Lögberg - 12.06.1913, Blaðsíða 8

Lögberg - 12.06.1913, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN LÁT OSS SANNA / YÐUR ÞAÐ \ að vér gerum alla á- nægða í gleraugna- legu tilliti, °g verðið svo rýmilegt að eng- inn þarf að kvarta. H. A. NOTT, Optician áður hjá ' Strains Limited 313 Portage Ave., Winnipeg Úr bænum iTíð þurkasöm og heldur í kald- ara lagi. Þörf á regni allbrýn víöast þar sem til hefir spurst utan úr nýlendum. Meðlimir söngflokksins “Geys- ir” eru beðnir að koma allir á söngæfingu i Goodtemplarahúsinu á sunnudaginn kemur, (15. þ. m.), og að koma í tíma kl. 3. Herra Jón Björnsson frá Bald- ur er hér staddur í kynnisferð og dvelur hjá T. H. lohnson þing- manni, syni sinum. Jón er hinn ernasti og þó rúmlega áttræíur. 1_ v'am Frá Harlingdon Man., ritar J. A. Vopni þann 2. Júnx: Sáning að mestu lokið, tíð verið hagstæð, akrar líta vel út, en þörf á regni.” Tveir íslenzkir nemendur út- skrifuðust i vor af Minneota High School, þau Sigurður Ask- dal og Bertha Sigurðsson. Æði- margir íslenzkir nemendur hafa áður útskrifast af þeim skóla. t síðastliðnum Maí mánuði fæddust hér í Winnipeg 520 börn, eitthvað 100 fleiri en sama mánuð í fyrra. Fæddust því 17 börn að jafnaði á hverjum degi í Winnipeg 5 Maímánuði þetta ár. Gott herbergi til Ieigu að 1030 Garfield Ave. Lík islenzka piltsiins, Sigurðar Sveinssonar, sem druknaði í Rauðá fyrra sunnudag, fanst í vikunni sem leið eitthvað mílu norður við bæinn, hafði fest í fiskilóð við vestur árbakkann. Var flutt á útfararstofu Moodys; líkskoðari taldi rannsókn óþarfa, með því að kunnugt er um hversu að barst um dauða mannsins. Mánuðinn sem leið sýktust 222 af næmum sóttum í Winnipeg. Skarlatssótt reynist allra drjúgust eins og fyr; af henni sýktust 120, en aðeins 3 dóu úr henni. 45 mislinga tilfelli komu fyrir og 2 dóu af þeim. Af tæringu dóu 5, en 21 nýir tæringar sjúklingar fundust hér í Mai mánuði. Af barnaveiki (diphtheria) sýktust 11 og dóu 3 af þeim. Sjö lögðust í taugaveiki og einn þeirra dó. Fjórir sýktust af bólunni og aðrir fjórir af hlaupabólu. “DAUFIR TÍMAR” er ráttl tfminn til a8 ná f góftar byggingalófiir, vel Inn í borginni. I>eir er kaupa nú og kanpa hyggi- lega mnnn NtórgrretJa á þvf. Látifi ekki peningana liggja ibjulauna. Kf í nokkrum efa hvar sé bezt att kaupa, l»á finnitf niig etfa nkrifiS Paul Johnston 312-:tl4 Nanton Buildlng Á horni Main og Portage. Talsími: Main 320 SNOWDRIFT RRAUÐ er vel bakað brauð, alveg eins í miðju eins og að utan Er létt í sér og bragðgott, og kemur það til af því að það er búið til í beztu vélum og bakað í beztu ofn- um. 5c brauðio TheSpeirs-Parnell Baking Co. Ltd. Phone Garry 2345-2346 Pappír vafin utan um hvert brauð Concert heldur karlmannaflokkurinn “GEYSIR” Good Templars Hall horni Sargent og McGee 17. JUNI 1913 ISLENZKUR SAMSÖNGUR (a) Gestir íslands .. .. ••....................Crusell (b) Yfir sveitum tíbrá titrar..................Mosart (c) Til austurheims vil eg halda .... Sœnskur þjóffsöngur \(á) Heyrið vella á heiðum hveri • •............Procius Söngflokkurinn. Duet—The Lord is a Man of War • •...............Handcl Messrs. Thórólfsson og Jónasson (a) Sóló—Þú bláfjalla geimur............Sænskt þjóSlag Mr. Jónas Stefánsson (Vocal Accomp.) (b) Vetrarnótt..........••...................IVetterling (c) Brosandi land................................Norblin (d) Skilnaðarsöngur..............