Lögberg - 03.09.1914, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1914
3
Vjer borgum flutningsgjald
A ÖLIATM VAKMNGI VÖLDUM KiriU SKRA VOItlU
pegar þér sjáiS verðskrá vora, þá vitiS þér upp á hár hvaS
vörur þær sem þár pantiS muni kosta ySur komnar á næstu járn-
brautarstöS eSa næsta pósthús. I>ér vitiS þá algerlega hvaS þér
þurfiS aS borga jafnvel áSur en þér sendiS pöntunina, alveg eins
og þó þér væruö aS kaupa sjálfur I búS.
SKRIFIÐ EFTIR VEROSKRANNI
Ef þér hafiS ekki allareiSu
eignast eintak af verSskrá
vorri, þá skrifiS eftir henni.
þaS er ágæt bók til eignar
og einkar þægileg, þvf hún
sýnir ekki aS eins nýjustu og
vinsælustu tízku I hvívetna,
heldur býSur og hin beztu
kjörkaup, sem þér hafiS átt
kost á aS líta, kjörkaup, sem
aS eins eru möguleg á þann
hátt aS kaupa beint frá verk-
smiSjunni og selja beint til
þess sem kaupa þarf, og meS
þvf aS fara meS jpóstpantan-
ir vorar á einfaldasta og bein-
asta hátt sem unt er.
Hlö AGÆTA FYRIRKOMULAG VORT.
Ekki aS eins spörum vér mikiö f aSferS þeirri er vér höfum f
meSferS varningsins, sem er hin einfaldasta og fullkomnasta, sem
til er, heldur er oss og mögulegt aS sinna pöntunum á ofurlitlum
hluta hins vanalega tíma eftir gömlu aSferSinni. Með mjög fáum
undantekningum er þaS regla vor, aS senda pantanir sama daginn
sem vér fáum þær; og vér höfum fengiS mörg bréf frá viSskifta-
vinum vorum þess efnis aö þeir séu mjög ánægöir yfir þvf hvaS
fljótt og vel vér höfum sint pöntunum þeirra.
ChRISTIE GrANT Co. Limited
WlNKIPEG
Canada
Óskum yðar sint fljótt og vel
Þegar þér þarfnist einhvers
þá ættuð þér að verzla hér
Builders Harðvöru
Finisbing Harðvöru
Construction Harðvöru
Smíðatól og Handiðnar
Verkfœri
Mál
Olia
Varnish
Prufuherbergin okkar eru bezt útbúin allra prufuherbergja í bæn-
um. ÞaS er því auövelt fyrir ykkur aö velja úr.
Aikenhead Clark Hardware Co, Ltd.
Stórsölu og smásölu járnvöru kaupmenn.
BOYD BUILDING
HoogiPfodrTa°ireton TALSÍMAR: Main 7150-1
Unga fólkið o.s.frv.
(Framh. frá 2. bls.j
innanlandsmál aö traustum grund-
velli fyrir flokkskiftingu; og orsök
þess er í mínum augurn einföld van-
þekking. Vér höfum ekki átt neinn
afburöamann á þessu sviöi, sem hafi
séö ljóslega alla heildina, veriö bæöi
læröur og reyndur í þesurn málum og
getað skapaö skýra raunhæfa stefnu-
skrá.
fringið og frjóðin.
Ekki verður annað séð af ávörpum
eða stefnuskrám þeint, sem flokkar
vorir birta viö hátiðleg tækifæri, en
að helzt sé til þess ætlast að endur-
reisn atvinnuveganna eigi helzt að
konia frá alþingi, stuðningi og styrk-
veitingum þess. Að minsta kosti
kveður mest að þessum fyrirheitum
um stuðning atvinnuvega undir al-
þingiskosningar.
Eg felst fúslega á það, að niiklu
rnáli skiftir unt afskifti og aðgerðir
þingsins í atvinnumálum. Eg sé það
getur að minsta kosti unnið hið mesta
ógagn í þessa átt. Eg efa það ekki,
að það geti unnið mikið gagn, ef vel
er á haldið, þó það sé vissulega miklu
rneiri vandi, Hins vegar sýnist mér
reynsla annara landa benda á það, að
mestu—langmestu niáli skiftir dáð og
dugur þjóðarinnar, einstaklinganna,
sem reka hverskonar atvinnu. Al-
þingi getur ekki verið og á að minstu
leyti að vera húsbóndi og forráða-
maður fólksins í þessum efnum. Það
má ef til vill um það segja, með Wil-
son forseta Bandaríkjanna: Free men
need no guardians (frjálsir menn
þurfa ekki á fjárhalds, eða forráða-
mönnurn að haldaj.
