Lögberg


Lögberg - 18.06.1914, Qupperneq 3

Lögberg - 18.06.1914, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JCNÍ 1914. 3 Heilbrigði. Að tyggja vel. Eftir W -E. Willmott tannlœkni í Toronto. Þannig er venjulega litiS á sem þaS að tyggja vel, sé að eins það að mala fæðuna vel eöa merja í smáagnir til þess, að hægra sé að renna henni niöur og að melta hana. Þar kemur samt fleira til greina. 1. Fæðan byrjar að meltast á með- an verið er að tyggja hana. 2. Við það að tyggja styrkjast og þroskast andlitsvöðvarnir, og það hefir áhrif á svip og útlit. 3. Tennurnar og kjálkarnir verða sterkari og heilbrigðari. 4. Vöðvarnir og himnurnar i háls- inum og öllum efri öndunarfær- unum verða hraustari og afl- meiri. 5. Munnvatnið eykst á meðan ver- ið er að tyggja og það býr fæð- ' una undir meltinguna -t- byrjar meira að segja að melta hana. Þegar tuggið er malast fæðan í sundur milli efri og neðri tann- anna. í þeim dýrum sem kjöt éta, hreifast kjálkarnir við tuggning- una aðeins upp og niður og fæðan er kramin eða mulin í sundur á þann hátt milli tannanna, sem eru afar ósléttar og ójafnar, en i þeim dýrum sem gras éta hreifast kjálk- arnir til hliða — þau jótra, eins og við köllum það. Þar er fæðan möluð rnilli tannanna, eins og á milli kvarnarsteina; þess vegna eru tennumar í jórturdýrum sléttar og jafnar, en í hinum dýmnum gödd- óttar og ósléttar. Vegna þess að fæða sú sem maðurinn nærist af er margskon- ar og breytileg. eru tennumar i honum bæði jafnar og ójafnar — blandaðar tennur. Þar að auki getur maður hreift kjálkana bæði til hliða og upp og niður og fram og aftur. Þegar fæöan er komin upp í niunninn, færir tungan hana aftur á milli jaxlanna; þar mal- ast hún í sundur í smáagnir; hreifing tungunnar og kinnavöðv- anna og varanna hjálpa til þess að halda fæðunni á réttum stað, þangað til hún blandast saman við munnvatnið; þá er hún tilbúin til' þess að renna henni niður. Aldrei ætti að reyna að renna niður, fyr en vel er tuggið, og fæðan blönd- uð nógu miklu munnvatni. Það er áður tekið fram að hægra sé að melta ef vel sé tuggiö. Það er oft vegna þess live hægt er að renna niður án þess að tyggja vel, hve erfitt er að melta ýmsar fæðutegundir. Magavökvanum er auðvelt að melta kjöt og egg t. d.. ef það er vel tuggið, en sé því rent niður í stórum stykkjum. getur það legið fyrir í maganum ómelt um langan tima. Þegar tuggið er, finst bragðið að fæðunni; það hefir þau áhrif á taugaendana að munnvatnið eykst. Þegar tuggið er, þrístir fæðan og vöðvarnir og beinin, sem þátt taka i tugningunni, á kirtla í munninum, og það eykur einnig munnvatnið. Metra að segja magavökvinn eykst þegar verið er að tyggja. Af þessu er það auð- skilið að því betur sem tuggið er, því auðveldari verður meltingin fyrir magann. Vöðvarnir sem vinna að því að tyggja, eru sérstaklega stórir í samanburði við beinin, sem þeir eru festir við. Það er afarárið- andi að, þessir vöövar séu ekki að- gerðarlausir — að þeim sé veitt tækifæri til þess að þroskast upp- haflega og haldast svo við. Ef þeir eru látnir starfa — ef ekki er svikist um að tyggja — þá vaxa þeir og halda kröftum sjálfir, og einnig aðrir partar. sem nálægt þeim eru, og þeir hafa áhrif á, svo sem kjálkarnir, mnnnvatnskirtl- arnir. gómurinn og hálsinn að inn- an. Heilbrigði og þroski beina er að rniklu Ievti komið undir því að vöðvarnir sem við þau eru festir, séu látnir starfa. Þess