Lögberg - 16.10.1913, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.10.1913, Blaðsíða 6
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. Október. Fátæki ráðsmaðurinn. Saga eftir OCTAVE FEULLET. — Þér eruö mesti háSfugl, læknir, sagSi ungfrú de Porhoét, um leiS og hún opnaSi tóbaksdósirnar sínar meS mestu ró. En úr því aS ySur er svo mikiS áhugamál aS vita þetta, þá hefir IögmaSur minn skrif- aS mér nýskeS frá Madrid, aS eg skuli vera þolinmóS því nú verSi máliS til lykta leitt innan skamms. — Já, þvi trúi eg! En vitiS þér hverskonar ná- ungi þessi lögmaSur ySar er? Hann er ósvífinn svik- ari. Hann svælir út úr ySur allar eignir ySar og hlær svo aS ySur á eftir. ÞaS réttasta sem þér gætuS gert ungfrú góS, væri aS hætta aS hugsa um þessa vitleysu og lifa eftirleiSis í ró og friSi . . . HvaSa gagn gætuS þér haft af þessum miljónum? EruS þér ekki bæSi nógu hamingjusöm og mikils metin . ... hvaS getiS þér óskaS ySur frekara? Um kirkjuna ySar vil eg helzt af öllu vera fáorSur, hún er hvort sem er ekki annaS en barnalegt uppátæki! — Kirkjan mín er barnalegt uppátæki í munni manna, sem ekkert vit hafa á þessu, herra læknir. En þar fyrir utan er eg aS berjast fyrir réttindum mínum og reyni aS fylgja þeim fram. Þetta fé á eg aS réttu lagi; þaS heyrSi eg föSur minn segja margsinnis, og eg læt þaS’aldrei viljug af hendi viS ókunna menn. er standa ætt minni jafn-fjærri eins og þér, kæri vinur minn, eSa herra Ódíot, bætti hún viS og kinkaSi kolli til mín. Eg var nógu barnalegur til aS þykkjast af þess- um ummælum og sagSi strax: — YSur skjátlast aS því er mig snertir, ungfrú, því aS föSur mínum veittist sá heiSur aS vera í ætt viS ySur. Þegar ungfrú Porhoét heyrSi þessa furSulegu yfirlýsingu, lyfti hún eins og ósjálfPátt hendinni jæm hún hélt á spilunum í, upp aS hökunni, sem var mjó og mögur. Hún rétti því næst úr sér, og horfSi fast á mig til aS ganga úr skugga um, hvort eg væri meS réttu ráSi; þaS var auSséS aS hún átti bágt meS aS stilla sig, en tók þó í nefiS og sagSi; — Þér skuluS verSa aS færa mér heim sanninn um þetta, ungi rnaSur. Sneyptur yfir því hlægilega gorti, sem eg hafSi gert mig sekan um, og vandræSalegur yfir aS sjá alla horfa á mig forvitnisaugum, laut eg höfSi og þagSi. ViS spiluSum þegjandi þaS sem eftir var. Klukkan var orSin tíu, og eg sýndi mig liklegan til aS hafa mig i burtu, en rétt í því lagSi ungfrú de Porhoét litla hönd sína á handlegg mér og sagSi: — ViljiS þér ekki, ráSsmaSur, gera svo vel og ganga meS hérna vfir aS enda trjágarSsins ? Eg hneigSi mig kurteislega og fór af staS meS henni. ViS fórum út úr lystigarSinum. Litla vinnu- konan gekk á undan. Hún var í þjóSbúningi sínum og hélt á ljóskeri. Á eftir henni gekk svo ungfrú de Porhoét, þurleg. og þögul; meS annari hendinni hélt hún hæversklega uppi pilsfaldinum á silkikjól sinum. Eg hafSi boSiS henni aS leiSa hana, en hún hafSi neitaS því, og gekk eg þvi skömmóttulega viS hliS hennar. Þegar viS höfSum um stund gengiS þessa sorg- argöngu, sagSi gamla ungfrúin: — GeriS þér nú svo vel og færiS fram sannanir fyrir ummælum ySar, herra Ódíot, eg bíS eftir aS hlusta á þær. Þér hélduS því fram, aS skyldleiki væri milli ætta okkar, og af því aS eg vissi alls ekki til sliks, þætti mér mjög vænt um aS heyra hvernig þeim skyldleika er variS. Eg h^fSi fastráSiS aS Játa ekki uppi hver cg væri, svo aS eg sagSi: — Eg vona aS þér fyrirgefiS þetta, sem eg sagSi í græskulausu gar)ini, ungfrú góS! . . . Græskulausu gamni! sagSi ungfrú Porhoét. AnnaS eins og þetta hafa menn ekki í fíflskaparmál- um. HvaSa augum litiS þér, sem nú eruS uppi á slika háttsemi gagnvart heiSvirSri aldurlmiginni konu? Þér hefSuS varla hegSaS ySur svona gagnvart karl- manni! 