Lögberg - 12.06.1913, Side 6

Lögberg - 12.06.1913, Side 6
0 LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 12. Jíúni 1913. MILJONIR BREWSTERS. e f t i r GEORGE BARR McCUTCHEON. “Mér finst eg vera eins og skólapiltur sem sett- ur hefir verið í skammarkrókinn, en rekist þar á sætindi til aö gæöa sér á”, sagði Subway. “Mér finst eins og eg væri orðinn eigandi aö Central Park.” “Hesthúsin voru góö og full af mörgum hestum. og dagarnir liðu mjög ánægjulega. Þá var það eitt kveld í bezta veðri, er tólf förunautar Montys höfðu riðið brott að skemta sér, að hann afréð að kalla Margrétu Gray til reikningsskapar. Hann þóttist alveg viss un*, að hún hefði forðast hann af ásettu ráði svo vikum skifti, og hann vissi enga ástæðu til þess. Hann hafði oft legið vakandi í rúmi sínu löng- um stundum og hugsað um hvað þessu atferli Mar- grétar mundi valda, en aldrei getað komizt að neinni niðurstöðu. Líklegast fanst honum þó að henni hefði kunnað að þykja við sig útaf því sem fyrir hafði komið í Monte Carlo, en þó þóttist hann muna eftir því að jafnvel þar áður, hefði hún reynt að draga sig brott frá honum, og farið að tala við einhvern annan, er hann vildi gefa sig á tal við hana. Nokkr- um sinnum hafði hann berlega séð að hún flýði á náðir Mrs. Dan eða Maríu Valentine eða Pettingills, þegar hann hefði gert sig líklegan til að taka hana tali. Monty varð illa við þegar hann fór að hugsa um siðastgreinda nafnið. Ef það skyldi nú vera Pettingill sem stæði á milli þeirra? Þetta olli honum áhyggju, en aðra stundina fanst honum eins og slíkt gæti ekki átt sér stað. Þegar þau stigu á hestbak og riðu burt fanst honum hann fá í sig nýjan þrótt og hug. Þá var gert ráð fyrir að þau settust að snæð- ingi undir beru lofti um miðjan daginn, í skugga rústa nokkurra, sem stóðu eftir af gömlu klaustri. Höfðu þjónar verið sendir á undan til að hafa til- búna máltíðina. Tókst það yel, og fyrir tilstilli Mrs. Dan var fólkið hið kátasta meðan á snæðingi stóð. Á heimleiðinni var Monty síðastur þegar lagt var af stað, og hleypti fram hesti sínum til að ná í Mar- grétu. Það var samt ekki svo að sjá, að hún kærði sig um að verða ein með honum. “Heyrðu Magga”, sagði hann, “það eru allar lík- ur til þess, að eitthvað sé öðru vísi en það ætti að vera okkar í milli.” “Við hvað áttu Monty?” spurði hún um leið og hann þagnaði. “f hvert skifti sem eg ætla a'ð taka þig tali, flýr þú mig, og ef eg kem í hóp manna þar sem þú ert, þá þýturðu i burtu.” “Þvættingur, Monty! Hversvegna aétti eg að vera að flýja þig. Við höfum þekst of lengi til þess.” En hann þóttist sjá á svip hennar að hún talaði ekki af einlægni, og honum missýndist ekki. “PettingiII getur talað við þig hvar sem er, án þess að þú gerir þig liklega til að hlaupa burtu,” sagði hann alvarlega, “en þú ættir að minsta kosti að sýna mér kurteisi.” “En hvað þú ert ósanngjarn, Monty Brewster,” sagði hún i hita. “Þú þarft ekki að imynda þér að miljónin þín veiti þér heimild til að gefa gestunum þínum, hvaða fyrirskipanir sem þér sýnist og ætlast til að allir hlýði þeim.” “Það er ekki rétt af þér að tála svona,” skaut hann inn í.” “Ef ummæli mín