Lögberg - 09.10.1913, Síða 5

Lögberg - 09.10.1913, Síða 5
.oUBELíO - ^MTUDAGliN xn 9. Október 1913. 5 uppá því aö viö slægjum saman ■og geröum einn fund úr þeim, sem þeir höfðu boðað og eg hafði aug- 3ýst. Varð það úr. En áður en kennarafundinum var slitið geng- um við a-ð' búnu borði í skólanum 'Og þágum kaffi og gómsætt brauð, sem skólabörnin höfðu tilreitt og fórst þeim það myndarlega. Um kveldið stýrði vinur minn Jóhannes Eiriksson fundinum. Dr. Beattie talaði í ræðu sinni mjög Elýlega um skólahugmynd vora og árnaði henni alls góðs. Þegar eg tók til máls, lét eg í ljósi þá ósk, að ávalt yrði eins góð samvinna milli mentamáladeildarinnar og skóla vors eins og væri það kveld milli erindreka hennar og mín. Þegar eg hafði lokið erindi mínu, tóku ýmsir til máls. Miss Ólafía Jónsson talaði hlýlega og myndar- lega um skólahugmyndina og lauk lofsorði á fræðsludeildina. Hr. Jóhann Sólmundsson flutti beitta hegningarræðu um 'þá sem ekki höfðu haft nógu mikinn áhuga til að koma. Því miður voru þeir ekki viðstaddir til að fá makleg málagjöld. Þess utan talaði hann af velvild um skólann. Hr. Bene- 'dikt Frímannsson tók einnig til máls og talaði, að vanda,| með •djúpum alvöruþunga, en lítið snerti Tiann skólamálið, ræddi þvi nær eingöngu um heimiliskenslu. Því miður sloknuðu ljósin í kirkjunni áður en búið var. Annars hefði 'líklega verið haldið áfram til mið- nættis. Margt gott og hlýlegt sagði forsetinn um málið áðu-r en fund- inum lauk. t í síðustu viku fór eg vestur til hinnar ^onefndu Argyle-bygðar og dvaldi þar frá miðvikudegi til laugardags. Sú bygð hefir lengi verið talin ein hin farsælasta bygð íslendinga í Ameríku og fáir eru "þeir, sem- um hana hafa talað, án þess að ljúka lofsorði á hana, og satt er< það, farsæl er bygðin. Menn komu þangað bláfátækir, sem nú eru orðnir verulegir bænda- kóngar, búa í stórhýsum og hafa -allsnægtir. .En velmegun hefir stundum sinn þunga einsog fátækt- in. Þegar verksviðið ver.ður stærra, aukast áhyggjur. Mér finst sumir ekki hafa farið var- hluta af þeim þunga, og eg óskað-i heitt, að hjá sumu fólki þar væri meiri bjartsýni svo að gleðisól guðs fengi að skína þar með allri sinni himnesku, indælu birtu. Með þessu er ekki sagt að neinn þungi hvili yfir bygðinni í heild sinni. Þaö er sannarlega ánægju- legt að ferðast um hana og hverr vetna mætir manni hlýleiki og hin- ;ar ágætustu viðtökur. Og Argyle- bygð hefir ætíð verið í fremstu röð með styrk til allra sameiginlegra velferðarmála Vestur-íslendinga. Með-an eg dvaldi; í bygðinni, ’hafði eg aðsetur hjá séra Eriðriki Hallgrimssyni og konu hans Bentínu Björnsdóttur, sem búa i bænum . Baldur. Sannarlega er ekki skortur á gestrisni hjá þeim- hjónu-m. Naut eg þar hinnar mestu alúðar. Daginn eftir að eg kom. þangað, ‘kom hr. Ámi Sveinsson norðan úr bygð og sonur hans Kristján með ’bifreið sína, til að flytja okkur um bygðina. Voru þau prestshjónin með í förinni. Miðdag höfðurn við á heimili Áma og hans goðu konu, en vorum að miklu leyti á ferð- inni allan daginn; fórum þangað sem við höfðum helzt von um nem- endur á skólann, töluðum máli skólans hvar sem við gátum. F-erðin var hin ánægjulegasta. Að þjóta áfram eftir hinum ákjós- anlegustu vegum, framhjá reisu- legum húsum, bleikum ökrum, upp hæðir, ofan í dældir, meðfram ■grænum grundum, marglitum skógum, speglandi vötnum, að teiga hreina loftið rétt eins og