Lögberg - 08.04.1915, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.04.1915, Blaðsíða 2
2 LÖGBERtf, FIMTUDAGINN 8. APRIL 1915. Eg veit ei hvað því veldur. Eg veit ei hvaS því veldur, mér vonin ljúfa brást. Hví kveikja Rögn í klökku brjósti kvalafulla ást? en hrinda von á hafið út, hvar heljar-boðinn gín, er sekkur henni í svarta kaf, þars sólin aldrei skín. Eg veit ei hvaS því veldur, mér varpar út á hjam þaS undra-vald—er samt mig seiddi síSan eg var barn. HvaS hefi’ eg brotiS,—góSi guS! aS gjaldiS yrSi þaS aS nomin alt af leiti lags aS leggja i hjartasaS? Eg v'eit ei hvaS því veldur aS voriS gaf mér þrá, sem aldrei hefir auSnast þaS í uppfylling aS ná. Þó berst hún enn meS brotinn væng og blóSugt hjartasár. En helzt er henni hugfró nú eg hnigi bráSum nár. —Þú ert svo góS, aS ársól lifsins aSstoS hjá þér fann. í faSmi þér sú farsæld býr, sem frelsar sérhvern mann—. En þaS er fyrir annan alt, en ekki fyrir mig, Því eg er allslaus—einskis virSi, — ekkert fyrir þig. — Því dreg ég nú á djúpiS sama og dána vonin mín, og sami boSinn svelgir mig þars sólin aldrei skín. Eg dáinn faSma dána von, mitt dýrsta—er þó var tál—’ en yfir bratta boSann svífur burt mín þreytta sál. 30-3-15. J. S. (frá Kaldbak.) Sögulegar athafnir skurðlækna. 1 síSasta hefti tímaritsins Skímis ritar Steingr. læknir Matthíasson all- sögulega um furSuleg handbrögS skurSlækna, og birtist hér brot úr þeirri ritgerS: Fram á síSustu tíma hefir sú skoS- un veriS ríkjandi, aS frá taugakerf- inu stjórnuSust allar v'orar ltfshrær- ingar og aS jafnvel hver sella líkam- ans væri háS stjórn þess, og gæti ekki lifaS nema örstutta stund, ef sambandinu viS taugakerfiS vseri slitiS; meS sellum taugakerfisins dæju meS öSrum orSum allar aSrar sellur líkamans. ÞaS er engum vafa bundiS, aS heilinn er mikilvægasta líffæriS. Þar á stjórnarráSiS heima. Reyndar sjá- um vér stundum aS hauslaus kálfur getur staSiS á fætur og aS hæns geta flogiS höfuSlaus dálítinn spöl, og vér vitum nú, aS þau mundu halda fjör- inu talsvert lengur, ef komiS væri i veg fyrir, aS þeim blæddi til ólífis. ÞaS hefir hepnast aS halda hund- um lifandi nokkurn tíma eftir aS stóri heilinn var skorinn úr þeim. Þegar stjórnarráSiS er úr sögunni, geta sem sé lægri stjórnarstöSv'ar, nokkurs konar amtsráS, sýslunefndir og bæjarstjórnir, sem eiga heima í mænunni og taugahnoSunum (gang- lítmunrý, gegnt eftirlitinu um stund og haldiS lífinu vakandi. En heila- laus hundur er ekki upp á marga fiska. Hann er skynlaus skepna í orSsins fylsta skilningi. Skilningar- vitin eru horfin—og hann er vitlaus og viljalaus. Hann liggur hreyfing- arlaus þangaS til hann er reistur á lappirnar. Hann gengur, ef honum er komiS af staS. ÞaS verSur aS troSa ofan í magann á honum matn- um, en hann er rænulau til aS leita sér bjargar. Hann er meS öSrum orSuni eins og vél, sem má koma í gang, en vitiS vantar, aSeins undir- vitiS, sem býr í mænu og taugahnoS- um, er eftir, og stjórnar enn vöSv- um og innýflum. Væri nú mænan og taugahnoSurnar teknar burtu, höfttm vér til skamms tima haldiS, aS þá væri meS öllu lífi lokiS og engar sellur gætu lengur lifaS. Rannsókn- ir seinni tima hafa sýnt oss, aS þetta er eigi áS öllu leyti rétt. Vér vitum nú fyrir víst, aö innrensli kirtla og hormón frá ýmsum selluvefum geta engu síöur en taugarnar kontiS líf- færum til aS starfa. Þýzki læknirinn Karl Basch hefir t. d. sýnt, aS júfurhormóniö verkar á mjólkurkirtlana eins fyrir þaS, þó júfriS sé sett úr öllu taugasambandi viö mænuna. , Hvernig geta nú efnin verkaö á fjarlæg líffæri án þestr aS leiSast eftir ákveSnum brautum, eins og aflstraumar þeir, er leiöast frá tatigasellunum (í heila, mænu