Lögberg - 30.04.1914, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.04.1914, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. APRÍL 1914 Ommpmmr. U4. TmrmrnU. á AtgAfwMttea. ÚTLENDINGURINN. SAGA FRA SASKATCHEWAN eftir RALPU CONNOR sagCi til a8 “Eg get ekki fundið mikiö til aö bortia” Kalman; varimar titruSu, og reyndi hann þó stilla sig eins og hann gat. “Hvafi ert þú aS gjöra hér, Mackenzie?” sagft Frenzh ógnandi. "FarSu i sjóöbullandi drykkju hundurinn þinn! ’ ‘‘Við ættum báðir að skammast okkar; við erum báBir fión og drykkjusvin! Farðu og útvegaðu eitthvað að eta!” Það var eitthvað svo óútmálanlega hræðilegt augum hans og útliti, að Mackenzie tók tafarlaust til fótanna. Kalman stóð frammi fyrir húsbónda sinum náfölur og titrandi af ótta. Hann var máttfarinn af hungri, og enn þá máttfamari af áhyggjum og hjartasorg. “Eg gjörði það bezta sem eg gat”, sagði hann og reyndi af alefli að láta engra geöshræringa verða vart í röddinni, “og það gleður mig ósegjanlega mikið að þér líður betur.” Nú hafði hann ekki lengur vald á tilfinningum sínum; hann fleygði sér niður í grasið, grét hástöfum og hristist af ekka. French stóð í sömu spomm stundarkom og horfði á hann. Var það auðséð á andliti hans og svip að honum leið illa. “Kalman!”, sagði hann i hásum rómi, “þú ert góður drengur; það veit ham- ingjan að þú ert mannsefni, og” bætti hann við lágt, “eg þori nærri því að hengja mig upp á það, að þú getur gjört mig að manni enn þá.” Svo lagðist hann niður við hliðina á Kalman og tók hann i fang sér. “Kalman!” sagði hann, “þú ert staðfastur eins og steinn og reglulegt prúðmenni. Eg hefi verið óarga- dýr og ræfilJ.” “Nei, nei, nei!” sagði drengurinn með ekka. “Þú ert góður maður------en—eg—vildi—að—þú—hætt- ir—að—dre—drekka.” "Það veit guð almáttugur”, sagði French, “að eg vildi það líka.” ^ XIII. KAPITULI. Broum. Áhrif þau sem þessir fimm dagar höðfu haft á likama og sál Kalmans, hurfu að mestu leyti, þegar 1 hann hafði verið tvær vikur með French, svo að segja frjáls eins og fuglar himinsins; hann hafði ýmist sl^ngraði um sléttuna aleinn með úlfahundum, eða gengið á eftir hjörðinni með French. Drengurinn komst undir eins upp á lag með það að sitja á hestbaki, þótt viltir hestar væru. I fyrsta lagi var það fyrir þá sök að hann kunni ekki að hræðast og í öðru lagi — og miklu fremur — vegna þess að hann hafði næmt eyra og auga fyrir hrynjanda í hljóðfalU og sveiflum í hreytmgu. Hann tók náJcvæmlega eftir þvi hvemig French fór að sitja stálgráa hestinn sinn; hann lærði það því utan að eins og á Jxík. Þegar hann þurfti sjálfur á að halda var því allur galdurinn i því fólginn að gjöra það í framkvæmdinni, sem hann þegar hafði gjört í hugan- um, og úr þvi varð hontftn engin skotaskuld. Allir riddarar verða fyrst að hugsa sér aö þeir séu riddar- ar — aáía sig í huganum. Eftir hálfsmánaðar tima hafði Kalman lært að sitja svo brúnu bykkjuna sína, að hann gat stefnt henni yfir sléttuna hvar sem hon- um sýndist, í kringum alls konar dýraholur og á milli þeirra. Hann hleypti henni upp og ofan brattar hliðar, sem lágu upp frá Nátthaukagili. Hann stýrði henni með hálsól eins vel og f’imlega og aðrir