Lögberg - 11.09.1913, Qupperneq 8
8
LÖGBERG, FIMTTJDAGINtí
ii. September 1913.
REYNIÐ
OKKUR
FYRST
ef þér þarfnist
GLERAUGU LESTRAR- eða
STÆKKUNAR-GLER
Myndavélar og Mynda-áhöld
Hitamælira og Lindarpenna.
Limited
H. A. NOTT, Optician
313 Portage Ave.
Ur bænum #
Goodtemplarastúkan Skuld er atS
undirbúa tombólu sem haldin verð-
ur 29. þ. m. Xánara auSlýst síbar.
Bazar hefir kvenfélag Fyrsta
lút. safnaðar fastráðið að halda
þriðjudag og miðvikudag 7. og 8.
Okt. næstkomandi. Tilhögun
svipuð og síðastliðið haust og
margskonar góðir munir og vand-
aðir á boðstólum.
Herra Sigurður Sölvason ak-
týgjasali frá \Vestbourne*var stadd-
ur hér í borg i kynnisferð á þriðju-
daginn. Horfur sagði hann svo
góðar í sínu bygðarlagi, að aldrei
myndi hann eftir þeim betri.
Barnastúkan “Æskan” heldur
fyrsta fund sinn eftir sumarfríið
í neðri sal Goodtemplara á laugar-
daginn kl. 4 e. h. Umsjónarmenn
stúkunnar vonast eftir að sem flest
börn i stúkunni sæki fundinn og
lofa því að hann verði skemtilegur.
Þeir Baldur Olson, Sigurgeir
Bardal, Edvin Baldwinson og
Alfred Albert eru nýlagðir af stað
út á land i þreskivinnu. Þeir eru
mestu röskleiksm?Kn og munu hafa
í hyggju að fara að draga saman
til búsins þvi að allir eru á bezta
aldri — komnir fast að giftingu.
Hjálp í neyð.
Meðtekið í samskotasjóð Sigurlaug-
ar Guðmundsdóttur í Reykjavík:
Sent Lögbergi;
Mrs. Jóh. Sigurjónsson,
Leslie................$200
Hósías Björnsson sm.st. .. o 50
Ingibjörg Hóseasson sm.st. o 50
Mrs. Ólöf Goodmansson,
Poplar Park........... 1 00
Samtals $ 4 00
Áður augiýst $186 5ö
Nú alls..........$190 50
Kornslætti mun nú víðast hvar
lokið og þresking að byrja og geng-
ur ágætlega ef þau þurviðri og sú
hagstæða tíð helzt. enn um hríð, er
verið hefir undanfarið.
Herra J. J. Vopni skrifar frá
London 27. Ágúst og segir að hann
og þeir Árni Eggertsson, ásamt
Thorwaldssonum, muni leggja af
stað vestur frá Liverpool 2. þ. m.
áleiðis'til Boston; til London kom
ferðafólkið frá París, en hafði
áður farið um Sviss, Þýzkaland
og fleiri Evrópulönd. Hinga^, til
Winnipeg bjuggust Islandsfararn-
ir við að koma um 20. þ. m.
Gifting.
Lundar, Man., 1. Sept. 1913.
Herra ritstjóri Lögbergs!
Eg vil hér með biðja þig gjöra
svo vel áð birta í blaði þínu, að
sunnudaginn 31. Ágúst s. 1. (í gærý
hafi eg gefið saman í hjónaband í
nýju kirkjunni i Lundar-þorpi,
brúðhjónin Jóm Guðlaug Guð-
mundsson og Lukku Björgu Jónsd.
Byjólfson, bæði til heimilis að
Lundar. Eftir hjónavígsluna var
myndarlegasta samsæti, halcliö að
heimili foreldra brúðarinnar “Eyj-
ólfsons Boardinghouse”, sem fyrst
um sinn verður áfram heimili
bVúðhjónanna.
Jón Jónsson.
Gleraugu í gullumgerð hafa
tapast á Sherbrooke stræti nýskeð.