vegna er það að unglingur sem hefir veriö vaninn á það í upphafi að tyggja vel, hefir venjulega stóra og fallega kjálka. regluleg- ar tennur og sterkar, stóra tungu og munnvatnskirtla, rúmgóðan háls og himnurnar í munninum og hálsinum heilbrigðar. Vegna þess að tennurnar vaxa og þroskast innan í kjálkanum, taka þær auðvitað þátt í vexti og heilbrigði kjálkanna. Ef kjálk- arnir því eru notaðir hæfilega með því að tyggja vel á uppvaxtarár- unum, þá verða tennumar sterk- ar og hraustar og siður hætt við veiki. Bezta vörn við tannpínu og tannrotnun er þvi það að tyggja vel. Það er einnig ettirtektavert, að á þeim, sem vel tyggja, falla tennurnar vel saman, efri tenn- urnar verða jafnar að neðan og þær neðri að ofan, þær verða þvi miklu betur til þess fallnar að mala eða kremja fæðuna. Algengasta ástæðan fyrir því aö menn tyggja illa er það, að menn éta mikið af þeirri fæðu sem er lin og hægt að renna niður; fólk- ið venst því á það að tyggja ekki. Þetta sést glögt á börnum, þegar nauðsyn fyrir því að tyggja hverf- ur, þá venjast börnin af því, þau velta aðeins fæðunni í munninum þangað til þau geta kyngt henni, og þetta fer svo langt að þau vilja ekki fæðu sem þau verða að tvggja. Foreldrar ættu að gæta þess að venja börn sín á það að tyggja vel; gefa þeim eitthvað sem þau vcröa að tyggja. Margir flýta sér of mikið við máltiðir, og venjast þannig á að tyggja iila. Sumir hafa þannig tima varið að þeir verða að flýta sér, en fyrir flestum er það að ástæðulausu. Eitt af því illa sem af því leiéir að ekki er vel tuggið, er það að rnenn borða meira en þeir þurfa. Ef vel væri tuggið, þyrfti í raun og veru minna að borða, sökum þess að betur notaðist að fæðunni. Það hefir enga þýðingu að láta það í magann. sem ekki meltist. Það er alveg sarna og að fleygja einhverju í hitunarvélina, sem ekki getur brunnið. Kolin sem látin eru á eldinn og loga, gefa hita, steinn sem ekki brennur, er gagnslaus eða gagnslítill. Það er sama með meltinguna og fæðuna. Þegar fæðunni er rent niður ó- tugginni og hún liggur i mag- anum án þess að meltast, þá veik- ir hún meltingarfærin og skapar sjúkdóma. Vöðvarnir í maganum gera sitt ítrasta til þess að vinna á henni og melta hana; sama gera magavökvakirtlarnir; sú tilraun er til ónýtis, að eins erfiði til einskis; magakirtlamir og maga- himnan veikist og sýkist; melting- arleysi byrjar; óreglulegar hægðir og maginn getur ekki melt, jafnvel það sem meltanlegt er; þetta get- ur haldið áfram þangað til maga- sár og krabbamein leika siðasta þáttinn í þessari sjálfsköpuðu sorgarsögu. Auk þess er þeim sem illa tyggja hættara við alls konar hálsveiki. Vöðvamir í hálsinum og slímhimnan veikist af oflítilli áreynslu og verða mót- tækilegri fyrir veiki. Kverkabólga og hálsbólga og hálskýli og and- þrengsli geta því verið óbeinar af- leiðingar þess að illa ei1 tuggið. Þegar tuggið er streymir blóð- ið að munninum, tönnunum, kjálk- unum og öllum pörtum sem þátt taka i tugningunni. Það gefur því lif og þrótt og næringu og heilsu; eftir því sem betur er tuggið verð- ur þetta fullkomnara; þegar svik- ist er um að tyggja verða allir þessir partar blóðlitlir og þrótt- lausir og hætt við veikindum. Foreldrarnir ættu að gera sér það að reglu að venja böm sín á það sem fyrst, að hafa eitthvað að tvggja; gefa þeim ekki eintóma vökvun. Til að byrja með má láta þau naga harðan, guttaperka- hring, en þegar að tanntöku kem- ur. er