Lögberg - 30.10.1913, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.10.1913, Blaðsíða 6
e LöliBEitG, i’iMTUDAGiiNN 30. Október 1913. Fátæki ráðsmaðurinn. Saga eftir OCTAVE FEULLET. Vi8 komumst loks gegnum kjarriS og yfir á stig sem lá gegnum skóginn, en þaðan niður til bátsins. — Áður en við förum heim, ætla eg að sýna yður fossinn, sagði unga stúlkan við mig, ef til vill lika til þess að njóta sjálf ánægju. Merwyn, Merwyn! Komdu hingað, hundurinn rninn, þú ert altaf bezta skinn ! Við vorum komin alveg niður á árbakkann, beint á móti hraun-dröngunum í fljótinu. sem gerðu ár- þrengslin. Þama steyptist fljotið fram af nokkurra feta há- um stalli, ofan í djúpa. íbjúga skál, er að lágu á alla vegu, grasivaxnir hallfleyttir bakkar, en upp úr þeim stóðu á stöku stöðum rakir klettar. Þaðan streymdi vatnið aftur um ósýnilega farvegu, unz þær kvislar féllu aftur í einn farveg nokkru neðar. — Það er ekki beinlínis Niagara, sem eg sýni yður hér, sagði ungfrú Margrét og brýndi röddina til að láta hana heyrast yfir vatnsniðinn, en eg hefi heyrt þá sem vit hafa á, láta mikið yfir þvi, hvað foss þessi sé fallegur. Eruð þér nú búinn að dáðst að honum? Það er ágætt, þvi að eg þarf að unna Merwyn nokkurrar skemtunar. Merwyn ! Merwyn ! Nýfundlands-hundurinn kom hlaupandi við hlið húsmóður sinnar, og mændi á hana titrandi af ákafa. Unga stúlkan batt nokkra smásteina í vasaklút- inn sinn og fleygði honum út á ána rétt fyrir ofan fossinn. í sömu svifum stökk Merwyn með miklu skvampi út í hylinn neðan við fossinn og synti hratt frá landi. Vasaklútinn bar skjótt niður ána, hentist fram af fossinum, og drógst i marga hringa með straumnum, frammi fyrir hundinum, sem greip hann svo með snöggu viðbragði. Því næst synti Merwyn með klútinn að landi, og þar tók ungfrú Margrét við hon- um kát og fagnandi. Þessi skemtilega sundraun var endurtekin hvað eftir annað, og hepnaðist jafnvel fimm sinnum. En þegar vasaklútnum var kastað í sjötta skiftið, gat Merwyn ekki náð í hann, annað hvort af þvi, að hann stökk of seint út í vatnið, eða klútnum var kastað of snemma. Vasaklúturinn drógst í hringiðu fossins og barst þaðan yfir að þymikjarri er óx við bakka hylsins annars vegar. Merwyn synti eftir klútnum til að ná í hann, en okkur brá við, er við sáum hundinn alt í einu sleppa klútnum, taka til að berjast um í vatninu, um leið og hann leit til okkar og skrækti aumkunarlega. — Hamingjan góð! Hvað skyldi ganga að hon- um? kallaði nugfrú Margrét. — Það lítur helzt út fyrir að hann hafi fest sig í þymikjarrinu, en hann getur sjálfsagt losað sig aftur. En það kom i ljós að hundinum gekk það ekki greiðlega. Greina-netið, sem hann hafði fest sig i, óx einmitt þar. sem miklar vatnsöldur beljuðu og skullu öðra hvoru yfir hausinn á aumingja Merwyn. Hundgreyinu lá við köfnun, hann hætti loks að reyna að Iosa sig. og um leið varð gelt hans að ámát- legum stunum, sem varla heyrðust. í þessum svifum greip ungfrú Margrét í hand- legginn á mér og sagði lágt: — Það er ómögulegt að bjarga honum. Komið þér, herra Ódíot .... Við skulum fara héðan. Eg leit til hennar og virti hana vandlega fyrir mér. t'r fölu andliti hennar skein kvíði. þjáning og hræðsla, og dökka liringa var að sjá undir augunum. — Það er alveg ómögulegt að koma bátnum hingað, sagði eg við