1— Eg sé aS ekki verSur hjá þvi komist ungfrú góS aS segja yður eins og er, en verS jafnframt aS reiSa mig á þagmælsku ySar. Kannist þér nokkuS viS nafniS Champcey d’ Hauterive? — Já, eg þekki vel Cha/npcey d’ Hauterivana; þaS er göfug ætt og mekils metin frá Dauphiné. HvaS kemur hún þessu viS ? — I>að, aS eg er nú síSasti maðurinn af þeirri ætt. sem er á lífi. — Síðasti maðurinn? endurtók ungfrú de Porhoét og nam alt í einu staðar; eruð þér einn af Champcey d’ Hauterivunum ? — Já, í beinan karllegg, ungfrú? — Þá er öðru máli aS gegna, sagSi hún, leiSið mig nú og segið mér sögu yðar. MeS því að svona var komið sá eg þaS réttast j að leyna hana engu, og hafði rétt aS eins lokiS viS hina raunalegu frásögu um ólán ættar minnar, þegar viS vorum komin að einkennilegu, litlu og lágu húsi, með litlu framskoti viS annan enda hússins, sem á var risbratt þak. — Gerið svo vel að koma inn, markís, sagði gamla aðalsmærin, um leið og hún nam staSar við dyrnar á hinu fátæklegu höll sinni, komiS þér nú inn. Innan stundar var eg kominn inn í dagstofuna, sem var lítil og í var lélegt hellu-gólf. Á uppIituSu veggfóðrinu héngu nokkrar gamlar myndir af ætt- ingjum öldruðu konunnar, hver viS annarar hliS, og þeir sem myndirnar voru af báru bæSi skjaldarmerki og hertoga-kápur. Á arinhyllunni stóS fögur klukka í skelplötu-um- gerð, búin koparskrauti og prýdd myndum sem áttu að sýna sólarguSinn. Nokkrir hægindastólar meS háum bríkum og forn legubekkir á fjórum fótum, sem orSnir voru ótraustir — það var allur húsbúnaSurinn; en alt var tá-hreint, . og yfir því einhvers konar fornleiks-ilmur, sem gerði þaS að verkum að maður kunni vel viS sig þar inni. — SetjiS ySur nú niSur, sagði ungfrú de Porhoét og tylti sér sjálf í legubekkinn; setjist þér niSur frændi! Þér verðið að afsaka þá að eg nefni ySur þannig, þó að við séum ekki systrunga og bræðrungur og getum aldrei orðið, venga þess aS Jeanne de Porhoét og Hugues de Crampcey, hafa, svona okkar í milli, gert sig seka í þeirri heimsku aS láta ekki eftir sig neina afkomendur; en þegar við erum tvö ein, ætla eg með ySar leyfi að ávarpa yður svona, til þess aS mér íinnist síður að eg standa ein uppi míns liðs í heiminum. Jæja, eg hefi nú heyrt um hagi ySar frændi minn, og verð eg aS játa aS þér hafiS ratað í raunir, en nú ætla eg aS segja ySur frá ýmsu sem eg er aS hugsa um, og heíir orðið til þess aS halda við hugrekki mínu. í fyrsta lagi vil eg geta þess, kæri markís, aS þegar eg virðj fyrir mér alt þetta fólk, sem áSur var rétt og slétt vinnufólk, en hreykir sér nú í lystivögn- um, aði yfir fátækt hvíli einhvers konar unaðs- og tignarblær. Þar aS auki er eg ekki frá því aS ímynda mér, aS guS hafi látiS suma af oss búa við lítil efni, til þess aS á þessari sinnuleysis fjárgræðginnar öld, gætum viS átt í sjálfum okkur metnaðar og sjálfstrausts-tilfinn- ing, sem ekki er undir peningum komin, eða neinu því, sem aflaS verður meS þeim — þá metnaSar- og sjálftrausts-tilfinning, sem hvorki getur gengiS kaup- um eða sölum! Á þennan hátt hefir mér þótt viðurkvæmilegt að | skilja hina réttvísu