Finnandi geri svo vel og skili til
Mrs. O. Freeman 711 Pacific Ave.
Gleraúgun voru í umbúðum.
Rafmagns vagnar byrjuðu að
renna milli Winnipeg og Selkirk
á sunnudaginn var. Sjö vagnar
fara hvora leið á hverjum sunnu-
degi.
í vetur leið var lögreglumaður
að; elta þjóf, er hann sá stela
flöskum úr mjólkurvagni, og skaut
af byssu sinni til að hræða hann.
Kúlan kom í gagnauga á saklaus-
um Galiciumanni og nam staðar í
heilanum, en þó lifði maðurinn og
þykir það mikil furða. Hann er
á ferli en jafnan veikur í höfðinu,
og er nú að biðja bæjarstjórnina
um hjálp fyrir sig og fjölskyldu
sina.
Séra Sigurður S. Christophers-
son hefir dvalið um hríð hér í
Winnipeg við að selja rit kirkjufé-
lagsins. Innan skamms ætlar hann
til Selkirk í sömu erindagerðum.
Mr. Thorl. Anderson, gripa-
kaupmaður frá Calder, Sask., var
hér á ferð í gær (Vniðvikud.J.
Mrs. J. Júlíus lagði af stað
vestur til Leslie á mánudaginn.
Hún býst við að dvelja þar vestra
hjá kunningjafólki sínu um mán-
aðartíma.
Herra Stephan Johnson, einn af
prenturum Lögbergs var skorinn
upp við sullaveiki í vikunni sem
leið, af Dr. Brandson.' Uppskurð-
urinn tókst vel og verður sjúkling-
urinn kominn á fætur eftir hálf-
an mánuð. en mjög miklu lengur
verður að bíða þartil sárið er al-
gróið. Þjetta mun vera í fyrsta I einkum á siðari árum, enda er
Roskin kona getur íengið hús-
pláss á rólegu og góðu heimili í
Nýja íslandi að vera þar að mestu
leyti til skemtunar ungri húsmóðir,
sem á eitt barn, en maður hennar
oft á ferðalagi. Skrifa má eftir
frelpiPi upplýsingum P. O. Box
25, Árborg, Man.
Sigfús' Jónsson, bóndi á Blómst-
urvöllum í Geysisbygð í Nýja Is-
landi, andaðist þar að heimili síhu
þann 19. Ágúst síðastl., 82 ára
gamall. Lætur eftir sig ekkju,
Björgu Jónsdóttur, og sjö börn,
öll uppkomin. Tverr synir, Jó-
hann og Svanberg, búa þar á föð-
urleyfð sinni og tvær dætur, þær
yngstu, Sumarrós og Indiana, eru
og heima. Hinar dæturnar eru
Signý, kona Þorsteins Þorsteins-
sonar á Simcoe St. Winnipeg,
Svanbjörg, kona Sigurmundar
kaupmanns í Árborg og Oddný,
ekkja eftir J. T. Jónsson, sem bjó
í Gilhaga i Árdalsbygð og lézt 16.
Marz 1909.
Þau Sigfús og ’Björg fluttu
vestur um haf 1883, fóru þá strax
til Nýja íslands og hafa verið þar
ávalt síðan. Sigfús var ættaður
frá Dæli í Svarfaðardal. Þeim
Sigfúsi og Björgu búnaðist vel
Til sölu
Fjögur hús milli
Sargent og Well-
ington:
Nr. 1000 og 1002 Sherburn
St (tvíhýsi).... $6,500
1012 Sherburn St. $1,900
972 Ingersoll St. . . $3,400
980 Ingersoll St.. .. 3,000
Skilmálar: $300 til $400 út I
hönd. Engin eignaskifti. Engir
milligöngumenn. Finnið eiganö-
ann, kl. 7 til 8 aS kyeldi.
F. Johnson,
Talsími: Garry 1428
1002 Sherbum St.
Sölumenn óskast
til að selja fyrirtaks land í ekrutali,
til garðan.ats ræktunar. Landið er
nálægt Transcona, hinu mikla iðn-
aðarbóli.
