Lögberg - 03.07.1913, Side 2

Lögberg - 03.07.1913, Side 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. Júlí 1913. / HO-HO-HAL-LO Kapphlaup viltra hesta Eitt af þúsund furðulegum reiðkænsku listum sem sýnd verður á “The Stampede" HIN MESTA OG STÆRSTAIÞRÓTTA SÝNING SEM FRAM HEFIR FARIÐ Stórfylking kúasmala og reiðmanna og kappleikir útjaðra manna hinna beztu í heimi. Ekki sýning, heldur kappleikur, fyrir stærstu peninga verðlaun, sem boðin hafa verið. ÞAÐ GETUR EKKI VERIÐ NEMA EITT „STAMPEDE“ í HEIMINUM, og „STAMPEDE“ VERÐUR EKKI HALDIÐ NEMA EINU SINNI ÁRI. Bíðið ekki þartil öllu er lokið, segið svo að þér hafið gleymt því Límið dagtöluna í hattinn yðar Brennið hana á töflur hugans og látið engan toga, ausa eða prjona hana út úr yður. Aug ein samanlögð algleymings vika frá Laugardegi Q xjl 4 O til Laugardags Lesið þetta aftur, þér hafið gott af því: Stjórnarnefndarfors, í Great Northern R’y. sonur Jim Hill’ssegir: „The Stampede í Winnipeg verður hað stórkostlegasta í Ameríku árið 1913 og hin bezta auglýsing um Vesturlandið, sem nokkru sinni hefir fram komið." Tuttugu þúsindir dala í skœra skildingum skift upp milli kónga og drottninga reiðkænskunnar HESTAR H6pur brennimerktra stðöhesta, útvalinn um alla álfuna, er aldrei hafa tamdir verið. ótta- lausir, fráneygir sig- urkappar I fimtiu h61m göngum. GRIPIR HjörC villigripa tii aC eig aviC. Gashyrndir frá Texas og Rio Grande, útilegu naut af sléttun- um. Hálsóttlr, Svart- höfCar, Cruikshanks og Durhams. KÚASMALAR Vasklegir, leggbjúgir, vörpulegir, harClegir. Kkki trúCar úr loddara flokk, heldur skörungar allrar veraldar I reiC- kænsku, er keppa um sæmd, sigur og seim á þessu allra stórkostleg- asta Stampede heims. Hjarðreiðar Stúlkur FrlCar, ljúfar, sam- grónar reiChestunum. priflegar, þokkamlklar, þróttugar. ReiCstúlkur af HJarCarholtum hins þroskamikla Vestur- lands. INDIÁNAR RauCskinnar, meC forn- um herbúnaðl og stóru státl lita og fjaCra frá dögum stríCs og styrj- aldar, er enn-þá halda siCum feCranna. Sioux af Sléttunum, Blackfeet úr fjöllunum og Tom Three Persons. MATADORS og Vaqueros frá Chiha- uha og Sonora I gulum og JiárauCum skrúC- klæCum hins blóðheita Sólbrunalands, ásamt þeirra Senoritas, gló- andi I pelli og purpura, svo aC ekkert má viC jafnast . GRAKI.ÆDDIR REIDMEN.V, SIDRŒMR; SKÓGARGItfMAR I'ORX- IR, VESTRÆXIR; HESTAMEXX CK MEXICO, ARGEXTIXA, HAWAH. FORXIIt REIÐMEXX, DÍ'RABAXAR, HJARÐASMADAR, REIÐSVEIX- AR OG HÓIiMGÖXGU-BERSAR VORS VÍ8FRÆGA VESTURLANDS. Smalareiðar sléttunnar sjást þar sjálfar í sínu rétta líki með ótömdum hestum, gashyrndum, mannýgum öskrandi nautum og hinum fimu, sporuðu, veðurbitnu riddurum vestrænna burtreiða. Konungleg sjón! Og er líka undir vernd konungsbróður, vors konungborna landstjóra. TIL HJAFJDREIDARMAþtN/\ KOMID MED ÞÁ ÓLMUSTU Stampede nefndin kaupir fyrir 1,000 dali hvern þann hest, sem ekki verður hægt að ráða þar viC meCan á þvl stendur, og 500 dali mun hún gefa fyrir það naut, sem ekki er hægt að rlða. Peniugarnir eru til og verða greiddir tafarlaust. Stinnir, sterkir, stríðir riddarar, óðra, ólmra, ausandi reiðskjóta hinna ótömdu og ótemjandi útlaga hins vestræna víðavangs Ljóslifandi leitt fram hið liðna, Ijómandi líf láglendisins. Sjáið hið tilkomumesta úr athöfnum Vesturlandsins áður en móða framfaranna legst yfir þær til fulls. Sýningin