••..........IVetterling Quartet—Heill þér fold.........................Wetterling Messrs. Stefánsson Anderson, Jónasson, Thórólfson Tenor Solo and Chorus—Andvarpið.................Neithardt Mr. Thomas H. Johnson (a.) God Natt.............................Marchner (b) Bass Solo and Chorus.—Sof i ro . .•....Mohring Mr. Th. Clemens Miss S. Fredrickson, Accomparist Mr. H. Thórólfsson, Conductor Byrjar kl. 8.30. Inngangsgjald 35c. Miss S. Fredericksson hélt “recital” með nemendum sinum á mánudagskveldið var. Um tutt- ugu nemendur hennar komu þar fram og reyndu sig. Þeim sem lengst voru ko.mnir hepnaðist vel, en öllum sæmilega. MJss Fredericksson hefir orð á sér fyrir að vera góður og áhuga- samur músikkennari. Kvikmynda sýningarnar á Wonderland eru vel sóttar, að sögn, enda er þar skift daglega um myndii'. Stjórnandi hússins hefir tjáð oss, að hann hafi kom- izt í samband við hin beztu mynda- sölu félög i þessari álfu, og verði þvi hús hans engu síðri en þau beztu í þessari borg. Séra H. Sigmar biður þess getið, að hann messi á þessum stöðum sd. 15. þ. m.: í Mozart kl. 12 á hádegi. í Elfros kl. 3 eftir hádegi, fensk guðsþjónustaj. I Leslie kl. 6 síðdegis. ('Alstað- ar miðað við C. P. R. timaj. Miðvikudaginn 4. Júni voru þau Wilhelm Anderson frá Saskatoon og B'jörg Hjálmarson frá Canda- har gefin saman í hjónaband af séra H. Sigmar. Hjónavígslan fór fram að heimili T. Steinsson- ar, Kandahar. Samdægurs lögðu nýgiftu hjónin af stað til Saska- toon, þar sem þau ætla að setjast a«. Hvcr sá, *em kynni aS vita eitthvað um Helga Nordmann (Þorgrímason frá Nesi), er vinsamlegast beðinn að gera mír aðvart. * Adam Þorgrímsson (frá Nesi) 640 Burnell St., Winnipeg Heim til Islands fór í fyrri viku herra J. T. Bergmann con- tractor. Hann bjóst við að dvelja heima á ættjörðinni þangað til um mánaðamótin Október og Nóvem- ber. Mr. Bergmann kom hingað úr íslandsför fyrir eitthvað 9 ár- um og var þá nær því efnalaus með öllu, en hafði aflað sér tölu- verðrar reynslu af veru sinni áður hér vestra. Hann hefir efnast svo vel á síðustu árum, að hann er nú talinn einn með ríkustu Is- lendingum hér í borg. “Minneota Mascot” getur þess aft nú hafi nýskeð tekist fullnað- ar samningur um skaðabótamál það er höfðað var gegn North- Western járnbrautarfélaginu út af dauðsfalli Bergvins heitins Vopn- f jords er lét lifið í Janúar mánuði i fyrra, fyrir eimlest áður nefnds félags. $3000 skaðabætur hefir félagið skuldbundið sig til að greiða dánarbúi hins látna, sem lét eftir sig 4 börn á ungtim aldri. Tregt bafði gengið að fá félagið til að greiða þessa fjárupphæð, og mun mest og bezt að þakka ötulli framgöngu þeirra Gíslasons lögmanna og séra B. B. Jónssonar, sem skipaður var forráðamaður dánarbús Bergvins heitins. Herra J. J. Bildfell lagði af stað í bifreið sinni suður til Da- kota í fjársöfnunar erindum fyrir heimatrúboð, og býst við að dvelja þar fram að kirkjuþingi og ferð- ast um íslenzku bygðirnar syðra. Margrét Gunnarsdóttir Odds- son, rúml. 18. ára, lézt að heimili fósturforeldra sinna, Sveins Sveinssonar og konu hans i Ár- borg, Man., þann 2. þessa mánað- ar. Brjósttæring varð henni að bana. Góð stúlka og vel látin. Winnipeg. ASHDOWN’5 BBP» KÓRFTR TIL SKEMÍTFEIlflA IIai\keys körfar, vatns oc ryk lieklar með fernu iagi:— No. 1, sniúar, verð........................