gjörðu með beizlum. Það ávann honum hlýjan hug Mac kenzies, kynblendingsins., meira en nokkuð annað, hversu fimlega og óhikandi hann fór um alt á hest- baki. Sá hesturinn sem mest var dálæti á, var “Svarti Jói”. Það var einkar fallegur graðhestur, sem French hafði keypt fyrir rúmu ári, sem kynbótahest; hafði hann það í hyggju að ala upp stóra hesta og selja þá háu verði; því hanft vtési, að þegar jámbraut yrði bygð þar í gegn, þá mundu járnbrautarfélögin kaupa þess konar hesta. “Svarti Jói” var hafður á inngirtri sléttu, með parti af skógarrunnanum öðru megin, og Iá haginn niður að vatninu; hafði hann því skýli, góðan haga og nóg að drekka. Það vora því sorgarfréttir, þegar Mackenzie sagði frá því einhvem dag að “Svarti Jói” hefði brotist út og væri týndur. “Hann getur ekki verið langt í burtu”, sagði French, “farðu og leitaðu til og frá héma fyrir aust- an. Hann hefir líklega farið eitthvað með stóðinu hans Gameaus.” Mackenzie fór, en kom aftur um hádegi, hestlaus; kvaðst hafa séð alla hesta Garneaus og “Svarti Jói” væri þar hvergi. “Eg er hræddur um að hann hafi farið yfir hæðimar", sagði French, “og ef hann hefir komist út á sléttumar, þá er ekki fyrir sjálfan skollann að ná honum. Jæja. flýttu þér nú og leitaðu fyrst hinu meginn við lækinn. Nei, bíddu við. Það er bezt eg fari sjálfur; fleygðu hnakknum á Roanoke; eg ætla að búa mér til dálítið nesti, eg verð að hafa hraðann á.” Kalman þaut á fætur og horfði á French í hræringu. French leit á hann. “Það verðtir erfið ferð, Kalman, eg er iræddur að sleppa þér.” “Láttu mig reyna, herra minn’., sagði drengur- inn, sem hafði óafvitandi slept ýmsum götuorðum og mállýzkum í samræðum sinum við French, og hafði að miklu leyti vanið sig á að tala á sama hátt og hús- bóndi hans. “Jæja, drengur, búðu þig þá og komdu með mér!” Meðan verið var að söðla hestana, vafði French saman tveim ullar ábreiðum í nettan stranga, dálítið af Hundsonsflóa kökum, svínakjöti, tei, og sykri, pönnu, tefötu og bollum. “Vertu sæll á meðan, Macknezie *, sagi French, um leið og þeir þeystu af stað. “Gættu búsins þang- að til við komum aftur. Við föram beint norður, og svo yfir Nátthaukagil, yfir í hæðirnar, og svo til baka 1 upp- með læknum.” Að leita uppi villidýr á eyðimörk, sýnist þeim, sem því era óvanir, nálega ógjömingur; en þegar til kemur er það ótrúlega auðvelt. Það er um að gjöra að þekkja þá haga, sem skepnum falla bezt, slóðim- ar, sem þangað liggja, og hafa hugmynd um fjar- lægðirnar, sem skepnur fara. Oftast er það svo, að hver dýraflokkur hefir sina bletti í haganum, og sin eigin skýli þegar þau liggja. Erfiðleikamir aukast mjög við það ef landið er margbreytt, hæðir og lautir og stórir skógarrunnar. Runnamir byrgja útsýnið og hindra möguleikana tíl þess að neyta góðrar sjónar, og stór hópur hesta eða nautkinda, getur auðveldlega falist á bak við hæðir eða hóla; það getur verið margra vikna verk, að leita að skepnu í þess konar landslagi á svolitlu svæði, að ella mættl leita um það á hálfum degi. Að kveldi hins þriðja dags voru þeir komnir á Wakota-slóðina. “Héma skulum við taka náttstað”, sagði French, þegar þeir komu á dálitla slétta landtungu, þar sem var