maður væri að drekka lífið sjálft, er unaðslegt og hressandi. Árni flutti okkur suður að Bald- tvr um kveldið. Höfðum við mikla ánægju af þessari ferð. Árni er •alvarlegur maður, og gengur hon- um erfitt að semja sig að stimu því sem séra Guttormur vill leiðbeina honum. Hann er drengur hinn Tvezti. þó hann sé einn af þeim mönnum, sem ekki binda bagga sína algerlega sömu hnútum og samferðamennirnir. . Um kveldið stóð fundur um skólamálið í íslenzku kirkjunni í Kaldur. Var þar eftir mætti leitast við að vekja fólk til að hugsa um þetta mál og nokkur árangur von- vim vér að verði af því. Daginn eftir fór Mr. Christian Johnson, sem lengi hefir búið í Baldur og orðlagð-ur er fyrir bjart- öýni og hlýleik, með okkur í bif- reið sinni norður og austur um hvgð. Fórum við víða um, hitt- um nvargt manna og fluttum al- staðar boðskap skólans. Þessum tveimur mönnum sem svo drengi- lega fluttu mig um bygðina er eg af hjarta þakklátur. Um kveldið tók eg dálitinn þátt 1 skemtilegri samkomu, sem banda- Tagið á Baldu-r hélt. Unv árangur af ferðinni get eg ekki með neinni vissu sagt, en vona að fólkið í heild sinni gefi málinu meiri gaum en áður og að nokkr- i'r nemcndur komi v skólann úr Argyle. En einu má eg ekki gley-ma, sem mér þótti mikils um vert. Eg sá í bænum Baldur litla glóhærða stúlku, á að gizka svo sem fimm ára. Hún á vslenzka, móður en canadiskan föður. Þegar svo stendur á er vanalega ekki talið viðlit að kenna börnunum íslenzku og sumir alislenzkir foreldrar hafa það álit á börnunum, sínum, að þau séu svo miklir andlegir aumingjar, að þau geti ekki lært bæði málin islenzku og ensku; en þessi litla stúlka talar lítalaust; og jafnvel bæði íslenzku og ensku. Þegar hún talar ensku dytti manni ekki í hug að hún kynni neitt annað tungumál, en þegar hún talar is- lenzku heyrist ekki neinn ensku keimur. R. Martcinsson. Bókafregn. / HELHEIMI. Bftir Arna Garborg. býðing eftir Bjarna Jónsson frá V ogi. Þetta er áframhald af þeirri bók, sem Bjarni þýddi eftir sama höfund fyrir allmörgum árum. Hin umkomu- lausa telpa, er sá sýnir og trúði á huldufólk og hverskyns fyrirburði, er nú leidd gegn um dáinna manna heima. Systir hennar leiðir hana við hönd sér og skýrir fyrir henni það er fyrir augun ber, hughreystir hana og talar fyrir henni á marga vegu, en á undan þeim gengur vizkugyðjan og “Förina ljóstákn lifsins greiðir skinið af helgum hangameiði”; hún er svo máttug, að alt verður henni að hlýða: Ef bjóðandi sveiflar hún sverði björtu þú glögt mundir sjá x gröfinni svörtu. Ef rúnasveiflu hún setur á í sýnum hið dulda birtist þá. Til kröfu ef táknið hún teygir hátt, þú hugsanir leyndustu heyra mátt. En verði ’enni eitthvert orð á munni er óðara svarað frá neðsta grunni.” I Með slíkri leiðsögn leggur telpan á fund framliðinna og verða þá fyrir henni svipir þeirra manna, sem geng- ið hafa aftur af of miklum “moldar- hug”, en iðrast þess sárlega og taka loks lausn af kirkjunni og léttir þá af þeim afturgöngu og jarðfjöturs meinum. Síðan fara þær til Heljar og verða mörg býsn á vegi þeirra, sem lýst er átakánlega; svipir skreiðast í veg fyr- ir völvttna, telja tölur sínar og biðja hana að vísa sér veg til himnaríkis. Allir eru þeir á leiðinn norður og niður, þó þeir fegnir vildu komast upp á við. Völvan og systir telpunn- ar segja henni spaklega til hvernig á því stendur. Þá koma þær að hreinsunareldin- um og