og taugahnoSumý eftir símum þeirra? Dænii úr efnafræSinni, sem öllum er kunnugt úr daglega lífinu, gefur okkur dálitla bendingu hvernig hægt sé aS hugsa sér þessi fyrirbrigSi. Eirts og nokkrir dropar af hleypi geta verkaS þannig á fulla merkur- skál af volgri mjélk aS mjólkin hleypur saman og gjörbreytist á lít- illi stundu, eins liggur nærri aS halda, aö efni frá sellunum, er kom- ast í blóöiö, geti gagntekiö og haft áhrif á selluhópa eSa líffæri, þó þau séu langt frá því líffæri þar sem efnin myndast. Heili, mæna og taugahnoöu eru aS vísu afar mikilvæg stjórnarlíf- færi í líkamanum, en lífiS og lífs- starf sellanna er ekki eingöngu undir þeim komiS. Vér þekkjum margar lægri v'erur sem lifa og þróast tauga- kerfislausar. Sellurnar geta líka lifaö sínu lífi, jafnvel heil líffæri geta lifaS án nokkurs sambands viS taugakerfiö. Þetta hafa hinar merki- legu uppgötvanlr Karrels og annara líffræSinga sannfært oss um, betur en allar fyrri rannsóknir. ÞaS er langt síSan aS menn tóku eftir því, aS hægt er aS geyma hjarta úr froski eöa skjaldböku nokkurn tima í saltvatni og aS hjartaö heldur áfram aS slá eins og þaS geröi í lif- andi dýrinu. Þetta var þakkaS taugahnoSum sem eru í hjartaveggn- um, en nú v'itum vér aS hægt er aS geyma hjartasellur í aft aS 2 mánuöi og þær halda áfram aS dragast sam- meS jöfnu millibili eins og áöur. Og nú vitum Vér, aS þaS er ekki einung- is hægt aS geyma lifandi sellur og jafnvel heil líffæri úr dýrum meS köldu blóSi, heldur einnig úr spen- dýrum meS heitu blóöi, og þá mann- inum líka. ÞaS eru einkuni 3 menn, sem mega teljast frumkvöölar þessara mikil- vægu uppgötvana: Harrison, Bur- rows og Carrel, allir ameriskir vís- indamenn. En einkum er þaS þó hinn síöastnefndi, sem mestan heiö- ur á skilinn, því hann hefir skaraö langt fram úr öllum öSrum í því aS leiSa þessar miklu nýjungar í ljós. Carrel hefir tekist aS geyma í margar vikur óskemda og Iifandi ýmsa líffærahluta, sem ýmist eru skornir út.úr lifandi dýrum eSa dýr- um, sem eru nýdáin. Og þaö eru ekki einungis heilbrigöir partar lík- amans, sem hægt er aS geyma, held- ur einnig æxli og meinsemdir, eins og t.d. krabbamein. ÞaS v'ar lengi mestu erfiSIeikum bundiS, aö halda líkamspörtum óskemdum og varna bakteríum aögöngu aS þeim, og svo þurfti aö finna ýms skilyrSi sem sellurnar heimta til aS geta dafnaö vel. Þær þurfa t.d. jafnan hita, sama og líkamshitann, og næringar- vökva, sem er líkastur blóSi eöa lymfu, eSa saltvatn (0,6%) meS dá- litlu af kalíum og kalki (svonefnd- ur Ringersvökviý. Þegar þessi og fleiri skilyröi eru fengin, geta sellurnar lifaö eftir sem áöur og vaxiS og margfaldast. Harrison og Carrel hafa meö smá- sjá getaö fylgt því hvernig tauga- sellur, bandv’efssellur og beinsellur fara aö vaxa , hvernig sár gróa, o. s. frv. Frægastur hefir Carrell oröiö fyr- ir þaS, hve fimur hann er í þvi aS sauma saman æöar og græöa af- skorna holdparta viö líkamann aft- ur. ÞaS ertl engar ýkjur, aS segja mætti meö sanni um Carrel, þaS sem vísan hermir um Jón heitinn Péturs- son lækni: “bóg hann tók af svörtum sauS og setti á þann hvita”— því Carrel hefir tekist aö framkvæma þaö í verki, sem ímyndunarafl vísu- höfundarins feöa alþýöuhviksagaj eignaSi Jóni meS röngu, nfl., aS flytja lim af einu dýri á annaö. Hann hefir flutt löpp af einum hundi á annan, saumaö saman æöar, taug- ar, vöSva, beinhimnu og bein hvert í sínu lagi, svo löppin greri viö stúf- inn. Hann hefir haft nýrnaskifti á tveimur skepnum og hann hefir tek- iS nýra úr hundi og flutt þaS upp á háls og komiS því til aS gróa þar fast pndir húöinni ; en til þess varS hann aö sauma nýrnaæöahnútana inn í op er hann geröi á stóru æöarnar