Lögberg - 12.03.1914, Qupperneq 1
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
Henry Ave. East,
Winnípcg, Man.
VIÐUR, LATH,
ÞAKSPONN.
Fljót afgreiösla.
Ábyrgst að vel líki.
idlef o.
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
Hcnry Ave. East
Winnipcg, Man*
VIÐUR, LATH.
ÞAKSPONN
Fljót afgieiðsla.
Ábyrgst að vel líki.
27. ARGANGUR
WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 12. MARZ 1914
NÚMER 11
Umbætur á Rauðárósi.
Aðalkvísl Rauðár, þarsem hún
kemur í vatniö, og mestar skipa-
feröir eru um, hefir stundum orð-
ið illfær a.f sandi, sem í hana hleöst
svo aö þar hefir oft oröiö að grafa
úr botni. og flytja burt sand og
leir. Nú er þar sú bót á ráðin, að
hlaðið hefir verið meðfram aðal-
kvíslinni, samtals tuttugu og átta
hundruð feta garða, og eiga þeir
að varna, því, að eyrar myndist í
kvíslinni; telja verkfræðingar hana
óyggjandi til umferðar upp frá
þessu. Jafnframt hafa tveir vitar
verið settir þar upp, hinir stærstu,
sem við Winnipeg vatn finnast,
þrjátíu feta háir, og telst svo til,
að ljós þeirra sjáist um þrjátíu
mílna fjarlægð. Eftir þetta er sagt
að skip geti farið um kvíslina á
nótt sem degi, án nokkurrar hættu.
Eftir er aðeins að víta, hvernig
Rauðáin tekur þessu, að láta f jötra
sig með þessu móti.
Seint gengur saman.
Heimastjórn írlands er enn það
deilumái, sem mest ber á milli
fiokka á Englandi. Frumvarp til
laga um heimastjórn þar í landi,
hefir tvívegis verið samþykt af
fulltrúadeild brezka þingsins, og
yrði nú að lögum, ef það gengi
fram óbreytt á þessu þingi, sem
nú stendur yfir. En íhaldsmenn
á Englandi hafa á seinni árum
vakið megna mótspyrnu gegn
frumvarpinu, með því meðal ann-
ars að koma á vopnaburði meðal
mótmælenda í einum parti írlands,
og eggja'til uppreisnar, ef heima-
stjórn kæmist á. Fyrir því vill hin
liberala stjórn ekki fara hart í
sakirnar, heldur miðla málum, og
hefir lengi staðið í stappi milli
hennar og foringja íhaldsmanna.
Nú í þingbyrjun hefir Mr. Asquith
lýst sáttaboðum af sinni hendi, á
þá leið, að hver sveit í Uíster
me«i skera úr því með atkvæða-
greiðslu. hvort hún vilji hlíta
þeirri stjórn, sem aðrir hlutar ír-
lands öðlast. um sex ára bil, en
að þeim tíma liðnum skal ekki
þvinga þau til að ganga í lög með
öðrúm írum, nema með samþykki
Rretaþings. Misjafnlega er þess-
um sáttaboðum tekið. og er sýni-
legt, að íhaldsmenn vilja helzt ekki
neinum sáttum taka, ef ske kvnni
að málið vrði stjórninni að fóta-
kefli.
Bardagi um stúlkn.
í Glasgow höfðu kvenréttinda
kontir .f.und, er lögreglan vildi
hindra; kvenfólkið og þeirra
fylgdarsveinar höfðu strengt
gaddavír umhyerfis pallinn, sem
ræðusveitin sat á, og hulið vírinn
blómum. rifu margir lögreglumenn
sig á göddunum, en skjaldsveinar
kvenna veittu megna mótstöðu og
börðu á Iáganna þjónum; þeir
náðu þó um síðir uppgöngu og
tóku þá meykerlingu, sem fundinn
boðaði,- brugðu þá konur kylfum
undan skikkjum sínum og börðu
á þeim alt hvað aftók og var það
hin harðasta hrið. Lögreglan bar
herfang sitt til bifreiðar, en sumir
héldu uppi bardaga. Skambyssu-
skot dundu og tundurvélar sprungu
meðan bardaginn stóð sem hæst,
og er sagt að allmargt af kven-
fólki hafi verið í yfirliði, þegar
orustunni sleit. Sylvia Pankhurst
heitir stúlkan, sem bardaginn stóð
um, og er ein af helztu forsprökk-
um þessa fáliðaða skara. sem
heldur fram málstað sínum með
ofbeldisverkum, á Englandi.
