Lögberg - 24.07.1913, Síða 1

Lögberg - 24.07.1913, Síða 1
Þegar nota þarf LUMBER Þá RE.YN1Ð THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNIPEO. MAN. Furu Hurdir, Furu Finish Vér höfum birgðirnar THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNIPEO, MAN. 26. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 24. JÚLl 1913 NÚMER 30 BALKAN STRlÐIÐ. Fimm þjóðir á blóðvelli. Búlgarar í herkví. Tyrkir taka Adrianopel á ný. Grikkir hafa látiö uppi meö hverjum skilmálum þeir vilji veita Búlgurum friö og þykja þeir all- haröir. Búlgarar skulu sleppa öllu tilkalli til þeirra landa, sem Grikk- ir og Serbar hafa nú á valdi sínu, greiöa allan kostnaö af þessu síö- asta stríöi, svo og skaöabætur til allra grískra manna, er tjón hafa beöiö af þeirra völduili; ennfrem- ur heimta þeir ábyrgð fyrir því, aö griskum mönnum veröi ekki misboðið á neinn hátt framvegis, hvorki á eignum né limum né lífi, né nokkrum borgaralegum réttind- um. Er svo sagt, að Búlgurum veröi það þungt gjald, eftir öll þau hryðjuverk, er þeir teljast hafa unnið á grískum þegnum. }Sf þeir ekki ganga aö þessum kostum, segjast Grikkir halda her sínum til höfuöborgarinnar Sofia og gera Búlgurum þar þá kosti, er þeir skapi þeim. Um vörn af Búlgara hendi er varla talaö, enda er þeim óhægt um vik, er fjórar þjóðir sækja að þeim á allar hendur. Rúmenar hafa enga mótstöðu fengið, og eru komnir svo langt inn í Búlgariu, að þeir eru sagðir eiga eftir 40 mílur til höfuðborgarinnar. Tyrk- ir hafa heldur enga mótstööu fengið, og hafa þeir tekið Adri- anopel orustulaust, enda mun ná— lega alt lið Btllgara hafa verið það- an dregið á vígvöll-móti Grikkjum og Serbum. Tyrkir láta drjúglega, enda eiga þeir Búlgurum marga raun og mörg hryðjuverk að launa. Af grimd Búlgaranna eru sagð- ar hroðalegar sögur, rán, brennur, krossfestingar og margskonar hryllileg hernaðar verk. Ferdi- nand konungur þeirra hefir gefiö út yfirlýsing utn, að þær sögur séu lognar, smíðaðar af fjandskap Grikkjanna, en þó er þeim trúað, með því að konsúll Austurríkis hefir sjájfur skoðað fhervirik^ þeirra og sent stjórn sinni skýrslu þar aö lútandi. I borginni Doiran, sem er 40 mílur frá Saloniki, drápu þeir um 30.000 tyrkneska menn, vopnlausa, er þangað höfðu leitað griða úr héruðum. Þegar Búlgarar urðu að leita á brott'und- an Grikkjum, frá borginni Seres, þá brendu þeir þá blómlegu borg og unnu jafnframt svo hroöaleg níðings verk, að ótrúleg mega þykja nú á dögum. Meðal ann- ars er sagt, að í vösum herfor- ingja i liði Búlgara hafi fundist eyrnasneplar með demantslokkum og kvenfingur með hringjum á, er þeir höfðu höggvið og skorið af kvenfólki. Borgin er nú ein rjúk- andi öskuhrúga, en íbúarnir sumir drepnir eða tvístraðir, en sumir í þeim stóra tjalda spítala, er Grikk- ir hafa reist þeim til hjúkrunar. Tæringar lyfið. Friedmann læknir hinn þýzki er farinn heim til sín með allmikið fé, en litinn orðstír. Þeir læknar í Canada, sem reynt hafa meðal hans, segja það öldungis ónýtt, og stjórnar læknar í Bandaríkjum slíkt hið sama. Hinir helztu lækn- ar í Berlin voru á fundi nýlega, og lýstu því, að Friedmann hefði brúkað undanbrögð og vífilengjur og hnekt þeim frá að reyna meðal hans til fullnustu, og því gætu þeir ekki kveðið upp endilegan dóm um, hvort það væri að nokkru nýtilegt, og víttu hann