Lögberg - 22.04.1915, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGÍNN 22. APRIL 1915
5
ÍS-TÍMI SUMAR-
sins byrjar
I^Maí næstk.
Þá byrjum vér að flytja Is heim á heimili
hvar sem er í borginni.
The Arctic Ice Company
LIMITED
I 56 Bell Avenue
Mið-bæjar starfstofa á neðata gólfi í Lindsay Bldg.
Eftir öllum
upplýsingum ber
að síma til
FORT ROUGE
981
( 5 lines)
Það kostaryður EKKERT
að reyna
Record
áftur en þér kaupitt rjómaskilvindu.
RECORI> er einmitt skilvindan,
sem be7.t. á viB fyrir bændur, er hafa
ekki fleiri en
6 KÝR
l»egar þér reynið þessu véi, munutS
þér brátt sannfærast um, ab hún
tekur öllum ötSrum fram af sömu
stærö og vertti.
Ef þér notifi RECORD, fáiÖ þér
meira smjör, hún er aubveldari
mebferbar, traustari, aubhreinsabri
og seld n\o lágu verbi, atS abrir geta
ekki eftir leikið.
SkrifiÖ eftir söluskilmálum og öll-
um applýsingum, til
The Swedish
Canadian Sales Ltd.
234 Logan Avenue, Winnipeg.
fáir kjósendur, [Hver einasti kjós-
andi, sem hefir vit og samvizku til
að bera, gerir meir en æskja þess,
hann lítur eftir bæði loforöum
og efndum, og hagar sér þar eft-
ir. — Ritstj.]. sem taka vilja
undir meö F. J. Dixon er hann
sagöi i fylkisþinginu i vetur: “Við
höfum hingaö til orðið að una því
að þingmennirnir gæddu okku'r á
góöum loforðutn fyrir kosningar.
Hér eftir óskum við að þeir vildu
gæöa okkur á nytsönrum fram-
kvæmdum eftir kosningar.”
Þýðandinn. .
Frá íslandi.
Reykjavík 17. rnarz 1915.
H. Hafstein bankastjóri er með
“Botníu’’, sem er í Vestmannaeyj-
um í dag og kemur 'hingaö á morg-
un.
Kuldar hafa verið það sem af
er þessari viku, og norðanátt, en
þó ekki hvast.
Ilafís er nú kominn að Vestur-
landi. liggur úti fyrir ísafjarðar-
djúpi og hefir rekið inn á Dýra-
fjörð og firðina þar í milli.
Það er sagt, og mun vera áreið-
anlegt, að í Isaf., sem koma átti út
síðastl. miðvikudag,' hafi verið bú-
ið að setja upp langa grein eftir
Svein Bjömsson, þar sem meðal
annars var farið mjög 'hörðum orð"
um um “utanstefnur’’ og hörð árás
gerð á H. Hafstein fyrir að hafa
orðiö við tilmælum konungs um,
að koma á fund hans til viðtals.
En áður en blaðið kæmi út með
greinina kom konungsskeytið til
Sveins, og varð það þá hans fyrsta
verk, að hlaupa niður í prent-
smiðju og stöðva blaðið. En svo
mikið varð ísaf. um þetta, að hún
gat alls ekki komið út fyr en á
Laugardag, því nú varð hún að
klæða sig alveg um.
Vélarbáturinn “Haffari” frá
Sandgerði, sá er bjargað var ný-
lega suðvestur af Reykjanesi,
strandaði aðfaranótt 11. þ. m. á
Bæjarskeri á Miðnesi og gereyði-
lagðist, en skipverjum var bjargið.
Báturinn hafði verið vátrygður
fyrir 600 kr.
Konungsráðanautaritlr þrír fóru
héðan með “Vestu” síðastl. laugar-
dagkveld og ráðgerðu að koma aft-
ur með “Gullfossi” snemma í april,
Reykjavík 20. marz 1915.
Norðanstormur er i dag og mik-
ið frost.
Hafisinn kvað vera að þokast
frá Vesturlandinu. En við Norð-
urland hefir 'hann ekki sés tenn.
Jón Ólafsson rithöfundur er
hálfsjötugur i dag.
