Lögberg - 03.07.1913, Blaðsíða 4
%
LÖGBERG, FIMTTJDAGINN 3. Júli 1913.
LÖGBERG
GefiO út hvern fimtudag af Thb
COLUMBIA PrBSS LíMITBD
Corner William Ave. &
StierbrooWe Street
WlNNlPBG, — MANITOBA.
stefán björnsson.
EDITOR
J. A. BLÖNDAU
business manager V/
UTANÁSljRIFT TIL BLAÐSINS: <|J
TheColumbiaPress.Ltd. ((]
P. O. Box 3172. Winnipeg, Man. ^
UTANÁSKRIFT RITSTJÓRANS'. /(/
EDITOR ILÖGBERG, (II
P. O. Box 3172, Winnipeg, <!i
Manitoba. M
----------------------— ai
TALSÍMI: GARRY 2156 {(]
Verð blaðsins $2.00 um árið. V)
Suður um Dakota.
i.
Heimaníerð.
aldra hjón og gömul hjón aS tala
tyn búskap, og landsins gagn og
nauSsynjar. Þar voru nýtrúlofaö-
ar persónur aS dreyma um vænt-
arilega brúðkauþsferö. • ,Þar var
enn mikill fjöldi kirkjuþingsmanna
með hugann fullan af nýjum
frumvörpum og breytingar tillög-
um viö óútkljáö mál. Þar voru
fréttasnatar aö dorga eftir ein-
hverju, til að fylla með blöðin sín,
og loks voru þar krakkar á ýmsum
aldri, sem skemtu sér við að ónáða
fullorðna fólkið með spurningum
og kvabbi.
Eftir að hafa athugað fólkið,
varð manni næst fyrir að hyggja
að útsýninu. Leiðin lá suður með
Rauðá, en beygðist vestur á við
þegar til Morris kom. Landslag
er hið sama og víðast hvar á slétt-
lendinu mikla í norðvestur hluta
Canada. Skógur og slétta skiftast
á, akrar og óræktað land, en alt
er gróið og grænt og angar af
þrótti og lífi. Kornfjöðrin téygir
sig upp úr dökkri akur-moldinni,
leitandi ljóss og yls, viðast hvar
vaxtarmikil og lífvænleg, en á
stöku stöðum bliknuð fyrir ofur-
megni geislans og ofþerrisins. Ó-
yrkti gróðurinn var lægri og kyrk-
ingslegri, sakir vætuskorts, og grá
og illhærukend sinan sást sumstað-
ar mæna enn upp yfir grængresið.
Býsna þéttbýlt .er á þessum slóð-
um, sem við fórum um, og víða
allreisuleg býli.
Kirkjuþingið.
II.
I síðasta blaði var að eins laus-
lega minst á skýrslu embættis-
manna kirkjufélagsins, og skal það
nú gert ítarlegar svo sem venja er
tfl, og sjálfsagt er, til þess að al-
menningi verði kunnugt um starf
kirkjufélags-stjórnarinnar á um-f
liðnu ári og þann grundvöll sem
lagður er undir starfsemi næsta
árs i skýrslum fyrnefndra embætt-
ismanna.
Ársskýrsla forseta er birt hér í
blaðinu á öðrum stað. Má glögt
af henni sjá, að forsetinn, séra
Björn B. Jónsson hefir rækt em-
bætti sitt með áhuga miklum og
alúð, og í hvívetna borið hag
i kirkjufélagsins fyrir brjósti. Marg-
ar nytsamlegar bendingar hefir
forseti tekið fram í skýrslu sinni,
er þingið nýafstaðna hefir haft að
undirstöðu atriðum framkværrt(da
sinna og álvktana.
Ársskýrsla skrifara kirkjufé-
lagsius, séra F. Hallgrímssonar, er
Ijós og vel saman sett. Þar er
tekið fram, að nú séu 37 söfnuðir
á safnaðarskrá kirkjufélagsins.
Voru 39 i fyrra. Fólksfjöldi safn-
aðanna samtals 5150, vart fjöru-
tíu mönnum fleiri en á síðustu
skýrslu.
