Lögberg - 04.09.1913, Blaðsíða 7

Lögberg - 04.09.1913, Blaðsíða 7
LÖGBERG, EIMTUDAGINN 4 September 1913. 7 Hið nýja höfuðsetur De Laval rjóma skilvindu og annara mjólkur- búa áhalda í Peterboro. par eru liinar nýjú verksmiðjur og aðal-skrifstofur De tiaval Dairy Supply C’o., I.tli., Peterboro, Ont. 1 þessari verksmiSju eru búnar til De Laval rjóma skilvind- ur, Ideal Green Feed Silos, “Alpha”, Gas og Gasoline t'élar, og allskonar áhöld fyrir rjómabú, ostabú, mjólkursala og bændavinnu áhöld. Margir af lesendum Lögbergs munu nota einhver af þeim áhöld- sum, sem De Laval félagiö býr til, og þykir ef til vill gaman aö heyra sagt af hinni nýju verksmiöju, sem félagiö er að láta reisa í Peter- boro, Ont. Verksmiðjuhúsin eru nú nálega fullbúin. Skrifstofurnar blasa viö þeim sem á horfir og eru útbúnar með þeim bezta útbúnaði, sem nú er hægt aö fá, og þar er aðalskrifstofa félagsins í Canada. Efni og smíö er alt eftir nýjustu tízku, þökin margbrotin, meö mörgfum risum, til þess aö fá sem bezta birtu og hreinast loft; efnið er cement, múrsteinn og stál og mjög vel frá þeim gengið. Fimtán ekrur er verksmiðjustæðið, en nokkra hugmynd má gera sér um stærð hennar af þvi, að járnbrautarteinar, sem hún þarf á að halda fyrir sjálfa sig, eru meir en míla á lengd. Bæinn Peterboro valdi félagið fyrir höfuðsetur vegna þess hve vel hann er settur; hann liggur í norðaustur frá Toronto í áttina til Ottawa, og koma .þar saman Grand Trunk og C. P. R. brautirnar við Trent skurðinn. Auk verksmiðju og aðalseturs í Peterboro, hefir félagið skrif- atofu og vöruhús í Montreal, Winnipeg og Vancouver, svo og vöru- hús í Calgary, Edmonton, Regina og Saskatoon. Félagið hefir liina mestu trú á landinu og framtíð þess og álítur þann tíma fara í hönd, er Canada flytji út mjólkurvöru til annara landa, í stað þess að flytja hana inn. Alþýðuvísur. Viðskilnáöar kvœSij Heiðraði ritstjóri, eg vona að í>essar vísur, sem hér fara á eftir, séu velkomnar, þó eg því miður ckki geti nafngreint höfund þeirra; þær orti kona fyrir aðra konu er íá banaleguna, eg lærði þær þá eg var barn. Vísurnar eru verðar þess að frelsaSt frá glötun: Hún er nokkuð leiðin löng lífs um hála dalinn, öllu freinur er þó ströng — upp ef væri tálin. Ungdóms blíða vermdi vel vorið bezt sem kynni, — því eg ekkert þrauta él þekti i barnæskunni. Út á lífsins ólgu sjó ýttist eg á bárum, margtvinnaðist mæðan ,þó með fullorðins árum. Oft eg líka yndis tíð ■ átti völ að fanga, þegar gæfu blessu'ð blíð brosti sól að vanga. Hvarf mér alt i einu frá índælasta vonin þegar heljan hremdi blá hjartakæra soninn. Geðs um parta glæddist þrá grét eg daga og nætur, særðu hjarta sviftust frá synir bæði og dætur. Misti eg síðast meiðir fleins er mér var öllum kærri, hefir meinið annað eins ei mér gengið nærri. Enginn getur meinin mín mýkt, af heimsins lýði. Sný eg nú í naúð til þín, náðar herrann blíði! Holdið stynur, hjartað sker Jiarmaljárinn skæði; signaður Jesús sendu mér sanna þolinmæði. Bú við mína banasæng bæn eg sendi héita, undir þínum verndar væng vil eg hvíldar leita. il>ó eg beiska bikarinn bergi af þjáningunni, síðast gefst mér svölunin sæt af lífsins brunni. Dvínar fjör en dofnar hold dúr vill hels að síga valla heilum fæti á fóld framar mun eg stíga. Kveð eg þjóð méð kossi og hönd, kveð eg tára dalinn, — frelsuð, lúin flýgur önd í fagran himna