Lögberg - 03.07.1913, Blaðsíða 5

Lögberg - 03.07.1913, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINin 3. Júlí 1913. þjónaö í söfnuSunum í Álftavatns-nýlendu. SöfnutSirnir vestur á Ströndinni hafa farið fram á að fá styrk frá kirkjufélaginu hið fyrsta ár, og hefir þeim verið lofaöi 300 doll., og vil eg biöja hið heiðraða þing að samþykkja þá ráðstöfun. Að öðru lieyti ætla söfnuðirnir að launa presti sínum sjálfir og annast hag sinn allan. Má það telja lofsverðan áhuga og ber oss að meta hann að verðugu. Þegar að afstöðnu kirkjuþingi í fyrra, gerðist séra Gutt- ormur Guttormsson þjónandi prestur Konkordía-, Þingvalla- nýlendu- og Isafoldar-safnaða í Saskatchewan, en áður hafði hann verið missíónar-prestur kirkjufélagsins og meðal annars starfað eitt missiri vestur á Strönd og undirbúið þar fram- kvæmdir þær, sem orðið hafa á þessu ári. Þjess var getið í ársskýrslu minni í fyrra, að séra Carl J. Olson hefði áformað að fara frá oss íslendingum og gerast prestur hjá ensku fólki. En sem betur fer hefir hann nú hætt við þá fyrirætlan. Fyrir sterka áskorun safnaðanna, sem hann síðast hefir veitt þjónustu, Gimli-, Árnes- og Víðines-safnaða, lét hann tilleiðast að gerast fastur prestur þeirra og hefir frá síðustu áramótum tekið við því prestakalli til fulls og alls. Söfnríirnir í Dakota, sem prestlausir urðu við burtför séra H. B. Thorgrímsens, snéru sér til séra Kristins K. Ólafs- sonar, sem þjónaði söfnuðunum í nágrenninu fyrir sunnan og réðu hann fyrir prest sinn. Eftir sem áður þjónar hann samt hinum söfnuðunum í Dakota, nema Melankton-söfnuði í Mouse River. Hann neyddist til að leggja þar niður þjónustu vegna þess, hve stórt og umfangsmikið starfsvið hans var orðið. Séra Kristinn færði bústað sinn til Mountain, er hann tók við norður-söfnuðunum og var hann af mér formlega settur inn í hið nýja prestakall sitt, sunnudaginn 3 Nóvember. Naumast var þó séra Kristinn fyrr búinn að koma sér fyrir í hinum nýja verkahring, en það þunga reiðarslag gekk yfir hann og söfnuð- ina, sem vér nú erum gestir hjá, að hans ágæta og ástsæla eig- inkona, frú Sigrún, var að vísdómsráði guðs í dauðanum burt- kölluð. Hún andaðist eftir stutta en harða lungnabólgu-Rgu 6. Apríl sl. Frú Sigrún hafði verið manni sínum sönn meðhjálp. unnið með 1 honum og strítt þungu stríði; hún hafði áun’nið sér almannahylli og sérstaka ást safnaðalj'ðs þess, sem þau hjón störfuðu fyrir. Að sjálfsögðu vottar þing þetta, vorum kæra og sártsærða bróður, börnum hans og söfnuðunum hjartanlega hluttöku í sorginni, og allir biðjum vér góðan guð í Jesú nafni, að láta þessu sáru reynslu verða öllum viðkomendum til bless- unar. Nú hefir ský.rt verið frá breytingum þeim, sem orðið hafa á prestsþjónustu innan kirkjufélagsins síðasta ár. Frá heima- trúboðs-starfinu mun nefntíin í því máli skýra greinilega. Þess má eg þó geta, sern þegar er ljóst orðið, að óvenjulega mikill og gleðilegur árangur hefir orðið af því starfi þetta ár. Er það mest að þakka ötulleik aöal-starfsmannsins á því svæði, sem verið hefir, séra Hirti Leó. Auk hans hefir séra Sigurður Christophersson starfað að