Lögberg - 30.04.1914, Blaðsíða 5
5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. APBÍL 1914
The Empire Sash & Door Co.
----------------Limited -
WÍNNIPEG
HENRY AVE. EAST
VIÐUR ”LATH“ ÞAKSPÓNN
Fljót afgreiðsla.
Ábyrgst að kaupendur séu ánægðir
betur beitt kröftum sínum til upp-
byggingar fyrir sig og sitt þjóðfé-
lag. Þegar mönnum er kent jöfn-
um höndum aö framleiöa björg úr
jarövegi landsins, eins og lögfræði.
Þegar jafnmikil áherzla er lögð á
það, aö kenna mönnuin aö beita
kröftum sínum viö hin “praktisku”
skyldustörf lífsins, eins og aö und-
irbúa þá undir hinar svo kölluöu
læröu stööur. Þá þarf enginn
maöur aö vera iðjulaus, þá þurfa
öngvir kraftar aö tapast, þá verö-
ur hver vinnandi maöur i landinu
framleiöandi, þá fæst enginn maö-
ur til þess aö svikja lit, af því þaö
er skömm. Þá standa menn sam-
hliða og beita kröftum sínum rétt,
viö hin þýöingarmiklu og erfiðu
spursmál, af þvi menn skilja
skyldu sína og gjöra hana; þá
kemur sumariö inn í hiö íslenzka
þjóölif. Þá rættist lika þessi fagra
hugsjón.
Sú kemur tiö, er sárin foldar gróa
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa
brauö veitir sonum móöir moldin
frjóa
tnenningin vex í lundi nýrra skóga.
En þaö ár meö sumariö í lifi
þjóöanna, eins og í riki náttúr-
unnar, það kemur ekki alt í einu.
Þegar fer aö líða á veturinn, og
hinir. hlýju sólskinsdagar fara að
koma, þá vitum vér aö sumarið er
i nánd. Á einn slikan sólskinsdag
í lifi íslenzku þjóöarinnar, langar
mig til aö minnast, dag, sem hefir
merki vorsins yfir sér, skýrara en
flestir aörir; þaö er 17. Janúar
1914, stofnfundur Eimskipafélags
íslands. Eg bendi ekki á þennan
dag einungis af því, aö þaö sem
þá fór fram, sé nokkuð sérstakt á
íramfara braut þjóöanna. Slík
fyrirtæki eru daglegir viöburöir
hjá hinum ýmsu þjóöum, eöa fyr-
irtæki sem stefna í sumu átt. Ekki
heldur af því, aö þjóö vorri hefir
skilist þaö, aö eini vegurinn til
menningarlegs og efnalegs sjálf-
stæöis, er þaö aö ráöa fyrir verzl-
un sinni og flutningsfærum, og
eini vegurinn til þess sé aö brjóta
af sér hlekki einoktinar þrældóms-.
ins, sem hún hefir i þessu sam-
bandi stuniö undir í marga manns-
aldra. Né heldur af því, aö þetta
fyrirtæki er hiö stórkostlegasta og
þýöingarmesta, sem hún hefir haft
meö höndum síöan á landnáms tiö.
Og ekki heldtir af því, aö meö þvi
aö leggja út i þetta, sýni þjóöin aö
hún á enn hiö íslenzka þrek.