á háls- inum, en þvagpípuna úr nýranu lét hann opnasl útúr hliSinni. Þetta háls nýra geröi svipaS gagn á þessum ó- v'analega staS og gaf frá sér þvag eftir sem áöur. Á líkan hátt hefir hann flutt tii milti, æxlunar kirtla og önnur liffæri bæöi til annara staSa í sama líkama Og úr einu dýri í annaS. Einhver merkilegasta tilraun, sem Carrel hefir hepnast, er sú, aS taka í einu lagi öll helztu innýflin út úr ketti — hjartaö, lungun, lifur, mag- ann og nokkuS af görnum, brisiS, nýrun og miltiS og halda öllu þessu lifandi í rúmar 13 klukkustundir. ASfed5 Carrels var þessi: . Fyrst svæfSi hann köttinn meS eter. Þá skar hann fyrst sundur vél- indiö og batt fyrir opiö. SíSan skar hann sundur barkann og setti gler- pípu i opiö. Þ.vínæst opnaöi hann kviöinn og batt fyrir og skar sund- ur stórslagæöina og holæöina neöar- lega í kviSarholinu; sama gerSi hann viö þvagpípurnar frá nýrun- um. Nú losaöi hann stóru æöarnar frá hryggnum ,batt fyrir allar grein- ar aörar en þær sem liggja til inn- ýflanna og skar sundur innýflataug- arnar sem ganga frá taugahnoöunum viö hrygginn. Þegar hann nú haföi losaö kviöarholsinnýflin hjúpaöi hann þau í japönskum silkiklút feins og “Kjósarost í snýtuklút” mundi Grön- dal hafa sagtj. Þessu næst opnaöi hann brjóstholið og losaöi þindina alt í kring frá brjóstveggnum. Þá gat kisa ekki lengur dregiS andann, en þá tók Carrel til sinna ráSa og dældi nú lofti inn i lungun og út úr þeim á víxl. En þar á eftir skar hann sundur og batt fyrir stóru háls- æöarnar sem ganga til höfuðsins, en um leiö misti heilinn stjórn yfir öllu og kötturinn dó, þaö er aS segja sá köttur, sem getur kallast meS öllum mjalla, þ.e. meö öllum skilningar- vitum, og eftir var aö eins “skynlaus köttur.” Hann skar síöan sundur allar æð- ar og taugar, sem liggja til innýfl- anna frá likamshlutunum í kring, og losaði nú innýflin út úr kettinum og setti þau í einu lagi niSur í ker meS 38 st. heitum næringarvökva fRing- ers vökv'aj. Nú gætti hann þess aS cngar æöar spýttu lengur og stööv- aði vel alla blóörás. ÞaS gat ekki hjá því fariS, aö töluvert blóS færi til spillis viö þenn- an mikla uppskurS; hjartaö hélt þóá- fram aS slá, en hjartslátturinn var farinn mjög aS linast. Þá opnaöi Carrel öörum ketti æS og lét blóö streyma úr honum til holæöarinnar í innýflum dauöa kattarins. ViS þetta hrestist hjartaS og varS eins og heilbrigt. Meltingarhreyfingar sáust greinilega bæöi i maga og görnum; þvag rann úr nýrunum, og þaS þurfti aS opna neSri garnarend- ann til þess aö þessi innýfla köttur gæti fengiS hægöir. Gall streymdi úr lifrinni og þaö var hægt aS sann- færast um, aS maturinn sem í mag- anum var meltist sem í lifanda lífi. Carrel hefir endurtekiS þennan uppskurS hvaS eftir annaS (en ekki þó á sama kettinumlj og lengst hef- ir honum tekist aS halda innýflunum öllum lifandi í rúmlega 13 klukku- stundir, eins og fyr var sagt. En stundum dóu líffærin miklu fyr, sum snögglega eftir 3-4 tíma, en stundum seinna. ÞaS kom fyrir, aS lífhimnu- bólga kom og flýtti dauöanum, en oftast tókst aS halda sóttkv'eikjunni frá. ÞaS er þegar oröiö áugljóst, aS tilraunir o^ uppgötvanir Carrels hafa mikla þýðingu í læknisfræöinni. MeS aSferðum Carrels hefir tekist að veita blóSi úr heilbrigöum mann- eskjum í sjúka eöa blóSlitla. Þaö hefir lánast aS geyma bein og liöa- mót úr nýdánum mónnum, til að setja inn í staöinn fyrif bein og liðu sem hafa veriS skorin burtu vegna meinsemda. Nokkrir læknar í Evr- ópu, þar á meöal Rovsing í Dan- mörku, hafa grætt liöamót og leggi úr mönnum, sem dáiS höföu snögg- lega af slysum, inn í skarðið fyrir beinmeinsemdir sem skornar voru burtu, og hefir sumt af því hepnast