Lögberg - 22.10.1914, Blaðsíða 7

Lögberg - 22.10.1914, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. OKTÓBER 1914 7 Nýtt í Winnipeg Qott Kaffi 1 síðustu tvo mánuði hefir verið mjög erfitt að fá hreint og gott kaffi í borginni. En nú getum vér látið yður í té betra kaffi en áður hefir verið á boð- stólum, fyrir sama verð og áður. Ekkert styrjaldar verð hjá oss. 35c pundið eða 3 pund fyrir $1.00 40c pundið, eða 3 pund fyrir $1.15 Ábyrgst, að öllum líki það, eða pen- ingum skilað aftur. Vér flytjum einnig inn góð- ar tegundir af Te og Cocoa. Vér höfum til tilbúinn “Pudding” (með hvaða keim sem er.) Hreinasta ‘Extradt’ (allar keim tegundir.) Og einnig hið víðfræga Kanadizka “Maple Syrup ” Spyrjið kaupmann yðar eftir vörum vorum. Þær eru ágætar og verðið er lágt. Winnipeg Manufacturing Cumpany 659 Wellingrton Ave. WinnipegjlMan. Læknar á vígvdli. MeS þeim vopna viðskiftum, sem nú gerast, þar sem barist er án af- láts á vígvelli, sem er mörg hundruö rastir á lengd, eiga læknarnir miklu erviöari stöðu heldur en nokkru sinni fyr. Á'öur stóðu orustur ekki lengur en einn eða tvo daga, og að henni lokinni var nóg svigrúm til að sinna sárum mönnum og bera þá til spítala, sem reistir voru til bráða- brigða utan vígvalla. Nú gefst ekki tækifæri til þess, því að bardögum linnir nú ekki svo mörgum dögum eða vikum skiftir, og því hafa lækn- ar orðið að taka upp nýja aðferð til þess að lina þjáningar og bjarga lífi þeirra sem liggja sárir í valn- um. Það tjáir ekki nú, að bíða þar til bardaga slítur, og heldur ekki geta allir læknar haldið sig að baki hers- ins, við uppskurðarborðin, og beðið þar þeirra, sem til þeirra verða bornir, því að fjöldi sárra manna er svo mikill, að því verður ekki ann- að 'færa þá alla og orustan svo óð, að hjúkrunarfólk getur ekki komið því við. Aðal hlutverk sáralækna þeirra, sem með hernum fara, er það, að sefa kvalir og stöðva blóðrás. Þeir fara um valinn með tösku sína, er í eru hin nauðsynlegustu áhöld og meðöl til að verja rotnun, einkanlega iodin, svo og umfram alt áhald til að spýta meðölum inn í hörundið, og mikið af morfíni hafa þeir með sér. Læknirinn færir sig á hnjánum eða fjórum fótum meðfram röðum hinna föllnu, bæði særðra og dauðra, jafn- vel meðan orustan er sem óðust, og veitir þá líkn og hjálp er í valdi hans stendur, meðan kúlurnar springa yfir honum. Oft líða svo sólarhringar, að þeir sáru menn, sem þannig fá skyndihjálp, verða ekki fluttir úr valnum, og mundi hávaðinn af þeim farast, ef þeir ættu að bíða aðgerða- laust. Þ'egar læknirinn finnur sáran mann, er það vanalega hans fyrsta verk, að spýta morfíni inn í hörund hans, hagræða honum svo, brjóta saman flík og »tinga undir höfuðið á honum og undir sára limi. Hver hermaður nú á dögum hefir með- ferðis í herðatösku sinni lítinn bögg- ul af sáralíni og umbúðum. Lækn- irinn skoðar sárið, og ef það blæðir, leitar hann að slagæðinni og bindur um hana, ella treður í það sáralini. Það lín er trúlega varið fyrir ó- hreinindum og sóttkveikjum, og er geymt í þeim umbúðum, sem það upphaflega var sett i af verksmiðj- unum; læknirinn leitar það uppi í tösku hins særða og brúkar eins mikið og hann þarf með við þann og þá, sem næst honum liggja. fer svo skríðandi að líknarstarfi sínu frá einum til annars. Ef maður er beinbrotinn á útlim- um, er byssufleinn eða byssuhlaup notuð i spelkur, svo að mhnninn megi færa, þegar þar að kemur, án þess að brotin skemmi holdið eða sting- ist út í skinnið, sem forðast ber, til þess að ekki komi ígerð eða drep í sárið. Þó að mörgum mannlífum sé bjargað með fimleik læknanna í