harðlega fyrir það framferði, að ætla sér að brúka lyfið sem féþúfu, áöur en fullgild reynsla væri fengin fyrir krafti þess til lækninga. Nú hefir hið brezka tímarit, Lancet, sem er einskonar hæstiréttur í slikum málum, með enskum þjóðum, birt skýrslu um rannsóknir á notkun þessa Friedmanns meðals, er ger- ir líklegt, að lyf þetta geti verið skaðlegt, og er þarmeð væntanlega útséð um, að það verði notað framvegis. — í Ohio féll geysimikið regn á nokkrum stöðum, tók þá af 20 brýr, en uppskera eyöilagðist, og er skaði metinn hátt upp í hálfa miljón. Hvaðanæfa. — Einungis einn er ógiftur af hinum nýju dönsku ráögjöfum, og er þaö utanríkisráðgjafinn Scave- nius. Konur hinna ráðgjafanna eru flestar vel vinnandi, utan heim- ilis, að minsta kosti. Kona fo.r- sætisráðherrans, frú Matthildur Zahle, er hraðritari á þingi. Kona fjármála ráðherrans, frú Elisa B.randes, er bíldhöggvari; kona hermála ráðherrans, frú Elín Munchv hefir tekið kennara próf í reikningi, og er skólakennari, en kona kirkjumála ráðgjafans er læknir, og kvað hafa talsvert að gera. — Utanríkis ráðherrann Wm. Bryan er nú á ferð um Banda- rikin til að halda fyrirlestra fyrir peninga. Margir gerðust til að álasa honum fyrir það tiltæki, en hann svaraði, að hann væri neyddur til að bæta við laun sín með einhverju móti, vegna þess, að þær tólf þúsundir dala, sem ríkið borgaði sér í em- bættis laun, væru sér ekki nægileg til að lifa af. — Það stóð til að 100,000 braut- arþjónar á öllum járnbrautum fyrir austan Chicago, legðu niður vinnu, og þótti horfa til vandræða. Nú er þeirri ógæfu afstýrt með T>ví, að foringjar brautarþjóna og járnbrautarstjórar hafa samþykt að leggja ágreining sinn undir gerðardóm. Forsetinn Wilson átti mikinn þátt í þeim úrslitum. —- Síma-skip Canada hefir það starf, að gera við sæsíma þá er liggja á mararbotni milli lands vors og Evrópu. Nýlega fann það símann slitinn á mörgum stöðum, enda 'hafði stór hafisjaki rekist á símann og stöðvast við hann. Skipið festi strengi við jakann og togaði hann suður fyrir símann, slefti honum í strauminn, og gerði viðvart með loftskeytum, hvar jakinn væri staddur. Þungt hafði ísbákn það verið i tauminn, þvi að skipið komst ekki nema 300 fet á klukkustund meðan það hafði hann í eftirdragi. — Stúlka var á geðveikra hæli í London, Ont., og var fylgt til foreldra sinna, henni til afþrey- ingar um lítinn tima. Hún slapp þaðan og fanst ekki í tólf daga; á hinum þrettánda degi fanst hún í altari kirkju nokkurrar nálægt borginni, þar hafði hún falið sig allan þennan tíma og var’ aðfram komin; fyrstu dagana hafði hún nært sig á messuvini og síðan á vatni, sem einhver hafði skilið eftir í kirkjunni, en mestallan tim- ann var hún næringarlaus. — Til þess að vera hirðskáld ('poet laureatej Bretanna er út- valinn Robert Bridges, 68 ára gam- all læknir í Lundúnum og dágott skáld; titlinum fylgja litil laun en talsverð virðing. — Á Englandi var nýlega hand- samaður þýzkur tannlæknir, fyrir njósnir um hergögn Englendinga, og dæmdur i fimm ára varðhald. Hann er talinn einna slingastur njósnari, er Þjjóðverjar hafa á að skipa. — Á þingi Frakka er frumvarp upp iborið i þá átt að veita hverri fjölskyldu styrk af ríkissjóði, þarsenr fleiri börn en þrjú eru í heimili, yngri en 13 ára. Styrk- urinn nemur um 18 dölum á ári fyrir hvert