sem gnæfir yfir allar aðrar eins og fjall yfir þúfu. SÆTI FYRIR SEXTÍU ÞÚSUNDIR Winnipeg—gleðiborg Vest- urlands, tekur hátlðabúin við gestum slnum, með mann- fagnaði fyrir hvern karlmann, konu og barn. Winnipegbúar — BúlC yður strax undir að gera yðar skyldu til að heimsóknin verði ánægjuleg. Verjið sumarfríinu til að sjá The Stampede í Winnipeg. Verið einn af þeim hundruðum þúsunda sem þar koma frá öllum pörtum veraldar. Spyrjið næsta agent eftir ferðaáætlan og kostnaði, eða ef þér eigið heima í St. Paul, Minneapolis, Chicago, Toronto, Calgary eða New York og þar í milli, þá spyrjið eftir sérstökum lestum. Skrifið piltinum, sem er lífið og sáiin í þessu öliu saman, GUY WEADICK forstjóri fyrir “The Stampede”. Spyrjið hann eftir ferða- áætlun og orðabók kúasmala. Hún fæst ókeypis. Aðalból: Forum Building, 445 Main St., Winnipeg Furðuleg! Fjarskaleg! Frámunaleg! Feiknleg! Fimbulreið! Ýmislegt úr lífinu í Reykjavík fyrir 40 árum. Eftir Klemcns Jónsson. Má og vera, að öðrum þyki eigi alveg ófróðleg-t að heyra og lesa um bæjarlífið á þessum tima, litlu eftir 1870. bygð á Vesturgötu (sem hét Hlíð- arhúsastígurj vestur að Hlíðar- húsum, og við Bankastræti fsem hét Bakarastígur) upp að Vega- mótum. Svo voru og nokkur hús- neðst við Skólavörðustig, og fram meö læknum að apstanverðu, svo sem stiftamtmannahúsið, bakaríið latinuskólinn o. fl. í flestar búðir var gengið úr Hafnarstræti. Þó var i eina húð fMöllersbúð, síðan lengi Hótel Alexandra, nú nr. 16) gengið úr bakgarðinum, fyrst í gegnum dimman skúr og síðan inn í búð- ina, sem var svo dimm, að komu- maður gat í fyrstu ekki greint neitt. Þ!að sem nútiðarmanni myndi fyrst bregða við að sjá, var. hve afarhá húðarborðin voru, sjálfsagt hátt á aðra alin. Frá einokunartinumum var meðfædd óvinátta milli kaupmanna og lands- manna. Þeir siðarnefndu álitu, að kaupmenn notuðu hvert tæki- færi til að hafa af þeim fé, og töldu það því hvorki synd né lagabrot að hnupla frá kaupmann- inum. Af þessu hygg eg, að búð- arborðin hafi verið höfð svona há upphaflega, og svona héldust þau alt fram undir 1880, þó að slíkur hugsunarháttur væri þá alment út- dauður. Borðið í þeirri búð, sem eg var i, var svo hátt, að eg gat aldrei mælt léreft við það, nema með þvi að standa í stiga. Þjað var ekki verið að lokka kaupendur að með því að auglýsa vörur í blöðunum. Þess gerðist heldur ekki þörf; allir vissu hvar hvers um sig var að leita, því búð- : irnar voru ekki svo mangar eða fjölskrúðugar. Þ|að var heldur ekki verið að tæla menn inn með því að trana vörunum fram í gluggana, enda var það ekki hægt, því bæði voru þeir fáir og smáir, og svo voru á hverju kveldi settir hlerar fyrir þá að innan (1 sumum búðum voru þó hlerar að ntan), og þvi hefði það verið mikið um- stang að flytja til og frá í glugg- unum. í minni búð voru tveir gluggar. Undir öðrum stóð skrif- púltið, og birtan var ekki svo mik- il fyrir, að ástæða væri til að skerða hana. En í hinum voru tvær glerkrukkur; í annari voru Eg var nýlega eitt kveld á gangi í Hafnarstræti og leit inn um upp- lýsta búðargluggana. Mér datt þá í hug, að það væru nú nálega 40 ár siðan að eg heföi orðið búðar- drengur, og eg fór þá að hugsa um, hve stórkostleg brevting hefði orðið^ siðan. Eg rifjaði það upp fyrir mér, hvernig búðarlífið hefði verið þá, og í sambandi við það, líftð yfir