því að gera áð sárum, þá er hitt ekki minna um vert, að þeir lina kvalirn- ar, sem sárunum fýlgja. Það gera þeir með morfíni, allra helzt nýrri tegund þess, sem veldur ekki dái eða móki, heldur deyfir taugarnar. Verk- anir þess standa í sex stundir og á meðan kenna þeir særðu hvorki verkja né annara óþæginda. Þeir geta því legið rólegir þess vegna, og er mikið undir því komið, því að sá, sem oft veltir sér á ýmsar hliðar, er liklegur til að ýfa sár stn. Auk þess gerir deyfingin það að verkum, að hinir særðu losast við þann dauða- kvíða, sem er hættulegur að því Ieyti að hann dregur úr mótstöðukraftin- um og veldur margs manns dauða ó- beinlínis. Starf lækna þeirra, er í val vinna, er hættulegt og afar þreytandi, því að oft kunna sólarhringar að líða svo að þeir nái ekki í matarbita og verða þeir að taka hvíld þar sem þeir fá hana, stu.ndum á sjálfum blóðvellinum innan um þá, sem þeir eru að hjálpa. * Vörður Hollands. Hafid bcsti vörSnr þcss. Hugsið ykkur, hvað lífið væri (eiðinlegt og dauft, ef vér ættum aldrei neitt á hættu. Vonin, óttinn og geðshræringarnar, sem þau vekja varpa bjarma á Hfið og tilveruna, mælti skipstjórinn á “Ursa" og lagði sjónaukanu frá sér. Skipið er eign Bergens gufuskipafélagsins og er á leið til Hollands. Norðursjórinn er dökkgrár í ljósa- skiftunum. Við sjáum einstöku ljós í fjarska á fiskiskipum. Hér er vanalegur urmull af gufuskipum á sveimi frá öllum löndum heims. Nú er hafið autt og dautt. Smá herskipa- flotum bregður fyrir við og við, en þeir hverfa jafnharðan aftur. Gufuskipið öslar áfram í logn- mollunni. En kyrðin virðist kvika; það er eins og ólga og æsing liggi í loftinu. Himininn döknar; nóttin færist yfir; vitaljósin hverfa; æsing* in eykst: hér eru hættulegir óvinir á sveimi neðansjávar; á hverju augna- bliki niá búast við, áð þeir verði á leið vorri og sendi oss með braki og brestum inn á land eilífðarinnar. En hamingjan er með okkur; morg- uninn eftir snemma sjáum við hylla undir vindmylnur og turna í morgun- móðunni og neðar og nær vottar fyr- ir Ijósgulri strandlengjunni. Þetta er landið, þar sem allir ganga á tré- skóm og borða hunangskökur, ein- kennilegasta og kannske elskulegasta landið í Norðurálfunni. En það er auðséð á öllu, að nú eru Stríðið og Kölski. Eftir Matth. Joch. hættulegir t,mar. Við hafnarmynnið liggur tundursnekkja, tilbúin að banna alla umferð, og á ströndinni standa virkin þögul og þungbúin. En Maas rennur róleg og hægfara fram hjá fallbyssukjöftunum—þessi á, sem síðustu vikurnar hefir borið blóð þúsundanna út í hafið. Hafnsögumaðurinn er kominn út á skip til okkar; hann hefir engan frið fyrir spurningum, því að við höfum engar fréttir fengið í tvo daga. Hann leysir frá skjóðunni, en skipið líður hægt upp eftir ánni; ferðinni er heit- ið til Rotterdam. Engin bifreið er fáanleg, þegar á land kemur; þær eru ailar i þjónustu hersins. Þess vegna verður ferða- maðurinn að láta sér lynda áð ferð- ast á sporvögnum. í fljótu tilliti virðist alt vera í sín- um gömlu skorðum; karlmennirnir reykja vindla, stúlkurnar þvo glugga og skútum er stjakað eftir síkjum. En þegar betur er að gætt, sést alvar- an á yfirbragði allra. Við komum til borgarinnar á afmælisdag drotn- ingarinnar. En þá er enginn hljóð- færasláttur og ekkert flagg á stöng. Flestum leikhúsum er lokað og fólk stendur í stórum hópum fyrir utan skrifstofur blaðanna. Enginn talar um neitt nema stríðið og mönnum liggur það þyngst á hjarta, hvort Holland getur haldið uppi hlutleysi sínu. Þeir hafa heyrt vængjaþyt þýzka arnarins við landamærin, en flestum hefir þó staðið meiri