því máli með góðum árangri. Svo langt er nú komið, að söfnuðir eru myndaðir rétt allsstaðar í bygðum Islendinga hér í landi. Það sem nú liggur fyrir, er að viðhalda þeim. Þjví miðu.r skortir mikið á það;, að prests- þjónustan sé fulinægjandi og verður úr því að bæta eftir föng- um. Vér ættum nú þegar að vinna að því að sameina smá- söfnuðina alla á missíónar-svæðinu í eitt prestakall og útvega prest til að þjóna því á skipulegan hátt. Myndi það fyrirkomu- lag reynast mun affarasælla en hlaupaþjónusta óákveðin eins og nú er. Brýnasta þörfin er þó nú í bygðunum stóru í Mani- toba, meðfram vötnunum Lake Manitoba og Shoal Lake og milli þeirra. Þar eru nú komnir þrír söfnuðir og gæti þar verið sjálfstætt og álitlegt prestakall ef prest væri nú unt að fá þang- að. Þá þyrfti og bráðlega að fá annan prest í Vatnabygðirnar stóru í Saskatchewan, því einum presti er verkið þar ofætlun. Loks hefir Fy.rsti lút. söfn. í Winnipeg í hyggju að fá prest til að þjóna þar ásamt dr. Jóni Bjamasyni. Af því, sem nú hefir verið sagt, er auðsætt hve sárlega vér þörfnumst fleiri presta i kirkjufélaginu. Nokkra von höfum vér um nýja starfsmenn áður en mjög langt líður. Vestur i Portland, Oregon, er hr. Sigurður Ólafsson við guðfræðinám á prestaskóla Pacific sýnódunnar lútersku. Mér skilst, að hann muni geta lokið námi að tveim árum liðnum, geti hann haldið áfram. En hann er bláfátækur maður og hefir fyrir konu og barni að sjá. Talast hefir svo til, að kirkjufélagiðí styrki hann nokkuð til námsins hér eftir, gegn því, að hann starfi fyrir það, og hefir séra Hirti Leó verið falið að líta eftir hag hans og leiðbeina honum við undirbúninginn undir preststöðuna, þegar hann kemur vestur. Viðl háskólann í Valparaiso, Indiana, stundar Halldór Jónsson nám og á að útskrifast þaðan næsta vor. Hann er ákveðinn í að verða prestur í kirkjufélagi voru. Eg kyntist honum og ástæðum hans síðast liðið haust. Hann er félaus maður og hefir unnið fyrir sér sjálfur á skólaleiðinni hingað til. En nú hefði hann orðið að vera burt frá námi eins árs tíma, hefði ekki verið unt að liðsinna honum. Eg tók því þá ábyrgð á mig að lána honum úr heimatrúboðs-sjóði vorum 75 doll. fyrir yfirstandandi ár og heita honum 100 doll. að láni næsta ár. Lánið er rentulaust en handVeð gefur hann fyrir því. Eg verð að biðja kirkjuþingið virðingarfylst að samþykkja þessar ráðstafanir. Þó ekki sé hér fleiri nefndir, hefir maður þó augastað á tveim eða þrem ungum mönnum öðrum, sem nokkur von er um að gerist prestar hjá oss síðar meir. Komið hefir og til orða, að leita til reynslu enn á ný til íslands, enda lítillega verið leitað fyrir sér þar. En það er hvorttveggja, að reynsla fyrri tíma spáir ekki góðu um mikinn árangur af þeim tilraunum, og hins vegar skilst mönnum það betur og betur, að eins og tilhagar hjá oss Vestur-Islendingum, þá sé nauðsyn- legt að kennimennirnir sé aldir upp við hérlenda hætti og ment- aðir í skólum þessa lands. Hluttaka vor í heiðingja-trúboði þetta ár, hefir verið í því fólgin, að borgað hefir verið einsog að undanförnu árskaup trú- boðans Sigríðar Esbehrn á Indlandi, 500 