Skipshöfnin á “Gullfoss” fór til
K'hafnar með “Vestu” síðastl. laug-
ardag. Skipstjóri verður Sigurður
Pétursson frá Hrólfsskála; stýri-
menn: 1. Jón Erlendsson, 2. Einar
Stefánsson frá Knararnesi; véla-
meistarar: 1. Haraldur Sigurðsson
frá Flatey, 2. Brynjólfur Magnús-
son; hásetar: Ásgeir Jónasson,
Ófeigur Guðnason, Kristján Jóns-
son, Jón Rögnvaldsson, Guðni
Þórarinsson og Jón Júl. Bjama-
son, Karl Brynjólfsson, Einar
Eiríksson og Gunnar Jónsson.
Brytinn er danskur og heitir Johs.
Klein, en þjónn á 1. farrými
Bjami Guðnason og irammistöðu-
stúlka Theodína Þórsteinsdóttir.
— “Gullfoss” kvað þegar 'hafa
fengið fullfermi af vörum frá
Khöfn.
Sýslumannssetrið Arnarholti í
Mýrasýslu er selt Hirti alþingism.
Snorrasyni á Skeljabrekku og þar
með alt búið. Sigurður sýslum-
kvað fara liingað til bæjarins næst-
komandi haust. Hjörtur hefir
aftur selt Skeljabrekku og búið
•þar.
Mjóafjarðarprestakall er veitt
séra Jönmundi Halldórssyni á
Baröi.
—Lögrétta.
Útsvör í Reykjavík eru þessi
yfir 1000 kr.: Steinolíu félagið
6000 kr., Fiskiveiðafélagið ísland
3400 kr.; Hlutafélagið Kveldúlfur
2200 kr.; Fiskifél. Njörður 1000
kr.; Fiskifél. Bragi 2000 kr.; Ol.
Johnson kaupm. 1500 kr.; Kaaber
kaupm. 1500 kr.; Sláturfél. Suð-
urlands 1300 kr.; Th. Thorsteins-
son 3700 kr.; J. Zimsen konsúll
1600 kr.; Trolle umboðsmaður
1000 kr. Af embættismönnum
hefir Jón Magnússon bæjarfógeti
hæst útsvar, 850 krónur.
Dáinn er í Reykjavík Magnús
Steindórsson, fyrrum bóndi í
Hnausum í Húnaþingi, nálægt 76
ára gam*Il.
fengið meiri afla en venjulega, og
þó einkum þilskip.
Fríkirkjusöfnuður er myndaður
á Fáskrúðsfirði og hefir verið
kosinn forstöðumaður hans Stefán1
Björnsson cand. theol., áður ritstj.
Lögbergs. Ráðherra staðfesti
kosningu hans 15. þ. m.
Dýraverndarinn heitir nýtt blað,
sem faríð er að koma hér út, gefið
út af Dýraverndunarfélagi Islands.
Það á að koma út einu sinni hvem
ársfjórðung, og kostar árg. 50 au.
Þrímenningarnir, sem 'hjá kon-
ungi eru nú, hafa ekkert lát'iö op-
inberlega til sírí heyra hér heima
annað en það, að þeir komu til
Khafnar síðastliðinn laugardag
(20. marz). Nú hafa þeir
verið þar í viku, svo að eitt-
hvað ætti að fara að fréttast af
þe'im. -— Lögrétta.
Hvaðanœfa.
— Frá Berlín berst sú fregn,, að
til 1. april hafi Þjóðverjar tekið
812,808 stríðsfanga: 10,175 f°r"
ingja og 802,633 soldáta. Þar af
eru 242,364 frá Frakklandi, 509,-
350 frá Rússlandi, 40,267 frá
Belgíu og 20,827 úr liði Breta.
— Bakarar í Triest hafa orðið
að leggja niður iðn sína því hvergi
er mél að fá. Vofir 'hungur yfir
borginni, lesta þeir er geta út úr
borginni og fara margir af landi
brott, einkum til ItaKu.