tilhögun forsjónarinnar að því er snertir æfikjör okkar, kæri frændi. Eg tjáði ungfrú de Porhoét, aS mér væri þaS fagnaSarefni aS vera ásamt henni kjörinn til aS flytja mannkyninu kenningu, sem það þyrfti nauS- synlega á aS halda og ætti aS veita viðtöku. — AS því er sjálfa mig snertir, sagði gamla j konan, er fátæktin ekkert sérlegt böl, og eg finn | ekki neitt að ráði til óþæginda af henni. Súf mann- j eskja hlyti aS vera i meira lagi þröngsýn og smá- ! munaleg, er færi aS taka sér það nærri, hvort nokkr- | um réttum væri fleira eða færra á borðum heima fyr- i ir, eða fatnaður sjálegri eða ósjálegri, ef sú hin sama manneskja hefði lifað þaS, aS sjá föSur sinn og i fjóra bræður falla fyrir sverðseggjum eSa kúlum l óvinanna, eins og eg hefi gert, eða sjá alt þaS er jmaður virti og unni hverfa í djúp dauðans. Þér megiS vera þess fullvís, aS ef ekki væri um annað' að ræSa en afkomu sjálfrar mín, þá stæði mér löldungis á sama, hvort eg fengi þessar miljónir frá ! Spáni ellegar ekki; en mér finst aS önnur eins ætt og j mín er, ætti ekki að hverfa svo af jörSinni, að hún j léti ekki eftir sig eitthvert óbrotgjarnt minnismerki, j einhvern varSa sem vitnaði um mikilleik henar og sálargöfgi. Þessvegna er þaS, að mér hefir dottiS í hug aS | reisa þessa kirkju, aS dæmi ýmsra forfeSra minna, |Og eg veit aS þér hafiS heyrt getiS um; mér dettur j því ekki í hug aS falla frá þessari fyrirætlun meðan leg dreg andann. Þegar gamla göfuglynda konan sá hve hugfang- inn eg hlýddi á hana, var sem hún reyndi aS' rifja upp í huga sinum löngu liðna viðburði um leiö og hún lét augun hvarfla eftir röS ættarmynda sinna, sem farnar voru að óskýrast til muna. 1 þessum svifum sló gamla stofuklukkan tólf, og rauf þannig á hátíS- legan hátt þögnina inni i hálfrökkraðri stofunni. — Eg ætlast til að margir munkar verði settir við kirkjuna, og lesi þar messur til skiftis, liélt ung- frú de Porhoét áfram meS hátíðlegri röddu. Á hverjum morgni skal lesin sérstök sálumessa fyrir mér og forfeSrum minum, í einka-kapellu ættar vorrar. Presturinn, sem þá messu les, skal standa á stórri marmara-hellu, sem enga áletran beri, en þar undir skulu hvíla bein mín, og ætlast eg til aS hella þessi sé jafnframt riöí upp aS altarinu. Eg laut höfði hrærður mjög yfir því sem eg hafði | heyrt. Ungfrú de Porhoét greip hönd mma og þrýsti j að henni þakksamlega. — Eg er alveg óbiIuS á geSsmununum, frændi minn góður, mælti hún, þó að fólk kunni að halda annaS. FaSir minn var hverjum manni sannorSari, og hann sagSi alveg hiklaust, aS Jægar afkomendur okkar á Spáni væru útdauðir, þá værum við rétt- mætir erfingjan En af því aö dauða hans bar að svo skyndilega, þá gat hann ekki veitt okkur frekari upplýisngar í þessu máli, en af því aS eg hefi aldrei haft ástæðu til aS efast um orS hans, efast eg ekki heldur um réttindi mín .... Eftir stundarþögn hélt hún áfram í sorgarrómi: — En þó aö eg sé ennþá ófötluö á geði, þá er eg þó orðin gömul, og þaS vita menn sunnan landa- mæranna. Þeir hafa síðastliSin fimtán ár altaf veriS að biðja um frest á frest ofan; þeir bíSa þess að eg deyi, og þar meS sé þessum málum lokiS .... Og þeir þurfa nú því miöur varla lengi aS bíSa þess hér eftir. Eg verS vafalaust aS falla frá þessari fyrirætlun minni, sem mér er svo afarhughaldiö um; eg finn þaS gerla . . . Eg má hætta viS kirkjuna mina — mína einu ást — er veriö hefir mér nokkurs konar uppbót margra niöurbældra tilfinninga og vonbrigöa. .......