Hvað er það, sem mest og bezt hef-
ir skapað allar framfarir vorrar ald-
ar, gerbreytt heiminum á minna en
einni öld og hlaðið þjóðirnar gulli og
gersemum ? Eru það þing og stjórn-
ir landanna? Ekkert er fjær öllurn
sanni. Fátækir og oft litilsvirtir hug-
vitsmenn fundu gufuvélina, rafmagn-
ið, allar aðferðir, vélar og áhöld, sem
öll framförin bygðust á, stjórnunum
að þakkalausu Frantsýnir dugnaðar-
menn hagnýttu sér síðan uppgötvan-
anirnar, reistu verksmiðjur, bygðu
skip, grófu nárnur, sköpuðu stóreflis
atvinnugreinir fyrir miljónir manna
og mótuðu "gull rautt húsum fullum ’
úr skarpskygni fátæku hugvitsmann-
anna. Svo komu stjórnirnar eftir
dúk og disk, lögðu á hverskonar
skatta, sem ekki að minstu leyti gengu
í óarðsaman herhúnað, og sópuðu
vinnumönnum, sem auðinn bjuggu til
í herþjónustu. Þennan skerf lögðu
þær mestan til framfaranna.
Hvað hefir t. d. danska stjórnin
gert til þess að skapa atvinnuvegi
handa unga fólkinu sem bæzt hefir
við í landinu? Það hefir flest feng-
ið atvinnu við iðnað og nýjar verk-
smiðjur, scm dugnaðarmenn hafa á
fót komið. Stjórnin hefir svo hirt
skattana. Húsniennirnir eru fáir í
samanburði við verksmiðjulýðinn.
Er það alþingi og stjórnin, sem hefir
komið hér á fót togara-útgerðinni ?
Hún bannaði sjómönnum að skifta
við útlendu togarana og sektaði þá
ef því varð komið við, en sjómenn-
irnir hlýddu þessu miður vel, kyn-t
ust útlendu sjómönnunum, lærðu
veiði-aðferðina og tóku síðan hönd-
um saman við dugnaðarmenn í landi
til þess að eignast sjálfir skip.
Stjórnin hirti auðvitað útflutnings-
gjald, farntgjald og aðra skatta. —
Þess munu yfirleitt fá dæmi. en nokk-
ur þó, að stjórn eða þing skapi heil-
brigða, öfluga atvinnuvegi, nerna ef
telja skal embætti og hermensku. Eg
held að rétt sé að gera sér þetta ljóst.
Það sýnir að tnjög mikils er ekki að
vænta af þingi og stjórn i þessum
efnum, þótt það sé almenn skoðun
hér á landi. Vér getum ekki varpað
allri áhyggjunni á þingið.
Arðvœnlegustu írœðin.
Að svo ntiklu leyti sem þing og
stjórn getur látið til sín taka í at-
vinnumálum, þá veltur alt á því að
geta greint þau atriðin frá, sem
mestar hafa framtíðarhorfur, leggja
alla áherzluna á þau og greiða eftir
megni fyrir vexti þeirra og viðgangi.
Góð stjórn þarf helzt að hafa meira
en Heimdallar heyrn, svo að hún
heyri ekki eingöngu hvar grasið vex,
heldur hvar það ætlar að vaxa, sjái
hvar toppbrum atvinnuveganna eru
að myndast, svo hún geti varið þau
frosti og fári. Ef til dæmis þing og
stjórn hefði strax rent grun i þýð-
ingti og framtíð togaraútvegsins fyrir
oss, þá hefðu eflaust fyrstu afskiftin
af togurunum orðið nokkuð á annan
veg. Sumum er gefin óvenjuleg
glöggskygni í þessa átt, en flestum
verður staðgóð þekking vissaka leið-
beiningin, og það er engin furða þótt
hún sé af skornum skamti hjá stjórn-
málamönnum vorum, því að stjórn-
máfastörfin eru oftast höfð í hjá-
verkum.
Eg held vér fáum tæplega góða og
gilda stefnuskrá í innanlandsmálum
fyr en einhver dugnaðarmaður vinn-
ur að því til langframa og með ó-
skiftum hug að rannsaka þau og
framtíðarhorfur þeirra.
Vér höfum ekki úr öðrum atvinnu-
vegum að spila, sem geti aukist til
stórra muna og veitt sivaxandi at-
vinnu, en sveitabúskap, sjávarútveg
og iðnað. Hvað er það í þessum at-
vinnuvegum, sem búast má við að
geti fyrst blómgast, gefið flestum at-
vinnu og borgað sig bezt? Ef eitt er
öðru fremra að þessu leyti, ætti það
að sitja í fyrirrúmi.
Sveitabúskapur.