Tilnefningarfundur
af hálfu liberala í Mountain kjör-
dæmi verður haldinn að Baldur
mánudaginn 16. þ. m. T>ar verður
tilnefnt þingmannsefniefni liberala í
fyrnefndu kjördæmi fyrir næstu
fylkiskosningar. Til er ætlast, að
almennur fundur verði að kveldi,
RæðuTnenn verða: Mr. Baird, þing-
maðurinn, Mr. Norris og Mr. T. H.
Johnson. Allir íslenzkir liberalar þar
vestra beðnir að fjölmenna.
Merkismaður látinn.
Látinn er i Toronto á áttræðis-
aldri, Sir George Ross, foringi
liberala í öldungadeild sambands
þings og um langt skeið ráðherra
í Ontario. Hann var fæddur árið
1841, var fyrst skólakennari, eins
og svo margir aðrir, sem komizt
hafa síðar til frægðar og frama
hér í landi, og náði miklu áliti
fyrir vit og skörungsskap í því
starfi. Hann gaf út tímarit og
bæklinga um kenslumál og átti
mikinn þátt i, að koma skólakenslu
í Ontario í viðunanlegt horf. Þar
kom, að hann gaf sig að lands-
málum, og áður langt um leið,
varð hann kenslumála ráðgjafi í
fvlkinu og hélt því starfi um mjög
mörg ár, í ráðaneyti Mowats og
Hardys, og varð loks forsætisráð-
herra árið 1899. Sex árum síðar
beið hann ósigur i kosningum, en
aðalatriðið í stefnuskrá hans var
þá b'ndindismálið, að koma á local
option og banna vínsölu, og hafa
liberalar siðan aldrei unnið á með
þeirri stefnuskrá, í því fylki.
Eftir það gerðist Ross senator á
Ottawa þingi og framsögumaður
Hberala þar. Hann fær það orð,
að hann hafi verið dyggur þjónn
þjóðarinnar, hagsýnn og ötúll
stjórnari fylkis síns, og einkum sé
það honum aö þakka, að norður-
hluti fylkisins tók miklum .fram-
förum í hans stjórnartíö. Mælsku-
maður var hann einhver hinn bezti,
mjög erfiður í kappræðum, penna-
fær svo aö sumar af bókum hans
eru með því bezta, sem ritaö hefir
verið í þeirri grein hér í landi,
einkum hin siðasta, er út kom j
fyrra, um æfiferil sjálfs hans og
mörg atriði sögn og stjórnarfari
þessa lands viðkomandi. Sir
George Ross var góðnr liberal alla
æfi, og með mikilhæfustu þjónum
þjóðar sinnar á síðasta mannsaldri.
Hryðjuverk í Mexico.
Siðast var frá þvi skýrt, að
auðugur enskur bóndi í Texas var
drepinn af upþreisnarhöfðingjan-
um Villa, án dóms og laga, að þvi
er menn álíta, og að eftirmál
horfði óvænlega. Bretar gátu ekki
heimtað bætur af Huerta, með því
að hann hefir engin völd i þeim
parti landsins, sem illvirkið var í
framið, heldur ekki gátu þeir
veizt að Villa, því að þeir viður-
kenna ekki hans völd. En Banda-
ríkjamenn halda hans taum og því
vildu Bretar lieimta þá aö eftirmáli
ög lofa hinir fyrnefndu, að gera
hvað í þeirra valdi stæði, til þess
að Bretar mættu vel una málalok-
um. Nú er kominn krókur á móti
bragöi. Liðsmenn Huerta virðast
hafa tekið af lífi amerískan borg-
ara, er hét Vergara, sömuleiðis án
dóms og laga, og ef það sannaðist,
þá höfða Bandaríkjamenn sök á
liendur Huerta, er jafnast gat á
við hitt vígið. Nýlega fóru um
luindrað manns frá Texas suður
vfir landamærin, grófu upp lík
hins vegna -ameríska borgara og
báru það norður yfir landamæri.
í>ó það væri búið að liggja þrjár
vikur í jörðu, er sagt, að sonur
hins framliðna og vinir hafi ljós-
lega þekt það, sem furðulegt má
þykja, í því heita landi. Áverkar
fundust á líkinu ærið margir og
þar á meðal að fingurgómar á ann-
ari hendinni voru sniðnir og þykir
það benda á, að maðurinn hafi
verið kvalinn, áður hann var af.
lífi tekinn. Þetta vígsmál verður
að öllum likindum frægt, áður lýk-
ur.