Heldur af því aö í þetta skifti
hefir komiö fram hjá þjóöinni sú
dygö, sem maður var farinn aö
efast um aö hún ætti til, nefnilega,
aö vera samtaka. Eg er alveg viss
um, aö engum okkar, og jafnvel
ekki forgöngumönnum þessa mál-
efnis heima á íslandi, datt í hug,
aö íslenzka þjóöin gæti gjört þaö,
sem hún er búin að gjöra í þessu
máli. Eg veit að menn hafa hugs-
að nú eins og oftar myndu margir
veröa á móti og margir svikja lit,
en þaö varö ekki. Engir Uröu á
móti og enginn sveik lit, og á ör-
stuttum tima lögöu þessar 85,000
manneskjur fram 340,000 kr., til
þessa fyrirtækis, nálega 4 kr. á
hvert mannsbarn á landinu, og
borguðu þaö aö fullu. Þetta er
myndarlega gjört, og ber vott um
óskiftan vilja i þessu máli. Annaö
í sambandi vfö þetta mál, sem hef-
ir komið fram skýrara, en eg hefi
áöur veitt eftirtekt, vil eg benda
á, og þaö er ósérplægnin. Hvað
menn hafa verið fúsir á aö greiða
götu þessa máls, boönir og búnir
til aö leggja fram tíma sinn . og
peninga því til styrktar. Menn
hafa lagt fram krafta sina til aö
veröa góöu máli aö liði, en ekki
fyrir peninga. Og menn. sem
annars eru mjög óliklegir til sam-
vinnu. menn sem vanalega stóöu
uppi i hárinu hver á öörum, hafa
unnið saman. Staðið saman sem
bræöur i þessu máli. Þ'aö er sem til-
finning sú sem skáldiö lýsir svo
fagurlega, hafi talaö hærra i
hjörtum þeirra en alt annaö:
Þa« er eitt sem oss bindur aö
elska vort land,
%rir ofan alt striö, fyrir handan
þess sand,
**e* þess hlutverk 5 höndunum fáu
ei*s og straumur þess blandast, um
láö, yfir lá
sical hér lífsstarf af samtaka þús-
urídum há, '
þar sem hafbrún og tindur meö
tign yfir brá
setja takmörkin fjarlægu háu.
Eg hef veriö spuröur: Til
hvers er öll þessi vinna, þessi
von, mun ekki þetta skilduverk
þjóðarinnar mishepnast, munu
þessar þúsundir mega sin nokkuð
á móti því afli, sem fyrir er, og
viö er aö etja? Félagi meö margra
ára reynslu, meö skip siglandi imi
flest höf heimsins og meö miljón-
ir króna — hinu alþektu Samein-
aöa Eiinskipafélagi Dana. Hvaö
eiga íslendingar til þess aö láta í
metaskálina á móti? Peninga?
Nei, þjóö vor hefir aldrei veriö
auðug af peningum. Praktiska
reynslu? Því er ver, aö enn sem
komið er, héfir Islenzka þjóöin alt
of litiö af þeirri reynslu. Hvaö
hefir hún þá til þess aö vega upp
á móti reynslunni og krónunum
dönsku. Ekkert nema íslenzkan
dréngskap; og livort aö meira má
sin, krónumar dönsku eöa islenzki
drengskapurinn, úr því verður
tíminn aö skera. En spá mín er
þaö, aö þegar dönsku krónumar
eru slitnar og gleymdar, veröi ís-
lenzkttr drengskapur i heiðri hafö-
ur. Eg hefi áður tekið þaö fram,
að það mesta hrós, sem hægt sé að
segja um einn ntann, eöa eina þjóö,
sé aö hún eöa hann, liafi öömm
fremur hjálpaö til þess aö flytja
sumariö inn í líf einstaklinga eöa
heildar, og eins og vorboöinn i riki
náttúrunnar gleöur alla, eins er og
vissan, aö þaö er ekki til íslend-
ingur í Iandi Leifs hepna, sem
ekki gleöst hjartanlega yfir hverj-
um sólbjörtum vordegi í lífi þjóö-
ar sinnar, og þá ekki sizt yfir
þessum, þar sem vér sjálfir eigum
ítak í honum.
Aö sjálfsögðu heföum vér getað
ávaxtaö peninga þá, sem vér höf-
um lagt fram til þessa fyrirtækis
hér hjá oss, og fengið vextina
greidda árlega í skýru gulli — og
hvaö þetta orð gull er aðgengilegt.
En vinir, gullið er fallvelt, eins og
vér emm sálf. Eg segi, vér höf-
um ávaxtað þessa peninga vel,
þvi þótt vér fengjum enga véxti
borgaöa, þá bera þeir samt ávöxt
í lifi hinnar íslenzku þjóöar, ekki
einungis í dag og á morgun, held-
ur líka um eilifa tíö.