Eg hefi áður getið þess, að með
því lagi sem nú er, sé hæpið að sveita
búskapur fleyti miklu fleiri mönnum.
Ef þetta á að takast, verður býlum
að fjölga og heyfengur að vaxa stór-
kostlega við aukna rækt, túnrækt eða
engjarækt. Túnræktin er það sem
mest rækt hefir verið lögð við um
langan tíma af fjárveitingavaldinu.
Taða og túnastærð hefir líka aukist
til mikilla muna, nálega tvöfaldast á
rúmum 30 árum, eftir skýrslum að
dæma, en þó miðar þúfnasléttum
vorum svo seint, að heila öld þyrfti
til þess að slétta öll tún lanndsins
einu sinni með þvi áframhaldi sem
verið hefir síðustu 20 árin! Ef þess
er gætt, hve mikið hefir verið hlynt
að túnrækt, verður ekki annað sagt
en að henni miði ótrúlega seint.
Dœmið um bóndann.
Eg held $ð lítið dæmi sýni það ljós-
ast, hvernig auðveldast er og fljót-
legast að auka heyfeng vorn, en hann
er undirstaða þess að býlum geti
fjölgað. Hugsum oss að duglegur
bóndi reisti bú á sveitajörð sem væri
þannig háttað, að hús væru léleg,
fjórir fimtu hlutar af túni þýfðir og
ræktin miður góð, en nógir móar ef
auka skyldi stærð túnsins. Gerum
ráð fyrir að neðan túnsins lægi all-
mikil en rýr landspilda, sem auðveld-
lega mætti ná á nógu og góðu vatni
og gera að flæðiengi. Eg er ekki í
efa um, að bóndinn léti engið sitja í
fyrirrúmi og græddi mest á því að
veita vatninu á það. Það eitt gæti ef
til vill tvöfaldað heyskap hans á fám
árum, ef engið væri til áveitu fallið.
Aukið úthey gxfi síðan aukinn áburo
og hann aukna töðu. Þegar flæði-
engið væri komið i gott lag, sneri
hann sér fyrir alvöru að túnræktinni,
en ekki fyr. Gamla túnið yrði girt og
sléttað á rúmum áratug eða minnna
og að lokum ráðist á móana og þeim
breytt í tún eftir því sem áburður
entist til. Þá ættu lika efnin og bú-
ið að hafa aukist svo, að traust og
gott hús kæmi í stað gamla og hrör-
lega bæjarins—Þannig myndi ötull
bóndi fara að ráði sínu og jörðin
taka meiri stakkaskiftum á einum
mannsaldri en hún hafði tekið frá
landnámstíð. Eg held að allir bænd-
ur muni vera mér samdóma um þetta.
frjóðin og bóndinn.
Ef menn geta fallist á að þetta
búskaparlag bóndans hafi verið
hyggilegt og framkvæmdir hans í
réttri, hagkvæmri röð, þá má full-
yrða, að eins er ástatt fyrir þjóðinni.
Húsakynni íiennar eu léleg og þurfa
að rísa úr rústum. Að eins einn-
hluti túnanna er sléttur, hitt að mestu
þýft og í miður góðri rtekt viðast
hvar. Móar og mýrar eru víðast
nægar, ef stækka skal túnin. En svo
á þjóðin, þótt ekki sé fyrir hvers
manns dyrum, stóreflis undirlendis-
flæmi í sumum héruðum, sem liggja
vel við áveitu. Þau eru margföld að
flatarmáli við öll tún landsins Ef
þau væru orðin að góðum flæðiengj-
um, myndi hey af dagsláttu verða
litlu minna en af meðaltúni og ekki
standa langt að baki töðu, eftir því
sem reynslan sýnir um gulstör vora
og aðrar flæðiengjajurtir. Slík engja
rækt kostar ekki nema lítinn hluta
þess sem túnræktin krefst, með allri
fyrirhöfninni við sléttun, áburð og á-
vinslu. Hún er margfalt arðsamari
en túnræktin, þar sem vel hagar til.
Flóavcitan.
Að eins eitt af undirlendum vorum
hefir verið athugað vandlega í því
augnamiði að veita á stóreflis svæði
og þurka það jafnframt upp, svo yf-
ir vatninu megi hafa fult vald. Það
er Flóinn. Hér er að tala um mikið
og dýrt fyrirtæki, sem kostar 600—
800,000 kr. Svæðið er um 3 fermíl-
ur, eða álíka og öll tún landsins sam-
anlögð.
Nokkra hugmynd má gera sér um
það, hverjum stakkaskiftum héraðið
tæki þegar áveitan væri komin og á-
hrif hennar sæjust til fulls.