skóglaus slétta, og umhverfis tunguna rann Valsá. Þetta var fegursti náttstaðurinn sem þeir nokk- urntíma höfðu, og mynd hans lifði Iengst og mótaðist dýpst í huga Kalmans. Náttstaðurinn við Valsá og Wakotaveg var sannnefnd paradís í huga hans. Grassvörðurinn var rétt eins og grænt flosklæði; tennumar á hestum ferðamannanna höfðu klipt það, svo það Var rétt eins og skrautflötur fyrir framan hús. Það var auðséð að fleiri kunnu við sig á þess- um bletti en Kalman; þetta var reglulegur uppáhalds- staður allra ferðamanna til áninga og náttstaðar. Áin streymdi með jöfnu, en þungu og stöðugu straumfalli með áhrifamiklum hrífandi undimið. Skógarrunnarnir voru tignarlegir og svipmiklir í varskrúði sínu. Himininn hvelfdist yfir höfðum þeirra djúpblár og þátignarlegur, og það var eins og stjörn- umar væru hálffeimnar að Hta á alla dýrðina. Ivoftið var fult af sætum ylm og angan. Þetta var alt svo hreint, svo nýtt, svo óspilt í augum æskumannsins, að það var rétt eins og hann hefði venð hrifinn inn nýjan heim, fjarlægan og óskildan að öllu leyti þeim heimi, er hann hafði áður þekt. Þeir tjóðruðu hesta sína, og þegar þeir höfðu snætt kveldverð, sátu þeir hjá eldinum er þeir höfðu kveikt, til þess að hlýja sér, því kveldloftið var andkalt; þeir horfðu á eldinn þreyttir í vakandi draumsælu. French hafði vanist á það að vera þögull, eins og allir þeir, sem lifað hafði út af fyrir sig við hjarta náttúrunnar. Kalman var ósjálfrátt að venjast á þennan sið lika. Þegar þeir hölluðust þarna áfram í vökudraymi og horfðu á eldtungumar, sem lengdust og styttust á víxl. Þá kom lítill bátur niður ána, og stýrði hon- um maður, sem auðséö var á, að vanur var að stýra báti; honum fórst það svo liðlega að undrun sætti. Þegar hann kom auga á eldinn, stöðvaði hann bátinn, snéri honum svo að bakkanum og dró hann upp á land. Hann var ungur maður, meðallagi hár, þrek- vaxinn og sviphreinn í andliti. “Gott kveld”, sagði hann glaðlega. “Ætlið þið að vera hér í nótt ?” Já, ætlum að vera hér i nótt”, svaraði French. Eg á tjald spölkorn upp með ánni, það væri mér 'mægja ef þið vilduð vera hjá mér í nótt, það ætlar að verða kalt.” “Eg held það fari vel um okkur héma, Kalman?” sagði French. Kalman leit á þann með augnaráði, sem sagði ákveðið já. “Já, ágætlega, eg hefði nú sagt það!” “Það ætlar samt að verða ákaflega mikið nátt- fall”, sagði aðkomumaðurinn, “og það verður kalt áður en nóttin var úti, Eg hefi ekki mikið merkilegt að bjóða ykkur; aðeins skýli, en mér þætti mjög vænt um ef þið vilduð koma; það er svo sjaldgæft að fá gesti héma.” “Jæja”, sagði French, “fyrst þér er svona ant um að við komum, þá skulum við gjöra það. Það er einstaklega vel gjört af þér að bjóða okkur gistingu.” “Nei, alls ekki; þágan er mín. Eg heiti Brown.” “Og eg heiti French, Jack French er eg kallaður, eins og þú veizt ef til vill.” “Eg hefi aðeins verið hér fáeina daga, og ekki frétt mikið”, sagði Brown. þetta”, sagði French, “er Kalman Kalmar, vinur minn frá Winnipeg, ættaður frá Rússlandi, hann er nú góður canadiskur borgari.” Brown tók þétt og vingjarnlega í hendur þeirra beggja. Þið getið ekki getið því nærri hversu mik- illi ánægju það veldur mér