Ekki þætti mér ólíklegt, að flest-
ir þeir, sem ekki eru beinlínis
fæddir ferðalangar, hafi einhvern-
tíma orðið varir við eitthvert mót-
stöðu-afl gegn farfýsi sinni, þegar
verið var að búa sig brott að heim-
an. Ekki þætti mér ólíklegt, að
þeir hafi fundið til einhvers, sem
þeim virtist eins og halda í sig,
þó að ferðahugurinn væri mik-
iU, eitthvað sem togaði í mann
heima fyrir og torveldaði brott-
förina. Þ<að er vist þetta sem
Stephan G. Stephansson, skáld,
kallar: “íhalds-semi allra heima-
vætta’’.
Það er engin sérleg langferð, á
hérlenda vísu, að fara frá Winni-
peg til Dakota, en þó er þa$ nú
svona, að jafnt þarf að gera sína
heimanferð, þó að vegalengdin,
sem fara á, sé ekki mjög tiltak-
anlega löng. Glögt fann eg og
til fyrnefndrar “íhaldssemi”, er
eg var að búa mig í ferð
mína suður yfir landamærin ný-
skeð. Yfir höfuð að tala, eru það
mínar leiðinlegustu stundir þegar
eg er að búa mig að heiman, jafn-
vel þó að talsverð ferðalöngun sé
annars vegar. Vel má vera að
sumir kalli þetta firrur, og segi að
ferða-óvana sé um að kenna. Ekki
er eg búinn til að fallast á það,
því að hver er sínum hnútum
kunnugastur. Hitt er satt, að eg
hefi lengstum verið fáförull þau
níu ár, sem eg hefi átt heima
vestanhafs, hér í Winnipeg, með
fram vegna þess, að eg hefi sjald-
an átt heimangengt. Lögberg
hefir kveðið fót minn “fastan o’ní
hlað”, eins og þar stendur; hefi
eg tinað því vel, af því að órikt er
í mér flökkulýðs-eðli. Játað skal
það samt, að mig hefir stundum
langað töluvert til að sjá með eig-
in augum sitthvað, sem lýst hefir
verið fyrir mér oft og vel, lands-
lag, hagi og háttu landa minna í
blómlegum nýlendum þeirra sunn-
an landamæranna í Dakota og
Minnesota. Því var það, að þó
að ýmislegt héldi í fararhugann
heima fyrir, lögðum við hjónin af
stað héðan frá Winnipeg með lest
C. P. R. félagsins ásamt fleiru
kirkjuþingsfólki, áleiðis til Moun-
tain N. Ðakota að morgni 18. f. m.
A suðurleið.
Lestin lagði af stað meö okkur
laust fyrir klukkan 9 árdegis.,
skrykkjalítil og skriðar drjúg, því
að C. P. R. félagið veit að það
borgar sig að hafa mjúka vagna,
og sléttar brautir. Vagninn, sem
við lentum í, var troðfullur með
fólki, og var rétt svo, að við gát- J
um holað okkur þar niður. Við
komttm i seinna lagi. Þlar mátti
sjá æruverða öldunga, hvíta fyrfr |
hærum og sadda lífdaga. Þar
voru menn er enn stóðu í broddi |
lífsins, og horfðu hvast og kjark-
lega út yfir sléttuna, eins og þá í
langaði til að “nema” hana með j
augunum. Þ'ar sátu gildir óðals-;
bændur með hrukkuð enni og
hleyptar brúnir, þvi að horfur
voru á, að hitadagur væri í aðsígi,
en akrarnir þeirra lágu fyrir
skemdum af þurki. Þar sátu far-
andsalar með föggur sínar og
steinþögðu, því að þeir voru orðn-
ir þreyttir á að taia. Þiar voru
vinnukonur að flytja sig vistferl-
um. Þíar voru ungar heimasætur
komnar upp á kynnisferð, og þar
voru aldraðar jómfrúr til að líta
eftir. Þar voru nýgift hjón, mið-
í Morden.
Til Morden komum við litlu
fyrir hádegi. Þar átti að hafa
; lestaskifti, og urðum við að bíða
á þriðja klukkutíma eftir þeim.
Við fórum þar í gistihús—hótel—
} eins og lög gera ráð fyrir. Held-
ur þótti okkur þar óvistlegt, höfð-
um líka lent, fyrir ókunnugleika
sakir, á því hótelinu, sem sumir
láta minna af, og samnefnt er
þessu fylki- Þ)au eru talin “vot”
hótelin hérna megin “linunnar”,
og jjetta í Morden, sem við lent-
um á, virtist eiga það einkunnar-
orð, alveg tvímælalaust og meðí
öllum rétti. Það fyrsta, sem við
sáum þegar inn úr dyrunum kom,
voru nokkrir náungar andlits-
rauðir af ölhita, og ekki sem ásátt-
astir. Höfðum við litla viðdvöl
þarna í bili, en þótti fýsilegrá að
ganga um bæinn og skoða hann.
