Lögberg - 15.10.1914, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER 1914
LÆKNIRINN.
SAGA FRA KLETTAFJÖLLU M
eftir
RALPH CONNOR
Svona uríu þá vonadraumarnir a8 fara. Svona
urðu þeir að flæmasj í burtu. Svona urðu loftkast-
alarnir að hrynja, og verst af öllu, þeir fóru svona
fyrir hendi hans. Hún las bréfið aftur yfir í flýti.
“Hann vill ekki láta mig skifta mér af Dr.
Bulling”. Hún mundi eftir einni setningu í bréf;
læknisins. “Láttu engan og ekkert hamla þér frá
aö taka þessu boöi”. Fásinna. Þetta er heimskulegi
af Barney. Hann er svo hræðilega smámunasamur.
Hann skilur ekki þessa hluti. Þeir hafa auðvitaf
rifist um eitthvaB, og nú býður hann mér að tala ekk
viö Dr. Bulling”. Hún leit aftur á bréfiö. “Ham
skipar mér þaö auövitáð ekki, en þaö er það sama —
“þú veist hvemig þú átt aö taka honum”. Hann ei
of stoltur til aö bjóða mér, en hann ætlast samt ti
þess. En þaö væri alveg bandvitlaust að hlýöa því
Haldið þiö ekki aö Duff Charrington og Evelyi
Redd yröi ekki skemt. Það nær engri átt. Eg verö
aö fara. Eg skal fara.”
Iola gaf tilfinningum sinum sjaldan lausan
tauminn. Hún vildi helzt aldrei veröa mjög reið.
Hún vildi foröast öll veruleg þrætuefni. En nú
forðaðist hún það ekki. Hún varð svo öskureið, að
þegar hún kom aftur til sjálfs sín, þá varð hún fegin
að enginn hafi verið nærstaddur.
“Hvað gengur annars að mér?” spurði hún sjálfa
sig. Hún vissi ekki, að þráin sem fylgt haföi mestan
hluta lífs hennar, haföi rekist á hinn bjargfasta vilja
mannsins, sem hún elskaði. Hún vissi þaö, aö hann
mundi aldrei láta undan síga. “Hvað á eg að gera?
hrópaði hún og æddi um gólfið. “Margrét getur
hjálpaö mér. Nei, hún er á hans bandi. Hún mundi
kalla það ósið að fara þetta á sunnudegi, og þar að
auki veit hún hvað Barney er fastur fyrir. Eg vildi
aö eg gæti talað við Dick. Hann mundi skilja þetta.
Hann hefir reynt fleira og — æ, hann er ekki svona
þegar hann var sestur, var hún búin aö ná valdi yfir
sjálfri sér.
“Eg kom bara til aö segja þér tíöindin.”
“Nefnilega?”
“Eg er hissa; veistu það ekki ? Þetta Phil-
harmonic mál er útkljáð. Þú skilur hvað eg á viö.”
Iola lét sem hún kæmi út úr hól.
“Veiztu ekki að Duff Charrington fólkið hefir
látið undan?” Iola kannaðist viö orö Dr. Bullings:
“Látiö undan? Viö hvaö áttu?”
“Þú veist þó hvað á hefir gengið. Duff Charr-
ingtcsi fólkiö hefir dregiö taum Rauðu stúlkunnar.*j
“Nú skil eg; svo það hefir dregiö taum Rauðu
stúlkunnar? Ungfrú Evelyn Redd, býst eg við?
Það er eins og þetta eigi eitthvað skylt viö veðreiðar.”
“Veðreiöar! Ha, ha, ha Veðreiðar eiga ekkert
skylt viö þetta. En Bulling dró þinn taum og þú
hefir sigraö.”
“Þetta er skrítið. Eg hélt að þegar “sólóistar”
væru valdir, þá væri eingöngu farið eftir hæfileikum.”
Iola virtist vera róleg, og það var ekki laust við
drambsemi í rómnum.
“Já, vissulega eftir hæfileikum; það er auðvitað.
En þú veist hvernig þetta gengur til.” Foxmore var
farinn að verða órólegur. Honum gramdist aö þessi
lítt þekta sveitastúlka skyldi tala svona drembilega.
“Þú kemur þá”, bætti hann við, og reyndi aö gera
sig stimamjúkan, “þú veist hvað viö höldum um hæfi-
leika þína.”