hana, en eg er ekki svo slakur sundmaður, og ef þér hafið ekkert á móti því, þá skal «g reyna að bjarga hundinum yðar. — Nei, . . nei. það skuluð þér ekki bera við .... CÞ'að er langt sund þangað.....og þar að auki hefi eg heyrt, að áin sé bæði djúp og hættuleg hér í nárid við fossinn. — Verið þér óhrædd, ungfrú, eg er mjög vara- samur. Um leið og eg sagði þetta, fleygði eg frakkanum minum á grasbalann og stökk út í hylinn, en var þó svo gætinn, að fara ekki mjög nærri fossinum. Hyl- urinn var djúpur, því að eg fann hvergi botn, fyr en eg var rétt að segja kominn þangað, sem hundurinn var. Eg veit ekki, hvort þarna hefir fyr meir verið ofurlítill hólmi, eða áin hefir skolað þangað leir og grjóti, sem lomað hefir úr árbökkunum, en víst var um það, að rnikil róta og greinaflækja var þar fólgin niðri í vatninu, an þess þó að þessa sæjust nokkur merki á yfirborðinu. Eg gat náð fótfestu á einum stofninuih, er grein- ar virtust að ganga út frá, og mér hepnaðist að losa Merwyn. Um leið og hann losnaði greip hann sundtökin og synti eins og ekkert hefði í skorist upp að bakkanum, án þess að hirða um mig hið minsta. Þetta atferli kom illa heim við þá trygð og það þakklæti, sem þessu hundakyni er hrósað fyrir, en Merwyn hefir víst haft svo lengi samneyti við menn- ina, að hann hefir lært að vera eigingjam. Þegar eg ætlaði að leggja af stað á eftir hundin- um, fann eg. mér til mikillar skelfingar, að nú hafði eg fest mig í liinni ömurlegu rótarflækju. Annar fóturinn á mér var flæktur í rótunum, og reyndi eg til að losa hann en gat ekki. Það kemur að litlu haldi að vera sterkur, þeim I sem staddur er út í djúpu vatni, þar sem leðjubotn er | og hvergi fótfestu að finna; þar að auki var eg hálf- ruglaður af vatnsmegni því, sem stöðugt steyptist of- an yfir mig. Er það skemst að segja, að eg þóttist illa kominn. Eg leit til lands. Þár stóð ungfrú Margrét; hún studdist við haldlegg Alains og beygði sig út yfir freyðandi hylinn, og horfði á mig angistar-augum. Mér flaug í hug, að nú yrðu forlög min þau að eins að verða grátinn af þessum fögru meyjar-augum. um leið og æfi minni lyki þó með þeim hætti, er ýms- um karlmönnum gæti orðið efni til afbrýði. Eg hleypti í mig kjarki og visaði þessari óhæfilegu hugsun frá mér, spyrnti við og tók á af ölium kröft- um, fékk losað mig, batt litla vasaklútinn, sem allur var orðinn rifinn og táinn, um hálsinn á mér og I synti svo rólega upp að bakkanum. Þegar eg steig á land, rétti ungfrú Margrét mér höndina; hún titraði, og við að finna það, fékk eg hjartslátt. — Þetta var fásinna! Þér hefðuð getað drukn- að .... og það fyrir að bjarga hundi. — Já, en j)ér áttuð hundinn, svaraði eg í jafn lágum rómi, eins og hún hafði talað. Henni virtist gremjast svar mitt; hún kipti að sér hendinni, snéri sér þangað sem Merwyn lá með gapandi kjaft i grasinu, og sleikti sólskinið. Hún sló í hrygginn á honum og sagði: —f Óhikku bjálfinn þinn!» En hvað þú varst vitlaus! En af mér er það að segja, að vatnið streymdi niður eftir mér og ofan í grasið, eins og úr vökvunar- könnu; eg vissi varla hvað eg átti af mér að gera, þangað til ungfrú Margrét kom til min Og sagði vin- gjarnlega: , — Nú skuluð þér taka bátinn, herra Maxíme, og flýta yður heim; ef þér róið rösklega slær ekki að yður. Eg fer gegnum skóginn með