—TJegar Kedivinn i Egyptalandi
ók um Cairo borg í opnum vagni
8. apríl á leið til móður sinnar er
liggur þungt haldin, skaut ungur
verzlunarmaður að vagni hans en
misti markið. Kannast maðurinn
við, að Kedívanum 'hafi kúlan ver-
ið ætluð og hafi hann lengi 'haft i
hyggju að veita honum banatil-
ræðrer færi byðist.
— Sjómála stjórn Breta hefir
lýst því yfir, að til þess geti kom-
ið, að nauðsynlegt verði að banna
skipum að sigla inn á sumar hafn-
ir innan brezka veldisins og skip
sem eiga þangað að fara skyldu
fara varlega og gæta allra merkja,
því 'hættur niegi búast við að séu á
leiðinni. Meðal þeirra hafna sem
getið er, eru mynni og hafnir
flestra fljóta er skipaleið liggur um
í Bretlandi, þar á meðal Thames,
Mersev, Tyne, Tees og Humber,
höfnin í Esquimalt, Halifax og
Quebec og nokkrar aðrar í ný-
lendum Breta. Getið er þess til
að tundurdufl verði lögð svo þétt
á þessar slóðir að sérstök hætta
stafi af.
Leikhúsin
?,....wmmmm
WALKER.
“Pet of the Regiment” er leikið í
Walker Jiessa viku og dregur fjölda
fólks. Söngurinn, sem er ágætur og
einkennisbúningarnir auka mjög á
fegurð leiksins.
“The “Chocolate Soldier” er sá
söngleikur, sem hefir laðað hugi
þjóðanna; hann hefir farið sigurför
unt London, París og Vín. Hvert
lag er listasmíði sinnar tegundar.
Blíðublærinn og ylurinn í sumum
erindunum og lögunum verður enn
áhrifameiri fyrir ósvífnina, sem
kentur frant í öðrum þeirra.
“The Chocolate Soldier” verður
aftur leikinn í Walker leikhúsinu
fimm kveld og verður sýndur þar í
fyrsta sinn á þriðjudagskveld í vik-
unni sem kemur, með matinees á
miðvikudag og laugardag. 25 hljóð-
1 færaleikendur. Aðgangur á kveldin
frá $1 til 25c., en við Mats. 50c. og
25c.
Dr. Guðmundur Finnbogason
flutti erindi um vinnu vísindi
í Iðnó á sunnudaginn var.
Vísindi nefndi hann árang-
ur af nákvæmum tilraunum
er gerðar hafa verið, einkum í
Bandaríkjum Ameriku, til þess að
fá líkamlega vinnu leysta fljótara
og betur af hendi en áður hefir
tíðkast. Arangurinn hefir orðið
afarmikill, vinnan í sumum grein-
um margfaldast, án þess að þreyt-
an hafi aukist, kaup verkamanna
aukist stómm, og ]>á ekki síður
ágóði vinnuveitenda. Sjálfsagt
verður erindið prentað, enda allar
líkur til þess, að vorri þjóð gæti
orðið stfennikið gagn að sams kon-
ar tilraunum sem þeim, er ræðu-
niaður gerði að umtalsefni.
Urn kraftaverk fyr og nú
flutti próf. Har. Nielsson af-
arfjölsótt erindi i Frikirkjunni á
laugardagskveldiö var. öll sæti
voru skipuð og margir stóðu.
Kraftaverk í kristilegum skilningi
taldi ræðutmður þá atburði, sem
ekki verði skýrðir samkævmt
venjulegri rás viðburðanna, er beri
sérstakt vitni um gæzku og mátt
rírottins. Þessir atburðir hefðu
einkent frumkristnina framar öðru,
og fvrir þá hefði 'hún einkum eflst.
Reykjavík 24. marz 1915.
Hingað er komið nýsmíðað is-
lenzkt botnvörpuskip frá Geste-
mynde á Þýzkalandi, hið fyrsta af
íslenzku botnvörpuskipunum, sem
smiðað er þar í landi. Skipið
heitir “Rán” og er eign útgerðarfé-
lagsins “Æjgir”, sem Magnús |TH.
Blöndahl er framkvæmdarstjóri
fyrir, og hefir hann dvalið ytra frá
því í desember til þess að sjá um
smiði skipsins og kom hingað með
því. Skipið er fallegt og mjög
vandað. Þá nýung hefir það fram
yfir hin eldri botnvörpuskip ‘hér,
að i því eru lifrarbræðsluáhöld.
