Lögberg - 11.03.1915, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.03.1915, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. MARZ 1915 7 Karolína Ragnheiður Kaprasíusson. DAIN 30. APRÍL/ 1914. Til fötSur og móöur í húsiB þitt heim þú horföir af veginum hjarta; þá buldi vi« þruma meö bölþrung- inn eim og brostinn var þróttur og hjarta. Á vormorgni heiöum þín leiö var svo létt, meö leiftrandi vonir og friöinn, og þvi fanst oss svipleg hin sorglega frétt, er sagöi aö þú værir liðin. Þin hérvist er endfiö, en minningin mær er máluö í hugsjóna lindum: svo blíð eins og lilja, viö himni sem hlær, og hrein eins og mjöllin á tindum. Hjá vinum þú tendraöir vonríkan yl með vaxandi þróttinn og dygöir; nú finna þeir allir meö trega þess til, hvaö tómt er það hús, sem þú bygöir, Hve sælt er aö muna, ef sorgin er þung, hve sól rik var stundin þín liöin. Þú kvaddir oss brosandi, óspilt og ung, °g eignaöist himneska friðinn. Viö kveöjum þig, dóttir, en hugg- unin há er hugsun til síðari funda; hvert vorblóm, sem lagðir þú leið- ina á er ljós okkar hverfandi stunda. í nafni foreldranna. M. Markússon. Simnefu-málin. Or þtctli Gísla Konráðssonar. ------ 1 [Hans Wíttm var sonur Jens Wí- um, ^em var sýsluinaður í Múlaþing- um. {Jens Wium var af dönskum, göfugum ættum, en ómentaður og drykkfeldur mjög og illa þokkaður. Hann druknaði með 8 mönnum öðr- um, en sum líkin, sem ráku, voru meö áverkum, og þar sem Wíum rak uldrei, myndaðist sú sögn, aö hann ásamt sveini sínum hefði drepið skipverja, en sloppið sjálfur undan i útlent fiskiskip, Hans Wíum var veitt Múlaþing eftir dauða föður síns. Honum er lýst svo, að hann hafi verið manna tölugastur, svo að með afbrigðum var kallað, skapstór ög ósnyrtinn i orðttm.] Það bar til, er Hans Wíum hafði ekki alllengi sýslu haft, að tv'ö syst- kin áttu barn saman, Jón Jónsson unglingur 14 vetra, og Sunnefa syst- ir hans, 16 vetra, en sökttm þess að þau vorti svo ung, var máli þeirra skotið til mildi konungs, en þau í haldi höfð. meðan á útritun stóð. Það er sagt af þeim mönnum, sem kunnugt var ttm, að Sunnefa væri handvirðukona mikil, dc^íkeygð, svört á brún og nteð síðu hári, lang- leit og fölleit .og sómdi sér vel. Jón hróðir hennar var og vel á sig kom- mn að jöfjtum aldri. Hefir sv'o Austan-Teitur Sigfússon lýst þeirn, prestson að austan, er sá þau, rétt- orður ög eðlisvitur. Hafði Gríinur prestur fermdan Teit, fór hann utan eystra, en kom út árið eftim í Hofs- ós í Skagafirði. Var' hann þar margt ár og af mörgum kallaður ýmist Hofsós- eða Kaupstaðar- Tejtur, Teitur fór að lyktum á verðgang og komst yfir áttrætt. Rggert prestur Eiríksson, er síðast hélt Glaumbæ, sá og þau systkin. Nú stóð ei allskamma hríð á svari Kristjáns 6. Danakonungs um líf- gjafarbeiðslu fyrir þau systkin, Jón °g Sunnefu. Er það sagt, að Wíum °g fleiri legði sig mjög til að biðja þeim lífs og svo Sveinn lögmaður Sölvason. Var þeim og helzt til bóta fundið : orðstír góður og bernska þeirra. En er konungsbréfið kom út GeriÖ það líka með því að kaupa vörur sem ,,búnar eru til 1 Canada“ einsog WINDSOR BflRD SALT og gaf þeim líf með lítilli refsingu, hafði sú óhamingja hent þau, þá Sunnefa var 19 vetra, en Jón bróöir hennar 17 vetra, að enn ól hún bam, en þó að þegar væri margrætt um faðemi þess, játaöi þó Jón bróðir, Sunnefu á sig faðemið fyrir rétti Hans Wíums, að mælt var, en allmikill pati flaug af því með al— þýðu, að Wium sjálfur væri faðir að því bami Sunnefu. Tók og mál þaÖ upp Pétur sýslumaður Þor- steinsson, því ærin óvild var meö þeim