$.7.00 Xo. 2, stórar, verð......................... 8.00 N'o. 2, Die Iju.x stierð, verð..............17.50 No. 2. Auto stserð, verð................... 20.00 Sömuleiðis kiirfur ineð (liskum ok öilu tilheyraruli af tveim sta-rðum, verð......................................$23.00 og $25.00 THERMOS-FLÖSKUR Einnar markar, verð..................$1.25—$2.25 Tveggja marka........................$2.50—$5.50 Einnar markar með flöskufyUara . . . . $1.00—$1.25 Tveggja marka, með fyilara...........$2.00—$2.25 Matar könnur...........................$2.75—$5.50 Matarkönnu fyUir........................ $2.25 ÍTmgjörð um flöskurnar................$1.00—$3.50 HEXGIRÍ'M Miklar birgðir hengirúma til að velja úr..$1.75—$8.00 Hengirúma dýnur, með tilheyrandi...............$18.50 Dýnur eingöngu................................. 11.50 RAFMAG3VS BLÖKUR — HALIIIf) SVALANUM Kaupið eina af rafmagns blökum vorum, er standa á. borði, verð................. .................$16.50 Skoðið vörudeiid vora með Sport og rafmagnsvörum. SkoðiíS inn í glugg- ana hjá............. ASHDOWN’S 12. J!Tní’T9i3. I Oddný Hannesdóttir, 85 ára gömul, andaðist í Árborg hér í fylkinu, þ. 26. Maí s. 1., ekkja eftir Sigurð Jónsson, sem lengi bjó rausnar búi á Stóru Vatnsleysu í Gullbringusýslu. Oddný fluttist vestur um haf 1876 “í stóra hópn- um”, sem oft er svo nefndur. Fór þá sfrax til Nýja Islands og var þar ávalt síðan. Börn Sigurðar og Oddnýjar voru 9 alls, þau er upp kornust, fjórar stúlkur og fimm piltar. Dæturnar eru allar hér vestra: -Mrs. Vilborg Christie í Árdalsbygð, Mrs. Guðlaug Curry, Winnipeg, Mrs. Oddný Sylvane, Dalhanse, Ont. og Mrs. Sigríður Carscadden, vestur við Kyrrahaf. Aðeins einn af sonum þeirra hjóna er nú á lífi, Sigur- mundur kaupmaður í Árborg. Hinir voru Jón, Hannes, Kristján og Sigurfinnur. Jón druknaði í Winnipeg-vatni skömmu eftir að hann kom vestur. Hann var elst- ur bræðranna. Þar næstir voru þeir Hannes og Kristján, báðir dánir hér vestra fyrir æði löngu sí’ðan. Næstur var Sigurfinnur. Hann kom aldrei vestur. Var lengi formaður og orðlagður sjó- sóknari á Vatnsleysuströnd. Fór sem margir aðrir dugnaðarmenn þar heima, í sjóinn á endanum. Yngstur bræðranna er Sigurmund- ur kaupmaður, sá er áður er nefndur. — Oddný sál. var mynd- arkona mikil, dugleg og kjarkmik- il með afbrigðum. Var við góða heilsu þar til undir það siðasta að henni fór smáhnignandi. Jarðar- för hennar fór fram í Árborg þ. 29. f. m. Samkvæmt konungsbréfi út- gefnu 1. Apríl þ. á. kemur alþingi íslendinga saman í Reykjavík þriðjudaginn 1. Júlí næstkomandi. Á sunnudaginn var lézt á al- menna spítalanum konan Margrét J. Eyford, 48 ára gömul, eftir langvarandi sjúkleik. Maður hennar Kristján Eyford lézt í fvrra. Barn eitt lifir Cornell Ey- ford. Mrs. Eyford var vinsæl kona og vel kynt. Jlarðarför henn- ar fór fram frá Fyrstu lút. kirkju á mánudaginn var. Dr. Jón Bjarnason jarðsöng. Vestan af Kyrrahafsströnd krm fvrir helgina Mrs. Ingi- björg Thorarensen. Haf'ði hún d’ alið vestra nálega hálft ár, lengst í Vancouver. Hún átti áð- ur heima í Selkirk, en mun nú a'Ia að setjast að hér í borg. Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI; Horni Toronto og Notre Dame Phone : lltirnilís Garry 2988 Garry 899 ETID BRAUÐ! Canadamenn yfirleitt leggja svo hart á sig, að þeir þurfa undirstöðu fæðu, til að gefa voðvunum styrk. Hveitimjöl inniheldur meir af þesskonar efnum heldur en nokkur önnur fæða. CANADA BRAUÐ er búið til úr betra mjöli heldur en vanalegt brauð. Ef þú vilt REGLULEGA GOTT BRAUÐ mÍöK lystugt og bragðgott, al- gerlega hreint og óblandað þá biðjið um CANADA BRAUÐ 5 cts. hvert Fón Sherbr. 