Lögberg


Lögberg - 24.07.1913, Qupperneq 3

Lögberg - 24.07.1913, Qupperneq 3
IjOGUEKG, FiMTUOAGliSN 24. Júli 1913. hORSTEINN h. hORSTEINSSON. GAMLIR NEISTAR. III. AUGUN. ('m) Eg horfði í þau augu svo hrein og skær og himinblá! Sem vorblóm á sóldegi vóx þá upp mín vakin þrá. Hún nærðist á geislum frá sjafnar sól, er sat und brá. Eg allur var bundinn við augun þín svo ung og blá. Eg horfði í þau augu svo hrein og skær— svo himinblá. Og ljósmynd sumars frá sóldag þeim mín sála á. Ei upplitast myndin af augum þeim við ára þvott.— Hún fylgir mér eftir, sú fagra mynd, ef flyt eg brott. Og drauminn þann bjarta í djúpi vors, sem dreymdi sál, að birta hann öðrum í búning ríms mig brestur mál. Eg get eigi framleitt svo fagran lit — svo fagra mynd, er sýni það speglandi sólskinshaf— þá sælulind. Eg get ei með líking þér líkt til hálfs, þú lífs mins blóm! Eg get eigi framleitt þá draumadýrð— svo djúpan hljóm. Þótt hjarta mitt eigi svo heilagt mál, sem hæfir þér, vill tungan ei lána þau lýsingarorð, sem líka mér. Mér vaknaði annað og æðra líf þá ást eg leit i augunum þeim, þar sem æskan bjó svo ung og heit. Það ómælisdýpi, það draumsjónaland, sú dýrð, það ljós! sem lá bak við augnanna ljósbláa hvel, er lífs míns rós. Sú rós, sem er upphaf míns æðra lífs urn andans lönd. Sú rós, sem að aldrei skal upprætt burt af alda hönd. Sú rós, sem er áranna aðal-sól— minn ástarkoss. Sú rós, sem er augnanna endurskin— mitt æðsta hnoss. Eg horfði i þau augu svo hrein og skær og himinblá. Og enn þá hún horfir i augu þau, min æskuþrá.— Þótt Iifið sé brott og það ljósið slökt og lokuð brá, eg horfi í þau augu svo hrein og skær og himinblá! Alþingi sett. Ingólfur hefir orðið fyrstur til aö flytja oss vestur fréttir af Al- þingi þ. á. Hann segir svo frá þingtiðindum sem gerst hafa og flokkaskipun: —Ritstj. Alþingi var. sett í gær, eins og lög skipa. — Þingsetning hófst á hádegi með kirkjugöngu að vanda. Séra Kristinn Danielsson, 2. þingm. Gullbr.- og Kjósarsýslu, prédikaði í Dómkirkjunni. Ráðherra las skipunarbréf kon- ungs til sín um setning Alþingis og bað aldursforseta fjúlius Hav- steenj að stýra kosningu samein- aðs þings. En með því, að þing- sköp ákveða, að fyrst skuli athuga kjörbréf nýkosinna þingmanna, þá varð sú athöfn að ganga fyrir. Reyndust kjörbréf þingmannatina fjögra í lagi og eins skipunarbréf hins nýja konungkjörna. Þá hófst kosning og hlaut Jón Magnússón bæjarfógeti 20 atkv., Lárus H. Bjarnason 18. en tveir seðlar voru auðir. Var Iátið heita svo, sem Jón Magnússon hefði náð kosningu og lét hann sér að góðu verða, en reyndar var þessi forsetakosning ólöglcg og þvert ofan i aðra grein þingskapa, sem beint ákveður, að “rétt kjörinn forseti sé sá, er hefir meira en helming atkvæða’’ og leiðir af því, að rangt kjörinn forseti er sá, er hefir ekki nema helming atkvæöa, en allir vita að 40 atkvæði eru alls í þinginu, þegar allir þingmenn eru nærstaddir. Mun það nýung i þingsögunni, að Alþingi skarti með ólöglega kjörinn forseta. Varaforseti var kosinn séra Sig- urður úr Vigur nteð 20 atkv. Eirikur Briem fékk 7 atkv., 10 seðlar auðir. Skrifarar sam. þings voru Jó- hannes Jóhannesson (23. atkv.J og Ólafur Briem (19. atkv.J. Margir seðlar auðir. Til efri deildar var kjörinn Há- kon Kristófersson þm. Barðstrend- inga með 20 atkv. Magnús Krist- jánsson fékk 19 