Morden er fremur snotur bær;
götur eru beinar og breiðar, en
steinlagðar gangstéttir á hglztu
strætum. Mörg ibúðarhúsiri eru
myndarleg, en stórbyggingar fá-
ar. Evrir æðimörgum árum hafði
hlaupið töluverður vöxtur í þennan
bæ; ýmsar umbætur verið gerðar
þar, og bjuggust sumir um eitt
skeið við því, að þarna ætlaði að
risa upp ein stóreflis-sléttuborgin
en svo dofnaði yfir bænum aftur,
og hefir hann víst lítið vaxið á
síðari árum. Má því vera, að hann
eigi enn fyrir sér að stækka nokk-
uð. Fátt mun íslendinga í Mord-
en-bæ sjálfum, en nokkrar mílur
þaðan er íslendingabygð; sáum við
nokkra bygðarbúa þaðan, mjög
viðkynnilegt fólk; leit út fyrir að
því liði vel, og að það yndi hag
sínum hið bezta.
Yfir landamærin.
Klukkan rúmlega tvö lögðum
við aftur af stað með Great North-
ern-lest til Hensel. Fremur var
| lélegt farþegarými í lest þeirri.
Innviðir gráir fyrir ryki og sæti
| sálduð hveitibrauðs-mylsnu. Lest-
in var víst því nær tóm af fólki
þegar hún kom á stöðina, og
j nægileg viðstaða til að sópa hana
! og ræsta áður lagt var af stað
I með nýja farþega, ef um hefði
verið hirt, en jjann “óþarfa” virt-
ist Hill-félagið, sem brautina og
lestina á, ekki vera um að hugsa,
og óx það ekki í augum okkar við
þessa viðkynning.
Nú var lagt af stað suður, og
gekk alt eins og í sögu. Innan
ekamms fór að sjá til Pembina-
fjallanna, skógivaxinna hæða á
liægri hönd. Leið nú ekki á lörgu
áður við runnum inn í Bandaríkin.
Landslag áþekt og áður, og ríkja-
merkjanna verður enginn var,
nema vegna tollþjónanna, sem
birtust á þeim stöðvum til að
snudda ofurlítið í farangri farþega.
Veður hafði verið bjart og gott •
jægar við lögðum af stað um
morguninn. En meðan við dvöld-
um í Morden, tók að þykna í lofti,
og rétt áður en við lögðum af
stað þaðan, duttu drópar. En
þegar til Valhalla kom, sem er
fyrsta stöð sunnan landamæranna,
þegar jæssi leið er farin. var kom-
in hellirigning, og hélst alla leið til
Hensel, sem var áfangastaður
okkar með þessari lest.
í Hensel tók herra Griðmundur
Einarsson móti okkur kirkjuþings-
fólki. Var okkur ekið þaðan í í
bifreiðum til Mountain. Voru þó '
brautir allblautar af nýföllnu
regni. Til Mountain komum við
rétt fvrir miðaftan.
S. B.
fMeira.)
Altarisgestir voru á árinu 2000
eða sem næst 577 fermdra safnað-
arlima; heldur færri en í fyrra.
Skuldlausar eignir safnaða
kirkjufélagsins eru taldar í skýrslu
J skrifara $109,609, rriínum 4000
hærri en í fyrra. Er þar þó hvorki
með talin kirkja ÞJngvalla safn-
aðar, sem enn hefir eigi verið
upp kveðinn fullnaðar dómur um,
né kirkja Ágústínusar-safnaðar er
talin er $3000 virði
Skýrslur um fjárhag sinn hafa
28 safnaðanna gefið skrifara.
Árstekjur þeirra $20,702,98, en
útgjöld $19,158,10; útgjöld á hvern
safnaðarlim fermdan heima fyrir
$5,98, til kirkjulegrar starfsemi
utan safnaða hafa fyrgreindir
söfnuðir gefið $1,461,17.
Meðlimir ungmennafélaganna
eru taldir 653, nokkru færri en í
fyrra.
í sunnudagsskólamálinu eru þau
framför, eftir skýrslu skrifara, að
nemendum hefir fjölgað á síðustu
tveim árum um 180; skóladagar
68 fleiri, og kennurum fjclgað um
30. Frá 16 söfnuðum þó engar
skýrslur komið um sunnudags-
skólahald.
