaði forseti þá að ganga á sama lagið og fyrri og láta fleygja þing- mönnum út með ofbeldi, en það gekk ekki greitt í þetta skifti og urðu högg og barsmíð mikil. illmæli og blóðsút- hellingar. Loks fékk stjórnarformað- ur hljóð til þess að bera fram þá yfir- lýsingu, að hann legði niður völd og var henni tekið með dynjandi lófa- skellum, en urgur miklar voru í þing- heimi og fáryrði fóru mörg í milli stjórnarsinna og stjórnarandstæðinga. Hnefleikabann í Sask. Methodistar í Saskatchewan liafa nýskeð sarnið ályktun til stjórnarinnar um að fá bannaðar hnefleika sýningar eítirleiðis þar í fylki, og er tekið fram í ályktaninni, að bæði fylkistjórn og sambandsstjórn ættu að taka höndum saman í þessu efni, því að slíkar sýn- ngar séu spillandi siðgæði og mann- orði fylkisbúa í Sakatchewan. Mun þessi ályktun afleiðing af hnefleika farganinu í Calgary nýskeð, þar sem einn íþróttamaðurinn er að hnefleik- unum gekk beið bana. En sá er af honum bar gengur laus og kvað hafa við orð að ferðast umhverfis jörðina og sýna sig fyrir peninga. Charles Barber chief game guardian biöur þess getið, að sá timi hefjist i Júlí næstkomandi, er leyft sé að skjóta heiðlóur. Þó þarf að sækja um skotleyfi og skulu menn í þessum efnum snúa sér til stjórnardeildar búnaðar- og innflutningsmála í Winnipeg. Miklar skaðabætur Um þessar mundir stendur yfir skaðabótamál við C.N.R. félagið, sem farandsali nokkur, Mr. Ashbee, hefir höfðað gegn því, út af meiðslum er hann hafi orðið fyrir í járnbrautar- slysi á lest nefnds félags í fyrra. Slys þetta vildi til 4. Marz 1912 og varð með þeim hætti, að fólksflutnings- vagnar ultu út af brú C.N.R. félagsins yfir Saskatchewan fljót. Meiddist þar margt manna og meðal annara sá, er skaðabótamálið sækir nú gegn félag- inu og fyr var nefndur. Meiddist hann hættulega á höfði og krefst $65,- 000 skaðabóta. Þetta eru hæstu skaða- bætur, sem nokkurn tíma hefir verið krafist af einum manni í Saskatche- wan fyrir líkamleg meiðsli. íslenzkur heimspekis- doktor í Vesturheimi Sturla Einarsson, sonur Jlóhanns Einarssonar í Duluth, Minn., sem hefir verið aðstoðari í verklegri stjórnfræði frá 1905 til 1910 og kennari í sömu fræðigrein síðan, við Kaliforníu-háskólann, tók heimspekis-doktors-próf 5. Maí síðastliðinn. Próf-verkefni hans var; Brautir litlu fastastjarnanna (624) Hektors og f588J Akkiles- ar, í Troju-kerfinu. Canada borgar. Frá Ottawa koma þær fréttir, að embætti innanríkis ráðherrans sé svo erfitt og umfangs mikið, að sjálfsagt sé að ‘skifta ‘því. Dr. Roche, sem því hefir gegnt um lítinn tima, er bilaður á heilsu, og er sagður ófær af þeim sökum, til að gegna þvi. Ekki er honum þó ætlað að segja af sér, heldur á að gera tvö embætti úr þessu eina, og láta hann halda einhverjum litlum parti af því. Hvernig væri að láta gamla Foster koma heim og vinna fyrir sínu háa kaupi? Hann er sífeldlega á ferðalagi, en um árangur af svingli hans heyrist lítið getið. í Ástralíu hefir hann setið lengi, og var búinn að koma einhverjum samningum á við stjórnina þar, að sögn, en alt er það nú ujipíloft, eftip stjórnarskift- in, svo að hann mátti rétt eins vel hafa setið heima. Landssjóðurinn er auðugur að visu, en ekki er hann til