Jarðvegur er svartur svörður á Ieir.
Ekkert illgresi.
Mikill ágóði í vændum, bæði fyr-
ir þann aem kaupir og fyrir sölu-
mann.
Verð $385.oo ekran
$20 niður og $10 á mánuði, eða með
þeim kjörum; scm um semur.
J. A. Kent & Co. Ltd.
Fasteignasalar
803 Confederation Life Bldg.,
Winnipeg, Man.
sinn sem sullur er skorinn Ur
manni án þess að hann sé svæfður.
Vestan frá Candahar komu þeir
Dr. Tón Bjamason og séra Björn
B. Jónsson á laugardaginn var
Séra Björn prédikaði í fyrstu lút- |
kirkju á sunnudaginn. en síðara j
hluta þessarar viku mun hann ætla j
norður í Nýja ísland og vígja þar
tvær kirkjur. Þlaðan svo heim-
leiðis eftir næstu helgi.
Nýlega er látinn Andrew Strang,
formaður fyrir tollhúsi borgarinn-
ar, merkur maður á sjötugs aldri;
hann hafði verzlun hér í borginni!
um fjölda mörg ár, vel látinn af j
öllum.
HERBERGI
Uppbúið, þægilegt fram-her-
bergi fyrir einn mann er til
leigu að 636 Toronto St. Stöð-
ugur reglumaður ósk st.
“DAUFIR
TÍMAR”
er rétti tfminn til að ná f fðSar
>>7fflngal61iir, vel inn f borgrinni.
f*eir er kaupa nú off kaupa hygrgri-
lcga munn §tórgræ8a á þvf. Látlð
ekki peningrana liggja ihjnlausa.
Ef I nokkrum efa hvar sé bezt afi
kaupa, þá finnið mif e?5a ikrlflS
Paul Johnston
312-814 Nanton Bnildlng
A horni Main og Portage.
Talsíml: Maln 320
Herra J. G. Gillies hefir dvalið
niður í Selkirk í vikutíma, og
hrósar mjög sumarloftinu þar.
Herra Charles Nilsen hefir dval-
ið í sumar hjá Bower aðstoðar
póstmeistara í sumarbústað hans
við Minake í Ont., síðan um miðj-
an Júní. Nilsen kom til borgar um
fyrri helgi og mun hafa fengið at-
vinnu í pósthúsinu hér.
Samþykt er af bæjarstjórn að
taka 13 miljón dala lán handa bæn
um til hinnar fyrirhuguðu vatns-
veitu úr Shoal Lake. Atkvæða
bæjarbúa skal leita þann 1. Okt.
í haust. Verkið mun standa yfir
í mörg ár, og er meiningin að taka
þetta lán smámsaman eftir þvx sem
á þarf að halda.
Björgu viðbrugðið fyrir dugnað.
Svo eru og synir þeirra mestu
dugnaðarmenn. Mun heimili
þeirra nú vera talið með mestu
efnaheimilum í norðurbygðum
Nýja íslands.
Tólfta Agúst síðastl., skaðaði eg
mig í sláttuvél; brotnaði vinstri
fóturinn og skarst nokkuð.
Sveitungar mínir við Silver Bay
P. O. hlupu drengilega undir
bagga með mér. Fósturforeldrar
mínir, Björn Beck og Pálína, Jóel
Gíslason, Björn Th. Jónasson og
fólk þeirra, auk enskra manna.
Þeir hjálpuðu mér til að kom-
ast til heimilis mins, þaðan sem eg
meiddist: þeir vöktu yfir mér og
útveguðu hjúkrunarkonu, sem
hagræddi mér. Þeir félagar keyrðu
mig til járnbrautar, áleiðis til
sjúkrahúss. Björn Th. Jónasson
leitaði- samskota fyrir ferðakostn-
að minn á sjúkrahúsið í Winnipeg.