Hvaðanæfa.
— Eldsvoði varð suður í St.
Louis', kviknaði í stórhjýsi, fjöl-
'yftu, þarsem margir karlmenn
höfðu herbergi. Byggingin brann
til ösku, og haldið er að um 28
menn hafi týnt þar lífi sínu, með
þvi að þeir hafa ekki fundizt.
— Með nýkomnum pósti frá
Dawson, er hafði meðferðis bréf
frá Vilhjálmi Stefánssyni og hans
félögum, bárust þau tiðindi, að
engar fréttir hafi Vilhjálmur enn-
þá fengið af skipi sönu Karluk,
og þykir það ekki góðs viti. Vil-
hjálmi og félögum hans leið vel að
öðru.
— Tvær konur fóru í heimsókn
til nágranna, fyrir vestan Fort
William, Ont., undir rökkur einn
daginn. Leiö þeirra lá um skóg,
og heyrðu þær þá úlfaþyt skamt
frá sér. Þær klifrtiðu sem snar-
ast upp í næsta tré og sátu þar til
miðnættis, er leitarmenn fundu
þær, illa haldnar af kulda og kvíða.
Úlfar eru djarfir í skógum þennan
vetur og sækja drjúgum til manna-
bygða.
— Sprengi efni er búið til á af-
skektum stað á Skotlandi; þar
sprungu nýlega 6000 pund af
gelignite, hinu ramasta spreng ng-
ar púðri, sem menn þekkja, mistu
þá átta rnanns lífið, jarðskjálfti af
sprengingunni fanst 20' mílur á
burt og sprungu þar gluggar i
húsum. Nobelsjóður á verksmiðju
þessa.
— Nunnusambandið “Gráu
systurnar”, eiga stórt og mikiö
klaustur í Ouebec borg, fornt og
ramlega bygt. Nunnurnar störf-
uðu eitt kveldið að því að hreinsa
föt sín með benzini, og urðu af
þvi svo sterkir dampar, að í þeim-
kviknað’i, þegar einhver kveikti á
eldspitu. Við það hljóp eldur í
herbergið og síðan í klaustrið og
brann það ásamt kirkju er hjá stóð
til mikilla skemda.
— Tvær orustur stóðu milli
herliðs Kxna stjórnar og ræningja-
liðs þess er “Hvíti úlfurinn”
stýrði, og lauk með því að ræn-
:ngjar tvístmðust eða vom drepn-
ir. Úlfur lá dauður eftir á víg-
velli og valur fjögur þúsund
manna umhverfis hann.
— Hershöfðinginn Chun, sá er
var forsætis ráðherra hjá Yuan
forseta, er dauður. Hann lá að-
eins fáar klukkustundir á bana-
sæng, og þykjast menn vita, að
hann hafi verið drepinn á eitri.
Einn af beztu vinum Yuans for-
seta hafði liinn myrti maður verið.
— Itaískur maður stundaði eft-
ir þvi á Indlandi, að finna meðal
við nöðrubiti, og var svo langt
komið, að hann hélt sig hafa fund-
ið það. Hann var nýbúinn að
lækna geithafur, sem naðra hafði
stungið, þegar eiturormur beit
hann og stakk fimm tönnum á kaf
í holdið. Læknirinn brúkaði með-
al sitt brosandi við fjórar stung-
umar, en tók ekki eftir hinni
fimtu. Seinna um daginn kom
blástur í sárið og áður sól settist,
var hann liðið lik.
—- í Paris er nýlega steypt
kirkjuklukka, sem er 40.000 pund
á þyngd, eða 20 tons. Kólfurinn
e'nn vegur 3 tons eða 6000 pund.
Klukkan er gjöf frá Piusi páfa
X, til dómkirkjunnar í Rheims, og
^er greypt i hana nafnið “Jeanne
d’ Arc’’, en svo hét mærin frá
Orleans, er frelsaði Frakkland frá
yfirráðum Englendinga, á 15. öld.
— Frá Madrid til landamæra
Frakklands ætlar Spánverjastjórn
að leggja nýja járnbraut. með
sömu vfdd milli te na einsog á
Frakklandi gerist. Hingaðtil hafa
allar brautir á Spáni verið mjórri
milli teina, heldur en á Frakklandi,
og er það í því skyni gert, að erf-
iðara sé að' flvtja herlið milli land-
anna. Ferðalagið milli höfuð-
borga landanna stendur 7 stundum
skemur eftir en áður. Vagnarnir
skulu knúðir með rafmagni.
