Lögberg - 26.03.1914, Blaðsíða 3

Lögberg - 26.03.1914, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. MARZ 1914. 9 Signý Pálsdóttir Olson bjuggu hér lengi svo aS kalla um þjóöbraut þvera. Báru aS því leyti af flestum e5a öllum íslend- ingum á hinni erviöti tið frumbýl- ingsáranna. Þessa var meöal ann- ars í Jesú nafni minst viö útför hinnar framliönu heiöurskonu, og þvi má komandi kynslóö ekki gleyma.” Rögnv. Pétursson. Blaöið “Austri” er vinsamlegast beöiö aö taka upp þessa dánar- f regn. Signý Pálsdóttir var fædd í Dagveröargerði í Hróarstungu á Austfjöröum 31. Janúar 1848. Foreldrar hennar voru Páll Ás- mundsson og Þóra Eiríksdóttir er bjuggu í Dagverðargerði. Voru systkinin afarmörg, dóu 5 ' æsku, Eirikar þrír, Sigríður og Guðný, og bar Signý heitin nafn þessara tveggja systra sinna. Meöan hún var enn á ungum aldri misti hún föður sinn. Var þá móðurin eftir skilin nteð sex börn, flest i ómegð, og eini bróðirinn, Ásmundur, er eftir liföi, helzta fyrirvinnan. Um það leyti fluttist Jjangað ekkjumaö- urinn aldni. þá utigur aö aldri. Dó bróðirinn, Ásmundur, þá um þaö leyti. Tóku þá Eyjólfur og Signý heitin við aðalumsjón með heim- ilinu. Giftu þau sig 4- Nóv. 1868. Bjuggu þau í Dagveröargerði i 8 ár unz þau fluttust hingað vestur 1876 ásamt móður og systkinum —hinnar látnu. ITöfðu þau þá eign- ast 3 börn, en þá voru tvö á lífi Páll og Ásmundur er alist hafa upp hér. Settust þau að fyrst sunnan- vert í Nýja íslandi. Dóu þar tvær ungar systur Signýjar heit. er bóluveikin geysaöi um Nýja íslan 1. Voru þá eftir aðeins tvær systur hennar á lífi Björg og Sigurborg, er nú syrgja missir þann, sem þeim hefir að höndunt borið. Vor- íð 1880 fluttu þau Eyjólfur og beitin lnngað til bæjar og hafa búið hér siðan. A þeim fyrstu árum átti margur oft erfitt, en hús þeirra hjóna stóð jafnan opið þeim, sem hjálpar þurftu að leyta. Og efurn vér að tölu verði á komið alla þá sem leit- uðu þar fyrst athvarfs nýkomnir tiltþessa lands. Einkum voru þaö ungar stúlkur er fáa áttu vini og litiö athvarf. er Signý heitin bauð iafnan velkomnar undir sitt þak. Á þessum árum tóku þau fóstur- börn mörg. Einn pilt og fjórar flutningunum af íslandi, varð að stúlkur bafa þær systur aö mestu | gæðum og láni komandi kynslóða. aliö upp, eina frá því hún var 3 j Það er saga. sern enginn þekkir til nátta, aðra frá því hún var 18 mgsmaður bindindishreyfingarinn- ar hér og gekk mjög snemma í stúkuna Heklu. Jarðarförin fór fram þann 23. Des. Heima í húsinu töluðu Dr. Jón Bjarnason og sera Runólfur Marteinsson, en yfir í Únítara- kirkjunni séra Guðm. Árnason, séra Magnús J. Skaptason og séra Rögnv. Pétursson. Mikill fjöldi fólks fylgdi likinu yfir í kirkjuna og þaðan út í grafreit. Með láti Signýjar Olson, konu Eyjólfs Eyjólfssonar Olson, er ein vor merkasta og mætasta íslenzk kona hér vestra horfin. Hún var búin að vera hér lengí, var í hópi þeirra er með þeim fyrstu komu hingað til lands og var vel þekt