“Og hvað haldiö þiö um þá?” Það var dálítill
forvitnis blær í röddinni.
“Eg held—eg veit að þú getur leyst verkið miklu
betur af hendi heldur en Evelyn Redd.”
“Hefirðu nokkum tíma heyrt til ungfrú Redd?
Eg veit þú hefir aldrei heyrt til mín.”
“Nei, eg hefi aldrei heyrt til þín; en eg veit að
þú hefir svo fallega rödd, að hún fellur öllum vel í
geö.”
“Þakka þér fyrir” sagði Iola brosandi. “En mér
þykir það leitt, að Dr. Bulling skyldi eyða .svona miklu
af sínum dýrmæta tíma í mínar þarfir.”
“Um þaö er ekki að fást”, sagði Foxmore. “Við
höföum bara ánægju af því.”
“Þiö eruð óviðjafnanlegir! Og þú drógst líka
minn taum, Dr. Foxmore?”
“Viö hjálpuðumst að því svo lítið bar á” sagði
Foxmore ánægjulega.
“Eg býst viö aö þið Dr. Bulling hafiö líka séö
fyrir þessari skemtiför með skútunni. Þú getur ekki
óttalega hörundsár. Eg skal ná í Dick til að tala
við hann.” Hún vildi ekki kannast við þaö, að hún^ráað Þv'> Dr. Foxmore, hvað þaö er mikill léttir, aö
var sárfegin því, að Bamey gat ekki komiö. Ei
hún gat sent honum línu, fengiö Dick til að fara ti
hans og á meðan þegiö boðið. “Eg ætla aö þiggj:
bqðið strax. Eg vildi að eg heföi gert það áður ei
eg las bréfiö. Eg var í rauninni búin aö þiggja þat
í huganum og alt er undir búið. Eg skrifa bréfit
samstundis.” Hún flýtti sér aö brenna brýrnar af:
baki sér, svo að hún gæti ekki hörfaö undan. “Svona”
sagði hún um leið og hún lokaði bréfunum. skrifaði
utan á og lét frímerkin á þau. “Eg vildi að þau
væru komin í bréfakassann. Eg er svo hrædd um aö
mér snúist hugur. En mér getur ekki snú'st hugur.
Eg má ekki sleppa þessu færi. Eg hefi unnið of
lengi og of mikið. Barney ætti ekki að láta sér detta
annað eins í hug.” Hún aumkaði sjálfa sig og við
það hægði henni um stund. Barnev vildi vissulega
ekki gera henni þetta á móti skapi; hann vildi ekk
neyða hana tii aö sitja af sér þetta færi. Hún hélt
áfram að hugsa um þetta. Hún hugsaði sér að hún
Væri bágstödd og einmana kona og Bamey væri sá
eini sem hefði skyldu og einkarétt til aö hjálpa henni
“Nú fer eg með bréfin og !æt þau í kassan” sagð
húrt. Hún lét á sig hattinn og hljóp niður meö bréf-
in. Hún vissi að Barney mundi aldrei vilja samsinna
þessa, og hélt því áfram að aumka sjálfa sig, til þess
að forðast hugsunina um mótspyrnu.
“Svona, nú er það búið,” sagöi hún við sjálfa
sig, þegar lokið á kassanum skall aftur. “Ó, eg veit
ekki — eg vildi að eg hefði ekki gert það.” Það
hafði komið fram sem hún óttaðist. Sjálfsaumk-
unin hafði rokiö í burtu og horfið eins og þoka fyrii
sól og vindi og nú stóð hún augliti til auglitis við af-
leiðingamar. Hún sá hið dökka, alvarlega andlit
hans og djúpsæ augun. “Hann kemur því altaf svc
fyrir, að þér finst þú hafa á röngu að standa” sagð
hún óþolinmóölega. “Manni verður ávalt orðfa'l
Hann virðist jafnan hafa^rétt fyrir sér og hann hefii
venjulega rétt mál að verja” bætti hún við. “En, það
gerir ekkert til, Dick hjálpar mér.” Hún hristi af
sér okið og hljóp heimleiðis. Viö dyrnar mætti hún
Dr. Foxmore.
“Góöan daginn” sagöi hann og brosti svo aö
skein í hvítar tennurnar undir stroknu og vaxbornu
yfirvara skegginu. “Og hvernig líöur ungfrúnni í
góða veðrinu?”
