Lögberg - 29.04.1915, Blaðsíða 2

Lögberg - 29.04.1915, Blaðsíða 2
2 LÖGBERtf, FIMTUDA.GINN 29. APRÍL 1915 Ormurinn í Hvítá. í ferSabók Þorvaldar Thorodd- sen, sem HiS íslenzka fræSafélag gaf út 1914, stendur þannig frá- sögn um þverrun Hvítár: “Frá Vörðufelli rennur Hvítá nærri því í suSur frá Hestfjalli, þar veröur farvegurinn þröng- ur, og er hraun í botninum, hefir áin áSur veriS 1—2 þúsund álnir á breidd, en verSur úr því er þrengslin byrja hjá GislastöSum og Ahrauni aS eins 1—2 hundruS álnir á breidd um fjórSung mílu niöur aS suSurhorni Hestfjalls, 'þar verSur snarpur bugur á Anni til vesturs. í annálum Björns á SkarSsá segir svo: 1594, þann 19. nóvember, þverraSi Hvitá á tveim stöSum; hjá Áhrauni á SkeiSum og hj'á BrúastöSum í Flóa, nær þvert yfir um. Þar var gengiS þurrum fótum í einn hólma, sem áSur var ófært, og teknar þar hríslur til merkis, undruSust rnenn þetta, aB þeir tveir kaflar skyldu upp þoma, því áin var aS sjá sem sjór annarsstaSar meS rokveSri. 1 þessum sama stormi var brim- gangur ógurlegur. — J Hestannál er þess getiS, aS “Hvitá hjá Skál- holti tapaSi 1702 renslu sinni sem þurr varS hjá Áhrauni, en nokkru áSur sást kryppa sem selsbak mik- iS millum klappanna á bkálholts- hamri,” Seinna hafa Iikir viSburSir orS- iS. Séra Magnús Helgason á TorfastöSum hefir skrifaS mér fróSlegt bréf um þverrun Hvitár hjá Árhrauni. Þegar Hjörtur l>óndi aS AusturhlíS var drengur í Árhrauni 1828—30, var þaS einn morgun um sumarmálin aS ám var þrotin, svo aS eigi var eftir meira en einn þriðjungur venju- legrar breiddar. Áin hafði veriS alauS daginn áður og lítil. um nótt* ina hafSi gert frost allsnarpt, og lá skrof yfir öllum farveginum, Jiar til er vatniS tók viS, en þaS rann að eins meS ytra landinu, en Árhraun stendur austanmegin ár- innar; Hjörtur kveSst ógjörla hafa séS, hvemig botninum var háttað, og ilt var um hann aS komast, þvi að skrofiS var hnédjúpt, en að því er liann gat bezt skynjað, var botninn straumnúðar klappir; ekki vissi hann neitt, hversu langt Jjessi þverrun náði, hvorki uþpeftir ánni né frameftir, en alt sem sást, var eintómt skrof. Um kveldið seint tók áin aS vaxa aftur og óx hægt og hægt, likt og sjór fellur hægt að. Um morguninn emr var áin komin í sinn vanalega farveg og var hvorki meiri né minni en vant var. f annað sinn var sami at- buröur 1864, þá þvarr áin alveg með sama hætti og á haustdegi eft- ir J>vi, sem Pétur bóndi á Felli hef- ir sagt; hann bjó ]>á í Árhrauni; Áin var J>á þur alt út að ál þeim, sem er við útlandiS; Á móts- við Árhaun er bær, sem heitir á Gíslastöðum; bóndinn J>ar tók eft- ir hinu sama og syndist állinn vera svo grunnur, aS íiægt mundi hafa verið aðr vaöa hann. Það eru munnmæli gömul um ]>etta efni, að göng liggi undir Hestfjalli og’ hverfi áin í ]>au og komi út undan Jiinum enda fjallsins skamt frá Kiðabergi, en í göngurn* þessum liggur ormur mikill og stíflar þau, en einstöku sinnum skríður liann úr bæli sínu. fer ]>á úr stíflan og áin hléypur í göngin.” Þannig farast Thoroddsen orð um þverrun Hvitár í nefndri íerðabók, og ]>ykir honum “frá- sögtir þessar urn Ilvrtá mjög merkilegar”. Því datt méf í hug, að ekki væri óviðeigandi að geta um slíka fyrirburöi jafnóSutn cg j>eir gerast, og ]>að. var enn árið 1912 að þessi þverrun Hvítár varð mdlli bæjanna Árhrauns og Gísla staða 3. dag marzmánaðar; þá bvrjaði áin að þverra um hádegið svo að vart yrði við, og hélt stöð- ugt áfram