þess ætlaður, að greiða hálaunuðum embættismönnum gíf- urlega hátt kaup til ferðalaga og lystitúra út um allan heim. Dyrnar þrengjast. Það var ráðið af stjórninni fyrir nokkru, að hleypa innflytjendum frá Bretlandi og Nor'ðurlöndum inn í Canada, öllum verkfærum mönnum, skilyrða laust, með því að nóg var að gera handa öllum sem komu. Nú er svo litið um peninga og svo lítið bygt á land- inu, að innflytjendum er ekki at- vinna vís í borgum, að sama skapi og að undanförnu, og því hefir stjórnin ákveðið að fylgja fram því ákvæði laganna, að hver inn- flytjandi verði að eiga 25 dali, ella verði honum ekki hleypt á land. Þetta ákvæði verður í gildi frá I- Júlí þessa árs, og nær til allra nema þeirra karlmanna, sem eru ráðnir til sveitavinnu og stúlkna, sem ætla sér að vinna x vistum. Canada fær aldrei of mikið af því fólki, og þess vegna er því gefinn greiðari aðgangur til landsvistar, heldur en öðru. Bráðum búin. Þann 1. Janúar 1915 getur hvert fljótandi far sem vill, siglt gegn- um Ameriku, milli Atlantshafs og Kyrrahafs, segir Colonel Goeth- als, sem er æðstur þeirra verk- fræðinga, er ráða fyrir skurð- grcptinum. Því geysimikla mann- virki miðar vel áfram, enda skort- ir hvorki fé né nokkuð annan, sem hafa þarf til þess að flýta verk- inu sem mest. Það tefur mest fyrir, að hinir afarháu bakkar skurðarins tolla ekki uppi, heldur hrynur úr þeim altaf annað kast- ið. — Eigendur eins lietzta hótels hér í bænum, Queen’s, hafa selt það fyrir afarmikið verö, er nema mun hundruðutn þúsunda. Eign- ina eiga þeir eftir sem áður, og leigja hana þeim sem taka við. Harðstjómin í Ottawa. Ummæli McNutt þingmanns. Thomas MacNutt sambandsþing- rnaður frá Saskatchewan, fór hér ný- skeð um á leið heim til sín af þingi. Fór hann allhörðum orðum um purk- unarleysi sambandsstjórnarinnar og ofriki hennar gagnvart minni hluta á nýafstöðnu þingi. Honurn fórust orð þessa leið: “Þingsetu tími hefir orðið óvana- lega langur þessu sinni, og er liberöl- um um kent. Þeir eru fúsir til að taka sinn skerf af þeirri ábyrgð. Þeir eru á þeirri skoðun, að stefna Bordens í hervarnarmálinu sé hvorki samkvæm stjórnarskrá vorri, né yfirleitt heilla- vænleg hvorki Canada né brezka rik- inu í heild sinni. Stjórnin hafði alls enga heimild til að keyra herskatts- málið gegn um þingið eins og hún gerði, og ekki var heldur nein knýj- andi þörf á því, þó að látið væri það í veðri vaka. Þess vegna fanst liberöl- um sjálfsagt að standa í móti frum- varpinu. En jafnframt er þess að geta, að vér settum oss ekki með vilja upp á móti því að landsmálastjórnin gæti farið sína réttu og venjulegu leið. því að hvað eftir annað buðum vér stjórninni, að greiða atkvæði um fjár- lög og önnur nauðsynleg frumvörp; en ráðgjöfunum sýndist ekki að taka það til greina. Liberalar voru hins vegar ráðnir i því að láta ekki herskattsfrumvarpið ná fram að ganga án þess að hafa gert alt löglegt er í þeirra valdi stóð, til að hamla þvi að það yrði að lög- um. Loksins tókst stjórninni með brögðum að korna að frumvarpi til að loka umræðum og hefta alment mál- frelsi á þingi. Nú er svo langt komið að vér eruni komnir undir harðstjórn- arvald. Vér höfum glatað þingræði voru, og þess vegna ekki