Þriðja embættismanna skýrslan
er skýrsla féhirðis, herra J. j.
Vopni. í fjarveru hans var herra
Friðjón Friðriksson, varaféhirðir
kirkjufélagsins framsögumaður
fjármálanna. Lagði hann fratm
endurskoðaða reikninga yfir tekj-
ur og útgjöld kirkjufélagsins á um-
liðnu ári. Samkvæmt skýrslu
þeirri eru aðal-sjóðir kirkjufélags-
ins þrir;
1. Heimatrúboðssjóður. Við
; hann hefir verið bætt jubilsjóði og
urðu j/á allar tekjur hans á árinu
$6090.52. Útgjöldin urðu $4088.-
! 48. Þ^r er því nú í sjóði $2,002.04.
2. Heiðingjatrúboössjóður. Þar
! er nú eftir í sjóði $1,405,80.
3. Kirkjufélagssjóður. í þeim
sjóði nú hjá féhirði $130.14.
Tveggja mála var getið í síðasta
blaði, sem afgreidd voru af þing-
inu. Úrslita hinna verður getið
hér á eftir.
Heimatrúboff.
Um það mál urðu allmiklar um-
ræður og var á flestum ræðunum
að heyra að æskilegt væri að söfn-
uðir á heimatrúboðssvæðinu væri
sameinaðir i prestaköll þar sem því
yrði við komið. Meðal annars
kom til umræðu ráðning séra S.
Christopherssonar í heimatrúboðs-
þjónustu kirkjufélagsins og enn
fremur bar erindreki Lundar-safn-
aðar. herra Jón Halldórsson, fram
þá ósk fyrir Lundar-söfnuð og
nágranna söfnuðina tvo. að kirkju-
félagið, liðsinti þeim söfnuðum í
því. að útvega þeim viðunanlega
prestsþjónustu, helzt fastan prest
sem fyrst. Hvorttveggja málaleit-
an þessari var vísað til heimatrú--
boðsnefndar. Eftir tillögum þeirr-
ar nefndar samþykti þingið það
sem nú skal greina:
1. Að þriggja manna nefnd sé
falið að annast um heimatrúboð-
ið á komandi kirkjuþingsári, og
sjá um að það sé unnið eftir því
sem þörf gerist og fáanlegir
starfskraftar leyfa.
2. Að þingið veiti Árnes-söfn- 1
uði $62.50 styrk úr heimatrúboðs-
sjóði fvrir árið sem er ao llða.
3. Að • þingið veiti forseta j
kirkjufélagsins heimild til að veita |
framvegis efnilegum námsmönn-,
um, sem kynnu að vilja búa sig
undir prestsembætti innan kirkju-
félagsins, og styrks væru þurfandi,
fjárstyrk úr heimatrúboðssjóði [
eftir samkomulagi við heimatrú-
boðsnefndina. Styrkuripn sé veitt-
ur að gjöf, ep bundinn því skil-
THE DOMINION BANK
Slr EDMUND B. OSLEB, M. P„ Pim W. D. MATTHEW8 ,Vlve-Pra.
C. A. BOGEKT, General Manager.
Höfuðstóll borgaður .. . . .$5,360,000
Varasjóður
Allar eignlr
pJEK GETH) BYKJAD KEIKNING MEB $1.00
Sumir stærstu reikningar í sparisjóðsdeild voru birjaðir í
mjög smáum stíl. Reikning má byrja með $1.00 eða meira.
NOTRE DAME BRANCH: Mr. C. M. DENISON, Manager.
SELKIKK HRANCH: i. GBISDALE, Manager.
yrði, að styrkþegi verði 3 ár í
þjónustu kirkjufélagsins eftir að
hann tekur við embætti.
4- Séra S. Christophersson sé
ráðinn af kirkjufélaginu fyrir
þetta komandi kirkjuþingsár fyrir
$600 árslaun úr heimatrúboðssjóði
auk ferðakostnaðar. Verk hans
skal vera að vinna að trúboði und-
ir umsjón heimatrúboðsnefndar-
innar; ennfremur að gegna prests-
störfum hjá söfnuðum, þar sem
prestar kynnu að fara frá til trú-
boðsstarfs og loks að vinna að út-
breiðslu rita kirkjufélagsins.