doll. Enn fremur hefir trúboða efni vort, hr. Octavíus S. Thorlaksson, verið styrktur til nárns með 165 doll. tillagi. Hann lauk nú í vor námi sínu-við Gustavus Adolphus College og fer væntanlega í haust til prestaskólans í Chicago og les þar guðfræði hin næstu árin. Vegna hins mikla kostnaðar, sem heimatrúboðs-starfið hefir haft í för með sér. rnyndi horfa til fjárskorts í kirkjufé- laginu í nálægri framtíð, hefði ekki hr. Jón J. Bíldfell orðið svo vel og drengilega við áskorun síðasta kirkjuþings um að taka einn að sér fjársöfnun til þess fyrirtækis. Með frábærum dugn- aði og sjálfsafneitun hefir hann unnið það erfiða verk, kirkju- félaginu að kostnaðarlausu, og lagt í sölurnar mikinn tíma og mikla peninga. Skýrsla sú, er hann á sínum tíma mun leggja fyrir þingið, ber með sér, hve ágætlega honum hefir hepnast fyrirtækið. Fyrir þetta mikla verk ber kirkjufélaginu að þakka hr- Jóni Bíldfell af öllu hjarta. Féhirðir vor, hr. Jjón J. Vopni, er sem stendur á ferð til Islands og getur hann því ekki verið með oss í þetta sinn. I hans stað leggur vara-féhirðir, hr. Friðjón Friðriksson, fjar- hags-skýrslur kirkjufélagsins fyrir þingið. Skýrslurnar munu bera með sér, að fjárhagur félagsins er í fremur góðu lagi. Samþykt var á síðasta kirkjuþingi að mynda kitkjubygging- ar-sjóð, og skyldi úr honum lána fátækum söfnuðum fé til kirkjubygginga. rentulaust, eftir settum reglum. Féhirði vor- um, herra Jóni Vopna, var falið að annast fyrirtæki þetta. Hann hefir þegar byrjað verk það með góðum árangri. Skýrsla frá honum kemur fyrir þingið og sýnir, að hann hefir þegar safnað rúmlega eitt þúsund doll., en það er að eins byrjun og má trevsta því, að hr. Jón Vopni, með s'rnum alkunna dugnaði og áhuga fyrir velferðarmálum kirkjufélagsins, hrindi þessu nauðsynja-máli enn miklu lengra áleiðis, ef kirkjuþingiö, sem eg tel víst, biöur hann að halda verkinu áfram. Tvær kirkjur hafa reistar verið á árinu, báðar í Saskat- chewan, önnur í Wynyard, en hin í Candahar, í sókn séra Haraldar Sigmar. Kirkjuna í Wynyard vtgði eg sunnudaginn 27. Okt. sl. Hin kyrkjan er enn óvígð. Söfnuðurinn við: Lund- ar í Manitoba hefir nú kirkju í smíðum og verður hún víst íullger á þessu sumri. I Nýja íslandi eru nokkrar kirkjur óvígðar, sumar þeirra hafa alt að þessu verið i smiðum og ófullgerar. Liklega verða þær kirkjur allar vígðar áður langt líður. Tímarit vort “Sameiningin” kemur út nú sem að undan- förnu og er fjárhagur hennar fremur góður. Samkvæmt ósk síðasta kirkjuþings hefir verið bætt í blaðið nýrri deild með sérstöku lesmáli fyrir unglinga, og fékk ritstjómin séra Friðrik Hallgrímsson til að annast þá deild blaðsins. Hin íslenzka þýðing dr. Jóns Bjarnasonar á bókinni heimsfrægu “Ben-Húr”, kom út í heilu lagi um síðustu áramót á kostnað “Sameiningar- innar”, en henni hafði þýðandinn gefið handritið. Að allra dómi er útgáfa þessarrar merkilegu bókar stór ávinningur fyrir íslenzkar bókmentir og á dr. Jjón margfaldar þakkir skilið fyrir það verk. Sem gefur að skilja er afar-mikill kostnaður sam- fara útgáfu svo stórrar og vandaðrar bókar. Varð því kirkju- félagið að lána