og öllum aö góðu kunn. Hjálpsemi hennar, rausn og skörungskapur er alkunnur, við alla þá sem að ein- hverju leyti þurftu aðstoðar með. Það er ótítt hér í bæ að íslenzk heimili séu aðgreind með nafni, en heimili þeirra hjóna var ávalt kall- aðir Eyjólfsstaöir, og gilti það í huga íslendinga hér sem Griða- staðir og Hjálparstaðir. Frá eldri og yngri árum vorra Is- lendinga verða endurminningárnar margar, sem vakna i huga þeirra nær og fjær er þeir spyrja lát kon- unnar, er var sannnetndur heilla- vættur á landnámstið vorri hér. Er frani til þess síðasta lét sín að góðu getið. Minningar þær og æfisaga verð- ur ekki sögö í fám prðum. Æfi- saga hennar er löng. væri hún öll sögð, því hún tók svo mikinn og góðan þátt í öllu voru félagslífi. .Efisaga hennar er saga, eins og svo margra, er komu hér á fyrri tið, nýlendustríðsins og baráttunn- ar, saga þess hvern þátt, góðar og göfugar islenzkar konur áttu í því aö nýbygðin blessaðist, og fyrir- tækiö er stofnað var til með' út- mánaða, en hin voru nokkuð eldri. Þrjú börn eignuðust pau hjón hér í bæ og mistu þau öll, og nú siðast fyrir 8 árum son sinn Pál á 35 ári, er dó frá ungri konu og 3 ungum sonum. Börnum þeim gekk Signý heitin og maður hennar i móður og föðurstað. Eins og góðgjörð- arsemi náði til allra peirra sem bágt áttu og hún náöi til, var ást hennar og umhyggja til allra sinna, frábær fram í dauðann. Og síðast, dagana sem hún var sjálf að kveðja vini og ættmenni, og þrautir þessa lífs, voru börnin, sona hennar beggja, efst i htiga hennar. Sjúkdóm sinn tók Signý heitin fyrir rúmum tveim árum, á að- fangadagskveld jóla, og var því stríði, löngu og þungbæru lokið á sunnudagsnóttina þann 21. Des. I9I3- Frá því að veikin greip hana, átti hún ekki von á að komast til heilsu aftur, en nú í síðari tið eftir þvi sem að seinkaði legunni, var hún farin að þrá heitt að mega hvílast. * Dauða sínum kveið hún ekki og hvíldina þráöi hún. Loks kom svo stundin og hún fékk að leysast i hægum frið og værum svefni. Signý heitin var meðal stofnenda islenzku Únitarakirkjunnar hér i hæ, íslenzku lífsábyrgðar stúkunn- ar Fjallkonan, og tilheyrði hún báðum þessum félögum til dauða- hlítar, saga sem aldrei hefir verið skráö og saga sem aldrei verður sögð. En seinni aldir munu ávalt bera óafmálanlegar menjar, þeirrar sögu. Dr. Jón Bjarnason, er öörum fremur var kunnugur þeini hjón- unt bæði á fyrri og siöari tíð, minnist Signýjar heitinnar* með þessum orðum í Janúar blaði “Sam.” 1914: “Signý Pálsdóttir, eiginkona Eyj- ólfs Eyjólfssonar, andaðist, hálf- sjötug að aldri, á heimili sinu í Winnipeg aöfaranótt sunnudags næsta á undan jólum, 21. Des. síðastl., eftir tveggja ára heilsubil- an ýhjartasjúkdómj. Þau hjón voru urn eitt skeið meðal þeirra Is- lendinga hér í bæ, sem/mest og bezt voru þektir af fólki voru; en áöur höföu þau verið meðal frum- byggja Nýja tslands (\ Viðines- bygð syðstj. A íslandi höfðu þau búið í Dagveröargerði í Hróars- tungu