Raflýsing er um alt skipið og all-
ur útbúnaður yfir böfuð eftir nýj-
ustu tízku. “Rán fór i gegnum
Kielarskurðinn á leið hingað og
komst alla leiðina hingað án þess
að verða fj'rir töfum af enskum
herskipum.
Reykjavík 27. marz 1915.
Siðastliðinn laugard. og sunnud.
var hér mikið frost, 14 st. C að
morgni. A mánud'. kom hríðar-
kast og hláka, en síðan hafa verið
stillur og góðviðri.
Afli hefir komið hér svo mikill
á Iand i vetu'r, að aldrei 'hefir verið
eins áður á sama tima. Bæði
botnvörpungar og þilskip 'hafa
DOMINION.
Gamanleikurinn “Charley’s Aunt”
sem allir hlæja 'að, verður leikinn
alla næstu v'iku í Dominion leikhús-
inu,
Mr. Fred. Cununings, einn af hin-
um beztu leikendum félagsins, hefir
verið lasburða síðari hluta vetrar og
ekki komið á leiksvið fyr en Miss
Maude Fealy kom og lék í “moths”.
Mr. Cumings hefir aldrei betur
tekist en i þessum leik og þetta er í
þriðja skiftið, sem hann leikur í
þessum gamanleik.
Þeir sem sækja þetta leikhús mega
reiða sig á að þeir hafa sjaldan
notiö þar betri sk^mtunar en þeir
gera i næsu viku.
Auk þess verður leikinn smáleik-
ur í einum þætti er heitir “Her De-
cision.”
“Charley’s Aunt” verður leikinn
alla næstu viku með venjulegunt
matinees á þriðjudag, fimtudag og
laugardag.
PANTAGES.
“The Six Kirksmith Sisters” er
aðal leikurinn í Pantages leikhúsinu
næstu viku. í honum leika Weber
systurnar þrjár og Halley og Noble.
“Service” er annar ágætur járn-
brautarleikur, er fer fram á hraðlest
á Overland brautinni milli kl. 4.30
og 5 f. m.
“The Warrens of Virgina”” er
aðal kvikmyndin, sem sýnd v'erður
næstu viku; leikur Blanche Sweet
aðal hultverkið- Miss Sweet er ein-
hver allra þekkasta kvikmyndastúlk-
an, sem nú er uppi.
Miss Sweet leikur Warren, suð-
ræna stúlku, sem hefir fengið ást á
New York búa áður en stríðið
byrjaði. Viðburðir stríðsins að-
skilja þau og hann gengur í her
Norðurríkjanna. Þótt Warren hati
þá, getur hún ekki bugað ást sína
með öllu og leggur sjálfa sig í hættu
er hann var í nauðum staddur. Eft-
ir ófriðinn víkkar sjóndeildrhringur
liennar, svo að hún blandar ekki ást
og pólitík saman upp frá því.
„Heimkoman-“
Undir umsjón Ungmennafélags
Únítara var “Heimkoman”, eftir
Hermann Sudermann leikin í
Goodtemplarahúsinu á mánudags-
kvöldiö í fyrsta sinn.
Aðal-efni leiksins er í stuttu máli
þetta: Robert, fátækur piltur.
hefir gengið í þjónustu auðugs
kaupmanns, er rekur kaffi og
kryddverzlun á Indlandi; hefir
Robert verið sendur þangað og
rakað saman auð fjár fyrir hús-
bónda sinn, þvi sökum dugnaðar
síns stýrir hann verzluninni, þótt
annar sé talinn verzlunarstjóri.