þar til hún kl. 10 um kveldið var orðjn svo vatnslítil, að örmjór áll var við ytra IandiS, um 10 faðma breiður. rsænnurnir og alt fólk á báSum þeTsum bæjiun veitti ]>essu eftirtekt, en morgun- inn eftir var áin komin í' samt lag aftur. Enginn veitti því eftirtekt,! hve ofarlega þverrun vatnsins byrjaði, og ekki heldur, hve lengi áin var að vaxa aftur. Botn ár- | innar var svart hraun straummáS með pollum hér og J>ar í klöppinni. i Þessi lækur i farveginum var að I áliti GíslastaSabóndans svo grunn- ur, að vaða mætti yfir hann, sem hann þó ekki gerði af ótta fyrir j því að vatnið mundi þá og þegar brjótast fram, því var það, að hann bannaSi svni sinum, sem var teptur viö ána að austan, og hafði gengið botninn að læknum, að fara lengra, heldur snúa aftur sem skjótast áður en áin hlvpi fram. Frostlítið var þennan dag og hæg- ur útsynningur. AnnarsstaSar við Hvítá í grend inni varð ekki vart við neinar breytingar á vatnsmegni árinnar. Ókunnugum til athugunar má geta þess, að áin milli þessara tveggja bæja er sundvatn fyrir hesta landa á milli. Það er sennileg tilgáta, að hin gömlu ummæli, sem Thoroddsen getur um, hafi viS rök aS stySjSst, aS holt sé undir suS-vesturhom Hestfjalls og áin hverfi þar í hraunholur, sem liggi úndir sandi við austurhom Hestfjalls; helzt mætti ætla að þær hraunholur opnuöust þegar áin væri lítil og vindbára skolaði sandinum frá þeim opum, svo maður «leppi orm- inum, sem þar á að liggja, sbr. gömlu munnmælin, erfitt mun verða að rannsaka þetta aS austan- verðu, en að vestan mætti fremur athuga hvar vatniö kæmi undan fjallinu. Á einum staS er þar stór uppsprettulind, upp úr bungumynd- aðri hraunklöpp, sem aldrei þrýt- ur. Mér þótti það þess vert að taka framanskráöan kafla úr feröabók- inni, þar sem bæði er aS ekki allir kunna að sjá þá bók, og eins hitt, aS menn heföu frásagnimar uim viöburSi þessa í einu lagi til síð- ustu stundar. —Lögrétta. Gnl. Afengisbannið á Islandi. BlaSiS Lögrétta gefur eftirfar- andi yfirlit, yfir það, hvemig bannlögin á íslandi hafa reynst í framkvæmd í tæpa tvo mánuði* “Enn er ekki langt síðan aS bannlögin komust í gildi að fullu, tæpir tveir mánuðir, svo sem kunnugt er. Samt er full ástæða til að athuga áhrif þeirra þennan stutta tíma. Þrátt fyrir þaS, að áfengi var orðiö afardýrt fyrir nýáriS, og'þar af leiöandi farið mikð úr því að draga, aS menn rneyttu þess, og þrátt fyrir það, aS nú eru miklar birgðir af áfengi til í bænum í eign einstakra manna, þá ber öll- um saman um þaS, þeim, er satt vilja segja. bæði löggæzlumönnum og öSrum, aö þess hafi mikil merki sést í bænum, aö menn neyti áfengis minna en áSur. Ljósast merki þess er þaö, hvemig gengið Hefir með skrásetn- j ing sjómanna á skipin. Ollum | Reykvíkingum er kunnugt um< þaS, | að drykkjuskapur sjómanna hefir í verið óhemjumikill aS undan förnu þá dagana, sem skrásetningin hef- ir farið fram. Bærinn hefir um stund eins og skift hömum. Umj sum strætin hefir varla verið far- andi fyrir biindfullujm mönnum. Og löggæzlumenn hafa átt fuit í fangi. Við síðustu skrásetning hefir svipurinn á bænym verið al- veg eins prúðmannlegur eins og endranær. Enginn maður hefir verið drukkinn. Naumast þarf orðum að því að eyða, hvaS það eru ánægjuleg umskifti. AuSvitaS hafa áfengisáhrif sést á einstöku mönnum siðan á nýári. F.uginn skynsamur maður getur við öðru búist. Einna níest brögð | munu að því hafa veriö, meðan! Botnía stóð hér við — hvernig sem á því hefir staðiS. Þrir menn höfðu veriö teknir fastir fyrir drykkjuskap frá því áj nýári og þangað til um miöja síð- utsu 'viku. Það er sama sem ekk- ert í samanburði við þaS, sem ver- ið hefir um sama leyti á undan-J förnum árum, enda hefir engum' getað dulist það, hve miklu meiri j kvrð er í bænum á kveldin og nótt- um en áður. Sannað viröist, eSa að minsta kosti rrtiklar líkur eru til ]>ess, að þeir menn, sem fastir hafa veriö teknir, hafi fylt s:g áj eldamensku-spíritus. Allmikil brögð voni sögð að því um tíma, eftir að venjulegum áfengislindum var lokaö, að menn kevptu svo nefnda pommerans-; tinktúru í apótekinu tfl drykkjar. Xú er bannað að selja það lyf i1 lausasölu. Óvenjumikil sala mun oghafa verið á Hoffmannsdrop-1 um. Eldamensku-spiritus hafa einstöku menn lika reynt aö nota,1 verið að basla við að hreinsa hannj eitthvað og blanda honurn samanj við önnur ljúffengari efni. En lítil likindi eru til þess, aö sá drykktir þyki alment lystugur. Til mtinu þeir menn vera í bæn- um, sem töluvert hafa fengist við tilraunir til brennivínsbrenslu, og útvegað sér áhöld til hennar. En ]>ær tilraunir muntt- lítiö liafa gengið enn, enda enginn vafi á því, að gætgr verði hafðar á því háttalagi. Yfirleitt mun mega fullyrða, að þeir, sem nákvæma þekkingu hafa á þessu máli, séu þeirrar skoðun- ar, að allur þorri alþýöumanna hér geri sér banniö aS gSSu. AS því leyti, sem um mótspyrnu er að tefla, er hún nær eingöngu úr flokki hinna efnaðri manna. Vér áttum nýlega tal við rnann, sem áreiðanlega er einn þeirra manna, sem mest hafa um málið hugsað, og líka einn þeirra manna, sem hugsaö hafa um þaS af rnestri, gætni. Hann varpaði fram at- hugasemd, sem vér höfum nú eftir honum, mönnum til umhlugs- unar. “Eg hef alt af verið með áfeng- isbanninu,” sagði 'hann. “Eg hef alt af verið þeirrar skoðunar, að takast megi að framfylgja því sæntilega. Eg hef aldrei borið neinn kvíðboga fyrir því, aö bann- ið verði afnumið aftur. Og eg ber engan kviöboga fyrir því enn. Eg held, að þeir, sem eru mótfallnir battninu nú, ntuni smátt og srnátt venjast því aS sætta sig viS það. Og eg held, að þjóðin muni finna til svo mikilla góöra áhrifa af út- rýrning áfengisins, að meiri hluti hennar verði ófáanlegur til þess að gera áfengisverzlun löglega aftur. Sú hefir líka orðið reyndin í öðr- um löndum, þar sem áfengisbann befir órðiS að lögum. Þessi hefir reyndin orðið eins fyrir það, að það er ölluni vitanlegt, aS sumir menn brjóta þessi lög. En eg get ekki neitaS því, að mér stendur nokkur stuggur af þeirri áfergju, sem er í sttmttm mönnurn eftir því, að draga hvern ölvaöan mann fyr- ir yfirvald og gera sem mesta rekistefnu út af þvi, aS hann hafi orðið ölvaSur. Ekkert gagn er að því. Lögin hafa ekki lagt neina refsing ,við því að vera ölvaður. ÞaS getur vel verið, að þau heföu átt aS • gera þaö, eins og gert er i stimum löndum. Það er ekkert óeðlilegt við það, að það sé látiS sæta laga4|)vrgö aS vera ölvaður á almannafæri. En lögin hafa elcki gért það. < Og meðan miklar á- fengisbirgðir eru til i bænum, er þaS mjög hæpið, aö veruleguv árangur verði af yfirheyrslum .um það, .hvar menn hafi fengið á- fengi. En þær æsa menn. Menn lita á þær sem ofsóknir og kúgun, ef þeim er mikið beitt. Standl bannlögunum hætta af nokkru, þá hygg eg þaö veröi af þess konar refsingu. Hitt er annað mál, að menn eiga aö leggjast sem mest á eitt og veita lögreglunni stuðning