salinn. R. J. DaviSsson. BlómiS. Blómiö þráir hver veit hvað? Krept á stráa dýnu, lyftir háu afli að auganu blá á smu. Hvort mun rænu ríkja æð, renna í grænum taugum? Er, sem mæni í hæða-hæð, hjartans bænaraugum. Huld. grim dbrm. Jónsson á Staðarfelli og konu hans: Laminn örmum elli, yfir saltan ver að fögru Staðarfelli fleytti skeiðin mér. Ömun svæfa þótti það, eg þá sljóvum augum leit ítran höfðingsstað. " " ’ U Sjónum ljúft var lýða liljum frónið skrýtt. Fjalla háar hliðar huldi grasið frítt. Skreyttir blöstu skógar við. Eyja prýddi kransinn klár keilu-haglendið. Stóðu strönd við fríða strengja léttfetar. Tróðu völlu viða vakrir gulltoppar. Hjarðir breiddu um bala sig. Var þar prýði yfir alt ærið tignarleg. Háreist húsin stóðu háa fjalls við rót. Skærir gluggar glóðu geisla röðuls mót. Skinu móti skafin þil. Unaðslegt var alt að sjá, er augað náði til. Ræður reistum sölum rikur Hallgrímur, háttvirtur af hölum, og húsfrú Valgerður, einkar vinsæl, vizku prýdd, til munns og handa mentuð bezt, manndygð klárri skrýdd. r * ...J-íl.! Dægur lífs um leiði lukkan sér við hönd um frón og fiska-heiði, flýi sælugrönd, þau göfugu heiðurshjón, svo og leiði ending að ódáins á frón. StaSarfels-bragur. Eftirfarandi kvæði, sem er eftir Bjama nokkurn Guðumndsson, hagyrðing á Vesturlandi, er til í eiginhandarriti höf. í eign Mrs. Ólínu Guðmundsson að Icelandic River, Man. Óskar hún að sjá það 5 alþýðuvísnabálki “Lögb.”; þvi að þó ekki sé það betur orkt en margt það, sem lofað er að falla í gleymsku án þess að koma fyrir almennings sjónir, þá geymir það minninguna um mætan rnann, Hall- Eg fullsælu uni vlð inn á Staðarfelli. Þraut burt fælir, þróar frið það indæla heimilið. Húsráðandann háttvirtan Hallgrím Jónsson nefni. itusu brandahlynir hann hér Fellsstrandar oddvitann. Hlaðin sóma hans er trú, ■húsfrúin Valgerður. Unnarljóma ekra nú engin rómast fegri en sú. Þéssar vísur eru hokkuð gamlar og ættu ekki að gleymast og því sendi eg þær í safnið: Guðs það dýrkun engin er einn þó sér svo hagi, í kórnum rífi kjaft á sér og keyri aðra af lagi. Hvort sér Sigurður, sem var prestur í Grimsey á undan séra Magnúsi Jþnssyni, siðast presti á Grenjaðarstað, hefir ort visuna, veit eg ekki, en hún var þar á gangi tim 1840 eða stuttu þar á eftir. ó'. M. Skipakomur íslendinga o.s.frv. fFramh. frá 3. bls.J Einar Þveræingur bjargaði þeirra málstað ekki nema einu sinni. Þeir léðu erlendu valdi þegar í upphafi fangstaðar á sér og urðu því síð- ar teknir tófutaki. Þessar voru hinar fyrstu afleiðingar þess, að íslendingar önnuðust eigi sjálfir alla flutninga sína frá upphafi. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Næsta afleiðíng þessa var sú, að íslendingar vöndust á að hlýða Noregs konungum, löngu áður en þeir höfðu nokkur yfirráð yfir íslandi. Varð þessi vani ennþá ríkari fyrir þá sök, að margir gerðust hirðntenn konunga og handgengnir þeim. Þegar svo innanlandsófriðurinn hófst hér á landi varð skammsýnum íslending- um það á, að skjóta málum sínum undir Noregs konung. En þá sat þar að völdum vitur rnaður og framsýnn. Sá liann skjótt að hér var leikur á borði, en þetr sáu eigi veiðiaugun, sem jafnan hvíldu á þeirn. Vanræksla og skammsýni íslendinga í verzlun og samgöng- um varð á þennan hátt að gangvegi fyrir Noregskonung til þess að ná yfirráðum yfir landinu. Islending- ar gerðu þó viturlegan samning við konunginn, gamla