— W. K. Wauderbilt átti höll
mikla nálægt New York, mjög
stóra og prýðilega. með sextíu her-
bergjum og dýrmætum veggtjöld-
um. málverkum og mvndastyttum
og hverskonar prýði, sem auði má
kaupa; listaverkin ein kostuðu iá-
lægt einni miljón dala. Eldur kom
upp í liöll þessari, þann 18. f. m.,
og lagði t ösku alla þessa dýru og
stásslegu prýði. Eldurinn er
sagður hafa stafað frá því að of
mikið var lagt í ofninn í höllinni.
þann kalda dag.
— Afkomendum hins kínverska
spámanns Confuciusar. þeim sem
í beinan karllegg eru. hefir forset-
inn í Kína veitt aftur öll forrétt-
indi. sem þeir höfðu á keisaranna
dögum, svo sem stórfé úr lands-
sjóði til að fremja ýmsa helgisiði
og titla marga og stóra, þar á
meðal er einn, sem á vora tungu
útþýðist “heilagur hertogi”.
— Norskt skip kollsigldi sig i
roki á Englandshafi; þrettán
manns af skipshöfninni fór í sjó-
inn, en sex var bjargað af botn-
vörpung er var nærstaddur.
— Eldur kviknaði í íbúðar stór-
býsi í Mo'treal eina nóttina.
Tuttugu og tvær fjölskyldur áttu
þar heima, alls hundrað og tuttugu
manneskjur. Tvær urðu að hrekj-
ast út i frostbyl á náttklæðunum,
en húsið brann til ösku, með því
að skortur ér á vatni í borginni.
— Skýrt var frá því, hér í blað-
inu, að barn hefði orðið úti, er
foreldrum þess var úthýst með
það, eitt kalda kveldið, á ókunnug-
um bæ. Málið hefir verið rann-
sakað, og er sú niðurstaðan, að
barnið hafi ekki króknað, heldur
kafnað. Móðir þess hafði búið of
vel um það, og vafið það í fötum,
svo að það hafði ekki getað dreg-
ið andann. Það má kallast ótrú-
legt, að barnið hafi ekki tekið
kippi, þegar það náði ekki andan-
um, og móðir þess ekki orðið Jess
vör, nema svo hafi verið, að dreg-
ið hafi verið næsta mikið af bæði
móður og barni af kulda, áður en
það gaf upp öndina.
Sigurjóns, ungur og ókvæntur.
Ltk þessara manna hafá eigi enn
rekið, og ekkert útlit til að þau muni :
reka bráðlega. Straumur er þar j
tnikill og dýpi nokkuð, en illviðri hafa
hindrað alla leit.
í byrjön Marzmánaðar fyrra ár.
fórust einnig 9 menn á bát frá Ól- j
afsvtk. Reri sá bátur til fiskjar, en j
hefir aldrei komið fram síðan. Er j
j það rneir en litið raunalégt, að t8 j.
j menn farast í sjóinn á einu ári frá j
ekki stærra kauptúni en Ólafsvik. Alt j
voru þetta dugnaðarmenn á bezta
aldri, og er missirinn þvi enn tilfinn-
j anlegri fyrir það. Er slys þessu lík
bætast ofan á óhöpp þau, er kotnið
hafa fyrir þar á staðnum undanfarin
ár, er það sízt að undra, þó hart sé
i búi hjá mörgum þar vestra. —
Morgunblaðið.
Munið eftir spilaiundi íslenzka
Liberal klúbbsins næsta þriðju-
dagskvöld, á venjulegum
stað og tíma.
4 VERDLAUN GEFIN
bólgin og hefði vel getað orðið þeim
öllutn að bana, ef í henni hefði lent.