Alain; sú leið er styttri. Mér féll þessi ráðstöfun vel í geð, og kom ekki með neina mótbárur. Eg kvaddi því, og átti því láni að fagna, að taka aftur í hönd ungfrú Margrétar. Þegar eg kom heim, og ætlaði að fara að hafa fataskifti, varð eg hálfhissa á, að eg hafði enn vasa- klút ungfrú Margrétar um hálsinn; eg hafði gleymt að afhenda henni hann. Hún bjóst víst við, að hann hefði lent í ána, og staðfestist því sú miður heiðar- lega fyrirætlun hjá mér, að draga mér klútinn, svo sem i launa skyni fyrir hina djarflegu sundraun mína. Um kveldið fór eg til hallarinnar. Ungfrú Laroque tók þá á móti raér með sínum venjulega leið- indasvip, sem mér er orðii.n vel kunnur, og er öklungis gagnstæður þeirri glaðvæfð og góðsemi, sem hún sýndi um morguninn. De Bévallan snæddi þar kveldverð, og sagði ung- frúin frá ferðalagi okkar, til þess að það yrði heyrin- kunnugt. Inn í frásögu sina skaut hún nokkrum háðglósum um það fólk, er hrifast léti af náttúru- fegurð; hún lauk máli sinu, með þvi að segja frá þeim háska, sem Merwyn komst í, en ekki mintist hún einu orði á þátttöku mína við að bjarga honum. Ef hún hefði með þessu ætlað sér, að gefa mér bendingu um að minnast ekki á, hvað gerst hafði um morguninn, þá var það öldungis óþarft. Undir eins og de Bévallan heyrði þessi tíðindi, tók hann að barma sér yfir slysinu; hann sagði að það hefði verið óskaplegt, að ungfrú Margrét skyldi hafa þurft að vera svo lengi i hræðilegri óvissu, og rauna- legt hefði það verið, að Merwyn skyldi hafa lent í j aðra eins hættu, og að de Bévallan hefði ekki verið nærstaddur! Hann kvaðst aldrei mundi fyllilega ná j sér eftir þau raunalegu örlög! Það lægi nú varla | annað fyrir sér, en fara burt og hengja sig! — Ef það ætti að vera mitt hlutverk að skera hann niður, ])á skyldi hann fá að hanga stundarkorn. ; sagði Alain. Dagurinn i gær varð mér ekki eins ánægjulegur, eins og næsti dagur á undan. bænir til guðs um þetta, og bið hann að gera krafta- verk til þess að það geti orðið .... því að eg sé, að til þess þarf kraftaverk að gerast! Þó að eg gæti ekki áttað mig á, eða skilið hvem- ig stóð á geðshræringu þeirri sem þessi góða kona var alt í einu komin i, þakkaði eg henni af alhug fyrir góðsemi hennar, og flýtti mér því næst í burtu frá henni, til að dylja sorg þá er mér bjó i brójsti. Það vildi nú svo til, að mér varð reikað, eftir klukkustundar göngu, yfir í dalverpið, og að hylnum, iþar sem eg hafði sýnt það nýskeð, að eg var enginn heigull. Trjálundimir og klettarnir, sem eru umhverfis hylinn, gera þennan stað svo einstaklega rólegan og þægilegan til að njóta emveru. Þar er engu líkara, en að komið sé á heimsenda, i land, sem enginn hefir áður fundið, og þar hljóti maður að vera einn, alveg einn. Eg fleygði mér niður í lyngið, og fór í huganum yfir það, sem gerst hafði daginn fyrir, þvi að þess kyns viðburðir gerast ekki nema einu sinni á æfi nianns, og eg fann gerla. að ef eitthvað sviplíkt kæmi fyrir mig síðar, þá mundi þó langt um minni nýnæm- is og töfra-bragur vera við það bundinn. Mér var það fyllilega ljóst, að þetta fagra æfin- týri var alt í einum kapítula, og að þann kapítula hafði eg þegar lesið. Því varð ekki neitað, að þessi stund, þessi róman- tíska stund, því að rétt var að nefna hana því nafni, hafði verið dæmalaust unaðsleg, af