sáttmála, er þeir mæltu svo fyrir, að þeir skyldu lausir, ef rofin yrði sáttmálinn af hendi konungs eða arfa hans. En þeir gættu þess eigi, hversu erfitt þeim mundi verða að neyta þessa réttar, er þeir sátu með alls- ónógan skipakost á umflotnu landi úti í reginhafi. Þvi að konung- ur þurfti þá ekki annað en leggja farbann fyrir öll íslandsför um nokkur ár. I því banni munu og skip íslendinga sjálfra hafa lent, af því að þeir mundu hafa siglt í greipar óvina sinna, er þeir verzl- uðu eingöngu við Noreg. En alt hefði þetta horft öðruvísi við, ef þeir hefðu haldið víð skipastóln- um og verzlað við fleiri þjóðir. Á þessu varð þó engin raun'ger, því að þeir sögðu aldrei upp sátt- málanum, hversu oft sem hann var rofinn. En það sást í þvi, sem var smærra. Noregskonungar höfðu haft ein- okun yfir verzlun allri á Finnmörk frá ómunatíð. Var þeim því kunn hugmyndin og ágóðinn. Þótti þeim því óskaráð, er fram liðu stundir, að reyna að koma því lagi á verzl- unina bæði víðar í Noregi og í öllum eylöndum, sem lutu Noregs- konungi. Enda kom að þvi um síðir. Þó byrjuðu þeir á að banna erlendum mönnum sigling til þess- ara landa. Komu slíkar ráðstafanir fyrst fram 1294, en ísland er fyrst nefnt 1302. Þá er öllum erlend- um mönnum bannað “að flytja sitt góðs eðr senda norðr um Björgvín eðr annarsstaðar til sölu í herað eðr gjöra félög til íslands eðr ann- ara skattlanda konungsins”. Er þetta bann ítrekað rúmum 40 ár- um síðar. Ekki sáu íslendingar hvert stefndi og ekkert gerðu þeir því til að afstýra yfirvofandi hættu. Hefði þó þá enn verið tími ems- til að manna sig upp og auka skipastólinn. En stundarhagurinn var eigi í bráðurn voða og létu þejr því kyrt. Þeir voru hagvanir i Noregi sem fyr var ritað og kom eigi til hugar að slík verzlunar- stefna konungs mundi ná til sin, alla þá stund sem þeim og Aust- mönnum var heimilt að verzla eftir vild. En þess var ekki langt að bíða að konungur legði bann og kvaðir á íslendinga og Austmenn. Svo er sagt í Flateyjarannál að Magnús konungur Eiríksson hafi gefið Hákoni syni sínhm Noreg en Eiríki Svíþjóð, en “sjálfum sér ætlaði hann til ríkis Hálogaland, ísland, Færeyjar og Hjaltland”. Þá snérust Norðlingar til mót- stöðu og fóru þá Eyfirðingar til Noregs á ferju, sem þeir keyptu af Þverárstað; en skip þeirra var gert upptækt, þegar pangað kom og menn handteknir. Að öllum líkindum hefir það verið gert í Kristján 4. bolaði þessa menn burtu. Þóttist hann gera það til þess að þegnar hans fengi haginn af verzluninni. Hann var eigi að hugsa um íslendinga hag, en þeir höfðu þá gengið svo frá sér, að þeir urðu að láta sér alt lynda, sem títt er um sigraða menn. Var þeim nú runnin í merg og bein skoðun lögmanna og lögréttu, er þau kærðu skipakaup Guðbrandar fyrir konungi og töldu óþarfa og mikla hættu að Islendingar ættu kaupfar. Hver er hugur manna nú? y IA f! K t/r JTOTEL ViB sölutorgiö og City Hall Sl.