Saga Roblinstiórnarinn-
arog bindmdismanna
í Manitoba.
í síöasta þlaöi Iyögbergs var þvi
lofaö, aö sagt skyldi frá starfi
Roblins í þarfir bindindismálsins.
Skal þaö loforð hér meö efnt og
hvergi hallað sannleika vísvitandi;
fari svo aö þar sé nokkur villa, þá
eru fúslega teknar leiöréttingar.
Því hefir verið haldið fram af
Roblinstjórninni, aö þá fyrst hafi
málefnum bindindismanna veriö
vel borgið, þegar Greenway stjórn-
in fór frá og Roblin komst aö.
Skal hér fylgt bindindissögunni
fet fyrir fet, eða svo aö segja ár
frá ári, það er aö segja, þau árin
sem nokkuö liefir verið gjört í
sambandi við það mál. Eg hefi
fylgst meö þessu máli frá byrjun,
kom hingað vestur 1899, einmitt
þegar bardaginn var aö byrja; þaö
voru þá bindindismennirnir, sem
íhaldsflokkurinn snéri sér til og
bað sér liðs, meö þeim loforðum
aö semja, samþykkja og koma í
framkvæmd vínsölubannslögunum.
Eg trúði þvi þá aö loforðin yröu
efnd og eg vann eins og vit og
kraftar leyfðu í Desember um
haustið, til þess aö koma íhalds-
mönnum aö, og gjöröi þaö í góöu
trausti, eins og allir aörir bindind-
ismenn; en það segi eg satt, aö
þess hefir mig iörað, og svo er
meö fleiri.
Sagan er þannig;
Árið 1898.
Uin þetta leyti var Roblin leiö-
togi íhaldsflokksins. í Febrúar-
mánuði það ár mælti hann á'móti
bindindislöggjöf Greenways stjóm-
arinnar af því hún fœrx þar of
langt, væri á undan tímanum.
"Sú löggjöf er svo langt á und-
an kröfum fólksins’’ sagði hann,
“að þjóðin veitir ekki aöstoö viö
framkvæmd hennar, og þeir
menn, sem hafa sig til aö segja
frá lögbrotum i þessa átt, væru
hinir lélegustu og litilfjörlegustu
menn þessa mannfélags, sem til
væru.”
Árið 1899.
1 Júlí var þaö sampyKt aö efth-
farandi yfirlýsing skyldi tekin upp
i stefnuskrá íhaldsflokksins: "Aö
lög séu samin til þess aö veita fólk-
inu vilja þess í bindindismálinu;
skulu þau lög fara eins langt og
stjómarskrá fylkisins leyfir í því
að banna sölu áfengra drykkja.
Sjöunda Desember sama ár fóru
fram fylkiskosningar og Ihalds-
menn komust að. Þá vom vínsölu-
leyfi í fylkinu alls og alls 167, en
höfðu verið 216 áriö 1888, þegar
Greenway stjómin tók við völd-
um, þetta hafði hún þó gjört.
Árið 1900.
John McDonald tók viö völdum
í Janúar þaö ár. 11. Júní sama ár,
seniur hann lög um vinsölubann í
fylkinu og fómst honum þannig
orö:
“Þegar eg lofaöi vínsölubanni
og baö fólkiö um fylgi meö því
loforði, þá var það ætlun mín aö
efna heit mitt í þvi efni, og það er
ætlun min enn.”
13. Júní studdi C. H. Campbelí
vínsölufrumvarpið og sagði:
“Eg er persónulega sannfæröur
um, að þessi lög em samkvæm
grundvaliarlögum fylkisins og rik-
isins, og aö þau mundu verða sig-
ursæl i framkvæmdinni, til þess
aö koma í veg fyrir vínsöluna.”
14. Júní voru lög semþykt í
þinginu o,g ákveðið að þau skyldu
öðlast gildi 1. Júni 1901.
Árið 1901.
I Febrúar voru samþykt lög í
Manitobaþinginu, þess efnis aö
framlengja vinsölutímann til 1.
Júní 1902, til þess að hafa tíma til
að láta leyndarráð Breta segja álit
sitt um gildi bannlaganna.