Kemst hann þar i kunningsskap;
við greifa nokkurn og bindast þeir
trvggum vináttuböndum. Eftir tíu
ára burtuveru hverfur Robert, á-
samt greifanum, lieim til foreldra
sinna og heitmeyjar, er hann hafði
verið trídofaður á laun, því hún
var- dóttir hins auðuga húsbónda
hans. Höfðu þau alist upp sam-
an, þvi Mukling faðir hennait býr
í “framhúsinu”, en Heinecke, faðir
Roberts í “bakhúsinu”. Þykist
Robert hart leikinn eftir jafn
langa og dvgga þjónustu, er hann
verður þess áskynja, að bróðir
beitmeyjar lians, hefir tælt yngri
systur Roberts, er hann elskar
næst sinu eigin lífi. Verður úr
þessu svo alvarleg ádeila. að
Robert er sagt upp vinnunni og
Mukling vill hvorki heyra hann né
sjá. strákinn úr “bakhúsinu”.
Jafnar karl sig þó aftur er greif-
inn heitir Robert auði sinum og
fær hann að njóta 'heitmeyjar sinn-
ar.
Flestir leikendanna leystu hlut-
verk sín sæmilega af hendi, sum-
ir vel. Mr. John Tait leikur
Heinecke gamla, húsbóndann í
“bakhúsinu”, mjög laglega og með
góðum skilningi á hlutverki sínu.
Frú Heinecke fMiss Elin Hall)
var og allvel leikin. Mr. Ami
Sigurðsson leikur Robert son
þeirra og tókst vel að vanda. Var
það vel, að fögnuður Roberts stóð
ekki lengi eftir ’heimkomuna, þvi
miklu betur nýtur Mr. Sigurðsson
sin þessu hlutverki, eftir að al-
varan færist yfir hann. Miss
Steina Hallsson leikur ölmu syst-
ur Roberts og leysir hlutverk sitt
mjög vel af hendi. Tekst henni
einkar vel að sýna tilfinningar sín-
ar, ekki sist er mest reynir á.
Dró það úr áhrifum leiks hennar,
er hún lá grátandi fram á hendur
sínar, að Mr. Sigurðssyni tókst
ekki svo vel sem æskilegt hefði
verið að hugga hana, enda eru
slikar sýningar vandléiknar.
j Ágústa (TCristín Oliver) systir
þeirra ölmu og Roberts, og Mick-
alsky fMr. Aðalbjörn Jónasson)
vom og allvel leikin.
Fjölskyldunni í “framhúsinu”
tókst lakar við hlutverk sin en
fjölskyldunni í “bakhúsinu”, eink-
um systkinunum. Hvorki foreldr-
unum né Ivurt syni þeirra tekst
nógu vel að sýna þann sjálfbyrg-
ingsskap og hroka og fúlmensku,
er höfundur bersýnilega ætlast til
að auðurinn hafi skapað í brjóst-
urn þeirra og of litið kveður að
Iveónóru. heitmey Roberts.
Mr. Guðm. Thorsteinsson, er
leikur Trast greifa, fer laglega
með hlutverk sitt, skilur það vel og
vekur traust áhorfenda. Að
hlutverkum hinna leikendanna
kveður litið, enda eru þau sæmi-
lega af hendi leyst.
Þegar þess er gætt að leikend-
urnir hafa unnið þetta verk í
hjáverkum, er það þakklætis vert
hve vel þeim tókst. Hefðu þeir
átti skilið að miklu fleiri hefðu
sótt leikinn en raun varð í fyrsta
skifti er hann var sýndur.
Leikur og sýniugar.
Samkoma sú, er Dorkas félag
Fyrsta lút. safnaðar hélt á föstu-
dags kveldið var, í Goodtemplara-
húsinu var fjölsótt, enda er það
almanna róniur, að betri skemtun
hafi ekki verið haldin löndum vor-
um hér í vetur. Fyrsta atriðið á
skemtiskránni var það, að leikinn
var alvöru blandinn gamanleikur,
er nefnist “The Littlc Woraen”,
af sex ungum stúlkum og tveim
piltum. Leikurinn er um ekkju
(Miss OHva Thorgeirsson) með
fjórum dætruni, er hún þarf að
gæta. Sú elzta og settasta var
mjög vel leikin af Miss Aurora
Vopni, sú líflegasta einkar skemti-
lega sýnd af Miss Anna Jónsson,
hinar tvær, Beth og Ami léku þær
Miss L. Johannesson og Miss
CANADA? ,
FINEST
THEATBÍ
I
1
LEIKURIXN pESSA VIKU
og Uagar. Matinee
er lcikinn af The Winnipeg Operatic
Societj, og er liin ljúfl ieikur eftir
Salómon, er heitir
“THE PET OF THE REGIMENT”
pa8 er hinn stðrfengilegasti leikur,
sem nokkru sinni hefir sýndur veriö
hér af heimalningum.
