Lögberg - 20.05.1915, Blaðsíða 5
LÖGJBERG, FIMTUDAGÍNN 20. MAI 1915
5
Hin trausta
BUFFALO
RUSLKANNA
Winnipeg-borg notar þessar könnur
og maelir með þeim.
“Patent” botninn
(Botn er má skifta um)
sem er í öllum Ðuffalo könnum,
veldur því, að þær taka öllum rusl-
könnum fram. Annað er það, að
þær hvorki brotna né beyglasr við
venjulega brúkun og þola meira en
þúsund punda þrýsting.
Smíðaðar í Winnipeg
Seldar í öllum járnvörubúðum.
Smíðaðar hjá
The WesternTinshop
Company
263 Princess St. PhoneG.2579
„HOLLANDIA SYSTEM“
Banar veggjalús og öllum skriðkvikindum
VÉR FYLLUM EKKI ALT MEÐ REYK NÉ
HELDUR GERUM VÉR ÍBÚUM NEINN USLA.
Engin lykt né önnur óþægindi. Oll vinna tekin
í ábyrgð um heilt ár. Símið eftir upplýsingum og
prísum. Engin borgun tekin fyrir að skoða hús.
Símið M. 6776
M G. NIEHORSTER & C0.
508 McGreevy Blk. - Portage Avenue
AIls ekki þýzkt félag
Albert Gough Supply Co.
Wall Street and Kildonan West
ALSKONAR BYGGINGAEFNI
Talsimar: Sher. 3089 os St. Jonn 2904
viröing, þjóöarinnár, leiöa sig i
ólindni. Því liélt hann sömu
stjórnarstefnunni: aö bíða og sjá.
ÞjótSina hefir hrakiö fyrir föll-
urrt og vindi, því Mr. Wilson hef-
ir svikist um þaö starf er| hann
haföi svariö að inna af hendi. Nú,
[ró um seinan sé, er öllum þaö
Ijóst, aö slík stjórnarstefna hlaut
aö leiöa slys og vanvirðu yfir
þjóðina.
Hún leiddi beinlínis til inorö-
anna miklu á Atlantshafinu 7.
maí.
Þess vegna eigúm vér á bak að
sjá meira en hundrað Ameríku-
mönnum. Þess vegna liggur nú
einn hinna göfugustu og ósér-
plægnustu manna er eg hefi kynst,
Justus Miles Forman liöinn á
hafsbotni. Þess vegna eigum vér
nú á bak aö sjá öðrum eins af-
burðamönnum ^og Charles Froh-
man, Alfred V'andérbilt, Lildon
Bates yngri og Ilerbert Stone.
Eg get ekki séð aö stjórnar-
stefna Von Tirpitz eigi 'agnar ögn
nreiri sök í dauöa þessara manna
en sú aö “bíða og sjá.”
í þrjú ár myrtu stigamenn og
nautaþjófar í Mexico ameríska
borgara og hræktu á þjóöfána
vonr og alt semi Mr. Wilson gerði
fyrir ameríska borgara i því landi
var það, aö ráðleggja þeim aö
sitja kyrrir heima. Þegar ófrið-
urinn mikli gaus upp og Þjóð-
verjar brutu allar hernaöarreglur,
einnig þær er snertu hlutlaus lönd,
hlóð Mr. Wilson brjóstvarnir um
sig meö athafnaleysi, þögn og
bragðlausu mótmælahjali.
Þegar ameríska skipinu Frye
var sökt, þegar sprengikúlum
rigndi yfir Cushing, þegar Gulf-
light var sökt í sæ og þrír Ame-
ríkanar mistu lífið, þá sá enginn
gremju á Mr. Wilson, iheldur baö
hann um frest til umhugsunar og
óskaöi þess jafnframt, aö enginn
“ruggaöi fleytnnni” á meöan hann
hugsaði sig um.
Þegar Þýzkarar söktu Frye,
Cushing og Gulflight. lagði Wil-
son flota vorum fyrir utan Ruer-
side Drine og lét skipshafnirnar
skemta sér við fótboltaleik eöa í
kvikmyndahúsum. |
Athafnaleysi vort hefir ihvatt
Þjóöverja til hryðjuverka. Er því
síst að undra, þótt liðsforingjar
Þýzkalandskeisara teldu það f-
hættulaust. að myröa ameríska
borgara, konur, menn og l>örn í
stór hópum.