í hana verður liklega ekki lagöur nema elnn steinn — legsteinninn minn. Nú þagnaði gamla konan og tók aS þerra meS grönnum, holdlitlum fingrum sínum, tár sem hrundu henni niöur um kinnar; því næst herti hún sig upp og reyndi aS brosa. — ForlátiS þetta frændi, þér eigiS vist fullerfitt með aö bera yðar eigin raunir. — AlisvirSiS svo ekki viS mig þó aS eg segi að nú sé orSið framorðiS, og bendi yður á aS stofna ekki mannorSi mínu í háska. ÁSur en eg fór baS eg ungfrú de Porhoét aS fara vel með leyndarmál mitt, er eg hafði neySst til aS segja henni. Hún svaraði mér hálft í hvoru út í hött, en sagSi þó SÍSan aö eg mætti vera rólegur, mér skyldi ekkert mein standa af því. En litlu síðar vaknaði þó grunur hjá mér um að mín virSulega vinkona heföi sagt frú Laroque frá leyndarmáli mínu, því að hún fór eftir þetta að sýna mér enn þá meiri tillitssemi heldur en áöur. Ungfrú de Porhoét játaði þetta jafnvel sjálf fyr- ir mér; hún kvaöst ekki hafa getað stilt sig um þaS, því aö sér heföi fúndist virðing ættar^okkar væri í hættu, ef hún þegði yfir því viS frú Laroque, en hún mundi aldrei. fara að ljósta upp slíku leyndarmáli, er henni væri trúaS fyrir, og mundi jafnvel ekki segja dóttur sinni frá því. Viötal mitt viS hina öldruSu hefðarmey haföi haft allmikil áhrif á mig, og eg reyndi að sýna henni það' í verki á ýmsan hátt. Strax næsta kveld á eftir tók eg á öllum teikni- fimleik mínum til þess að prýða kirkju hennar jutan og innan. Hún var mér næsta þakklát fyrir þessa hugul- semi, sem nærri því komst upp í vana fyrir mér, svo aS næstum á hverju kveldi, að aflokinni vistar-spila- menskunni, tek eg mér blýant í hönd, og dreg upp standmynd af prédikunarstól ellegar pallstúku. Ungfrú Margrét viröist bera mjög hlýjan hug til gömlu konunnar, og hefir' sýnt teikni-myndum minum þann sóma, aS setja þær í bók, sem nú er oröin hér um bil full af þeim, en allar eru þær af kirkju ungfrú de Porhoét. Ennfremur hefi eg boðið hinni öldruðu frænku minni að ljá henni alla þá hjálp, sem eg er fær um aS láta í té viðvíkjandi rekstri málaferla hennar. Hún hefir látið mig heyra það á sér, aS henni þætti vænt um þetta; að vísu getur hún sjálf annast allar nauSsynlegar bréfatkriftir málinu viövíkjandi, en hún er oröin svo sjóndöpur aS hún á bágt með að lesa löng málskjöl skrifuð. Alt til þess tima hafði hún engan fengiS til þess að hjálpa sér í þessu efni, þó að nauðsynlegt hefSi verið til heppilegra lykta málsins; en hún mun hafa skirst við þaö, vegna þess að hún vildi ekki gera fleiri nákunnuga málinu, og eiga þaS á hættu að veröa fyrir háði manna þar í héraðinu. Hún hefir nú þegar gert mig að lögfræðisráðu- naut sínum. Eg hefi nú þegar tekið aS mér aS rannsaka öll þau mörgu skjöl er málinu koma viö, og er þess full- vís orðinn, að dómur fellur á hana, en hann verSur kveöinn upp innan skamms. Eg hefi ráðfært mig Laubépin um þetta efni, og hann er alveg á sömu,skoSun, en eg vil leyna mína gömlu vinkonu i lengstu lög þessum úrslitum, sem hún hlýtur að taka sér nærri. MeSan málinu er ólokiS, geri eg það til hugg- unar við hana að blaSa í skjalasafni ættarinnar, því aö hún á stöSugt von á þvi, aS þar finnist eitthvað málstaS hennar til stuðnings. En því miSur er skjala- safn þetta feikna mikið og er í fleiru en einu her- lærgi í húsinu, þc» að þaS sé ekki stórt. í gær fór eg í fyrra