barn. Með þessu ráði ætla Frakkar að auka viðkomuna og hefta fólksfækkun í landinu. — Næsta bygging við konungs setrið Buckingham Palace 5 Lond- on er stór spítali, kendur við St. George. Sá spítali er seldur auð- manni nokkrum, er þar ætlar að reisa risavaxið hótel, sem kosta á yfir 6 miljónir dala. Úr gluggum þess mun sjást yfir konungshöll- ina og allar grundir og garða, er henni heyra til, og er sagt að kon- ungur láti sér fátt um finnast. — Gegnum neðri málstofu Bret- lands þings komst nýlega frum- varp til laga um að afnema rétt- indi höfðingja og auðmanna til að greiða mörg atkvæði hver við þingkosningar, svo að héreft- ir fær enginn að kjósa oftar en einu sinni við þau tækifæri. Bú- ist er við að höfðingjadeild þings- ins felli frumvarpið. — Canada stjórn hetir samið við það stórfélag, sem á einkarétt til loftskeyta sendinga áhalda hins danska manns Valdemar Paulsens, að reisa stöðvar á Irlandi og í Canada. Nú hefir annað félag í hyggju að reisa slikar stöðvar í Danmörk og á Grænlandi, í Can- ada, á Vestindia eyjum Dana, og á Panama, og verða allir þessir staðir í loftskeyta sambandi sín á milli næsta ár. Ekki er þess get- ið að félagið ætli sér að hafa loft- skeyta stöð á íslandi. — Sá fyrsti sem lagði í leið- angur til norður heimsskauts var hollenzkur maður, að nafni Hud- son; það var árið 1607. Síðan hafa fjöldi manns lagt í samskon- ar leiðangur, og er talið að 780' manns hafi mist lífið í þeim svað- ilförum, en kostnaðurmn er metinn 65 miljónir króna. í leiðangrum til suðurpóls hafa 8 mist lífið, en allur kostnaður við þau ferðalög, frá þvi Cook var að ferðast um suðurhöfin á 18. öld, þartil Ámund- sen kom í pólinn 1912, er talinn nema 8 miljón króna. — Fyrir nókkru fóru fjórir menn á eintrjáningi yfir Valley River, fyrir norðan Dauphin. Hvolfdi b'átnum og fóru allir í ána, þrír komust af við illan leik, en einn barst niður ána fyrir straumi, og sáu félagar hans það seinast, að hönd hans stóð upp úr vatninu, svo sem henni væri veif- að, til skilnaðar kveðju. Maður- inn var úr Winnipeg, á bezta aldri. — í Sault Ste Marie er nýdauð- ur maður um fertugt, er tekið 'hafði læknapróf í Cambridge, og .síðan fengist við verzlunarstörf í hinum áðurnefnda bæ. Á bana- sænginni lét hann það uppskátt, að hann væri laun sonur H. M. Stanley, hins fræga Afrikufara. — I Bandaríkjum skilja ein hjón af hverjum 500, og þar fara hjónaskilnaðir sífeldlega í vöxt. — Þarsem heitir Roshern, Sask., datt þrevetur sveinn ofan í brunn, þrjár mannhæðir á dýpt. Fæturn- ir vissu niður þegar ofan að botni kom, stóð sveinninn i vatni upp að höku, þegar að var komið og org- aði af öllum kröftum en var öld- ungis ómeiddur. — Samkvæmt stjórnar skýrsl- um, hafa 146 þúsundir fluzt til Canada frá öðrum löndum í Apríl og Maí mánuðum i vor, og er það 16 þúsundum fleira en í fyrra. Af þessum hóp komu 57 þúsundir frá Bretlandi, en 33 þúsundir frá Bandarikjum. Straumurinn frá Bretlandi fer vaxandi, en minkar frá Bandarikjum og er það afleið- ing af pólitík afturhalds stjórnar- innar. — Tveir sænskir menn drukn- uðu í vatni nálægt Fort Qu’Ap- pelle; þegar þeir voru slæddir upp, kom það í ljós, að þeir höfðu flækst í færi, og varð að skera á það, til þess að ná líkunum í sundur. — Maður fór út í óbygðir frá Fort William, að sprengja dýra steina úr klöpp, með