ekki falla þin.ni hátign í geð þá er eg reiðubúin til að gera þér ekki meiri átroðn- ing. Eg skal þá verða Prestons-fólkinu samferða. Það er í París,” bætti hún við. Alt í einu mintist Brewster þess, að Pettingill hafði getið um Prestons-fólkið, og látið i Ijós þá ósk sína, að hann mætti verða því samferða. “Já, eg býst við að þú viljir ekki sleppa af Pettingill,” sagði hann hæðilega. “Þar ættuð þið náttúrlega hægra með að vera meira saman.” “Og um leið ætti Mrs. Dan hægra aðstöðu hér,” hreytti hún út úr sér um leið og hann drógst aftur úr og lenti í hóp þess fólksins, sem seinna fór. Pettingill hraðaði sér þá strax að komast að hlið Margré>tar. Hann mæltist til þess að þau reyndu hesta sína, og innan stundar höfðu þau hleypt af stað langt á undan hinu fólkinu í tunglskininu. Brew- ster ætlaði ekki að láta þau sleppa þannig, og rak hælana í siðurnar á hesti sínum, og hleypti honum á harða stökk. En hann var ekki kominn nema nokkrar teigslengdir þegar hann sá einhverja dökka þústu á veginum, sem hestur hans hræddist og hljóp út undan sér er hann varð var við. Jafnskjótt tók Brewster eftir því, að hestur Margrétar þaut áfram mannlaus. Monty fleygði sér af baki dauðhræddur og var innan stundar kominn til Margrétar þar sem hún lá rétt við veginn. Hún hafði ekki slasast, en hruflað sig lítilsháttar en var skelkuð af fallinu. Gjörðin hafði slitnað og söðlinum scarað. Fólkið beið þögult og vandræðalega, þangað til vagn kom til að aka Margrétu heim. Þjónustustúlka Mrs. Dan var þar, og Margrét vildi enga aðra hafa með sér í vagninum, en hana. En Monty hjálpaði henni upp í vagninn og hvislaði: “Magga, eg vona að þú hætt- ir við að fara frá okkur.” XII. KAPíTULT. Prinzinn og bœndumir. Að lifa i stöðugum friði og aðgerðarleysi í álf- heiminum var Monty Brewster ómögulegt, og hann lét því ekki lengi dragast að gera ráðstafanir við Bertier til að ferðast um Italíu. Hann varð nú að fara að gera gangskör að því að panta bifreiðina, sem hann hafði lofað markís-frúnni, og við það komu honum ýmsar nýjar ráðagerðir í hug. Meðal annars fanst honum að ekki mætti minna vera, en’ að föru- neyti hans tæki sér ferð á hendur í vögnum til að skoða landið i góðu tómi. En með því að þeir ferða-’ vagnar er slíku fólki hæfði voru torfengnir, og ilt að byggja á að hestar yrðu við hendina; fanst Brew- ster sjálfsagt að hann pantaði sér bifreiðar handa föruneyti sínu frá París. Hann hugsaði málið, og sá, að hann varð að kaupa allar bifreiðarnar sem hann þurfti, því að ekki gat komið til mála að leigja þær. Þessvegna lét hann Bertier sima pöntun til bifreiða heildsala í París, og þótti sumum súrt í brotið, sem ekki gátu lagt til nógu margar bifreiðar samstundis, og urðu þessvegna af kaupunum, því að Brewster viídi enga bið heyra nefnda. Samið var um það, Að félagið sem seldi bifreiðarnar tæki aftur við þeim með stórfengilegum afslætti að sex vikum liðnum. Bifreiðarnar voru sendar svo fljótt sem mögulegt var, fimm til Milanó og ein til markís-frúarinnar í Florenz. Monty tók það nærri sér að fara úr kastalanum, því það var þvi líkast sem eitthvert töfra-afl héldi honum þar föstum. En hann varð