Wíum og honum. Eldi það eftir af fjandskap feðra þeirra. Það er sagt og, að mjög legðist á móti Wíum i máli þessu Hjörkúfur prest- ur Þórðarson úr Álftafirði, er nú hélt Valþjófsstað. en fyrst hafði veriö prestur á Þvottá og siðan Hallormsstað; og stefnt var þeim systkinum til alþingis; aumkuðu margir óhamingju þeirra systkina. Þau systkin Jón og Sunnefa voru nú til alþingis höfð og var það hið sama sumar [1743J og Sveinn lög- maður Sölvason lét birta embættis- bréf sitt i lögreéttu og bauðst að þjóna lögskilum eftir því, en Ormur sýslu- maður Daðason frá Fagradal v’ildi ekki uppstanda og lézt hafa skipun Beckers lögmanns i höndum að sitja i lögmannssæti. Var þá leitað at- kvæða Jóakinis Eafrenz. Sendi hann þá bréf sitt Ormi og bað hann sitja í lögmannssæti í þeim málum er ekki snertu hann sjálfan. Lét þá Sveinn og sér það lynda, en bað þá Orm og amtmann það vita, að lengra yrði það mál að fara, ef slikri tregðu yrði við sig fram far- ið beint á móti konungsbréfi sinu. Nú var Jón Sunnefubróðir kall- aður inn í lögréttu og þar spurður, hvort hann ætti hið síðara barn, er Sunnefa ól, eður hvemig Wium hefði spurt hann. Jón kvað hann hafa spurt sig, hvort hann stæði við meðkenningu sína. Þá spurði lög- maður, hversu meðkenning sú hefði verið í héraði. Jón kvað sýslumann hafa sagt sér, að Sunnefa systir sin hefði alið bam að nýju, er hún lýsti hann föður að; kvaðst hann þá svarað hafa, að það mundi verða að vera, ef hún hefði lýst því, “en eg er ekki farinn að trúa þvi, að hún hafi það gert,” kvaðst hann sagt hafa. Var hann þá spurður, hvort hann væri ekki oftar spurður hins sama, og neitaöi hann því. Þá var hann spurður, því hann játaði þvi við aflausn, eöa hvOrt hann væri leystur. Hann svaraði, að fyrir hvorugt brotið tók hann aflausn og hefði ekki komið til.kirkju síðan hið seinna varð, “og aldrei hefir prest- ur talað um það við mig, og eg séð hann alleina álengdar,’’ kvað hann. Enn var hann spurður, hvort hann vissi sig frían af holdlegtt samræði við Sunnefu, siðan hið fyrra barnið var alið. Tók hann þá gttð og með- vitund sina í vitni að svO væri. Spurður var hann og, hvort nokkur hefði nær verið þá Wíttm frétti hann um faðernið á Skriðuklaustri; hann kvað engan nema konu sýslu- manns og aðra kvensnift. Því næst var Sunnefa spurð, hvort hún meðkendist að hafa lýst Jón bróðtir sinn föður hins síðara barns. Hún játaði því. Spurð var hún þá, þvi hún gerði svo, ella hvort það væri satt. Hún kvaðst hafa gert það af hræðslu fyrir Wíum; hefði hann hótað sér hörðu leynilega, þá hún hefði lýst hann sjálfan föður og sagt sér aö lýsa Jón bróður sinn; ekki væri þetta brot hærra en hið fyrra. Var hún þá spurð. hvar það hefði skeð. Sagði hún það orðið hafa i baðstofunni á Egilsstöðum, er enginn hefði við verið, því sá maður væri úti á hlaðinu, er fylgdi sýslumanni, en hinn, er hann hafði sent eftir, væri eigi kotninn. Spurð var hún, hvort hún væri Ieyst eða prestur hefði spurt hana um fað- ernið. Hún kv’að hvorugt verið hafa. Var hún að Ivktum ámint alvarlega að segja hið sanna og mælti hún þá: “Enginn annar en Hans Wíum sýslumaður er i þingum við þetta og liann lýsi eg föður að hinu seinna bami mínu og skýt þvi til hins alvitra guðs og meðvitundar minnar.” En ekki að síður voru þau syst- kin enn til dauða dæmd, en þó dóm- inum skotið til konungsúrskurðar og mildi. Var nú Sunnefa tvitug, en Jón bróðir hennar á 18. ári [18 vetra). En á nteðan á þeirri útritan stóð, var Wítim skyldaður til að hafa varðhald þeirra. Dæmd var honum og fésekt til spítalans á