2018 Land til sölu eða leigu. ióö ekrur, n mílur frá Oak Point station; gott heyskapar og akur- yrkju land, girt, með 5 ekru akri umgirtum og góðu ibúðar húsi, góðu fjósi fyrir 20 gripi, hænsna- hús fyrir 60—70 hænsm, og góð- um brunni og brunnhúsi og geymsluhúsi, il/i mílu frá skóla. Góðir íslenzkir nágrannar alt í kring. Pósthús á staðnum. Eíka geta verið til sölu 10 kýr og nokkr- ir geldgripir; hesta “team”, sláttu og rakstrar. vélar og fleiri áhöld. Ef nokkur vildi sinna þessari auglýsingu, verður hann að vera búinn að semja við mig fýrir 1. Ágúst 1913. Jón Jónsson. Hove P. O. Man. Unglingspiltur féll í Rauðá hér skamt norðan við borgina í fyrra dag og varð það til lifs að með honum var sleðahundur hans, skozkur að kyni; hundurinn henfi sér í ána á eftir piltinum, þá hrakti niður streng, en þó fór svo um síðir að hundurinn fékk dreg- ið húsbónda sinn til lands. Pilt- urinn var þá svo þrekaður og mátt- farinn að hann komst ekki upp frá ánni, en köll hans heyrðust, svo að nágrannar komu og hjálp- uðu honum heim. Hefur piltur- j inn og foreldrar hans enn meiri mætur á hundinum eftir en áður, eins og ekki er mót von. Fólk héðan úr bænum s er að siná-fara norður til Gimli til sum- ardvalar. Mrs. H. G. Hinriksson er fyrir skemstu farin og Mrs. B. Pétursson ('kaupmanns) fer á föstudaginn kemur. Herra Jónas Hall frá N. Dak. er staddur hér þessa aagana. Hvaða skollans læti. Shaws 479 Notre Dame Av. Stærzta, elzta og bezt kynta verzlun með brúkaða muni í Vestur-Canada. Alskonar fatnaður keyptur og seldur Sanngjarnt verð. Phone Garry 2 6 6 6 íi ! f +• 1 * l * + i 11 >+1 + - t + ♦ * •+ ! «+ ! * í * I * I 4- + , I X+++++++++++++++++l-|"H»H.+)j | Nei, rei, es? hef ekki núna hangi- ket fyrir tíma, en strax og eg iæ það «kal eg gala það svo hátt, að allir landar heyri. En eg hef á boðstól- um saltað, reykt og nýtt svínaflesk. Nýtt og saltað nautaket og nýtt rauðaket. Svo hef eg allskonar könnumat, já, og tólg og svínafeiti. Auðvitað bara þessa viku nýorpin hænuegg 12 fyrir 25c. Flestalt er það óheyrilega ódýrt hjá ketsalanum ykkar S. 0. G. Helgason Phone: Sherbrooke 85 0 530 Sargent Ave., Winnipeg HREIN SÁPA Skrífstofu Tals. Hcimílis Tals. Maln 7723 Sherb.1704. MíssDosiaC.Haldorson SCIENTIFIC MASSAGE Swedi.h 'ick Gymnasium and Manipula- tions. Diploma Dr. Clod-Hansens lnstitute Copenhagen, Denmark. Face Massage and Electric Treatments a Specialty Suite 26 8teel Block, 360 Portage Av. er nauSsynleg til aS halda fögrum lit- arhætti. I>6 aS sápa sé hrein, þarf hún ekki aS vera dýr. Vér höfum aS bjöSa hina allra beztu sápu fyrir 5c til 35c stykkiS. Vér mælum sérstaklega fram meS vorri hreinu Glycerine sápu, sem hinni allra beztu. VerS 15c, stykkiS, tvö fyrir 25c. FRANK WHALEY IJrescription 'íjruggtst 724 Sargent Ave., Winnipeg V I/Vf’ alskonar teKundir höf- IVJ\J 1 y um við til sölu með ——— sanngjörnu verði. Þér gerðuð vel í því að koma hingað landar góðir og mun yður vel líka.. ANDERS0N & G00DMAN, eigendur G. 405. 836^ Burnell St. Phone Sherbr. 