béinhringur betri. Það er sarnt betra að láta bam- ið hafa eitthvað, sem ekki er ein- ungis hart. heldur einnig gefur næringu. Kjötbein er ágætt til þess; bezt er að taka af þvi ná- lega alt kjöt. Barnið unir sér bet- ur við það, nagar það með meiri ánægju og áfergju, og úr þvi fær það nokkra næringu. Þegar barn- ið hefir tekið tönnur, þarf að æfa tönnurnar og munninn á því að tyggja; brauðskorpa eða hörð' kaka er vel til þess fallin. Engin máltíð ætti nokkru sinni að vera höfö. hvorki fvrir unga né gamla, án þess að hafa eitthvað sem þarf að tvggja. Þegar menn eru einu sinni bún- ir að venja sig á það að tvggja vel, þá veitist þeim það auðvelt; það' verður eins og þvað annað að vana, sem fylgt er umhugsunar- laust. Það verður þá hér um bil ómögulegt aö renna niður án þess að vel sé tuggið. Það þarf þá eins mikinn setning til þess að venja sig af þvi, eins og þurfti til þess að venja sig á það. Hér skal það endurtekið sem leiðir af því að vel sé tuggið: r. Það malar eða kremur fæðuna í smáagnir. 2. Það evkur munnvatnið. 3. Það blandar fæðunni við munn- vatnið. 4. Það gerir auðveldara að renna niður. 5. Það byrjar á að nrelta fæðuna. 6. Það evkur meltingarvökvann í maganum. 7. Það þroskar vöðvana sem taka þátt í tugningunni o'g gefur þannig fegri svip. 8. Það þroskar og styrkir tenn- 1 urnar og gerir þær heilbrigð- ari. 9. Það gjörir hálsinn heilbrigð- ari. 10. Það \'er meltingarlevsi, rrjaga- sári og krabbameini. Fréttabréf. Langruth, Man. Heiðraði ritstjóri Lögbergs, fornvinur og félagsbróðir. Eg hefi lengi verið búinn að á- kveða að senda þér línur héðan að utan, en það hefir dregist svona á langinn, eins og oft kemur fyrir, þangað til nú að eigi er lengur til setu boðið. Sagan heldur áfram, þó enginn skrifi. Viðburðirnir hlaðast yfir höfuð manns. Svo ef eigi er ritað jafnhliða, fær þjóðlífið á sig bakþróunar blæ. Og hvað verður þá um siðmenn- ingu vora? Nei, sagan verður að ritast. Saga daglegra viðburða. saga framfara, saga baráttu og stríðs, saga byltinga og framsókna, saga mannástar og þjóðfélags endurbóta. Einnig saga aftur- halds og kúgunar, þrællyndis, of- urvalds, ranginda, brennivins og þess valds, saga Roblins o. s. frv. En nú held eg að eg ætli að fara að lenda út i pólitík, svo hér verður að stanza í þetta sinn og snúa sér að fréttum bygðar þeirr- ar, er eg er í nágrenni við. Þann 2. júní siðastl. skeði það hér í bygð að gefin voru saman i hjónaband af séra Bjarna Thor- arinssyni, þau Jón Hannesson og Helga Erlendsson. Jón er sonur Árna Hannessonar og Guðrimar Hallgrímsdóttur, er búa í March- land bygðinni. Helga er dóttir Erlinds Erlindssonar og Margrét- ar Finnbogadóttur, er búa í Big Point bygð. Veizlan var haldin i samkomu- húsi Big Point bygðar, um 4 mil- ur héðan. \7ar þar margt manna sáman komið úr báðum bygðun- um, því sem næst 200 manns. Er- lindur Erlindsson stóð fyrir veizl- unni. Voru veitingar rausnarlegar og fór alt fram með hinni beztú reglu. Gestirnir skemtu sér vel fram á morgun. Að aflokinni giftingarathöfninni voru fluttar ræður og kvæði. Var fyrstur séra Bjarni með minni brúðhjónanna. Þar næst kom Ingimundur Ólafsson með minni foreldra brúðurinnar. Þá flutti Mrs. G. Valdemarsson kvæði. Svo kom Nikulás Snædal með minni foreldra brúðgumans. Siðan flutti Þiðrik Eyvindsson stutta tölu. Seinastur kom undirritaður með kvæði til brúðhjónanna. Að loknum þessum andlegu skemtunum tók