Hörgslandi nær 6 dalir krónuverðs fyrir oflangan drátt a málinu; var jafnan mikill orðasveimur um mál þetta og nálega ætlaði mestur þorri manna þau systkin hafa satt að rnæla, að því er Teitur Sigfússon hefir frá sagt. er kunnugt má um vera. Pétur svslumaður Þorsteinsson hafði nú sótt svo mál Sunnefu, að Sveini lögmanni Sölvasyni var boð- ið að þinga i Sunnefumáli af amt- manni. Stefndi hann nú Wium til lögþingis að Ljósavatni [vortt þau þing kölluö aukalögþingj, að hlýða á vitni í máli þessu [svoj mörg, er leidd vrði, og svo að heyra dóm unt sök Sunnfefu. Kom þar Wíum; voru þar mörg vitni leidd og máliö siðan sótt og v'arið. F,n hvað harð- lega sem W'utm mótmælti þvi, dæmdi Sveinn lögmaður ekki að siður Sunnefu fríunareið fyrir hina siðari barneign sina með Jóni bróö- ur sinum og mundi hún þegar, þar á þinginu, svarið hafa nema hún krenktist, er hún skyldi til þings fara; sýktist síðan meir og meir og dó áður hún fengi eiöinn unnið. Var margrætt um og sögðu sumir, aö hún væri drepin’ úr hor eða ófeiti. Töldu þó aðrir, að frelsa mætti hana meö því frá aftöku. Hefir sagt verið, að um þessar mundir hefði Wíum ver- iö fluttur að Skriðuklaustri. En þaö var nú ári síðar, en Sunnefu var dæmdur fríunareiður sinn og hún andaðist, að bréf kom frá Magnúsi amtmanni Gíslasyni (1757) og bauð aö halda enn aukarétt i Sunnefumáli þeim Birni lögmanni og Þórami sýslumanni á Grund. Riðu þeir aust- ur í Múlaþing, þinguðu og stefndu þangað vitntun. Sótti Pétur sýslu- maöur Sunnefumáliö á hendur Wt- um með kænsku og kappi miklu, en allóhaglegt var sókn við að koma, þá Sunnefa var áður látin, áður hún fengi sv'arið fríunareiðinn, einkum er Wium varði sig með mælsktt mik- illi, og urðu þær lyktir, að Bjöm og Þórarinn dæmdu Wíum eið fyrir Sunnefu, er hann vann þar á þing- inu. Það var ári síðar, 1758, en Wí- um sór fyrir Sunnefu, að Pétur sýslumaöur hélt enn fram meina- málinu og er sagt að hann bygði á fríunareið Jóns Sunnefu bróöur fyrir seinna brotið [með SunnefuJ, en Jón mætti lífi halda, og stefndi nú málinu fyrir yfirrétt á alþingi og hugðu margir, aö tekist hefði nema Jón væri orðinn geðveikur og vildi deyja sem fyrst ella fara sér. Og er sagt, að sökunt þess játaði hann á sig brotinu hinu síðara á alþingi og vildi stytta meö því sem fyrst eymd- arstundir sínar. Kom þá máliö fyrir yfirrétt. Sótti Wíum það á hendur Jóni og færði til meðkenningu hans, en Jón sýslumaður Skagfirðinga Snorrason varði. En svo kom, aö Jón var þar til dauða dæmdur, varð ekki öðru við komið, er hann játaði á sig brotinu sjálfur. En er af þingi var riðið, var þetta kveðið á beina- kerlingu á Kaldadal, og eignuðu inenn Sveini lögmanni Sölvasyni: Týnd er æra, töpuð er sál, tunglið veðttr t skýjum, Stinnefunnar sýpur skál sýslumaðurinn Wium.’” [Aðrir segja, að visa þessi hafi verið kveðin á glugga yfir Wíum, en þetta, sem hér segir, er eflaust réttara, þvi að séra Eggert mátti vera það ktinnugt, og hann hefir líklega sjálfur sagt Gísla frá þessu. Hjá Espólín er visan orðtið dálitið á annan veg en hér.] Þá sagöi Eggert prestur, að Sveinn lögmaður feldi tár, er hann heyrði dauðadóm Jóns. En það varð þrem vikum eftir þing, aö Jón tók sótt og andaðist og lauk við það Stmnefu- máli. En það var sjö vetrum síðar, að Níels son Wíums fór á leið til kenslu til Jóns prests Högnasonar undir Ási og druknaði í Lagarfljóti með fylgdarmanni sínum,. Félst Wi- um mjög um missi hans og svo Guö- rúnu móöur hans. Þrem vetrum siöar var Jón eldri son Arnórs sýslu- manns i Belgsholti fenginn Wíum til aðstoðar i Múlaþingi.