því að atburðirnir voru ekki ráðgerðir fyrirfram, af því að eg sá fyrst til fulls, hvað hún vai uminarrík þegar hún var liðin, og af því að eg hafði fundið til sætleik ástarinnar, án þess að verða var við eftirlanganir hennar. Nú hafði eg gert mér grein fyrir tilfinningum mínum, og fann gerla að eg var í hættu staddur .... eg fann að eg ól í brjósti ást, sem var óskynsamleg og ekki gat orðið fullnægt.... aldrei gat öðlast andsvar! Þáð var mál til komið að eg færi að gæta að mér; eg veslings bláfátæki ræfillinn! Eg lá endilangur á þessum eyðilega og einmana- lega stað, og reyndi að kæfa niður ást mína; óþarft hefði að vísu verið fyrir mig að fara á.þenna stað, til að komast að þvi, hvernig tilfinningum mínum var háttað í þessu efni; en alt í einu var eg rifinn upp úr raunalega dagdrauma-grufli mínu, við að heyra maimamál. Eg stóð upp og sá þá fimm eða sex menn í hóp, koma gangandi; fólkið hafði komið á bát og var"ny* stigið á land. Fyrst gengu þau ungfrú Margrét og de Bévallan; þau leiddust; þar eftir komu þær ungfrú Helouin og frú Aubry og loks Alain og Merwyn. Vegna vatnsniðsins hafði eg ekki heyrt þegar fólkið kom; það átti ekki nema fáein skref til min Jægar eg varð var við það; eg átti þvi engan kost á, að komast nokkuð burtu, og varð því að gera mér”að góðu að verða fundinn þarna dreymandi á afviknum stað. Þó var svo að sjá, sem engan furðaði á að finna mig þama; að eins virtist ofurlitill skuggi færast yfir ennið á ungfrú Margrétu, þegar hún sá mig þama, og hún heilsaði mér mjög kuldalega. De Bévallan nam staðar á árbakkanum við hylinn, og tók að prísa náttúrufegurðina þar með mikilli há- reysti. 1 — En hvað hér er fallegt! Alveg dásamlegt! Stórum hrífandi! Þetta er staður sem skapaður er handa skáldi að lýsa, eða málara að mála! Þessum orðaflaum fylgdi svo mikið handleggja- vings, að margir hefðu mátt ætla, að hann væri sjálf- ur listamaður, sem ætlaði að fara að lýsa þessari nátt- úrudýrð. Loks hætti hann þessu tilgerðar-þvaðri og bað um að sýna sér staðinn, þar sem Merwyn var rétt druknaður. Um morguninn fékk eg bréf frá Madrid, er flutti | þær fréttir, að ungfrú de Porhoét hefði tapað máli þvi, j er hún ætti í syðra. Lögmaður hennar tjáði mér það | og, að ætt sú, er málið hefði varið, hefði heldur ekki neinn f járhagslegan ávinning af úrslitunum, af þvi að aítur stóð til mál milli þeirrar ættar og rikisins 1 spanska, um eignirnar; ríkið krafðist þeirra, af því j að þær væru erfðagóss útlendings, og mundi sjálfsagt 1 ná þeim undir sig. Eftir að eg hafði hugsað málið um stund, komst í eg að þeirri niðurstöðu að það væri velgerningur aö ; þegja yfir þessum raunalegu úrslitum við gömlu ! konuna, og láta hana ekki vita í svipinn að allar vonir hennar hefðu bmgðist. Eg hefi því fastráðið, að semja um það við spanska lögmanninn, að láta ekki uppi úrslit málsins við ungfrú de Porhoét, heldur að láta sem svo, að málinu hafi enn verið frestað; eg ætla svo að halda áfram að rannsaka skjalasafn ætt- arinnar, og gera alt, sem í mínu valdi stendur, til að koma í veg fyrir það, að gamla konan sjái loftkastala sina hrynja, áður en hún deyr. Þó að þetta undirferli væri af góðum huga gert, fanst mér þó gaman að heyra álit annara um það, og þessvegna fór eg síðari hluta dags til hallarinnar að finna frú Laroque