framar frjáls þjóð, svo framarlega senx stjórnin beitir valdi því, er húr hefir nú sölsað undir sig. Stjórn. tók það ráð að leiða baráttuna um herv"-ábð til lykta, í stað þess að bera það undir landslýð- inn eins og henni bar að gera. Ekki er ósennilegt, að frumvarpið sæti sömu örlögum að ári er það verður borið undir öldungadeildina, eins og það sætti nú, og fari svo eins um það eins og þjóðvega frumvarpið; eg sé ekki betur, en að öldungadeildin hafi íarið algerlega rétt að, þegar tekið er tillit til undangenginna aðfara stjómar- hlutans í neðri deild. \’iðvíkjaudi fjárveitingum til járn- brautafélaga sagði MacNutt meðal annars: “Þó að liberalflokkurinn við- urkenni að þarflegt sé að veita járn- brautafélögum sæmilegan styrk til samgöngubóta, þá finst oss, sem telj- um oss í andstæöingaflokki stjórnar- innar, að liðinn ætti að vera sá tími, er járnbrautafélögum sé afhent stór- fé að gjöf. Þessvegna voru liberalar á þingi því mjög mótfallnir, að C.N.R. félaginu væri veittar $15.000,000 i þóknunarskyni. En meiri hlutinn hlaut að ráða og urðu lyktirnar þær, að C. N.R. félagið fékk að gjöf úr rikis- sjóði $15,000,000, þó að í móti kæmi $7,000,000 af C.N.R. “stock,” sem nú er æði mikils minna virði einsog stend ur en nefnd upphæð.” Um þjóðvega frumvarpið fórust Mr. MacNutt þannig orð: “Það lít- ur svo út, sem almenningi sé ekki vel ljóst hversu þessu frumvarpi er hátt- að. En mála sannast er það, að stjórnin lét í veðri vaka, að féð sem veitt yrði, skyldi brúka til almennra vegabóta. Vér vorum við því búnir að greiða atkvæði með enn hærri upphæð til vegabóta, heldur en stjórnin fór fram á.en óss stóð stuggur af orðalag- inu í þessu fruinvarpi. Vér óttuð- umst að stjónxin hefði sniðið það eins og hún gerði, til þess að eiga hægt með að grípa til sunxs fjársins og leggja í kosningasjóð sinn. Þessvegna gerðum vér tillögu í þá átt að fénu skyldi skift milli hinna ýmsu fylkja eítir fólksfjölda, hvort sem þau væri liberal eða conservatív. Stjórnin kvað þá vera tilætlanina. Nú báðum vér ekki annars í vorri breytingar tillögu, en að sú tilætlan stjórnarinna yrði látin sjást svört á hvítu í frumvarpinu og yrði þannig lögleidd. En það var ófáanlegt. Þá bar öldungadeildin fram samskonar tillögu, ekki til þess að fella frumvarpiö, heldur til að laga það. En heldur en að þessi breyting- artillaga fengi framgang tók stjórn- in frumvarpið af dagskrá og samsinti þannig, að liberalar höfðu haft rétt fyrir sér en ekki verið að gera henni neinar getsakir.” — Ein atvinnugrein er sú hér í landi, að ala upp villidýr vegna skinnanna. Á einni lest, sem fór' nýlega um Saskatoon voru 69 tó- ur, gráar, morauðar og svartar, er fara áttu til Prince Edward Island. Indíánar lxöfðu veitt þær í óbygðum. Hvaðanœfa. — Látinn er í Danmörku Christopher Krabbe, er um mörg ár var þingmaður og forseti fólks- þingsins. Hann var og ráðherra um eitt skeið. — Mörg slys vilja txl víðsvegar um álfuna, af ógætni fólks á vötn- um og elfum. Átta manns drukn- uðu einn daginn, er farið höfðu að skemta séV á bát, og margar aðrar slysfarir verða daglega. — Suður í Massachusetts er verkfall í verksmiðju nokkurri, og lenti í bardaga með þeim sem verkfallið gerðu og