5. Þingið felur forseta kirkju-
félagsins, B. B. Jónssyni að gera
það, sem í hans valdi stendur til
að hjálpa Lundarsöfnuði og ná-
grannasöfnuðunum þar í bygðinni,
! til að fá fastan prest sem fvrst.
6. Þingið sér sér ekki fært að
! svo stöddu að ráða fram úr því,
! hvernig hægt sé að koma á sam-
i einingu prestlausu safnaðanna i
; prestakall, en felur heimatrúboðs-
1 nefndinni að vinna að því eftir
megni.
H eiö ingjatrúboð.
Milliþinganefndin í því máli
skýrði frá starfi sínu í skýrslu er
hún lagði fram. Samskot til heið-
ingjatrúboðs á liðnu ári höfðu orð^
ið hátt á sjöunda hundrað dollara,
en alls í sjóði svo sem fyr er getið,
tæplega hálft annað þúsund dala.
Sigrid Esbehm var veittur $500,00
styrkur til trúboðs á Indlandi, og
þar að auki var Octavius Thor-
laksson styrktur með $165.00 til
að ljúka námi við Gustavus
Adolphus College I St. Peter,
Minn. Eitt þúsund dollara lán
hafði Immanúelsöfnuði í Wynyard
verið veitt úr sjóðinum samkyæmt
fyrirmælum síðasta kirkjuþings.
Samkvæmt tillögum milliþinga-
nefndarinnar var samþykt að
kjósa þriggja manna nefnd til að
annast heiðingjatrúboðsmál kirkju-
félagsins á komandi ári. Enn-
fremur var samþykt að nefnd sú
megi verja fé úr heiðingjatrúboðs-
sjóði í ferðalíostnað handa ungfrú
Esbehrn, ef hún vildi heimsækja
söfnuði kirkjufélagsins næsta ár,
auk þess sem greidd skulu úr fyr-
nefndum sjóði árslaun hennar
$500.00 eins og verið hefir. Loks
var samþykt að styrkja Octavius
Thorlaksson til náms framvegis
eftir þörfum.
Kennara-embœttiö við Wesley.
Milliþinganefndin sem falið var
að annast úm íslenzka-kennara-
embættið við Wesley College, hafði
komist að þeim samningum, er
síðasta kirkjuþing fól henni c: að
fá skólaráð Wesley til að taka að
sér að greiða laun íslenzku kenn-
arans að öllu leyti frá 1. Okt.
næstkomandi; ennfremur hafði
samist svo um með nefndinni og
skólaráðinu, að því sé leyft af
safna fé til íslenzku kennara-em-
bættisins meðal safnaða kirkjufé-
lagsins,, en gegn því hafi kirkju-
félagið samþykkisrétt um það, hver
í fyrnefnt kennara-embætti skuli
skipaður; þessar ráðstafanir nefnd-
arinnar samþykti þingið vitan-
lega, og ennfremur að greiða úr
skólasjóði rúmlega $220.00, sem
kirkjufélagið skuldaði í sambandi
við íslenzku-kensluna á Wesley
College síðastli'ðið ár.
Otgáfumát.
Það var helzt álita mál við-
víkjandi útgáfu á ritum kirkjufé-
lagsins, hvort milliþinganefnd
skyldi hafa það starf með hör.dum
eða hin sama tilhögun látin þar
um standa, er áður hefir verið.
Samþvkt var að “Sameiningin”,
Lexiublöð og Ljósgeislar hakli
fyrst um sinn áfram að koma út
á sama hátt og verið hefir, —
Sameiningin i höndum ráðsmanns-
ins, er þegar er endurkosinn, og
sunnudagsskólaritin undir umsjón
sunnudagsskóla nefndarinnar. Þlá
er þess að geta að kirkjufélags-
prestarnir hafa haft með höndum \
undirbúniríg nýrrar sálmabókar, |
styttri að viðbættum nokkrum I
enskum sálmum þýddum á íslenzka I
tungu. Til að greiða fyrir þessari j
fyrirætlun, bar einn þingnefnd-1
armaðurinn í þessu máli, herra i
Júnas Jóhannesson, contractor frá!
Winnipeg fram það höfðinglega
boð að gefa $500.00 til þess að
byrja með sjóð til útgáfu sálma-
bókarinnar og á sínum tíma annara
úrvalsrita kristindóminum til stuðn-
ings. Þetta boð bar Mr. Johann-
esson fram 21. f. m. á 25 ára gift-
ingardegi þeirra hjóna, sem bæði
voru stödd á kirkjuþinginu. Vott-
aði þingið þeim hugheilar árnaðar-
óskir sínar um leið og það þakk-
aði þá fögru gjöf, sem þau báru
fram á þessum heiðursdegi sínum.