i því að koma upp um þá menn, sem flytja kunna áfengi inn, og afla sér sannana gégn þeim.” Að lokum skal þess getiö, að eitt vafamál er óútkljáö, sem út af bannlögunum hefjr risið. Islenzk botnvörpuskip hafa komið meS áfengi frá útlöndum. ÁfengiS hefir veriS innsiglaS hér. Nú er vafamáliö, hvort skipverjar mega fara að taka þaS upp og neyta ]>ess, þegar út úr landhelgi er kom- ið. Málinu hefir veriS vísað til stjórnarráSsins, en úrskurður ó- kominn, ]>egar vér vissum< siöast. MáliS tekur sennilega jafnframt til eimskipatftgerðarinnar íslenzku, og er ekki ómerkilegt. Gyðingurinn gangandi Sú persóna er alþekt, bæði í söng .og sögum, en annar af sama kyni er nýlega oröinn vel þektur af umtali blaöa, fyrir þaS, aö hann átti kvergi höfði sinu að að halla og fór flakkandi, þó ekki' væri hann fótgangandi. Hann heitir Natan Cohen og kom til Bandarikja fyrir þrem ár- um. í fyrra sumar misti hann sinnuna og var tekinn af yfir- völdum, til að sendast úr landi til ættjaröar sinnar. Sá liængur var á. aS hann kunni ekki að segja með vissu, hvar hann væri fædd- ur, en hann gat talað portugölsku og virtist vera þeirrar skoSunar, aS hann væri í heiminn borinn í Brasiliu. Þaðan hafSi hann kom- íð til Bandarikja og samkvæmt því var hann drifinn á skipiö Vandyik er þangað lagði upp frá New York; hann átti 45 dali, nóg fyrir farinu á öðni plássi, og hafði eng- in mótmæli né mótþróa í frammi. A fyrstu höfn, sem skipiS kom við i Brasiliu, ætlaði skipstjórinn Cadogan að losha viS þennan far- þega og drífa hann upp á yfirvöld- in þar, en þvi var tekiö fjarri, Natan hafði engin skírteini til aS sýna, að hann væri þar bor- inn eða hefði þar nokkru sinni d.valiö og meö þaS hélt skipstjóri leiðar sinnar, til Rio, og þaðan aftur, því að hvergi gat hann komiö Natan af sér. Þegar.til New York kom, afsögöu eigendur skipsins að flytja hann lengur og heinjtuðu aö Ipsast við hann. Einhver þóttist finna, aS portugalskan hjá þessum ættjarð- arvana Júða væri rússnesku bland- in og átti þá að taka það ráð, að senda hann til Rússlands, en í þeim svifum kom stríSiS og var þá þeirri ætlun lokiS, yfirvöldin í Bandaríkjum tóku því fjarri, að hann fengi að koma þar á land og enn varð skipið að leggja upp með hann, farbréfslausan. Ekki höföu þeir tekið sinnaskiftum í Btasiliu, þeir þar höfðu meira aö segja sér- stakar gætur á þvi, aö honum væri ekki laumaö -þar á Iand og enn lagöi Natan upp í sína löngu sjó- reisu. Er ekki að orðlengja, að ekki losnaði skipið við hann enn í New Ýork, heldur sat hann kyr. Skipstjóri skifti uim skip og tók liann hebrezka með sér, en skip það er hann haföi stýrt, lenti í klóm þýzkra og var sökt til marar- botns, og upp frá því Ieit hann svo --------------^---------------------- á, að ekki mundu þýzkir granda skipi þvt er Júöinn væri á Og kærði sig ekki um að láta taka hann frá sér, enda geröist enginn til þess. Natan lét sér þetta vel líka, hann hafði engar áhyggjur, og beztu viðgerSir, hann át á við tvo og hljóp i spik og bar ekkert á því, að hann langaöi til aS láta sikjóta sér á land. Loksins leiddist útgeröar- mönnum að yndirhalda hann og varð það úr, að gyðinga félag gekk i ábyrgð við stjómina, aö hann skyldi ekki veröa ómagi, og meö þaö var hann tekinn af skipinu. Hann hafði þá ferðast stórum lengri leið en umhverfis jörðina, fyrir eina 45 dali, sem fáum mun hafa tekist, að því oss er kunnugt. I víking. Blöð flytja nú sögur af víkinga- skipinu