og segja henni frá þessu leynd- armáli. Hún félst á þessa ráðagerð mina, og hrósaði mér meir fyrir hana, heldur en mér fanst eg eiga skilið. Mér kom sannast að segja óvart, er hún lauk tali sinu við mig með þessum orðum: — Eg fæ nú ástæðu til að láta yður vita, að eg er yður einstaklega þakklát fyrir það, sem þér hafið gert í þessu máli, og mig langar til að bæta því við, að mér likar hverjum deginum betur við yður, og er stöðugt að fá meira og meira álit á hæfileikum yðar. Eg vildi óska þess að við þyrftum aldrei að skilja, og bið yður forláts á að eg segi það svona um- svifalaust, því að þér litið kannske alt öðmm augum á það, en eg .... Eg sendi oft og tíðum einlægar Ungfrú Margrét sagði nú söguna á ný, en þagði eins og áður yfir hluttöku minni við að bjarga hund- ínum. Hún fjölyrti jafnvel um það, hvað hundurinn hefði sýnt frábært áræði, jafnhættulega staddur og hann var, og fanst inér þetta vera hálfgert meiðandi fyrir mig, eins og á stóð. Ilún imyndaði sér sjálfsagt, að sú smávægilega vinsemd, sem hún hafði sýnt mér, og sú hepni sem mér hafði hlotnast, að geta komið henni að liði, hefði æst hégómagirni mína úr hófi fram, og var henni því augsýnilega áhugamál, að þessi atvik gleymdust sem fyrst. Nú tóku þær ungfrú Helouin og frú Aubry að biðja um það, hvað eftir annað, að fá að sjá hundinn sækja klútinn út á hylinn; og loks lét ungfrú Margrét tilleiðast og kallaði á Nýfundnalands-hundinn; því næst fleygði hún vasaklútnum í ána eins og daginn fyrir, en Merwyn var ekki á því að bleyta sig í þetta skifti. f stað þess aö stökkva út í vatnið á eftir vas^- klutnum, tok hann til að hlaupa fram og aftur um árbakkann, geltandi og dinglandi rófunni; lét hann með látbragði sínu í ljós, að hann væri að vísu fús til að sækja khítinn, en jafnframt myndi hann glögt, eftir því. sem þarna hefði gerst. Hundurinn var í stuttu máli of skynsamur til að þreyta þessa sund- raun aftur! Árangurslaust ógnaði ungfrú Margrét eftirlætis- goði sínu, og jafn-árangurslaust reyndist það að fara vel að rakkanutn; hundurinn reyndist of-skynsamur til að hætta sér út í hylinn. Eftir alt hrósið um hugrekki Merwyns, varð þessi þrjóska hans að leggja út í vatnið, býsna hlægileg; eg hafði einna helzt ástæðu til að skemta mér yfir þessu, og sparaði eg það heldur ekki. Og hitt fólk- ið gat ekki annað en hlegið líka, og ungfrú Margrét sömuleiðis, þó að hún hlægi kannske ekki jafn-dátt eins og við hin. — Jæja, það er þá ekki nema annar vasaklútur til, sem eg missi”, sagði hún. Vasaklúturinn sveiflaðist í marga hringa í straum- iðukastinu, en loks festist hann á greinum hins ör- laga-þrungna mnna við hinn bakkann. — Ef þér viljið lofa mér að ráða, ungfrú góð, þá skal eg ná vasa klútnum yðar á augabragði,' elleg- ar sökkva til botns með honum, sagði de Bévallan. Mér fanst ekki betur, en að ungfrú Margrét líta til mín, eftir þessa mikilfenglegu yfirlýsingu, og mætti lesa úr augnaráði hennar: “Sjáið þér til,. það eru fleiri en þér fúsir til að leggja töluvert i sölurnar fyr- ir mig!” Þvi næst svaraði hún de Bévallan og mælti: — í guðs bænum farið ekki út í neina vitleysu! Áin er fjarska djúp . . . . og það er veruleg hætta. . ... — Um það hirði eg ekki hót, svaraði de Bévallan. Heyrið þér, Alain, hafið þér ekki liníf á yður? — Hníf? endurtók ungfrú