furöanlega. — ÞaS gengur sú saga um Carrel, aö þegar sáralækna í Ameriku vanhagi um einhvern lík- amshluta, þá sími þeir til Carrels og hann sendi óðara meS hraðlestinni þaö líffæri sem spurt er um, ef hann þá á þaö í fórum sínum. Engan skyldi furSa á, þó fyrir kynni aö koma aS Carrel vaknaöi stundum meS andfælum viö aS ein- hver framliöinn kæmi að heimta hold af sínu holdi eöa bein af sínum beinum. “Fáöu mér aftur beiniS mitt, Gunna,” stendur í þjóðsögun- um okkar. Og maöur skyldi halda, að hrindingar og pústrar kynni síöar meir aS hljótast af holdsins upprisu. Fjölkyngi Carrels í aS græða v'ið hold og limu, hefir vakiö svo mikla eftirtekt, af því aö áöur haföi það eigi hepnast nema um fáa líkams- hluta. ÞaS var t.d. kunnugt, aS hægt var aS græöa húðsnepla af einum lík- amshluta á annan, eöa einum manni á annan, og koma með því sárum til að skinnga. Einnig voru kunnug dæmi þess, aö afskorin nef og eyrna- sneplar gætu gróið við, ef vel var bundiö um, — þýzkur læknir, Hof- acker, sem oft hafði veriö kvaddur til að vera viö einvígi, segir frá því í riti, sem kom út 1836, aS hann hafi oítar en einu sinni grætt við nef og aðra hoklparta, sem höföu verið af- höggnir, og það jafnvel þó liðin hefði verið hálf klukkustund eftir aö áverkinn átti sér stað. Hann þekti ])ó engin sárameðul önnur en vatn og vínanda. Frakkneskur læknir segir frá mörgu þessu aSlútandi, meöal annars segir hann frá 27 tilfellum, þar sem tókst að græSa afhöggvin nef viö aftur. Ein sagan er sérlega eftir- tektarverð: Dáti lenti í ryskingar viS félaga sinn utan við Veitingahús, og voru báðir vel drukknir. Dátinn varð^ undir en félagi hans, sem var orð.inn all-reiður lét kné fylgja kviöi og beit af honum nefiS. Honum lá við klýju af blóðugum og volgum nef- bútnum, hrækti honum út úr sér, og sparkaöi honum út í göturennuna. Þar lá nefið. Dátinn steig á fætur, neflaus og al- blóðugur í framan. Hann tók upp nefið sitt og kastaði því í bræði eftir fjandmanni sinum. En þaö lenti inn um opinn gluggann hjá rakaranum Galin. Galin tók sendinguna upp og sá fljótt hvaö var. ''Hann þvoöi nef- iS undir vatnskrananum, og þegar dátinn kom þar aö, til aö fá bundiS um sár sitt, þvoði Galin það upp úr volgu víni. Því næst festi hann nefiö á dátann með heftiplástri. Það fór strax aS festast daginn eftir, og 4 dögum seinna skoðaði læknirinn Garengeot sjúklinginn og vottaöi að nefiö væri “parfeitement bien reuni et cicarticé”, þ. e. í allra bezta lagi og á góðum vegi aS gróa. Þessar og þvílíkar sögur eru tals- vert ýktar en þó í aðalatriðunum sannar. Þær vekja enga sérlega að- dáun vora fyrir læknislistinni eins og frægöarverk Carrels, heldur sýna þær einungis hið dásamlega græðandi afl náttúrunnar, (vis medicatrix na- turaej. Alex Carrel er frakkneskur að uppruna, og að eins rúmlega fer- tugur aS aldri og á því sennilega margt eftir óstarfaS enn. í Göngu-Hrólfs sögu segir frá því að Möndull dvergur græddi fæturna á Hrólf ,og hafði hann geymt þá ó- skemda fyrir Hrólf, sem lengi hafði bagaS fótaleysið. Þessi sögusögn er eitt af mörgum dæmum þess hvernig skáldin dreymir um ýmsa ótrúlega hluti og kraftaverk, sem seinna kom- ast til verulegra framkvæmda fyrir vaxandi þekkingu og þj-oskun manns andans. Hver veit nema að allir draumar rætist einhverntíma? Þegar Kolskeggur hjó fótinn und- an Kol í bardaganum viS Knafahóla, “þá leit Kolur á stúfinn, en Kol- skeggur mælti: ‘Eigi þarft þú að líta á, jafnt er sem þér sýnist, af er fóturinn’. Kolur fell þá dauður niöur.” LítiS mun Kolskegg hafa grunaS þá, aS þeir tímar mundu koma, aS til tals gæti komiS aS græða við af- höggna fætur og limi. Gunnar og Kolskeggur drápu tveir einir fjórtán