á Fljótsdalshéraði, og þaðan komu þau vestur 1876. Samvalin voru þau aö höðingsskap og hjálp- semi við bágstatt fólk alt og fleiri mannkostum. Um konu eina göf- uga í fornsögu íslands, á land- námstíð þeirrar þjóðar hinni fyrri, segir svo: ‘YHún) lét gera skála um þjóðbraut þvera. Hún sat á stóli ok laðaði gesti, en borð stóð inni, og matur á”. Slíkt var Signý heitin hér vestra á I3nd- námstíð Islendinga hinni síðari Fjallkonu ríma. Sléttubönd. dags. Einnig var hún góður stuðn- ásamt með manni sínum. Þáu Fjalladrotxiing muni minn minnist hljóöur viöur. Alla lotning sérhvert sinn sýni móþur niður. Synir allir þínir þrátt þig í minni geyma. Vinir snjallir eins er átt engu sinni gleyma. Kynni ljóðaorgel á eg sem bjóöa vildi, minni óöar fagurt fá foldin góöa skyldi. Lítið minnast eg vil á aldarhætti þína. Skiútiö finnast margt þar má, mengi ef ætti sýna. Þinni greina fegurð frá, fóstran eðalboma, minni reyna Óma-á Ulla meöal þorna. Daga alla maður rna muna hjalla og rinda, snaga, stalla, hnjúka há, hvíta fjallatinda. Dafnar endurminning mær, munargeim í falin Sjafnar-kendur Buslu-bær blæs mér heim í dalinn. Heirn í fríðan blómgan baðm brekku innar mæru, heirn í viðan fjalla faðm fóstru minnar kæru. Hvar við stundum æsku á ófum blóma linda. Þar við undum sæl að sjá sunnu ljóma tinda. Viður linda hljómblítt hjal hrundum lyndistrega, niöur tinda er djúpt í dal dönsuðu yndislega. Geyma vestan margir menn minning glaðir þína. Dreyma flesta um mun enn æskustaði sina. Blunda lýðir. Nú er nótt, nætursalir skína. Skunda blíöir hugir hljótt heim í dali þína. Barna þinna hugir hjá hólnum vinna saman, þarna minnast æsku á, æfi sinnar gaman. Una glaðir hlíð og hól hjá um allar nætur, muna staði er yndi ól upp við fjallarætur. . Þarna skulum hróðrar hag hreyfa á bala fríðum, gjarna þulum ljóða lag, lék und dala hliðum. Glæða Bragi rná í mér máttinn glettu anda kvæðalagi hjá mér hér háttinn sléttubanda. Yfir sögu' fræga eg fer fljótt í bögum mínum. Lifir fögur hún æ hér hjá oss mögum þinum. Sjáleg varstu æsku í. Enn má skrautið líta. Knáleg barstu frjáls og fri fannaskautið hvíta. Hetjur friðar brands úr byl breiðan fjala linna létu skríða hnýsu hyl heim til dala þinna. Áður lengi hrotta hret háðu i gengi kunnu, þjáðu mengi. fáfnis flet fjáðir drengir unnu. Voða óðir geirs i gný greinir móðir sagna. goða blóðið æðum í itra flóði bragna. Lágu hliðum unnar á úti brandajórum. þágu tíðum heiður hjá hraustum landa stjórum. Skóku hraðir vigavönd vargi tafnið skáru, tóku glaðir lofða lönd, lýðfrægt nafnið báru. Hjálmar umdu. glumdi gerð, gustur þundar dtindi, álmar rumdu, sungu sverð sjórinn unda hrundi. Hættu gráðir vopna við vígs á bóli ala, bættu ráðið, Fróða-frið festu í skjóli dala. Virtist prýðisfögur fold frægum skíðaþundum, girtist víða móðurmold meður hlíðalundum. Gæddir ríkum akri orms unga bygðu landið, klæddir flýkum styrjarstorms stjómar trygðu bandið. Liðu aldir þannig þrjár, þú