ótti af Bretum, haldið að þeir mundu senda herskip upp Schelde til þess að hjálpa Antwerp. Stórveldin hafa hátiðlega lofað því, að landið skuli fá að vera í friði og þvi vona menn það bezta. Alt frá byrjun ófriðarins hafa flóttamenn lagt leið sína um Holland; þeir hafa komið frá Belgiu og Þýska- landi og enn þá eru amerískir ferða- langar að flækjast þar. Þegar stríð- >ð byrjaði urðu margar þúsundir manna atvinnulausir, en nú hafa flestir tekið aftur til sinna fyrri starfa. Sama daginn, sem Austurríki sagði Serbum stríð á hendtir, voru veröir settir við hverja brú á Bollandi; þeir eru tilbúnir að sprengja þær í loft upp. ef með þarf, og sagt er að 360 þúsundir hermanna séu undir vopn- um. Víða hafa fagrir skógar verið nrð- ur högnir kringum virkin. En bezti vörður þeirra er hafið nú sem fyr. Ef skarð eða op er gert í flóðgarðinn, þá steypir vatnið sér inn og flóir yfir landið. Þetta hefir löngum verið tryggasta varnarráð Hollendinga í frelsisbaráttu þeirra og það ætti að vera jafn örugt nú og það hefir ver- ið á undanförnum öldum. Þegar vatninu er hleypt yfir landið, verða vegir og akrar svo blautir á örfáurn klukkustundum, að ekki er fært um að fara með þungan flutning, en vatnið er svo grunt, að ekki verður bátum komið við. HoIIendingar berjast gegn hafinu á friðartímum, en það er bezti vörður þeirra, þegar ófrið ber að höndum. Er Satan laus? Hann var sagður bundinn. Eg sé i anda þann gamla hundinn; hann tvístígur þar í tröllahami á turnunum báðum á Notre-Dame i Parísarborg, og við ódæma-org undirheims púkarnir lifna, en Kölski hlær svo kjálkarnir rifna. Hann leikur og dansar með Ijóð á munni, við léttan takt eftir stormklukkunni og drápsvéla dunur og dauðastunur, sem djöflana gera máttlausa, hrifna.— “Hvi hlærðu svo hræfugl, Satan?”— “Eg hlæ, því nú breikkar gatan; eg hlæ, nú getur minn friði Franz fandangó leikið og kveðið við dans I Eg hlæ meðan kirkjan hristist og skelfur, eg hlæ yfir þessar blóðugu elfur. Eg hiæ og kalla: Þú heilagi Pétur, Þöir myrða út í bláinn mæður' og börn, en miða nákvæmt á varg og örn! hringdu nú, félagi, dálítið betur; hér fellur ei tré við fyrsta högg; farðu nú til og sýndu rögg l Hér er nú meira en Malkusar eyra að mlrja. Hér herja stórveldi fjögur, er spyrja ekki um páfa né postulasögur. Minn signaði Petrus eg set þig í “jan” nú sigrið þið ekki hann Julian. Nú sérðu þ» kristnu siðmenning, og sjáðu nú rétt: Hvílík herkerling hungraður múgur í hörmungar tötrum, haldinn í skefjum af kúgarans fjötrum, bygging varin með brugðnum sverðum borin af vinnulýðsins herðum; og kirkjan sjálf með krossi og turni kaldegg orðin með þunnu skurni, — hrófatildur, sem hangir af vana: Hver er sá kraftur, sem verndar hana? Hvorki er það kirkjan, Páll eða Pétur, né páfa tetrið, sem þvílíkt getur, það er eg sjálfur, sem held í hripið, eg hendi að því gaman; en slæmt er skipið.” Nú hætti eg Fjandans hróp að þola, heyrði líka tóninn í Jóni bola. því tíðast hefi’ eg það tryggast fundið, að trcysta þeim fyrir norðan sundið. Skýringar. — Notre Damc er forn og fræg dóm- kirkja í París. Fandangó er fransktnafn á þeim fjöruga dans faldafeyki. Julian liét sá af keisur- um Rómverja, er síðastur reyndi til að reisa við heiðinn átrúnað, og mælti þetta síðast: “Þú hefir sigrað, Galílei!” — Kvæði þetta er tekið upp úr blaðinu Norðurland frá 8. Okt, og fylgir því þar þessi klausa: “Kvæðið, sem hér er í blaðinu, varð til í gærmorgun. “Eg gerði það mestmegnis meðan eg var að klæða mig í morgun og svo lag- færðist það í rtveðferðinni meðan eg skrifaði það niður,” sagði skáldið þegar hann afhenti