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Skipalaust eyland hlýtur komast í ánauð. Væ victis! að þjóðir en Norðmenn, jafnvel þó lagt væri á þá landauragjald og þeir væru skyldir til landvarnar með konungi og fyrir þá væri lagt farbann þegar konungi sýndist. Sigling Austmanna hingað og verzlun dró og mjög auð út úr landinu, því að verzlunarhagurinn gekk að miklu leyti til þeirra. Liggur það og i hlutarins eðli, að þeir hættu ei að verzla, þótt kon- ungur legði gjald á verzlunina, alla þá stund sem þeir græddu á henni. Svo má lengi illu venjast að gott þyki, segir málteekið; hefir það jafnan sannast á íslendingum. Og lagaleysi, en konungi mun hafa verið ljúft að bæla alla mótstöðu niður með harðri hendi. Tókst það og fullkomlega. Komst þá á sú verzlun, er Konráð Maurer segir fólgna í þessu; að binda verzlun Islands við sérstakt kon ungsleyfi, að leggja gjald á kaup- menn í konungsþágu fsekkjagjaldj og fi þriðja lági að einoka alla verzlun landsins við Björgvin. Landsmenn urðu með öðrum orðum að láta sér lynda að kon- ungur tækji sér sjálfumjil matar tuttugasta hvem fisk af verzlun þeirra. Þeir höfðu þá hvorki skipakost né manndáð til þess að risa á móti. Af þessum böndum á verzlun og siglingum og álögum leiddi nú það, að smámsaman dró úr kaupferð- um Islendinga og Austmanna. Beztu mennirnir drógu sig í hlé og atvinnan lenti að mestu í höndum misindis lausakaupmönnum. Og að lokum lenti hún nær eingöngu í höndum erlendra manna, Eng lendinga ög Þjóðverja. Versnaði viðskiftahagur Islendinga að vísu eigi við þetta, en lokið var nú með 1 öllu skipakosti þeirra litlu fyr, en V. Skipalaust land. Þá er Norðmönnum lá sem mest við að eiga skip, til þess að geta j varist erlendum yfirráðum yfir 1 verzlun sinni, þá gerðu konungar I þeirra ekkert þeim til hvatningar ] eður hjálpar, heldur lögðu sömu j bönd á þá sem á útlendinga. Eina j ívilnun höfðu þeir þó um stund, sem að framan var ritað, að kon- ungar reyndu að einskorða versl- un íslands og skattlandanna viö Noreg. En þetta dugði þó eigi, því að skipagöngur Norðmanna minkuðu meir og meir og aðrar þjóðir 'tóku úr höndum þeirra verzlun á íslandi að mestu leyti og í öllum skattlöndum, nema einu, og í þeirra eigin landi. En þótt aðrar þjóðir tækju ekki verzlun af þeim í einu skattlandinu, þá héldu Austmenn henni ekki. Landið var Grænland. Þangað sigldi enginn. Konungar höfðu gert að engu skipagöngur íslendinga, sem í Grænlandi bjuggu, með álögum og einkaleyfum svo að sjálfir gátu þeir eigi sótt nauðsynjar sinar. Skipastóll íslendinga sjáifra var i andarslitrun- um af vanhyggju þeirra sjálfra og af sömu konungsheimsku sem á Græn- landi. Ekki gátu þeir liðsint frændum sínum, enda mundu þá hafa sætt af- arkostum af kóngsþrælum. Og að lok- um var skipastóll Noregs og dugur svo þorrinn, að þeir hættu að sigla þang- að. Þá var norrænni sjómensku og herfrægð svo komið, að þeir létu skrælingja höggva frændur sína niður sem búfé, hvern einasta mann. Þar sást ljóst, hver örlög skiplausra ey- landa mega vera. í Noregi og á íslandi vissu menn þó ennþá, hvað hafskip var, fram yfir siðaskiftin. En þá kollféll alt hér á landi i höndum j>eirra varmenna og uppskafninga, sem þá voru að starfi með erlendum óþokkum gegn Ög- mundi og Jóni Arasyni. í Noregi fór Siðaskiftunum var komið á með klækjum og þar með var Noregur höggvinn úr tengslum við Noröurálf- una......og varð skattland fjandans og fátæktarinnar.” Afstaða Islands til þýzkra og enskra kaupmanna var öll önnur en Noregs, )ví að þeir bættu verzlun vora og hún varð eigi útlendari en hún hafði þá verið um langan tíma. Enda er það áreiðanlegt, að hagur þessa lands hefði orið allur annar ef Kristján 4. hefði eigi stökt þessum kaupmönnum burt. — Eg hefi áður rakið það nokk- uð, hvað Noregskonungar buðu þjóð vorri, er hún var mjög svo þrotin að skipum, en