FIMM KVELD, pRIÐJUD. 27. APR.
Mats. Miðv. og Laug.
Leikur Wliitney féhtgið leikinn
"THE CHOCOUATE SOLDIER”
Afar fagur söngflolckur fylgir þar
með og Whitneys 25 hljóðfæramenn
liágt verð—Kveld Orclieslra gólf,
$1, Balcony hringur 75c„ Balc. 50c.
Uoftsvalir 25c. Mats. 50c og 25c.
Mary Freeman, en þjónustustúlku
i þessu jómfrúbúmi lék Miss
Caroline Thorgeirsson. Piltana i
leiknum léku þeir Emil Jónsson og
Alfred Albert. Þetta unga fólk
bafði auðsjáanlega búið sig vel
undir og æft sig rækilega; þar
kendi lítið sem ekkert þeirra galla,
sem vanalega verður vart hjá við-
vaningum; hlutverkin fóru þeim
vel úr hendi og var hin bezta
skemtun að leiknum.
Næsta atriði var nefnt “The
Dream Girl” og var með þvi móti
að piltar nokkrir komu. fram á
leiksviðið og sungu um það sem
þeir óskuðu sér helzt. Sá sem
seinast kom fram og söng sinn
hjartans óð hitti sá óskastundina,
tjaldið opnaðist að baki honum,
kemur þar i ljós fríð og prúðbúin
stúlka (Miss Frida Johannssoní
og kastaði til hans blómi og
lauk með því þeirri sýningu.
Næsta sýning var með þeim
hætti að kona nokkur (er Miss D.
Hermann sýndi) lét sér fátt um
finnast trúboðs starfsemi meðal
heiðinna og litt siðaðra þjóða. En
er hún sofnaði, þá dreymdi hana
að ýms lönd komu til hennar í
gerfi ungra kvenna og báru fram
kveinstafi um kjör sin og andlegt
volæði. Fyrst kom Siam, svo Kína
og síðan hvert landið af öðru,
loks Hindúa ekkja og önnur sjö
ára gömul, en síðast af öllu kom
samvizkan og fór öllum meyjum
prýðilega að segja það sem hverri
var ætlað. Sýningin var nefnd
“The Voices of Womerí’ og var
næsta hugþekk.
Loks er að geta þess að hljóð-
færasláttur og söngur fór fram
milli sýminga. Nemenclur Mr. Th.
Johnston, fiðlukennara léku fim-
lega, að vanda, ungfrúrnar Oliver
og Bardal sungu einsöngva og Miss
Tliomas lék á piano. Söngflokkur
tingra pilta skemti með kórsöng.
JJm þessa samkomu höfum vér
ekkert heyrt nema lof þeirra sem
viðstaddir voru. Aðeins einn út-
ásetning 'höfum vér orðið varir
við, — þann að húsrúmiö hafi
j verið of lítið. Allir sem sætum
. náðu láta hið bezta yfir þeirri
j skemtun, sem unga fólkið veitti
J þeim.
SigurSur J. 0. Magnússon
| Minn kyhstafur fríði er fallinn í dá
á fegursta æskunnar skeiði,
svo gervöllu stríði hann frelstur
j er frá,
i í friðarins bríðheimi guðs börnum
hjá
hins lífssól nú Ijómar í heiði.
Þótt farinn sértu, frændi minn,
til frelsarans í himininn,
eg eflaust glevnii aldrei þér;
þú ei niunt heldur gleyma mér^
unz saman okkar liggur leið,
nær lokið mitt er æfiskeið.
| Hér árdegis þitt enti skeið,
I því ungur hlauzt að mæta devð,
en óspiltur að öllu þó;
í efa sízt því nokkur dró,
að sannan hlytir sigurkrans
og sæluvistir himnaranns.