höfuð hér í höfuðstaðn- um á æskudögum mínum. uindur- minningarnar urðu svo sterkar, að eg settist niður og fór að skrifa þær. í fyrstu ætlaði eg að rita um búðarlífið eingöngu, en altaf kom nýtt og nýtt fram í huga mínum, sem mér fanst eg eins vel geat ritað — og svona er þá þessi ritgjörð til orðin, og væntir höf- undurinn þess, að mörgum göml- um Reykvikingum þyki. eins og honuin, garnan að líta snöggvast aftur í tímann og rifja upp fyrir sér nokkur atriði úr æskulífinu. V erclunarbúðir. | Búðirnar í Reykjavik voru um ' 1870 að- eins í Hafnarstræti; þó I var ein í Aðalstræti (eg tel Fisch- j ersbúð, nú Duus-búð, í Hafnar- strætij. Hana átti Ttóhann Hill- j mann (nú nýdáinnj, og var hún i j litlu, svörtu húsi, þar sem Coghill j bjó síðar lengi, við hliðina á gest- ‘gjafahúsi Jörgensens (nú Hótel ^íslandj. í Glasgow, sem bar ægis- hjálm yfir öll hús í Reykjavík, var þá verzlun um það leyti að líða undir lok. Þjetta var eðlilegt; Hafnarstræti var næst sjónum. og þama höfðu húendur verið frá því bærinn bygðist. Reykjavíkur- bær í eiginlegum skilningi var þá litið annað en kvosin, með kota- þorpunum umhverfis, Grjótaþorp- inu og Hliðarhúsahverfi að vestan, og Þingholtshverfi og Skugga- hverfi að austan. öll húsin voru í miðbænum. Þó voru timburhús sápustykki, sem kostuðu túskilding hvert, og í hinni var brjóstsykur. Þetta var öll sýningin, og ekki voru gluggarnir fjölskrúðugri í öðrum búðum. Búðarstöður og “snapsar”. A sumrum, einkum um lesta- tímann — þá var afarmikið að gera—voru búðir opnaðar kl. 6 að morgni og lokað venjulega kl. 8 að kveldi; oft gat það þó dregist lengur. En á vetrum voru þær ekki opnaðar fyr en kl. 8, eða jafn- vel seinna, en lokunartími var eigi viss. Þ|að var nefnilega þá alsiða að búðirnar voru fullar af fólki, sem ekkert keypti. Menn hímdu þar, þegar ekkert var að gera, sumpart af því, að þar var þá hlýrra en úti, eða heima í kotunum, og svo voru þeir að voka yfir því, að einhver náungi eða búðarþjón- arnir gæfu þeim í staupinu, — hvert handarvik var þá borgað með “snaps”. — Þar sem nú þyrpingin í húðinni fór vaxandi eftir að rökkva tók, gerðist þar venjulega hávaði mikill, sem oft endaði í ill- indum og handalögmáli, sem búð- arþjónarnir höfðu gaman af, og reru því oft undir. Búðirnar voru þannig aðal-samkomustaður og skemtistaður bæjarmanna, og því dróst lokun búðanna lengur en skyldi. Stundum gat líka verið samvizkuspurning að- loka ef kalt og fjúk var úti, því margir höfðu þá að litlu að hverfa, öðru en drykkjukránni. Hún var þá aðallega ein, Jör- gensensknæpan, þar sem Hótel íslan.d er nú. Knæpan lá út að Aðalstræti, og voru inngöngudyr norðarlega á hliðinni. Til vinstri, þegar inn var gengið, var lítið her- bergi, á sjálfu horninu á Aðal- og Austurstræti. í þessari stofu sátu höíðingjar bæjarins og drukku, þegar þeir á annað borð komu þangað. Síðar, þegar útbygging- in kom, var þessi stofa aðeins fyrir “stofnana”. Til hægri úr forstofunni var “Slyngelstofan”, það var alþýðustofan. Var þar einatt skarkali og ryskingar á kveldin, og með því að stutt var út á götuna, bárust þær einatt- þangað út, og var því oft fjölment af áhorfendum þar á götunni. Inn af Slyngelstofunni var billarðs- stofa. Þjar héldu yngri menn, búðarþjónar og stúdentar, til á kveldin. Nokkru eftir 1870 bygði Jörgensen skúr, austur af þessari stofu, inn