samt að fara samkvæmt ráðstöfunum sem þegar höfðu verið gerð- ar, því að bifreiðanna var von til Milanó á mánudegi. Hann furðaði sig nærri því á því, hvað gestir hans voru hlýðnir við hann að fara, en þeir vissu ekki um, hvaða fjáreyðslu hann hafði í bruggi. Hann lét þá fara með eimlest til Milanó og til skrautlegs gisti- húss, er Cavour hótel hét. Þegar þangað var komið fann Brewster skjótt að fregnin um fjáreyðslu hans, var Jiangað komin á undan honum, og gistihússeig- andinn var ekkert nema kurteisin og auðmýktin. Hann þóttist taka sér það ákaflega nærri að monsjör Brewster skyldi ekki hafa komið í tæka tíð til að heyra nafnkunnan söngmanna skara, er þar hafði sungið nýskeð. Það hátiðahald var þá fyrir skemstu um garð gengið. Þar hafði gott fjáreyðslufæri geng- ið Brewster úr greipum, og skaut Bertier við ein- hverri háðglósu út af því. Hún hafði sinar verkanir. Brewster fór að spyrja um söngflokkinn og fékk að vita, að hann væri enn í Milanó; gat Bertier þess þá, að það mundi verða miklum erfiðleikum bundið að fá söngflokkinn til að syngja aftur, en ókleyft ætti það ekki að þurfa að vera; fór svo að Brewster fól honum að leita þess við söngflokkinn, að syngja að nýju, og útvega söngskarann og sönghöllina að eins handa föruneyti Brewsters. Monty tók því fegin- samlega og gaf Bertier umboð sitt til þess. “Haldið þér samt ekki að tómlegt verði í söng- höllinni, ef engir fleiri verða þar, en föruneyti yðar?” spurði Bertier háðslega. “Fyllið hana þá með blómum og, veggtjöldum,” svaraði Brewster. “Eg fel yður að sjá um þetta, og vona, að þér leysið það sómasamlega af hendi. Látið yður nú takast vel.” Það hlakkaði í Bertier við tilhugsunina við slíkt fjáreyðslu-færi. Hann þóttist vita, að hér gæti hann aflað sér mikillar frægðar — orðið stórfrægur um alla ítaliu, ef sér tækist vel. Hér reið á að sýna bæði smekk og hugvit. En þegar að því kom að skreyta sönghöllina, þá leitaði hann náttúrlega aðstoð- ar Pettingills; eftir að þeir höfðu ráðgast um hríð, kom þeim saman um að skreytingunni skyldi þann veg háttað, að tjaldað væri af svo mikið svæði, sem þurfa þótti af sönghöllinni, eða hrúgað inn blómum svo að húsrúmið varð að lokum að eins hæfilegt föruneyti Brewsters. Var plássið ekki of mikið þeg- ar allar þessar ráðagerðir voru komnar í kring. Þetta hafði alt gengið með svo miklum hraða, að kveldið eftir að Brewster kom til Milanó gat hann boðið þeim að hlýða á söngskarann í Scala-sönghöll- inni. Vakti þetta hina rnestu eftirtekt í borginni, kom henni í algert uppnám, svo að slíks höfðu engin dæmi verið um fjölda mörg ár. Mrs. Valentine, sem ók til sönghallarinnar í sama vagni eins og Monty, furðaði stórum á þeirri athygli er borgarbúar sýndu þeim. “Fólkið skipar okkur á bekk með hertogum og prinzessum,” sagði Monty. “Það er eins og það hafi aldrei séð hvita menn fyrri.” “Það hefir kannske búist við, að við mundum ríða á vísundum,” sagði Mrs. Dan, “eða að hertekn- ir Indíánar drægju vagnana undir okkur á sjálfum sér.” “Nei”, skaut Subway Smith inn i, “eg sé ekki betur, en að fólkið hafi orðið fyrir vonbrigðum. Það hefir búist við að sjá kórónur og veldissprota