öllum þessum vinum sendi eg
innilegustu þakklætis kveðju fyrir
hjálpsemi þeirra í óláni mínu, og
bið góðan guð að launa það alt.
Gen. Hospital, 29. Ágúst 1913.
Páll Guðmundsson.
Ung stúlka getur fengið fæði og ’
húsnæði á Sherbrooke stræti. Frek-
ari upplýsingar hjá ritstjóra Lög-
bergs.
Guðsþjónustur verða haldnar i
Wynyard og Kandahar, sunnudag-
inn 14. Sept. Byrja, í Wynyard
kl. 12 á hádegi, í Kandahar kl. 3
e. h.
H. Signiar.
Á Þjriðjudagskveldið lézt hér í
bænum Bjarni Helgason frá Siglu-
nes P. O. Hafði komið hingað til
bæjar í Júlí til að vera undir lækn-
ishendi; hann var ferðbúinn heim,
en fékk vþá alt í einu aðsvif og
lézt því nær samstundis. Bjarni
heitinn var rúmlega sextugur;
konu sína misti hann fyrir einum
tveimur árum, en lætur eftir sig
uppkomin börn. Hann var mjög
heiðvirður og áreiðanlegur maður,
vel .greindur og hvers manns hug-
ljúfi. Hann var vel efnum búinn;
lífsábyrgð hafði hann og keypt i
New York Life félaginu.
KENNARA vantar við Norður-
stjörnu skóla No. 1226 fyrir Október-
mánuð næstkomandi. Tilboðum, sem
tilgreini mentastig og kaup sem óskað
er eftir. verður veitt móttaka af und-
irrituðum til 20. þ.m. — Stony Hill,
Man., 1. Sept. 1913. G. JOHNSON,
Sec.-Treas.
The Great Stores
of the Great West,
HVERJU KLŒÐAST SKAL
0G HVAR KAUPA SKAL
sér í liag geta allir fengið að vita með því að lesa þessa blaðsíðu á hverjum degi—en hvergi
nærri er það á við að fara gegnum búðina og skoða hve vel vér erum við því búnir, að klæða
yður upp' í lagleg og lilý föt; — ekki að gleyma búsmuna deildinni, sem alla tíð er við því
búin að setja vetrargleði á heimili yðar.
TEPPI ^ TEPPI
Nýju teppin og ábreiöumar frá frœgum verksmiöj-
um í Evrópu eru til sýnis, hið margbreytt-
asta úrval að litum og munstrum.
Vér erum undir það búnir að taka að oss bverja pöntun af ábreiðum og teppnm á gólf,
sem vera skal, hvort sem er á smátt herbergi í koti eða stóra sali í skrauthýsum, eða opin-
berum byggingum.
1 teppabirgðum Hudson’s Bay finnst alskonar vefnaður og af þeim beztu tegundum,
sem gerast í veröldinni. Munstrin eru sérleg og finnast bvergi nema í Hudson’s Bay.
Mörg hin beztu teppi eru ofin handa oss eftir uppdráttum 0g fyrirsögn listamanna í vorri
þjónustu.
Það er eitt, sem vér gerum og enginn annar, að iáta vefa teppi eftir fyrirsögn yð-
ar, til þess að þau séu í samræmi við þau herbergi, sem þeim er ætlað að prýða. Vér bjóð-
um yður hér með að koma og skoða teppa og ábreiða birgðirnar hjá oss, það mun borga
sig fyrir hvern, sem vill fá vandaða vöru fyrir sanngjarnt verð-
Þessar f jórar tegundir, sem hér verður sagt frá eru þær, sem mest er sókst eftir í ár:
STIGA OG GANGA TEPPI
Hinar nýju birgSir af Wiltori, Axminster og Velvet
stiga tekkum, eru ákaflega miklar og margbreyti-
legar, bæSi aS lit og munstrum, er henta hverjum
viðarfarfa, bæi5i mission, cathedral og eikar stigum.
27 þuml. 36 þuml.