að hitta ykkur.” “Er nokkur slóð heim til þín?” spurði French. “Já, að nafninu til; gangið þið upp með árbugð- unni og þið komið að tjaldinu minu, þegar þið komið upp fyrir hana. Það er ómögulegt annað en þið finnið það. Eg ætla að fara upp ána á bátnum, og svo mæti eg ykkur.” “Vertu ekki hræddur um okkur”, sagði French; geðs-,“vi® þekkjum hvem krók og kyma í þessu landi.” French og Kalman gengu eftir óglöggum slóða háif.ií fjórðung úr milu, í gegnum skógarbelti, svo komu þeir á opna sléttu á árbakkanum, gagnsvipaða þeirri, sem þeir höfðu sjálfir staðnæmst á; þar var tjald Browns. Þetta var furðulegt tjald, ekki einungis í augum Kalmans, heldur einnig French, sem hafði þó séð tjöld af mörgum tegundum. Tjaldið var 10x12 fet, með fjögra feta háum vegg, og þar var enginn ein- asti þumlungur til ónýtis. Jörðin, sem tjaldið var á, var þakin nýju mýrarheyi, með ylmandi angan. 1 einu homi tjaldsins var rúm, eins þokkalegt og vel um gengið og hermaður ætti það. í hominu á móti voru skápar, búnir til úr vörukössum. 1 einum þeirra voru bækur, í einum meðöl og skurðar áhöld, og í einum matvæli. Neðan í mænisásnum héngu tvær hyllur, og við gaflinn voru hylluskápar með allskonar ilátum. Þeir vora agndofa yfir því, hversu þetta var alt þægilegt og haganlega fyrir komið. Þrátt fyrir það, þótt ó- sköpin öll væru þar inni, þá virtist samt vera þar flugrúmt; l>að var eins og hlutunum væri þannig fyrir komið, að ekkert færi fyrir þeim. Brown mætti þeim í skógarjaðrinum. “Þama komið þið þá!” kallaði hann, “komið þið nú og verið þið alveg eins og þið væruð heima hjá ykkur.” Hann lék allur á hjólum af fjöri, og röddin sagði frá einlægni og glaðlyndi, þíðum geðsmunum og alúð; ráðvendni og tilgerðarleysi. Eftir fáar mínútur var Brown búínn að kveikja logandi eld fyrir framan tjaldið, því kveldloftið var kalt og ákaft náttfall. “Hérna!” kailaði Brown,.og kastaði niður nokkr- um dúkum við eldinn. “Látið ykkur líða vel, eg trúi þvi að maður eigi að láta sér líða vel, þegar hægt er. “Já, eg sé það”, sagði French, og leit inn tjaldið. “Það er svo að sjá, sem þú reynir að láta þér líða vel. Þú sannarlega lifir samkvæmt trú þinni, ef þín trú er sú að láta sér Kða vel. Því verður ekki neitað. Þér hlýtur að líða vel hér.” “Já, eg er letingi”, sagði Brown brosandi. “Eg get ekki lifað án þess að láta mér líða vel. En þú getur ekki getið þvi nærri, hversu mikið það gleður mig að hafa fengið þig fyrir gest. Eg ætla alveg að drepast í leiðindum í einverunni; það gerir mig þung- lyndan og geðillan að vera einn. Eg er líka að eðlis- fari taugaslappur og óframfærinn.” “Er það mögulegt?” sagði French blíðlega. “Ef eg á að segja eins og eg hugsa, þá held eg að þú sért að segja ósatf, að minsta kosti lýgur þá svipur þinn, ef þú ert þunglyndur.” “Nei, eg segi alveg satt, það er svei mér gott að maður hefir skinn til að hylja með, það sem inni fyrir býr. Eg vildi ógjaman láta veröldina sjá allan þann óróa, sem fram fer í huga mínum.” French tók upp pipu sína, losaði i henni tóbakið með hnífnum sínum, kveikti á eldspitu og reyndi að hafa þá ánægju sem hann gat, af þvi að reykja það sem eftir var í henni. Það var auðséð að hann var ekki