og gullinu rigna. Mér finst að þú alls ekki gera skyldu þína Monty. Eg gæti gefið þér leiðbeiningar um það, hvernig þú ættir að leika einvaldsherra. Þú ættir að sitja á snjóhvítum gæðingi, í flaksandi silkiklæð- um og kinka kolli náðarsamlega til beggja hliða, og eg lítilmótlegur að sá silfri í slóð þina. “Mér þykir mikið, ef fólkið í föruneyti Brew- sters fær ekki að fá nóg af þessu hirðmannalífi bráð- um. Skyldi ekki suma sem búið hafa í dýrðlegum höllum fara að langa til að komast aftur í lágbýsi, sem við þeirra hæfi eru?” “Jú, náttúrlega”, svaraði Subway hlæjandi. “Nú höfum við lifað í vellystingum praktuglega í meir en tvo mánuði. Og ef þú ferð ekki að lina á okkur Monty, þá hljótum við að lenda á meltingarveikra hæli áður langt um líður.” Þessu næst lét Mrs. Dan í ljós þá ætlun sína að bjóða gestunum öllum til veizlu kveldið eftir. Monty snérist andvígur gegn því, og vildi ekki r.nnað heyra, en að þau færu burt frá Milanó samstundis; hann þóttist mega ráða því, að sá sinn slaginn í því. En Mrs. Dan vildi engan veginn láta af sinni fyrirætlun. “Þér getið alls ekki haft alla hluti eftir yðar höfði, vinur minn,” sagði hún. “Ef þér haldið svona áfram þá verðið þér creigi í næsta mánuði. Eg ætla að reyna að koma í veg fyrir það. Það er blátt áfram skylda mín. Jafnvel þó að eg verði að' beita hörkubrögðum, ætla eg ekki að láta það farast fyrir að þér borðið hjá mér annað kveld.” Monty sá að eigi var an.iars kostur, en að slaka til, og það gerði hann m gUinarlaust, úr því ekki varð hjá því komist að taka boðirtu. Rétt á eftir komu þau að sönghöllinni og var fylgt inn með þeirri auðmýkt og undirgefni, sem að eins er sýnd ríkum mönnum. Brewster var hrifinn af viðhöfninni sem þar var á öllu, eigi síður en gestir lians. Skrautið var líkast þvi sem sagt er frá í þúsund og einni nótt. Hrifning var svo mikil að stund leið áður en fólkið settist niður til að hlusta á söngmannaskarann, sem nú lét til sín heyra með því f jöri og eldmóði sem ein- kennir ítali. Milli síðustu þáttanna gengu þau'saman um einn ganginn Brewster og Margrét. Þau höfðu varla tal- að orð saman, eftir slysið, þegar hún datt af baki, en Monty hafði tekið eftir því, að hún hafði fremur forðast Pettingill eftir það, og var honum það meir en lítið fagnáðarefni. “Eg var að halda að við hefðum alveg flutt okk- ur burt úr álfheimum þegar við fórUm frá vötnun- um, en það er engu líkara en að þú flytjir álfheim- ana með þér,” sagði hún.' “Það eina, sem að er,” svaraði Monty, “er það að ofmargt fólk er hér á ferð. Álfheimarnir mínir eru ofurlítið öðruvisi.” “Álfheimarnir þinir Alontv, eiga víst að vera úr gulli og! silfraðar göturnar um þá. Eg býst við áð þér þætti mest gaman að sitja þar á alabasturs-skrif- stofu og búa til verðmiða.” “Þú mátt ekki ímynda þér, að eg sé svona skríls- legur, Margrét. Þetta er dýrslegt kapphlaup, semnú stendur yfi’r, en eg get ekki stöðvað það nú sem stendur. í>ér getur ekki skilist hvernig í því liggur.” “Þú reisir þér hurðarás um öxl,” svaraði hún; “en þú ert of göfuglyndur til þess að hægt sé að orða þig við neitt sem skrílslegt er. En mér er hug- raun að þessu, Monty, óskapleg