—Vísir. Umboðsmenn Lögbergs J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn. J. S. Wium, Upham, N.D. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garðar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart, Sask. Svb. Loptsson, Churchbridge, Sask. Paul Bjarnason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask. Jónas Samson, Kristnes, Sask. G. F. Gíslason, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. Olgeir Friöriksson, Glenboro. Man. Albert Oliver, Brú P.O., Man. Chr. Benediktsson, Baldur, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kristján Pétursson, Siglunes, Man. Oliver Johnson, Winnipegosis, M. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guöbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurösson, Burnt Lake, Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B.C. Th. Simonarson, Blaine, Wash. S. J. Mýrdal, Point Roberts, Wash. Nýjustu tæki GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIÐA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Colutnbia Press, Llmileci Book. and Commercial Printers Phone Garry 2156 P.O.Box3172 WIN NIPRG Winnipeg Dental Parlors Cor. Main & 'James 530J Kórónur settar á tennur og brýr á milli þeirra $5.00 fyrir hverja tönn Plötur vorar úr hvalbeini eru svo góðar, að hvergi tást b;tri né óáýrari. Engir viðvaningar, allir starfend- ur útlærðir. A lt verk ábyrgst A A \jT ET í 20 ár. Stúlka vinnur hjá oss ** Wm Business and Professional Cards Til bænda í Saskatchewan-fylki. SEL EKKI BÚSTOFN ÞINN ..OS-’ Peningaskortur, hátt verð á kornvörum eða fóðurskortur kom mörgum bændum um gjörvalla Norður Ameríku, til að selja meiri hlutann af bústofni sínum. Vegna þess hve mikið af kjöti barst á markaðinn lækkaði það mjög í verði. að og afurðirnar seldar mjög lágu verði. HID LAGA VERD GETUR EKKI HALDIST LENGI mikil eftirspurn eftir búfé, þegar styrjöldinni lýkur. usla í Bandaríkjunum. kamms muni verða skortur á allskonar búfénaði. UM VÍÐA VERÖLD ER SKORTUR A BÚPENINGI * . — að kaupa hann hán verði síðar meir. um, ættu að bera góð laun úr býtum. Menn ættu um fram alt að forðast að selja magrar skep ar, ef mögulegt er hjá því að komast, því verðið er svo lágt. Jafnvel þó fóðra verði skepnur á dýrum kornvörum, ] <etti það að borga sig betur en að selja þær nú. Verðið æl að bækka, þegar minna berst á markaðinn. Þetta hlýtur ; ske áður en langt um líður. SAUDFÉ EYÐIR ILLGRESI. er af lélegu kyni. Sauðfé gefur af sér tvent í senn: kjöt og ull. Það þar: lítið fóður og litla umönnun. að eyða illgresi og frjóvga jarðveginn. að velja beztu skepnurnar úr hópnum. TREYSTIÐ EKKI EINNI ATVTNNUGREIN ir látið án kvikf járræktar. verð stendur ekki til lengdar. í tímann. iím Department of Agriculture, Regina, Sask., February, 1915. Dr. Bearman, Þekkir vel á Augna, eyrna, nef, kverka sjúkdóma og gleraugu. Skrifstofutlmar: 10-12, 2-5 og 7-8 Tals. M. 4370 215 S merset Blk Dr.R. L. HURST, Member oí Royal Coll. of Surgeons, — Eng., ötskrifaCur af Royal College of Physlcians, London. Sérfræðlngur I brjðst- tauga- og kven-sjökdðmum. —Skrlfst. 305 Kennedy Bldg., Portage A Ave. (á mðtl Eaton’s). Tals. M. 814. Helmili M. 2696. Tlmi til vlStais: kl. 2—5 og 7—8 e.h. Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William TSLEPHONB GARRvSðO OFPicK-TfMAR: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: 776 VictorSt. Tklkphonk garry nai Winnipeg, Man. Dr. O. BJ0RN80N Office: Cor, Sherbrooke & VViUiam TRLHraONEl GARRV 3SÍ*» Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h HKIMII.ll 764- Victor Strect I>:i.EPHONEi GARRY T68 Winnipeg, Man. — Dr. W. J. MacTAVISH Opfice 724J .S'argent Ave. Telephone ð'herbr. 