Eftir fjögra stunda hrakninga frá
í fyrri viku rak á land við Vest-
mannaeyjar siglutré allstórt úr eim-1 Baldurshaga náöu þeir ]oks aS Geit-
skipi, ásamt braki toluverðu, *yo sem há,sj S€n, ekk; er nema I0 minútna
hluta af káetu, stjornpalli o. fl. ugi i ferg í skaplegu færi. Var þá nátt-
vissu menn um skipstjon 1 nand vtð j nlvrkllr komjg ()g létu þeir þar fyrir-
Eyjarnar, og var fanð að grenslMt; berast um nóttina þótt heitlg væri
eftir því úr hvaða skipi siglutre ferðinni til Kolviðarhóls þann dag.
gæti verið. - Af botnvörpuskipum _Hans kom heill á húfi með austan-
sem við veiðar hafa venð her• við j póst j gær kl. 2. Gekk ferðin ágæt-
land í vetur, virðist enn vanta alls 3 i iega til baka, en bíða varð hann þó
skip. Yoru menn, eins og ver hofumi fjora ,jaga eftir Skaftafellssýslupósti
áður getið um her 1 Mbl., verið half- j j
hræddir um að einhverjum fleirum
skipum en þeim, er menn vita um að j Aburðarverksmiðjan í Vestmanna-
hafa farist í ísnum fyrir \ esturlandi ^ eyjum, þeirra Gísla Jónssonar & Co.,
i fyrra mánuði, hafi og einnig hlekst j er nú komin allvel á leið. Skip með
eitthvað á. Vér höfum leitað oss j vélarnar í hana hefir legið þar fullar
upplýsinga hjá kunnugum mönnum j 3 vikur og ekki getað skipað í land
allri botnvörpuútgerð utlendinga hér J nema nokkru af farminum sökum
við land, og fengið að vita, að vanta brima.—Vísir.
muni enn þá eitt brezkt skip, Passing!
Mrs. Anderson og gegndi ljósmóð- frá Grimsby. Síðast er menn fréttu; Y ikublað með myndum er i ráði
urstörfum, en sem aldrei hafði um það skip ,var það á önundarfirði, að hleypa af stokkunum innan
setið yfir, hvað þá stolið barninu —hafði flúið þangað fyrir íllviðrum skamms hér í bænum, eitthvað
ai5 játa í hafi. Þetta var þ. 7. Janúar. — og
komst s'®an hef'r ekkert til þess spurst.
Enn fremur vantar tvo þýzka botn-
UPP- ; vörpunga, Lachs og Forelle, báða frá
i Geestemúnde. Eru þau bæði fremur
gömúl skip og eigi stór. — Siglutréð
og brakið, sem við Vestmannaeyjar
fak. er eftir því sem fregnir þaðan
herma, úr gömlu skipi—og að líkind-
um úr botnvörpuskipi Enskir skip-
stjórar, sem' skoðuðu i siglutréð,
Matt. jhyggja helzt að það sé úr þýzkum
eða frönskum botnvörpng, og álíta
ir verið mjög vel tekið, og á hann það
líka skilið....... Leikritið er bæði
hugðnæmt, skemtilegt og vel lagað til
Ieiks......’’
— Lögreglan hér í borginni létti
sínum Ianga spreng eftir hinni
horfnu ljósmóður, við það. að
sængurkonan trúði bónda sínum
fyrir þvi, að hún hefði aldrei orð-
ið léttari að neinu barni, hvað þá
að friðu og efnilegu sve’nbarni,
einsog hún hafði sagt honum fyrst.
Engin yfirsetukona hefði komið
til sín og öll sín saga væri tómur
uppspuni. Hvað konunni kom til
þessa fáránlega framferðis, er ekki
látið uppi. Lögreglan var búin að
handsama konu, sem að vísu hét
frá Mrs. Jones, og varð
hana lausa, er hið sanna
Eundur um eimskipamálið var
haldinn í Selkirk á þriðjudags-
kveldið var. Herra J. J. Bíldfell
gerði þar grein fyrir árangri ís-
landsfarar sinnar að því er eim-
skipamálið snerti. Ennfremur
töluðu Árni Eggertsson,
Thordarson. Gestur Johannsson o. . . . . , , . ,
fl. Eundurinn ■ é«r vel og skipu- aS. ÞaS hafl veri« len^ a rekl 1
sionum.—
lega fram. ; Eigi er með öllu ómögulegt, að
’ eitthvert samband sé á milli siglutrés
STAKA. j rekans í Vestmannaeyjum og hvarfs
____ einhvers skipa þessara, þó fyrir því
sé auðvitað engin vissa fengin enn-
Johnson stjórna/r eldinn
Olíu hella vogar
Roblin allur innan því
Eins og Hekla logar.
J.
Frá Islandi.
Sevðisfirði, 31. Tan. 1914.