yngra fólkið við og dansaði það sem eftir var næt- ur. Var nóttin i heild sinni mjög skemtileg og veizlan hin allra myndarlegasta. Fóru ge'stimir heim glaðir í huga og árnuðu brúð- hjónunum langra og fagra lífdaga. Gifting þessara ungu hjóna hef- ir félagslega þýðingu fyrir þessa bygð á þann veg, að sameinuð eru nánar þessi tvö bygðarlög. For- eldrar þeirra eru vel metnir, hvort í sínu bygðarlagi og eiga hér marga frændur og niðja. Erlindson bræður sem verzla í Langruth, eru bræður brúðurinnar, efnismenn til sálar og líkama og drengir góðir. Jón Hannesson er greindur maður með góðri mentun, fríður sýnum og viðmóts þiður, af öllum vel látinn. Fylgja honum og þeim báðum hlýr hugur allra. Hér á að verða mikil skemtihá- tíð í júlí næstk. að samkvæmisstað bygðarinnar, er áður var nefndur. Uppskeruhorfur eru hér allgóð- ar, en þó hefir forsjónin verið heldur spör á rigningunum um tíma. Hægt fer hér undirbúningur manna undir næstu kosningar. Hér er öllu tekið með knúsandi ró. En vel líkar mönnum Lögberg nú á dögum. Og aldrei hefir það barist drengilegar fyrir heilbrigð- um s'koöunum og sönnum mann- réttindum, en nú. Sömuleiðis þykir oss “Kringlan" gbtt og stór- endurbætt blað, enda þótt rnargir myndu kjósa að hún hefði aðra stefnu, bæði í bindindis og menta- málum. Eg legg hér með afskrift af þessu brúðkaupskvæði mínu, og bið þig að hola því niður einhvers- staöar. Að svo mæltu bið eg þig vel að lifa — já, og lifa sem lengst. Þinn einl. S. Bencdictsson. Aths.:.. Kvæðið kemur í næsta blaði. — Ritstj. Heillaskeyti til Norðmanna frá forsetum Al- þingis, Stúdentafélaginu í Rvík og Norðmönnum í Rvík 17. maí, ásamt svörum frá Norcgi. Alþingi. sendi Stórþingi Noregs þetta skeyti “Dótturlandið sendir móðurland- inu og bróðurþjóðinni hugheilustu kveðju og heillaósk af tilefni dags- ins. Farsæld og heiður Noregs, er gleði og stolt Islands. Fyrir hönd Alþingis Júlíus Hafstcen, Jón Ölafsson p. t. forsetar Alþingis. til Stórþingsfns i Kristjaniu. Svar Stórþingsins. Forsetar Alþingis fengu svofelt svar 17. mai: 1 “Krsitjania 18. maí 1914. Forsetar Alþingis á Islandi. Hið fagra símskeyti var lagt fram i Stórþinginu í Rikisráðs- salnum á Eiðsvelli i gær og fagn- að með mikilli gleði. Forsetunum var falið á hendur að senda hjart- anlegt þakklætisskeyti frá móður- landinu til bræöranna á Sögueyj- unni. Vér óskum íslandi góðrar fram- tiðar með framförum og blómgun í atvinnumálum, bókmentum og allri menningu til heiðurs og hag- sældar hinum norrænu þjóðum. Forsetar Stórþingsins Sövland og Aarstad. Stjórn Stúdcntafélagsins. sendi hátíðanefndinni á Eiðsvelli svolátandi skeyli 17. mai: “Hugheilar hamingjuóskir sam- huga frænda á íslandi. Fögur verði framtið Isem fortið. Stúdcntafclagið.” Svofclt svar fékk stjórn félagsins næsta dag: “Þökk fyrir hátíðakveðjuna, Vér óskum frændum vorum allrar hamingju og blessunar. Hátíðisnefndin á EuSvrvelli 1914.'’ Norðmenn í Rcykjavík símuðu til Hákonar konungs á þessa leið: “Til konungsins í Kristjaniu. Norskir menn i Reykjavik senda Noregskonungi kveðju sína í dag með þessari ósk; Heill sé Noregi.” Svar konungs. “Þakkir séu Norðmönnum fyrir kveð jusendinguna. Hákon.” Ennfremur sendi bæjarstjórnin í Revkjavik svofelt símskevti: "Til norska ræðismannsins og Norðmannasamkonm Reykjavíkur 17. maí 1914: “Borgarar, bæjarstjóm og borg- arstjóri Reykjavikyr taka þátt i samfagnaði Norðmanna á þessum aldarminningardegi. gleðjast