Iola varð að taka á öllu viljaþreki sínu til þess
að láta ekki á því bera, að henni bauð við manninum.
Þama var einn af vinum Dr. Bullings. Henni fanst
hann vera samsafn alls þess, sem hún hafði mestui
hafa áðra til að hugsa um alt þetta fyrir sig. Mað-
hr þarf um ekkert að hugsa.” Iola brosti eins og
saklaust bam. Dr. Foxmore skotraði augvmum til
hennar og flýtti sér að breyta um umtalsefni.
“Þú kemur á laugardaginn; ætlarðu ekki að gera
þaö ?”
“Eg er ekki alveg viss um það enn þá” sagði
Iola.
‘Þú veist að þú verður aö koma. Mrs. Duff
Charrington yrði viti sínu fjær af gremju, að ógleymd-
um Dr. Bulling. Hann lagði sig i líma til að koma
vilja sínum fram og þetta heimboð er merki um
stundarfriö.”
“Það er ófriðarblær á orðum þínum, Dr. Fox-
more og eg skil ekki til hlýtar hvað þú átt við. En
þar sem eg sé að þið Dr. Bulling hafið orðið að leggja
svona hart á ykkur, þá held eg að eg ætti að hafna
boðinu” sagði Iola, með drembnis keim. Dr. Fox-
more hann vera að missa fótfestu. En ef mér verður
boöið að taka að mér þetta hlutverk, þá skal eg ihuga
það.”
“íhuga það!” sagði Foxmore og varð hissa. Það
var sannarlega tími til kominn að láta þessa ungu,
drambsömu stúlku skilja hvílíkan heiður og liag þeir
Dr. Bulling voru að reyna að veita henni. Honum
sámaði. “Jæja”, sagði hann, “eg hefi ekki öðru við
að bæta en því, að ef þú veist hvað þér er fyrir beztu,
þá gríptu þetta tækifæri.”
Iola stóð upp og rétti úr sér. Dr. Foxmore hélt
að hún væri ekki svona stór. Hún var ofurlítið föl-
ari en að vanda og augun virtust stærri, en röddin var
jafn þýð og venja var til. Hún spurði snjöllum rómi:
‘Komstu hingað til að ógna mér?”
“Eg kom” sagði hann blátt áfram, “til þess aö
láta þig vita hvílík hamingja hefir fallið þér í skaut,
og vara þig við, að láta enga vini þína né vandamenn
hafa þig til aö gera nokkuð sem mætti verða þér að
tjóni.”
“Vini mína?” Iola reigði sig drembilega.
“Og eg þekki vini þina. Það er sérstaklega einn
— eg get sagt þér það — þessi ungi læknisnemi,
Boyle, honum er ekki mikið um Dr. Bulling gefið.
Hann kynni að hafa á móti þessari ferð þinni.”
Iola fann að hún þrútnaði af reiði. En hún
stóö þegjandi dálitla stund, þangað til hún var viss
um að ekki heyrðist á mæli hennar.
Vinir mínir mundu aldrei dirfast að hafa á móti
því sem eg sjálf vil.”
Það getur verið. En þessi ungi Boyle hefir þó
andstygð á. Tilraun hennar að hylja þetta olli því!verið afskiftasamari en heppilegt hefir verið fyrir
einu, að hún bara brosti enn þá yndislegar. Foxmorelharai' Hann verí5l,r> v°nandi< gætnari framvegis.”
óx hugur við það. Hann hafði þá skoðun, að kon-
um fyndist hann alveg ómótstæðilegur. Það gat ver-
ið, að Bulling væri tekinn fram yfir hann vegna auð-
legðar sinnar og metorða. En ef þeir stæðu jafnt að
vígi, þá skyldi heimurinn sjá, hvor sigurinn bæri úr
býtum.
Mér datt í hug í morgun að láta það eftir mér að
íeimsækja þig.”
“Boyle er göfugmenni. Eg þori að treysta hon-
um. Hann mundi aldrei gera neitt nema það sem
hann álitur að sé rétt.”
“Hann hugsar sig kannske betur um, áður en
hann skiftir sér af Dr. Bulling aftur”, sagði Foxmore.
“Dr. Bulling?”
“Já. Hann móðgaði Dr. Bulling mikillega, svo
Dr. Bulling varð að refsa honum.”
“Refsa Boyle!” hrópaði Iola; henni gramdist svo
að hún gat ekki stilt sig. “Það getur ekki verið satt.