hinum, sem héldu áfram að vinna. Orusta sú stóð í fimm mínútur og særðust margir. Ein kona var skotin til bana, er stóð álengdar og horfði á. — Vestur í Alberta vó maður vig, er menn halda óðan. Hann gekk til nágranna sinna, gamalla hjóna, er flýðu bæinn og skyldu hann eftir með öðrum manni, er Metcalfe hét. Skömmu síðar sást lxann draga Metcalfe á eftir sér út að hlöðudyrum, og var hann skotinn til dauðs; vegandinn náð- ist og er lxann talinn brjálaður. — Fjórir menn voru á gangi skamt frá Manitou Man.; einn þeirra þóttist sjá stein standa út úr brekku og sparkaði i hann með fætinum. Þetta reyndist að vera höfuðkúpa af manni, en ekki fund- ust nein önnur bein þó leitað væri. Engin ör eða nxerki fundust á hauskúpunni og vita menn ekki hvernig á henni stendur. — Ein kona verður á skipi Vil- hjálms Stefánssonar, Karluk, en aðeins til Norne, Alaska. Þþð er kona Dr. Andersons, sem giftist honunx nýlega og vill nauðug við hann skilja. — Kuldakast óvenju mikið kom eftir helgina og var þá frost í aust- txrhluta Canada og víða í New York ríki. í Winnipeg var með kaldara móti og stormur mikill. — Henri Bourassa, foringi Nationalista, ritar af miklum móð um conservativa, einkunx sanxband þessara flokka. Er sumt i þeirri lýsingu ófagurt og næsta óþægi- legt fyrir sunxa ráðherra Bordens og stjórnarinnar í heild sinni. Það er og fróðlegt, þó miður fag- urt sé, að vita hvað gerst heíir bak við tjöldin hjá þeim stall- bræðrum, þegar þeir lögðu lag sitt sanxan til að steypa stjórn Lauriers. — Með nxikilli viðhöfn stendur til að halda 25 ára stjórnar afmæli Vilhjálms Þýzkalands keisara. Allir furstar á Þýzkalandi veiða viðstaddir þau hátiða höld og sendiherrar viðsvegar að frá út- löndum. — Veiði er sögð í góðu meðal- lagi á Winnipeg vatni. Fyrsti báturinn kom að norðan til Sel- kirk á mánudags kveldið. með 150 kassa af hvitfiski og allmikið af loðskinnum. — Heinxastjórnar frumvarp ír- lands er fyrir enska þinginu á ný. Þeir í Ulster láta vtgkega og segj- ast munu berjast, ef það gangi fram. Um 3000 byssur, er þeir höfðu keypt frá Þýzkalandi, gerði stjórnin upptækar fyrir þeim ný- lega. Á þrettán klukkustundunx flaug franskur maður í flugvél frá Frakklandi til Varsjövu á Póllandi, en sú vegalengd er um 933 míltir. Það er sú hraðasta ferð, sem nokkur maður hefir farið, svo sögur fari af. Með köflum flaug hann 140 milur á klukkustund, en til jafnaðar flaug liann 93 mílur á tímanum alla leiðina. Hann fór af stað klukkan þrjú, í sólarroð, og lenti í Varsjövu löngu fyrir sólsetur. Viðkomustaði hafði hann þrjá á Þýzkalandi og tafði það för hans, að hann varð að leita að eintim þeirra í þykkri þoku. Til samanburðar er þess getið, að hin hraðasta járnbraut- arlest fer þessa vegalengd á helm- ingi lengri tíma, og fáum eða eng- uni fugli er talið fært að hafa svo fljóta ferð um jafnlanga leið. — George Wyndham, fyrrum írlands ráðherra í stjórn Balfours er nýlega látinn, fimtugur að aldri, allra manna fríðastur og talinn og vel að sér um margt. Stórveldin gera alt er í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að Balkan ríkin berist á banaspjótum, og. er svo sagt í fréttum frá Lundúnum, að þær tilraunir muni eigi árangurslausar. Beeði