að garðinum, og var hún ætluð hinum betri mönnum. Einn vordag um þetta leyti sátu 4 eða 5 Frakkar inn í þessu húsi við drykkju. Þangað komu líka tveir prestaskólastúdentar, sem voru annálaðir kraftamenn. Eigi leið á löngu áður en til ryskinga koni, og er þar stutt frá að segja: stúdentarnir brutu gluggana, hentu Erökkum út, og svo var vígahug- urinn mikill, að þeir tóku seinast ofninn, brutu hann, og köstuðu honum út á eftir þeim útlendu, og þótti þetta þrekvirki mikið. Önnur knæpa var þá í litlu húsi, þar sem Eyþórshús er nú í Aust- urstræti. Þjangað sóttu aðallega útlendir sjómenn, og var það al- ment talað. að i því húsi ætti sið- ferði ekki upp á háborðið. . Á einum tíma ársíns var þó lokunartími búða nokkurn veginn viss, og það var frá veturnóttum til nýárs. Þá var sjaldan lokað síðar en kl. 6, og settust þá allir búðarþjónamir inn á skrifstofu til þess að skrifa viðskiftareikninga manna út úr höfuðbókunum. Var þa& afarmikið verk við líinar stærri verzlanir, því allir höfðu reikninga þá, og það þótti nauð- synlegt að hafa reikningana tilbúna strax upp úr nýárinu. öll bók- færsla fór þá fram á dönsku, og áttu margir því erfitt með að skilja reikningana, sem von var. Man eg eftir þvi, að einn við-skifta- maður gerði mikla registefnu út úr því, að hann hefði verið skrif- aður fyrir sel, sem hann kannaðist ekki við að hafa tekið; það voru: et Par Seler /'axlahöndj. Annar kannaðist ekki við Hægter fkróka- pörj, sem hann átti að hafa tekið. Danskan er ekki enn horfin með öllu úr bókunum, og er það ekki vanvirðulaust. Staupasala. Staupasala var þá í öllum búð- um, og tíðkaðist mikið. Venju- legast keyptu menn “kvart”pela. Hálfpeli var líka oft keyptur, og sá eg engan hika við að drekka hann út i einu. Eigi allsjaldan sá eg menn drekka pela í einu, og einu sinni sá eg sjómann einn- drekka út hálfpott, og man eg að mér blöskraði sú sjón. Þjað var mikið þarfaverk, þegar það var hannað að selja og gefa staup í húðum. Auk brennivíns var eink- um selt romm, extrakt og kirsu- berjabrennivín ('altaf kallað kisaj. Að drekka í einu pela eða jafnvel hálfpott af “kisu”, þótti lítið kraftaverk. Það þótti smán að bjóða minna en i pelamáli af henni. Extrakt, “esstrass”, var líka drukk- in í pelatali. ÖI þektist varla á flöskum, en var drukkið á knæp- unni úr tunnum í ölkollum. Eins og lítið var gert til þess að lokka viðskiftamenn inn í búðina, eins var ekki mikið haft við þá í búðinni, þegar þeir komu til að verzla. Umbúðapappir var ekki gefinn, nema stúlkum, og það helzt þeim af heldra taginu, og utan um léreft aðallega. Umbúðir urðu menn yfirleitt að hafa með sér sjálfir; þó voru viðast gefnir smá- pokar, undir rúsinur etla annað þess háttar (\ minni búð límdum við húsbóndi minn þessa poka sjálfirj. Sjaldan var gefinn tappi i flösku, heldur pappir, sem vafinn var í stútinn. Sveitamenn þurftu þess sjaldan við, því þeir höfðu ekki annað glas en íerðapelann, en þeir höfðu kúta, og var spýta jafnan til reiðu, bæði til að búa um divikann og aðalopið, sem annað- hvort var á öðrum botninum, eða á miðri bumbunni. Blásteinn og silki. í búðinni var þá verzlað með a'la skapaða hluti milli himins og jarðar. Þá voru engar sérverzl- anir. Þó var ekki mikið að gera daglega, nema vissa tlma ars: 1 þorrakomu, þegar verkamenn komu að úr öllum áttum, í lokin — þá var venjulega