“Er þaö mögulegt. Gerðu svo vel að koma inn.”
Iola átti í þungu stríði við sjálfa sig. Bamey hafði
barist gegn þessum manni og vinum hans fyrir heiðri
hennar. Iola gekk á undan honum upp stigann aö
vinnustofu sinni og ansaði engu sem hann sagðiJingarÓrtic‘"red»’sem’MWr ÍTuCur.—pfn'
) I>ess ber at! gæta, aC ættarnafn stúlkunnar, sem
|um er aC ræCa, var Redd. paC er bor(C fram eins og lýs-
Þaö getur ekki hafa komiö fyrir.”
“En eg er að segja þér að þetta kom fyrir! Eg
var viðstaddur og sá það með mínum eigin augum.
Það var svoleiöis —”
Iola bandaði meö hendinni. “Dr. Foxmore”
sagöi hún, “þú þarft ekki að segja meira. Eg er bú-
in að segja þér að þaö getur ekki verið satt!”
Dr. Foxmore stokkroðnaði af gremju og gleymdi
allri kurteisi i oröum.
“Kallarðu mig lygara?” hrópaði hann.
“Ertu að hugsa um að refsa mér lika?”
Læknirinn stóð i ráðaleysi, gat ekkert sagt og
starði á Iolu; hún var róleg og brosti.
“Eg var asni að eg skýldi koma!” tautaði hann.
“Eg vildi hvorki rengja þig né slá hendinni á
móti góðum ráðum.”
Læknirinn blótaði í huganum og rauk út þegj-
andi.
Iola stóð þejandi og hreyfingarlaus þangað til
hann var horfinn út úr dyrunum. Hún varp öndinni,
spenti greipar og sagði hálfhátt: “Eg vildi aö eg
væri karlmaður.” Hún lokaði hurðinni, settist niöur
og var hugsi. “Hvað skyldi annars hafa komði fyr-
ir? Eg verð strax að finna Diek. Hann segir mér
það. Þetta er alt svo andstyggilegt.” Hún sá sjálfa
sig í fyrsta sinn frá sjónarmiði Dr. Bullings. Ef
hún söng í Philharmonic, þá var þaö hinum góðu
meðmælum hans að þakka og með náðugu leyfi Duff
*
Charrington fólksins. Það var auövitað einskis met-
ið, að hún hafði ágæta rödd og gat leyst þetta hlut-
verk miklu betur af hendi en Evelyn Redd. Hvað
hún var auðvirðileg! En hún varð að halda áfram.
Ekkert skyldi hindra hana frá að bera sigur úr být-
um. Þetta var fyrsta trausta rimin í stiganum upp á
frægðartindinn. Ef hún komst þangað varð hún
| óháð Bulling og þessum viðbjóðslegu félögum hans.
j Það var gott ráð fyrir hana að fara með þeim á skemt-
un. Hún þurfti ekkert að skifta sér af Dr. Bulling,
og hún ætlaði sér ekki heldur að gera það, því aö
Barney mundi sárna þaö og það mundi særa hann.
í Það auðvitað sýndist bera vott um ótrúmensku við
hann, að hafa vinsamlegt samneyti við mann, sem
hafði farið svona illa með hann En hvað hún hat-
aði sjálfa sig. Hún mátti ekki láta þetta færi ganga
sér úr greipum. Hún ætlaði að segja Barney hvað
bágt hún átti og hún ætlaði að senda Dick til hans.
Hann mundi þó vilja tala við Dick.
Veslings Iola! Án þess að vita af stóð hún á
krossgötum og var að kjósa þann veg, sem leiddi hana
frá þeirri trú, þeim hugsjónum og vinum, sem henni
voru kærastir allra. Alla æfina hafði hún verið að
búa sig undir þetta val. Hún var þannig gerð, að
hún varð að beita öllu þreki sinu til að öðlast það,
sem hún þráði. Það var ekkert efamál, að hún mundi
særa þann mann djúpu sári, sem elskaði hana meira
en lífið í brjósti sínu. En þegar hún átti að velja,
þá stóð hún vopnlaus á valdi metorðagimdar sinnar.
Og eftir rodd hennar valdi hún.
XII. KAPITULI.
Sá sem elskar líf sitt.