þeir fóru þó eigi lengra en að leggja gjöld á þá, sem hér verzl- uðu. Eftir 1600 sést fyrir alvöru hvað má bjóða þjóð, sem býr á umflotnu landi og getur eigi sjálf annast flutn- inga sína. 1. Hún megnar ekki að sporna við >vi, að henni sé valdir viðskiftamenn og viðskiftavegir eftir geðþótta eins manns, konungsins, eða félaga, sem gjalda ákveðið verð fyrir og mega setja henni afarkosti. Þetta var og framið á Islendingum, og nú var þeim ómáttugt að risa við því, því að þeir bjuggu í skóglausu landi og blóðsug- urnar fluttu þeim ekki skipavið. 2. Hún vérður og ósjálfráð heima fyrir, þvi að hún ræður engu um, hvar vörur eru settar á land. Vilji hún ýf- ast við, þá má svelta hana, þangað til hún beygir sig. Að lokum fer svo, að landinu er skift í verzlunarhéruð, og má enginn verzla utan þess héraðs, er er honum er skipað. Þá eru menn orðnir þrælar fastir á fótum. En hvað eiga menn að gera? Ekki fljúga steiktar dúfur í munn þeim, og ekki geta þeir vaðið yfir heimshöfin. íslendingar urðu eigi aldauða eins og Grænlendingar, og má vera að vér eigum líf vort því að þakka, að skræl- ingjar náðu ekki til vor. Raunar veru jafnan skipagöngur til landsins, þvi að velgerðarmennirnir þurftu að flytja oss ormakorn og fleira, þótt af skorn- um skamti væri, en einkum þurftu þeir að flytja héðan ránsfeng sinn, góðar vörur vorar, sem þeir auðguð- ust á. Eigi hefi eg fundið hversu mörg skip hafi gengið hingað á einokunar- tímanum, en sjálfsagt hafa þær skipa- Coast Lumber Yards Ltd. 185 Lombard St. Tals. M.765 Sérstakir Talsímar fyrir hvert yard. LUMBER YARDS: 1. St. Boniface . . M. 765 eftir sex og á helgidögum 2. McPhilip St. . . M. 766 3. St. James . . . M. 767 Aðalskrifstofa . . . M 768 Fluttur! Vegna þess að verkstæð- ið sem eg hef haft að undanförnu er orðið mér ónóg, hef eg orðið að fá mér stærra og betra pláss sein er rétt fyrir norðan William, á Sherbrooke. Þetta vil eg biðja við- skiftamenn mína að at- huga. G.L.STEPHENSON ‘ The Plember” Talsími Garry 2154 885 Sherbrook St., W’peg. Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Horni Toronto og Notre Dame Phone : Heimilís c Garry 2988 Garry 899. unarinnar hafi komið 30 skip til Is- lands á ári. Er sennilegt, að allan tím- ann hafi gengið hingað 20—30 skip. Má telja víst, að flutningar hafi verið allsendis ónógir, einkum er hallæri var landinu, og hafi samgönguleysi verið ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip VETRAR-FERDIR Frá St. John og Halifax Frá Portland til til Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD A FYKSTA FARRÝMI...$80.00 og npp A ÖÐRU FARRÝMI........$47.50 A pRIÐJA FARRÝMI......$31.25 Fargjald frá Islandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri...... $56.1® “ 5 til 12 ára......... 28.05 “ 2 til 5 ára.......... 18,95 “ 1 til 2 ára.......... 13-55 “ börn á 1. ári.......... 2.70 Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferðirnar, far bréf og fargjöld gefur umboðsmaður vor H. S. BARDAL horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sem annast um far- gjalda sendingar til íslands fyrir þá sem til hans leita. W. R. ALLAN 364 Maln St., Wlnnlpeg. Aðalumboðsmaður rostanlands. LUMBER SA$n, DOOR8, nOLLDING, CEMENT oq HARDWALL PLA8TER Alt sem til bygginga útheimtist. National Supply Co. Horni McPhiiips og Notre Daine Ave. Talsímar: Garry 3556 3558 WINNÍPEG The Birds Hill