22. Nóvember gaf leyndarráöiö
þann úrskurð, að lögin kæmu
hvergi í bága við stjórnarskrá
landsins, og full heimild væri til
þess að láta þau öðlast gildi.
29. Nóv. var Roblin í Toronto.
Sagði hann þá við fréttaritara
“The World”, að bannlögin væru
ekki verk þeirrar stjómar, sem þá
væri aö völdum i Manitoba, og
enginn áhugi hefði veriö sýndur
fyrir þeim, þegar þau voru til um-
ræðu í þinginu. Hann kvaö það
ósatt aö vinsölubann hefiö verið
aðalatriöi í stefnuskrá John Mc-
donalds. C. H. Campbell kvað
þaö rétt vera aö enginn áhugi heföi
verið fyrir fmmvarpinu, þegar
það var rætt á þingi.
Árið 1902
6. Jan. segir Roblin að þaö sé
nauðsynlegt að komast að raun um
livert i fylkinu séu nægilega sterk-
ur almenningsvilji, til þess að af-
saka stjórnina í þvi að láta lögin
ganga i gildi.
12. Jan. hélt R. Rogers ræöu á
íhaldsmanna fundi og sagöi aö
þjóðar atkvæöi freferendumj yröi
aö fara fram. áður en bannlögin
gætu öðlast gildi.
15. Janúar var haldinn almennur
fundur í Grace kirkjunni og þess-
ari tilvonandi atkvæðagreiöslu
sterklega mótmælt.
J. A. Andrews fyrverandi borg-
arstjóri fór höröurn oröum um
stjórnina fyrir svikin, og skoraöi á
þingmenn Ihaldsmanna, þeirra er
bindindi væru hlyntir, að greiöa at-
kvæöi á móti stjórninni, í þessu
atriði.
21. Jan. skrifar Roblin W. R.
Mulock og fer hörðum orðum
um bannlög John McDonalds;
kveður þau alls ekki vera nein
bannlög.
22. Jan. ritar hann bréf til séra
Holling og segir: "Stjómin og
íhaldsflokkurinn er þes$ fús aö
fara lengra i vínbannsáttina, en
nokkur stjóm í Manitoba hefir
nokkru sinni gjört áöur; en þeir
sem stjórnina styöja aö málum,
eru ekki hlyntir óhindraöri vin-
verzlun, eins og ákveöið er í lög-
unum, nema þvi að eins, að fólkið
sé látiö skera úr, hvort svo skuli
vera.
19- Febr. bar C. H. Campbell
upp frumvarp í þinginu um það,
að þjóðaratkvæöi skuli tekin um
lögin. Kvaö hann vinsölubann
einu sinni aldrei hafa veriö nefnt
í ræöufalli fyrir síöustu kosning-
ar, sér vitanlega. Kvað hann það
vera óskynsamlegt í mesta máta,
aö gefa þessum lögum gildi, án
þess fyrst að leita samþykkis
fólksins.
2. April voru atkvæöin tekin og
vom 15,607 atkvæöi meö, en
22,464 á móti. Lögin voru því
feld.
• 22. April Iýsti “Dominion
Alliance” því yfir í einu hljóöi á
þingi, aö aldrei í sögu fylkisins
heföi nokkur atkvæðagreiðsla,
hvorki í fylkismálum, rikismálum
né sveitamálum, veriö háö meö
eins miklum svikum, meinsærum
og lögbrotum, eins og þessi af
hálfu stjórnarinnar.
fFramhald næst).
Glœp afrásagnir blaða.
Þaö hefir sannast við réttarpróf
i sakamálum, sem hafa veriö gegn
unglingum fyrir glæpi, aö þá fyrst
hafi þeim ('unglingunumj dottiö í
hug að fremja glæpinn, er þeir
höfðu séö hann leikinn á kvik-
myndaleikhúsi. Þetta þykir nú
orðið svo margsannaö, aö glæpa-
sýningar á kvikmyndaleikhúsum
hafa orðiö álitnar leiöbeining eða
kensla í því, aö fremja glæpi. —
1 Því er þaö, aö nú mun víöa alger-
lega bannað aö sýna slíkar myndir.
