Lögberg - 18.06.1914, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚNl 1914
0
The Empire Sash & Door Co.
------------- Limited ----------
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
VIÐUR ”LATH“ ÞAKSPÓNN
Fljót afgreiðsla. Ábyrgst að kaupendur séu ánægðir
Þegar Roblin kom til valda
1900 voru vínsöluleyfi í Manitoba
170. Þegar hann heföi veriö 12
ár við völd 1912, voru þau komin
upp í 300; þeim haföi fjölgað um
130. Þetta er efni til umhugsun-
ar.
Greenway stjórnin gaf Manitoba
búum héraösbannlögin. Roblin
hefir því enga bindindislöggjöf
gefiö þeim, aöeins verið neiddur til
þess aö bxta héraðsbannið smátt
og smátt.
“Drykkjuskapur er þaö sem
lyftir mönnum á æðra stig og
hefur þá upp yfir rýrin. Ef
drykkjuskapurinn hverfur, er mað-
urinn kominn í tölu villidýranna
>og öll siðmenning úr sögunni.’’ —
Roblin í marz 1912.
Þetta geta menn fengið að sjá
-prentað i hans eigin blaði “Tele-
•gram” og þingtiðindunum.
“Drykkjuskapurinn er manni
meðskapuður og eitt af beztu og
æðsut eiginlegleikum sem guð hef-
ir gefið oss.” — Coldwell menta-
málaráðherra Roblins 1. marz
1912.
Fyrsta vinsöluleyfi veitt klúbb-
um var 1909, og 1912 voru þeir
•orðnir 16. Roblin er því faðir
'þeirra og fóstri.
“Þú, Roblin, ræntir fólkið 1
Manitoba vínsölubannslögum, sem
það átti. Það er því ómögulegt
að trúa þvi að þú sért bindindis-
vinur. Það er ómögulegt að trúa
öðru en að þú sért bindindisfjand-
maður.” — Dr. G. B. Wilson 6.
febr. 1914.
Roblin neyddi vínsöluleyfi upp
á Norwoodbúa þvert ofan i mót-
mæli 90% allra borgara þar.
“Eins og það er víst að Filistear
bundu Samson og stungu augun úr
honum, eins víst er það, Roblin,
að brennivinsvaldið hefir bundið
þig og blindað.” — Dr. G. B.
Wilson 6. febr. 1914.
Þegar Greenway stjórnin fór
frá völdum, voru skuldir fylkisins
rúmar tvær miljónir; eftir fjórtán
ára stjórn Roblins eru þær orðnar
seytján miljónir; þœr hafa vaxið
um miljón á ári.
Roblin hefir látið blað sitt
“Telegram” fá af fé fylkisins
$523,295. Þessa fimm hundruð
tuttugu og þrjú þúsund, tvö hundr-
uð níutiu og fimm dali hefir hann
tekið af fé fólksins. Það eru
$40,253, fjörutíu þúsund tvö
bundruð, fimtíu og tveir doliarar
á ári, til eins blaðs.
Á 12 ánim sem Greenæay-
-stjórnin sat að völdum, lækkaði
Tiún flutningsgjald á hveiti frá
Manitoba austur að vötnum um 10
•cent á hver 100 pund. A þrettán
áram sem Roblinstjórnin hefir set-
'ið að völdum, hefir hún aðeins
‘lækkaði það um eitt cent og fjóra
fimtu á 100 punlin.
Greenwaystjórnin $8000 á hverja
mílu af C. N. R. brautum.
Þegar þéttbýlla var orðið og
hægara að byggja þær ábyrgðist
Roblinstjómin $13,000 á hverja
mílu.
Svo fullkomin eru yfirráð vor
yfir flutningsgjaldi með C. N. R.
brautinni, að vér getum fært það
niður eins l^gt og oss sýnist.” —
Roblin í ágúst 1903.
“Vér höfum takmarkalaus og
skilyrðalaus yfirráð yfir flutnings-
gjaldi með C. N. R. brautinni í
Manitoba.” — Roblin 7. júní 1908.