940. ( 10-1* f. m. « Office timar \ 3-6 e. m. — ( 7-9 e. m. — Hkimili 467 Toronto Street — Ú WINNIPEG telephone Sherbr. 432 11 ’ — / 88.88.41888.418.85 MljMlA4É8.4Éh. | 8 Dr. Raymond Brown, l 8 4 8 Sérfræöingur í augna-eyra-nef- djj j — 8 háls-sjúkdómum. P — < 326 Somerset Bldg. t 4 Talsími 7*82 8 Cor. Donald & Portage Ave. Heima kl. 10—12 og 3—5 | Dr. J. Stefánsson 401 BOYl> BLDG. Cor. Portage and Edmonton Stundar eingöngu augna, eyrna. nef og kverka sjúkdöma. — Er aÖ hitta frá kl. 10—12 f. h. og 2—5 e. h. — Talsími: Main 4742. tleimili: 105 Olivia St. Talsíml: Garry 2315. J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG. Portage Ave., Cor. Hargrave SL Suite 313. Tals. main 5302. B i 5 Dr. A. A. Garfat, TANNLÆKNLR 614 Somerset Bldg. Phoqe Main 57 WINNIPEC, MAN. Skrifstofutímar: Tals. H. 1524 10-12 f.h.og 2-4 e.h. G. Glenn Murphy, D.O. Osteopathic Physician 637-639 Somerset Blk. Winnipeg £ Dr. S. W. Axtell, r Chiropractic & Electric Treatment Engin mefiul ög fekki hnifur 2584 Portage Ave Tals. N[. 3296 Takið lyftivélina til Room 503 - Vér leggjum sérstaka áherzlu á aB selja meðöl eftir forskriftum lækna. Hin beztu tnelöl, sem hægt er aB fá, eru notuB etngöngu. pegar þér kom- v iö meS forskriftlna tll vor, megiB þér ® vera vlss um aB fá rétt þaB zem d læknirinn tekur tll. COI.CLEl'GH & CO. Notre Dame Ave. og Slierbrooke 8L Phone Qarry 2690 og 2691. ^ Gifttngaleyfisbréf zeld. n 1! E. J. Skjöld, Lyfsali Horni Simcoe & Wellington Tals. Garry 4368 THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfræPiogar, skrifstofa:— Room 811 McArthur Huildinisj, Portage Avenue áritun : p. o. Box 1056. GARLANÐ & ANDERSON ii Andergon E. P GnrlanH lögfræðingar i Electric Railway Chambera Phone: Main 1561 Joseph T. Thorson íslenzkur lögfræðingur Aritun: MESSBS. McFADDEN & THORSON 1107 McArthur BnlldlnK Wlnnipeg, Man. Phone: M. 2671. H. J. Pálmason Chartered Accountant «07-9 Somersat Bldg. Tals. 5j. 273g ■ *---------------- Gísli Goodman TINSMIÐUR RKSTŒÐI: Horni Toronto og Notre í'ame Oar**40“#aa Qarry'ÍN* J. J. BILDFELL FASTEIQnASALI Room 520 Union Bank . TEL 2685 | Selnr hús og lóBir og annast alt þar aOIótandi. Peningalán J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgöir o. fl. 1 ALBERT/y BLOCK- Portage & Cariy Phone Main 2597 8. A. 8I0UWP8OW Tais sherbr, 2786 S. A. SIGURÐSSON & CO. BYCCIþíCANlFNN og FHSTEICNi\SALA9 trifstofa: Talsími M 4461 18 Carlton Blk. Winnipeg Columbia Grain Co. Ltd. J. LINDAL L. J. HALLGRIMSON Islenzkir hveitikaupmenn A. S. Bsrdal 843 SHERBROOKE ST. se*nr líkkistur og aunast jm rtuarir. Allqr útbún- aður sá bezti. Ennfrem* ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina ra » He mlii Garry 2101 ii Office „ 300 og: 370 Tals. G. 2292 McFarlane & Cairns æfðustu skraddarar í Wianipeg 335 ffotre Damt Ave a dyr fyrir vestan Winnipeg leikhús D. GEORGE Gerir við allskonar húsbúnað og býr til að nýju. Tekur upp gólfteppi og leggur þau á aftur Sanngjarnt veiÖ Tals. E. 3112 389 Sherbrooke St. The London & New York Tailoring Co. Kvenna og karla skraddarar og Ioðfata salar. Loðföt sniðin upp, hreinsuð etc. Kvenfötum breytt eftir nýjasta móð. Föt hreinsuð og pressuð. 842 Sherbrooke St. Tais. Garry 2338 Thorsteinsson Bros. & Company Byggja hús, selja lóöir, útvega lán og eldsábyrgö Pón: M. 2002. 815 Somcrwl Rldg. Helniaf.: G. 758. Wlutpeg, Man. f

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.