Duff Charrington, húsfreyja, var ekki nærri
eins óviðfeldin þegar maður var nálægt henni, eins
og til að sjá. Hún var stór og þreklega vaxin, hávær
i tali, rauðleit í andliti og á efri vör mótaði fyrir
skeggstæði. Tilsýndar skaut þetta mörgum skelk x
bringu. En þegar nær var komið, drógu hin gráu,
vingjamlegu, titrandi augu talsvert úr þessu ófríða
útliti. Hún bauð Iolu innilega velkomna’ En hún
haföi í svo mörgu að snúast: skipa fyrir og koma
ýínsum flutningi á sinn stað, að hún gaf sér ekki tíma
til að skifta sér af gestum sínum. Bryggjan sem
Petrel lá við, var alþakin fólki þetta laugardagskveld.
Þar voru ótal hópar á leíð niður að gufuskipum,
ferjum og skútum, sem lágu þar. Það var búið að
vinda upp stórseglið á Petrel, svo að skipið lagðist í
böndin, sem héldu þvx við bryggjuna. Iola stóð á
þilfarinu og horfði á manngrúann. Svo fór hún að
hugsa um hvemig Dick mundi hafa gengið erindið
við bróður sinn.
Þegar hún var að hugsa um þetta, sá hún hvar
Dr. Bulling var á leið til hennar, með bros á vör að
vanda. En þegar hann ætlaöi að fara að ávarpa hana,
festi hann auga á einhverju efst á bryggjunni og
starði á það. Iolu varð litið þangað líka, og sá hvar
maður mddi sér braut í gegnum þyrpinguna. Það
var Bamey. Hún sá að hann stanzaði til þess að
spyrja einn mannann sem vann við höfnina, að ein-
hverju. Bulling blótaði í hljóði og hljóp að skips-
festinni aftur á.
“Leystu festina, Murdoff”, kallaði hann til
mannsins sem stóð þar. “Hreyfðu þig nú!”
Um leið og hann sagði þetta löysti hann fest-
ina og greip stýrið til þess ?ð Murdoff yrði að flýta
sér að gera það sem hann hafði skipað honum.
Skútan snéri samstundis frá landi og á milli hennar
og bryggjunnar lá vatnið fagurblátt. Það mátti held-
ur ekki tæpara standa. y Bamey kom hlaupandi niður
bryggjuna og hrinti frá sér á báða bóga. Þegar hann
kom niður á bryggjuna, kom hann auga á Iolu og
Dr. Bulling. Hann færði annan fótinn aftur fyrir
hinn, eins og hann ætlaði að reyna að hlaupa á eftir
skútunni.
“Gerðu ekki þetta, Barney” hrópaði lola í ofboði.
Duff Charrington vissi ekki hvaðan á sig stóð
veðrið.
“Hvað gengur á?” kallaöi hún. “Hvernig stend-
ur á þessu? Við emm komin frá landi! Bulling,
hvern skollann — hver ræður þessu?” Duff Charr-
ingtog var, eins og hún sjálf mundi hafa orðað það,
“alveg hreint steinhissa”. I sama bili tók hún eftir
að Iola var náföl í andliti og Dr. Bulling var engu
betri.
“Hvað gengur á?” kallaði hún aftur. Hefirðu
séð afturgöngu, Lane? C)g þú líka, Bulling?” Hexmi
varð itið upp á bryggjuna. “Það hefir einhver orðið
eftir! Hver er þessi ungi maður, Daisy? Það er
maðurinn sem vann medalíuna; er það ekki? Þekk-
ir þú hann, Bulling? Eigum viö aö snúa viö eftir
honum ?”
“Nei, nei! Ekki fyrir nokkum mun. Þetta er
vitf irringur!”
“Fyrirgefðu, Dr. Bulling” sagði Iola snjalt og
skýrt. “Hann er vinur minn, mjög góður vinur, og
eg get sagt ykkur það, aö hann er með öllu viti.”
Um leið og hún sagði þetta veifaði hún hendi til
Bamey; en hann gaf ekki merki til svars.
“Vinur þinn; er hann þaö?” sagði Duff Charr-
ington. “Þá er hann eflaust enginn vitfirringur. Þarf
hann að tala við þig? Eigutn við að snúa við eftir
honum ?”
“Nei, hann þarf ekki að tala við mig” sagði Iola.
“Charrington”, sagði Bulling, “honum er kalt til
mín, af því hann heldur að eg hafi gert á hluta sinn.”