“Fylkið hefir nú orðið alls engin
yfirráð yfir flutningsgjaldi með
C. N. R. brautinni.” — Roblin 28.
sept. 1909.
Fylkið hafði samkvæmt þessu
full yfirráð, en gaf þau alveg frá
sér eða tapaði þeim. Vel á haldið!
Sagt er að kosningar muni fara
fram 9. júli. Það er hengingar-
dagur Krafchenco. Kanske þeir
verði samferða hetjurnar, Kraf-
chenko og Roblin.
Dixon þingmannsefni verka-
manna var veikur nýlega af blóð-
eitrun. Tribune segir að hann
hafi fengið það af því að eiga við
Roblin — kveður það óþokkalegt
verk og sérlega hættulegt. Það
er víst engin lýgi.
Roblin sagði það á opinberum
fundi í vetur að hann byði hverj-
um sem þyrði að mæta sér á opin-
berri samkomu, til þess að ræða
mentamál fylkisins. Kvað þau
fullkomnari en í nokkru öðru
fylki. Th. H. Johnson skrifaði
lionum samstundis bréf, bauðst til
að mæta honum og bað hann að til-
taka stað og stund. Svarið er ó-
komið enn. Hvað skyldi valda?
Þégar blaðið er að fara í press-
una kemur sú frétt, að Roblin
kunni ekki við það að láta kosn-
ingar fara fram sama dag og
Krafchenko sé hengdur. Þær
verða því ekki fyr en daginn eftir
—10. júlí. Það mætti nú samt
draga það einn dag að jarða Kraf-
cbenko, til þess að nota sömu
gröfina. g ... ,
Ef Th. H. Johnson hefir logið
því að íhaldsmenn hafi falsað
mörg hundruð nöfn, þá er hægur
leikur fyrir þá að koma honum
frá þingmensku. Ef þeir gera það
ekki, hvort ætli það sé þá af hlífð
við hann eða við þá sálfa? Hvað
halda menn um það?
Er ekki stjómin skyld að láta
rannsaka hvorartveggja kærurnar
Er hún ekki vemdari glæpa ef hún
gerir það ekki?
ihaldsmenn hafa gefið borgara-
bréf mörg hundruð mönnum, sem
aldrei hafa verið til. Þeir bera
umhyggju fyrir óbomum borgur-
um. Langt nær umhyggja þeirra.
“Svona eiga sýslumenn að vera,”
sagði Skuggasveinn.
Fylkiskosningarnar
fara fram 1 0. Júlí.
Úr bygðum Islend-
inga.
Dakota.
Tvöfalt silfurbrúðkaup var
haldið á Gardar í Norður Dakota
8. maí. Siifurbrúðkaupshjónin
voru S. Thorleifsson og kona
hans og S. Johnson og kona hans.
Streymdi fjöldi gesta til brúð-
hjónanna beggja víðsvegar að úr
bygðinni. Veitingar voru rausn-
arlegar, sem fólkið flutti með sér;
ræður voru fluttar og skemtu
menn sér á ýmsan hátt. Hvorum
hjónunum um sig var gefinn silf-
urborðbúnaður.
Mikill undirbúningur er í
Norður Dakota undir kosningarn-
ar sem í hönd fara.
Sveinn Thorwaldson á Mountain
sækir um féhirðis embætti, og er
talið víst að hann nái kosningu.
Nýlega voru þau gefin saman í
hjónaband Þorsteinn Dalstead frá
Svold og Kolfinna Halldórson frá
Backov.
Samkyæmi var haldið á mið-
vikudaginn að heimili Mr. og Mrs.
K. Kristjánsson, nálægt Mountain.
Var það brúðkaupsveizla Thos.
Thomason og Miss Soffia Krist-
jánson voru brúðhjónin.
Kristbjörg Kristjánson frá
Mountain kom heim frá Wynyard
í vikunni sem leið; hún hefir kent
á skóla nálægt Wynyard; býst hún
við að verða heima tveggja vikna
tima. Með henni kom Kristbjörg
Árnason frá Wynyard.