ails kostar á- nægður með árangurinn. Hann tók til að leita í vösum sínum vel og vandlega, en það kom fyrir ekki; hann andvarpaði þungan og fleygði sér á dúkinn. “Ileyrðu kunningi!” sagði Brown, það var eins og ekkert gæti farið fram hjá honum, án þess að hann tæki eftir. “Eg veit hvað að þér gengur; þú hefir gleymt tóbakspokanum þínum heima. Láttu það bara verða þér til lærdóms. Þú ættir ekki að venja þig á þá ósiði, sem geta, hvenær sem er, komið þér á kaldan klaka. Líttu bara á sjálfan þig; þú sem ert stór og stæðilegur maður og heilsuhraustur, og það í kveld þegar himininn er heiður og stjörnubjartur, og náttúran brosir og töfrar mann með fegurð sinni, og skógardýrðin heillar huga manns og áin brosir á móti himinhvolfinu, og þar að auki þegar þú hefir mann- legar verur með sál og tilfinningum til þess að tala við og gleðjast með, og eldglæðurnar til þess að hlýja þér líkamlega og venna þig andlega; já, þegar svona leikur alt við þið, að þú skulir þá ekki geta verið glaður og ánægður. Þú hlýtur að vera eitthvert nátt- úruafbrigði, og samt ertu ekki fæddur þannig, þú hefir sjálfur gjört þig svona. Þú ert veikur og þarft lækningu, eg ætla tafarlaust að gefa þér meðul.” Hann fór samstundis inn í tjaldið og skildi við Kaiman bálreiðan, en French með ánægjubrosi. Eftir fáeinar mínútur kom Browrí aftur með eitthvað x hendinni. “Þegar svona veikindi ber að höndum”, sagði hann alvarlega, “gef eg meðul, sem heita Vapores nicolinenses fþað er tóbaksreykurj. “Eg vona að þú hafir gleymt því, sem þú hefir lært í latínu. Eg hefi hérna eina tegund, sem eg geymi venjulega til þess að venja menn á að taka meðulin. Þegar þeir hafa tekið einn skamt, þá vilja þeir æfin- lega fá meira. Reyndu þetta!” sagði hann hátt ógnandi róm og valdalegum. “Taktu þetta, og horfðu beint framan í mig.” Reiðiblærinn hvarf af andliti Kalmans, og hann fór að skilja það, að þessi nýi vinur þeirra haföi að eins verið að gjöra að gamni sínu, og reyna að f jörga þá dálítið, og hann óskaði þfess af öllu hjarta að hvorki Brown né French, hefðu tekið eftir því, að hann var það flón að reiðast. French fylti pípuna sína, kveikti í henni og byrjaði að reykja; þegar hann vaf búinn að finna hvers konar tóbak hann hafði fengið, dró hann and- ann þungt og djúpt, Jcastaði sér niður á dúkinn, lét hendurnar undir höfuðið og reykti í ákafa, með dýpsta ánægjusvip scm hugsast gat. Steinþegjandi og auð sjáanlega i djúpri sælu; svo reis hann upp aftur og sagði: “Heyrðu Brown! Þetta er “Gamla London ?” er það ekki rétt?” Heyrðu French! Komdu nú ekki með neina há brezka vitleysu. “Gamla London”, auðvitað! ætli það sé þó ekki “Gamla London”; nei, það verður ekki af því Iagsmaður, þetta er “Unga Canada”; það er aö segja, eg á vin í Cuba, sem sendir mér “Prince of Wales” tóbak.” French hélt áfram að reykja góða stund. “Eg vil ekki sýna ókurtéisi, en mig langar til að spyrja, hversu mikið þú hefir af þessu tóbaki.” “Hversu mikið!” sagði Brown. “Eg hefi að minsta kosti nóg til að fylla pípuna þína, hvenær sem þú kemur.” “Ja, héma!” kallaði French. Þú lætur þó ekki hvern flæking sem er hafa þetta? Þú hefir það ekki handa öllum sjúklingum þínum, eða hvað?” “Eg