manns í þessum bardaga, og hafa margir síðan dáSst aS því þrekvirki. En sennilega mundi þó meira hafa verið dáðst aö þeim, er hefði getað grætt viö löppina á vesalings Kol, þó mörgum hafi ef til vill fundist lítill mannskaöi að honum. Steingr. Matthíasson. —Skírnir. Ráð til að eyða rótarstofnum. HiS erfiöasta sem margir landí- nemar hafa viö aS fást, er ekki að fella trén á löndum sínum, heldur aö eyöa stofnunum. Til þess er nú fundið ráS, svo einfalt og ódýrt, að sögn, að mikill léttir má Sáu forlögin fyrir. Yíöa mundi þess verða vart ef vel væri leitaS, aö ýmsir málsmet- andi og skarpskygnlr menn á Þýzkalandi óttuSust, aS matar- skortur mundi sverfa aö þjóöinni, ef hún lenti í ófriöi viS England. Þeir 'hafa fyrir löngu búist viS þvi, aS England mundi reyna aS “svelta” Þýzkaland, er til ófriðar drægi, eins og Þjóðverjar hafa þegar sýnt í verkinu, aö þeir mundu svelta England, ef þó brysti ekki bolmagn til þess. Uítl aldamótin síðustu skrifaSi Goltz barón urn þetta í “Deutsche Rundschau”. Bendir hann meðal annars á, aö Norðurríkin í Ame- ríku 'hafi sigrast á Suöurríkjunum vegna þess að þau gátu vamaö öllum siglingum til Suðurrikjanna. Um aldamótin var því nær einn fimti hluti allra matvæla sem neytt var i Þýzkaland'i aðfluttur og síS- an hefir aSflutningur matvæla aukist ár frá ári. “Þar af leiöandi,” segir höfund- ur, “mundi oss vanta 500 miljón marka virSi af matvæulm árlega ef siglingar til Þýzkalands teptust. Ef vér þar aS auki ættum í höggi viS Erakkland og Rússland, mundi oss skorta 1000 miljón marka viröi. Þess vegna getum viö ekki sigrað í slíku stríði nema viS get- um haldið höfnum vorum opnum fyrír verzlunarskipum. Dýrtið; mundi koma upp og vér yröum neyddir til að semja friö.” Fyrir því álítur hann, að ÞjóSverjar þurfi að auka flota sinn. Ofmikið af keti. Canada menn eta meiri ketmat en aðrar þjóðir, aö tveim undan- teknum: Ástraliu og Bandaríkjum. Því er nú 'haldiö á lofti af ýmsum, aS landsmenn geri of mikiö aS því, einkanlega nú, er ket er aö komast í geypiverS, og því sé sjálf- sagt aS fá annað til matar í þess stað, er ódýrara sé og fult eins holt. James Eong heitir einn brezkur matarspekingur, er herstjórn lands- ins hefir í ráöum um mataræSi 'her- liösins. Hann heldur því fram, aS vera, þeim sem það veröa að gera. Sagt er, að ef þaö er brúkaö, þurfij “jam” sé frábærlega nærandi og lítiö eða ekkert aS grafa til róta, holl fæða. “Næringargíldi þess er og því fylgir ekki það jarðrask, sem sprengingum er samfara. Verkfærín eru járnhetta og blást- ursbelgur, knúður vél. I rOtarstoín þann, sem eyða skal er boruö hola og hann klofinn með dynamite. Eftir þaS er jámhulunm steypt yfir stofninn og mold hlaöiS utan- meS, svo aö hitinn komist ekki út. SíSan er kveikt í og byrjað aö blása, og svo skarpur verður hit- inn innan í jámhettunni, að rótin brennur á skömmum tíma. Þetta var reynt fyrir skömrnu á blautum stofni í Gladstone, Ore., 4 feta há- um og 20 feta gildum viö jörö. Eftir sex stundir var hann eyddur og var kostnaðurinn $1.15. Fimm hettur má nota í einu frá sama blástri. Þegar þaö sem upp úr stendur erbrunniö, er 'hettan tekin af, glóöin falin og brenna þá ræt- urnar af sjálfu sér. Friðrik VI. og presturinn. ÞaS var siSur FriSriks Dana- konungs VI. meö því nafni að veita almenningi viðtal á hverjum m/mudegi. Komu venjulega svo margir sem óskuöu aö tala viö hans hátign, að konungur haföi ekki viS aö veita þeim áheym. Til að sýna að enginn greinarmun- ur væri gerSur á fátækum og rík- um, háum og láum, var gestunum gefin númer og sendir til kon- ungs í sömu röö og þeir komu. Einu sinni vildi þó svo illa til, aö út af þessu brá. Ungur maður sem inn