— En þótt kenslan í þvi, aö fremja
glæpi, hafi verið gjörö brottræk úr
leikhúsunum, þá fæst hún þó viku-
lega, og jafnvel daglega, annars-
staðar. — Hún fæst nefnil. í dag-
blöðunum og vikublöðunum. Það
munu ekki vera mörg tölublöð,
sem ekki flytja frásögn um ein-
hverskonar glæp, stundum fleiri en
einn. — og um leið og glæpsins er
getið, fylgir auövitaö nákvæm út-
listun á því, hvcrnig glæpurinn
hafi veriö framinn, hversu ógeðs-
lega, hryllilega og sviviröilega sem
það héfir verið. — Þatr t er kensl-
an fólgin. — Blaðið, sem frásögn-
ina flytur, gerir því tvent í einu:
Það vekur athygli á verknaðinum,
og sýnir jafnframt hvemig hann
er framkvæmdur, ('og þá auövitað
um leiö, hvemig hægt er aö fram-
kvæma.hann afturj. —
■ Þótt það hafi nú, ef til vill, ekki
orðið upplýst, að glæpafrásagnir
blaða hafi á neinn hátt orðið til-
efni til þess, aö glæpur hafi verið
framinn, þá hnekkir það alls ekki
þvi. að sú skoðun geti veriö rétt,
að slíkar frásagnir blaðanna geti
leitt til glæpsamlegra athafna. —
Það liggur í augum uppi, aö slíkt
sé einmitt mjög líklegt, fyrst
glæpasýningar á leikhúsum hafa
leitt slíkar athafnir af sér. — Því
munurinn á því, að sýna glæpinn
með lcik og aö sýna hann með ná-
kvœmri frásögn í blaði, er ekki
næsta mikill. — Það hljóta allir
aö sjá. —
Mín skoðun er sú, aö svo miklar
likur séu til þess, aö blöðin geti
haft lík áhrif í þessu efni og leik-
húsin, að banna ætti með lögum
allar glæpasýningar í blööum, og
leggja viö háar sektir, ef brotið
yrði útaf. — Or blöðunum mega
þær hverfa, því engin uppbygging
er í þeim. Enga mannssál geta
þær glatt,, né göfgað; þær geta aö-
eins vakiö hrylling í sálu margra
og — ef til vill — glæpahvöt
hjá einhverjum, sem annars heföi
máske aldrei komið í ljós. —
Mér sýnist blöðin hafa mikla
siðferðislega ábyrgð í þessu efni.—
Því, “miklu veldur sá, sem upp-
hafinu veldur”. —
Bjöm heitinn Jónsson, fyrrum
ráðherra Islands, vakti tvisvar
sinnum máls á þessu efni í blaöi
sínu “ísafold”. Annarsstaðar hefi
eg ekki séö hreyft viö því. Það
var Birni heitnum líkast aö gera
það. Því þaö er öllum kunnugt,
hversu honum rann til rifja alt böl,
öll ógæfa, sem margur maöurinn
ratar í, og hvemig hann reyndi aö
bæta kjör þeirra og hreinsa burtu
og uppræta sáralindir mannlífsins.
Mér sýnist þaö mundi veröa
ódauðleg sœmd hverjum þeim
mönnum eöa hverju þvi félagi, sem
beitti sér fyrir þvi, aö fá glæpa-
lýsingar geröar útlægar úr blöö-
unum, annaöhvort meö samtökum
ritstjóranna, hvaöa þjóöa sem þeir
em, eöa þá meö lagaboði. — Vilja
islenzku ritstjóramir gerast flytj-
endur þessa máls?
26. Apríl 1914.
/. S.
Tollfrítt hveiti og Bord-
enstjórnin.