Búa til múrstein til prýði utan á hús. Litaður eftir því sem hver vill hafa. Skrifstofa og verksmiöja á horai Arlington og Elgin WINNIPEG, - - . MANITOBA D. D. Woodj Manager Fón Garry 424 og 3842 Hver múrsteinn pressaður mikil orsök þess, er menn urðu hung- urmorða. Sést það meðal annars á Kaupmannahöfn. því, að skipin gátu ekki tekið alla vöru til útflutnings eftir það að lengt var tjóðurbandið og öllum þegnum Nor-' egskonungs leyft að verzla hér; og1' - höfðu þó þá vaxið skipagöngur. I al- mennri bænarskrá, dagsettri á alþingi 24. Júlí 1795 “kvarta þeir yfir að verzlun kaupmanna sé ófrjáls, magn- laus, niðurdrepandi og óbærileg, og biðja þess vegna um að veitt verði frjáls verzlun við allar þjóðir. Þeir kvarta einkum yfir að verzlun þeirra sé bundin við riki Danakonungs ein- saman; að kaupmenn flytji bæði of- litla vöru til lands, einkum þá sem menn þarfnast mest til atvinnuveg- anna, og vara sú, sem flutt sé, sé bæði skemd tíðum og einatt, og svikin, og þar að auki illa úti látin að vigt og mæli; peninga fá menn ekki nema með mikilli ofanágjöf, en óþarfa vöru sé neytt upp á menn bæði til kaups og láns. Þá kvarta þeir yfir, að kaup- menn geti ekki tekið við nærri allri vöru þeirri, sem bjóðist frá lands- mönnum, og í góðu ári varla nema helming hennar, og kefji þetta alla at vinnu landsmanna. Þeir geta og þess með mikilli óánægju, að kaupmenn dragi allan ábata sinn úr landinu og eyði hónum eða verji Danmörku til gagns einni saman og helzt í Kaup- mannahöfn, en afræki allar borgara- legar skyldur sínar við ísland.” Sést á þessu, að ónógar skipagöngur þykja mönnum þá verstar. Að hinum atrið- unum verður síðar vikið. Óðar en verzlunin varð hóti frjálsari ukust og skipagöngur, þótt enn væri sá gallinn á, að þær voru bundnar við eitt land. Alt fram til 1854 er nákvæmlega eins háttað öllum samgöngum vorum sem var fyrir 1788, nema hvað afar- kostirnir voru litið eitt mýkri en á verstu tímum einokunarinnar. öll unarinnar og yfirráð siglinganna hef- ir verið og er enn að miklu leyti í Margir kaupmenn fara enn með ágóða sinn þangað, og toga því í þann endann, sem siður Þetta er vafalaust mesta tjónið af þvi, að skipagöngur sé í annara hönd- um, að öll verzlun verður oss erfiðari og óhagstæðari og miklu dýrari. En það verður engum tölum talið. Því að fyrst og fremst er erfitt að leiða getum um það, hversu miklu hagstæð- ari hún yrði, ef vér ættum sjálfir skip- in, og í öðru lagi verður eigi metið til peninga, að þetta er haft á framtaks- semi og áhuga vor sjálfra, og sviftir vora menn heilli og mikilsverðri at- vinnugrein. Hitt mætti reikna í pen- ingum hversu mikið fjártjón það er fyrir oss, að alt er útborinn eyrir, sem goldið er fyrir mannflutninga og vöruflutninga. Árið 1911 fékk‘Thore’- fél. 920,000 kr. í flutningsgjöldum. Hafi nú hitt félagið fengið jafnmikið, þá höfum vér borgað Dönum það ár 1,840,000 krónur fyrir flutning. Þá hefir og Björgvinarfélagið fengið eitt- hvað. Þótt þvi talan hér að fúaman væri hetdur há, þá er þó ekki hátt far- ið að telja þeim öllum 2,000.000 kr. Betur væri þesir peningar komnir í vasa landa vorra, en þar mundu þeir lenda, ef vér hefðum skipagöngurnar í vorum höndum. fMeira.J Dominion Hotel 523 MaJn St. Winnipcg Björn B. Halldórsson, eigandi Bifreið fyrir gesti Sfmi Main 1131. Dagsfæði $ 1.25 einkenni úr bænarskránni 1795 eru skýr og auðsæ fram til 