horfa á mannfjöldann rigna ofan í hann og verða að engu, því að Það hafa þeir sálar auðsins eitt: auladóm, hégóma og ekki neitt. Enn eru telpunni gefnar itarlegar skýringar á því, hvað til þess beri, að mannskepnurnar verða þannig að yngu. Á leiðinni niður í Myrkheim verða þær að fara yfir elfuna Gjöll, þarsem Hrægult löðrið hamar strýkur, fram hjá margskonar hættum, þar til hin blásvarta Helja slæf opnum hel- grindum og hleypir þeim inn í hina ferlegu auðn Myrkheims. Af lýsing- unni á þeirn stað skulu að eins tilfærð fáein dæmi. Þar var heitt undir fæti: Helheiminn allan úlfúð fyllir með eilifri svíðandi glóð. Þar er blóði lituð glæta í stað dags- birtu: Því valda svik og sárbeitt orft, særing og rangir eiðar. Ulkvikindi elta sálirnar: Illir hugir og hugrenningar, sem hér þetta gervi velja. Eftir það er lýst kvölum hinna fram- liðnu og afbrotum þeirra með mjög margvíslegu móti. Þeir sem “ilt og ljótt uku í heimi”, þeir ágjörnu, þjóf- óttu, síngjörnu og yfirleitt þeir sem settu hug sinn á heiminn, og “týndu sál sinni”: Alt kemur fram, hver óbætt synd og ilt, sem þeim tókst að leyna. Allan þann harm, sem þeir öðr- um gerðu, eiga þeir hér að reyna. Þeir sem sviku aðra í ástum, karl- ar og konur, þeir grimdarfullu, hefndar gjörnu og margir og margir aðrir, svala elsku sinni til þessara lasta með hræðilegu móti, og brenni þeir ekki af hefndum hér þeir herðast og djöflar verða. Enn eru jxar lærðir vitringar, sem hugsa ekki um að leita sannleikans, heldur fá hrós fyrir speki og lærdóm, jxjónar Mammons, er sýður úr blóði gull; bókvitrir heimskingjar, er bygðu sér út úr lifsins Ijósi með löngum bókamúr. Þar eru prestar, skáld, listamenn, sem gleymdu köllun sinni og þeir, sem fullir eru búksorgar og ágirndar: “Veit Jrú oss ásjá, almáttug króna!” Þar eru meðal annara ritstjórar, sem gáfu út fláráð, nagandi fárskaparblöð er fylla lífið af hatri. Eftir þetta fara þær til Niflheims, þar sem þær sjá höfuðból ilskunnar, og er sú lýsing ærið stórkostleg. Síð- an halda J>ær upp aftur og sjá þá skara fara til himnaríkis, sem stríddu við hið vonda hér á jörðu, sem alt ilt og saurugt bræddu og brendu og bægðu huganum úr. Loks segir frá því, er stúlkan vaknar við og þamæst frá þvi, sem á daga hennar dreif til æfiloka. Þessi kvæðaflokkur er upphaflega kveðinn á bændamáli Norðmanna og er mjög frægur og kær Norðmoþnum. Það er líka sannast að segja, að hann er að mörgu leyti snjall, stundum blíður sem barnsraddir í sálmasöng, stundum hvell, stundum með þungum nið einsog brimhljóð álengdar og finnur hver og einn strax, að höfund- urinn er spakur að viti og skáld gott. Arne Garborg kann manna bezt að dæma um kveðskap annara skálda og er ekki ' að efa smekkvísi hans. Fátt mundi ungum skáldum betur gegna en að eignast þennan kvæða- flokk á nýnorsku og reyna að brjóta hann til mergjar. Garborg notar skáldgáfu sína til að húðstrýkja heiminn, en reiðilestur hans helzt þó löngum fyx^r innan takmörk listar- innar, og má af því marka, hve mikið skáld hann er. Þýðingin er vafalaust mjög ná- kvæm, víða haglega gerð, sumstaðar snjöll, þó er ekki laust við að hún sé sumstaðar með Jxulubrag, þar sem frumkvæðið hefir látlausan þokka hins einfalda alþýðukveðskapart. Bjarna frá Vogi er léttara um að rínxa en flestum öðrum mönnum og væri óskandi að hann beitti þeirri gáfu til að snúa á vora tungu öðrum merkilegum kvæðum. Það er