Til að hafa útgáfumálið með
'höndum á komandi ári var skipuð
þriggja nianna nefnd; átti hún að
safna fé í útgáfusjóðinn og hrinda
af stað útgáfu sálmabókarinnar
svo fljótt sem ástæður leyfa.
Skólamálið.
Samkvæm skýrslu fjárhags-
nefndar skólasjóðs höfðu vext-
ir á næstliðnu ári orðið
$666.46. Helmingur þeirra var
borgað upp í laun kennarans
við Wesley College; hinn helming-
ur vaxtanna var lagður við höf-
uðstólinn, sem nú' er orðinn
$9,010.84. Eftir að reikningar
skólasjóðsins höfðu , verið sam-
þyktir, var rætt um skólastoínun
um hríð, en með hinni mestu hóg-
værð og bróðurhug, svo að mjög
stakk í stúf við umræður þess
máls á sumum umliðnum þingum,
þvi að þær hafa stundum verið
nokkuð heitar og æsingakendar.
Séra R. Marteinsson bar fram í
byrjun umræðna það myndarlega
boö frá Th. Oddson, að kirkjufé-
lagið fengi ókeypis húsnæði næsta
ár fyrir skólahald i Skjaldborgar-
samkomuhúsi í Winnipeg. Þakk-
aði þingið það boö í einu hljóði.
En er málið hafði verið rætt tölu-
vert, var því vísað til sjö manna
nefndar, og voru í hana skipaðir:
Dr. Jón Bjarnason, séra K. K.
Ólafsson, séra Johann Bjarnason,
G. B .Bjömsson, Tómas Halldórs-
son, H. S. Bardal og B. Marteins-
son. Formaður þeirrar nefndar,
Dr. Jjón Bjarnason, lagði fram á
sínum tíma álit nefndarinnar með
þeim ummælum, að hún ('nefndinj
hefði verið einhuga um allar þær
tillögur er hún hefði fram að bera,
og kvaðst framsögumaður vonast
til að þingið yrði samhuga um þær
eins og nefndin.
Það sem nefndin lagðí til er
þetta:
1. Að byrjað sé í Winnipeg á
skólafyrirtæki strax á komandi
hausti.
2. Að í þeim skóla skuli kend
íslenzka, kristindómur og önnur
fræði, eftir því sem ástæður leyfa
og þarfir útheimta.
3. Að séra Runólfur Marteins-
son sé kvaddur til að veita skólan-
um forstöðu.
4. Að væntanlegri skólamáls-
nefnd sé falið að sernja við séra
Runólf um starfið, útvega aðra
nauðsynlega kenslukrafta, semja
reglugerð fyrir skólann, um kenslu-
gjald, húsnæði, safna fé til skólans
og svo fratnvegis.
5. Að kostnaður allur við fyr-
irtækið sé greiddur úr skólasjóði.
Alla þessa liði nefndarálitsins
samþykti kirkjuþingið í einu hljóði,
og fastréð þannig að byrja á
skólastofnun þeirri er kirkjufé-
legið hefir i meir en fjórðung ald-
ar verið að hugsa um. Fyrir þessa
ráðstöfun verður kirkjuþingið á
Mountain 1913, talið eitthvert hið
merkilegasta kirkjuþing íslenzkt,
isem enn hefir verið háð í Vestur-
heimi, og væntum vér að það spái
góðu um skólafyrirtækið, hve ein-
hua þingið réði því til lykta, og hve
viðurkvæmilegt það var, að faðir
skólahugmyndarinnar, Dr. Jón
Bjarnason, varð framsögumaður
skólastofnunar ráðstafananna, sem
nú voru samþyktar með atbeina
alls hins vestur-íslenzka og lút-
erska þingheims.
/'Niðurlag næst■)
Tvö kvæði frá^íslandi
og höfundur þeirra
Magnús Magnússon.
Einhver sá merkasti hóndi í
Strandasýslu, Magnús hreppstjóri
Magnússon á Hrófbergi, sem ort
hefir eftirfarandi kvæði, sendi þau
NORTHERN CROWN BANK
AÐALSKRIFSTOfi-A í WINNIPEG
$6,000,000
$2,760,000
Höfuðstóll (löggiltur) . * ,
Höfuðstóll (greiddur) .