með þeim vfir framförum og þroska bræðraþjóðarinnar á liðinni öld og óska Noregi og norsku þjóðinni af heilum Img og einlægu bræðraþeli alls góðs um ókomnar aldir. Páll Einarsson.” Enn fleiri símskeyti fékk ræð- ismaður Norðmanna þann dag, t. d. frá Ólafi Björnssyni ritstjóra ísafoldar. Auk þess var hann heimsóttur af Alþingisforsetum og ræðismönnum annara ríkja. —Visir. Til afsökunar. Eg sé að stnágrein með fyrir- sögninni: Nýjar prcd'ikamr í Reykjavik, sem stóð i Breiðablik- um, bls. 160 þ. á., hefír valdið misskilningi og verið leiðrétt í blöðunum af herra konsúl Asgeiri Sigurðssyni. Það eru niðurlags- orðin, sem um er að ræða: “H. N. hefir gefið kost á þessu (c: að prédika annan hvern sunnudag) fyrir 1500 krónur um árið.” Þetta var alls ekki sagt í þeim tllgangi að gefa í skyn, að H. N. prófessor hefði sett nokkuð upp. Það sem eg hafði í huga var: "H. N. hefir gefið kost á þessu og hafa verið boðnar 1500 krónur fyrir.” Svo hafði eg skilið vinsamleg ummæli, sem þetta var bygt á, og hugsana- sambandið eitthvað á þessa leið: "Fleiri eru farnir að láta sér ant í trúmálum en vér Vesturíslend- ingar.” Mér fanst þetta vera fvrirtækiiju og öllum hlutaðeigend- um svo mikill sórni, að eg gat ekki yfir því þagað. Eg gerði mér grein fyrir þessu svo, að séra H. N. hefði verið tregur til þess að bæta svo miklu verki við sig, en þegar honum hefði orðið ljóst. hve ant mönnum var og áhuginn mikill, hefði hann látið tilleiðast. Með þessu fanst mér svo mikill sómi sýndur, og þetta vera svo áþreifan- legt dæmi um lofsverðan áhuga í andlegum efnum, er vaknaður væri í höfuðstaðnum, að ekki rnætti liggja í láginni. Að nokkuð ann- að en þetta hafi verið á bak við orð min, vonast eg til að enginn ætli. Ummælin áttu að vera öllum til sæmdar, er hlut áttu að máli. Þó eg sjálfur hefði verið í hópi þeirra, hefði mér ekki getað verið annara um. Eg bið afsökunar á að orðunum skyldi eigi svo hagað, að enginn gæti misskilið. Hér fyrir vestan veit eg ekki til að neinn misskilningur hafi átt sér stað. Annars hefði verið búið að leiðrétta þetta fyrir löngu. Winnipeg, Man. 12. júní 1914 F. J. Bcrgmann. Frá Islandi. Sigurbjörn Ástv, Gíslason er erlendis í sumar. Verður hann 'fulltrúi Goodtemplara félagsins á þinginu sem haldið verður í Kristjaniu. Hann ætlar að ferðast um Svíþjóð, Noreg og Danmörku. Kvikmyndir úr sögunni “Que Yadis”, hafa verið sýndar í Revkjavik nýlega, og þótti mikið til koma. Bjarni Jónsson frá \’ogi er byrj- aöur á aö þýða leikritið "Faust” eftir skáldið Goethe. Er byrjun þess birt í Birkibeinum og væri gaman að sjá allan leikinn i heild sinni þýddan á islenzku. Bjarni Jónsson þýðir manna bezt og er einkar fær i þýzku. Hjálpræðisherinn í Reykjavík ætlar að byggja stórhýsi þar. Hefir hann verið að safna fé til þess og er upphæðinni þegar safnað að und^nteknum 1000 kr. . Tíðarfar afskaplega stirt, frost og snjóar. Bogi Þórðarson bóndi á Lága- felli hefir keypt “Öminn”, skip miljónafélagsins. Er sagt að hann ætli að flytja ketilinn úr þvi upp að Álafossi og nota hann við ullar- verksmiðjurnar þar. Ágúst Bjarnason háskólakenn- ari hélt nýlega fyrirlestur í Reykja- vik um dulöfl mannsins, og var gerður góður rómur aö. Hann kvað hafa í ryggju að flytja um það fyrirlestra við háskólann að vetri, og er sagt að hann ætli þá meðal annars að athuga drauma Hermanns Jónassonar. Sveinn Oddssön er tejkinn til starfa heima við bifreiðasölun?: auglýsir hann nú i ákafa i blöðun- um heima. Sigurður Fanndal verzlunar- stjóri frá Húsavik, er nýbúinn að setja upp kaffi og matsöluhús á Akureyri. Geysimikið bygt í sumar af hús- um á Akureyri, þar á meðal 6 stór steinhús. Jón Böðvarsson á Akureyri slasaðist nýlega þannig að hann setti fótinn i vélina á mótorbát og molaðist beinið. Hundraðsárahátiðar Norðmanna var minst í Reykjavík 17. maí með sanisæti á Hótel Reykjavik. Norðmenn i hafnarfirði gengust fyrir minningarguðsþjónustu í frí- kirkjunni þar, og talaði David östlund. Arsfundur Búnaðarfélags Is- lands var haldinn 16. mai; 25 nianns mættu. Meðlimum félags- ins fjölgar óðum. 60 nýir meðlim- ir bættust við i ár. Bændur eru farnir að gefa sonum sínum fé- lagsskírteini i fermingargjöf og einn Vesturíslendingur hefir sent 4 bræðrum sinum heinia að gjöf sitt félagsskírteinið hverjum. Vísir hefir tekið upp greinina úr Lögbergi. "Hvernig það er að vera forseti”, eftir Wilson. 15. maí andaðist Ágiistina Guð- brandsdóttir, kona Guðjóns Jóns- sonar skipasmiðs í Rvík. Hún dóá Landakotsspítalanum. Oddur Hermannsson bæjarfó- getafulltrúi og Þóra kjördóttir Jóns bæjarfógeta Magnússonar voru gefin saman í hjónaband 22. maí." Oddur er bróðir Halldórs Hermannssonar bókavarðar í New York. Agíet síldveiði á Akureyri; feng- ust 40 tunnur i einum drætti 22. maí, og tunnan seld á 8 krónur. Látin er í Reykjavik Valgerður Einarsdóttir kona Olafs lögreglu- þjóns Jónssonar. Ölafur er bróð- ir séra stefáns Jónssonar á Staðar- hrauni. Heilablóðfall varð henni að bana. Valgerður var dóttir einars umboðsmanns Ingimundar- sonar í Kaldaðarnesi, fædd 1859. Bjarni Hannesson bóndi frá Bakkárholti 1 Ölfusi lézt i Rvík ur lungnabólgu 17. mai. Jóhann Kristjánsson ættfræð- ingur og Sigriður Petra Jónsdótt- ir eru nýlega gift. Helgi Helgason tónskáld hefir tekið við stjóm lúðraflokksins í Reykjavik og þykir farast vel. Jón Jónsson sagnfræðingur hef- ir dvalið i kaupmannahöfn i þrjá mánuði til þess að rannsaka þar islenzk handrit, en er nú kominn heim aftur. Þórhallur biskup Bjamarson hefir verið gerður heiðursfélagi i brezka bibliufélaginu. Frú Katrin Einarsdóttir, móðir Einars Benediktssonar skálds, andaðist á Landakotsspítalanum 17. mai. Hennar verður minst nánar siðar. Einkennilega uppástungu og góða flytur ísafold i sambandi við hjónaband Odds Hermannssonar og konu hans. Blaðið segir að EITRADAR ELDSPÝTUR Innan tæpra tveggja ára verður það ólöglegt að kaupa eða nota eldspýtur með eitruðum Kvítum brennisteini. Hver einasti maður ætti að byrja á því að nota Eddy’s Eiturlausu Sesqui - Eldspýtur °g tryggja sér þannig öryggi á heimilinu. ________________________________________i Áður en þú girðir grasflötinn þinn ættirBu a8 íðna til okk- ar og láta umboSsmann koma heim til þln og sýna þér allar þær teg- undir sem viB röfum. G68 gir8ing borgar sig betur en flest anna8 er þú getur lagt peninga I; ekki einungis a8 þa8 fegri heldur eykur og verSmæti eignarinnar. VerSskrá vor og sýnis bók kostar ekkert. The Manitoba Ancor Fence Co., Ltd. Henry og Beaeon Strects Phone: Garry 13#2 WIJíNIPEG Stóra járnvörubúðin í Winnipeg í Boyd byggingunni. Allar mögulegar járnvörur. Búðin okkar er ný og öll okkar áhöld fullkomin; þi getið því verið viss um, að til okkar er gott að koma. Afgreiðsla fljót og góð. Komið og skiftið við okkur. Builders Harðvöru Construction Harðvörn Finishing Harðvöru Smíðatól og Handiðnar Verkfœri Mál Olía Varnish Prufuherbergin okkar eru bezt útbúin allra prufuherbergja í bæn- um. Það er því auðvelt fyrir ykkur að velja úr. Aikenhead Clark Hardware Co, Ltd. Stórsölu og smásölu járnvöru kauproenn. BOYD BUILDING Ho0r?Xr?