ei frelsið mistir, miður taldir öll þau ár, aö þú helzið gistir. Vegi fríöum æsku á eigi kviða vilja dcgi stríðum þegnar, þá þegir hriðar kylja. Breytast tímar, ár og öld, eins, þvi miöur, gifta,; leitast grima kifsins köld kappa friði svifta. Dundi hriöin Yggjar óð yfir fjalla ranna, stundi hliðin. Ginars glóö gaus um skalla manna. Reiddu gumar hjaltahníf hvergi festu sættir, deyddu suma, létu lif * landsins beztu ættir. Vóðu blóði ólntir i. Óðins glóðir kveyktu, hlóðu móðir þegnum því þjóöar hróður steiktu. Forna dáðin lömuö lá. liföi í bröndum neistinn, norna ráðin ginu grá, glotti í böndum hreystin. Mikinn barstu harxninn hrjáð horfin blóma fínum, svikin varstu, refa ráð rændu sóma þínum. Flugu sjóla hratt á hræ hrafnastóðið óða, sugu dólar æstir æ æðablóðið þjóðar. Þrúgun nxarga ís og eld, oft við stríða varstu, kúgun arga, svikin seld, sáran.kviða barstu. Fjötrum mæddist aldir í undir vöndum Dana, tötrum klæddist þröngum því, þrátt í höndum bana. Örvum góðum þínum þá þótti úr hófi ganga. Djörfum stóöu aulum á. Enn er þófið langa. Sviöu undir, þreyttust þá þengils \'inda-lallar. Liðu stundir, björtum brá bjarma á tinda fjalla. Frelsisroðann skyggja ský skussapeða hara. Helzið skoða þú mátt því þau ei meðan fara. \Ióðir lalla sigrar senn, seinna varla skárra. Blóð er jarla í þér enn, evjan fjalla blárra. Fögur sýnum bjarta brá berðu úr harma róti Ögur þínum björgum blá breiðir arma móti. <■ Lýöir víða ár um öll itri storðu hrósa. Prýðir friða hjarna höll hjálmur norðurljósa. Blið er ljómar aftni á eygló tinda hvita. lýöir rónxa færri fá j fegri mynd aö líta. Sæinn titra í geisla glóð, grænan hökul valla, snæinn glitra, heiðan hrjóð, hvitan jökulskalla. Skýjastalla rósar rós rósalitum ipálar, día hallaf ljós við ljós ljósar vitum bálar. \’anaómur þinn er þá þrasta og lóu kliður, svanahljómur ósi á, elfu og sjóar niður. Baðmi friða ársól æ ylinn tiðum gefur, faðmi þýða bóndans bæ blómguð hlið umvefur. Ljómar runna niána mær, mari frá er liður, blónia nuinna kyssir kær. Kossinn sá er þýður. Skoða fjöllin sig í sjá svásar mánanætur, boðaföllin þagga þá þægar ránardætur. Þegar kári hefir hátt, hljóða strýtur fjalla, tregar sjárinn berg við blátt, boðar hvítir falla. Velli nær á heiða hám hlákuvindur leikur, skellihlær í gljúfragjám Gjálp og lindir eykur. Elfur steðja fjöllum frá, fossar rjúka af brúnum, skelfur beðja þundar þá, þýtur í hnjúka krúnum. Miður stanza ólmar ár ofan hlíðadrögin, niður dansa flúð og flár fram í viða löginn. Tærar lindir falla frá fjalla ægibrúnum, kærar lyndi hjala hjá hverjum bæ í túnum. Hrjóta glaðar ylgjur óss upp frá hvera grunni, þjóta hraðar leiftri ljóss Iofts í gera tmni. Fjörgin rofnar, þungar þá þjóta glóða elfur, björgin klofna himin há, hrauðrið móða skelfur. Salir fjalla, hólar, hlíö, holtin, teigar, gjögur, dalir, stallar, fellin fríö fornar eiga sögur. Þinum búa i hömrum há heillavættir góðar, sínum trúar, fornöld frá frama