Vors fósturlandsins fríði son
varst frænda þinna ást og von,
er rannst hér upp á æskustund,
sem engilfagurt blóm á grund,
unz náklukkunnar heyrðir hljóm,
er hringt var að lesnum Skuldar
dóm.
Þi) mannsefni hið mesta varst,
áf meðbræðrum í flestu barst,
í öllu sýndir dáð og dygð,
e.r drottins var á rétti bvgð;
þín lífs var stefna holl og hrein,
er hugði sérhvers græða mein.
Hér foreldra og frænda lið,
er fyr þú dapitrt skildis við,
og dýpstu hlutu sorgar sár
og saknaðs höfug feldu tár,
nú huggast trúar vissu við,
að vita þig í himna frið.
Þau sjá í anda anda þinn
nú upp stiginn í himininn,
þars lifað færðu um eilíf ár,
hvar engin þekkist sorg né ár,
en drottins ljómar dýrðin skær,
er dauðleg tunga skýrt ei fær.
Þá skilnaður framar enginn er,
um eilífð saman búum vér
með ódauðlegri anda sveit,
þeim ódáins í helgireit,
hvar allir frelstir eiga skjól
og eilif ljómar kærleikssól.
S. J. Jóhannesson.
Sérstök sa!a á lokkum "mmTnúsh"fa
Hárlokkar sem áður kostuðu $3 og
$4, kosta nú ..................
Skriflegum pöntunum sérstakur gaumur gefinn. Send eftir verðrská
Manitoba Hair Goods Co.
M Person
ráðsm.
timbur, fjalviður af öllum
geirettur og als-
Nýjar vörubirgðir
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar með margvís-
legri tilbreytni. Komið og sjáið vörur vorar. Ætíð glaðir
aðsýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
—-------------- Limited --------------
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
BARNAÞURKUR—Vatnsheldar
I>PNhar (nirkur *kal leKKja utan yfir
vanaloRar þurkur. Þær eni gerður úr á-
ga*tu togleðri, hægit a» þvo þær ok marg-
horga Nig ú sköminum tfma, þvi þær halda
nærfötnm barna hreinum ogr þurrum. —
Sendar með pÓNti burðurgjalds frítt fj'rir
40e. ef borgað er fyrirfram.
O. L. BOYD
312 BGYD BLDG., WINNIPEG
—Eg hefi mjög fi.litlega atvinnu 1 boUi
fyrir mann, sem vill fara um I Winnijyeg
og nfigrenninu og sýna vörur. — Flnniö
mig að máli milli 11 og 12 t. m.
Kosningar fara fram 15. Júní 1915
að Lögbergi
Atkvæðagreiðslan byrjar nú þegar. Hr. H. Hermann, bók-
haldari félagsins, The Columbia Press, er kjörstjórinn; hann tekur
á móti öllum atkvæðum, sem send verða til hans í lokuðum umslög-
um, frá þessum degi til 15. Júní, að þeim degi meðtöldum.
Klippið úr kjörseðilinn fyllið hann inn sem fyrst og sendið hann
ásamt peningum, samkvæmt þessu kostaboði, til Mr. H. Hermanns,
Columbia Press, Ltd., Winnipeg Man. — Seðlarnir verða v'andlega
geymdir og taldir á ofannefndum degi og verðlaunum úthlutað. n
, ■- ™
REGLUGERÐ UM GILDI ATKVÆÐA.
$1.00 fyrirframborgun í 6 mán. fyrir blaðið Lögberg.. 50 atkv.
2.00 fyrirfram borgun í 6 mán., 2 kaupendur.......... 150 atkv.
2.00 fyrirfram borgun í eitt ár, 1 kaupandi.......... 200 atkv.
3.00 fyrirfram borgun í 6 mán., 3 kaupendur.......... 400 atkv.
4.00 fyrirfram borgun í tvö ár, 2 kaupendur........ 500 atkv.
6.00 fyrirfram borgun í þrjú ár, 3 kaupendur....... 800 atkv.
8.00 fyrirfram borgun í fjögur ár, 4 kaupendur .. . . 1000 atkv.
10.00 fyrirfram borgun i fimm ár, 5 kaupendur........ 1200 atkv.