Margrét forviða. — Iá, lofið þér mér nú að vera sjálfráðum. — En hvað ætlið þér að gera með hnífinn? — Eg ætla að telgja mér langan staf, svaraði de Bévallan. — Eg hélt aö þér ætluðuð að synda eftir vasa- klútnum, sagði unga stúlkan lágt. — Synda eftir honum, ungfrú góð, endurtók de Bévallan. F-yrst og fremst er eg mi ekki í sundfötum .....og þar að auki verð eg að játa, að eg er ósyndur. — Nú úr því að þér eruð ekki syndur, þá gerir minst til, hvort þér ertrð í sundfötum eða ekki, sagði ungfrú Margrét þurlega. — Það segið þér dagsatt, svaraði de Bévallan þurlega; en eg imyndaði mér, að yður væri það ekk- ert áhugamál, að eg drekti mér. Þér viljið gjarnan ná aftur í vasaklútinn yðar, og ef þér fáið hann, eruð þér líklega ánægð. — Jæja, farið þér þá og telgið þér stafinn, svar- aði hún ólundarlega. Þessu næst hvarf de Bévallan, sem manna bezt kann að stjóma skapi sínu, inn í kjarrið, og heyrðum við æðistund mikið brak í greinunum þar sem hann var; að nokkrum tíma kom hann aftur með langa hesliviðar-irenglu í hendi, og tók að lima af henni blöð og stöngla. — Haldið þér kannske að þér getið náð yfir hyl- inn með þessari renglu? spurði ungfrú Margrét, er fór að finnast þessi ttndirbúningur býsna hlægilegur. — Látið mig um það, látið mig um það, mælti hinn djarfhugaði aðalsmaður með einstakri geðprýði. Við létum hann orðalaust halda áfram undirbún- ingi sinum. Þiegar hann var búinn að lima öll blöð af renglunni, lagði hann af stað yfir að bátnum. Við sáum þá strax að hann ætlaði að róa yfir ána nokktið ofan við fossinn, og þegar hann væri kominn yfir um, ætlaði hann að kraka vasaklútinn að sér með renglunni, því að það var skamt frá bakk- anum. Þegar þessi ráðagerð var augljós, rak alt fólkið upp gremjuóp, því að það er alkunnugt, að kvenfólk hefir ánægju af því, að aðrir stofni sér í háska, eða tefli á tvær hættur fyrir það. — Já, skárra var það nú snjallræðið. Fussum fei! Þér megið skammast yðar de Bévallan! — Nei, eg sé enga ástæðu til þess, kæru frúr! Það sein mest er undir komið, er að vera hugvitsmað- ur, cins og sagan af Kolumbusi og egginu sýnir. En þvert á móti því sem áhorfðist, átti þó ekki þessi ómerkilega ferð að ljúka áhrifalaust, eða hættulaust. 1 staðinn fyrir að fara beint yfir ána, þar sem báturinn lá, datt de Bévallan í hug að róa kippkom niður eftir henni, alt ofan undir fossinn. Hann hratt bátnum því út á miðja ána og lét hann reka kipp- korn ofan eftir álnum, en innan stundar komst hann að raun um, að straumurinn var afar-harður þegar nærri fossinum dró. Við sáum nú líka að hætta var á ferðum, er de Bévallan venti og tók að róa af öllum kröftum. Stundarkorn réri hann lifróður, en svo harður var ‘ straumurinn, að þó að hann nálgaðist ofurlitið bakk- ann hinuin megin, barst hann samt með miklum hraða nær fossinum, þar sem áin steyptist niður með geysir- miklum drunum. Ekki voru nema fáein fet eftir fram á fossbrún- ina, þegar de Bévallan gat með ofboðslegri áreynslu komið bátnum svo nærri bakkanum að hann gat bjarg- að sér. Þá slepti hann árunum og tók undir sig grið- arstökk til lands, en um leið spyrnti hann óviljandi bátnum frá sér, svo að hann þeyttist yfir i gljúfrin, og hentist undan straumnum á hvolfi. Meðan á hættunni stóð, höfðum við öll staðið á öndinni af hræðslu, yfir að horfa á þessa