lítill) efi á að þessir kvæðaflokkar, “Hul- iðsheimar” og “í Helheimi” verði vinsælir, þegar stundir líða. Það er svo mikið í þá spunnið bæði af viti og snild, að þeir hljóta að ryðja sér til rúms. Stjórnarskráarbreytingin. fFramh. frá 3. bls.J Þingmenn, kosnir, óhlutbundn- um kosningum, skulu kosnir til 6 ára, en þingmenn, kosnir hlut- bundnum- kosningum, til 12 ára, og fer helmingur þeirra frá sjötta hvert ár. Þingrof nær ekki til þingmenna þeirra, sem kosnir eru hlutbundnum kosningum. Deyi þingmaður, kosinn óhlut- bundinni kosningu, rneðan á kjör- tímanum stendur, eða fari frá, þá skal kjósa þingmann í stað hans, fvrir jxað, sem eftir er kjörtimans. Verði á sama hátt autt sæti þing- manns, kosins Nilutbundinni kosn- ingu, tekur sæti hans varamaður sá, er í hlut á, en varamenn skulu vera jafn margir og þingmenn, kosnir hlutbundnum kosningum, enda kosnir á sama hátt og samtímn is-5j 10. gr. 6. gr. s’tjómarskipunar- laga 3. Okt. 1903 (17. stjórnar- skrárinnarj, falli burt, en í staðinn konii; Kosningarétt við óhlutbundnar kosningar til alþingis hafa karlár og konur, senx fædd eru hér. á landi eða hafa átt hér lögheimili síðastliðin 5 ár og era 25 ára, er kosningin fer fram; þó getur eng- inn átt kosningarrétt, nema hann hafi óflekkað mannorð, hafi verið heimilisfastur í kjördæminu í 1 ár og sé fjár síns ráðandi, enda ekki í skuld við þeginn sveitastyrk. Ennfremur eru þau skilyrði sett, að liinir-nýju kjósendur, konur og þeir karlmenn, er ekki hafa kosn- ingarrétt samkvæmt kosningarlög- unum 1903, fái ekki rétt þann, er hér ræðir um, öll í einu, heldur þannig, að þegar semja á alþingis- kjörskrá i næsta sinn, eftir að lög 1 þessi eru komin í gildi, skal setja j á kjörskrána þá nýju kjósendur j eina. sem eru 40 ára eða eldri, og að öðru leyti fullnægja hinum al-1 mennu skilyrðum til kosningarrétt- ar. Næsta ár skal á sama hátt bæta við þeim nýju kjósendum, sem eru 39 ára, og svo framvegis, lækka aldurstakmarkið um eitt ár i hvert' sinn, til þess er allir kjósendur, konur sem lýarlar, hafa náð kosn- ingarrétti, svo sem segrr í upphafi þessarar greinar. Nú hafa hjón óskilinn fjárhag, og missir ekki konan kosningar- rétt sinn fyrir því. Með sömu skilyrðum hafa karlar og konur, sem eru 35 ára eða eldri, kosningarrétt til hlutbundinna kosn-i inga. Að öðru leyti setja kosnign- arlög nánari reglur um kosningar og um það, í hverri röð verkamenn skuli koma i stað aðalmanna í efri deild.6 J 11. gr. 18. gr. stjórnarskrárinn- ar orðist Jxannig: Kjörgengur við óhlutbundnar kosningar er hver sá, sem kosning- arrétt á til þeirra; kjósa má samt þann mann, sem á heima utan kjör- dæmis, eða hefir átt þar heima skemur en eitt ár. Kjörgengur við hlutbundnar kosningar er hver sá, er kosningarrétt á til þeirra. Heim- 6) petta er stærsta breytingin, og var ekki mikill ágreiningur í þinginu um hana. ilisfesta innan lands er skilyrði fyrir kjörgengi, bæði við hlutbundn- ar og óhlutbundnar kosningar. Þeir dómendur, er hafa ekki um- boðsstörf á hendi, era þó hvorki kjörgengir til efri né neðri deild- ar .6) 12. gr. 7. gr. stjórnarskipunar- laga 3. Okt. 1903 (19. gr. stjórnar- skrárinnarj falli burt, en í staðinn komi: ReglulegtJ alþingi skal saman, koma lögmætan dag annaðhvort ár, hafi konungur ekki tiltekið annan samkomudag fyrri það ár. Breyta má þessu með lögum. Nú krefst meiri hluti þingtnanna heillar deildar, að aukaþing sé haldið, og kveður þá konungur al- þingi til setu svo fljótt sem unt er. Eigi má það þing legur sitja en 4 vikur, án samþykkis konungs.7j 13. gr. Á undan 20. gr. stjórn- látandi: Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess eða frelsi. 