Prinz Hitel, og víkinga- ferðum þess fyrir au’sturströndum þessarar álfu, eftir stýrimönnum ]>eirra skipa, er urðu fyrir því. Skipverjar á víkingaskipinu höföu afarsterka sjónauka uppi í miöj- um siglum og sáu með því móti skip i miklu meiri fjarlægð, en vant er, og önnur skip áttu kost á. Þeir höfðu vitanlega loftskeyta áhöld vel sterk, sem slík stórskip! eru vön að hafa, og ^uk þess létu þeir flutdreka svífa yfir skipinu í stálvír og náðu meS því móti J skeytum úr ótrúlegri fjarlægð, svoj að sumir halda, að það hafi jafn- vel náS sambandi viS Þýzkaland.- ÞaS brúkaSi tæki sín aðeins til að “hlusta” eftir skeytum frá öðrum, og gætti þess vandlega, aS koma ekki upp um sig með því að sendaj skevti sjálft. Með þessu móti fékk þaS stundum aS vita af her- skipum er eftír því sóktu og mörg tiSindi sem geröust um viða ver-j öld og send voru staða á milli meS lóftskeytum. Skipverjarj fleygðu aldrei matar úrgangi íj sjóinn, heldur var öllu slíku brentj undir kötlunum, aldrei var heilli i flösku kastað í sjó, heldur var hún j brotin áður, ella mátti búast við, I aö hún gæti flotið og gefið vís-j gending um farir skipsins, ef hún j fyndist í slóð þess. Heldur var léleg vistin á skip- inu segja þeir sem herteknir voru, \ einkum milli þilja, meSan skipið var í hitabeltinu. Skipstjórinn á kaupfarinu ViIIerby, er tekið var fyrir austan SuSur-Ameriku, seg- ir svo frá: “Eg fór suöur með ströndu og ætlaði að ná i farm, allnærri landi. Þann 9. febr. var eg undan San Zuiz Maranho; þar er simskeyta stöð og þar var eg vanur aö gera vart við mig, til þess að konan mín fengi aö vita hvað feröum mínum liði, en í þetta sinn hélt eg aö hyggílegra væri, aö láta það ógert, og læðast þar hjá i myrkri. svo aö loftskeytin yrSu ekki til þess að gera óvinaskipi, ef þar væri á sveirni, viö vart um för mína- ViS vorttm aðeins 200 mílur frá Pernambttca, er viö sáum stórskip stefna á okktir, sem ekki var her- skipi likt, heldur auðsjáanlega stórt farþegaskip, og hugSi eg það brezkt, þó ekki hefði þaö neinn fána. Jafnvel þegar þetta skip gaf mér merki aö stöSva ferðina, datt mér ekki annað i hug en aö ]>aö væri brezkt, og hélt mína leiö, httgsaði að skipið mundi fljótt átta sig á, að mitt skip var með brezk- an fána á stöng. Hið ókunna skip hélt stefnunni að okkur og var hraöskreiöara en mitt skip, það var atiöséS á feröum þess, aö þaö ætlaði að hitta okkur miðskipa og ljóst, aS mér var ráðlegra aö ltægja á mér. Eg var nú orðinn viss urn, að hér var við víkinga- skip þýzkt að eiga- Eg beið þar- til stefniö á þvi var beint fram- undan, þá æpti eg á vélameistara aö setjá fulta ferö á mitt skip, en þýzki vikingurinn hafði tvennar skrúfur, beitti þeim báðum af afli og gat snúið skipinu svo snögt, aS eg rendi fram hjá, og kom ekki við það, þó ekki munaði nema fá- um fetum. Eftir á fékk eg að vita, að þeim brá og þótti hurð skella nærri hælurn, því að ef eg hefði hitt stórskipiö, þá hefði það sannarlega sokkið. Vikingar vildu ekki annaS heyra, en að Vitlerby væri sökt á sjávarbotn, með því aö þeir vildu fyrir hvern mun, að ekki fréttist neitt til ferða þeirra. Svo hart sóttu þeir það starf, aS skipstjór- inn varð aS stökkva fyrir .borð, hafSi ekki tíma til aö klifrast of- an i bát sém beiö hans, áöur en kveikt var í tundrinu, sem víking- ar komu fyrir i skipi hans. Því, hvernig skipið sökk, er þannig lýst: Skipiö seig hægt og hægt í sjó, þartil frampartur þess var í kafi, en er vatniö náöi reykháfum, stakst þaö á framstafninn og stóö afturhlutinn upp úr sjó, um 150 fet upp í loftiö. 