dynamite. Það sprakk áður en hann varði og skemdi hægri hönd hans svo að hún er ónýt, og skaddaði vinstri handlegg lians. Maðurinn gekk mílulanga skógargötu og réri tvær milur yfir vatn að járnbraut, og þótti þetta mikið þrekvirki af svo meiddum manni. — Frá Noregi kemur fregn um það, að setið hafi verið um lif rík- iserfingjans unga í því landi. Vopnaður maður hafði fundizt þar í fylgsni*, sem sveinninn er vanur að leika sér, og er haldið, að hann hafi haft ódæði í hyggju. Stórþingið hefir lagafrumvarp til meðferðar er mælir svo fyrir, að ef karlleggur konungs ættarinnar deyi út, skuli landið verða lýðveldi. Ljeir sem konungsstjórn eru mót- fallnir hafa mikið um sig í Noregi nú á tímum og þykir konungs- hjónum ill æfi sín. — I Toronto hafa mörg hæli verið stofnuð fyrir sængurkonur, er hafa annast börn eftir fæðing- una, fyrir vissa peninga upphæð, komið þeim fyrir hjá óvönduðu fólki, fyrir litla borgim, og hafa börnin æfinlega dáið. Þar fyrir utan hefir margt fólk gert sér að atvinnu, að taka börn til fósturs fyrir borgun, komið þeim fyrir hjá öð.rum, er svo hafa “séð fyrir” þeim. Þetta framferði er orðið svo illa ræmt og rekið í stórum stil, aö stjórnin hefir neyðst til að hefja rannsókn og hefta þessi ódáðaverk. — Hjá Lake Superior Junction óðu þrjár unglings stúlkur út i vatn, til að baða sig. Ein þeirra óð svo langt, að hún náði ekki niðri og sökk að vörmu spori. Sú stúlkan sem synd var, stakk sér eftir henni og náði í klæði hennar og slefti ekki tökum, fyr en maður kom á bát og bjargaði henni, örmagna og nálega í yfir- liði. Ekki tókst að lífga stúlku þá, sem sokkið hafði. — Frá Butte, Mont., er sú saga sögð, að maður nokkur átti af- bragðs góðan veiðihund, er hvarf honum. Skömmu seinna varð vart við úlfa hóp í þeirri bygð, en foringinn í þeim flokk var ólikur því sem úlfar gerast, ekki grár, heldur gulur. Þjetta úlfastóð gerð- ist svo grimt og nærgöngult, að bygðarmenn hópuðust saman, til að leggja það að velli, og einkum til að drepa foringjann, er var allra grimmastur. Þetta tókst, og kom þá í ljós, að þetta var rakkinn guli, er lagst hafði út og gerzt foringi villidýra. — Hermála ráðgjafi Bordens, Col. Sam Hughes, ætlar að brúka 14 miljónir dala úr landssjóðnum í ár ,til svokallaðra hervarna í Canada. í tíð Laurier stjórnar- innar náði sá útgjalda liður aldrei 7 miljónum, enda var þá ekki siður hermálaráðgjafans að þeytast haf- anna á milli meö heilan hóp af borðalögðum fyrirliðum í eftir- dragi og marga vagna fulla af gæð- ingum og öðrum óhófs-farangri, sem allur er keyptur fyrir lands- ins peninga, og fluttur stað úr stað á landsins kostnað. — Suður i Richmond var stúlka tekin höndum og sökuð um ósæmi- lega hegðan á almannafæri fyrir að ganga úti á götu í “klofnu pilsi”. Hún bar það fram, að hún hefði keypt flíkina í búð, sem hefði leyfi til að verzla með fatnað, og væri sér ekki sök gefandi, heldur búðinni ef fatið væri óleyfilegt. — Suður i New Ýork riki, i þeirri borg sem heitir Bingham- ton, fórust 50 manns af bruna- slysi og álíka margir fengu bruna- sár, sumir banvæn, flestalt konur og ungar stúlkur, er klæðaverk- smiðja brann til kaldra kola. — Hálsmen sem kostaði 650 þúsund dali, var nýlega sent með pósti frá Paris til London, vitan- lega sem ábyrgðar sending og vá- trygt var það gegn þjófnaði. Þegar Lundúna