atkv, Kr. Dan- íelsson 1 atkv. Þá skiftist þingheimur í deild- ir.. Forseti neðri deildar var kjö.rinfl Magnús Andrésson með 15 atkv., Jón Ólafsson fékk 9 atkv. þrír una 9 atkv. Kosning varaforseta var ólög- leg í fyrra skiftið, og því vildi ráðherra að hún væri látin gilda, eins og kosning forseta sameinaðs þings, en forseti fM. A.) mat meir þingsköpin. Annar forseti varð við þriðju atrennu Valtýr Guðmundsson með 12 atkv., með bundnum kosning um milli hans og Péturs á Gaut- löndum. Pétur fékk þá 10 atkv. — í fyrri skiftin fékk enginn nógu mörg atkvæði, því að kosn- ing fór nokkuð dreift og margir skiluðu auðum seðlum. Ráðherra vildi ólmur láta ólöglegu kosning- una gilda. Flokkur hans studdi Pétur við þessa kosningu. Skrifarar deildarinnar voru Eggert Pálsson með 22 atkv. og Jón sagnfræðingur með 11 atkv. eftir hlutkesti milli hans og Jóh. Jóhannessonar. Forseti efri deildar var kjörinn Stefán Stefánsson konungkjörni með 11 atkv. — J]úlíus Havsteen fékk 2 atkv., einn seðill auður. (Bræðingsmönnum þótti hann ekki nógu auðsveipur um atvinnu- bitlingana handa "verðugum’ mönnum í fyrra, og svo vildi hann ekki ganga i “sambandsflokkinn’’. Varaforsetar Guðjón Guðlaugs- son með 7 og Einar Jónsson með 8 atkvæðum. Skrifarar e. d. Steingrímur Jónsson og Björn Þprláksson. Skrifstofustjóri Alþingis er Halldór Daníelsson yfirdómari; skrifstofustarfsmenn: Einar Þor- kelsson og Guðm. Magnússon. Flokkaskipan á þingi. Bræðingsmenn voru 33 á síð- asta þingi, sællar minningar stofnuðu þá flokkinn með fær- eyska nafninu, “Sambandsflokk- inn”. fDanski flokkurinn í Fær- evjum heitir líka “Sambandsflokk- ur”J. Ólánsflokkur þessi fór að trosna á jólaföstu, er Hannes kom með “grútinn” frá Danmörku. Varð ráðherra þá að heykjast á samn- ingafarganinu og láta málið bíðá þings. Þegar er þingmenn komu til Ibæjarins var svo farið að halda fundi i þessum stóra samábyrgð- arflokki. Hófst fundur á sunnu- dagskveldið og var frestað til mánudagskvelds. Þ|rír flokks- menn voru dánir og tveir aðrir seðlar auðir. (< I höfðu látið af þingmensku, en Fyrri varaforseti var kosinn ' a^'r Þe'r> er kosnir voru í skarðið Jjón Ólafsson við endurtekna kosn- | voru boðnir á fundinn. ing með 14 atkv. Valtýr Guð- i Ráðherra varð að viðurkenna, mundsson (er Hafsteinsliðar , að hann hefði engu fram komið, studdu) fékk við seinni kosning- nema “grútnum”, og taldi hann fyrir sitt leyti aðgengilegan, en sá þó ekki annað fært en láta flokk- inn samþykkja að hreyfa alls ekki við sambandsmálinu á þessu þingi! Nú þótti ýmsnm flokksmönnum sjálfsagt, að flokkurinn leystist þegar sundur, þar sem það eina mál væri alveg úr sögunni, er flokkurinn hefði sameinast um. — óað vildi Hafstein ekki, heldur að flokkurinn héldi áfram að styðja sig, þótt stefnuskráin væri engin. Jafnframt áttu samábyrgðarmenn þessir að ganga til fulls úr þeim flokkum, er þeir höfðu áður talist tiL Þá var sumum heimastjórnar- mónnum nóg boðið, vildu ekki eyðileggja flokk sinn og gengu úr grútarflokknum: Urðu þeir tíu í Þingmenn Rangæinga, jungmenn Reykvíkinga, þingmenn Sunnmýl- inga, Halldór Sveinsson, Stefán Stefánsson Eyf., Jiúlíus Havsteen og Eirikur Briem. Ennfremur hefir Valtýr Guð- mundsson gengið úr grútarflokkn- um og Sigurður Sigurðsson og munu sem stendur utan flokka. Grútarflokkurinn hjarir þó enn, þótt engin sé