Benedikt Olgeirsson andaðist að
Hólmum í Reyðárfirði, 28. þ.m., 73
ára að aldri. Hann átti mörg börn, í
l>ar á meðal Boga, barnakennara
hér í bfnurn.
þá.
Símskeyti af Siglufirði 10. Feb.-
Rafmagnsstöð var reist hér í haust
j og tóku þá margir rafmagn inn í hús
| sín til ljósa. En
gjöf Njarðar, því
á rafmagninu 3 klukkustundir pa
deyr á því aftur og verða menn þá
að sitja í myrkrinu hálfa klukku-
stund. Er því um kent, að vatnsþróin
sé ekki held, og hefir þó verið reynt
að gera við hana, en það hefir til
þessa orðið árangurslaust. Þykir
mönnum hér, sem von er, lítil híbýla-
bót að rafmagninu meðan þessu fer
fram.—Morgunblaðið.
líkingu við “111. Familie Joumal”,
nema auðvitað miklti minna.
Stúdentafundurinn í fyrrakveld
var hinn fjörugasti. Hófst kl. 9
og stóð samfleytt 6 klukkutima.
Umræðuefnið var ástand Menta-
skólans og urðu flestir ræðumenn
á því, að ástandið væri ófært, eins
og nú væri, og þyrfti verulegra
brevtinga.
\’i1dti menn fá aftur inn gömlu
málin og hætta við gagnfræða-
— Að loknttm umræðum var kos-
in 7 manna nefnd, til þess að fhuga
málið rækilega og koma fram með
tillögur. í nefndina voru kosnir:
Dr. Agúst H. Bjarnason próf.,
Árni Pálsson cand., Einar Ámórs-
son próf., Geir Zœga rektor, dr.
Guðm. Finnbogason bókav., dr.
Jón Þorkellsson skjalav. og Ólafur
Ólafsson fríkirkjuprestur. Eund-
galli þykir hér á urinn var heldur illa sóttur.
þegar logað hefir
Santkoma stúkunnar Heklu, sem
auglýst er á öðrum stað hér í blað-
inu, er, eins og skemtiskráin ber með
sér, meö beztu islenzkum samHom-
um; en verðið er þó ekki hærra en
vanalega — kvarturinn gamli, sem
enginn lætur sig rnuna um. Bind-
indismenn, koniið og hjálpið ykkar
eigin málefni! Þið, sent viljið fá
góða kveldskemtun fyrir lágt verð,
komið og skemtið ykkur; þið megpð
lengi bíða þar til ykkur býðst betra.
Daniel Jónasson, bæjarstjóri í
Rivers. Man., kom til borgar í vik-
unni sem leið að vitja konu sinnar,
sent lá veik á St. Boniface spítala.
Hún var skorin upp við innvortis
meinsemd, af læknum spítalans. en
það reyndist árangurslaust. Hún
skildi við á sunnudaginn. Jarðar-
förin fór fram á mánudaginn, frá
útfararstofu Bardals. Hin framliðna
var af ensku kyni, úr Bandaríkjum,
gervileg og myndarleg kona.
Reykjavík, ix. Febr. 1914.
Útgerðarstjóri Eimskipafélags ís-
lands var ráðinn síðastl. föstudag
Emil Nilsen skipstjóri á Sterling.—
, . . , .. . , , . 1 Hann er ráðinn frá miðjum Marz
Ijylj.r og regn. hafa skifst a daglega. j ^ ársloka I9i6 Sagt er ag
Veðráttan hefir
um undanfarið:
verið mjög óstöð- j
Blíðviðri, snjó-
—Austri.
hann komi hingað með Sterling næstu
ferð, en sé svo laus við skipstjóra-
starfið. Verður hann svo eftirlits-
maður Eimskipafél. við smíðar skipa
þess. — Lögrétta.
Reykjavík, ix. Febr. 1914-
t gærkvöldi kl. 8 barst Morgun-
blaðinu sú fregn frá Ólafsvík, að þar
hafi bátur með 9 mönnum farist í
gærdag. — Frá Ólafsvík reru flestir r, , . .. _ „
f, 6., x Reykjavik, 11. Fehr. 1914.
batar til fiskjar.i gær. Veður var ílt T , , Jv\ ,.c c , ... ,
, * x ■■ ■„ Landar 1 Khofn efndu til kvold-
—hvast að norðan og sjor mikill uti , . , . , „ ,.