lagi heim til ungfrú de Porhoét, því aS eg hafði ásett mér að rannsaka böggul nr. 115, sem eg hafSi byrjaS á daginn áður. Af því aS ungfrú de Porhoét var ekki komin á fætur, fékk eg vinnukonuna til aö fylgja mér inn í dagstofuna, og þar tók eg aö skoða gömlu skjölin svo hljóðlega og liávaðalaust sem mér var unt. Eftir klukkustundar lestur var eg kominn aftur á siðustu blaSsiðu i bögglinum nr. 115, og í því sá eg ungfrú de Porhoét koma inn meS skjalastranga undir hendi, svo mikinn aS hún fékk naumast valdiS honum; utan um stranga þenna var vandlega vafið hreinu, hvítu lérefti. — GóSan daginn frændi, sagöi hún. Þégar eg komst að því að þér heföuö gert yöur svona mikiö ómak fyrir mínar sakir svona snemma morguns, þá vildi eg ekki láta ySur vera aS hafa fyrir því. aö leita aö 116 stranganum, og nú er eg meS hann hérna. í einhverju æfintýri man eg að sagt er frá prinzessu, sem lokuS var inni í turni, og þar skipaði henni norn nokkur, svarinn óvinur ættar prinzess- unnar, að vinna nokkrar óeSlilegar þrautir. Eg verð að játa það, að ]>essa stundina fanst mér ungfrú de Porhoét, ]>rátt fyrir allar sínar dygðir, vera eitthvað í ætt við þessa norn. — í nótt dreymdi mig, aS í þessum stranga væri málskjöl, er skæru úr erföafjárþrætum mínum á Spáni, mælti ungfrú de Porhoét ennfremur. Þess- vegna er mér áhugamál að þér HtiS nú á þenna skjala- strariga þegar í staS. Þegar þér eruS búinn að því, þá gerið þér svo vel og borðiö hjá mér morgunverð, hérna yfir i skuggasæla laufskálanum mínum. ÞaSi var ekki um annaö að gera fyrir mig, en aS verða við óskum hennar, en eg þarf naumast að taka þaS fram, að í stranganum 116 var ekkert annaö en margra alda ryk. Klukkan tólf kom gamla konan stundvíslega, rétti mér hönd sína og leiddi mig hátíðlega út í litla garðinn, meS sortulyngs-krönzuSu beðunum, er napr yfir aö grasgrund nokkurri, sem er eina landeignin, sem nú er í eigu Porhoéta-ættarinnar. BoriS hafði veriS á borö undir fögru beykitré, og gerðu greinar þess hringmyndaðan laufskála, en skínandi björt sumarsólin sendi hlýja geisla sína yfir ilmandi, drifhvítan dúkinn. Steikt hænsn voru á boröum og gerði eg þeim góö skil og drakk með gamalt bordeau-vin; þótti vin- konu minni augsýqilega vænt um hvaS eg var mat- lystugur. Þegar viS vorum aö enda viS aS borða, leiddi hún taliS aS Laroque-ættinni. — Eg skal játa þaS hreinskilnislega, að mér hugnar ekki gamli kafteinninn. Eg man það glögt, að þegar hann kom hingaö í héraöiS, hafði hann meS sér stóran apa, sem hann klæddi í þjóns-föt. Þeir virtust vera mestu mátar, apinn og hann. Allir ná- grannarnir höfðu illan bifur á apanum, og engumi siSuöum og mentuöum manni heföi getaö komiS til hugar að búa ómálga skepnu þeim búningi. Menn sögðu að þetta væri api, og eg lét eins og eg trySi þvi, en meS sjálfri mér þóttist eg vera alveg viss um aS þetta væri svertingi, einkanlega fyrir þá sök aS eg haföi kafteininn grunaöan um að hafa rekið verzl- un á þeim varningi á ströndum Afríku. Sonurjnn var aftur á móti mentaöur maSur og hiS mesta ljúfmenni. Og um kvenfólkiS er ekkert nema gott aS segja, ]»ær frú Laroque og dóttur hennar; eg tel ekki frú Aubry þar með; hún er leiöinleg kvensnípt. Rétt í því aS hún slepti oröinu, heyrðist jódynur frá litla stígnum, er lá utan við garðinn og innan stundar var drepið á litlu dyrnar rétt hjá laufskál- anum. — Hver getur þetta veriS? sagði ungfrú de Porhoét. Eg