stefnuskrá önnur en sú, að geyma H. Hafstein i völd- unum. Til bráðabyrgðar hvilir á stjórn- arliðinu að styðja stjórnarfrum- vörpin: aukning embættislauna, fjplgun embætta og hækkun skatta á almenningi. í þessum veglega flokki er tal- inn afgangur heimastjórnarliðsins (11 mennj, þ. e. Lögréttuliðið, og auk þeirra Sig. Stefánsson, Ól. Briem (og Jósep?J, Björn Þþrláks- son piíklegfa vegna bannlaganna, sem stjórnin vill nú afnema!) Jón Jónatansson flangar þó í nýjan flokkj, Jóh. Jóh. og Stef. konung- kjörni. Loks gekk herra Kristján Jóns- son háyfirdómari i grútarflokkinn á mánudagskveldið! Sama daginn hafði Hannes Hafstein útvegað háyfirdómaran- um undirbankastjórastöðuna i hlutafélagsstofnuninni fslands- banka. Fær háyfirdómarinn að sitja þar meðan ráðherrann þarf ekki sjálfur á sæti sínu að halda. Sjálfstæðismenn eru nú átta á þingi, þótt ekki sé allir taldir í flokk. Eru það þeir; Þorl. Jóns- son, Sig. Eggerz, Kristinn Daní- elsson, B., Kr., Sk. Th., Ben. Sv., og Hákon Kristófersson. Ánœgjuleg heimsókn. Það er ekki stór söfnuður, Melank- tonssöfnuður í Mouse River bygðinni, en hann er allvel mentur. Hann er skipaður mönnum, sem mjög vel veita eftirtekt því, sem er að gerast í hinum andlega heimi Vestur-íslendinga, og með alls ekki Iitlum áhuga fyrir krist- indómsmálum |>eirra. Enda mátti sjá þess ljósan vott er 12 manns úr bygð- inni sóttu að kirkjuþinginu á Moun- tain, bæði konur og karlar, til að sjá og heyra hvað þar gerðist. Það var mikil ánægja og skemtun að sitja á þessu kirkjuþingi sem talið er eitt hið allra liezta ])ing kirkjufélagsins, sök- um friðar og samkomulags. Daginn eftir að þingi var slitið héldu vestan- menn heimjeiðis, og urðu til að prýða förina þeir forseti kirkjufélagsins séra Björn B. Jónsson, Séra Kristinn K OI- afsson og Bjarni Jones þingmaður frá Minneota. Kom flokkurinn til bygð- arinnar hinn 25. Júní að kveldi dags. Tóku gestirnir gistingu að heimili hr. Guðnnmdar Freemans. Hið sama kveld var gert nokkurs konar örvaboð um alla íslenzku byygðina, að hver maöur, karl og kona, ungir og gamlir, skyldu komnir næsta dag kl. 2 e.h., er var fimtudagur, 26. Júní, að samkomu húsi bygðarinnar. Allir voru stund- vísir, en fáum kom til hugar hvað und- ir bjó, annað en fagna komu forseta kirkjufélagsins. Samkoman var sett af formanni dagsins og framkvæmdarmanni sam- kvæmisins, Stefáni S. Einarssyni, seni þá gerði opinbert hvað á bak við hefði legið, er allir voru komnir í sæti sín. að þennan dag væri 25 ára hjóna- bandsafmæli Guðmundar Freemans og Guðbjargar Helgadóttur konu hans. Að því búnu flutti forseti kirkjufé- lagsins hjónavigslu ræðu mjög fagra; svo flutti séra K. K. Ólafsson ræðu til safnaðarins mjög fagra og vingjarn- lega, sem honum er lagið. Þar næst afhenti Stefán Einarsson silfurbrúð- °S | hjónunum sitt silfurúrið hvoru, sem gjöf frá söfnuðinum til minningar um þennan merkilega dag í lífi þeirra og þessa hátíðlegu athöfn. Að jiví loknu var sezt að veitingum svo vel fram reiddum og myndarlegum að marga undraði að slíkt mætti færa í fram- kvæmd á jafn stuttum tíma, þar öllum var clulin gestkoman; en um 20 manns sáttt samkvæmiö. Er menn höfðu um stund nært líkamann, hófust ræðuhöld. Þeir, sem bezt skemtu fólkinu, voru prestarnir séra Björn B. Jónsson og kirkjuþingsmaður Bjarni Jones. Af bygðarmönnum auk forseta