r . « . , A'u skemtunar þar 1 borgmm 1 Grundt
fvrir. Tveir batar foru 1 beitifjoru, • , ■ ■ , T c ■
en að eins annar þeirra komst aftur vlf.hns Þ’ ?S- Jau- tfl aS°»a fynr
við illan leik. En er hinn báturinn; ekk nr <« horn ^reymga, þe.rra er
kom ekki fram, var farið að leita;drnknfu a Þorlaksmessu
1 , ' t ^tr; í, Karlasveit songf þar íslenzk log
hans, og sast hann þa a hvolfi fyrir . , & .. ••
A t, . v undir stjorn einhvers Barbiere song-
utan Brimisvelli. 1 ... • . . „
nynh menn "8 tofliSSLSTS* ÞSI.S?
ætlað að lenda á Völlum, þar sem
veður var mjög ilt, en þá annað-
hvort kollsiglt sig eða lent á skeri.
En þó vita menn eigi gerla með
hvaða hætti slysið hefir borið að.
Á bát þessum voru alls 9 menn og
eru nöfn þeirra þessi:
Þórarinn Þórarinsson, ('f°rma®ur
bátsinsj ungur maður, nýlega kvænt-
tir en barnlaus.
Jóhann Þórðarson, bróðir Þórar-
ins, ungur og ógiftur.
Helgi Guðmundsson, giftur maður
og margra barna faðir, um 50 ára
að aldri.
Gunnleifur Þorsteinsson, ungur
ungur maður og ógiftur.
Sigurður Árnason, frá Ósi, giftur
maður, en barnlaus.
Kritján Guðmundsson frá Stapa,
bláfátækur barnamaður, ttm 40 ára
j gamall.
Sigurjón Sigurðsson skipstjóri,
giftur maður, en barnlaus, um 30 ára
að aldri.
Stefánsson og Einar
Synir Guðm. Jakobssonar, Eggert og
Þórarinn, léku á piano og fiðln,
skáldin Jóhann Sigurjónsson og Jón-
as Guðlaugsson fóru með bundið inál
og óbundið eftir sjálfa sig, og loks
söng þar danskur leikari, Carl Mey-
er, sá er mest hafði fengist við und-
irbúning þessarar skemtunar, ásamt
form. íslendingafélagsins, Halldóri
\ Kristjánssyni stud. med. — Vel er
látið af söng landanna í þeirn blöð-
um, sem vér höfum séð.—Isafold.
Hafin strokumál.
Upp er tekið fyrir kviðdómi
mál þeirra Percy Hagels og John
Westlakes,, sem sakaðir eru um
vitorð og meðverknað í að hjálpa
fanganum Krafchenko til að
strjúka úr varðhaldi. Fyrir þann
sama glæp er þegar dæmdnr í 7
ára fangelsi, lögreglttþjónninn
Reid, en Buxton sá er mjög var
við það xnál riðinn, er ekki ákærð-
ur, enda virðist það hafa sannast,
að honum hafi verið heitin borgun
fyrir að ljósta upp öllu er hann
vissi. Hinir nafnkendustu lög-
menn sækja og verja sökina, en
þeir eru verjendur Hagels. R. A.
Bonnar og faðir hans, gamli N. F.
Hagel. Sem vitni á að leiða þar
John Krafchenko. og verður þvi
að fresta morðmáli því, sem sækja
á á hendur honum í Morden.
Máli þessu er fylgt með áhuga af
bæjarbúum, og er dómsalurinn svo
þétt skipaður, að mikil óhægindi
eru að, en þó komast stórum færri
Hjaltesteð. 'nn eu v'Ija.
Frá Wild Oak er skrifað 2. þ.m:—
Fyrir nokkru síðan vildi það slys til
að einn af okkar ungu og efnilegu
bændum, Guðni Friðfinnsson Thor-
kelsson, handleggsbrotnaði, af því
að hestur sló hann. Guðni var flutt-
ur á spítala i Portage la Prairie. Lá
hann þar nokkra daga. Hann er nú
kominn heirn fyrir nokkru og er á
batavegi.
Herra Guðjón Erlendsson frá
Reykjavik, Man., kom til borgarinn-
ar í vikunni sem leið, að leita sér
lækninga.
Síðastliðinn fimtttdag (5. MarzJ
voru þau Guðmundur Ingimundar-
son Gootlman og Hólmfríður Guð-
jónsdóttir Isfeld, bæði frá Icelandic
River. Man., gefin saman í hjóna-
band að 833 Ingersoll stræti af séra
séra Rúnólfi Marteinssyni. Þau
lögðu svo á stað i heimsókn til ætt-
ættfólks brúðarinnar að Svold i N,-
Dakota.
jóns, ungur maður ókvæntur. JFaðir
þeirra fórst í sjó fyrir nokkrum ár-
um árum).