þvx fyrirtæki all-mikla fjárupphæð, en vonandi selst bókin svo vel, að “Sameiningin” geti borgað þá skuld á sínum tíma. Við síðustu árgangamót “Sam.” var hætt að birta þær lexíur sunnudags-skólanna, en síðan hefir nefndin í sunnudags-skóla- málinu géfið út sérstakt rit ársfjórðungslega með lexíum og skýringum til notkunar í sunnudags-skólum. Þetta er mikil framför í því máli, en stækka þyrfti ritið að mun og verða ætti það leiðarvísir fyrir kennendur og nemendur í öllum greinum sunnudags-skóla-starfsins. Sunnudagaskólinn er einhver allra nauðsynlegasti þáttur kristindóms-starfsins og ættum vér að leggja meiri rækt við það mál á kirkjuþingum og heima í söfnuðum. Skólamál kirkjufélagsihs stendur i sama stað og í fyrra að öðru leyti en því, að samningar hafa fengist við Wesley College nákvæmlega einsog kirkjuþingið síðasta óskaði. Hér eftir annast sá skóli sjálfur allan kostnað, sem kenslan í íslenzku hefir þar í för með sér, en heimilt er aðstandendum skólans að leyta fríviljulegra tillaga til skólans hjá fólki í söfnuðum vor- um. Skólinn skuldbindur sig til að hafa efnungis þann mann fyrir kennara, sem kirkjufélagið er ánægt með. Vér þurfum þvi engar áhyggjur að hafa framvegis út af kennara-embættinu við Wesley College og losumst við fjársöfnun til þess fyrir- tækis. Hugmynd sú, er fram kom á síðasta kirkjuþingi um til- sögn af hálfu kirkjufélagsins í trúfræði og islenzku, var falin embættismönnum kirkjufélagsins til framkvæmdar, ef unt væri. Sú tilraun var búist við að gerð yrði í Winnipeg, ef til kæmi. Embættismennirnir hafa samt engan veg séð til að koma þessu í framkvæmd, og er það einungis vegna þess, að vér höfum ekki átt völ á á nokkrum manni, sem vér getunx fengið til að gefa sig við fyrirtækinu. Oss fanst ekki mega taka neinn starfs- manna vorra frá öðru verki til að gegna þessum störfum. Á þessu einu hefir strandað. Hve nær sem hæfir menn fást til að gerast kennarar ætti að mega byrja. Eg fyrir mitt leyti hefi enga trú á því, að verk þetta verði gert sem auka-verk, né megi hafa i hjáverkum. Það er ekki ráð að byrja nema svo, að vér fáum einhvern einn mann, sem vér höfum fulla tiltrú til, og gefi hann sig allan við því að koma fyrirtækinu í fram- kvæmd. Kunnugt er það, að safnað hefir verið til sérstaks skóla- sjóðs í bygðunum í Pembina County í N. Dakota, í þeitn til- gangi að koma á stofn skóla á Mountain. Skýrt er frá, að þegar sé búið að safna í þessum tilgangi hátt á fimta þúsund doll. og miklu meiru fé megi safna ef að framkvæmdum verði. Það mælir sérstaklega með þessu fyrirtæki, að þörf er á þessum stað á almennum skóla, sem taki við af barnaskólunum, og bú- ist er við, að þar komi upp innan skamms “High School”. Hefir mönnum hugkvæmst, að samskonar skóli, “Academy”, undir stjórn og umsjón íslendinga gæti komið i staðinn, og náð sama tilgangi. Vilji kirkjufélagið taka að sér fyrirtækið og leggja skólasjóð sinn í það, ætti að mega koma fyrirtækinu í framkvæmd. Sé bræðrum vorum í Dakota alvaia með þetta mál, ætti kirkjufélagið að taka höndum saman við þá og koma skólanum á nú þegar. Vonandi finnum vér einhver ráð á