1 þvi bili brá svo undarlega viö aö eimpípan blés hvelt og ömurlega, svo sem til kveðju. Rétt á eftir brotnaði milligerðin milli katlahólfs og skuts og lækkaSi skipið lítiö eitt í sjónum við það. En er sjórinn fossaöi inn, knúðist loftiö og þjappaSist saman þartil það sprengdi af sér öll bönd, þiljur brustu og tættust sundur, hlerar þeyttust í allar áttir, langt út á sjó, en sum brotin fóru .500 fet upp í loftið. “Þessi urðu afdrif míns góSa og stóra skips”, sagði stýrimaöur. Skipstjórinn á hinu stóra, franska kaupf. Florida, segir líka sögu. VlkingaskipiS kom vaðandi og-skipaði honum að stöSva ferö- ina, sendi vopnaða hermenn um borð, er gerðu sig heimakomna og fluttu þaS sem þeir þurftu á að halda, ætt og óætt, á sitt skip, svo og það sem skipverjar vildu meS sér’hafa, af sínum farangri, eftir ]>kð sprengdu ]>eir dynamite í skipinu, en þaS braut gat á skips- hliðina, fyrir ofan sjó, svo aS slýip- iö sökk ekki, heldur kviiknaði í því og brann það alt kveldiS, en er loginn tók aS leggja hátt í loft upp, færði vikingaskipiö sig burt, ef báliS skyldi vekja eftirtekt og herskip færa sig þangaö til eftir- grenslunar. Vikingaskipin Prinz Eitel og Wilhelm liggja nú inni á höfn í Bandaríkjum, í aðgerð, og er lát- iö svo, sem þau muni læöast út, hið síðarnefnda, að minsta kosti, og taka til sins fyrra starfs. En hætt er við, að þeim verði skjót- lega aldnr skapaSur, ef þau hætta til þess- Þinglok. Doniinion þingið, sem nú er lok- iS, eftirtólf vikna setu, er að ýmsu leyti merkilegt. Mest bar á starfi landsreikninga nefndár, er rann- sakaði nokkur atriði í kaupum af stjórnarinnar hendi, til stríSsút- búnaöar. Útaf þeim upplýsingum,1 sem nefndin kom á loft, var tveim þingmönnum gefin opinberlega á- minning af stjómarformanninum,! en ekki bitur þaS meir á þá, enl svo, aS sögn, að þeir ætla sér að ná í sín gömlu þingsæti i næstu kosningum. BæSi stjórnarformaö- urinn Borden og hermálaráðgjaf- inn Hughes neituSu þvi í lokaræð- um sínum. aö stjórnin hafi unnað sinum vinum viðskífta, og engum öörum, ]>ó aS sannað væri það með þeim, gögnum, er fram komu við rannsókn nefndarinnar. Bord- en geröi lítiS úr því fjártjóni, sem landssjóði hefði bakað verið með innkaupa aðferð stjórnarinnar, en þaS er hætt viö, aS landsmenn trúi betur þeim gögnum sem fram em komin í málinu, heldur en orðum hans. Fimtíu miljónum hefir ver- ið varið til hergagna kaupa, meö því móti, að pólitískir vinir stjórn- arinnar hafa verið látnir sitja fyrir þeim, og þaS er viöurkent og játað, að landiS hefir beöið halla við það. Svo óviöurkvæmileg þótti sú aöferð, að stjórnin gugn- aði við og tók þaö ráð, aö lofa því. aö hafa engin afskifti af kaupun- um, heldur fá þau í hendur nefnd valinkunnra business manna. 1 sjálfu sér er það aumur vitnis- burður, sem stjórnin gefur sjálfri sér — þaS gefur í sr:yn, aS hún finni þaS, aö almenningi þykir trúrra. að aörir liafi innkaupin á hendi, en hún sjálf. Sem sagt, stjórnariormaöurinn lét i ljósi, að landið hefði beðið lítinn skaða, þó að alvarlegt mis- ferh hefði átt sér stað í kaupun- um. Hann tiltók 6000 dali, en ]>aS var sýnt svart á hvítu, aö í hesta- kaupunum í einni bygö í Nova Siotia heföi stjómin borgaö fyrir 468 hesta að meöaltali $170, er kostuöu að jafnaSi aöeins $140. Á þeim viðskiftum éinum saman tap- aði