dags- ins. Stefáns Einarssonar, er alt gerði sem honum var auðið til að stundin væri sem skemtilegust, töluðu þeir Ás- mundur Benson lögfræðisnemi og Sig- ttrður Jónsson. Samsæti þettá var það skemtileg- asta sem hér hefir verið haldið, því engar samkomur okkar hafa verið prýddar jafn virðulegum og mörgum gestum sem þessi; því flestar okkar santkomur eru haldnar án þess að nokkur gestur sé við staddur; þess vegna var það viðbrigði fyrir okkur Komizt áfram með j>ví að ganga á Success Business College á Portage Ave. og Ed- monton St. eða aukaskólana í Regina, Moose Jaw, Weyburn, Calgary, Letbridge, Wetaskiwin, Lacombe og Vancouver. Nálega allir Islend- ingar í Vestur Canada, sem stúdéra upp á verzlunarveginn, ganga á Success Business College. Oss þykir mikið til þeirra koma. Þeir eru góðir námsmenn. Sendið strax eftir ókeypis skólaskýrslu til skólastjóra, F. G. GARBUTT. ustu og merkustu prestum til að prýða þetta heiðurs samsæti; enda var það að maklegleikunt að það færi vel og skemtilega frarn, þar sem silfurbrúð- hjónin eru frumbyggjendtir bygðar- innar og hin fyrstu hjón, sem vígð hafa verið í hjónaband í þessari bygð, og í öll þessi 25 ár gengið á undan öðriim bygðarmönnum með prúð- mensku, háttprýði, reglusemi og ráð- deild, og alla þessa stund verið meðal þjóða umhverfis íslenzku þjóðinni til sóma t S. J. Bindindismenn og þing- fylgi. í því kjördæmi í Ontario, sem heitir North Grey, fór fram þing- kosning nýlega, er fór á þá leið, aö þingmannsefni conservativa hlaut kosningu með 278 atkvæða meiri hluta. 1 því kjördæmi er einn staður, sem getur kallast borg, og i heitir Owen Sount. Þ]essari borg j fór sem flestum öðrum í Canada, j að hún gaf conservativum stór- j mikinn meiri hluta. Þingmanns- efni Liberala hafði 12 atkvæði fram yfir hinn i öllum hinum kjörstöðum kjördæmisins, en í Owen Sound var hann 290 atkvæð- um á eftir þeim conservativa. Kjördæmið hefir áður all-lengi verið á valdi Liberala, og var full- trúi þess um hríð Hon. Mackay, sem var foringi þeirra í Ontario þingi um nokkur ár, þartil hann lagði niður þá stöðu fyrir tveim árum, flutti sig til Edmonton og náði sæti á Alberta þingi í síð- ustu kosningum þess fylkis. Hann var mikilhæfur maður og vel met- inn og einstaklega vinsæll í kjör- dæmi sinu. Það mikla atkvæða magn, sem honum hlotnaðist vlð síðustu kosningar í North Grey, kom til af persónulegum vinsæld- um hans, en ekki af því, að kjör- dæmið væri ekki vafasamt. Hin nýafstaðna kosning i North Grey kjördæmi er merkileg, ekki eingöngu af því, að Whitney stjórnin fékk þar sigur, þrátt fyrir það hneyxlis mál, sem sótt hefir verið á hendur henni á síðasta Ontario ])ingi, heldur af annari ástæðu, sem er athuga verð fyrir stjórnmála menn og flokka einnig í voru fylki. í öllum sveitum kjördæmisins er “local option”, og binclindi i traustu lagi, að þvi er virzt hefir. Nú er það aðal- málið á stefnuskrá liberala í þvi fylki, aö takmarka sem allra mest vínsölu, oe allra helzt taka fyrir alla vínverzlun og vin veitingar innan fylkisins, — að farið verði með vínið eins og hvert annað meðal eða eitur, sem selt er úr lvfjabúðum aðeins eftir læknis fyrirmælum. Nú hefði mátt ætla, að bindindismenn í hinu umrædda kjördæmi hefðu haft svo mikla elsku á þessu málefni, að þeir hefðu stutt örugglega þann mann- inn, sem þvi vildi fylgi veita. En