þessu kirkjuþingi til að ná skólamáli voru út-úr þeirri þoku, sem það hefir verið í um fjórðung aldar. Mál Þ ingvalla-safnaðar er ekki ennþá dæmt i yfirrétti. Var þó búist við að‘ það yrði lagt fyrir þann dómstól í haust. er leið. Sjálfsagt verður það mál afgreitt frá yfirréttinum á næsta hausti. Nefndin, sern safna átti fé til hjálpar Þiingvalla- söfnuði, leggur fram skýrslu á þinginu. Nefnd var skipuð í síðasta þingi' til að íhuga, nvort ráðlegt væri fyrir kirkjufélagið að taka að sér útgáfu og útsölu kristi- legra rita og guðsorðabóka. Tillögur sinar ber nefndin að sjálfsögðu fram fyrir þingið. Trúmála-fundir hafa víst sára-fáir verið haldnir í söfnuð- unum, aðrir en samtalsfundir þeir, er forseti átti með ýmsum söfnuðum, er lxann kom til árið, sem leið. Miklu meiri ábuga ættu söfnuðir vorir að hafa á þvi, að koma á fundum til kristi- legs samtals útaf trúar-sannindum kirkjunnar. Þ’eir gætu orðið til þess að glæða trúarlífið og efla bróðurþel og starfs- áhuga hjá safnaðar-lýðnum. Þietta ætti kirkjuþingið að brýna á ný alvarlega fy.rir söfnuðum sínum. Bandalags-þing sérstakt var haldið í Winnipeg í Febrúar sl., og annan fund hafa bandalögin hér á kirkjuþings-staðnum næsta mánudag. Eg vil ekki taka fram í verkahring þess fundar tneð því að fara mörgum orðum um þá starísemi. Minna vil eg þó á það, að þar sem um kristilegan ungmenna- félagsskap er að ræða, þá er að ræða um eitthvert alvarlegasta mál vort, því þar á leikur öll framíð kirkjunnar og trúarinnar. Óteljandi örðugleikar eru á leið bandalaganna, og söfnuðirnir og kirkjufélagið og allir kristindómsvioir ættu nú að leggjast á eitt til að koma þeim félagsskap í betra ástand. Kirkjuþingið í fyrra skoraði á mig að heimsækja söfnuði kirkjufélagsins að svo miklu leyti sem mér yrði það unt. Við þeirri áskorun hefi eg o.rðið eftir mætti. Auk smáferða ann- arra, var eg á stöðugu ferðalagi meðal safnaðanna um sex vikná tíma sl. haust. Alls.hefi eg á árinu komið í 24 söfnuði. Því miður hefi eg ekki getað komið til allra safnaðanna einsog rnig þó hefir langað til. Til sumra safnaða þeirra, er eg ekki heimsótti þetta ár, hefi eg komið áður ekki alls fvrir löngu. Sjálfum var mér uppbygging og ánægja að viðkynningu þess- arri við söfnuðina. Eg er þeim öllum þakklátur fyrir ágætar viðtökur. Guðsþjónustur hélt eg all-víða og sömuleiðis hélt eg fundi með söfnuðunum, og voru þar rædd ýms velferðar- mál kirkjufélagsins. Eg leitaðist hvarvetna við að glæða sam- hug bræðranna og efla einingu innan félags vors. ^ Hvernig mér hefir tekist það er guðs að dæma. Eg hefi þá von, að eitthvað ofurlítið gott hafi leitt af ferðum mínurn og þeirri við- leitni minni að bera bróður-orð í Jesú nafni milli safnaðanna. Söfnuðir þeir, er eg veiti prestþjónustu, gáfu mér góðfúslega burtfararleyfi- Heimatrúboðs-nefndin lagði þeim til prest á meöan, séra Sigurð Christopherson. Beinan ferðakostnað af sexvikna-ferð minni varð eg að fá frá kirkjufélaginu. Annan ferðakostnað hefi eg aldrei reiknað. Guði sé lof fyrir það, sern unnist hefir á liðnu ári. Treyst- unx þvi, að hann verði máttugur í veikleika vorum einnig í