leit upp og sá á svarta fjöður blakta ofan viS múrvegginn. LjúkiS upp var kallaö meS djúpri hljómfagurri röddu útifyrir; IjúkiS upp, þaS er öllu óhætt! — EruS það þér, yndið mitt? kallaöi gamla hefð- arkonan. HlaupiS þér strax til og ljúkiS upp, frændi! í því aS eg opnaöi huröina, lá viS að Merwyn fleygöi mér um koll, þvi að hann ruddist milli fóta minna, og nú sá eg að ungfrú Margrét var komin, og var aS binda hestinn sinn við einn grindar-upp- standarann. — GóSan daginn, herra Ódíot, og var ekki svo að sjá, sem henni kæmi á óvart að hitta míg þama. Því næst lagði hún reiöpilsslóðann upp á hand- legg sér og gekk inn i garðinn. — VeriS þér vel komin í þessu yndislega veöri, ástin mín, og komiö þér nú og kyssiö mig, sagði ung- frú de Porhoét. Þér hljótið að hafa riöið í sprett- inum, góða mín, því aS kinnarnar á yöur eru eins og nýútsprungnar rósir, og,það brennur hreint og beint elclur úr augum yðar. HvaS má bjóða yöur aS' boröa fagra vina mín? — HvaS hafiö þér upp á að bjóða? spurði ung- frú Margrét og lét augun hvarfla yfir boröin . . . herra Ódíot er búinn að borða alt, sem til var! Eg er heldur ekki svöng, eg er bara þyrst. — Eg harðbanna yður að drekka nokkuS meðan yður er svona heitt .... þaS eru víst jarðarber þarna í beöinu . . . Boðsbréf aS “OrSabók íslenzkrar tungu að fornu og nýju eftir Jón Ólafsson.” Allar mentaþjóSir, nema íslendingar, eiga oröa- bækur yfir tungu sína meS skýringum skráöum á henni sjálfri. Slikar bækur eru nauðsynlegar ungum og gömlum, læröum og leikum, og alveg ómissandi hverjum skóla. Þær eru blátt áfram eitt hiö bezta og nauðsynlegasta minningartæki. Þessi orðabók Jóns Ólafssonar á að taka yfir öll °rð úr fornmálinu, nema ekki annað í skáldmálinu en þaS sem í Eddunum kemur fyrir; einnig tekur hún úr nýja málinu öll þau orS, er höf. hefir komist yfir, og hefir hann hagnýtt þar orðabækur þær, sem til e™ meði þýSingum á útlend mál, þar á meðal öll oröasöfn Jóns rektors Þbrkelssonar, og auk þess oröasafn dr. Schevings, sem dr. Jóni Þorkelssyni hefir verið ókunnugt um; en það eru 3 bindi skrifuö í 4 bl. broti. — Sjálfur hefir höf. safnað allmiklu af oröum, bæSi úr bókum og daglegu máli; sérstaklega færir hann til mesta fjölda merkinga og orðskipana, sem fyrir koma i bokum eða tiðkast í daglegu máli, en aldrei hafa áður komist í nokkra orSabók. — AuSvitaS hlýtur margt að vanta í þessari fi-umsmíS (eins og í öllum slíkumj, en svo auðug verður hún, að hún*hlýtur áö veröa sá grundvöllur, sam allar siB- ari oröabækur i málinu verða að byggja á fmeS leið- réttingum og viðaukumj, og eins verður hún upp- spretta fyrir þá er semja minni orðabækur (t. d. yfir nýja málið eitt, eða skólabækurL Nú er veriS aS prenta 1. hefti, sem verður 25 arkir í 4 bl. broti f“foolscap”J, áþekt brot og á orða- bók Bjarnar Halldórssonar. Hvert hefti verður stinnheft með léreftskili, svo aö þaS þoli óskemt notkun, þar til er hvert bindi er fullnaö. Hvert slíkt hefti kostar 3 kr. 50 au., og er hugsaS til aö koma 1 eBa 2 heftum út á ári eftirleiSis. Þess er vænst, að enginn barnaskóli geti veriS án ]»essarar bókar, og að fjöldi manna, bæði hér á landi, og þó einkum vestanhafs (\>ar sem þörfin er enn meiri og þar sem menn finna betur til þarfar- innar, af því aö ]»eir eru vanir slíkum bókum á ensku), gerist áskrifendur að henni. Menn eru beönir að athuga það, að margir á- skrifendur eru skilyrði fvrir, að útkoman