*0l?:on TALSÍMAR: Main 7150-1 kirkjan hafi verið troðfull, og. alt eru brotin merglaus bein. getur þess til, að við þess konar tækifæri niundu menn jafnvel fúsir að borga fyrir inngöngu. Vill það að ‘guðsgista' sé við kirkjudym- ar sem öllum er inn fara sé gert að skyldu að leggja í og þvi var- ið til glaðnings fátæku fólki á jól- unum eða annari stórhátíð. Ýmsa mettar sporlaus spá spaka og rétta halda og vefréttar anda þá af öðrum hnetti þykjast fá. Ef hans flettir augum frá að hið rétta sjái, láta fettur ljóða þá líkt og slettur hvítu á. Th. Thorsteinsson kaupm. og frú hans, héldu silfurbrúðkaup sitt 11. maí í Reykjavík. Þórarinn Tulinius hefir keypt nýtt norskt strandferðaskip, er “Vibrand” heitir. Aldír sléttubönd. Hrannir skína, lifir ljós, ljómar allur heimur, fannir dvína, yfir ós ómar snjallur hreimur. Nýjum klæðum grundin grær, gleðin hyllir voga, hlýjum klæðum mundin mær meðan stillir boga. Svifin bandi fanna frá foldar klæðin rísa, hrifinn andi manna má moldar gæðin prísa. Kifsins þrautir falla frá fjörug kvæðin hljóma, lífsins brautir allar á örugg gæðin ljóma. Æða blóðið nærir nýtt niður tærra strauma. Kvæða hljóðið færir frítt friður værra drauma. M. Markússon. Til kunningja míns. Skýrðu slétt og skörugt frá skáldaprettum öllum; hans nijög létt er ljóða skrá lögð ef rétta vog er á. Vefur fléttum völuspá varpar réttu máli, dregur hettu höfuð á hugurinn grettur verður þá. Vitt um hnetti hygst að sjá hugurinn brettir vængi, leitar frétta langt í frá, lýgin sett á verður skrá. Gleymsku yzt í geymist víst, gleðin fyrst; þau rotni, iþví hans frysta ljóðalist lifir á kistubotni. Alt er klofið innra manns eðli; dofa megnum ; hver vill lofa ljóðin hans lymskan rofar gagnum. Ruddaslóð og rakta sé rógs í óðarveitu, hver vill rjóða rofin vé refs úr blóði heitu. Sina mötu sjaldan við situr flötum beinum, Þrándur í Götu þiggur frið þrefar hvöt að biðja um grið. > Rétt ef er Sem minnir mig munið þér og kunnið. Hyrði hver, sem hyggur sig hafa sér til unnið. brándur í Götu. Hljóðan óðinn bundinn ber bróður hljóða njínum, góðan óðinn lundin lér Ijóða sjóði þínum. Ef hendur viltu þínar þvo og þekkir vel hans heiti, heiðra skaltu skálkinn svo skaða’ hann ekki veiti. Þú afræður sorasáld senda — gæðahnekki, þó ákvæða þvkist skáld það mig hræðir ekki. Vizkuhyl þeir hyggja flest hvað æi skilur mengi; eru til í langri lest — ljóð þá dylur efni bezt. Málið rotað, mælska nein menta þrotum lýsir hverjum notast orðin ein, Dr. R. M. Simpson 1 Winnipeg sagði ]>að í opinberri ræðu á föstu- dagskveldið að hann hefði gaman af því aö mæta Th. H. Johnson á opinberum fundi og.láta hann éta ofan í sig staðhæfingarnar um það að íhaldsmenn liefðu logið upp 1500 nöfnum, til þess að setja þau 1 á kjörskrá. Th. H. Johnson skrif- aði Dr. Simpson jafnskjótt, skor- aði á hann að mæta og bauð hon- um að tiltaka stund og stað. Simpson hefir ekki tekið boðinu ennþá..— Hvers vegna? Th. II. Johnson hefir kært menn fyrir stjórninni um stærsta glæp sem til er. Er rétti og lögum landsins framfylgt með því að stjórnin beri það á Johnson að hann hafi lika brotið? « «

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.