mikið “fylliri” og ólæti — um ■ Jónsmessuleyti, um lestirnar — sem stóðn hæst frá 5. til 15. Júlí — og um réttaleytið á liaustin. Þ.essa á milli var lítið- að gera, í þeim tómstundum hófðu þá búðarsveinar fþá var stúlka- hvergi í búðj ýmsan starfa til þess að gera afgreiðsluna fljótari, þeg- ,ar ös var, svo sem vigta af hellu- lit í pund, og tilsvarandi af vítriol og blásteini. vigta anilin niður í lóð og búa um í hréfum, — var svo beðið um eitt anílinsbréf, — telja af saum 50 og 100 af “tú-tommu” og “trei-tommu”. Þéssi tala var látin í sérstakan pakka, og einn nagli rekinn í gegnum hvern enda, til þess að halda pakkanum saman, vigta silkitvinna og dokkur o. s. fr. Þjær vörur, sem þá fluttust, eru flestar hinar sömu, sem seldar eru þann dag í dag. Þó vil eg nefna tvær tegundir, sem munu vera horfnar alveg nú, en þá seldist mikið af. Önnur var nokkurs konar kaffibætir og kallað malað kaffi, Af því tóku bændur mikið og fluttu heim í stórum skjóðum. Þjað hvarf alveg þega’r export- kaffið kom til sögunnar, nokkr- um árum seinna. — Hin vöruteg- undin var skorið neftóbak, svo kallað “Snör”. Það fluttist í pundsbögglum, og var jafnan hálf- blautt. Hvorug þessi vörutegund var að- minni hyggju “príma” vara, og því lítil eftirsjá í þeim. Hins vegar var langt frá, að þá flyttust hingað þær vörutegundir, sem nú eru alveg algengar — eg tala nú ekki um þær, sem siðan hafa kom- ið upp, — svo jafnvel útgengileg- ustu vörutegundir voru þá ekki til. Þannig minnist eg þess ekki, að epli væru á boðstólum, fyr en Askam nokkur hestakaupmaður fór að verzla með þau rétt eftir 1870, og þá fóru appelsínur að flytjast líka, en perur smakkaði eg áreiðanlega aldrei í uppvexti mín- um. Svo holl og ágæt fæða sem haframjöl er, var þá ekki flutt hingað, að minsta kosti er það víst, að eg smakkaði aldrei hafra- mjölsgraut i æsku minni. En aft- ur á móti fluttist mikið af svo kölluðu “svarta-brauði”; það var kallað þrælabrauð, því sagt var, að það væri einungis búið til í Danmörku handa föngum þar. — Niðursoðin matvæli þektust þá varla, að minsta kosti voru þau ekki til í minni búð. Útlend hefð- arkona, sem rnestan aldur sinn hafði dvalið í stórborgum heims- ins, sagði við mig nýlega, að hægt væri að fá hér venjulega alt, sem maður vildi, hún saknaði ekki neins af þvi, sem hún væri vön við. Hún hefð-i sagt eitthvað annað, ef hún hefði átt hér heima um 1870. Eins og áður er ávikið, var peningaverzlun þá sama sem engln. menn fengu þá ekki peninga fyrir vörur sínar. Peningamyntin, sem þá gildi, var talin í dölum, mörkum og skildingum. Gull og seðlar þektust þá ekki, heldur einungis silfur og kopar. Hálfskildingar og einskildingar voru úr kopar, en önnur mynt úr silfri. Þær voru: túskildingur, fírskildingur, þá kom áttskildingur. Eigi veit eg hvem- ig á því stóð, að áttskildingar voru, eftir því sem mig fastl. minnir, allajafua svo slitnir á báðum hlið- um, að venjulega sást ekki kon- ungsmyndin eða verðteiknið; hið sama gilti líka rigsortið ^24 skild- ingaj. Eíklega hafa þessar mynt- tegundir ekki verið endurnýjaðar eins oft og hinar, ef þetta er ekki misminni mitt. Þá var markið Ó33 aurarj, hálfur dalur, ríkisdal- ur og spesía. Spesían var stór, ljómandi fagur silfurpeningur, enda sældust menn mikið eftir henni, söfnuðu spesíum, og geymdu þær í sjóvetlingum, þangað til þær voru