Hvernig stendur á því aö Bord-
enstjómin vill ekki taka toll af
hveiti og hveitimjöli? Þaö er
margur bóndinn sem spyr svona,
og er þaö ekki von? Þaö halda
margir afturhaldsmenn því fram,
að hveitikorn sé ekkert hærra fyrir
sunnan linuna, en hérna megin. I
fljótu bragði virðist vera nokkuö
til í þvi, en.þegar betur er að gáö,
þá er töluverður munur á, og skal
hér leitast viö aö sanna þaö. Þann
11. þ. m. var verö á No. 1 Northern
í Minneapolis 91 cent bushelið, en
i Fort William og Port Arthur
895^0; en þegar þaö er athugaö, að
No. 1 Northem sunnan viö Iín-
una, er sama hveiti og No. 3 hinu-
megin, þá er mismunurinn meiri.
Þvi No. 3 Northern var 11. þ. m.
85^0 bush. austur í Fort William,
þá er munurinn þ%c á bush. eöa
$51,25 á þúsund bushelumy I
sumar er leið fór bóndi hérnameg-
in við línuna, suöur yfir línuna,
hann kom aö kornhlööu i bænum
sem liann var staddur í, þaö vildi
þá svo til að bóndi einn kom rneð
æki þangað af hveitikomi; hveiti-
kaupmaðurinn flokkaði það No. 1
Northem og borgaði fvrir það 8ic
TUE ALBERT GOUGH SDPPLT CO.
BYGGINGAEFNI
OG ALLAR VI ÐARTEGUNDIR
OFFICK: 411 TRIBUNE BUILDINO - - PHONK: MAIN 1246
WARK HOU8K: WAIJL SRKKT. PHONE: SHKRBROOKK 2665
bush. Canadiski bóndinn baö stétt-
arbróður sinn aö gefa sér sýnis-
horn af því, og fékk þaö orðalaust.
Þegar hann kom heim til sin, fór
hann meö þaö til kornsölumanns-
ins í sinum bæ, og sagðist hann
ekki geta borgaö nema 64C fyrir
bushelið, vegna þess, aö það yrði
flokkað “rejected”, þvi það væru
svo miklir villihafrar í þvi. Nú
er eins og menn vita nóg af viUi-
höfrum hér i Manitoba, og margir
bændur, sem hafa þar af leiðandi
nálega ekkert af hreinu hveitikorni.
Þá tapá þeir bændur $170,00 á
hverjum ioo«o bush., og er þaö
ekkert smáræöi. Eg gæti komið
með mörg dæmi svipuð þessu, en
þess gerist ekki þörf, þaö yröi
líka of langt mál.
Nú býst eg viö að margur muni
spyrja, hvemig standi á þessu, og
skal eg þvi leitast viö aö útskýra
þaö, með því að koma með eitt
dæmi. Milli Port Arthur í Ontario
og Buffalo í Bandaríkjunum, er
flutningsgjald 1 / cent á busheliö;
ferð skipanna fram og aftur tekur
10 daga, en á milli Fort Colbome
og Montreal er flutningsgjaldiö 4
cent á busheliö, og hringferð skip-
anna er sex dagar. Hvemig
stendur á þessu? mun margur
spyrja. Svarið er þetta; Banda-
ríkja skipin keppa viö canadisku
skipin á milli Port Arthur og
Buffalo, en þeim er ekki leyft að
flytja hveitikom eöa aðrar vörur á
milli canadiskra hafna. Ef tollur
væri tekinn af korntegundum milli
Bandaríkjanna og Canada, þá
yröu félögin, sem flytja komiö til,
sjálf aö lækka flutningsgjaldiö,
ella færi stór hluti þess til Banda-
ríkja. Þetta er það sem auöfélög-
in vita og þess vegna gjöra þau
þaö sem þau geta, til aö halda
þeim mönnum viö völd hér í
Canada, sem em viljugir til þess
aö láta hafa sig til þess, að kúga
bændur og verkamenn.