Fyrir hvern nýjan kaupanda, sem sendir eru af sama umkepp-
anda ásamt $2 fyrifram borgun, yfir tíu doll...... 500 atkv.
Ekki þarf að senda öll atkvæði i einu, því hver sá, sem um þetta
keppir, fær, eftir ofangreindri reglugerð, fyrir öll þau áskriftargjöld
sem hann sendir inn, alveg eins þótt atkvæðaseðlarnir komi ekki
allir í einu. 900 atkvæði minst til að geta kept um 3 fyrstu verðl.
VERÐLAUNA-SKRAIN.
Fyrstu verðl.—ávísun upp á $10 viröi af ljósmyndum og $5 í pen.
Önur verðl.—$15.00 ávísun upp á ljósmyndir.
Þriðju verðl.—$10.00 ávísun upp á ljósmyndir.
Fjórðu verðl.—Borðklukka og vasaúr.
Fimtu verðl.—Sjálfblekingur og Varinn Rakhnífur.
Sjöttu verðl.—Fjórar bækur, eftir frjálsu vali úr bókaskrá sem
prentuð er í þessu blaði.
Sjöundu verðl.—þrjár bækur úr áðurnefndri skrá.
Áttundu verðl.—borðklukka.
Níundu verðl.—varinn rakhnífur.
Tíundu verðl.—sjálfblekingui
—Allir þeir, sem senda inn einn eða fleiri seðla, með borgun
fyrir blaðið, en ekki ná ofannefndum verðlaunum mega velja um
tvær bækur eða sjálfblekung eða varinn rakhníf í verðlaun. — Þann-
ig fá allir verðlaun, sem eitthvað senda. Þessi samkepni er a® eins um
nýja áskrifendur.
GILDI VERDLAUNANNA.
Borðklukkka, “forsilfruð”, með góðu Wrki, $2.50.
Snoturt vasaúr í “nickel” kassa '1.50.
Varinn rakhnifur i umbúðum, $1.50.
Sjálfblekungur, $1.00.
Bókaskráin er þessi:—
Útlendingurinn, saga úr Saskatchewan, eftir Ralph Connor,
75 centa virði.
Fátæki ráðsmaðurinn, saga eftir Octav'e Feulllet, 40c. virði
Fölvar rósir, ljóðabók eftir Bjarna Lyngholt, með mynd höf-
undarins, 75c. virði.
Kjördóttirin, skáldsaga í þrem þáttum, eftir Archibald Gunter,
75c. virði.
Miljónir Brevvsters, eftir G. B. McCutcheon, 35c. virði. ‘
María, eftir H. Rider Haggard, 50c. virði.
Lávarðarnir í norðrinu, eftir Agnes C. Laut, 50r. virði.
í herbúðum Xapóleons, eftir Sir Conan Doyle, 35c. virði.
Svikamylnan, eftir A. W. Marchmond, 50c. virði.
Fanginn i Zenda, eftir Anthony Hope, 40c. virði.
Allan Quatermain, eftir Rider Haggard, 50c. virði.
Hefnd Marionis, eftir E. Phillips Oppenheim, 40c. v'irði.
Ólíkir erfingjar, eftir Guy Boothby, 35c. virði.
Gulleyjan, eftir R. L. Stevenson, 35c. virði.
Rupert Hentzau, 40c. virði.
Hulda, smásaga, 25c. virði. t
Dalurinn minn, rslenzk sveitasaga eftir Þorstein Jóhannes-
son, 25c. virði.
Sýnishorn af kjörseðli:
COLUMBIA PRESS, LTD.,
P. O. Box 3172, Winnipeg, Man.
Inniagðir $....... fvrir ....... nýja áskrifendur
Lögbergs. — Atkvæðin séu innfærð í minn reikning, sam-
kvæmt atkvæðisgreiðslu-reglum yðar við verðlauna um-
kepni. Nöfn áskrifenda fylgja hér með.
Nafn með fullum stöfum.............................
Pósthús .....................................
Fylki .....................................
Þennan miða má klippa úr blaðinu, undirskrifa og senda
oss eða gera afskrift af honum, s«m gildir alveg hið sama.