maðurinn opnaði böggulinn, var þar hálsmen að visu, en allir demantarnir voru úr sykri, en hið dýra hálsmen er ó- fundið enn. — Suður i Jtackson, Miss., kviknaði í fangelsi og brann stig- inn strax, en uppi á lofti voru þrjátíu og fimm fangar, allir svertingjar. Þeir reyndu með öllu móti að brjóta járnstengur frá gluggum og komast þann veg út, en tókst ekki, og brunnu þeir að mörgum mönnum áhorfandi, er enga björg gátu veitt þeim. — Franskur flugmaður sýndi list sýna í vikutíma á sýningu i borg nokkurri á Frakklandi. Hann var ungur og laglegur pilt- ur. Einni heimasætu i borginni leizt vel á hann og fékk að vera í flugvélinni hjá honum einn dag- inn. Þau komu niður aftur, ekki til sama staðar, heldur annars, 250 mílur á brott þaðan og gift- ust strax, þegar þau “komu við jörðina”. Faðir stúlku þessarar kærði tengdason sinn strax í stað fyrir konurán. En sú nýgifta bar það fram fyrir réttinum, að hún væri eilíflega þakklát bónda sínum fyrir að fljúga burt með sig, kvaðst líka vera komin á lögaldur og mega ráða sér sjálf. Að því loknu var kæru gamla mannsins vísað frá. — Dóttir eins auðmanns í Boston drap sig á eitri með elsk- huga sínum, á einu hóteli borgar- innar. Föður hennar var gert við vart, og fór hann með mesta flýti í bifreið sinni, að reyna að sjá dóttur sína lifandi. Þpgar hann lagði af stað, varð sonur hans, ungur sveinn, fyrir bifreiðinni og meiddist til bana. Or bœnum Hinn 16. þ.m. gaf séra F. J. Berg- mann saman í hjónaband að heimili sínu þau Egil Holm frá Víðir P.O. og Aðalrós Olafson héðan úr bænum. Mr. Jj. G. Dalmann frá Gimli, var staddur hér í bœnum um miðja .vikuna. Sagði hann alt bærilegt að frétta að norðan og horfur fremur álitlegar. Haft er eftir hagfræðingum í Mont- íeal, að uin $300,000,000 hafi komið í peningum inn í Canada síðustu mán- uðina undanfarið. Það ætti að liðka eitthvað peningamarkaðinn, sem þótt hefir stirður heldur upp á síðkastið. Hraunmola tvo hefir herra Ólafur Isleifsson í Þjórsártúni sent ritstjóra þessa blaðs nýskeð með pósti. Hraun- molarnir eru teknir úr Lambafitja- hrauninu nýrunna 29. Apríl þ. á. Þeir eru “curiosum” hér vestur á Winnipeg-sléttum þessir hraunmolar, og kunnum vér Ólafi beztu þakkir fyrir sendinguna. Herra Gunnar Thordarson (írá VattarnesiJ kom á þriðjudaginn úr skemtiferð utan úr Álftavatnsbygð; hann heimsótti ýmsa kunningja þar, meðal annars Jón Sigfússon að Clark- leigh. Jón hefir nýskeð selt allar sin- ar miklu landeignir, að undanskildri spildu umhverfis heimili hans. Það voru 14 bújarðir, vélar og búpeningur, sem hann seldi og mun hafa fengið gott verð fyrir, svo tugum þúsunda skiftir. Hr. Páll Johnson steinsmiður frá Spokane,, Wash. er nýkominn hingað til borgar. Hann hefir dvalið í Spok- ane síðastliðin 10 ár og stundað hand- iðn sína. Hann og fjölskylda hans eru einu íslendingarnir, sem heima eiga þar um slóðir. Vel hefir Mr. Johnson líkað vestra, vinna mikil og góð lengstum. Steinsmiðir eða múrarar fá í Spokane fulla 6 dollara á dag fyrir átta stunda vinnutíma. Tíðafar ágætt snjólaust á vetrum, en rignir nokkuð. Mr. Johnson býst við að dvelja hér í borginni fram eftir sumrinu. Á þriðjudaginn var voru þau Violet Kristiana Paulson og Ingimar Ingj- aldsson gefin saman í hjónaband i ísl. kirkjunni i Selkirk'. Séra N. Steingr. Thorláksson gaf þau saman. Brúð- urin