Cacolia Eyjólfson á Gardar,
hefir verið veik um tíma of botn-
bangabólgu. Hún fór til Winni-
peg fyrra mánudag, til þess að
fara undir uppskurð.
Skemtisamkomu á að halda að
Gardar 19. júní, með alls konar
skemtunum, andlegum og líkam-
legum.
Tíðin hagstæð og útlit gott.
Haglstormurinn sem kom hér í
rikinu nýlega, gerði engan skaða í
Islendingabygðunum.
Minnesota.
Mikill undirbúningur er undir
4. júlí hátíðahald í bænum Minne-
sota.
Minnesota menn eru prestlausir
sem stendur, en halda húslestra í
kirkjum sínum.
S. B. Eiriksson og H. J. Frost
hafa verið kosnir fulltrúar á
kirkjuþingið í sumar.
7. þ. m. kom ofsarok í Minne-
sota. Meðal annara skemda færð-
ist afarstórt fjós um 2 fet af
grunni nálægt Minneota. Páll
Jökull var eigandi þess.
Samsæti var þeim haldið séra B.
B. Jónssyni og frú hans, áður en
þau fóru norður til Winnipeg.
Var þess minst hverstl mikið og
stórt skarð væri höggvið í hóp Is-
lendinganna i Minnesota við burt-
för þeirra. Séra Björn hefir ver-
ið þar lífið og sálin í öllum félags-
skap yfir 20 ára tíma. Hann hef-
ir ekki takmarkað áhrif sin og
störf við prestsverkin, heldur ver-
ið fremstur manna á öllum svæð-
um félagsskapar og menningar.
Auk þess hafði hann í ýmsu tilliti
verið fulltrúi íslendinga meðal
hérlendra manna ; látið áhrifa sinna
gæta langt út fyrir íslenzka hóp-
inn. Var þess minst í samsæti
þessu að sárt væri hans saknað,
en innilega væri honum óskað til
hamingju í nýju stöðunni. Minne-
sota Mascott flytur mynd af séra
Birni og stutta grein um hann, þar
sem á hann er lokið miklu lofs-
orði.
V atnabygðirnar.
Jón Guðnason á Kandahar
seldi nýlega á uppboði húshluti sína
og áhöld. Hann verður að bregða
búi sökum veikinda. Jón er einn
allra fremstu bænda bygðarinnar
og stór skaði að hann skuli verða
að hætta búnaði.
Kappplæging fór fram 18. þ. m.
hjá Steingrími Jónssyni bónda að
Kandahar. Steingrimur á einhvern
fegursta og mesta búgarð, sem til
er i allri vatnabygð.
Hveiti fyrir vestan Kandaliar er
orðið um 20 þumlunga hátt. Útlit
hið allra bezta.
Árshátíð Wynyard-bæjar verð-
ur haldin á föstudagmn 19. þ. m.
með mikilli viðhöfn. Niðursett
far frá öllum bæjum i nágrenninu
Nýja Tsland.
Talsverð frost hafa verið i norð-
urhluta bygðarinnar i vikunni sem
leið. Er talið að það muni verða
jarðarávöxtum nokkur hnekkir.
Á meðan strjálbygt var og erf-
itt að Þyggja járnbrautir ábyrgðist
fl
ln:
Oheyrileg svívirðing.
----0----
\
Borgarabréf hafa verið gefin út til
1500 manna sem engan rétt hafa til
þeirra og fjöldi þeirra hefir aldrei verið
til og mnn aldrei verða til.
T. H. Johnson sýnir fram á sam-
særi til þess að svíkja kjósendur og
vinna einhvern stœrsta pólitíska
glœp sem hœgt er að fremja. Sanrr
sœrið getið og fætt á skrifstofu M.
J. Johnstone, aðaleftirlitsmannsvín-
söluleyfa. Útbúið og smíðað af
mönnum í þjónustu stjórnarinnar,
sem þjóðin borgar til að vernda
lögin.