í morgun stóð í ritstjómardálk-
um Times að menn treysti forset-
anum, frá honum megi þeir vænta
réttlatra orða og athafna, vísdóms
og staðfestu. - ■
Eg verð að játa, að eg er ann-
arar skoðunar, ])ví fátt er það í
fari Mr. Wilsons er styrkt geti þá
von. Hann er þrár, en ekki stað-
fastur og vísdömur hans er i því
fólginn, að snúa bakinu við hætt-
unni þegar hana ber að höndum.
Ef Mr. Wilson ætti son og hann
segði honum að nágranni þeirra
hefði hótað honum, að hella yfir
hann vatni, ef hann færi fram hjá
húsdyrum hans. M,r. Wilson
mundi ekki spyrja nágránna sinn,
hvers vegna hann hefði hótað
drengnum þessu. Nei, hann miundi
setja upp spekingssvip og segja:
“Sonur minn, þegar þú ferð í
skólann á morgun, þá farðu út um
bakdymar og niður öngstrætið.”
í þrjú ár hefir hann ráðlagt oss
þetta. Hann hefir látið oss fara
út um bakdyrnar og niður öng-
strætið. Eg er einn af þeim sem
er orðinn leiður og þreyttur á því.
Hvers vegna má ekki "rugga
fleytunni?” Ef maðurinn sem við
stýrið stendur er sofandi er hann
ekki verkinu vaxinn; ef hann stýr-
ir oss beint í háska, hvers vegna
skyldum vér þá ékki “mgga bátn-
uni?”
Hvers vegna skyldum vér láta
einn mann ráða fyrir oss? Hvers
vegna Ieyfum vér Mr. Wilson að
halda oss í dáleiðslu, láta reka á
reiðanum og telja oss tni um, að
öHu sé óhætt? Varð Mr. Wilson
að oskeikulum páfa er vér kusum
hann fyrir forseta? Gáfu atkvæði
vor hontim yfirnáttúrlegan mátt
og vís^óm ? Hann er það sem
hann hefir ávalt verið, skólameist-
ari, 'ímyndunarsnauður vitsmuna-
maður, maður sem ekki kann að
meta vináttu og saknar hennar því
ekki. Það er einmitt vegna þess,
að hann á enga vini, vegna þess
aö liann ráðfærir sig ekki við
neinn og er algerlega ánægður
með sinn eiginn dómsúrskurð að
hann er hættulegastur allra.
Ekki virðist hann heldur mjög
snortinn af almennum mannkær-
leika. Þegar öll þjóðin beið milli
vonar og ótta eftir morðlistunum
á laugardagsmorguninn, hélt Mr.
Wilson til knattleika.
Mér viröist helzt lita út fyrir, að
Mr. Wilson þekki ekki tilfinning-
ar og viija þjóðarinnar á þessum
hættutimum. Og ef vér bevgjum
oss lengur undir rað lians og vilja
hljótum vér að lenda í stærri slys-
urn og meiri ógöngum, en raun
hefir enn á orðið.
Vér megum ekki lengur sitja
aðgerðarlaus, halda niðri í oss
andanunt og segja: “Þei, þei-
Forsetinn er að, hugsa sig um!”
Vér eigum sjálfir að httgsa oss
ttrn og segja forsetánum skýrt og
afdráttarlaust hvað vér viljum, því
hann er hvorki einvaldur soldán
né andlegttr ráðunautur og drotn-
ari, heklttr að eins áhald er vér
höfurn valið til að fratnkvæma
með óskir vorar og fyrirskipanir.
Holl ráð.
Leggið Ixjrnunum ekki of marg-
ar lífsreglur, bannið þeim ekki of
oft og skipið þeim ekki of oft, en
gætið þess stranglega að því sé
hlýtt sem fyrir er skipað.
Látið ekki bömin tara út i
heiminn án þess að þekkja hið illa,
en alið þau þannig úpp, að þau
hafi þrek til að velja það góða.
Sá unglingur, sem gengur út í
lífið með þá tilfinningu, að það
semi hann lærði heima sé óskeikult
og heimilið bregðist aldrei, honum
er borgið á lífsins sollna sæ.
Láfið drengi og stúlkur liafa
sömtt skyldum að gegna við for-
eldra og 'heimili. Alið ekki þá
ímyndun upp hjá drengjum, að
þeir séu hærra settir en stúlkur.