er dóttir Mr. og Mrs. Christian Paulson, en brúðguminn sonur Tryggva Ingjaldssonar í Árborg. Á eftir hjónavigslunni fór fram hin veg- legasta veizla að heimili foreldra brúð" arinnar. Nýgiftu hjónin fóru í brúð- kaupsferð suður til Dakota. Á sunnudaginn, 20. þ.m., voru gefin saman í hjónaband af Dr. Jóni Bjarnasyni, Miss Concordía Johnson og Mr. Einar Thomson, bæði héðan úr borginni. Walter Eves, sá er banaði konu hér í bænum í vetur og reyndi að taka sitt líf á eftir, varð blindur af áverka þeim er hann veitti sér. Hann er tal- inn viti sínu fjær og verið sendur á geðveikrahæli. Fyrir síðustu helgi komu hingað nokkrir islenzkir vesturfarar, flestir af Norðurlandi. Nýkomin eru vestur aftur úr skemti- ferð frá íslandi þau Mr. og Mrs. W. Christianson frá Saskatoon, Sask. Þau voru um þriggja mánaða tima á leiðinni, ferðuðust um norður og vest- urland og áttu um hríð viðdvöl í Reykj avík. Winnipegborg hefir fengið lán í Lundúnaborg, er nemur 3 miljónum og 25° þúsundum dala. í vexti verð- ur bærinn að greiða \Yz% , en hitt er öllu meira, að borgin fær að eins 97 dali af hverjum 100, sem lánið nemur á pappírnum, og verða það með því móti um 100.000 dalir, sem bærinn verður að greiða í premíu, til þess að fá lánið. “Winnipeg City Band” leggur upp héðan á föstudagskveld í þriggja vikna ferðalag vestur að hafi, suður að Portland, Ore, Salt Lake City og Den- ver. Flokkurinn heldur fyrsta con- cert sinn i Saskatoon, síðan í Edmon- ton, Calgary, Vancouver og Victoria. Milli 40 og 50 menn eru í hljóðfæra- flokk þessum og söngmær alþekt verður með honum til aðstoðar. Tveir íslendingar eru i hópnum, herra F. Stephenson og herra Frank Dalmann. Þann 4. þ.m. lézt að ReynivÖllum við íslendingafljót Jóhannes bóndi Jónsson, 76 ára gamall. Var ættaður frá Geitavík í Borgarfirði eystra. Hann var einn af gömlu landnemun- um við íslendingafljót og bjó allan sinn búskap þar í Víðinesi. Var tvi- giftur. Seinni koaa hans, Halldóra Soffía Þorleifsdóttir, dó 1906. Dótt- ir Jóhannesar af fyrra hjónabandi var Jónína kona Jóhannesar bónda Helga. sonar á Reynivöllum. Hún andaðist 26. Apríl 1911. önnur dóttir hans er Solveig kona Þorsteins Guðmunds- sonar að Milton, N. Dak. Hún kom yaðan að sunnann og var hjá föður sínum seinustu dagana af banalegu hans. Bróðir Jóhannesar, Björn bóndi í Straumnesi við íslendingafljót, dó 15. Sept. s.1. Systkin þeirra bræðra voru mörg. Tvær systur eru enn á lífi í Minnesota og bróðir heima á íslandi. Jóhannes var vel látinn sæmdarmaður. Herra Albert Johnson' kom til borgarinnar fyrir helgina, úr mán- aðar ferðalagi, sumpart til skemt- unar og sumpart til að líta eftir eignum sínum vestur við haf. Kennaraprófin eru nú orðin heyrin kunn og stóðust þessir íslenzkir nemendur prófin: 1. flokks próf— Violet Fjeldsted, Margrét Hansson, Olína Stone. 2. flokks próf— Ljótunn Johnson ffékk ágætis- einkunn—hæst allra ísl. nem.J Mabel Joseph, fékk ágætiseink. Rannveig D. Thorsteinsson, Barney Bjarnason, Inga Sveinsson. 3. flokks próf— Þóranna Anderson, ág.eink. Magnúsina Magnússon ág.eink. Númi Hjálmarsson ág.eink. Anna S. Bjarnason, Rósa E. Friðriksson 4. Fyrsta deild— Aðalbjörg Johnson ág.eink. Pálína Johnson ág.eink. Elín A. Sveinsson ág.eink. Þóra G. Sveinbjörnsson, ág.eink. Kristjana Brynjólfsson Sigurbjörg Johnson, Júlíus Sveinsson. Ljótunn Thorsteinsson, Rúna Eyjólfsson, Ólafía Bardal, B. V. Johnson. Nokkrir íslenzkir nemendur stóðust ekki prófin. Útskrifaðir úr mentaskóla Reykja- víkur í vor. Einar Guðmundsson .... 