Baldur Olson Iæknaskólastúdent,
sem stundar lækningar á Gimli
í sumar með Dr. Dunn verð-
ur öðru hvoru á Arborg í fjar-
veru Jóhannesar læknis Pálssonar,
sem er úti á meðal Indiána í heil-
brigðis eftirliti og verður þar um
tveggja mánaða tíma.
Þau hafa skilið nýlega Dr. Dunn
á Gimli og kona hans; er hún
komin í burtu frá honum með bæði
bömin.
Talsverður undirbúningur er á
Gimli til þess að taka á móti
kirkjuþingsgestum og Goodtempl-
urum.
Tæpast um annað talað en
stjórnmál, og að engu unnið eins
kappsamlega og þeim. Hvorir-
tveggja þykjast vissir um sigur.
Argyle.
Samkoma var haldin í Skálholt
samkomuhúsinu 29. maí; var á-
góðanum varið til styrktar fátækri
ekkju sem Helga Stephanson heitir.
Tíðin indæl; grasspretta fyrir-
tak og útlit með korntegundir
ágætt.
Séra Friðrik Friðriksson frá
Reykjavik dvelur hér um tíma.
Vel gezt öllum að þeim manni;
enda fara svo sögur af honum að
hann sé óvenjulega sannur maður.
Til ritstjóra Hkr.
Ritstjóri Heimskringlu segir að
takmarkalaust megi selja áfengi í
hversu lítilli bæjarholu sem er i
Saskatdhewan.
Að þessu er hann hér með lýst-
ur opinber ósannindamaður. ;Til
þess að fá eitt vínsöluleyfi þar i
bæ, verður að vera vtss tala íbúa.
Til þess að fá annað leyfi verða að
vera $2000 manns.
Ritstjóri Heimskringlu segir í
siðasta blaði, að ef hótel brenni
eða verði fyrir einhverja aðra or-
sök að hætta, þá sé opnuð vínsölu-
búð í rakarastofu í Saskatchewan
og gefur hann i skyn, að það sé
með leyfi stjómarinnar.
Að þessu er hann lýstur opinber
ósannindamaður. Einn hótelhald-
ari braut lög þannig að hann seldi
vin i rakarabúð í leyfisleysi, þeg-
ar hótel hans brann. Þegar
stjórnin vissi um það, sendi hún
tafarlaust mann til að loka, vin-
salinn var sektaður og sviftur þeim
rétti að geta fengið vinsöluleyfi.
Þegar ekki er annað til vopna en
vísvitandi lýgi, þá er málstaðurinn
orðinn veikur.
Þegar menn láta siga sér til
þess að fara með vísvitandi lýgi i
opinberum blöðum, þá er sjálfs-
virðingin farin að lækka.
íslenzk einkenni.
Th. H. Johnson kærði stjóm-
ina fyrir nafnafölsun svo hundr-
uðum skifti.
Df. R. M. Simpson, fulltrúi
stjórnarinnar, kvaðst hafa gaman
af að mæta Johnson og láta hann
éta þetta ofan i sig.
Johnson skrifaði Dr. Simpson
og bauðst til að mæta honum hvar
og hvenær sem hann, æskti; hann
mætti nefna stund og stað.
Dr. Simpson þorði ekki einu
sinni að svara.
Nokkru síðar segist Dr. Simp-
son skuli gefa $100 hverjum sem
sannað geti nokkra nafnafölsun á
stjórnina; en kveður hina hafa
falsað nöfn.
Johnson skrifar honum og
skorar á hann að koma með sér á
fund stjómarinnar pgf krefjast
rannsóknar á báðar hliðar og þess
að þeim sé hegnt sem sekir finn-
ist. Dr. Simpson þorir ekki að
svara.
Þama sést munur á einkenni
Islendingsins og Englendingsins.
Islendingurinn fer ekki með sinar
kærur af stað, fyr en hann veit að
þær eru sannar; Englendingurinn
slær út hverju sem er, til þess að
blekkja. Islendingurinn er reiðu-
búinn að fylgja máli sínu fram
og láta réttlætið ráða. Englend-
ingurinn hleypur undan sínu eigin
merki og dirfist ekki að mæta
andstæðingi sínum á sléttum velli.