Þjóðverjar og Rússar eru á einu bandi um að viðhalda friðn- um og Frakkar slíkt hið sama. — Ein afleiðingin af Tyrkja- stríðinu er það, að skipaleið um austurhluta Miðjarðar hafs er mjög hættuleg. Skip hafa mörg farizt á þeim slóðum af því að rekast á sprengikúlur. Hið síð- asta varð fyrir því slysi á laugar- daginn; það hét Kurland og var frá Belgiu, með fólk og flutning. Skipið náði höfn við illan leik og varð mannbjörg, en skipið skemd- ist mikið. Ur bœnum íslandsbréf á skrifstofu Lög- bergs á Sigurður Guðmundsson, Winnipeg. ísl. lögfræðinemarnir Guðm. A. Axford og John Christopher- son hafa nýskeð lokið fyrri hluta lagaprófs. Hlutu báðir góða 1. einkunn. Enn fremur hefir Gord- on A. Paulson leyst af hendi fyrsta árspróf í lögum. Mrs. Katrín Skúlason Hove P. O., kom á laugardaginn var með son sinn Björn til lækninga. Hún fór heimleiðis aftur á fimtudag, með son sinn á batavegi. Hinn 1. þ. m. andaðist Sigmund- ur Guðmundsson 530 Sherbrooke stræti hálf-sjötugur að aldri. Hann lætur eftir sig konu og 3 dætur giftar og eina ógifta, sem er hjá móður sinni. Sigmundur heitinn var nytsemdanuaður að ýmsu leyti og vel látinn. Tiarðarförin fór fram 4. þ. m. Séra F. J. Berg- rnann jarðsöng. Á sunnudagskveldið var lézt há- aldraður maður Guðlaugur Jóns- son, hjá tengdasyni sinunx Helga Jónassyni 115 Kidson stræti í Xorwood. Guðlaugur heitinn var 77 ára gamall, og lxafði kona hans Ingibjörg dáið í vetur, einnig há- öldruð. Kona Helga Jónassonar var stjúpdóttir hanS, en í Norwood er sonur lxans Andrés og tvær dættir vestur í landi. Jjarðarförin fór fram í gær, miðvikudag. Dr. Jón Bjarnason jarðsöng. A sunnudagsnóttina andaðist að heimili foreldra sinna, 668 Alver- stone stræti Jón Lárus Jýdíus 21 árs að aldri; hann hafði verið heilsuveill um hríð undanfarið, en dauðann bar að miklu svipleg- ar en menn væntu. Bráð líf- himnabólga mun hafa verið bana- meinið. Jón var mjög vel gefinn piltur; náttúrugreind mikil en hæg- látur og prúður í framgöngu var hann og hugþekkur öllum er kynt- ust honum. Hann var hið efni- legasta ungmenni og þeim mun sárari söknuður foreldranna, er eiga þar á bak að sjá einkasyni sínum í blóma lífsins, en mist áður annan son fyrir nokkrum árum, Normann, líka mjög efnilegan pilt. Hinir mörgu vinir þeirra hjóna samhryggjast þeim inni’ega í þessari þungbæru sorg þeirra og biðja Drottinn að leggja þeinx líkn með þraut. Einar Hjaltested söngvari er nýlagður af stað vestur til A’-gyle til að halda þar söngsamkomur. Hann hefir mikla og fagra rödd o verða sjálfsagt vel sóttar sam- komur hans. Fvrstu söngsam- komu sína heldur hann að Brú P. O., en síðar í Glenboro og Bald- ur Til lækninga lxefir verið um tfma hér í borg Mrs. Þórdís Samson frá Swan River. Lagði hún af stað heim- leiðis eftir helgina. Þeir St. A. Einarsson frá Oak View og Helgi sonur hans voru stadd- ir hér í borg um síðustu helgi. Staddír voru hér í bænum í vik- unni Gunnar Lindal frá Mozart og unglings piltar tveir, Steinþór og Borgþór Þorsteinssynir, og höfðu við orð að flytja til Keewatin, Tíðarfar bærilegt vestra, en þó í kaldara lagi; dágóðar horfur með akra, sem sáð sáð varð í nógu snemma. Grasspretta i góðu meðallagi. Heilsufar