ókominni tið. Störfunx svo með lotningu fyrir guði og kær- leika hver til annars, i Jesú nafni. Virðingarfylst, Björn. B. Jónsson, forseti. Menn óskast til að læra að keyra bifreiðar og gera við þær, svo og stýra þungum dráttar vögnum, sömu- leiðis að læra að leggja tigul- stein í vegg, setja vatn og Ijós í hús, gera áætlanir um húsasmíð- ar, uppdráttar list, rafmagns- ítörf o. s. frv. OMAR SCHOOL OF TRADES & ARTS 483 MAIN STREET (Opp. City Hall) Thorsteinson Bros. & Co. Eru að byggja, og hafa nú til sölu (j>1CAA nýbygð hús, sem þeir selja fyrir og þar yfir, — eftir stærð og gæðum húsanna. Aðeins $ 1 00 út í hönd og $30 á mánuði Ef kaupandi óskar að húsið sé bygt eftir hans eigin fyrirskipan, fæst það einnig. Þeir taka einnig að sér húsabyggingu fyrir aðra. Finnið oss að 815-81/ Somerset Buifding, Winnipee Æn. T.VLSÍMAR—Skrifstofa: Main 2992. Heimili: Garry 738 Dró úr veiðinni. I dag sá eg Heimskringlu frá 29. f. m., með grein eftir Mr. James W. Mc- Crea. Sumt af þeirri grein er útá- setningar á bréfi mínu, birtu í Lög- bergi 15. f.m, en sumt er til okkar allra íslendinganna, sem fórum frá Winnipeg 27. Marz síðastl. til Graham Island. Mínum parti ætla eg nú að svara mgð nokkrum orðum, þó sá partur sé alls ekki svara verður. Hinn parturinn keniur bráðlega. Eg sé á grein Mr. McCrea, að bréf mitt muni hafa haft töluverð áhrif, og dregið úr veiðinni. Hann hefir ef til vill gert sér helzt til háar vonir um aflann, jafnvel bú- ist við, þarsem hann lagði netið svona kænlega, að við flæktumst í því, að við þá yrðunx hans eign; en fiskimenn vita bezt um, að veiði er oft sýnd en ekki gefin, svo í fátinu, sem á hann konx af því stórkostlega tapi, sem hann má sjálfum sér urn kenna, grípur hann það óyndis úrræði, að snúa út- úr og afbaka bréf rnitt, eftir því sem hann hefir bezt vit á, en getur þó ekk- ert hrakið, sem ekki er von. Það er hart verk að hrekja sannleikann. Sannarlega sá eg í anda landið á Kundis Sleugh, senx eg borgaði niður í, áður en eg fór frá Winnipeg. Fyrst bauð hann mér aldrei far til eyjarinn- ar, svo tók ekki báturinn okkur alla, því fól eg manni að - skoða það fyrir mig; eftir lýsingunni, sem hann gaf, þá var eg ekki það óvandlátari en aðrir, að eg vildi kaupa það sem aðrir ekki vildu nýta. Að eg hafi séð það með mínum eigin augpxrn, stendur hvergi eftir mig skrifað. I fjóra daga áður en eg skrifaði bréfið, leitaði eg að farmlöndum, heimilisréttar eða “preemption”, á norðaustur hlið eyj- arinnar, suður og austur af Two Hill og vestan við. Af því Iandi, sem eg sá, gaf eg mitt álit, en ekki meira. Að fólk hafi það álit að eg hafi skoð- að alla eyna á þeim 18 dögum, sem eg var búinn að vera þar, sýnir ekkert annað en illgirnislegar tilgátur Mr. McCrea's Hann hneykslast á, að eg skuli trúa sögusögn annara. ‘Ef eng- inn má trúa því, sem aðrir segja, þá skyldi mig ekki undra þó mér og mínum líkum reyndist ekki sem bezt að trúa honum sjálfum eða upplýsing- upx hans. Eg efast ekkert um, að stjórnin verji peningum til umbóta á Graharn Island framvegis. Það við- gengst um land alt, að stjórnir verja peningum til vegagerðar og annara