Kennið börnunum að virða
hvert annað. Styrkið sjálfstraust
og sjálfsvírðing barnanna en ger-
ið þau ekki hrokafull.
Stjórnsemi og staðfestu þarf
hvert barn að læra. Enginn getur
stjómað öðrum sem ekki getur
stjómað sjálfum sér.
Börn em viðkvæm og tilfinn-
inganæm og þurfa þvi að rnjóta
ástúðar og blíðu svo að þaú finni
sem fyrst, að þau eru liluti stærri
heildar. Þá verða þau færari um
að leggja sinn skerf til almiennra
velferðarmála er aldurinn hækkar.
Tilkynning
Oft hefi eg verið sþurðuf að því
hvað margir Islendingar byggjit i
vatnabygðunum í Sask., og hefi eg
alls ekki getað svarað því nákvæm-
lega. Marga hefi eg líka heyrt
tala um að gaman væri að taka
manntal Islendinga í þessum bygð-
um. Og jafnvel hefir stöku
mönnum komið til hugar eitthvað
fvrirkomulag sem mættí nota í
þessu sambandi. En ekki ihefir,
að því er eg til veit, orðið neitt ur
framkvæmdum.
Nú hefir það verið fytírhugað
að hr. Octavius Thorlaksson og eg
störfum hér saman i sumar að
trúboðsstarfi, og hefir mér dottið
i hug í sambandi við ferðalag
okka r við þann starfa að taka
manntal Islcndinga í bygðunum
hér. Og vil eg vinsamlegast mæl-
ast til þess að fólk talcí þeim er-
indum okkar vel svo að við getumi
fengið sem nákvæmastar skýrslur.
Að eiga slíkar skýrslur getur orðið
mjög fróðlegt og skemtilegt og að
sjálfsögðu gagnlegt fyrir bygðina,
Með vinsemd.
H. Sigmar.
Ágœt málning.
Bændur ög húseigendur mundu
stryka þau útgjökl út er þeir eyða
fyrir málningu á hús og áhöld ef
eignir þeirra lægju ekki undir
skemdum ef þeir gerðu það. Oss
er ánægja að geta tilkynt almenn-
ingi, að vér höfum efni til sölu, er
stendur málningu á sporði, en
kostar ekki nema einn fjórða á við
það sem venjuleg málning kostar
og endist að minsta kosti eins vel
eða betur.
Þétta efni hefir verið löggilt
undir nafninu “Powdrpaint”. Það
er. eins og nafnið hendir til. duft,
er blandað vatni og vér ábyrgj-
umst að það standi málningu að
engu leyti á baki. 1 þvi eru hrein
og vÖnduð litarefni og þolir áhrif
lofts og lagar.
Það tollir mjög vel við tré,
múrstein, sement, plastur og alls-
konar veggpappa. Það er með
öðrum orðurn ágætis málning bæði
utan liúss og innan, ])ví það er
mjög endingargott. tiltölulega ó-
dýrt og er ágætur elclvörður. Eitt
lag af þessari málningu er því nær
eins gott og tvö lög af vanalegri
málningu.
Málning þessi hefir nokkuð
veriö reynd í vesturhluta Canada
og vér höfum heyrt, oss til mikill-
ar ánægju, að það hafi reynst
mjög vel. Þess vegna leyfum vér
oss að draga athygli lesendanna að
auglýsingunni um “Powdrpaint” á
öðrum stað í hlaðinu.
ýAuglýsing).
8. Maí voru eftirfylgjandi með-
limir settir í embætti’ í barnastúk-
unni Æskan, nr. 4:
Æ.T.: Inga Thorbergson,
V.T.: Bína Johnson,
Rit.: Fríða Long,
A.R.: Elsie Pétursson,
F. Rit.: Clara Johnston,
Kap.: Muriel Oliver,
Drótts.: Violet Johnston,/
A; Dr.: Fríða Olson,
\'.: Axel Oddleifsson,
Ú.V.: Elinar G. Johnson,
F.ÆT.: Lily Goodman.
Meðlimatala er 110 börn og 15 full-
orðnir. Fundir haldnir i Goodtempl-
arahúsinu á hverjum laugardegi og
byrjar kl. 3.30 e.m.