Sveinbjörn Guðmundsson, mágur
*
Ur bœnum.
Eftir nálega hálfs mánaðar
ferðalag tim bygðir Islendinga
noröur með Manitoba vatni, er
herra C. Olafsson, lífsábyrgðar
agent, korninn aftur til borgarinn-
ar og hittist á skrifstofu sinni á
hverjum degi, sem áðttr.
Reykjavík, 13. Febr. 1914.
Hörð útivist var það, sem Hannes
austanpóstur Hannesson fékk í aust-
urleið um daginn. Fór hann héðan
á hádegi fyrra sunnudag. Gekk ferð-
in þrautalaust til Baldurshaga, en þá
tók færð og veður mjög að versna.
Fóru þeir þrír saman með hestana:
Sigurður Gislason, Þorvarður sunn-
anpóstur Magnússon og Hans. Allir
þaulvanir ferðamenn, sem í ýmsar
Kjartan Sigurðsson, bróðir Sigur- raunir hafa rataS a fer«um sinum
áður. En svo var hríðin mikil og
færðin ill, að þeir héldu, að þeir
kæmist ekki lifandi til næsta bæjar.
Hvað eftir annað voru þeir nærri því
hraktir út í Hólmsá, en hún var upp-[“Fjalla Eyvindi.".....Leiknum hef-
Lénharður fógeti var leikinn í
Reykjavík snemma i vetur. Leik-
ritið fékk mikið Iof í öllum blöðum
og var mjög vel tekið af almenningi.
Var það leikið bvað eftir annað fyr-
ir fullu húsi. Nú er það boðið Vest-
ur-íslendingum, og má ganga að þvi
vísu, að það fái ekki verri viðtökur
hér Alt hefir verið vandað til und-
irbúftings leiksins eftir beztu föng-
um. Lögréttu 1. Jan. farast þannig
orð: “Hann var leikinn í fyrsta sinn
á annan í jólum, og hefir síðan verið
leikinn á hverju kveldi. Nær alt af
hefir húsið verið troðfult. Það er á-
Iíka aaðsókn að honum og var að
Islenzkukensla í Wyn-
yard.
Samkvæmt ákvæðum menta-
máladeildarinnar í Saskatchewan,
heimila skólalögin, að hálfri
klukkustund sé varið tvisvar í
viku til kenslu i liverju tungu-
máli sem er, öðru en ensku, svo
framarhga sem 25 heimilisfeður
æski þess. * sambandi við þetta
ákvæði safnaði cand. theol. Ás-
mundur Guðmundsson undirskrift-
utti hér um bil 30 heimilisfeðra i
fyrra sumar undir beiðni þess
efnis, að islenzk tunga yrði kend
hér í skólanttm. Skólastjórinn
tók vel í málið í byrjun, og var svo
til ætlast, að herra Magnús Breið-
fjörð, islenzkukennari við skólann,
tæki að sér kensluna. en þegar til
kom áleit skólanefndin, að nem-
endurnir mættu ekki við því að
stunda aukanámsgrein vegna tima-
skorts. íslendingar voru ekki
ánægðir með þetta; litu þeir svo á,
að nteð því ætti að stinga málinu
undir stól. Ásmnndtir Guðmunds-
son tók sig því til í samræmi við
ósk nemendanna og bvrjaði að
kenna islenzktt i skólanum eftir
reglulegan skólatima.
Skömmu síðar var það ákveðið
af stjóminni að háskóli fHigh
School) skyldi stofnaður hér í
bænum á komandi sumri, og
þar sem skólanefndin sá, hverstt
mikla alvöru íslendingar sýndu
i þessu máli. þá samþykti hún
það í einu hljóði. eftir nokkr-
ar umræður. að íslenzku-
kensla skyldi tekin upp við
háskólann, sem föst námsgrein og
byrjað að kenna hana 5 Ágústmán-
uði í sumar. Þessi urðu úrslit
málsins og mega allir vel við una.
Wvnyard hefir þama gengiö á
ttndan og ætti þaö að verða hvöt
fyrir íslendinga í öðrmn nýlend-
um vestan hafs.
Rig. Júl. Jóhannesson.
I