14. gr. 8. gr. stjórnarskipunar- laga 3. Okt. 1903 (1. málsgr. 25. rg. stjórnarskrárinnar) falli burt, en í staðinn komi: Fyrir hvert reglulegt alþingi skal, undir eins og það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það f járhagstihiabil, sem í hönd fer.8J 15. gr. 26: gr. stjórnarskrárinn- ar falli burt, en í staðinn komi: • Sameinað aiþingi kýs 3 yfir- skoðunarmenn, og skulu þeim veitt laun fyrir starfa sinn. Þeir sjoilu kosnir með hlutfallskosningu. Yfir- skoðunarmenn eiga að gagnskoða árlega reikninga um tekjur og gjöld landsins/og gæta þess, hvort tekjur landsins séu J>ar allar tald- ar, og hvort nokkuð hafi verið út goldið án heimildar. Þeir geta, hver u.m sig, tveir eða allir, krafist að fá allar skýrslur J>ær og skjöl, sem þeim þykir þurfa. Síðan skal safna þessum reikningumj fyrir hvert f járhagstimabil í einn reikn- ing og leggja hann fyrir alþingi ásamt athugasemdum yfirskoðun- armanna, og skal J>ví næst sam- þykkja hann með lögum. Rétt er' yfirskoðunarmönnum, einum eða fleirum, að fá að sjá reikninga og bækur gjaldkera landssjóðs, og sömuleiðis stjómar- ráðsins, fyrir ár það, sem er að liða eða liðið er. Þyki Jxeim nokkuð at- hugavert, skulu þeir gefa eftir- mönnum sinum vísbendingty um það skriflega.pj 16. gr. 29. gr. stjórnarskrárinn- ar falli burt, en í staðinn korni: Alþingi sker sjálft úr, hvort J>ingmenn þess sé löglegt kosnir, svo og úr því, hvort J>ingmaður hafi mist kjörgengi.icj 17. gr. Aftan við 45. gr. stjóm- arskrárinnar bætist: Breyta má Jxessu með lögum. 18. gr. Aftan við 47. gr. stjórn- arskrárinnar bætist: Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til neinnar annarar guðsdýrkunar en þeirrar, er hann sjálfur aðhyllist. Nú er maður utan þjóðkii'kjunn- ar, og geldvir hann J>á til háskóla fslands, eða einhvers styrktarsjóðs við þann skóla, eftir því sem á verður kveðið, gjöld þau, er honum ella hefði bori'ð að greiða til þjóð- kirkjunnar, enda heyri hann ekki til öð rum, trúarbragðaflokki, er viðurkendur sé í landinu. Brevta má þessu með Iögum.i2j 19. gr. 48. gr. stjórnarskrárinn- ar falli burt, en í hennar stað komi; Hvern þann, sem tekinn er fa$t- ur, skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann eigi jafnskjótt látinn laus, skal dómari. áður sól- arhringur sé liðinn, leggja rök- studdan úrskurð á, hvort hann skuli settur í varðhald. Megi láta hann lausan gegn veði, þá skal á- kveða í úrskurði, hvert og hversu mikið það skuli vera. Úrskurði clómara má þegar skjóta til æðra dóms, og fer um birting og áfrýjun slíks órskurðar sem um birting og áfrýjun dóms í sakamál- um. Engan má setja í gæsluvarðhald fyrir sök, er að eins varðar fésekt eða einföldu fangelsi.i3j BLAÐIÐ ÞITT! SJÁLFSAGT ánægjulegra að lesa Lögberg ef búið er að borga fyrir það. Viltu aðgæta hvernig sakir standa með blaðið þitt? Athugaðu litla miðann sem límdur er á blaðið þitt, hann sýn- ir upp að hvaða tíma þú hefir borgað Lögberg. 7) Stðarl málsgreinin, um rétt meiri hluta þingmanna til aS krefjast auka- þinys. er ný viSbót. 