í eftirfarandi lauslegu yfirliti
styðst eg að sjálfsögðu við það sem
Sig. Sigurðsson alþm. og Thalbitzer
verkfræðingur hafa skrifað um þetta
mál. iþað sem eg hefi áætlað, er
merkt með stjörnu.
Flóinn nú:
Tala býla um .. .. . ..........200
(ábúendur alls 248)
Mannfjöldi (sveit og .sjórj .. 3,500
Heyskapur—
Taða............. 20,000
.. Úthey............ 70,000
Samtals . . . . 90,000
Heyskapur á býli....... 368 hestar
Kýr alls . . . ..........um 1,000
Flóinn eftir áveituna:
*Tala býla............................um 1,000
‘Mannfjöldi...................9,000
Heyskapur:
*Taða.. .. .. 150,000
‘Úthey......... 400,000
Samtals.. .. 550,000
*Heyskapur á býli .. .. 550 hestar
Kýr alls...............um 10,000
(Atah.—Eg geri kúnni 55 hesta,
því sumarbeit yrði liklega aðeins að
tala um i rúman mánaðartíma. Hér
er gert ráð fyrir að alt hey gangi til
kúnna, en að sjálfsögðu fer nokkur
hluti þess í hesta o.s.frv. Þetta breyt-
ir ekki að miklu er þess er gætt hve
taða er áætluð lágtý
Aðalatriðið í þessari áætlun er að
úthey vaxi úr 70,000 hestum upp í
400,000 hesta. Sig. Sigurðsson gerir
ráð fyrir að það nemi 470,000 hestum
(Fjallkonan 1907,). Þetta svarar því
að 9 hestar fáist valladagsláttu, en eg
hefi gert ráS fyrir hér um bil 7. Eg
sé ekki, að þessi áætlun sé á nokkurn
hátt ógætileg.en vil þó ekki sökum ó-
kunnugleika á svæðinu, fullyrða neitt
um það Hin atriðin um áhrif á-
veitunnar má sjá í hendi sinni. Eg
hefi gert ráð fyrir, að hvert býli
hefði meiru úr að spila en nú er og
hækkað heyskapinn úr 368 hestum
upp í 550 hesta. Efnahagurinn ætti
því að verða mun betri. Auðvitað
yrði aöallega um kúabúskap að tala
og sennilega líka talsverða svina-
rækt.
Héraðið ætti eftir þessu að taka
geysilegum stakkaskiftum !
Sveitabýli eru þar nú því sem næst
200 og mannfjöldi þeirra líklega ekki
yfir 1,500.
Á veitan skapaði um 800 nýbýli
handa 1,600 af unga fólkinu, sem bæt-
ist við i landinu, og með tímanum
fleyttu þau, ef 6 manns væru í heim-
ili, 4,800 mönnum.
Þessu gætum vér þá ef til vill
hrundið af stað með 600—800,000
kr., með fé sem svarar kaffi- og tó-
bakstolli eins árs.
Sig. Sigurðsson telur, að áveitan
borgaði sig langdrægt á einu ári. Þó
hér væri að tala um 2—3 ár, þá er
gróðuripn stórfengilegur. Þetta ættu
þá islenákar sveitir að geta gert, ef
vel er á öllu haldið, þó fólkið sé að
flýja þær. Geri aðrir atvinnuvegir
betur!
En cr þetta ekki loftkastalif
Ekki lái eg það alþýðu manna, þó
hún spyrji í fylstu alvöru. Vér erum
ekki vanir slíkum byltingpim í sveita-
búskap vorum. Þó höfum yér allir
séð hið sama í smáum stýl á fjölda
jarða. Alt er á því bygt, að hver
túnadagsl. á flæðienginu gefi um 7
hesta af heyi. Þetta gera góð flæði-
engi. Safamýri, sem náttúran hefir
veitt á áratug eftir áratug, þó miklu
meira sé en góðu hófi gegnir, hefir
gefið af sér sem svarar 10 hestum af
dagsláttu þegar vatnið er' hóflegt.
Hún er rétt við Flóann og jarðveg-
urinn var þar upprunalega engu betri
en í Flóanum. Þetta eitt er ærin
sönnun fyrir þvi, að hér sé ekki um
loftakastala að ræða.
Auðœfi sveitanna.