Norðurl. kvæðið á hádegi í gær. í Glímufélag stofnað. Stofnfundur hins nýja glímufé- lags, sem boðað hafði verið til í báðum ísl. vikublöðunum, var hald- inn föstudaginn 9. Okt. í Goodtempl- arahúsinu eins og til stóð. ' Formaður undirbúningsnefndar- innar, Kristinn Oliver, setti fund- inn. Guðm. Sigurjónsson, íþrótta- kennari var kosinn fundarstjóri en Jakob Kristjánsson ritari. Aðal verkefni fundarins var að samþykkja lög, er undirbúnings- nefndin hafði samið og lagði fyrir fundinn. Hlaut félagið nafnið “Sleipnir”, eftir hinum þrekmikla hesti Óðins, er jafnt rann láð sem lög. Sökum þess að tími hafði verið naumur til undirbúnings, var kosn- ing stjórnar frestað til næsta þrið j udagskvelds. Það kveld kömu stofnendur aftur saman á sama stað og tíma, og höfðu þá margir nýir bætst við í hópinn. Fór þá fram stjórnarkosn- 'ng og hlutu þessir kosningu: Form.: Hannes Pétursson. Ritari: Jakob Kristjánsson. Gjaldk.: Kristinn Oliver. Varaform.: Sigurður Björnsson. Vararit.: Steindór Jakobsson. Varagjaldk.: Halldór Metúsalems- son. — Endurskoðunarmenn: Jónas Jóhannesson og Ásmundur Jóhanns son. — Guðmundur Sigurjónsson var kjörinn íþróttakennari félagsins. Allir karlmenn, sem náð hafa 15 ár aldri, geta orðið meðlimir fé- lagsins, hvort sem þeir glíma eða iðka aðrar íþróttir eða ekki. Ættu menn því ekki að láta það aftra sér frá því að ganga í félagið að þeir geta ekki tekið þátt í neinum íþrótt- um. Félaginu er mikill styrkur að þeiin fyrir því. 'Það er vonandi, að þetta félag eigi langa og fagra framtíð fyrir höndum. íslenzka glíman er svo að segja óþekt í þessu landi. En hvar sem hún hefir verið sýnd um hinn mentað heirn, hefir henni verið tek- ið tveim höndum. íslendingar eru eina þjóðin, sem iðkar þá íþrótt og verða útlendingar því að læra hana af þeim. Hér getur því verið til frægðar að vinna, og frama. — Svo mikill íþrótta andi ríkir í þessari borg og þessu landi, að það ætti ekki að vera erfitt að fá menn til að ganga í félagið og iðka þessa gömlu, fögru og hollu íþrótt, íslenzku glíin- una. Stofnendur félagsins voru 51 að tölu. Rösklega gert. Fimtíu menn frá Vestur-Canada tóku sig saman og fóru til Englands á undan herliði voru, allir vanir vopnum frá fornu fari, gengu til hermálastjórnar stofu í London og beiddust að sér væri vísað á fylkingu til að berjast í. Sá, sem orðastað átti við þá, var ekki svo fljótur til úrskurðar, sem þeiml líkaði, og kröfðust þeir þá að fá að tala við húsbóndann sjálfan, Kitchener lá- varð. Það var þeim veitt, tjáðu þeir honum erindi sitt, kváðust kunna vel að skjóta og sitja á hestbaki og þola langferðir á við hvern sem væri, þeir hefðu nóga peninga til að kfuipa sér reiðskjóta og önnur föng, og vildu að eins komast sem fyrst á vígvölir Kitchener tók vel máli þeirra og vísaði þeim til fylkingar. Þótti mönnum þessum all hermann lega fara. Öld var liðin Þann 16. september í haust, síð- an furstar, landstjómarmenn og konungar gengu á þing til þess að færa aftur í fomt lag ríkjaskipun í Evrópu, eftir þann usla, sem Napoleon hafði valdið í þau 16 ár, sem hann sat að völdum. Þessir höfðingjar sátu á ráðstefnu i níu mánuði og gerðu hvað þeir gátu, til þess að sníða landamæri kon- ungsríkja upp á ný. Þá var glatt á hjalla í Vínarborg, og er sagt að keisarinn þar hafi kostað um sjö miljónum dala til fundarins, enda sátu hann 450 fulltrúar af öllum löndum hins foma heims, nema Tyrklands, þar á meðal allir hinir frægustu landstjómarmenn og hershöfðingjar þeirra tíma, en ut- anrikisráðherra Austurríkis, Mett- ernich. hafði forsæti og réði einna mestu. , með Alexander Rússa