Þessi viðskifti þeirra Simpsons og
Johnsons bera það svo greinilega
með sér að enskurinn laug en lanl-
inn sagði satt. Islendingar ættu
að muna það kosningadaginn.
Bókmentir.
Merkileg skáldsaga í líkingu við
Heljarslóðarorustu. Fyndni og
skop óviðjafnanlegt.
Islendingar eru ekki auðugir af
kýmnisskáldum. Benedikt Grön-
dal má heita sá eini sem nokkuð
hefir verulega kveðið að í þeim stil
meðal vor. Fyndni og sárbeitt
háð i sc%um hans var svo átakan-
legt stundum, að sá, er byrjaði að
lesa bók eftir hann, gat ekki slept
henni fyr en hún var öll lesin, og
THB ALBERT GOUGH SUPPLY CO.
BYGGINGAEFNI
OG ALLAR VIÐARTEGUNDIR
OFFICE: 411 TRIBXJJÍE BUILDING - - PHONE: MAINT 1246
WARE HOUSE: WALL SREET. PHONE: SHEIÍBROOKE 2665
timinn sem til þess fór að lesa sög-
ur hans, þegar þær birtust, var ó-
slitinn skellihlátur.
Sæti Gröndals hefir verið óskip-
að fram að þessum tima, en nú er
að rætast úr þvx. * Nú er nýr höf-
undur að koma fram meðal þjóð-
ar vorrar, sem fer svo vel af stað
í þvi að rita háðsögu, að Gröndal
verður barn hjá honum, ef hann
heldur eins áfram og hann byrjar.
Það er ómögulegt annað en velt-
ast um af hlátri við lestur þessar-
ar nýju sögu. Það var ekkert
hlægilegt að lesa um Eyjólf ljós-
toll með þorskhausinn á milli fót-
anna i Þórðarsögu Gröndals, í
samanburði við þetta.
Og það voru Vesturislendingar,
sem áttu því láni að fagna að
eignast mann, til þess að skipa
sæti Gröndals Það hefir hing-
að til verið álit austanhafs,
að bókmentir vorar hér vestra séu
fremur á lágu stigi, en vart trúi
eg því að ekki breytist sú skoðun,
þegar þessi saga, sem hér er um
að ræða. kemur á markaðinn.
Það er aðeins eitt, sem að henni
mætti finna, og það er það hversu
miskunnarlausum tökum skáldið
tekur á þeim rnanni, sem það hefir
gert að söguhetju sinni; háðið fer
svo langt að það liggur við í
köflum að lesandanum sé nóg
boðið, og kenni r brjósti um
manninn sem hæddur er. Svo
langt mega háðsögur aldrei fara;
það dregur úr áhrifum þeirra.
en að þessu eina atriði undan-
skyldu, er sagan reglulegt meist-
araverk.
Höfundinn þekkja allir. Hann
er bókmentamaður mikill og rit-
höfundur, þótt aldrei hefðu menn
búist við að hann yrði Benedikt
Gröndal annar.
Nafn sögunnar er dálítið óvið-
kunnanlegt eða stirt, en er einkar
vel til fallið. það hafa rithöfund-
ar og skáld sagt oftar en einu
sinni, að erfiðast væri að finna
sögum sínum nafn, en i háðsögum
sérstaklega er helmingur kýmninn-
ar oft falinn í nafninu, og svo er
hér. Sagan heitir “Framfarasaga
Manitoba siðan 1899” og er að
birtast i Heimskringlu. Allra
hlægilegustu aðriðin verða tekin
upp í næsta blaði. Það væri
ranglátt að reyna að þegja í hel
annað eins listaverk og þessi saga
er.
*.* '
Áhrifa mikið félaghefst handa
gegn Roblin.