landssjóður um $12,000. Þar að auki voru nátægt 500 hestar seídir í Quebec fyrir 50 dali hver að meðaltali, er stjórnin hafði keypt fyrir 170 dali hvern, að jafnaði, en mörg hundruS voru slegnir af. Tapið, aöeins á hesta- kauþunum, fór fram úr þeirri upphæö, er stjórnarformaSurinn tilnefndi sem tap Iandsins alls og alls. Þar til keniur tap landsins 5 kíkirakaupum, vagnakaupum. um- búðakaupum o. s. frv., er upplýst- ist fyrir reikninganefndinni. En það mun vera nærri lagi, sem Sir Wilfrid Laurier mælti, að sú nefnd heföi aðeins rispaö yfir- borðiö, og ekki komið við tíunda part af öllum vörukaupum stjórn- arinnar. J AnnaS, sem landsmenn mega .vel taka eftir, var þaö, hversu ör- ugt stjórnarinnar menn vöröu þá sem hlut áttu að því, aö búa til og leggja til skófatnað handa herlið- inu. Meiri hluti þingnefndar, sem sett var til að rannsaka málið, geröi þaö rækilega, svo og aSrir fylgismenn stjómarinnar jafnvel stjórnarformaðurinn sjálfur, og ]>aö þótt óyggjandi sönnunargögn hefSu fram komiö um það, aö sá skófatnaöur var ekki hæfilegur til ]>essi brúks sem hann var ætlaður, og þar aö auki lélegur bæði a« efni og frágangi. Þingið fjallaði nálega alls ekk- OVŒNTUR -BÖGGULL! Reynið holsum brauð og þá verðið þér hissa. Það er nýui>g að sjá hve hreint, ómengað og ljúf- fengt brauð getur verið, t>eg- . ar það er búið til eftir Hols- um reglunni í breuðgerðar- húsi þar sem hreinlæti er föst regla enekki ginninga skrum Þér munuð komast að raun um að það er fásinna k að baka brauð heima, heimska að þreyta sig á starfi sem hlýtur að mishepnast. HOLSÖM. BREAD Búið til hreint — selt hreint — sent heim hreint. HOLSUM brauð bregst aldrei. Verið þess viss að hver einasti hleifur af '‘HOLSUM’’ er ihreinn og ómengaður eins og morgundöggin. THE MILTON BAKERY W. R. MILTON, Horni Bannatyne og Sherbrooke Tals. G. 814 ert um stríöiö. ASeins var sam- þykt að taka 120 miljón dala Ián hjá ensku stjórninni, til aö borga meö þau útgjöld, sem til þess gengju. * Þinglokadaginn Iagði stjómin! fram einskonar skýrslu frá mannij nokkrum, er hún hefir haft til ]>ess aö reyna að grafa upp mis- fellur i stjórnar athöfnum, liberala. Sá maður heitir Ferguson, lög- maður héSan úr borg, alþektur kosninga hákarl conservativa. Honum hefir stjórnin borgaö 50 ’ali á dag úr landssjóð'i, auk fæS,- ispeninga og ferSakostnaðar, til aö reyna að komast aö óráövandri eða rjiiöur vandaöri meöferS landseigna í stjórnartið libdr- ala„ en árangurinn af snuðri hans er svo lélegur til þess sem hann var ætlaður, aB sá sem allra helzt átti aö skaða, Hon. Frank OHver, kvaSst ekki geta skoöað hann ööru vísi en sem mjög skíran vitnisburð um ráðvanda og sam- vizkusamlega stjórn sína sem) inn- anrikisráðgjafi. Sá sem nú gegn- ir því starfi, Hon. Roche, sagöi berum oröum í ræðu sinni útaf þessu efni, að þessi skýrsla væri fram lögð beint í ]>vi skyni, aö vinna upp á móti því, að blöðin heföu gert sér tíörætt um misfell- urnar á vömkaupum stjórnarinnar til stríSsins. Þar meö lyktaði þessu stríös- þingi. — Til Frakklands var sendur með herliði Canada, S'ir Max Aitken, til að segja blöðunum hér, þaS sem liann sæi og heyrSi víð- vikjandi framgöngu'og aðbúð liðs- ins. Hans naut skamrna stund við, ]>ví aS hann er kbminn heim til Englands, veikur af lungna- bólgu. — Þrátt fyrir endurteknar fyr- irskipanir ítölsku stjórnarinnar um það, aö banna samkomur á strætum úti eða i húsum inni til aö ræöa um 'hlutleysi