svo reyndist ])ó ekki. Þeir gáfu ekki liaft þá afsökun, að á sama stæði, hvorum þeir greiddu at- kvæði, þvi að hið trausta bindind- isfélag “Dominion Alliance”, sendi nefnd til að tala við ])ingmanns efnin og að prófaðri stefnu þeirra beggja, gaf stjórn nefnds félags út áskorun til kjósenda, að veita þingmanns efni liberala fylgi, með því að það væri nauðsynlegt fyrir viðgang bindindisins. Eigi að síður brugðust bindindismenn í þessu kjördæmi. Þeir tóku hönd- um saman við hóteleigendur til að bola þann manninn frá, sem hafði vínbannslög á stefnuskrá sinni og ótvíræð meðmæli frá stærsta bind-* índisfélagi í landinu. Mr. Rowell, hinn röski og dug- mikli forsprakki liberala í Ontario, hefir ekki látið þennan mótblástur á sig bíta, heldur lagt af stað i nýjan leiðangur, til að sannfæra almenning um þá heill, sem landinu mundi standa af algerðum vin- bannslögum. Og þeir sem þekkja kapp og þrótt mannsins spá hon- um sigri, þó seint verði ef til vill, í bardaganum við hin öflugu sam- tök afturhalds og vínverzlunar. Alt um það er hætt við, að stjórn- málamenn i landinu fari sér hægra en áður í fylgi við bindindislög- gjöf. Það hefir sýnt sig svo oft, að bindindismönnum er ekki treyst- andi til að fylgja þeim mönnum, sem bera það málefni fyrir brjósti, heldur láta margt annað sitja í fyrirrúmi. Þlví miður eru margir þeirra fylgjandi því með vörunum eingöngu, en víkja af hólmi, þeg- ar því skal fylgi veita i verkinu. Þúsundir manna, sem orðiö hafa heilsulitlir, hafa haft stór- mikið gagn af hófsamlegri brúkun á DREWRYS Elmwood Lager Hreinasta malt-tonic Æfinlega eins á bragð ið og jafn góður. REYNIÐ ÞAÐ ROBINSON &Co. Limitcd KVENKÁPUR Hér eru nýkomnar fallegar kápur handa kvenfólki, skósíðar, viðar, með smekklega kraga og uppslög- um á ermum, með ýmislegum lit og áferð. Allar stærðir. Þetta er sér- stök kjörkaup á. £ *7CT Skoðið þær í nýju <nll / 3 deildinni á 2. lofti. Y 9 ^ JAPANSKT POSTULÍN Nú stendur yfir stórkostleg kjör- kaupa útsala á japönsku postulíni, Það er handmálað og hver og einn mun (undrast, að vér skulum geta selt það með svo vægu verði. Eng- inn hefiir ráð á að láta þessa sölu fara fram hjá sér, svo lágt sem verðið er og postulínið prýðilegt. 75c virði fyrir...... 25c ROBINSON & Co. Llmitcd indi til að málefninu verði sigurs auðið. -áhöld Þessi mynd sýnir Milwaukee steínsteypu Vjel Spyrjið eftir verði THE STUART MACHINERY COMPANY LIMITED. 764 Main St., Winnip>eg, Man Eitraðar eldspítur eru að hverfa Hættulcg efni eru ekki notuð á EDDY S Ses-qui hættulausu eld- spítur, Gætið þess að kaupa alla jafnan EDDY’S og engar aðrar, sem taldar eru „rétt eins góðar“. Það er ábyrgst, að þær séu hættu Iausar í alla staði. Biðjið altaf um EDDY’S nýju Kaupmaður yðar hefir þær c •<« ,,oes-qui Eldspítur KARLMANNA BUXUR Hentugar á vorin. Hentugar til daglegs brúks Hentugar til vinnu Hentugar til spari. Hver sem kaupir huxur hér, verður ánægður með kaupin. Þær eru þokkalegar og end- ast vel, seldar sanngjarnlega. Venjið yður á að koma til WHITE & MANAHAN 500 Main Street, CtibÚKverzlun i Kenora WINNIPEG að hafa tvo af okkar allra mikilhæf- Meðan svo stendur, eru lítil lík- Samsœri í Mexico. Ellefu menn hafa verið hand- teknir i höfuðborg þess lands fyrir hlutdeild í samsæri til að taka af lífi forsetann Huerta, Felix Diaz og hermálaráðgjafann