8) Hér er breyting só, að ekki sé fastákveðiS, aÖ fjárhagstimabiliS skuli vera 2 ár, eins og gert er I núgildancli stj.skrá, og er þaS I samræmi viC 20. gr. stj.skrárinnar, er heimilar breyting] þá metS einföldum lögum a8 alþingi verSi haldið oftar eöa sjaldnar en annaðhvort ár. 9) Nú kjósa deildir þingsins sinn endrskoðunarmanninn hvor. Hér er nokkru nánara ákveðið um starf end- ui skofunarmanna en áður. 10) Hér er það ný viSbót, að alþingi er falið að skera úr þvl, hvort þiug- maður hafi mist kjörgengi. 11) 45. gr. núgild. stj.skrár mælir svo fyrir, að hin evaog. lúterska kirkja skxili vera þjóSkirkia á Islandi og 'nið opinbera að þvi leyti styðja hana og vernda. Má nú með einföldum lög- um breyta þessu. 12) 47. gr. núgild. stj.skrár er svo- hljóðandi: “Enginn má neins i missa af borgaralegum og þjóðlegum rétt- indum fyrir sakir trúarbragða slnna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri félagsskyldu”. 13) Aðalbreytingin er hér, atS sett er “áSur sólarhringur sé liðinn” fyrir “áSur 3 dagar séu liðnir” i núgildandi stjórnarskrá. 20. gr. 6o. gr. stjórnarskrárinn- ar orðist svo: Sérréttindi, er bundin sé við aðal, nafnbætur og lögtign, má eigi lög- leiða. 21. gr. 6i. gr. Stjórnarskrár- innar orðist svo: Tillögur, hvort sem eru til breyt- inga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera uvp bæði á reglu- legu alþingi ag auka-alþingi. Nái tillagan samþt^kkif beggja þing- deildanna, skal rjúfa aljiingi þá þegar og stofna til almenm-a kosn- inga að nýju. Samþykki báðar deildir þingsins ályktunina ó- breytta, og nái hún staðfestu kon- ungs, J>á hefir hún gildi sem stjórn- arskipunarlög. > Nú samþykkir alþingi breyting á sambandinu milli Islands og Dan- merkur, og skal ]>á feggþajað má merkur, og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþyktar eða synjunar, og skal atkvæðisgreiðslan vera leynileg.i^J Akvæði um stundar sakir. Umboð konungkjörinna þing- manna falla niður, þegar stjórnar- skipunarlög þessi koma í gildi, og skulu þá kosnir í fyrsta sinn 6 þingmenn til efri deildar og jafn- margir) varamenn með hlutfalls- kosningum um land alt. Á fyrsta reglulegu alþingi eftir j kosningar skal ákveða með hlut- ! kesti, hverjir skuli fara frá eftir j 6 ár, þeirra sem> kosnir eru hlut- I bundnum kosningum. Almennar óhlutbundnar kosning-; ar skulu fara fram sem fyrst eft- j ir hlutfallskosningar, og ekki síð- ar en innan ársfjórðungs. 2. málsgrein 11. gr. tekur ekki til [ dómara þeirra er nú sitja lands- \ yfirréttinn. Heimilisfesta innanlands er ekki j skilyrði fyrir kjörgengi þeirra manna. sem þá kunna að eiga setu á Alþingi, er stjórnarskipunarlög J>essi öðlast gildi. •—Lögrétta. Hvaðanœfa. — Rússnesk stúlka giftist ^nsk- um manni fyrir nokkrum árum og settust þau að vestur í Saskat- chewan; þegar fram liðu stundir, var hann vondur við hana, og lagði jafnvel hendur á hana og hótaði henni og barriinu hennar bana. Loksins skarst vinnumaður þeirra, sömuleiðis engelskur, í leikinn, eitt sinn er bóndinn barði koun sína, og veittu þau bóndanum bana. Konan var dærnd á fimtudaginn var í 40 ára fangelsi fyrir mann- dráp, en vinnumaðurinn í fimm ára fangelsi fyrir vitorð. Þau höfðu borið líkið út í hesthús, til þess að láta halda, að hestur hefði slegið hann inni og troðið hann undir fótum. — Gufuskip afarstórt, er hét Templeton, Iagði upp frá Balti- more einn daginn, áleiðis til Liv- erpool, hla'ðið bómull, olíu og dýr- um við. Þegar komið var 800 mílur