hafði komið, hafSi verið i svo djúpurn þönkum, aS hann tók ekki eftir þegar númer hans var nefnt. Tók eftir honum fyr en viötalstíminn var út runninn. Hélt hann samt aS konungur væri enn í viðtals- salnum og lét manninn fara inn. En konungur var farinn inn í annaö herbergi til aö boröa. Hinn ungi maöur var útskrifaöur úr prestaskóla, en hafði fengið lágan vitnisburð, gekk því illa aö fá em- bætti, og ætlaöi nú aS biðja kóng- inn aö leyfa sér aö fara til Græn- Iands og gerast þar prestur. MeáS því nú aö konungttr var ekk’i sjá- anlegur í salnum hélt presturinn inn í næsta herbergi. Þegar kon- ungur sá hann rauk nannt upp og kallaöi: “Hvert ætlið þér aö fara?” “Eg vildi komast til Grænlands, yðar hátign,” sagöi maöurinn og hneigöi sig auömjúk- lega. “Ha, ha. Þetta er nú reynd- ar ekki leiðin til Grænlands. En fyrst eg fæ ekki áö vera í friöi fyrir yöur, þá er læzt að þér farið þangaö.” Konungur stóö viö orö sín; presturinn fékk embæ.tið og tók við þvi tneð mestu þöl kum. afarmikiS, af sykri sem þaö inni- heldur, enda er þaS þrisvar sinn- um næringarmeira en smér og vel það. Helmingur þess er sykur, sem nauösynlegur er fyrir líkami- ann, inn'iheldur líka efni úr berki ávaxta og er einkar holt og hent- ugt til aS örva meltingu. Bezta “jam” er úr plómum, apricots, gooseberry og kúrenum, þó ber aS taka þaS jam fram yfir allar aSr- ar tegundir, sem búiö er til úr plómum og eplum til samans. Jam ber ekki aö skoSa sem sætindi, heldur sem holla og nærandi fæðu,” segir þessi fræðimaSur. Annar 'honum likur, sem heitir Dr. Stutt, í þjónustu stjórnar vors lands, brýnir fyrir almenningi hve holl og hentug fæöa káliS sé, éink- um nýtt, sem tekið er upp úr görö- um og látiö í pottinn jafnóöum. Hann íýsir því hvílíkur búbætir sé aS því, fyrir borgart>ua, að hafa smáan kálgarö aS húsabaki, spara þarmeð kaup á garSamat og eink- anlega njóta þeirrar hollustu, sem kálmeti hefir fyrir næringu líkam- ans. Þessi lærSi maöur segir svo, meöal annars: "Vér ættum að hafa þaö hug- fast, að mörg af þeim meinum, sem holdiö þjá, eiga rót sína. að rekja til óvarkárni í mataræði, og því yngri sem vér erum, þegar vér veitum þessu eftirtekt, því betra. Margir af oss, sem í borgum búa, eta of mikiS. Þar af kemur það, aS vér verðum of feitir þegar á æfina líður, og völdum meS þvi móti líffærum líkamans af mikilli nreynslu, er þau Vinna haröara en ella, til þess aö losa likamann við þaS sem honum er ekki nauðsyn- ____legt til viöurhalds. Ennfremur er þjónninn ekki) l’^ árerðanícgt, aS vér sem sitjum nnkið fyrir, etum of mikiö ket. Sá maður sem s'itur viS skrifborS- ið allan daginn eða stendur viS búöardiskinn, 'kann aS leysa .f hendi eins mikiS verk og sá sem gengur meö plóginum allan daginn, en þaS er alt öðru visi vinna. Til hennar útheimtist hvergi nærri eins kröftug fæöa. Ekki vil eg halda því fram, aS vér ættum aS haga mataræði voru eftir vissum, ófrávikjanlegum forskiftum, eöá vega á lyfjavog hverja matarteg- und fyrir sig, en vér ættum aS haga mataræöinu slcynsamlega og gæta þess hvaö vísindin segja, aS þurfa muni til þess aö viðhalda hita og kröftunf líkamans. “Nýtt kálmeti er holt, Iystugt og nytsamlegt til góðrar heilsu. Þó að ket hafi meira næringar- gildi en kál, þa skyldi enginn | halda, að ]>aö skorti þau efni sem líkamanum eru nauSsynfeg til viS- halds og vaxtar. Það væri mögu- legt, þó tæplega rpætti kallast fýsi- legt, að lifa eingöngu á urtafæðu. En kálið ber ekki eingöngu aö skoöa frá því sjónarmiiöi, hve næringarmikið þaö er, þó vel jafnist það á viS aörar fæðuteg- undir, að því Ieyti til, né heldur ]>arf að mæla meö þvi fyrir þaS, hve lystugt þaö er og hentugt til tilbreytinga. ÞaS hefir