þarfa. En að hve miklu leyti það fullnægir þörfum frumbyggjans fyrstu 5 til 10 árin, rennum við grun í, sem búnir erum að vera í nýjum “séttle- mentum” Hann segir að allur hópur- inn hafi veið heila viku í Star Camp; en hann hefir sannarlega lent á mjóu sannleiksbrautinni þar, því eftir 4 daga fórum við 6 saman til Masset og héldum þar til þar til 2. Maí, að við fluttum hingað. Alla vantaði okk- ur vinnu þann tima, en gátum ekki fengið hana; þar af leiðandi vissi eg ekki með vissu um hina. Þar sem hann segir, að það væri ósanngjarnt að fella sök á nokkurt félag fyrir á- virðingar annars eins manns, meðal íslendinga eða annara, sem níða eða fara með staðlausa stafi sjálfum sér til ábata, þá má segja, að sannleikan- tim verður hver sárreiðastur; það sannast á McCrea. Ef hann meinar, að eg hafi hagnað, peningalegan, af þessum fáu skýringum, sem eg gaf í bréfi mínu 15. f.m., þá spyr eg: Hvað- an fæ eg borgunina? Máske hann ætli sjálfur að verða svo stór ærlegur, að borga mér fyrir þau fáu sannleiks- orð ? Sannarlega veitti mér ekki af, xví peningabuddan er farin að verða mjög svo sultarleg. Þó fór eg með 200 dali í henni frá heimili mínu, af stað í Graham gullnámuna. Um lúðugjöfina hans til Washing- ton mannsins get eg ekkert sagt fhafi hún nokkur veriðj nema það, að ekki naut eg hennar; en það vissi eg, að íslendingarnir lögðu lóð frá Star Camp á meðan eg var þar, og fengu 2 marhnúta. Það sannar, að fiskur er ekki inn á fjörðuin nenxa suma tíma ársins, en langt að sækja á smábátum út á haf. v Eg hefi aldrei ætlað og geri ekki, að lasta þetta pláss urn skör fram, en hvað mikið eg læt í ljós af minni eig- in skoðun, er undir atvikum komið. Ef einhverjir landar hugsuðu sér að flytja hingað í því skyni að kaupa landblett, þá ráðlegg eg þeim að sriúa sér til Th. J. Davíðsson i Prince Rup- ert; hann er mjög vandaður og sann- gjarn maður og lætur sér ant um hag íslendinga. Sömuleiðis er það ágæt- is drengur sem var með okkur frá Vancouver félaginu í Star Camp, en því miður man eg ekki svo vel nafn hans, að eg geti skrifað það í þetta sinn. Eg býst við að Mr. McCrea hafi eitthvað að athuga við þessar línur, og ætla eg því að geyma fréttimar fyrst um sinn. North Island B.C., 10. Júní 1913. Ben. Guðmuudsson. NOTIÐ IDEAL CLEANSER til aÖ hreinsa og þvo sink, baðker, og innviði, Stór kanna með síugötum 3 könnur fyrir 25c Búið til í Winnipxeg Fréttir frá Peace River dalnum. J. D. McArthur, forseti fyrir “The Edmonton-Dunvegan jánbrautarfé- lagi” er nýkominn að norðan og segir sem svoj: “Að lestir muni renna alt að Mirror Landing við Athabasca- fljót í sumar og 130 mílur muni lest- ir renna frá Edmonton eftir Edmon- ton-Dunvegan járnbrautinni í haust. Sléttað er brautarstæðið um 200 milur og 50 mílur til verða teknar til að- gerða í vikunni. Um það mikla land, er nú er þekt undir nafninu “The last best West” segir Mr. McArthur að þangað streymi landnemar í stórum hópum, og hefir sá straumur haldist nú um nokkur ár, og fer alt af vax- andi Þó að peninga tregðan geri al- staðar vart við sig, þá hefir hún þó ekki hnekt landnema straumnum til Peace