Jafnréttis félag fylkisins (The
Political Equality LeagueJ hélt
fund á fimtudaginn og samþykti
þar í einu hljóði eftirfarandi- til-
lögu:
“Með því að félag þetta er ein-
ungis í þeim tilgangi stofnað að
vinna fyrir pólitísku jafnrétti
kvenna við karlmenn í Manitoba,
og með því að Roblin sem leiðtogi
íhaldsflokksins, hefir lýst því yf-
ir að hann og flokkurinn sé ein-
dregið á móti réttindum kvenna
og með því að Verkamannafélögin
og Framsóknarflokkurinn hafa
lýst því yfir að þau séu með jafn-
rétti kvenna og tekið það á stefnu-
skrá sina, þá er þvi hérmeð lýst
yfir að jafnréttisfélag Manitoba-
fylkis, er þakklátt, bæði Verka-
mannafélögunum og Framsóknar-
flokknum, og skorar félagið á
meðlimi sína að veita þeim einum
fylgi við næstu kosningar, sem
styðja vilja jafnrétti kvenna, hvort
sem þeir eru Framsóknarmenn,
]\f ARK£T J JOTEL
ViB sölutorgið og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
Verkamannafulltrúar eða óháðir.”
Með öðrum orðum, félagið sam-
þykkir í einu hljóði að styðja hvert
þingmannsefni sem sé, ef það sé
með þessu mikilvæga máli og sé
ekki af Roblinflokknum, því það
liggur í augum uppi, að jafnvel
þótt einhver sé svo blindur eða
ósvífinn að fylgja Roblin og telja
sig samt kvenréttindamann, þá
væri hann i því máli til engra
heilla.
Fugl í búri.
Minn litli fuglinn, fjötrum bundinn,
þú fangi aleinn bíður hér;
þín frelsis saknar ljúfust lundin,
og litla hjartað dapurt er.
Þú syngur þýtt með sorgar hljómi,
um sælu mista, er lífið á,
í ljóða þinna unaðs ómi
er angurblíðu falin þrá.
Þótt ljóðin þín á þrautastundum
oft þjóðum unað hafi veitt,
og dregið sviða’ úr sárum undum
og söknuð þrátt í gleði breytt.
Það er nú gleymt, þú aleinn syrgir
og engum kynnir beiskan harm;
með ljúfum söng þú löngun byrgir,
sem leynist djúpt í særðum barm.
Hve gjarna nú um geiminn víða
þú glaður þreyttir vængjaflug
°g syngir unaðssöngva blíða
og sælu nytir léttum hug.
En þú ert bundinn. Bætir eigi
það bölið sára, vinur neinn
til frelsis enga veiztu vegi,
og vakir friði nætur einn.
Það inst í hjarta sárt mig særir
að sjá þig einan bundinn hér.
Þú læðing vafða vængi hrærir,
sem vildir flugs til lyfta þér.
Að vera bundinn sárt þig svíður
af sorgum titrar brjóstið þítt;
þitt ástríkt hjarta angur líður,
því enginn skilur kvak þitt blítt.
Ó, hjartans fugl, eg fegin vildi
þér frelsi veita, ljós og yl;
þig leysa úr böndum brátt eg skyldi
og bera’ í faðmi gleði til, —
en fugl minn, eg er einnig bundin,
og enga björg þér veita má.
Við fögnum bæði, er frelsisstundin
oss flytur kjörum þungum frá.
Þú, kæri fugl, sá kemur dagur,
er kastað veðjum sæll þú fær;
þér rennur morgunroði fagur,
og rís upp frelsissólin skær.
Þá muntu, fugl minn, fjötrum gleyma,
og fljúga hátt með gleðisöng
þar fjarri sorg um fagra geima,
og friðar njóta dægur löng.
Maria G. Amason.
Samskot
TIIj MISS PETERSON.
Kvenfélag Árdalssafnaðar $ 5,00
Rev. Jóhann Bjamason .. 2,00
Björn Walters Wpg .... 2,00
Þóríds Johnson, Way Idaho 2.00
L. B. Nordal, Leslie Sask. 15,00
Mrs. Steinunn Sigurðson
Mountain N. D......... 2,00
Áður auglýst..........$610.70
Nú alls.......... $638.70
The Frost Mission Design (Girðingar)
STERKAR, FAUUEGAR, ÓBROTNAR, ÓDÝRAR
Hentugar í kring um íbúðarliús, skólablettl, opinberar byggingar o.s.frv.