Vér höfum séð, að góðar horfur
eru á því að Flóinn geti bætt við sig
4—5,000 mönnum þegar tímar líða
og gefið 800 heimilisfeðum sjálfstæða
góða atvinnu, hús og heimili fyrir
sig og sína. Þetta segir þó ekki mik-
ið. ef sjá skal fyrir 1,000 manna við-
bót á ári hverju. En Flóinn er að
eins eitt svæði af mörgum, sem rækta
má á sama hátt, og gæfist Flóaveitan
vel myndu aðrar sveitir koma á
eftir. Það er óhætt að segja, að Fló-
inn myndi þá íifaldast og 8,000 ný-
býli koma í stað 800. Og þó hefi
eg hér aðalllega engjaræktina fyrir
augum. Hitt er auk þess vist. að
túnræktin á eftir að aukast stórlega
hvað sem öllum áveitum líður, að
minsta kosti tvöfaldast. Þessari
auknu framleiðslu fylgdi eflaust að
jörðum yrði skift og býli fjölguðu
þó seinna gengi. Það er okkur sjálf-
um að kenna ef sveitir vorar geta
ekki tekið við öllum, sem í sveit vilja
vera áratug eftir áratug. Og þær
geta boðið alt annað en vinnu-
mensku, sem mörgum er þó góð og
farsæl atvinna. Þær geta boðið þús-
undum manna að verða sjálfstæðir
bændur og afkomu sem þoli fyllilega
samanburð við nágrannalöndin.
En erfitt verður að hrinda þessu á
leiðis, ef ekki nýtur aðstoðar þings-
ins. Hér er að tala um svo stór í-
ræði, að bændur brestur bæði fé og
áræði til þeirrra, jafnvel þó þau
væru mjög arðsöm. Það er ólíku
auðveldara þó dýrt sé að leggja sam-
an í togara en að veita á Flóann. í
öðrum löndum hefir það og gengið
svo að stjórnirnar hafa orðið að
beitast fyrir stórum áveitum (Egipta-
land, Indland og viðarj eða'afveit-
um (Holland/-
Sjávarútvegur.
En eins og áður er getið, virðist
alt benda ýil þess, að togaraútvegur-
inn sé ein^ útvegsgreinin sem sé í
uppgangi, sú sem gefur mesta at-
vinnu og mest i aðra hönd Ef stjórn
á að styðja sjávarútveg, þá er að
styðja togarana. En hvað getur
stjórn gert í þessa átt?
Eg get ekki betur séð, en að stjórn
standi hér miklu lakar að vígi en í
landbúnaðarmálum. Það er aðallega
tvent sem ætlast má til af henni:
Það verður að gæta þess, að lög-
gjöfin vinni henni ekki skaða með ó-
hentugum lögum eða ósanngjörnum
sköttum. Þá getur og stjórnin ef til
vill greitt fyrir því að útgerðarmenn
eig sæmilega greiðan aðgang að láns-
fé með sem beztum kjörum. Hinu
hefi eg ekki trú á, að stjórnin eigi að
sækja mjög fast að fjölga skipum t.
d. með stórlánum í þessu auganmiði.
Það yrði sennilega til þess, að fleiri
legðu út í togara-útgerð en færir
væru til þess, að mennirnir á skipun-
um yrðu miður valdir og mætti þetta
verða útvegnum að tjóni. Togaraút-
vegurinn er nú kominn á þann rek-
spöl, að ef hann borgar sig vel ,þá
vex hann hraðara af eigin ramleik,
en fari hann að bera sig illa, er
hverri stjórn ofætlun að halda hon-
um uppi.
Sjór og sveit.
Það munu margir ætla, að sjávar-
aflinn gefi ólíku méira í aðra hönd
en sveitabúskapurinn. Það bendir
margt á að svo sé ekki eða þurfi
ekki að vera. Eg held að sú hafi
verið reynsla undanfarandi alda, að
sjávarmenn hafi yfirleitt hvörki ver-
ið ríkari né liðið betur en flestum
sveitamönnum. Segja má, að nú sé
þetta breytt, eftir að pokanætur og
botnvörpur hafa komið til sögunnar.
Eigi að síður, ef áætlun manna um
Flóaveituna fer nærri lagi, þá er það
fljótséð, að enginn togari getur á-
vaxtað svo féð sem til hans gengur
eins og Flóamýraranar.
Annað atriði er og eftirtektavert:
Sjávaraflinn verður líklega ætið svip-
ulli en sveitabúskapurinn, meira háð-
ur allskonar áhrifum. sem vér ekki
höfum vald yfir, og fljót eru skipin
að líða undir lok, ef gróðinn hrekkur
ekki vel til þess að endurnýja þau;
en vel ræktað sveitabýli, sem nýtur t.
d. stuðnings af góðu flæðiengi, get-
ur staðið meðan landið er bygt, ef
jarðeldur grandar því ekk. Þá er
heldur engin vissa fyrir því, að'
fiskimið vor séu sú óþrjótandi upp-
spretta, sem aldrei verði tæmd, hve
mörg hundruð botnvörpunga sem þar
stunda veiðar mestan hluta árs.