þar að auki þann mikla kost, aö hafa beinar heilspsamlegar verkanir á líkamann, örvar meltlnguna og hafa þar aS auki þá fyrirferð, sem nauðsynleg er, til þess að melting- arfærin vinni sem bezt aS fæðunni. Flestur garöamatur inniheldur sölt sem ýta undir meltingu fæðunnar og fyrírbyggja meltingartregðu, þann almenna unuaniara svo margra hættulegra, og stundum banvænna, sjúkdóma. Ennfremur hefir margt kálmeti, sér í lagi það sem notaS er í “salads”, þann kost aS kæla blóöið, og er því ein- staklega holt, ekki sízt um sumar- tímann. Nýtt kálmeti er stórum betra en það sem geymt hefir veriö, þó ekki sé nema í fáa daga. Til þess aö garðamatur njóti sem bezt allra kosta sinna, veröur aS eta hann nýjan”, segir þessi efnafræðingur. Sótt í sjóinn. StöSugt hefir verið unniö að því, að kanna þann stað, þarsem “Empress of Ireland” sökk i St. Lawrence flóa, og er nú svo kom- iS, aS búið er að ná öllum bréfum og silfurstöngum, sem skipið haföi meSferðis, svo og öllurn líkum, sem til náðist í skipinu. Þarsem slysið vildi til, er dýpiS 138 fet um fjöru, en skipiö sökk í leðjuna á botninum og lagSist á ‘hliðina. Kafarar urSu að vinna á 160 feta dýpi með köflum og þykir það furðulegt, hve inikið þeir hafa áorkaS. Þó að verkið væri háska- legt, þá bar aöeins eitt slys aS höndum, meöan á þvi stóS, einn af köfurum, sem þar störfuðu, misti lifið. ÁSur en kafarar voru sendir niöur, var líkan búiS til af skip- inu, og þeir látnir kynna sér þaö rækilega, einkum leiöina aS pen- ingaksápum þess. Til frekari var- úðar, var það látið vera fyrsta. verk kafaranna, eftir að þeir voru búnir aS bora gat á skipiö, aS loka öllum dyrum, öðrum en þeim sem þeir þurftu aS nota, svo aS enginn þyrfti aS villast seinna meir, eSa flækja loftpípu sína, síma eöa líf- streng. Vegna þess þáska, sem verk- inu var samfara, var enginn kaf- ari látinn fara einn sér, heldur tveir saman, og jafnskjótt og tveir komu upp voru aörir tveir l'itnir fara niöur í þeirra stað. Björg- unarskipið sem að þessu starfi vann, hafði nýjan útbúnaS til aö koma hreinu lofti til kafaranna, því var ekki dælt til þeirra, einsog áöur haföi gert veriö, 'heldur lagöi ]>að niður til þeirra úr þróm, meS samanþjöppuSu lofti. Kafarinn sem lífiS misti hrapaöi af skips- hliöinni ofan í hyl, þrýstingurinn ofan á honum jókst viö það skyndilega, á því mun liann elcki hafa áttaö sig, og lókaöi spjaldi á loftpípu sinni, í staS þess aö opna þaS. Eftir það var breytt tilhög- un á loftpipum, svo að slík slys skyldu ekki koma fyrir aftur. Þegar búið var að bjarga bréf- um og fjármunum og koma öllurn likum á land, sem fundust, voru stálsiglur skipsins sagaöar af viö þiljur, til þess að öörum skipum skyldi ekkí stafa nein hætta af þeim. Stór ritvél. Einn af sýnisgripum á sýning- unni i San Francisco er rétvélar- bákn 2000 sinnum stærra en vana- legar ritvélar. Hún var búin til x auglýsinga skyni, en er mikiö not- uS til aS rita ágrip af blaðafrétt- um, sem lesa má í margra faSma fjarska. Vélin er 21 fet á breidd, 15 fet á 'hæö og hefir kostaS $100,- 000 aS sögn. Stafimir eru þrír þml. á hæS og eru tveir þml. á’ milli hverra stafa, á pappimum. Hún er þrjátíu og fimrn vættir á þyngd, en nóturnar, sem stutt er á, í vánalegum ritvélum, eru sjö þuml. aö þvennáli. Valsinn, sem er holur, er svo stór, aS fullorö- inn ntaSur getur skriðið í gegnum hann. Pappírinn sem skrifað er á, þarf aö vera 9 fet á breidd. Sá sem vélinni beitir, situr viö aSra smáa vitvél, er hann beitir eins og vant er, en svo er um búiö, aS stafimir á stóru vélinni hreyfast eftir þeirri smáu. Tvö ár var vélin x smiSum og fjórar rafmagns- vélar þarf til aS knýja hana. Á mynd sem vér höfxxm séö