Blöö afturhaldgmanna munu
halda því fram, að bændur muni
hafa mikinn hagnaö af niðurfærslu
tolls á sláttuvélum og kombindur-
um. Eg ætla nú að athuga það
dálitið. Stjórnin lækkaöi tollinn
úr iýj^c ofan í I2j^c; geri mað-
ur nú ráö fyrir að bmdarinn, sem
kostar $175,00, endist í tíu ár og
sláttuvélin, sem kostar $55,00, end-
ist í 15 ár, þá sér hver heilvita
maðyir aö þessi tolllækkun er lítils
virði. Tolllækkunin á bindaran-
um er $8,75 eöa 87J4c spamaður
árlega, af sláttuvélinni er tolllækk-
unin $2,75 eöa i8l/jc spamaður
árlega eða alls tæplega$i,o8 á ári.
Það er því mjög ólíklegt aö nokk-
ur bóndi fari að gefa Borden-
stjóminni atkvæði viö næstu
kosningar, vegna þessarar toll-
lækktinar.
Eg sé í Heimsknnglu að Rogers
kennir Laurier um þaö, að tollur
var ekki tekinn af hveitikorni,
vegna þess að Laurier og stjórn
hans hafi verið fmmkvöðull að
því að 2 jámbrautir hafi verið
bygöar þvert yfir Iandið frá hafi
til hafs. Þetta er bara fyrirslátt-
ur og ekkert annað. Ef hann er
hræddur um að nokkurt félag
fari á höfuðið ef hveiti yröi toll-
frítt, þá er það Canadian North-
ern jámbrautarfélagiö. Eins og
allir vita, sem fylgst hafa meö
stjómmálum hér í Manitoba, þá
ábyrgöist Roblinstjómin $20,000,-
00 á míluna af brautum C. N. R.
Hafi brautin fullgert kostað $10,-
000,00 mílan, þá sér hver maöur
það, aö þaö þarf að fá peninga
einhversstaöar frá, til aö borga
rentu af hinum tíu þúsundunum,
og hvaöan eiga þeir aö koma?
Auövitaö frá þeim sem fá flutt
meö brautinni, og sé þaö ekki hægt
vegna samkepni, þá veröur Mani-
tobafylki aö taka við brautum C.
N. R., sem þaö hefir ábyrgöst.
Það getur skeö aö eg sendi Lög-
bergi grein seinna, um þessa C.
N. R. samninga, en eg læt þetta
duga aö sinni.
Komyrkjumaður.
J\|AMJT ]]QTEL
ViB sölutorgiö og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
Hafmærin.
Hún töfrar, hún seiðir, hún lokkar hún laöar
og langanir, vonir og hugsanir baöar
i titrandi, glitrandi, glampandi bjarma
og grátandi hlær hún — meö saltrok um hvarma.
Með svanhvelfdu brjóstin og solhvítar mundir
hún situr á öldunum fjölmargar stundir,
og sögur mér þylur af hafdjúpum hörmum
og holskeflu blóöugri í kvöldroöans örmum.
Og titrandi finn eg að blóðið mitt brennur,
sem brotsjór það ólgar og sýöur og rennur.
Og tryllandi, sogandi, togandi þráin
mig tælir i faðm hennar niöur í sjáinn.
Himneska fegurö I hví heillaröu svona,
er harminn og dauöann án lifandi vona,
sem stáleggjar hvassar í brjóstinu berðu
og birta mér dómsorðin hvert sem að feröu.”
'Mín hjartaslög öll eru hugraun og myrkur
í húmglasi náttskuggans bíður minn styrkur;
þin heillar mín fegurð, og harmsakir minar
haglega óf eg í skoðanir þínar.
Þéssvegna aldrei á æfinnar vegi
ástin þín heilsa mun sólglööum degi.
í hafdjúpin — harmdjúpin þrám þínum þoka
þrautir, er sundunum jafnharöan loka.”
Jónas Stefánsson, frá Kaldbak.
IS Til sumarbrúkunar
Siiniarmánuðirnir bjrja 1. Maí og þú bj-rjum vér að flytja ís
Itoiin til manna oins í-ogluloga og oss er lagið.
Til frekari upplýsinga um hroinlæti og meðferð á ísnum, ætt-
uð þór að vora jður úti uin bóklno, setn nefnlst “The 1‘uritj’ of
Natural lee’’, ef þið liafið liana ekkl allareiðu.