„Gullfoss“ fagnað
Síðastl. fimtudagsmorgun J15.
apríl) kom “Gullfoss” inn til
Reykjavíkur í björtu og fögru
veðri. Daginn áður hafði hanu
komið til Vestmannaeyja. Þá var
rokveður á vestan, svo að “Flóra”,
er lagði á stað hingað úr Eyjun-
um þann dag, snéri aftur við
Reykjanes. Samt hélt “Gullfoss”
á stað þangað að áliðnum degi, og
mundi hafa komið inn hingað
snemma morguns, ef e'igi hefði
verið svo fyrir lagt af stjóm
Eimskipafél.i íslands, að hann
skyldi koma inn á höfnina kl. 9.
Hafði skipið beðið þess tíma hér
úti í flóanum. En er það hélt inn
á leið til hafnar, kom á móti þvi
botnvörpungurinn “Islendingur”
og á honum ýmsir Reykvíkingar,
þar á meðal stjómarmenn Eim-
skipafélags Islands, ráðherra
bankastjórarnir, þingmenn og
blaðamenn, og heilsuðu þeir
“Gullfossi” með níföldu húrraópt.
“Gullfoss” var mjög skreyttur
fánum og hinn fegursti til að sjá.
Skömmu á eftir “Islendingi” kom
Garðar Gíslason kaupmaður út á
móti “Gullfossi” á vélaskipinul
“Heru” og voru ýmsir bæjarmenn
þar í för með honum. Bæði “Is-
lendingur og “Hera” voru fánum
skreytt- En úti á Eyjasundinu
stigu farþegarnir af þeim á skips-
fjöl á “Gullfossi” og tók þar á
móti þeim formaður Eimskipafél.
íslands, hr. Sveinn Björnsson, er
var með “Gullfossi” frá Khöfn.
Þegar kom innundir hafnar-
mynnið, komu margir vélbátar
móti “Gullfossi”, allir flöggum
skreyttir og fuUir af fólki. Varð
afarþröngt uppj á skipinu, þegar'
inn kotn á höfnina, en þó alt um
kring bátar fullir af fólki, og til
lands að sjá var hver bryggja þak-
in mönnum.
Þegar skipið var lagst, flutti
ráðherra svohljóðandi ræðu frá
stjórnarpalli þess:
“Islendingar! Gullfoss er koni-
inn heim yfir hafið. Siglinga-
draumur íslenzku þjóðarinnar er
að rætast. Það er bjart yfir Eim-
skipafélaginu í dag.. Það er bjart
yfir þjóð vorri — því þetta félag
er runnið af samúð allrar þjóðar-
innar. Þjóðin hefir ekki að eins
lagt fé i fyrirtækið ; hún hefir lagt
það sem meira er, hún hefir lagt
vonir sínar í það. Þetta fyrirtæki
sýnir fremur öllu öðru, hvað vér
getum áorkað miklu, er vér stönd1-
um allir fast saman. Auknar sam-
göngur eju lykillinn að framtíð
vorri. I nafni íslenzku þjóðarinn-
ar þakka eg Eimskipafélagsstjóm-
inni fyrir þá ósérplægni og dugn-
að, sem hún hefir sýnt með for-
göngu sinni fyrir ]æssu fyrirtæki-
í nafni íslenzku þjóðarinnar býð
eg “Gullfoss” velkominn heim.
Fylgi hontim gifta landsins frá
höfn til hafnar, frá hafi til hafs.
Lifi “Gullfoss!”
Var tekið undir þetta með marg-
földum húrraópum. Síðan héldu
]>eir til lands, sem fyrst komu á
skipsfjöl, en óslitinn mannstraurh-
ur var út til skipsins frameftir
deginum, til þess að skoða það.
Óhætt er að sagja, að allir mæltu
]>að einum munni. að þeim litist
mjög vel á skipið. Þar er altur
útbúnaður eftir nýjustu tízku og
alt sem bezt vandað. Sérstakt um-
tal va'kti við fyrsta álit setsalurinn
yfir 1. farrými, því hann er miklu
lætri og haganlegri en á öðrum
skipum, sem menn hafa átt að
venjast hér. Við fyrsta álit virð-
ist “Gullfoss” uppfylla beztu von-
! ir manna.
Þess má geta, að af tilviljun
i hittist svo á, að “Gullfoss” kom til
landsins á afmœlisdegi verzlunar-
frelsis Islands. Lögin um hið al-
menna verzlunarfrelsi eru frá 15.
april 1854-
CANAOA!