undan landi, kviknaði í bómullinni af einhverjum ástæð- um, og síðar í hverju lestarrúmi af öðru, þartil alt skipið stóð í björtu báli. Loftskeyti voru send i allar áttir að leita skipa og svar- aði eitt í 50 mílna fjarska. Skips- höfnin á Templeton, 54 manns, leituðu í bátana og var þeim öll- um bjargað eftir nokkrar klukku- stundir og fluttir til baka til Ame- ríku, af skipi því sem náðst hafði i með loftskevtum. — Með Kínverjum og Mongo- liumönnum stóð orusta nýlega á þeim stað sem heitir Dolonnor, 145 mílur frá Peking. Kínverjar biðu ósigur og flýðu. — Tilraun var gerð nýlega til að drepa forseta Portugals. Fimm samsærismenn’ náðust og biða dauða síns. — Rússneskir ræningjar rifu upp járnbrautarteina milli Baku og Batoun við Svartahaf, fórust 40 manns á næstu lest, sem að kom en meir en hundrað meiddust. — Franskur flugmaður að nafni Garros, flaug yfir Miðjarð- arhaf nýlega frá Frakklandi til Tunis, 558 mílur, á 7 stundum og 53 mínútum. Það er lengsta flug er þreytt hefir verið hvíldarlaust. —Hollendingar ætla að auka við land sitt með því að hlaða fyrir hinn mikla fjörð sem gengur norðan í landið frá Englandshafi, og síðan utan með honum á allar hliðar. Fjörðurinn heitir Zuyder Seé og var stöðuvatn áður en sjórinn braut landið. — Kennari nokkur við John Hopkins háskóla í Chicago hefir fundið áhald til þess að vita hvort maður hefir tekið inn eitur, svo og hvaða tegund eiturs, jafnvel J>ó mjög lítið sé. Thorsteinsson Bros. & Co. Byggja hús. Selja lóðir. Útvega lán og eldsábyrgð. Fónn: M. 2992. 815 Somerset Bldg Heimaí.: G .736. Winnipeg, Man. E. J. Skjöld Lyfsali Horni Wellington og Simcoe Phone Garry 4368 Eftirmaður Cairn’s lyfsala. Fáið ánægju af skóakaup- um með því að kaupa þá í Quebec Shoe Store 639 Main Street, Winnipeg Rétt fyrir norðan Logan Ave. ím CANADA3 FINEST .THEATRI 14) Síðari málsgreinin.um almenna atkvæðagreiðslu um breyting á sam- bandi Islands og Danmerkur, er ný viíbót. Hjálp í neyö. Til Sigurlaugar GuSmundsdóttur. Ónefnd í Baldur, Man. .. $i oo Ónefndur í Mortlach, Sask. i oo Safnað hefir séra J. Bjarnason:(. Guðm. Jóhannesson, Árborg i oo Mrs. Guðfinna Þórðardóttir, Icel. River................. i oo Mrs. Arnfríður Jónsson, Hnausa...................... i oo Mrs. Ósk B. Johnson, Mountain............... 50 Mrs. Sigríður B. Johnson Mountain............... 50 Samtals $6 00 Áður auglýst.........$190 50 Nú alls............... 196 50 The Whitney Opera Company sýna —“THE RETURN OF MY HERO"— THE Chocolate Soldier MUSÍK EFTIIl OSCAU STRAUSS — 60 IÆIKENDUH I HÓPNUM 60 — Sérstaknr músíkflokkur Tjöld og nllur útbúnaður hið fegursta. 0 Tickets seld 3. Okt. Kveld $2 til 25c.; Mats. Sl.50 til 25o, —íimia axssux V I IV— Matinee Miðvikud. og og Uaugard. I MARGARET \T *LLINGTO™ í leiknum „Within the Law“ Kveld $2 til 25C. Mats. $1.50 til 250. Leikhúsin. “The Chocolate Soldier” heldur einlægt áfram að skemta fólkinu, aðrir leikir hverfa, en þessi kem-' ur altaf aftur og laðar fólkiðí. Matinees miðku og laugardaga. Margaret Illington verður á Walker alla næstu viku með matinee miðku og laugardaga og , leikur hið fræga leikrit “Within ' the Law”. Hún er gáfuð og for- kunnar fríð sýnum. Leikurinn hefir verið sýndur ævalengi í New York. “What happened to Mary” er seinasti atkvæða leikurinn er kem- ur á Walker eftir nokkrar vikur.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.