og skepnu höld góð, en torsótt peningalán hjá bönkum. Prestafundartíma breytt. Astæður prestanna sumra virðast svo, að ekkert geti í þetta skifti orðið af lögákveðnum prestafélagsfundi fyrr en á mið- vikudag síðdegis. Prestar komi því til Mountain á sama tíma sem aðrir kirkjuþingsmenn, 18. Júní. Fyrir hönd stjórnarnefndór prestafélagsins, Jón Bjarnason. Frá Islendingadags- nefndinni. íslendingadagsnefnöm hefir þegar átt tvo fundi og er að und- irbúa hátíðahaldið með miklum áhuga. Sportsnefndin vinnur af kappi miklu að sínu hlutverki og kenxur auglýsing frá henni i næsta blaði. Prógrammsnefndin liggur heldur ekki á liöi sínu. Hefir hún gert ráðstafanir til að fá helztu ræðu- skörunga íslenzka vestan hafs til að ávarpa fólkið á hinum mikla hátíðisdegi. Þá hefir og verið lagt að skáldunum að yrkja sköruleg kvæði. Nefnd hefir verið kosin til að fá niðursett fargjald handa gest- utn er til hátíðarinnar sækja; er búist við að fargjalds afsláttur jafngildi afslætti fargjalda um sýningarleytið, og verður innan skamms gerð ítarleg grein fyrir honum. Tvennskonar nýjar íþróttir verða reyndar á þessarf hátíð. Önnur sú að slöngva hamri, hin kúlukast. Og er þeim, sem reyna vilja, ráðlegast að æfa sig undir þá raun. Islenzkir innflytjendur. Þjessir íslenzku mntlytjendur konxu lxingað til borgar á fimtu- daginn var; Frá Akurevri: Adam Þorgrímsson ffyrrum rit- stjóri Nl.J Haraldur Ólafsson Steindór Takobsson Rósmundur Árnason Ivar H. Feldnxann með konu og barn Klara Bjarnadóttir Guðný Jónsdóttir Nanna Sigtryggsdóttir Hermann Kristjánsson. Frá Húsavík; Karl Jónasson með konu sina, Guðrúnu Sigurjónsdóttur.—Næsta dag kom Indriði Reynholt er dval- ið hefir á Islandi um hrið. Aðsent. Þegar eg í 36. númeri Heimskringlu las ritgerðina um deiluna milli Banda- ríkjanna og Japan, varð eg hrifinn af hinni hjartnæmu hluttekning, sem rit- stjóri H. virðist taka i nú yfirstand- andi kjörum Japana; líka varð eg undrandi yfir þungyrðum þeinx, sem hann ritar um Californiabúa fyrir að reyna að reka Mongola af höndum sér. Ritstjórinn ætti þó að sjá það, að takist þeim, sem vonandi er. að út- rýma þeim gulu úr Bandaríkjunum, eru lielzt líkur til að þeir flvtji þess nxeir til Canada; og lesenduni Hkr. er fullljóst, aö greint blað styður að inn- flutningi þangað, og þá hefði ritstjór- inn betra tækifæri til að ná fulikom- inni vináttu þeirra, og að verðugu mundu þeir þá gera hann að heiðurs- meðlim sínum. Min skoðun á máli þessu er sú, að B. C. stjórnin ætti nú að breyta að dómi Californiabúa og semja þau lög, sem gerðu J. og K. þarkomu og veru óiHÖgulega. En viturlegra væri þó að Randar. og Can. gerðu útrýming Mon- góla að samciginlegu máli; þá múndu Mið-Ameríku ríkin koma á eftir, líka Suður Ameríka. Þá fyrst væri inál þetta komið á það stig, sem það þarf að komast. Islendingur, scm lcngi hcfir dvalið í Ameríku. B57T‘ — I Kína eru miklar viðsjár, samsæri og upphlaup. Nýlega voru þar teknir af lifi 200 samsæris- menn. Þþr á meðal voru allmarg- ar konur, er fengið höfðu gott uppeldi utanlands. Vafasamt þykir, að Yuan-Shi-Kai haldi for- seta tign, með því að óvinir hans gerast mjög umsvifamiklir.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.