Það er hugsanlegt. að fiskinum verði
svo fækkað á miðum vorum eftir
hálfa ölcj, að botnvörpuútgerð borgi
sig ekki, og að sjálfsögðu myndi þá
líka bátaútvegur eiga erfitt uppdrátt-
ar. Þá stendur eða fellur landið
með sveitabúskapnum, sem ætíð hef-
ir verið traustasti atvinnuvegur vor
og langflestir hafa lifað á.
Þá er það að lokum þýðingar-
mikið mál, að sjórinn hefir önnur á-
hrif á fólkið en sveitin, elur upp
öðruvisi fólk. Svo hefir þetta reynst
hvarvetna. Reglubundna sveitalífið
og fasta heimilið venur fólk að öllum
jafnaði á reglusemi, sparsemi og iðju
semi, þó jafnframt vilji það oftast
brenna við, að það verður smátækt
og íhaldssamt. Hvikuli sjórinn, sem
stundum gefur stórgróða á stuttum
tíma, freistar til fyrirhyggjuleysis og
eyðslusemi, eins og síldveiðar vorar
hafa oft sýnt ljóslega. Ekki er það
heldur allskostar heppilegt, að heim-
ilisfaðirinn er nálega ætíð úti á sjón-
um og sér að eins konu og börn á
mánaðafresti. Áhrif hlýtur það að
hafa á uppeldi barna og margt ann-
að. Það ber þannig margt til þess,
að í öllum löndum er sveitafólkið tal-
ið traustasti og þrautseigasti þáttur
þjóðarinnar, og er þetta ekki sagt
sjómönnum til lasts. íslenzkir sjó-
menn hafa getið sér góðan orðstír. en
sjómannastéttin stendur nú einu sinni
á hálara svelli en sveitafólkið. Það
þarf ekki annað en t.d. bera saman
sjómannamálið með öllum þess orð-
skrípum, við hreina sveitamálið, sem
sjá má á þjóðsögum vorum, en vitan-
lega á eg hér einkum við sjómensku
á hafskipum.
V erksmiðju-iðnaður.
I stærri verksmiðjuiðnaði er að-
eins um tvent að gera, að frátöldum
tóverksmiðjum, niðursoðin matvæli
og áburð unninn úr loftinu. Einstak-
lingar verða eflaust að brjóta hér is-
inn sem víða annarsstaðar, og vafa-
samt að þingið geti mikið fyrir þess-
um málum greitt.
Heittt ilis- ið nað ur.
Frá landnámstið og til þess um
miðja síðustu öld, hefir land vort
verið iðnaðarland, þó í smáum stíl
væri. Þegar heyönnum og haust-
verkum var lokið, var óðara sezt við
heimilis-iðnað: karlar kembdu, kon-
ur spunnu og smiðurinn tók til við
smíðar sínar. Stutta sumarið, þriðj-
ung ársins, stunduðu menn landbún-
að. Allan veturinn, tvo þriðjunga
ársins, var landið iðnaðarland. Gildi
gamla iðnaðarins sést bezt á því, að
alin vaðmála var gerð að verðmæli.
Fólkið hafði atvinnu alt árið. Á síð-
ustu áratugum hefir þetta gerbreyzt.
Gamli heimilisiðnaðurinn hefir oltið
um koll og orðið undir i samkepninni
við erlendan verksmiðju - varning.
Þetta hefir meðal annars haft þau
áhrif, að sumarkaup verkafólks er
orðið tiltölulega hátt, því af því verð-
ur að lifa alt árið; eigi að síður er
árskaupið mun lægra en viðast ann-
arsstaðar i heiminum.
Flestar tillögur manna um endur-
bætur á atvinnuvegum vorum lúta að
því, hversu gera megi arðsama tím-
ann enn arðsamari. Hitt liggur þó í
augum uppi, að vér verðum að finna
einhver ráð til þess að gera oss vet-
urinn arðsaman. Eina ráðið til þess
er iðnaður, og til þess að almenningi
komi hann að haldi, verður hann
að vera heimilisiðnaður.
Það er vonlaust að endurreisa
gamla heimilisiðnaðinn í því formi
sem hann var. Hann er nú orðinn
úreltur. Vér verðum að fylgjast
með tímanum og koma upp iðnaði.
sem hentar vorum tímum og þolir
samkepnina. Fjöldi af iðnaðarvör-
um er með því marki brendur, að vél-
ar geta ekki unnið þær nema að
nokkru leyti, geta ekki komið í stað
mannshandarinnar, margar léttavara
og efnislitlar í samanburði við verð-
ið. Vér ættum að geta gert oss slík-
an iðnað að vetrarvinnu.