hugraun. Eg er áð hugsa um framtíðarhorfur þínar — sem alt af eru að verða óglæsilegri og iskyggilegri. Þetta getur ekki staðið lengi. Og hvað tekur þá við? Þú ert að sól- lunda eigum þínum, og færð ekkert í staðinn, sem geti orðið þér til lifsframfærslu.” “En, Margrét, þú verður að reyna a'ó treysta mér,” svaraði hann alvarlega. “Eg get ekki lrætt við þetta, en eg skal segja þér eitt fyrir víst og það er þetta: Þú skalt ekki verða óánægð með mig um það er lýkur.” Það var eins og móðu drægi fyrir augu hennar er hún leit á hann. “Eg treysti þér, Monty,” svar- aði hún blátt áfram. “Eg skal ekki gleyma þér.” Nú 'var tjaldið dregið upp í næsta þætti og það var eitthvað það í söngleiknum, sem virtist draga þau tvö, sem nefnd voru, hvort að öðru. Þegar þau fóru burt úr leikhúsinu, þá sagði Margrét með rauna- svip: “Dæmalaust hefir þessi stund verið skemtileg, en eyðslan hefir verið svo gífurleg að varla munu dæmi annars eins. Það verður nokkuð hjáleitt að virða fyrir sér aumingja fátæku bændurna hérna úti fyrir, sem aldrei hafa heyrt fallegan söng.” “Jæja, þeir skulu þá fá að heyra hann núna”. Monty greip tækifærið, en hann átti bágt með að dylja það sem mest hvatti hann til þessarar athafnar. og honurn fanst hann aumkunarverður hræsnari. “Við látum annan söngleik fara frarn á morgun og fyllum sönghöllina með bændum.” Og hann stóð við orð sín. Bertier var falið hlutverk, sem honum féll ekki sem bezt i geð. En, meö aðstoð yfirvalda bæjarins, tókst honum að koma því i framkvæmd. Þeim fanst þvilíkt ráðlag ganga brjálsemi næst, en þó var einhverskonar konungbor- inn blær yfir þessu ráðlagi, svo að þeir tóku ekki eins: hart á því fyrir þá sök. Forstjóra leikhússins var ekki eins auðvelt að fá til að samþykkja þessa fyrir- ætlun, — hann var hræddur um, að bændurnir mundu alveg eyðileggja fínu sætin í leikhúsinu. En Brew- ster varð þess vísari að gull er örugt læknislyf alls kyns meina í ítalíu, og hann var óbágur á að gefa lyfseðla. Honum fanst dagurinn vera fljótur að líða, því Margrét lét sér mjög umhugað um þessa fyrirætl- un, að skemta bændunum og þau Brewster þurftu mikið að ráðgast um hana. Var Monty næsta ljúft að tala um það. En svo kom veizluhald De Mille i bága við ráða- gerð þeirra, því að veizlan átti að standa sama kveld- ið. En Monty fullvissaði Margrétu um það, að söng- leikurinn skylcli hefjast strax að veizlunni lokinni. Mrs. Dan hafði verið önnum kafin um daginn að undirbúa veizluna, en hafði alls ekkert látið í ljós um tilhögun á henni. Hófst veizlan kl. 8 síðdegis í Cova, sem var skamt frá söngleikahöllinni Scala; var þar sezt að snæðingi undir beru lofti úti í garði, en leikið á hljóðfæri meðan á borðhaldi stóð. Marga furðaði á hvað látlaus þessi veizla Mrs. Dan var. Voru réttir alvanalegir frambornir og ólíkir því sem menn áttu að venjast í stórveizlum, en gestirnir voru þó hæstánægðir einmitt vegna þess, hVað veizla þessi var frábrugðin því sem þeir höfðu átt að venjast hjá Brewster undanfarið. Að veizlunni lokinni fóru ]>ær Margrét og Mrs. Valentine með Brewster og Pettingill yfir til Scala- sönghallarinnar til að heyra tvo síðustu