River héraðsins, heldur þvert á rnóti er hann enn þá meiri í ár en fyr- irfarandi, og þar af er víst að undir eins og járnbrautir eru fullbúnar þangað, mun héraðið taka ótrúlega örunx og skjótum framförum, með því að á bak við þær standa menn með dug, áræði, reynslu og miklu fé.” Mr. Schenberg vinnur að því að fá Hollendinga til að setjast að í þessu héraði nálægt Dunwegan; von er nú þangað á 600, en í mánuðinum sem leið fór hann þangað með 265 af sín- um landsmönnum. Þetta land er al- veg laust við storma og stórviðri, sem oft gera stórtjón á Sléttunum; úr vetr- arkuldanum draga hinir mildu and- varar Chinook vindarins, og því er af- bragðs loftslag í þessu héraði Peace River dalurinn, með þeim löndum, senx að honum liggja, er víðáttumikil slétta og dalabotnar, og er jarðvegur þar einstaklega frjór Hveiti verður þar fullsprottið á 86 dögum, með því að sumardagar eru þar langir og heitir. Uppskera er þar ríkulegri heldur en nokkursstaðar á Sléttunum Aðalból hveitiræktunar í veröldinni verður áreiðanlega í fram- tíðinni í hinum frjósömu og frægu dölum Saskatchewan og Peace River fljóta.” Úr Edmonton Daily Bulletin, 24. Júní 1913. —Strákur stökk í mannlausa tog- reið á járnbrautarstöð í New Ýork, kipti í þá höldu, sem færa þurfti til að hleypa henni á stað og stökk af henni, þegar hún tók skriðinn. Eim- reiðin fór á brunandi ferð og eftir drykklanga stund rakst hún á vörulest, mölvaði eimreið þeirrar lestar og fleiri vagna, en vagnstjórar slösuðust til bana. Þessi ungi þokkapiltur hef- ir ekki náðst. —I Toronto er nýlega opnaður til afnota fyrir almenning spítali, sem hefir kostað $3,400,000. Hann er sagður einna vandaðastur og bezt út- búinn allra spítala í þessu landi. CANADA5 FmEST THEATRE Alla sýningarvikuna frá 7. til 16. Júlí verður undir stjórn Cohan & Harris H RAYMOND II ITCHC OC li Með aðstoð Flora Zbelle í nýjasta og bezta söngleiknum ,,The Red Widow“ Hið upphaflega félag 80 manns Stór hljóðfæraflokkur 20 manns Kveld $2 til $25.; Mats. $1.50 til 25C. Sæti seld Föstudag 4. Júli KEMUR SENN „Passers By“ C. Haddon Chambers’ nýi gaman- leikur „Fine Feathers“ Upphaflegu afbragðsleikendur „Hanky Panky“ Hringiða söngs, gaman, lita, stúlkna Engan eld þarf að kynda þann dag sem lín er strokið, ef raf- magnsjárn er notað. Fáið yður" eitt, Þarvið sparast eldiviður, eldhúsið helzt svalt. og miklu betur gengur að atrjúka línið heldur en með vana- legu járni. GAS STOVE DEP’T WINNIPEG ELECTRIC RAILWAY CO. 322 Maln St. Phone M. 2522 —Philip Ponsonby heitir maður, senx dæmdur var í hálfs þriðja árs tugthús fyrir að stela fé úr fátækra- stokk í katóslku kirkjunni á Banna- tyne Ave. Nýlega var honum hleypt út eftir úttekna refsingu. En á föstu- daginn var gekk maður inn í kirkjti nokkra í norðurbænum; umsjónarma' - urinn tók eftir honum af hendinc leysti af sér skóna og læddist á eít honum og stóð hann að því að re . að brjóta upp þann stokk, sem fát:' , samskotin eru í. Þetta var þá h. 1 sami enski maður með fína nafr, : er nýsloppinn var út úr tugth var hann höndlaður og bíður dó/. ^ .

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.