Það fer fjarri, að allar iðnaðar-
vörur séu i verksmiðjum gerðar. í
Þýzkalandi lifir hálf miljón manna af
heimilisiðnaði. í Sviss eru 19% af
öllum iðnaðarvörum heimilisiðnaður,
í Austurríki 34%. í Noregi 25%.
Heimilisiðnaður lifir enn góðu lífi
víðsvegar um lönd, og vér stöndum
ekki allskostar ver að vígi en allir
aðrir.
Fyrir nokkru var stofnað félag hér
í Reykjavík til þess að efla heimilis-
iðnað. Ef það hefði eitthvað álitlegt
fyrir stafni, væri alþingi skylt að
styrkja það. Þá gæti og eflaust kom-
ið til tals, að leggja nokktirn toil á
sttmar iðnaðarvörur, t.d. tilbúin föt,
og efla með því iðnaðinn í landinu.
Mér kemur ekki til hugar, að heím-
ilisiðnaður verði út af fyrir sig stór
atvinnuvegur fyrir unga fólkið, en
held að hann geti orðið þvi og öllum
landslýð góður stuðningur og auka-
atvinna eins og hann hefir verið frá
landnámstíð.
Yfirlit.
Ef vér lítum yfir það, sem sagt
hefir verið hér að framan, eru aðal-
atriðin þessi:
1J Sem stendur er landið lítið,
rúrnar ekki unga fólkið, setn árlega
bætist við, nenta það sé óvenju lítil-
þægt.
2J Vér getum áreiðanl^ga stækkað
landið, gefið öllurn atvinnu, sem þess
þurfa, og fjöldanum öllum sjálf-
stæða stöðu.
3J Vissasti og farsælasti vegurinn
til þess er aukin ræktun landsins,
sveitarbúskapur, en ekki sjávarútveg-
ur. að minsta kosti fyrsta áratuginn,.
Þrátt fyrir alla kosti túnrækt-
arinnar, og þeir eru rniklir, á land-
stjórnin að láta engjarækt sitja í fyr-
irrúmi fyrir öllu öðru. Hún ein get-
ur gert stórfelda breytingu á sveita-
búskapnum á stuttum tíma.
5J Engjarækt í stórum stíl er ó-
framkvæmanleg, nema með öflugri
aðstoð alþingis. Hún er helzta verk-
efni þess i atvinnumálum.
Guðm. Hannesson.
—Skírnir.
íslenzkar listir og
vísindi.
Stnágreinir eftir borst. Erlingsson.
VIII.
Eg þykist vita, að eitthvað af
mönnum rámi i það, af því aö
þess var getið hér i blöðum rétt fyrir
skömniu, að Sig. Júl. Jóhannesson
hefði skrifað grein í Lögberg í Win-
nipeg og stungið upp á þvi, að ís-
lendingar vestra þar keyptu öll verk
Einars Jónssonar og kiptu þeim og
honum vestur um haf.
Til eru þeir menn vafalaust sem
hugsa, að uppástunga þessi geti verið
gerð af yesturheimskri fordild eða
mikillæti, til þess að sýna, hvað þá
þar vestra munar lítið um, að lyfta
þeim pausa til klakks, sem við heima
hér gátum ekki vatnað.
En hér er þó alt annað i öskjuunm.
Það er fyrst, að eg veit ekkert um
það, að þeir sem kallaðir eru góðir
menn vestra, hafi státað meira af
þeim stórvirkjum, sem þeir ætluðu
sér ekki að framkvæma, heldur en
þeir menn af vorum stórvirkjum, sem
vér köllum góða hér.
Þeir vestra hafa sýnt, að þeir bæði
vildu og gátu lyft þungum böggum
þegar á lá.
Nei. Hér víkur annan veg við.
Sigurður Júlíus er listelskur og sér
hvað er í húfi; hann heimsækir
Einar í Höfn, sér hve skapandi lista-
andi þar er, og hver snillingur þar
er að verki, og undir öll þessi mörgu
og stórmerkilegu listaverk, hefir
hann af fátækt neyðst til að leigja
gamla vöruskemmu, og þar eru
gipsið og leirinn orðin svo brákuð
af flutningum, að alt er að molna
niður og vanséð mjög, að það þoli
einn flutninginn enn þá, og eina
björgin ef það yrði sett i umbúðir
til flutninga á verustað sinn.
Einar er efnalaus; hann á engin
lífsins ráð til að forða því, að alt
fari í hrúgu.
Hann hefir reynt síðasta úrræðið,
boðið landi sínu það alt saman að
gjöf, en alþingi hefir hafnað boðinu
fyrir hönd þjóðarinnar. Það veitti
Einari að eins ofurlítinn áissstyrk,
líklega í þakklætisskyni. Meirihlut-
inn hafði ekkert hugboð haft um
hvað hann var að vinna, hann hélt
hann væri að spara fé eins og bæjar-
stjórn Reykjavíkur, þegar hún vildi
ekki katrpa Elliðaárnar fyrir 15,000
kr.. en varð svo fám árum síðar að
kaupa þær fyrir 150 þúsundir.