“Nú skil eg” sagði Duff Charrington. Lane,
hvað segir þú um þetta? Við getum gjaman snúið
við.”
“Við skulum ekki fást meira tun þetta” sagði
Iola; “hann er farinn.”
“Eins og þér þóknast, Daisy, farðu með Dr.
Buíling ofan í káetu. Hann lítur út fyrir að þurfa
hressingu með. Eg skal taka við stýrinu.”
“Duff Charrington”, mælti Iola lágt, þegar
Bulling hvarf niður í skipið, “þetta var Boyle vinur
minn. Eg vonast til að þú skoðir hann sem mjög
ráðvandan og heiðvirðan mann. En honum fellur
ekki við Dr. Búlling. Hann treystir honum ekki.”
“Góða, bezta”, sagði Duff Charrington, “hugs-
aðu ekkert um hann. Eg hefi ekki lifað fimtíu ár til
einskis. Þessir karlmenn, þessir karlmenn! Þeir
þykjast vera svo viðkvæmir, þessir veslingar. En
þeir em rétt eins og við, hafa bara dálítið meira
sjálfsálit, en miklu minna vit. Og þeir eiga ekki
skilið, að við hugsum eins mikið um þá og við gerum.
En eg verð að kynnast þessum manni Hann hafði
hreint og fallegt yfirbragð. Eg hefi heyrt John
hrosa honum. John er sonur minn; hann er ungur;
þetta er fyrsta árið hans í læknaskólanum. Eg verð
reyndar að kannast við það, að það er ekki alt af að
reiða sig á það sem hann segir. Hann er mikið gef-
inn fyrir heiminn og ýmsar sögur cm sagðar um
hann. En eg veit svo mikið, hvað sem öllu öðru
liður, að hann er alveg bandvitlaus eftir þér, og svei
mer ef mig furðar nokkuð á því. Ef eg væri ungur
maður, þá skyldi eg spenna þig örmum eins fljótt og
eg gæti.”
lola fann að henni hitnaði um hjarta þegar hún
hlustaði á Duff Charrington. Þó að hún væri nokk-
uð svarraleg, þá var hún góðhjörtuð og gat verið
meinfyndin.
“Eg sé ekki eftir að eg kom” sagði Iola ánægju-
Iega; “Eg hélt að þú værir ekki —” Hún þagnaði og
það kom fát á hana.
“Eg get fullvissað þig um, aö' eg er ekki eins
afleit og sagt er.”
“Kæra Charrington, eg meinti ekki þig; eg var
hrædd um, að það sem Dr. Bulling —”. Hún hikaði
aftur.
“Þú þarft ekki að segja mér það” sagði Charr-
ington, þegar hún sá hve mikið fát var á henni.
“Bulling hefir sjálfsagt gefið það í skyn, að hann
hafi fengið mig til að bjóða þér að fara þessa för.
Berðu ekki á móti því.” Hún deplaði augunum kæn-
lega til Iolu. “En Bulling er lygari, afleitur lygari
og lítur mikiö á sig. En hann átti engan þátt í þessu
boði mínu, þó að hann þakki sér það. Hann er ekki
hæfileikalaus, en hann getur ekki kent langömmu
sinni að sjóða egg. Eg skal segja þér hvers vegna
þú ert hér kominn. Eg get hrósað sjálfri mér fyrir
það, að þekkja þá úr sem líklegir eru til að vinna sig-
ur. Eg álít þig eina af þeim. Þess vegna áttu að
syngja í Philharmonic. Evelyn Redd hefir laglega
rödd. Hún er frændkona eins vinar míns og um
tíma hélt eg að hún mundi duga. En hún er sálar-
laus, ástarlaus; en sönglistin, eins og karlmermirnir,
heimtar ást. Að iðka sönglist, og elska hana ekki,
er glæpur gegn listinni. Svo að eg sagði Duff, hann
er formaður framkvæmdarnefndarinnar, eins og þú
veist, að það' væri ómögulegt að notast við hana og
að við vrðum að ná i þig. Eg hefi heyrt þig syngja,
og eg þekki söngkenniteiknin á andliti, hálsi og aug-
um fólks. Þú hefir þau öll. Þú hefir röddina, skap-
lyndið og ástúðina. Þú verður fræg einn góðan
veðurdag, miklu frægari en eg; og með von um að
njóta af frægð þinni, hefi eg einsett mér að hjálpa
þér fjárhagslega.”