258 og 1130 ísríómi f molum xe6a { 151 JUIIIl heilu jagj ÁVEXTIR, SÆTINDI, VINDLAR, TÓBAK Og SVALADRYKKIR. Leon Foures, 874 Sherbrook St. TIL SOLU: tractara eða til afhendingar u af því hann er of lítill fyrir þ< Frekari upplýsingar fást Motor flutnings vagn í góðu ástandi. Getur borið 1 500 pund. Mjög hentugur fyrir Con- bæinn. Verðurað seljast i, sem nú á hann. 761 WILLIAM Ave. Tals. G. 735 Winnipeg Nýjar tegundir sumar hatta, prýðilegir og ódýrir. Xú cr tíml til kominti að velja sumar liatta tll að nota vlð f>au ta'kilífii, sem útivistin skapar. Pær tegundir, sem vér nú höfum að bjóða, eru með öllu ólíkar í laginu þeim sem þér eruð vanir við á fyrirfarandi árum. Til dæmis að taka eru liinir nýju hattar með lace í felllngum á skygninu, mjög svo þokkalegir; þeir fara vel á höfði og eru mjög fall- egir tll að^sjá. — Aðrir hafa flosprýði, mjög svo einkenniiega og þokka- mikla. Sá allra nýjasti og mest móðins af ölluni er Fanama liattnrinn, með slútaiuil börðum og margvíslegri prýði. Annar fallegur og ein- kennilegur nýmóðins hattur er Rattinas. Verðið er mjög sanngjamt, að eins................................$1.50 til $3.50 Beztu kaup á karlmanna fötum á $15, $20 og $25 Hver maðiir, sein verzlar í Hinlson's Ilay er sjáifsagður nð fá 100 centa virði fyrir dalinn sinn,—það er lians að fá það, okkar að gefa það. petta kemur hvergi betur frain heidnr en í þessum karlmanna- fiitiim á $15.00, $20.00 og $25.00. pau eru svo óviðjafnanlega góð, l>a-ði efni, saumur og frágangur. að liver maður, sem vill og getur geng- ið alminlega til fara, ætti að fá sér eln. Frábærir skraddarar hafa fjallað uni þau. Sniðin eru fyrirtak og frágangur allur stórlega vandaður. Gott skraddara verk sýnir sig fljótt á fatnaði; þessi sýna það bæði utan og innan. Á $15.00 Vel saumuð karlinannaföt úr bláu serge — tvístiinguð í hverjum saiim, elnhnept, með vel felduni kraga og útslögnm.. .Buxurnar ágæt- lega sniðnar. með beltis lykkjum. Allar stserðir. Endingargóð og fall- eg föt fjTir business-menn. Á $20.00 Vel saumiið Worsted fiit — fyrir gildlega menn, með tveim og þrem hnöppum, elnhnept, meðallöngum uppslögum, mjúkum og laglegum, vel feldum kraga og öxlum, sem mótaðar eru í hiindunum. Vestið hútt upp með liliðar lykkjum og úrvasa fóðruðum með chamois. Buxurnar meðallagl víðar, með beltislykkjum. Stærðir 38 til 45. Á $25.00 Falleg sumarföt — Xorfolk snið, íir fögru, þunnu tweed og grá- röndóttu sumarfata efni, ok að framan og aftan með, með laglegri fell- ingu á búðum hliðum. Buxur hafa beltis lykkjur. Allar stærðir. Kaupið Arrow flibba hér. Allar stœrðir Kaup og notið R0YAL CR0WN S0AP SsS Vér sýnum hér með “premlu”-grip, þýzka vekjaraklukku, ur. 30, sem er áð eins sýn- ishorn af okkar klukkum. Vér höfum aílar tegundir af þeim, hentugar í hvert herbergi og hvert heimili sem vera skal. þessi klukka er með beztu nickel umgerS, mess* ingarverki og gengur frábærlega rétt. Góð vekjarakiukka ókeypis fyrir 200 sápu um- búðir, eða 26 umbúSir og 75c. i pening- um. Móttakandi borgar flutningsgjald. Vér bjóðum öllum að heimsækja oss og sjá þær premiur, sem vér höfum að 251 Notre Dame Avenue. Ef þér getið ekki komið, þá skuluð þér senda eftir ókeypis premiuskrá. The ROYAL CROWN SOAPS, Ltd. Premium Department, H WINNIPEG, MAN'. w Mismunur á mjöli Gæði mjölstns sem notað er, ráða því, hvernig bökunin tekst á bökun- ardegi. OQILVIE’S Royal Household MJEL inniheldur meiri næringu en nokk- urt annað mjöl í heimínum. Ðökun- tekst vel, ef þér notið það. 0GILVIE FL0UR MILLS Co. _ Limited WINIMIPEQ, VANCOUVER

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.