1854. En þá mátti nú vænta að frjáls verzlun kæmi einnig lagi á skipagöngur. Hefir það og orðið svo, því að þá hefst sigling hingað frá ýmsum löndutn og helzt nokkuð i hendur við það vörumagn, sem þangað flyzt og þaðan kemur. En Danmörk heldur þó meiru af skipagöngunum en því, sem samsvar- ar því vörumagni, er þaðan flyzt. Er Jjess þó einkum gætandi, að minst flyst þaðan af dönskum vörum, held- ur eru það að miklum hluta vörur frá Þýzkalandi og annarstaðar að, en annarstaðar, en hraunið bert og blásið undir. Nú blánar ekki lengur “lyngið á Lögbergi helga” af berjum, því það er að kalla algerlega upprætt; og hvað mun þá verða að 17 árum liðnum, ef gróðrinum fer jafn hnign- andi hér eftir sem hingað til. Sæmra hefði þá verið, að Þingvellir hefðu al- gerlega fallið í gleymsku, en að þurfa að sýna þá á afmælishátíð þeirra nið- urnídda og afskræmda. En yrði búið að gera Þingvelli á afmæli þeirra að friðlýstum þjóð- garði íslands, þyrfti enginn að bera kinnroða fyrir meðferðina á þeim. Þá mundi það sannast, að minning þeirra fornmanna, sem gerðu þingvelli sögu- fræga, væri metin að verðleikum, og þeim að nokkru launaður frægðar- bjarminn, sem skinið hefir af þeim yf- ir þjóðina á síðustu öldum. Því skær- ustu geislarnir hafa einmitt stafað frá þessum stað—alþingisstaðnum forna, Vér getum ekki reist merkustu for- feðrum vorum minnisvarða úr marm- ara eða málmi, enda líka gagnslaust; en hitt gætum vér, — og væri vel til fundið — að sýna þeim ræktarsemi vora með því að gróðursetja tré og jurtir, og vernda þau, á þeim stað, er þeir álitu fegurstan og helgastan á öllu landinu. Þá fyrst væru þingvöllum gerð full skil, er þeir væru gerðir að þjóðgarði íslands, ritað ágrip af sögpi þeirra og gerður af þeim fullkominn uppdráttur halda minningarhátíðina á Þingvöll-j og náttúrúlýsing. Þeir, sem ekki um sjálfum. Sæti nú alt í sama horf-)hefðu séð Þingvelli og ættu ekki kost inu, hér eftir sem hingað til, mundi á því, gætu með því móti gert sér ljósa grein fyrir sögu þeirra, landslagi og náttúrufegurð. Þingvellir við Öxará. VI. Sagt er, að árið 930 hafi Þingvöllur verið valinn sem alþingisstaður ís- lendinga. Og að 17 árum liðnum D930J verður þá 1000 ára afmæli hans. Ástæða væri til að minnast hans þá sem hins merkasta og frægasta sögustaðjar á landi hér— og jafnvel á Norðurlöndum- Væri þá vel til fallið, að minnast stofnunar alþingis og mönnum gefast á að líta, er menn rendu augum yfir alþingisstað- inn forna á 1000 ára afmæli hans. Búðartóftirnar — einu fornmenjarn- ar — mundu þá óvíða eða hvergi sjást, því að þær mundu flestar ger- samlega jafnaðar við jörðu. Það yfði einu sinni ekki hægt að segja eins og skáldið forðum: “Nú er hún Snorra sem Jiangað verða að fara fyrst fyrir þá. búð stekkur”, því að búðin sú yrði þá göngur verið alls ónógar. Jón S*ig-1sök að verzlunarvegir íslands lengjast j orðin sem grjótflekkur einn, og þar urðsson segir, að á tima konungsverzl-1 og skekkjast af því að endastöð verzl-1 ekki standa stcinn yfir steini, fremur Nú á dögum er mikið skrafað og ritað um ættjarðarást, þjóðrækni og sjálfstæði; en þá fyrst eiga þessar til- finningar rætur hjá þjóðinni,— 'og er mark á þeim takandi—, er hún sýnir í verkinu, að henni er ekki sama, hvernig fer um fegursta sögustað landsins — hjartastaSinn■ GuSm. Davíðsson. —Eimreiðin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.