orðnar svo -margar, að hægt var að kaupa jarðarskika. Á*ann- an hátt gátu menn ekki ávaxtað peninga þá. Sparisjóður Reykja- víkur var stofnaður 1873, en auð- vitað leið nokkur timi, áður en menn, einkum gömlu mennirnir, fóru að trúa sparisjóðnum fyrir peningum sinum. Þegar krónumyntin kom. veitti mörgum afarerfitt að sætta sig við og setja sig inn í breytínguna, og mörg ár á eftir var talað um mörk og skildinga. Þletta var svo sem ekki eins dæmi hér. í mörg ár, eftir að breytingin komst á, hróp- uðu t. a. m. sölukerlingar i Kaup- mannahöfn: “söde Pærer sex Skilling”, og likt mun fara nú við innleiðslu metrakerfisins. Það verður langt þangað' til að alin, pund og pottur hverfa alveg úr meðvitund manna. Þió peningaverzlun væri lítil, urðu kaupmenn þó að láta bændur hafa dálítið í peningum upp í þing- gjaldið, í ferjutolla o. s. frv., en mjög tregt gekk bændum, þó að fá svo stóra upphæð, sem þeir beiddu um. Það sem þeir fengu, var auðvitað borgað út i silfri, þangað til peningabreytingin kom, þá komu 10 og 20 króna gullpen- ingar. Aldrei gleymi eg andlitinu á einum Mýrdæling, þegar hús- bóndi minn afhenti honum 20 kr. pening. Maðurinn starði fyrst alveg forviða á peninginn, sem átti að gilda svo stóra upphæð. Þkú næst horfði hann á húsbónda minn, til þess að vita, hvort honum væri blá alvara með að- ota þessum smá- pening að sér, og þegar hann sá að svo var, neitaði hann algerlega að taka við honum. Þá voru engir ofnar i búðum, og var því oft kalt, einkum fyrri part dagsins, því þá var aldrei eins mannmargt í búðinni, eins og þeg-. ar á daginn leið. Fyrsti veturinn minn i búð 1873—74 var mjög kaldur, og var mér þá oft sárkalt, og hendur bláar og bólgnar. Þfeð kemur hrollur í mig æfinlega, þeg- ar eg hugsa til þess vetrar. Hrædd- ur er eg um, að nútíðarbúðarfólki þætti hart að búa við það, sem búðarþjónum þá var boðið. Skrítnir náungar. Þá voru ýmsir skrítnir náungar uppi, sem Reykjavikurdrengir hentu mikið gaman að, þegar þeir komu i bæinn, svo sem Árni “biblia” faðir Þórðar “malakofs”, Þorgerður “postilla”, Jón gamli í bakariinu, alment kallaður “kis kis”; þegar hann sýndi sig á göt- unum, mjálmuðu allir á eftir hon- urti, og tók hann það mjög óstint upp; ekki veit eg hvers vegna hann fékk þetta nafn. Ófeigur hét einn, hann át lýs og brenda korktappa. Þiá var Sæfinnur gamli uppi og þá á bezta aldri. Einn mánudag á föstuinngang gekk Sæfinnur prúðbúinn um goturnar, eins og drengir þeir, sem allajafna “marcheruðu” þann dag; hann hafði heljarmikinn trékorða reidd- an um öxl og var hinn vígmann- legasti, hann snéri baki við hverj- um manni sem hann mætti á götu, og gekk aftur á bak inn i húsin. Það gerði hann af því, að hann hafði heljarmikla auglýsingu á bakinu, sem á stóð letrað með stórum stöfum: “Eg geri grín ('Eramh. á 3. síðu.J Pen/íngle 1 UnTÍRV/EAt! - þAÐ er nafniö og fyrir neöan er vörumerkiö sem.yöur ber aö gá að næst þegar þér kaupiö nærfatnaö. Sú’stærð sem yður hentar af þeim nærfötum mun passa hverjum og einum afbragðs vel, slíta hverjum öðrum nærfatnaði og hrökkva ekki. Eigi að stður kostar hann ekki meira en önnur nærföt, og ábyrgð fylgir, að „andvirðinu verður skilað aftur, ef þér getið heimtað það með sanngirni.” Búin Ilil íParís, Canada, af P’EN M A N S Limited. 51 'ArUNSHRINKABL£'*C

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.