VKRö A IS FLUTTUM HKIM TII, YÐAR frá 1. MAl U1 30. SKPT.
10 PUND A DAG . . . ........§ 8.00
20 PUND A DAG............. $12.00
30 PUND A DAG.............‘ $15.00
40 PUND A DAG........... . . $18.00
Phnm prócent afsláttur fyrir peninga út í hönd.
The Arctic lce Co., Ltd.
156 BELL AVENUE
Skrifst.—I.intlsey Bltlg., Garry og Notre Dame. Phone: Pt. R. 081
CANAWtt
FINEST
ThEATDf
Viknna frá 27. Apríl og
Matlnce á Miðv.d. og Uaug.d.
leikur HKNRIKTTA CROSMAN
í leiknuni
sem auglýstur skal í ntesta blaðt
— MAl 4.—5.—6. —
PAUIi J. laiNEYS BRITISH KAST
AFRICAN HUNT PICTURKS
Hinar merkilegustu hreyfimyndir er
teknar hafa veriö, og sem kostaöi
250,000 doll. aö búa til sýningar; alt
útskýrt meö fróðlegum fyrirlestri.
Ticketa sala byrjar á Föstud. kl. 10.
Fimtud., Föstud. og Laugardag meö
Laugadags Mat., 7., 8. og 9. Maí
leikur gamalieikafélag Dr.
Horner’s í leiknum
— ”THE SORCERER” —
Músík eftir Sir Artbur Sullivan en
saga og kvæöi eftir Sir W. S. Gilbert
1000
manna, sem oröiö hafa
heilsulitlir, hafa haft stór-
mikiö gagn af hófsamlegri
brúkun á
DREWRYS
Redwood Lager
Hreinasta malt-tonic
Æfinlega eins á bragö
iö og jafn góöur.
REYNIÐ ÞAÐ
J. J. BILDFELL
FASTEIQn A8ALI
Hoom 520 Union bank • TEL. 2685
Selur hús og lóðir og annast
alt þar aðlútandi. Peningalán
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐI:
Komi Toronto og Notre Datue
Phone : Helmtlta
Qarry 2988 Q.n ----
Fáið ánægju
af skóakaup-
um með því
að kaupa þá í
Quebec Shoe Store
639 Main Street, Winnipeg
Rétt fjrrir Rorðan Logan A »e.
Thorstemsson Bros.
& Co.
Byggja hús. Selja lóöir. Útrefa
lán og eldsábyrgö.
Fónn: M. 2992. 815 Someraet BI4|
Heimaf : G .736. Wlnnlpeg, m—
Ef þér viljið fá fljóta og góða
afgreiðslu þá kallið upp
WINMPEG WINE CO.
685 Main St. Fón M 40
Vér flytjum lnn allskonar vfn
og ltkjöra og sendum tll allra
borgarhluta. Pantanlr flr srelt
afgreiddar fljött og vel. Sérstakt
verð ef stöBugt er verxlaC.
Piltar, hér er tæki-
færið
Kaup goldiC meðan þér lœriC rakara
iðn i Moler skðlum. Vér kennum rak-
ara iðn til fullnustu á tveim m&nuCum.
Stöður útvegaðar aC loknu námi, eUa
geta menn sett upp rakstofur fyrlr
sig sjálfa. Vér getum bent yCur á
vænlega staSi. Mikil eftirspurn eftir
rökurum, sem hafa útskrifast frá
Moler skólum. VariC yCur & eftlr-
hermum. KomiC eCa skrifiC eftlr
nýjum oatalogue. GætiC aC nafninu
Moler, á horni King St. og Pacifle
Ave., Winnipeg, eCa útiböum 1 170»
Road St., Reglna, og 230 Slmpson St.
Fort William, Ont.
Þér fáið yður rakaðan og kliptan
frítt npp á lofti frá kl. 9 f. h. til 1 e.h
J. J. Swanson & Co.
Verzla með fasteignir. Sjá um
leigu á húsum. Annast lán og
eldsábyrgðir o. fl.
1 AIBERTA BLOC^. Portags & Carry
Phont Main 2597