held nú síður”, svaraði Brown; “meðulin verða að vera valin, eftir því hver í hlut á.” “Þakka þér fyrir”, sagði French, “eg skoða þetta sem sérstaka gestrisni. En eftir á að hyggja, hvar er pípan þin?” “Eg er í tóhaksbindindi.” ‘ Hvað segirðu?” » “Eg er i tóbaksbindindi.” “1 tóbaksbindindi; ekki nema það þó! og samt sýnist þú vera heilbrigður og heilvita.” “Heilbrigður og heilvita, ja, þetta var ágætt; taktu bara eftir því að eg er heilbrigður og heilvita og hefi samt lagt niður pípuna. “Blessaður segðu mér hvemig á þvl getur staðið, að þú heldur sönsum, án þess að reykja.” “Það er einfalt og auðskilið. Eg er latur í ver- unni og nautnagjarn og hefi nálega enga stjórn á til finningum minum —” “Og, leyfðu mér að bæta við án þess að móðga þig, bannsettur lygari”, sagði Frcncn. “Haltu áfram.” “Eg kom út hingað til þess að vlnna, og hafði með mér nokkur pund af þessu tóbaki —” “Nokkur pund! Ja, héma!” kallaði French há- stöfum. “Eg yar vanur að reykja svo að tóbakssvælan var í kringum mig eins og reykjarhaf, og sjálfur var eg eins og hálfsofandi maður í aðgerðarleysis-draumi eða dvala — og ósegjanlega sæll í iðjuleysinu; skil- urðu þetta? Og svo íxnyndaði eg mér altaf að eg væri önnum kafinn og sistarfandi. Það er brjálsemi þess, sem reykir, — og hún eykst þegar þessi tóbakstegund er reykt — og þegar hann er að þeyta út úr sér reykj- argusunum, þá heldur hann að hann eé að keppast við að leysa af hendi eitthvert alvarlegt og áriðandi starf. —” “Fjandinn hafi það, honum kemur það aldrei til hugar; en hann er sæll og ánægður, og það er nóg.” “En svo var það þannig með mig, að eg hafði nóg að gjöra, ýmislegt annað en það, að hafa sjálfan mig fyrir reykháf, og þess vegna fór eg í tóbaksbind- indi. ,Eg hafði einnig aðrar ástæður fyrir því, en þessi nægir, hún er fullgild.” "Já, þetta er alveg nóg”, sagði French meö áherzlu, “og til þess að segja alveg eins og eg hugsa, þá hefir þú verið að bulla tóma vitleysu.” “Brown hristi höfuðið og brosti.” “Scgðu mér nú eitt”, mælti French. “Hvað hugsaðu fyrir þér? Til hvers fórstu að setjast að héma ? til þess að komast að efninu, hvaö hefiröu fyrir stafni?” “Ekkert enn þá”, svaraði Brown glaölega. “En eg ætla að gjöra heilmikið; eg hefi galizíubygðina fyrir augum.” “Þú ert þó ekki prédikari?” sagði Frenzh. “Að nafninu er nú þjið, þótt eg sé ekki mikill Dr.R. L HUR5T, Member of Royal CoII. of Swrgeoa* Eng., útskrifaöur af Royal College »f Physicians. London. Sérfræöingur i brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (k móti Eaton's). Tals. M. 814.. Tími til viötals, 10-12, 3-5. 7-9. THOS. H. J0HNS0N og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenrkir litgfraeBioyar, Skripstofa:— Koom 8n McArthur Buildine, Portage Avenue áriton: P. O. Box 1656. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg X ÓLAFUR LÁRUSSON BJÖRN PÁLSSON l YFIRDÖMSLÖGMENN .. Annaat IhgfrœðÍMtörf á Llandi fjrrir !" < • Veatur-lslendinga. Utvega jarðir \ ’ húa. Spyrjið Lögberg um okkur. “ ReyKJavlk, - lceland * P. O. Box A 41 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦ ■ ræðumaður; en aðallega eru það krakkarnir, sem eg hugsa unx. Eg get kent þeim ensku, og svo ætla eg að líta eftir heilsu þeirra, og, ef þau vilja, að kenna þeim húsverk og búnað; í stuttu máli, gjöra alt mögu- legt til þess að þ»u geti orðið kristnir menn og góðir canadiskir borgarar, sem er hvorttveggja alveg það sama. “Það er ekkert smáræði, hlustaðu nú á mig!” sagði French og settist upp. “pú lítur út eins og skynsamur maður, sem tekur leiðbeiningum. Vertu ekki neinn ólukkans asni; eyðilegðu ekki sjálfan þig. Eg þekki þetta fólk vel. Það getur verið að á einum eða tyeimur mannsöldrum megi kannske gjöra menn úr þeim, en langan tíma tekur það. Það er ómögulegt að búa til silkipoka úr svínsskinni, það veiztu. Hættu þessari grillu. Fáðu þér dálítið af skepnum og farðu að búa; stundaðu griparækt; það borgar sig. Þetta eru min ráö, og þau eru heil. Eg þekki galizíufólkið. Það er ómögulegt fyrir þig, þótt þú verðir til þess allri æfi þinni, að breyta áhrifum, sem þrjár aldir hafa haft á það. Það er alveg vonlaust verk. Eg reyndi sjálfur að gefa þeim nokkrar góðar bendingar, þegar þeir komu hingað fyrst, og það olli mér tals- verðra áhyggja. Ónot vora einu launin sem eg fékk fyrir tilraunir mínar, og ýmis konar óþægindi. Nú skifti eg mér ekki meira af (>eim en manninum í tunglinu. Síðan eg tók upp þá stefnu, hefir grun- semd þeirra horfið, og þeir eru hættir að skoöa mig sem þjóf.” 1 Lögberqs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI GARLAND & ANDERSON Arni Anderson E. P. fí»rU««4 LÖCFRÆÐINGAR 801 Electric Railway Chambers Phone: Main 1561 Joseph T. Thorson íslenzkur lögfræíingur Aritan: MESSRS. McFADOEN & THORSON 706 McArthur Hnikling Winnipcg, Man. Phone: M. 2671. Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Tki.kphonk gahrtSSO Orrica-TÍMAa: a —3 og 7—8 e. h. Heimili: 776 Victor St. . TKI.KPHOKK GAART asi Winnipeg, Man. Dr. O. BJ0RN80N Office: Cor. Sherbrooke & William ga«»v :I2* Oifice tímar: a—3 og 7—8 e. h. MMml h a<« 1 KINWOOD AP T'B. Marylaad Street IVl.KPNONKl GAK.V TOH Winnipeg, Man. Vúr leKKlum eðretaka áhermlu á at sei.ta mehðl eftir forHkriptum læknt Hln beztu meKfll, aem hœat er a8 tk, eru notufl elnsðnKu Peaar þ*r konW mefl forekriptlna tll vor, meaiO Mr vera vlse um aC fft r*tt þaB eem laka- Irinn tekur (II. COIaCIaKOOM * co. Xotre Dume Ave. o* Sherbrooka 61 Phone. Oarry 1*90 og 1*91. Oiftlnftaleyflebrét aalA. Dr. W. J. MacTAVISH Officb 78*4 •S’argent Ave. Telephone Vherbr. 844. I 10-18 t m. Office tfmar -í 3-8 e. m. ( í-0 e. m. — Hiimili *07 Toronto Street — WINNIPEG TBLXPHOMB Sherbr. 438. J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave 8t Suite 313. Talo. maia 5302. ^ Dr, Raymond Brown, I Sérfræðingur í augna-eyra-ueí- og háls-sjúkdómum. 326 Somerset Bldg. Talsimi 7888 Cor. Donald & Portage Ave. Heima kl. 10— 12 og 3—5 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE 8T. *elnr Ifkkistur og annast om útÁarir. Allur útbún aSnr si beiti. Ennfrem- or selur hann allskoaar minnisvarða og legsteina Ta's. Ha tnlll Oarry 2161 ofrtce „ 300 oft ars •. A. MQUWPaow t»)k. Sberbr. 378« S. A. SIGURÐSSON & GO. OYCCIftCAIfEfM og FA8TÍICNA8AU* Skrifstofa: 206 Carlton B&. Talslmi M 4463 Wmaipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.