af þessu vélar bákni, sitja 16 stúlk- ur á henni til og frá, en sumar standa, og sýnist þó vera rúm fyrir meir en helmingi fleiri. Þakklæti. Þar eS eg hefi nú orSið að reyna allmikiö sj úkdómsstríð og margir í því stríði hafa rétt mér hjálparhönd, finn eg mér skylt að tjá þeim opin- berlega þakklæti mitt. Hjálpin byrjaði þannig, að þegai^ eg lá veik á heimili minu í Árnes-bygS í Nýja íslandi, komu þau hjónin Sigurjón og GuSrún Jónsson frá Odda og grensluöust eftir ástæðum mínum. ÞaS leiddi til þess, aS þau, ásamt þeim hjónum Ólafi og Helgu Jónas- son, gengust fyrir samskotum mér til styrktar. Alls safnaðist $28.70 í peningum auk þess sem ýmsir veittu mér gjafir í ööru. MeS þaS, sem fyrir hendi var, lagði eg af staS til Winnipeg og leit- aði þar til Dr. Brandsonar, sem sv’o mörgum hefir hjálpaS. Hann kom mér fyrir á hinum almenna spítala bæjarins, geröi á mér uppskurö og tók fyrir þaS vandaverk alls enga borgun. Á spítalanum var eg frá 7. Febrúar til 11. Marz og naut þar hinnar beztu hjúkrunar. Á meSan eg var þar, heimótti mig maSur, er hafði í þeim tilgangi ferSast 200 míl- ur, og gaf hann mér $20.00. Þegar eg kom af spitalanum var eg um þriggja vikna tíma hjá þeim hjónunum Rafnkeli og SigríSi Berg- son aS 692 Banning St. og naut þar kærleiksríkrar umönnunar án nokk- urs endurgjalds. Mrs. James Stanish auösýndi mér einnig hjálp á margan hátt meðan eg var í bænum. Öllum þessum og öllum öörum, er hafa rétt mér hjálparhönd í þessum erviSleikum mínum, ekki sízt Bif- rastar-sveit, sejn borgar fyrir veru mína á spítalanum þakka eg af öllu hjarta, og biS eg góðan guö aS launa öllum þessum vinum, er svo drengi- 1 lega hlupu undir bagga, þegar eg af eigin ramleik hefði mér enga hjálp getaS veitt. En umfram alla aðra þakka eg lækninum, sem eg á þaS að þakka, meS guös hjálp, aö eg er á góöum batav'egi aS ná fullri heilsu. MaSurinn minn og börnin eru mér samtaka í því aS bera fram af hrærðu hjarta þetta þakklæti. Stödd í Winipeg 29. Marz 1915. (Mrs.) Halldóra Pálsson. Árnes, Man. Nýtt áhald. Danskur vísindajnaSur og kenn- ari, Ea Cour í Kaupmaruiahöfn, hefir fundið upp nýtt áhald og efni til aS hita vatn á örlitlu brot'i úf minútu. Efninu er komiö fyrir í litlu hitahylki sem er aS lögun og stærS eins og vaselinöskjur, en miklu þyngra, því bæð'i er eldiviö- urinn miklu þyngri en vaselín og öskjurnar eru úr jámi; má bera þessar öskjur í vasanum aS ósekju. Er dósinni stungiö í þar tií geröa hvylft á botni ketilsins áSur en kveikt er i. Til þess aö hitinn komi aS sem beztum notxun og sem minst fari forgörötim er ket illinn settur á jörð niöur og mold eða sandi sópaS upp aS alt uím kring, því efniS í 'hylkinu brennur án þess loft eða súrefni þurfi aS komast þar aö. Eftir örfá augna- blik er vatniö sjóSandi heitt. Hentugt hlýtur þetta áhald aS vera fyrir þá sem ferðasí um fjöll og óbygöir, ef rétt ef hermt frá kostum þess. • HAFIÐ ÞER NOTAÐ • • .SILKSTONE' • • • Hið indaelis fallega • Flat-veggja-mál. , • • það má þvo • • | $1.00 afsláttur á tonni af kolum L.esið afsláttarmiðann. Seudið hann með pöntun yðar. Kynnist CHINOOK Ný reyklaus kol $9.50 tonnið Enginn reykur. Ekkert sót Ekkert gjall. Agœtt fyrir eldavélar og ofnat einnig fyrir aðrar hitavélar haust og vor. Þetta boð vort stendur til 7. nóv- ember 1914. Pantið sem fyrst. J.G. HARGRAVE & CO., Ltd. 334 MAIN STREET Phone Main 432-431 Klipp úr og sýn með pöntun. $1.00 Afsláttur $1.00 Ef þér kauplB eitt tonn af Chinoolc kolum á $9.50, þá glldir þessi mlBl einu dollar, ef einhver umboBsmaBur fé- lagslns skrlfar undlr hann. J. G. Ilargrave A Co., Ltd. (önýtur án undirskrlftar.) I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.