FINESí
THEATRÍ
AIJ.A VIKUNA SEM KEMUR
Mats. á mánudag (Victoria Day) or
á miðvikud. og laugardag.
LYJIAN H. HOWE'S
TRAVEL FESTIVAIj
Ahriíssýningar NiÖri I eldgýg Vesú-
viusar, ferS me'S stjórnlausri lest, og
myndir frrá Venlce, og Grikklandi;
myndir fugla I nátúrlegum litum. —
Sictasjila byrjar á íostudag 21 Maí kl.
10 f.h. Vorð að kveltli: 50c. 35c. 25c.
Mats.. 25c. og 15c. íyrir börn.
VIKUNA FUA 31. MAl og Mats á
miðv.dag og laugard. kemur aftur liin
fræga enska leikkona
MARIE TEMPEST
með hinn alenska leikflokk sinn á-
samt W. GRAHAM BROWNE og
leikur á mánud., fimtud. lauga'rd. og
matinee þann dag gamanleikinn
“NEARUY MARRIED
og' á þriSjud. og miðvdag að kveldi
og miðvd. MaUnee leikinn
THE MARRIAGE OF KITTY
Á laugardaginn voru blaðamem,
í boði hjá stjórn Eimskipafélags
Islands úti á “Gullfossi”. For-
maður félagsins, Sv. B„ þakkaði
blöðunum liið einróma fylgi, sem
þau hefðu frá upphafi veitt félag-
inu, og taldi það hafa átt mikinn
]>att í því, hve vel fyrirtækið hefði
gengið.. Skúli Thorbddsen þakk-
aði boðiö af hálfu blaðamanna og
mœlti fyrir tninni Eimskipafélags
Islands. Ritstj. “Lögréttu” flutti
VÍSU um “Gullfoss”, dr. Guðm.
Finnbogason mælti fyrir minni
skipstjórans, Sigurðar Pétursson-
ar, og ÓI. Bjömsson ritstj. fyrir
minni Nielsens framkvæmdarstj.
Vísan, sem ritstj- Lögr. flutti, er
svohljóðandi;
Heilsað sé hnossi
hafs. En dákossi
lyfti’ í láfossi.
Vindar vorkossi
vigi góðhrossi
hranna veg.„ Hossi
heillir “Gullfossi.*)
•*) Dá ]>. e. dvali, deifð. Lá
]>. e. sjór; láblossi þ. e. gull Hross
hranna ]>. e. skip.
Á sunnudaginn fór “Gullfoss”
til Hafnarfjarðar og með honum
fjöldi manna héðan. Þar var tek-
ið á móti honum með ræðu, sem
Magnús Jónsson bæjarfógeti hélt,
og söngflokkur Hafnarfjarðar
flutti honum kvæði, sem ort haföi
Finnbogi Jóhannsson Iögreglu-
þjónn, en formaður Eimskipafé-
lagsins þakkaði viðtökurnar.
Á. mánudaginn voru í boði hjá
stjórn Eimskipafél. Islands úti i
“Gullfossi: bráðabyrgðarstjóm fé-
lagsins, endurskoðendur þess, for-
stjórar beggja bankanna, ráðherra
og embættismenn stjórnarráðsins.
Voru þar ræður fluttar v af ráð-
hetra, Sveini Björnssyni, Hall-
dóri Danielssym, Jóni Þorlákssyni
og Nielsen framkvifirtlclafstjóra.
Þess er ógetið, að Vestmanna-
eyingar fögnuðu “Gullfossi”, er
hann kom þar til hafnar á fimtu-
daginn, þannig, að vélbátar þeirra
umkringdu hann prýddir flöggum,
en séra Oddgeir Guðmundsson
bauð skipið velkomið með ræðu
og flutti því einnig skrautritað
ávarp í ljóði eftir Sig. Sigurðsson
skáld, en það hljóðar svo:
Heill og sæll úr hafi-
Heill þér fylgi jafna.
Vertu giftugjafi
gulls í milli stafna.
Sigldn sólarvegi,
signdur drottins nafni,
ötull djarft, að eigi
undir nafni kafnir.
“Gullfoss fór í gær áleiðis til
Vestfjarða, er búist við, að liann
verði kominn hingað aftur um
næstu helgi og leggi þá á stað í
förina vestur um haf.