Itala, flyktust saman stórhópar á strætum Róma- borgar fyrra sunnudag í þessu augnamiSi. VarS upphlattp af, en hermenn skárust í leikinn og stiltu til friðar. er sumarið sjaldan of beitt. Vér þurfum því ekki aö óttast aS tré og blóm er vér plöntum dafni ekki, ef þau hafa veriS vanin viS aö þola vetrarkuldann. Sérfræðingar í þeirri grein hafa þau nú á boöstólum, bæði þau tré er mega veröa til prýöis og skjóls og láta þar að auki í té ávexti til smekkbætis, þegar þröngt er í búi eða útlendir ávextir eru seldir geypiverði. Þ.etta á t.d. við Rocky Mountain eöa Sand Cherry tré; þau dafna mjög vel í Manitoba, vér höf- um reynslu fyrir oss í því; þau eru til fegurðar og gagns á hverju heim- ilL Canada hefir verið kölluð “Snjá drotningin”, en það nafn er jafn fjarrri hinu rétta, eins og lýsing á upplöndum Afríku voru fyrir nokkr- um áratugum. ÞaS hefir Veriö marg- sannaö,. aS jarSvegurinn í Canada er eins vel fallinn til ávaxtaræktunar eins og hveitiræktunar. ÞaS er því skylda íbúa fylkisins utS sýna hve frjósamt fylkiS er. Ef rétt væri meS farið, þyrftu ávextir hvorki aS vera jafn dýrir né sjaldgæfir í þessu fylki og nú eru þeir. “Arbor Day” er vel fallinn til aö færa mönnum heim sanninn um það, aS með hverju strái, er þeir rækta vinna þeir fylk- inu gagn.. Villi áv'extir, er hvívetna mæta auganu, færa oss heim sann- inn um það, að ekki -er náttúrunni um aS kenna, hve lítið hér er ræktaö af ávöxtum. Skógræktarmennirnir geta bent á hvaöa tré bezt vaxa. Komist í kynni viS einhverja þeirra og látiö þá hjálpa yður til að leysa skyldu yðar sem bezt af hendi, þegT ar næsti “Arbor Day” rennur upp. Það veröur yður bæði til gagns og gleði,—(Auglýsinfg.ý The Prairie Nurseries, Ltd. (543 Somerset Block. Þegar “Arbor Day” nálgast, vakn- ar spurningin eðlilega um þaö, hvort vör höfum búiö oss undir áS nota þau tækifæri er hann býöur oss, hvort vér höfum haft hiröu á aö < hugsa fyrir því, að' fegra og prýöa heimili vor og fullnægja þeirri þrá, sem flestir bera í brjósti, aö rækta garð og hiröa hann. Þegar voriö kemur færist nýtt líf í æðar vorar, nvjar vonir vakna, nýjar óskir brjótast frarn í hugann, springa út eins og blöS á meiöi. Þegar náttúr- an klæðist sumarskrúSi sínu, þá finnur margur vor á meðal til þess, að hann hefir vanrækt aS gera þaS sem nágrannar hans hafa gert og nýtur því ekki þess unaSar. sem hann gæti notiö. ÞaS ætti að vera hvöt fyrir oss til aS prýöa borg vora, gera hana annaS og meira en kaldan og ófríöan dvalarstað. Ekki hafa allir ástæöur til aS planta stóra garöa, sem geti orðiS þeim aS mikl- um tekjuauka; en flestir geta gert litið eitt, plantaö fáein blóm, örfá tré. LoftslagiS hjá oss er vel til þess fallið og jarðvegurinn frjór. Hjá oss er gnægö af sólarljósi og þó $1.00 afsláttur á tonni af kolum L.“3Íð afsláttarmiðann. Seudið Kann með pöntun yðar. Kynnist CHINOOK Ný reyklaus kol $9.50 tonnið Bnginn reykur. Ekkert gót Ekkert gjall. Agætt fyrir eldavélar og ofna, einnig fyrir aðrar hitavélar haust og vor. Þetta boð vort stendur til 7. nóv- ember 1914. Pantið sem fyrst. J. G. HARGRXVE&CO .Ltd. 334 MAIN STItEET Phone Main 432-431 Klipp ör og sýn meC pöntun. $1.00 Afslðttur $1.00 Ef þér kaup’lC eltt tonn aí Cliinook kolum & $9.60, þA glldir þessi miCi einn dollar, ef éinhver umboCsmaCur fé- lagslns skrlfar undlr hann. J. G. Ilargrave A Co., Ltd. (ónýtur ftn undlrskrlftar.) I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.