AVilton. yardlð.............$2.50 $3.95
Axminster, yardið...........$2.50 $3.75
Velvet, jardið..............$1.35 $1.75
Samskonar teppi á ganga og stigapalla ef vill.
PEKSNESKUR LISTAFRÁGANGTJR Á
WILTON TEPPIJM
Birgðirnar I ár hafa að geyma frábært úrval
teppa vefnaBar.
Hinir dauflegu litir fyrri tima er hlýða þótti hin-
um öfimlegu en þó snoðlíku eftirhermum pers-
neskra munstra, hafa nú rýmt sæti fyrir aðdáanlega
fögrum og glæsilegum litum.
Á sumum eru eftirlíkingar fugla. pessi teppi eru
öll I Hudson’s Bay, en fást hvergi annars staBar.
6.9x9, jerð. . .
9x9, j-erð. . . .
9x10.6, verð ..
9x12, verð . . . .
11.3x12, verð. .
11.3x13.6, verð
. $35.00
. $42.00
. $49.50
. . $55.00
. $75.00
. $85.00
NY SAMSKEYTAIjAUS AXMINSTERS
Pau fneS Louis 15. áferð eru sérstaklega þokkaleg.
Munstrin eru ftnleg og fögur eins og gerðist á þeirri
frægu öld, með rósum og grænum gróðri og skraut-
legustu litum, svo sem French greys, Copenhagen
blues og laufgrænum lítum.
Loks má nefna Indian munstur með skautlegum
og glæsilegum litum.
7.6x9, veð..........................$24.50
9x9, verð...........................$29.50
9x10.6, verð........................$32.50
9x12, verð..........................$37.50
10x12, verð.........................$15.00
10.6x13.6, verð.....................$55.00
BRUSSEU TEPPI, 6VI D.TAFNANI,EG AD UIT
OG GÆÐUM
pessi ljómandi teppi eru hentug á gólf, sem ekki
þarf dýra dúka á. Úrvalið margbeytt.
Munstrin smá, eins og nú gerist, hentug í herbergi
með eathedral eða mission húsmunum. önnur
munstur eru Orientals, með brúnum litum, Nile,
greens og blues, Chintz með fallegum borðum utan
með.
Stærð 1.6x7.6.......................$11.50
Stærð 6.9x9.0.......................$15.75
Stærð 9.0x9.0.......................$22.50
Stærð 9.0x10.6 . . .... ............$25.50
Stærð 9.0x12.0......................$28.50
í yarda tali, með bekk sem hæfir $1.25, $1.50 og
$1.75.
Gott brauð
er
mikils virði
Gott brauð er nærandi um leið og
það er lystugt og því meira brauð
sem hver fjölskylda borðar, verður
heilsan betri.
Canada brauð
er seinasta orðið í brauðtilbúningi.
Dag eítir dag er það jafngott og alt
5c hvert
PH0NE: Sherbr. 2018
8krif8tofu Tals.
Main 7723
Hcimilis Tals.
Shcrb.1 704-
IMiss Dosia C. haldorson
SCIENTIFIC MASSAGE
Swedish *ick Gymnasium and Manipula-
tions. Diploma Dr. Clod-Hansens Institute
Copenhagen, Denmark.
Face Massage and Electric Treatments a
Specialty
Suitc 26 8tccl Block, 360 Portage Av.
að gerast kaupandiað
Lögbergi tafarlaust. '6
Stærsta íslenzkt blað
í öllum heimi.
The
SNOWDRIFT
BRAUÐ
er vel bakað brauð, alveg
eins í miðju eins og að utan
Elr létt í sér og bragðgott,
og kemur það til af t>ví
að það er búið til í beztu
vélum og bakað í béztu ofn-
um.
5c brauðið
TheSpeirs-Parnell
Baking Co. Ltd.