þættina i söngleiknum. En nú voru áheyrendurnir aðrir en fyr, og lófaklappið nokkru öðruvísi en áður. Daginn eftir lögðu fimm dýrindis bifreiðir með frönskum ökumönnum af stað til Feneyja. Þær fóru um Brescia, Verona og Vixenza, og sáðu silfri í slóð sina, en allur almenningur stóð agndofa og horfði hugfanginn á dýrðarljómann, sem af þeim stóð. Brewster ]>ótti fullhart farið, og þegar til Feneyja kom, kendi hann eftirsjár útaf því að hafa ekki haft tíma til að sko'ða betur hið dýrðlega land, sem um var farið. “En þetta er regluleg kaupsýslu-ferð”, hugsaði hann með sér, “og maður getur ekki við því búist að hafa m.i-I.L skemtun af henni. Einhverntíma skal eg koma hér aftur og njóta betur náttúrudýrðarinnar hér. Eg hefði verið fús á að vera svo klukkustund- un skifti úti í gondólum, ef þetta bansetta ferðalag hefði ekki þann kost, að á því má eyða miklu meiri peningum.” Áður varði var hann alt í einu vakinn af dag- draumum sínum og kvaddur til að hugsa um skyldu- verkin með símskeyti, sem greiða þurfti fyrir $324,00 áður en það yrði lesið. Flað flutti orð fyrir orð dæmisöguna um talenturnar tíu og neðan við var að eins eitt orð — orðið “Joncs”. Æfiágrip- Hinn 3. Apríl siðastl. barst sú fregn út um ná- grennið, aö hinn góðkunni ekkjumaður Jl. G. Westdal hefði hnigið til jarðar örendur á heimili tengdasonar hans, J. G. ísfeld. Hann hafði verið bilaður að heilsu í nokkur undanfarin ár, og haft meðferðis þann sjúkdóm er að siðustu dró hann til dauða. Jón Guðmundsson Westdal er fæddur á Vakur- stöðum í Vopnafirði á íslandi, í Desember átið 1840. Foreldrar hans voru þau Guðmundur Stefánsson og Guðrún Jónsdóttir. í foreldra húsum dvaldi Jón þar til hann 11 ára fór að Fremrihlíð í sömu sveit, til Jóns Jónssonar móðurbróður hans og Járngerðar Jónsdóttur, er bjuggu'þar góðu búi. Ólst hann þar upp, unz hann fulltíða maður, gekk í hjónaband með Sigríði Benediktsdóttur Bjömssonar og Guðnýjar Kristjánsdóttur, er lengi bjuggu á Víkingavatni í Kelduhverfi. Benedikt var orðlagður gafumaður, dáinn fyrir mörgum árum í Argyle bygð, Man. En Guðný er á lífi, nú háöldruð; dvelur hjá dóttur- dóttur sinni Mrs. J. G. Isfeld. Frá Fremrihlíð fluttu nú hin ungu hjón að Ytrihlíð, byrjuðu búskap, og eftir tveggja ára dvöl þar. fluttust þau að Fossi; frá Fossi að Felli, til Jóns Rafnssonar, 'tengdabróður hans, dvöldu þar í þrjú ár, og viðar í sveitinni áttu þau heima; og síðustu bú- skaparárin heima dvöldu þau á Ásbrandsstöðum. Arið 1880 yfirgaf Jón sál. ísland og hélt áleiðis vestur um haf; kom til Minneota Minn. í Júni um sumarið, fátækur og félaus með skuld á baki, því talsvert af farareyri hafði hann orðið að lána; getur maður því skilið að framtíðarhorfurnar hafa ekki verið sem glæsilegastar, ef ekki hefði hann hér átt vinum að mæta. Bræður hans tveir, er hér voru bú- settir, tóku á móti honum og fjölskyldunni með opn- um örmum og veittu alla þá aðhjúkrun, sem frum- býlings efni þeirra leyfðu. Hjá bræðrum hans dvaldi fjölskyldan um sumarið, en sjálfur fór Jón til Marshall Lyon Co., og vann þar á jámbraut. Um “Empire” tegundir Það hefir alla tíð verið á- stundan vor að láta „Em- pire“ tegundirnar af WALL PLASTER, WOOD FlðRE, CEMENT WALL og FINISH vera b é z t a r allra og a f b r a g ð allra annarra. Og ágæti þeirra er sann- að og sýnt án alls vafa. Skrifið eftir áaétlana bœklingi, Manitoba Gypsum Co., Ltd. Winnipeg, Mdn. haustið tók hann fjölskylduna til sín, leigði sér húsa- kynni um veturinn, hélt uppi sama starfi og með stakri fyrirhyggju og sparsemi, hafði honum þá græðst svo fé, að um vorið kom hann sér upp skýli yfir sig og sína, og eigi var þess lengi að bíða, að Jón hefði endurborgað áður greinda skuld. — ,Frá Marshall flutti Jón sál. vestur í Lincoln Co., settist þar að á heimilisréttar landi, bygði þar hús og nauðsynlegustu úthýsi. Ekki bjó hann þar þó lengi; seldi eftir tvö ár og keypti annað land í grend vi'ð Minneota, þar heimsótti hann fárið 1886J sú mikla og þungbæra sorg, að missa konuna og tvö börn. Stóð hann þá uppi einmana með þrjú börnin móðurlaus. UnSi hann þá ekki hag sínum þar lengur, seldi jörð- ina og keypti heimili í bænum og að fám árum liðn- um lét hann það fyrir jörð þá og heimili, sem hann dvaldi svo oft á, og lifði sínar síðustu stundir. Jón ^sál. var mesti trúmaður og kirkjurækinn; góður stuðningsmaður kirkjulegra fyrirtækja og góð- ur og ástríkur faðir börnum sínum. Vildi alt fyrir þau gera er verða mætti þeim til frama og uppbygg- ingar. Tryggur var hann vinum sínum, enda átti hann fjölda vina og kunningja, og sá sem þessar lín- ur skrifar mun ávalt geyma þakklætis endurminningu í hjarta sér fyrir alla hans góðu viðkynningu og vin- áttu frá fortíð óg alt til hans hinstu stundar; og þeg- ar eg er nú að hugsa um þennan góðvin minn, þá getur mér ekki dulist að heimfærast megi upp á hann hinn forni málsháttur: “Það sem ungur nemur gam- all temur”. Honum var í æsku innrætt auðmýkt og lotning fyrir guði og guðs orði, trygglyndi og kær- leiki til mannanna og þessari kenningu fylgdi hann- til æfiloka. I mörg undanfarin ár dvaldi Jón sál. í hinni svo nefndu Vesturheims bygð eða þar í grendinni, jafn- an til heimilis hjá dætrum sínum, Margréti konu J. G. Isfeld og Matthildi er gift var Stefáni S. Hofteig, þar til síðastliðinn vetur að Matthiklur andaðist; hvarf hann þá til eftirlifandi dóttur sinnar, á heim- ilið er á var drepið í byrjun þessarar greinar. Jón sál. var kátur í lund, spaugsamur og orð- hepjiinn, greindur vel og bókfróður, enda las hann mikið, töluvert hafði hann komist niður í tungumáli þessa lands, og norsk blöð og bækur las hann sér til fullra nota. Ráðvandur, orðheldinn og hreinskilinn við alla; vel verki farinn, batt bækur, og óf gólf ábreiður mæta vel, og má óhætt fullyrða að alt sem hann bar sig að fórst honum vel úr hendi. Þau hjón eignuðust 7 börn, tvö þeirra lifa lát- inn föður, Stefán Th. Westdal lögfræðingur og rit- stjóri að “McKenzie County Journal” N. D., og Margrét J). G. Isfeld, áður nefnd hér að framan. Tólf voru systkini Jóns sál., Þorsteinn Guð- mundsson bónda á Lake Stay Lincoln Co., kona hans er Ingibjörg Þorkellsdóttir, systir séra Jfóhanns Þor- kelssonar, er lengi hefir verið og er enn dómkirkju- prestur í Reykjavík. A. G. Westdal, búsettur á Swede Praerie, giftur Guðnýju Runólfsdóttur frá Snjóholti, systur J. R. skálds. Guðrún G. Rafnsson í Minneota Minn., ekkja hins góðkunna merkisbónda Jóns sál. Rafnssonar; þau hjónin bjuggu rausnar- búi á Felli í Vopnafirði, nú dáin fyrir nokkrum ár- um í nefndum bæ, og systir heima á íslandi Seselja að nafni. Jarðarförin fór fram frá kirkju Vesturheims safnaðar, var afar fjölmenn þótt hretviðri væri og færðin slæm. Séra B'jörn B. Jónsson jarðsöng hinn látna. 