Skrautlegar girðingar, sterkar, sem kosta mik'u minna en vanalegar
járngirtSingar, búin til úr grennra eíni.
Láttu umboðssalann okkar koma til þfn og sýna þér hinar mörgu teg-
undir. sem viB höfum, og segja þér hvaC þaC kostar aC bæta og prýSa eign
þína meC "FROST GIRÐINGU.
The Frost Wire Fence Co., Limited
Garry 4312 ONT. 1018 Shcrbrooke St„ WINNIPEG
HAMILTON, ONT, WINNIPEG. MAN.
CANADfliS
nriEST
TMEATSí
VIKUNA FRA 8. JÚNÍ
SAGAN ÓGLEYMANUEGA AF
CAPT. SCOTT
sögð nieð 100 sannarlega fögrum
hreyfimyndum
VIKUNA FRA 15. JÚNl
CHAUCEY OLCOTT
leikur þá i
“SHAMEEN DHU”
ALLA N STU VIKU
Mats. Miðv.d. og Laugard.
Hin árlega hingaðkoma
CHAUNCEY O L C O T T
í nýjum lelk eftir Rida Jolinson
Young, sem heitir
—“SHAMEEN DHU”—
Sætasala byrjar Föstudag kl. 10 f.h.
Kveld $2 til 25c. Mats. $1.50 til 25C.
Piltar, hér er tæki-
færið
Kaup goldlS meSan þér læriS rakara
iSn I Moler skölum. Vér kennum rak-
ara ISn tii fullnustu á tveim mánuSusa.
StöSur útvegaSar að loknu námi, ella
geta menn sett upp rakstofur fyrlr
sig sjálfa. Vér getum bent ySur &
vænlega staBi. Mlkil eftirspurn eftir
rökurum, sem. hafa útskrlfast fr*
Moler skölum. VariS ySur á eftiis
hermum. KomiS eSa skrlflS eftl>
nýjum catalogue. GætlS aS nafnlnu
Moler, á horni King St. og Paclfle
Ave., Winn'ipeg, eSa útibúum I 176$
Road St„ Regina, og 230 Simpson St,
Fort William, Ont.
Þér fáið yður rakaðan og kliptan
frittupp á loftifrákl.9f.h. til 1 e.h
1000
manna, sem oröiö hafa
heilsulitlir, hafa haft stór-
mikiö gagn af hófsamlegri
brúkun á
DREWRYS
Redwood Lager
Hreinasta malt-tonic
Æfinlega eins á bragö
iö og jafn góöur.
REYNIÐ ÞAÐ
J. J. BILDFELL
FASTEIQn ASALI
Room 520 Union Bank - TEL. 2S86
Selur hús og lóBir og annast
alt þar aS lútandi. Peningalán
Gísli Goodman
TINSMIÐUR
VERKSTŒÐI:
Homi Toronto
Phone
Oarry 2988
og Notre Dame
: Helmtlla
Oarry 898
Fáið ánægju
af skóakaup-
um með því
að kaupa þá í
Quebec Shoe Store
639 Main Street, Winnípeg
Rétt fyrir norðun Loga-i Ave.
Thorsteinsson Bros.
& Co.
Byggja hús. Selja lóðir. Útve*a
lán og eldsábyrgð.
Fónn: M. 29*2. 815 Somenet BU|
Hetm&f.: G .73«. Wlnnlpeg, Mm,
Þetta erum vér
The Coast Lumber
Yards, Ltd.
185 Lombard St.
Phone Main 765 prjú “yards”
J. J. Swanson & Co.
Verzla með fasteignir. Sjá um
leigu á húeum. Annast lán og
eldaábyrgðir o. fl.
t ALBERTA B L0Ck.. Portage & Carry
Phonm Maén 2697