óheillavæn- legu sjón, en þegar hættan var afstaðin, gafst okkur gott færi á að bera saman muninn á mikilmensku og stærilæti de Bévallans, áður en hann lagði á stað út á ána, og nú á síðari hluta ferðalags hans til að bjarga vasaklútnum. Eins og allir vita, er mönnum gjarnast til að hlæja innilega,, þegar hætta er nýafstaðin; því var það, að við tókum öll til að hlæja hjartanlega, þegar j við sáum, að de Bévallan var laus við bátinn. En enn á ný bættist við óhöpp hans. Þar sem hann hafði náð landi var bakki árinnar brattur og sleipur, og ekki hafði hann fyr leitað sér fótfestu, en hann hrapaði niður. Til allrar hamingju náði hann handfestu á sterkum greinum og í þær hélt hann sér dauðahaldi með báðum höndum, en buslaði með fótunum niðri í vatninu. Áin var ekki djúp þarna, svo að hætta var sama sem engin. Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI Dr.R. L. HURST, Membér of Royal Coll. of Surgeons Eng., útskrifaður af Royal College ot Physicians, London. Sérfræðingur í brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á. móti Eaton’sJ. Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfræOinr, Skripstofa:— Room 811 McArtbur Building, Portage Avenue Áritun: P. O, Box 1656, Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg t♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦»♦ X ÓLAFUR LÁRUSSON J ♦ og ♦ BJÖRN PÁLSSON i yfirdómslögmenn T Annast Iögfxæðisstörf á Islandi fyrir . Ý Yestur-Islendinga. Utvega jarðir og I + hus- Spyrjið Lögberg um okkur. ± X ReyKJavik, - Iceland ± ^ P. O. Box A 41 4 +>♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William TEI.BI'HONIí GAREYSaO Officb-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Hbimili: 620 McDbrmot Avb. tei.rphonr garry aai Winnipeg, Man. Dr. O. BJ0RN80N Office: Cor, Sherbrooke & William l'KI-EPHONKi garry Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimi i: Ste 1 KENWOOD AP‘T’8. Maryland Street TEI,BPII01>JEi GARRY TB3 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á aB selja meðöl eftir forskriptum lækna. Hin beztu metSöl, sem hægt er að fá, eru notuð eingöngu. pegar þér komie með forskriptina til vor, meglð þér vera viss um að fá. rétt það sem lækn- irlnn tekur til. COLCIjECGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phone. Garry 2690 og 2691. Giftingaleyfisbráf seid. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J S'argent Ave. Telephone Vherbr. 840. l 10-12 f. m. Office tfmar -j 3-6 e. m ( 7-9 e. m. Heimili 467 Teronto Street _ WINNIPEG telephonk Sherbr. 432. Dr. R. M. Best Kveqna og barna læknir Skrifstofa: Union Bank, borni Sherbrooke og Sargent Tímar: 3—5 og 7—8. Heimili: 605 Sberbrooke Street Tc ls. Garry 4861 J. G. SNŒDAL TANNiŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Kargrave St. Suite 313. Tals. main 5302. 4 Sérfræðingur í augna-eyra-nef- i báls-sjúkdómum. ^ 326 Somerset Bldg 4 Talsími 7262 aj Cor. Donald & PortageAve. Heima kl. 10— 12 og 3—5 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. sel'ir líkkistur og annast jm uiiarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Tals Oax*x*jr 2152 J. J. BILDFELL FASTEICn A8ALI Room 520 Union Bank - TEL. 2685 Selur hús og lóSír og annast alt þar aölútandi. Peningalán

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.