gættu þjóðar. Drynja tröllin hamra i höll hlátrasköllum meður, stynja fjöllin undir öll, endur i hjöllum kveður. Kaldar nætur úti á Alfar leika svelli, faldasætur þeirra þá þar um reika velli. Dr.augar troða húsa hlöö, lniröir slá og lemja, taugar stoða og rafta röð rvmja þá og entja. Sögnum inna fleiri frá fyrri tinia hætti brögnum kynna ekki á, eg þó rima mætti. Allar stundir fortíð frá fræg þin ljómar saga, fjalla undir hlíð enn hjá harpan ómar Braga. Sagnadrotning, fjallafrú, fræg um alla daga, bragna lotning nýttu nú, nafn þitt kallar saga, til að vinna forna frægð, frjáls i megingreinum, til að finna' gæfugnægö. Grýttu úr vegi steinum. | Sýndu vana þrekið þá þrætugjarna vinna, píndtt Dana fylki frá frelsi barna þinna. \'ertu blessuö, fagra fold, frjáls meö blóma hólinn, vertu blessuð, móöur mold, meðan ljómar sólin! Sagna réttur þáttur þver, þrýtur g’ettuanda, þagna léttur háttur hér hlýtur sléttubanda. /. /. D. -áhöld Þessi mynd sýnir Milwaukee steinsteypu Vjel Spyrjið eftir verði THE STUART MACHINERY COMPANY LIMITED. 764 Main St., Winniptg, Man Flóðið á Rússlandi. Af því eru kornnar mjög hroða- Iegar fréttir. Þrennar stórborgir í fylkinu Kuban viö Asovs haf fóru í kaf, um 1000 manns rnistu lífið, rnörg hundruð hús Hggja í rústum, akrar og skógar eru orðnir að eyði- mörk og mjög mikið af fénaði hrakið í sjóinn. Daginn sem stormurinn byrjaði var loftið undarlegt, fult af dökk- gulum skýjum með þoku, seinna kom snjór með miklu ryki, svo að jörð var dökk. Stormurinn hafði verið ógurlegur, svo að hann bók- staflega keyrði hafið á land upp í stórum holskeflum. Svo er að sjá, stm tveir bæir hafi farizt, ekki af vindbárum, heldur ferlegum boöa er skálmaði á land og braut og drekti hverju sem fyrir varð. I einum liænum braut sjórinn varn- argarð, gekk yfir mikinn hluta bæjarins og brunaði siðan upp á landið. Jánibraut voru 170 manns að byggja, og vöknuðu í svefn- skálum sínum viö flóðið ; þeir hlupu upp í jámbrautarlest, er stóð þar ferðbúin, en þegar flóðið sjatnaði, var lestin í sama stað, og allir mennirnir druknaðir i vögnunum og brautar hryggjunum burt skol- að á margra mælna svæði. í fylki þessu, sem þannig er herjað. búa um 2 miljónir manna og fjöldi Kósakka, sem kendir eru við Don eða Tanakvísl. Landið er nafnfrægt af kornyrkju og gripa- rækt og er þéttbygt. láglent eöa jafnvel marflatt og frjósamt. Síð- ustu fréttir segja mannskaða og tjón öllu meira en þær fyrstu, og að jafnvel 1500 hafi mist lífið, enda hafi sex bæir eða stór þorp lagst í auðn. EDDY’S FIBRE WARE BALAR OG FÖTUR HALDA VATNINU HEITU MIKLU LENGUR HELDUR EN TRÉBALAR EÐA JÁRNBALAR — ERU ÓD.RARI EN HINIR’SÍÐARNEFNDU— OG SETJA EKKI RYÐ Á FOTIN. YFIRFRAKKAR með niðursettu verði: Vanal. «25. 43. 30. 22. fyrir $1 7.50 32.50 20.50 15.50 YFIRHAFNIR með Persian Lamb kraga Chamois fóðri, Nr.1 Melton Vanalega $60.00 fyrir $38.50 “ 40.00 “ $25.50 Venjið yður á að koma til WHITE & MANAHAN 500 Main Street, dttbilsverzlnn i Kenora WINNIPEQ THOS, JACKSON & SON ! BYQQINOAEFNI AÐALSKRIFSTOFA og birgðaból 370 COLONY ST TALS. Sherbr. 