geti gengið' svo greiðlega sem til er ætlast, og að mönnum er létt- ara aS eignast bókina á þennan hátt, en aS kaupa hana síðar alla í einu. Hún verður aS minsta kosti 16 hefti, en ef til vill fleiri. Ilver maður, sem vill gerast áskrifandi, veröur aö borga andvirði ]>essa heftis um leiS og hann skrifar sig hér á, og eins eftirleiöis jafnskjótt og heftir koma út. Áskriftin er bindandi áfram. BoSsbréf þetta er beöið aS senda éásamt pening- umj tindirskrifuSnm gjaldkera útgáfufélagsins. Reykjavík, í Maí 1912. OrSabókarfélagiS. Prófessor Eiríkur Briem, "formaöur KaupmaSur Ben. S. Þórarinsson, gjaldkeri. Rithöfundur Jón Ólafsson, ritari. Þéir sem senda fyrirfram borgun frá 4—9 áskrifendum, mega draga 1-5. (20%) frá andvirðis- upphæðinni fyrir ómak sitt og kostnað. Þéir sem senda fyrir 10 eöa fleiri, rnega draga frá 1-4. (25%) fyrir sama. Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI Dr.R. L. HÚRST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útskrifaSur af Royal College o§ Physicians, London. Sérfræöingur * brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á. móti Eaton’sJ. Tals. M. 814. T-ími til viStals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir logfræðingar, Skrifstofa:— Room 8n McArthur Building, Portage Avenue Áritun: P. O. Box 1056. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg ÓLAFUR LÁRUSSON ,.°g X BJORN PÁLSSON X YFIRDÖMSLÖGMENN X Annast Iögfræðisstörf á Islandi fyrir 1 Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og hÚ8. Spyrjið Lögberg um okkur. + Reykjavik, - lceland ♦ P. O. Box A 41 ♦ Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William 'I’KI.KI'IIONK GARRYöaO Offick-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Hbimili: 620 McDhrmot Avb. Telepboke garry 321 Winnipeg, Man. Dr. O. BJ0RN80N Office: Cor, Sherbrooke & William trlepbonbgarry Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Hcimili: 8te 2 KENWOOD AP T'8. Maryland Street Tei.ephoneí garry T03 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu & &S selja meðöl eftir forskriptum lækna. Hin beztu meSöi, sem hægt er a« ftL, eru notuð eingöngu. pegar þér komlS meS forskriptina til vor, megiS þér vera viss um aS fá rétt þaS sem iæku- irinn tekur til. j COLCfÆUGH & co. 1 Xotre Dame Ave. og Sherbroobe 8t. Phone. Garry 2690 og 2691. Giftingaleyfisbréf seid. Dr. W. J. MacTAVISH Offick 724J ó’argent Ave. Telephone óherbr. 940. í 10-12 f. m. Office tfmar 3-6 e. m. ( 7-9 e. m. — Hbimili 467 Toronto Street _ WINNIÞEG tblhphone Sherbr. 432. Dr. R. M. Best Kveqna og barna læknir Skrifstofa: Union Bank, horni Sherbrooke og Sargent Tímar: 3—5 og 7—8. Heimili: 605 Sherbrooke Street Tals. Garry 4861 J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave 8t Suite 313. Tal*. main 5302. Dr» Raymond Brown, Sérfræðingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. 326 Somerset Bldg. Talsími 7262 Cor. Donald & PortageAve. Heima kl. io— 12 og 3—5 A. S. Barda! 843 SHERBROOKE ST, sel'ir líkkistur og annast um Cniarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina *■ *• •IQUHPaow Tals. Sherbr, 2786 S. A. SIGURÐSSON & CO. BYCCIfiCAM|EHN og F/\STEICN/\SALAB Skrifstofa: Talsími M 4463 208 Carlton Blk. Winnipeg J. J. BILDFELL FA8TEIGNA8ALI fíoom 520 Union Bank - TEL. 2685 Selur hús og lóöir og annast alt þar aðlútandi. PeDÍngalán

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.