'f i" ’U Vinur. Búðin sem alla gerír ánægða Komið hingað og kaupið skó sem yðurlíkar Quebec Shoe Store 639 Main St. 3. dyr fyrir norðan Logan Ave. Lögbergs-sögur fást gefins með því að gerast kaupandi blaðsins Dr.R. L. HUR5T, Member of Royal Coll. of Surgeons Eng., útskrifaður af Royal College oi' Physicians, London. Sérfræðingur i brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á móti Eaton’sJ. Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfrægjpgar, Skripstofa:— Room 8n McArthur Building, Portage Avenue áritun: P. o. Box 1650. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Og ’ T BJÖRN PÁLSSON i YFIRDÖMSLÖGMENN J Annast Iögfræðisstörf á Islandi fyrir 1 1 Vestur-Islendinga. Utvega jarðir og X , hus. Spyrjið Lögberg um okkur. T 4 ReyK|avik, - lceland + ^ P. O. Box A 41 Í Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telepuone garsy 380 Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Hhimili: 620 McDermot Avb. Teleprone garry 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORNSON Office: Cor. Sherbrooke & William rRLEPHONEiGARRY 3S@ Office-tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: 81 O Alverstonc St Telkpbone, garry T03 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu & a8 selja meðöl eftir forskriptum lækna. Hin beztu meðöl, sem hægt er að t&, eru notuð eingöngu. pegar þér komið með forskriptina til vor, megið þér vera viss um að fá rétt það sem lækn- irinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Notre Damo Ave. og Sherbrooke St. Phone. Garry 2690 og 2691. Giftingaleyfisbréf seld. Dr. W. J. MacTAVISH Opficb 724J -S'argent Ave. Telephone óherbr. 940. ( 10‘12 m. Office tfmar 3-6 e m ( 7-9 e, m. — Heimili 467 Toronto Street _ WINNIPEG telephone Sherbr. 432. Dr. R. M. Best Kvet)na og barna læknir Skrifstofa: Union Bank, borni Sherbrooke og Sargent Tímar: 3—5 og 7—8. Heimili: 605 Sherbrooke Street Tals. Garry 4861 J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St. Suite 313. Tals. main 5302. Dr, Raymond Brown, Sérfræöingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. 326 Somerset Bldg. Talsími 7282 Cor. Donald & Portage Ave. Heima kl. io— 12 og 3—5 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, seinr líkkistur og annast nm úiiarir. Allur útbún- aöur sá bezti. Knnfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Tals Onx-rjr 2152 8. A. 8IOURP8ON Ta]s_ sherbr, 2786 S. A, SIGURÐSSON & CO. BYCCIfiCAIflEJIN og FASTEICN/\SAI.AB Skrifstofa: Talsími M 4463 208 Carlton Blk. Winnipeg J. J. BILDFELL FASTEIGnASALI < \R00m 520 Union Bank - TEL. 2685^ Selur hús og lóöir og annast > alt þar aö lútandi. Peningalán j

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.