66 stig. Eiríkur Albertsson .. .. 54 — Erlendur Þórðarson .. .. 72 — Halldór Guðlaugsson . .. 70 — Haraldur Thorsteinsson .. 52 — Hinrik Thorarensen .. .. 68 — Jakob Einarsson...........66 — Jón Benediktsson..........74 — Jón Bjarnarson............78 — Jón Dúason..............67 — Jón Sveinsson.............55 — Karl Magnússon............59 — Kristján Arinbjarnarson .. 58 — Kristmúndur Guðjónssön 57 — Leifur Sigfússon..........69 — Páll Ólafsson.............63 — Ragnar Hjörleifsson .. .. 60 — Sigurgeir Sigurðsson . . .. 57 — Snorri Halldórsson . . . . 70 — Valgeir Björnsson.......68 — Utanskólcmemcndur: Gunnar Jóhannesson .. .. 55 — Helgi Hermann.............65 — Kjartan Jlónsson..........57 — Páll Guðmundsson........58 — Rögnvaldur Waage .. .. 55 — Sigfús Blöndal............67 — Tryggvi Hjörleifsson . .. 54 — Þorkell Erlendsson .. .. 62 — —Ingðlfur. — Múhameds trúar menn á Indlandi eru sagðir æstir útaf Balkanstríðinu, og hóta hörðu, ef Tyrkjum verði bægt frá þvi, að ná sér niðri á Búlgurum. — Gamli Jón Rockefeller stend- ur í ströngu; hann á stórt lahd- setur, og land svo mikið umhverf- is, að mörgum fermílum skiftir; þar unnu fjölda margir verka- menn, þartil þeir hættu vinnu og heimtuðu hærra kaup; Jón neit- aði því og fékk aðra til að vinna i staðinn, en siðan er altaf ööru hvont að kvikna í ýmsum bygg- ingum á landi karls, og er þeim verkamönnum kent um, sem rekn- ir voru úr vistinni. — Sagt er, að uppreisnin í suð- ur Kína muni verða endaslepp, með því að Yuan Shi Kai hefir traustan her, nóg fé og stórveldin að bakhjarli. — Bandaríkja stjórn hefir sent herskip skyndilega til Vera Cntz í Mexico, til þess að vernda líf og eignir amerískra borgara á þeim slóðum. Frá Vancouver eyju til Prince Rupert, Ferðalangar tveir fóru milli þess- ara staða í haust leið og segir annar þeirra frá ferðinni í hinu alþekta veiðimanna tímariti “Rod and Gun”. Ágrip af ferðasögu þeirri birtist hér, með því að þar getur ýmsra atriða, er fróðleg munu þykja, þeim sem eru ó- kunnugir hvemig til hagar á því svæði sem sagan greinir frá. Við Gerald vorum á ferðalagi með- fram ströndinni langt frameftir hausti i fyrra, og réðum það af, þegar norð- ur til Vancouver kom, að halda fram ferðinni til Prince Rupert, þó að á- liðið væri. En með þvi að á þeirri leið er hvergi hægt að fá viðgerð á skipum, þá lögðum við upp mótor- skútunni í Esquimalt á Vancouver- eyju, létum lita eftir henni hátt og lágt og gera við sem þurfti, og tók það viku tíma. En sú dvöl borgaði sig vel fyrir okkur, því að þá gafst færi til að skoða Viktoriu-borg, sem er fagur staður. Þar er þinghús fylkisins og risavaxið C.P.R. hótel, bærinn þokka- legur og prýðilegur og hefir tekiö miklum framförtim i þau fáu ár, sem liðin voru frá því eg sá hann síðast. Eg vil ráða þeim, sem á annað borð fara vestur til Strandar, að kaupa sér farbréf alla leið til Viktoríu; það kost- ar ekki rneira en til Vancouver, en ferðin yfir sundið er einkar skemti- leg. Sundið er 80 milur á breidd; þar verða fjölda margar eyjar á leiðinni, með svo mjóum og krókóttum sund- um, að oft er svo að sjá, sem skipin stefni á