STJÓRNENDUR:
- .... Sir D. H. McMillan, K. C. M. G.
Capt. Wm. Kobinson
H. T. Champion Frederick Nation
W, C. Leistikow Sir R. P. Roblin, K.C.M.G,
Allskonar bankastörf afgreidd.—Vér byrjum reikninga vi8 eiustaklinga
eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir.—Avísanir seldar til hvaöa staðaar
sem er á slandi. — Sérstakur gaumur gefinn sparisjóðs innlögum, sem hægt
er að byrja með einum dollar. Reutur lagðar við á hverjum 6 mánuðum,
T. E. THORSTEINSON, Ráðsmaður.
Cor. Willim Ave. og Sherbrooke St. Winnipeg, Man.
Formaður
Vara-formaður
Jas, H. Ashdown
Hon.D.C- Cameron
fósturdóttur sinni hér í Winnipeg.
lig álít þess vert að þau birtist í
Lögbergi.
Magnús Magnússon er fyrir
dugnað og vitsmuni í fremstu röð
bænda á íslandi, og forkólfur
framfaramála sveitar sinnar hefir
hann verið' yfir 30 ár, sem hrepp-
stjóri og sýslunefndarmaður. Brú-
arkvæði það, sem hér fer á eftir,
er kveðið við vígslu brúar á Víði-
dalsá í Steingrímsfirði síðast liðið
sumar. Sú á hefir verið með
mannskæðustu ám á landinu, en
getur mint á gandreið
og Gnitaheiðar flugskeið.
Hér var gulli’ í sand sáð
sízt það verður afmáð
auðurinn er afls ráð
ef að fylgir manndáð.
Blessa drottinn verk vor
viljaþrek og hvert spor.
Send oss náðar nýtt vor
nógan kraft og gott þor.
Til stúlku.
Þessar vísur voru skrifaðar
neðan við bréf til fósturdóttur
hefir nú orðið að lúta vilja og
hönd mannsins, eins og hér segir.
G.
Brúarkvœði.
Magnúsar;
Væri hægt til Winnipeg
viðtal láta heyra,
skyndilega skyldi eg
skrafa við þig meira.
Hér er smíðuð breið brú,
búalýður sér nú
saman kominn mannmúg
manna’ að skoða verk drjúg.
Yfir Gjallar breitt bak
brúar liggur hátt þak;
þakka flytur kært kvak
komendanna hugtak.
Áin sú var ógóð —
illsku mikið vatnsflóð.
j íta dró í sinn sjóð
sára þyrst í mannsþlóð.
Fólk er voða frá leyst
fljótt og vel það gat breyzt
yfir bygging alreist,
uppá hana skal treyst.
Yfir straum er hátt hólf
handa gildum “ísólf” —
Nú vér skoðum nýtt gólf
nítján hundruð og tólf.
Þ/essi nýja loft leið
lýðum finst ei ógreið —
Farir þú að finna senn
fósturlandið hvíta,
gæti skeð eg ætti enn
eftir, þig að líta.
Nú ef ferðast heim um hæl
hýrleg silkivörin,
kom þú blessuð, sigursæl,
sjáðu gömlu skörin.
Manninn þinn eg mætti sjá
mætan, búinn seimi
þið mér segðuð fréttir frá
fögrum Vesturheimi.
Eg þó frá sé ekki skamt
aðseturstað þínum.
flyt minn kos$ og kveðju samt
kærastanum þinum.
Ó, eg vissi að mér bar
athugult að rima,
kannske hafir, hvort sem var
kyst hann einhvem tíma?
Lifðu bæði lengi’ og vel ~
lagleg baugatróða —
þig eg lífs og liðna fel
lausnaranum góða.
*
Arsskýrsla forseta 1913.
Háttvirta kirkjuþing!