keisara. Það var upphaflega tilætlun fundarins, að þeir furstar, sem mist höfðu lönd og ríki, skyldu fá þau aftur og alt verða í sömu skorðum og verið hafði, áður en stjómarbyltingin skall á. En þeg- ar fram í sótti, varð annað upp á teningnum, smábokkarnir báru lít- ið úr býtum, eða mistu sitt, en þeir voldugu juku við sig. Eftir mikið rifrildi og rekistefnu og margar stórar átveizlur, varð niðurstaðan STOFNSETT 1882 LÖGGILT 1914 D. D. WOOD & SONS, ---------LIMITED------- verzla með beztu tegund ,af = K O L U M Antracite og Bituminous. Flutt heim til yðar hvar sem er í bænum. Vér æskjum verzlunar yðar, SKRIFSTOFA: 904 Ross Avenue horni Arlington TALSÍMI: Garry 2620 Private Exchange m* TFÓBÁ Lófaiestur KARO Hinn nýi lofalesari EftirmaSur Crescentia og læri_ sveiftn hins fræga Cheiro, frá Regent St., London. 8 Stobart Block 290 Portage. F. Main 1921 ViSlátinn: 2 til 6 og 7 til 9 Gjald: $1.00 og $2.00 TALS. M. 4021 328 SMITH ST. Nlaple Leaf Wine Co. Ltd. Alskonar áfengir drykkir og bjór. SÉRSTAKT: Portvín $1.35 gallonlð. “ 40c. potturinn Brennivín $1.00 flaskan. Arlegar Jóla- Ferðir Kjósa má um leiðir Fimm mánaða farbréf NIÐURSETT FARGJ0LD TIL AUSTUR HAFNA í sambandi viö farmiða til Gamla landsins OAGLEGft—Nov. 7. til Des. 31. Nákvæmar upplýsingar gernar beim sem æskja þess af öllum Can- adian Northern agentum eða R. Cf^EELft^/VNf Cen. Passenger Agent WINNIPEC FURNITURE OVERLANO Cfromthe Field to the Market Er vagninn þinn fullur? Ertu í efa um, hvort þú eigir að selja kornið á stöðinni eða senda það í burtu ? Hvort sem þú gerir, ef þú skiftir við . gj þá þarftu ekki að efast um árangurinn. Ef þú skiftir við Bændafélagið, þá áttu víst að verða algerlcga ánagður. sú, að Rússland eignaðist alt það sem eftir var af Póllandi. svo og Finnland en Austurríki og Prúss- land skiftu smáríkjum Þýzkalands á milli sín. Þessi ráðstefna tvístr- aðist við það að Napoleon kom skyndilega aftur til Frakklands og hóf herskjöld á ný. Við þaö fest- ust samþyktir fundarins, og stóðu Jiær um stund, þartil þjóðimar tóku sig sjálfar tií og hristu af sér, þau bönd, sem dutlungar eða drotn- unargimd stjórnendanna höfðu á þær lagt. — í Frakklandi er sögð vöknuð! trúarhreyfing, sem gengur yfir alt ] land. Nokkuð er, að jprestamir hafa ekki mist vinsældir síðanl striðið byrjaði, því að fjöldi þeirral fór þá úr hempunni, tók byssu og sverð og gengu í fylkíngu að berj- ast fyrir ættjörð sinni. Mjög inargir hinna eldri stunda sára menn, veita hughreysting dauð- vona mönnum og hvatning ósár- um. — Svo segja þýzkar skýrslur, að þar í landi séu nú 240,000 fangar. Af þeim em um 7000 brezldr, 40 þúsund belgiskir, um 100 þúsund rússneskir og 93 þús- und franskir. Fangamir eiga a8 vinna að því, að skera fram mýrar og búa til vegi. — Sendiherra Þjóðverja í Rúmeníu hefir ógnað stjóminni þar, hótar því að þeitn skuli sagt stríð á hendur, ef þeir láti ekki Transylvaniu hlutlausa, sem er austasta fylkið í Ungverjalandi, með niörgum rúmenskum þegnum. Sagt er líka frá því, að Tyrkir og Búlgarar hafi samið með sér, að ráðast á Rúmeniu, ef það land skyldi skerast i leikinn. — Franskur fyrirliði var að stíga á hestbak. þegar kúla sprakk hjá lionum; hesturinn datt dauður niður, sundnr flakandi, en mað- urinn særðist 97 sárum. Annar vanginn varð að einu sári, annað eyrað tók af honum; vöðvar á vinstri handlegg rifnuðu frá beini, bakið er alt eins og stungiö hafi verið með eggjámi, mjaðmir og fótleggir mjög stórum sámm særð- ir, en ekkert sár var á hol, og er talið víst, að hann haldi lífi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.