Þarna horfðu menn nú á fullvita
og vakandi, hvað var að berjast fyrir
lífinu í myrkrinu, en augu þeirra
voru svo haldin, að engin líkindi
voru til að þau lykist upp fyrri en
þeir sæu beinin á öræfunum, eúþað
yrði þá.
Til hvers átti að grípa?
Var engin von til að landar hans
vestra skyldu þetta betur og ynnu
þetta örlitla handarvik íslenzkri list
til bjargar, og þjóðerni sínu og sér
til ævarandi sæmdar?
Hann gat ekki öðru trúað, og svo
skrifar hann grein sína fulla af skiln-
ingi, sannfæringarmætti ag góðvilja.
Mér er nú ókunnugt um, hvers
grein þessi hefir mátt sín eða má
hjá löndum okkar vestra. en flokk-
arnir hafa sýnt, að þeir geta vel
þvegið af sér markaðskritina og
fylkt fast saman, þegar þeir hugðu
að landinu gamla lægi eitthvað við,
eða sameiginlegum sóma þeirra og
vor.
Af þeim finst mér því einskis ör-
vænt hér.
Eg skrifa og ekki þessa greina-
stúfa af því, að eg ynni þeim ekki
vel bæði listaverkanna og sómans af
að hafa bjargað þeim. — Mér hefir
jafnvel fundist stundum, sem eg gæti
unt þeim mikils meira héðan, ef
þeim hefði þótt það þess vert að
bjarga því frá vansæmd, og viljað
þiggja^það.
IX.
En hér er önnur torfæra á leið-
inni, sem óhægt verður að sneiða
hjá. Einar Jónsson hefir fastráðið
það með sjálfum sér, að til íslands
skuli öll hans verk á eitt safn, ef
nokkur kraftur megni að koma þeim
þangað.
Og hann er svo gerður. að yrði
hann að horfa á, að safn sitt færi
annað, þá yrði það honum það reið-
arslag, sem hann veit sjálfur víst
ekki hvað mundi lama. Tilfinning-
ar hans og öll hugsun er svo rót-
fléttuð íslenzkri mold, og öllu sem
íslenzkt er, að honum væri t. a. m.
enginn kostur, að skrifa eða yrkja á
útlendu máli, þótt hann væri rithöf-
undur. Hann mundi heldur neyðast
til að leggja af sér pennann.
Svo að menn skilji mig, og sjái,
að þessi orð eru hér ekki sögð jafn
hugsunarlaust og oft er títt, þá skal
eg nefna dæmi:
Færeyingar biðja Einar, aö gera
minnisvarða yfir einn af ágætustu
gagnsemdarmönnum þeirra. Nú
mætti hugsa sér það ekki svo ósenni-
legt, að Einar hefði sett yfir þennan
þjóðnýta Færeying einn af hinum
fríðu og afar einkennilegu toppfjöll-
um þeirra, og kalla mátti vel til
fundið. En það verður Einari ekki
fyrir. Yfir þennan mann, seni Iyft
hafði því, sem aðrir gátu ekki, sæk-
ir Einar legsteininn heim til íslands.
Þar var hann á hverri hæð. Það var
Grettis-takið. Því heldur jötunsterk
hönd á lófa sínum yfir minningu
þessa afreksmanns.
Eg nefni þetta sem dæmi, en ekki
af því, að það taki sig sérstaklega út
úr verkum Einars; þau eru mörg
fremri, bæði að háfleygi og snild.
Eg skil ekki annað, en flestum
þeim mönnum, sem til geta fundið,
mundi renna til rifja sum bréf Ein-
ars, sem hann hefir skrifað einstök-
um mönnum hér, þótt orðin séu
blátt áfram og stundum jafnvel
barnslega einlæg. Þráin að geta
komist heim til ættjarðarinnar með
alt sitt, er svo rik, að á hana sér alt
af hvernig sem hún ætlar að fela sig.
Og hvernig á annað að vera eins og
þar er alt í garðinn búiö.
Þótt það væri margfaldrar þakkar
vert af löndum okkar vestra, að
reynast drengir Einari og verkum
hans, þá er ekki með því borgið
þrám hans né tilfinningum, og þvi
síður álitinu, sem ókonmir tímar fá
á menningu okkar hér nú, eða á
drengskap okkar, jafnvel þótt skiln-
inginn skorti.
Það er eðlileg afleiðing og engin
illspá, að þar fáist seint gleymska og
fyrirgefning.—Isafold.