land, þar til þau taka krapp- an bug og smjúga þannig milli hólm- anna. Byssur og skotfæri og ferðanesti keyptum við i Vancouver og héldum því næst norður á leið. Við lentum fyrst í Nanoose Bay og gengum upp i víkurbotninn; þar verður blaut mýri, en sedrustré og fura vex alt um kring og var þar hljótt og kyrt; en er degi tók að halla komu allskonar fuglar niður í víkurbotninn, í stórum hópum. Við skutum á þá þar til fór að rökkva og náðum miklum fjölda, en þó er eg hræddur um, að miklu fleiri hafi orðið eftir í mýrinni. Meðal þeirra, er við náðum, voru margskon- ar endur, gæsir, hrossagaukar og lóur. Frá Nanoose Bay er tólf milna leið til Nanaimo. Þar stendur allstór verksmiðja er býr til sprengiefni og er mikil eftirspurn eftir því á þessum stöðum, bæði til að sprengja grjót og viðarrætur, svo og kljúfa tré, sem svo eru stór, að ervitt er að flytja óklofin til mylnu. Þar eru einnig tvær sögun- armylnur við fjöruborð og má leggja skipum svo nærri, að viðinn má taka frá sagarblaðinu og snara honum á skipsfjöl. Daginn eftir fórum við útúr krók inn eftir þeim firði, sem heitir Deep Bay, og er mjór tangi skógivaxinn milli hans og þess eyjarsunds, sem þjóðleiðin liggur um. Þoka lagðist yfir fjörðinn meðan rið vorum á leið- inni inn og lögðum við bátnum við land og gengum eftir fjörunni. Þar var krökt af fuglum, og var svo að sjá sem þeir leituðu því meir til sjávarins sem þokan varð þykkri. Stórmikið drápum við af fuglum þann dag, flesta anda kyns, svo sem stokk og sefandir. Enginn getur gert sér í hugarlund hve fögur leiðin er norður með landi, til Prince Rupert, sem ekki hefir séð hana með eigin augum. Víðast er farið eftir eyjasundum, og eru flestar fagrar og skógi vaxnar, sumar stórar með háum fjöllum og er snjó-hekla á tindunum, og er það fögur sjón, er þá ber við dökkrgænt lim sedrustrjánna. Klettar eru sumstaðar og hamrabelti með ýmislega litum niosa og burknum. Sum eyjasundin eru þröng, með hömr- um á báða vcgu, mörg þúsund fet á hæð, og svo sæbröttum, að þeir virðast slúta fram yfir sundin. I einu sund- inu mættum við gufubát C.P.R. félags- ins, er dró stóran barða á eftir sér, en í honum voru 400 ton af stáli, er fara átti í brú yfir Skeena fljótið hjá Haz- elton; sá bær er 175 mílur frá Prinze Rupert, með Grand Trunk Pacific brautinni, og var mér sagt, að þar ætti að verða fyrsta skiftistöð brautar- innar á austurleið, með smiðjum og öðrum stórbyggingum. Bærinn stend- ur á fallegum stað við fljótið; þar setti Hudsons Bay félagið verzlunar- stað fyrir æva löngpi og hafði kaup- ferðir eftir fljótinu sem þaðan er skipgengt lang upp í land. Málmar eru miklir umhverfis bæinn, kopar, silfur og blý, en allra helzt þó kolalög stórkostleg, og eru sögð stórum betri heldur en nokkur önnur í þeim parti landsins. Loftslag er þar betra heldur en við sjóinn, hvergi nærri eins raka- samt né úrkomu mikið. Við tókum kol þar sem heitir Union Bay og ætluðum svo á, að ná þaðan á fjórða degi til Prince Rupert. Viö vorum vitanlega aldrei á ferð á nótt- inni, heldur lágum fyrir og sváfum og fórum ýmsa útúrkróka á daginn, eftir því sem í okkur datt í svipinn. Leiðin frá Vancouver til Prince Rupert er 464 mílur, og á allri þeirri leið er fult af öndum og gæsum; svo vel höfðum fFramh. á 4. bls.J

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.