62 og 64 WINNIPEG, MAN. GEYMSLUPLÁSS: Vestxrrbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63 í Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498 1 Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland, Vér seljum þessi efni í byggingar: Múrstein, cement, malað grjót, ‘ (allar stærð.), eldtraustan múrstein, og eldleir, Flue Lining, möl, Hard- wall Plaster, hár, Keene’s Cement, hvítt og grátt kalk, hydrated kalk, viðar og málm lath, gyps, Ruhble stone, Sand, ræsapípur, weeping drain Tite, Wood Fibre Plastur, Einnig Mortar, rautt, gnlt, brúnt, etandard og double strength black. um úr taugaveiki, og aðeins þrjá- tíu eiktust þann mánuð. vunnug- ir halda að veikin smádeyi út álíka og bólan og typhus-veiki, er áður var algeng. — Til þess að brjóta ís á vorin i St. Lawrence fljóti, hefir stjóm- in samið um smiði á bát, er kosta skal fast að miljón lala og vera hinn sterkasti og stærsti ísbrjótur í víðri veröld, og taka jafnvel þeim fram. er Rússastjórn lét nýlega smíða í Kaupmannahöfn. Hinn nýi bátur vors lands verður smíð- aður í Montreal. — A stóreynni \Iadagascar, er Frakkar eiga fyrir ströndum Hvaðnœfa. — í London er taugaveiki orðin svo fágæt. að margir hinna yngri lækna hafa ekki einu sinni séð veikina. Fyrsta mánuð ársiss dóu aðeins sex manneskjuf í Lundún sem veraldlegt vald páfadáómsins sé. Biskup þessi er einuröarmaður mikill og hefir áður lent saman við sína yfirboðara. — Jarðskjálfti varð á eynni Hono í Japan, hrundu 320 hús og margar manneskjur týndu lifi, um 300 manns hafa ekki komið fram. — Stormur og sjávarflóð orsak- aði mikið spell á ströndum Nor- mandy’s og Bretagne á Frakklandi. Nálægt Dieppe náði vatnið hálfa milu á land upp. Tjón ekki frétt. — A Þýzkalandi gengu fljót yfir bakka sina og ollu tjóni í Afrílcu, kom flóð með geysistormi | Baden Wúrtenberg, og hafa sjö þann 3. Marz; sextán manns druknuðu á landi, allmörg skip sukku, en hús skemdust og hurfu, svo hundruðum skifti. — Biskupinn í Cremona, skrifta- faðir páfa og ekkjudrotningar á ítalíu, hefir gefið út hirðisbréf á þá leið, að kenningin um veraldlegt vald páfa sé í engan máta trúnni viðkomandi og megi góðir páfatrú- ar menn bafna henni: það sé skvlda hvers katólsks manns að taka þátt í opinberum málum síns lands og óhæfilegt að halda dauða- haldi í svo gamaldags heilaspuna, manneskjur druknað þar. Rín- fljótið vex mest allra og er mikil hræðsla á fólkinu. — Morðingja átti að taka af lífi í Metzberg á Þýzkalandi og var ný afhöfðunar vél brúkuð til þess. Vélin braut sundur bálsliðina, en skar ekki sinar og vöðva, og reynd- ist ómögultgt að ná höföinu af bolnum, þartii meðhjálpari bööuls- ins tók sjálfskeiðing úr vasa sínum og sargaði sundur holdið. Þessi aftaka þykir einhrer sú hroðaleg- asta, er sögur fara af.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.