Eftir síðasta kirkjuþing var tala safnaðanna í kirkjufélag-
inu 38. Meðan á því þingi stóð, kom bréf frá 'Smá-söfnuðJ
einum, Péturs-söfnuði í N. Dakota, þess efnis, að sá söfnuður
segi slitið sambandi við kirkjufélagið. Var mér á þinginu falið
að heimsækja söfnuðinn og eiga vinsamlegt tal við hann. Eg
kom til Péturs-safnaðar sunnudaginn 27. Jhili, flutti guðsþjón-
ustu þar í kirkjunni og átti á eftir samtal við söfnuðinn út-af
úrsögninni. Söfnuðurinn tók mér vingjarnlega og var samtalið
i alla staði bróðurlegt. Eg komst að því, að formgallar voru
aö sönnu á fundarsamþykt safnaðarins, að áhrif utan-frá höfðu
miklu ráðið og all-mikill partur safnaðarins vildi vera kyrr í
kirkjufélaginu. En vegna þess, að mér skildist að fleiri vildu
að sambandinu væri slitið' og eg aleit það friðvænlegra fyrir söfn-
uðinn, þá tók eg úrsögn safnaðarins gilda og bað skrifara að
strika hann út af safnaða-skrá kirkjufelagsins. Ekki þykir mér
ólíklegt, að söfnuðurinn komi síðar aftur í félag vort, því enga
óvild varð eg var við í garð kirkjufélagsins.
Söfnuðir kirkjufélagsins eru því 37. En nú sækja á þessu
þingi sex nýir söfnuðir um inngöngu í kirkjufélagið. Eg tel
víst að þeir verði allir teknir í félagið og boðnir hjartanlega vel-
komnir. Söfnuðir þessir eru: Blaine-söfnuður í Blaine, Wash-
ington: Þrenningar-söfnuður á Point Roberts, Washington;
Vancouver-söfnuður í Vancouver, British Columbia; Vestfold-
söfnuður i Shoal Lake bygð í Manitoba; Grunnavatns-söfnuður
í sömu bygð; og Skjaldborgar-söfnuður í Winnipeg. Allir þess-
ir söfnuðir, nema hinn síðast nefndi, hafa myndast fyrir trú-
boðs-starf kirkjufélagsins. Hinn nýi söfnuður í Winnipeg
hefir komið sem áframhald af “missión”, sem Fyrsti Iút. söfn.
í W’peg stofnaði til i suður-bænum.
Prestar kirkjufélagsins eru nú eins og i fyrra 15 að tölu.
Þrír þeirra eru þó ekki sem steridur þjónandi prestar í kirkju-
félaginu. Séra Hans B. Thorgrímsen flutti um kirkjuþings-
levti í fyrra til Grand Forks og tók þar að sér þjónustu norskra
safnaða; áfram heldur hann samt að vera i félagi voru. Séra
Runólfur Fjeldsted hvarf síðast liðið haust austur til Cambridge,
Mass., og hefir þar siðan stundað nám viði Havrard háskóla.
Séra Pétur Hjálmsson er búsettur i Alberta, en hefir ekki fasta
prestsþjónustu með höndum.
Síðasta kirkjuþing fór fram á þjið við séra Rúnólf Mar-
teinsson, að hann gerðist missíónar-prestur kirkjufélagsins, en
hann sá sér engan veginn fært að taka köllun þeirri. Hatin
hefir liðið ár sem að undanförnu verið kennari við Wesley*
College í Winnipeg, en auk þess hefir hann haldið uppi sunnu-
daga-guðsþjónustum í suður parti borgarinnar og nú myndað
þar söfnuð, Skjaldborgar-söfnuð, sem fyrr var nefndur, og
hefir herra Þjorsteinn Oddson að mestu staðið straum af því
fyrirtæki hingað til. Á því svæði er búsett margt fólk af þjóð-
flokki vorum, sem siður nær til kirkju annars staðar, og ætti
hinn ungi söfnuður að eiga góða framtíð fyrir höndum.
Séra Hjörtur Leó lét af þeirri fyrirætlun sinni að fara frá um
hrið til aukins skólanáms vegna hinnar brýnu þarfar kirkju-
félagsins á starfsmönnum. Hann hefir alt árið verið í þjón-
ustu kirkjufélagsins og unnið mikiðí verk. Vestur á Kyrra-
hafs-strönd dvaldi hann vetrar-tímann og varð sá árangur af
starfi hans, að þar hafa myndast þrír söfnuðir. En fyrir fram
var það að skilyrði gert, að séra Hjörtur gerðist fastur prestur
þeirra og með vilyrði í þá átt, að starfinu yrði haldið áfram,
stofnaði séra Hjörtur söfnuðina. Þegar er söfnuðirnir voru
fullmyndaðir, kölluðu þeir séra Hjört sem fastan prest sinn.
Tók ééra Hjörtur þeirri köllun. Fer hann nú til safnaða sinna
véstra þegar eftir þetta þing, en siðan í vor snemma hefir hann