Blanquet. Meðal samsæris manna var einn þingmaður. Á þeim fundust skjöl er sönnuðu sök þeirra, að sögn, en sumir liafa játað á sig sökina. Þeir höfðu leigt sér stóra hlöðu til að æfa sig í að kasta sprengi- kúlum og höfðu þar nægar byrgð- ir morðtóla. Svo er sagt, að mikl- ar æsingar séu víða um land gegn Bandaríkjum og óvild til þeirra komi opinberlega fram í blöðun- um; fundir eru haldnir uridir beru lofti til að ámæla Bandaríkja stjórn og áskoranir út gefnar til almennings, að standa sem einn maður gegn áleitni Bandamanna. Japanar eru ])ar mjög vinsæiir sem stendur, vegna þeirrar deilu, sem nú stendur milli þeirra og Bandaríkja stjórnar. Huerta stjórnin virðist álita, að Banda- menn veiti uppreisnar mönnum liðsinni, bæði með vopna sending- um og vista, og eitt meðal annars er það, aö þegar uppreisnarherinn sat um sjúvarborg nokkra, ])á hélt herskip eitj Bandamanna, er á höfninni lá, rafmagns ljósi yfir borginni, til ])ess að uppreisnar- menn gætu miðað ])ess betur, og margar aðrar sakargiftir ber stjórnin á Bandamenn. Þeir hafa kvatt heim sendiherra sinn, til við- urtals, og sent sérstakan sendi- mann suður, til að grenslast eftir hvernig sakir standa, en ekki hafa þeir ennþá viðurkent Huerta stjórnina, ])ó aö Evrópu stjórnir hafi lagt að þeim að gera annað hvort, skakka leikinn eða viður- kenna þá stjórn, sem við völdin er. Hermála ráðgjafinn í stjórn Wil- sons forseta er á ferðalagi til eft- irlits suður við landamæri og þyk- ir það benda á, að ekki sé at með feldu. THOS. JAGKSON & SON BYGOINOAEFNI AÐALSK RIFSTOFA og birgSaból 370 COLONY ST TALS. Sherbr. 62 og 64 WINNIPEG, MAN. GEYMSLUPLÁSS: Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63 í Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498 I Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland, Vér seljum þessi efni í byggingar: Múrstein, cement, malað grjót,' (allar stærð.), eldtraustan múrstein, og eldleir, Flue Lining, möl, Hard- wall Plaster, hár, Keene’s Cement, hvítt og grátt kalk, hydrated kalk, viðar og málm lath, gyps, Rubble stone, Sand, ræsapípur, weeping drain Tile, Wood Fibre Plastur, Einnig Mortar, rautt, gult, brúnt, standard og douhle strength black. Tuttugu menn óskast strax. Vér skulum borga þeim gott kaup meðan þeir eru í Moler’s Rakara skóla. Vér kennum rakara iðn til fullnustu á tveim mánuöum og útvegum lærisveinum beztu stöður að afstöðriu námi með $15 til $35 kaupi um viku. Griðarleg eftirspurn eftir Moler rökurum sem hafa Moler vottorð. Varið ykkur á eftirhermum. Komið-og skoðið stærsta Rakara Skóla í heimi og fáið fagurt kver ókeypis. Gætið að nafninu Moler á horni King og Pacific stræta, Winnipeg eða 1709 Broad St. Regina. J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 1 ALBERT/y BLOCK- Portage & Carry Phone Main 2597 FURNITURE oi' Liv, OVERLAND V A1 v« ’ *. L l * *. N 01R FORT ROUCE THEATRE an'’ Hreyíimynda lcikhús Beztu myndir sýndar J. JÓNASSON, eigandi. Eg hefi 320 ekrur af landi nálægt Yarbo, Sask. (V* sect.J, sem seljast á með góðum skilmálum; eign í eða um- hverfis Winnipeg tekin í skiftum. A landinu eru um 90 ekrur plægðar og af þeim 50 undir akri nú. Alt landiö inn- girt og á því um þúsund doll. virði af húsum ásamt góðu vatnsbóli. 5. SIGURJÓNSSON, 689 Agnes Stræti, Winnipeg.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.