Iola stamaði einhverju þakklæti, þó hún vissi
ekki hvað hún ætti að segja; en Duff Charrington
skeytti þvi engu.
“Hugsaðu bara um sjálfa þig” sagði hún, “bara
um sjálfa þig. Skeyttu ekkert um Bulling. Hann
sigrar líka; eg hefi valið mér hann. Hann er dug-
legur. Það kveður einhvem tíma að honum. Hneigð-
ur fyrir pólitík. Hann er auðvitað nokkuð ruddaleg-
ur; en hann sigrar, því hann er efnaður og af háum
ættum, hvorttveggja gott, bamið mitt. En eg ætla
að hafa auga með honum í þessari ferð. Eg vona
að þú skemtir þér vel.”
Lögberqs-sögur
FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ
AÐ GERAST KAUPANDI AÐ
BLAÐINU. PANTIÐ STRAX!
Dr.R. L. HUR5T,
Member of Royal Coll. of S«rpwi
Eng., úukrifaöur af Royai Collaft of?
Phyaiciana, London. Séríne6inf«r I
brjóat- tauga og kven-sjúkdómum. —
Skrifst. 305 Kennedy Bklg, Portafs >
Ave. (í móti Eaton’s). Tala. M. I14.
Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9.
THOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
fslenzkir lógfræOÍBgar,
Skrifstofa:— Room 811 McArtbur
BuildinR, Portage Avenue
Xritun: P. o. Box 1650,
Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦** ♦■ý
E ÓLAFUR LÁRUSSON
BJÖRN PÁLSSON :
YFIRDÓMSLÖCMENN
. „ Annast Ittgfrœðiutörf á Islandi fyrir [
• * Veatur-Islendinga. Utvega jarðir og •
' ‘ hús. Spyrjið Lögberg um okkur.
E Reykjavlk, - lceland ;
P. O. Box A 41
GARLAND & ANDERSON
Arni Anderson E. P. Garlaud
LÖGFRÆÐINGAR
801 Electric Railway Chambera
Phone: Main 1561
Joseph T, Thorson
íslenzkur lögfræðingar
Arltun:
MESSRS. McFADDEN & THORSON
1107 McArthur Building
Winnipeg, Man.
Phone: M. 2671.
Dr. B. J. BRANDSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
Telepiione garry 320
Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimill: 776 VictorSt.
TEtSPBONS GARRY 321
Winnipeg, Man.
Dr. O. BJORNSON
Office: Cor. Sherbrooke & William
Cki_f.phoneigarry 33«
Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h.
Heimili: 8to 2 KENWOOD AP’T’a.
Maryland Street
ISLEPHONEl GARRY TB3
Winnipeg, Man.
Vér leggjum sérstaka úherzlu * aH
selja meðöl eftir forskriptum lækna.
Hin beztu meðöl, sem hsegt er aB M,
eru notuð eingöngu. pegar þér koadS
með forskriptina tll vor. meglð |t>
vera viss um að fá rétt það sem laha-
irinn tekur til.
COIiCIÆUGH & CO.
Notre Ðame Ave. og Sherbrook* M.
Phone. Garry 2690 og 2691.
GiftingaleyfisbrM seié.
Dr. W. J. MacTAVISH
Offich 724J óargent Ave.
Telephone .íherbr. 040.
I 10-12 f. m.
Office tfmar J 3-6 e. m
( 7-0 e. m!
— Heimili 467 Toronto Street __
WINNIPEG
tblephonh Sherbr. 432.
J. G. SNŒDAL
TANNLŒKN/R.
ENDERTON BUILDNG,
Portage Ave., Cor. Hargrave St.
Suite 313. Tals. main 5302.
Dr. Raymond Brown, I
Sérfræðingur í augna-eyra-nef- og ?
háls-sjúkdómum. |r
326 Somerset Bldg. £
Talsími 7262
Cor. Donald & PortageAve-
Heima kl. io— 12 og 3—5 k
A. S. Bardal
843 SHERBROOKE ST,
selur líkkistur og annast
nm útíarir. Allur útbún-
aður sá bezti. Ennfrem-
nr selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina
I»'A He mlli Oarry 2181
11 OfVice „ 300 og 378
H. J. Pálmason
Chaktered
Accountant
807-0 Somersst Bldg. Tals. k|. 273g
1