Phone Garry 2345-2346
Pappfr vafin utan um hvert brauð
ASHD O WN’S
7 •
Stó eða ofn
kaupið þér í vetur. Látið það verðaeinn afhinum frægu
„Stewart"
No. 814 PERFECT stó, sérstakt peningaverð .... $21-85
No. 918 PERFECT stó, sérstakt peningaverC .... $24.70
REGAL RANGE, sérstakt peningaverð . $27-55
REGAL RANGE, hátt hólf, sérstakt peningaverð $31.85
PREMIUM RANGE, sérstakt peningaverS . $35.65
Hverri stó fylgir fullkomin ábyrgð.
Skoðið inn í glugg-
ana hjá..........
ASHDOWN’S
1
King Ii60[|js Tailoring
Company
Bestu skraddarar og loðskinna salar.
Lita, hreinsa, pressa, gera við og breyta fatnaði.
Bezta fata efni. Nýjasta tízka.
Komið og skoðið hin nýju haust og vetrar fataefni vor.
866 Sherbrooke St. Fón G. 2220
WINNIPEG
Reynzlán
ólýgnust.
Eg Kefi í verzlaninni nokkur
•nokkur hundruð pund af bráð-
feitu sauðahangiketi, sem eg
sel meðvægu verði alla þessa
viku. Otal fleiri vörur af beztu
tegund, dauðbillegar.
Það má fá fleytufærin fyrir
Iitla peninga hjá
S. 0. G. Helgason
Phone:
Sherbrooke 85 0
530 Sargent Áve., Winnipeg
Tals. Sher.2022
R. H0LDEN
Nýjar og hrúkaðar Saumavélar.
Singer, White, Williams, Raymond, New
Home,Domestic,Standard,Wheeler&Wilson
í>80 Ellice Ave., við Sherbr. St. Winnipeg
Það er auðvelt
að búa til brauð og pie
0 £ Það er að öllu leyti komið und-
ir mjölinu, aem notað er.
Kaupið mjöl sem ávalt reynist
jafnvel.
OGILVIES
Royal Household
MJEL
eru allir ánægðir með.
Það er ávaít eins að gæðum, bezta
mjöl sem búið er til og drýgsta.
Biðjið kaupmanninn um það.
0GILV1E FL0UR MILLS Co.
Limited
WINNIPEQ, VANCOUVER
HOLDEN REALTY Co.
Ðújarðir og Bæjarlóðir keyptar *
seldar og teknar í skiftum.
560 Ellice Ave. Talsími Sher. 2022
Rött við Sherbrooke St. Opið A kveldin
FRANK GUY
R. HOLDEN
Kenzlutilboð.
UndirritaíSur kennir tslending-
um ensku, bókfærslu og reikning
fyrir sanngjarnt verð. Til viö-
tals milli kl. 7 og 8 sítSdegis.
Kristján Thejll,
Sími: Garry 336. 639|Maryland|St.
Whaley’s
Lyfjabúð
er flutt
T* *
Shaws!
s-
479 Notre Dame Av. |
+ Stserzta, elzta og +
+ bezt kynta verzlun +
+ meö brúkaöa muni
Sí Vestur-Canada. +
Alskonar fatnaöur
keyptur og seldur +
^ Sanngjarnt verö. J
| Phone Garry 2 6 6 6 |
í nýjan stað á horni
SSRGENT IVE. og AGNES STREET
Vér vonumst til að sjá yður
í nýju búðinni okkar bráðum.
Vér opnum í nýja staðnum
næstkomandi laugardag. Það
mun borga sig fyrir yður að
koma.
Niðursetl verð á laugar-
daginn.
FRANKWHALEY
$)resmption TDrnggtst
Phone Sherbr. 258 og 1130
KVEIKIR K0NAN YDAR
____UPP I ELDASTÓNNl
og hreinsar hún úr öakuskúffunni og
ber kol og við að henni? Ef svo er
j)á aetti hún að eignast gas ató, sem
tekur af allan óþarfa snúning. CLARK
JEWEL CA3 RAfJCE sparar mikla vinnu
Bakar og sýður vel og sparar eldi-
við.
GAS STOVE DEP’T
WINNIPEG ELECTRIC RAiLWAY CO.
322 Maill St. Plione M. 2522