Nielsen framkvæmdarstjóri hef-
ir í viðtali við “Morgunblaðið”,
sem birtist í gær, Tátið mjög veí
vfir því, hve vandað skip “Gull-
foss” væri. Segir hann þar, að
ekkert af þeim farþegaskipum,
sem nú eru í förum milli Islands
og útlanda, geti jafnast á við
“Gullfoss”. Efnið í skipið sé alt
hið hezta og smíði á því hiö vand-
aðasta. Lætur hann mjög vel af
því, hvernig reynst hafi að eiga
skifti við “Flydedokken”. Verk-
smiðjan hefir afarmikið að gera
nú. segir hann, en lætur samt vera
auð tvö byggingarpláss fyrir
strandferðaskip félagsins, þangað
til fastráðið verður, hvort þau
verði bygð eða ekki. Hann segir,
að auðvelt hefði verið að selja
“Gullfoss” fvrir 200 þúspnd kr.
hærra verð en smíði hans hafi
kostað. “Flydedokken” hefir boð-
ið það í skipið. Svo mjög hefir
skipaverð breyzt frá þvi að samið
var um srníöið, vegna ófriðarins.
.Skipin bæði “Gullfoss” og “Goða-
foss”, telúr hann því um 400
þús. kr. meira virði nú en smíði
þeirra hefír kostað. Hann gerir
ráð fvrir. að “Goðafoss” leggi á
staö frá Khöfn 6.—7. júní og fer
hann upp til Austurlandsins og svo
norður um land hingað. Það skip
er eins útbúið og “Gullfoss”, en
dálítið minna.
Nielsen framkvæmdarstjóri fer
til Khafnar með “Botníu” næst til
þess að líta eftir smíði á “Goða-
fossi”, og kemur svo með honum
hingað til lands i júní.
—Lögrétta.
Leikhúsin.
WALKER.
Lyman H. Home sýnir sig í
Walker leikhúsinu 24. maí og
verða tvær sýningar þann dag.
Þetta er í fyrsta skifti sem hann
hefir komið til Winnipeg. “Mati-
nees” á mánudag, 24. maí JVictor-
íu 'tlaginn), miðvikudag og laug-
ardag. Byrjað ^ð selja aðgöngu-
miða á föstudaginn í jæssari viku
kl. 10 f. h.
Fáir leil rarar eiga jafn víðtæk-
um vinsældum að fagna og Marie
Tempest; hún leikur í Walker alla
vikuna frá 31. maí; “matinees” á
miðv.dag og . laugardag. ^Miss
Tempest leikur i “Marriage of
Kitty” og “Nearly Married” eftir
Edgar Selvyn, Hefir honum
sjaldan betur tekist en í þessum
leikjum. Teki á móti póstpönt-
unum nú þegar, en byrjað að selja
aðgöngumiða í leikhúslimi 28. maí
kl. 10 f. h.
Þetta erum vér
Tbe Coast Lumber
Yards, Ltd.
185 Lombard St.
Phone M. 765. Þrjú yardi
— Gústaf Svíakonungur liggur
veikur, var skorinn í fyrra við
innvortis sjúkdómi, hefir veikin
nú tekið sig upp aftur.
Það kostaryður EK.KE.RT
að reyna
Record
áttur en þér kaupltl rjómaskllvlndu.
RECORI> er einmitt skilvindan,
j sem bezt. á vitt fyrir bændnr, er hafa
Iekki fleiri en
6 KÝR
I»e«:ar þér reynib þessa véi, munuil
þér brátt sannfærast um, afi hún
tekur bllum öbrura fram af sömii
sta*rtS og: veröi.
Ef þér notitt RECORD, fái» þér
meira smjör, hún er auöveldari
meöferöar, traustari, auöhreinsaöri
ojf seld svo iágu vertSi, atS atSrir geta
ekki eftlr leikitS.
SkrifitS eftir söluskilmálum og öll-
um upplýsingrum, til
The Swedish
Canadian Sales Ltd.
234 Logran Avenue, Winnipeff.
Nviav Rnvukiv/rXi» timbur, fjalviður af öllum
vorubirgdir tegundum, geirettur og al«-
konar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar með margvís-
legri tilbreytni. Komið og sjáið vörur vorar. Ætíð glaðir
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
Limited
IIÉNRY AVE. EAST
WlNNIPEG
;i
Kosningar fara fram 15. Júní 1915
að Lögbergi
Atkvaeðagreiðslan byrjar nú þegar. Hr. H. Hermann, bók-
haldari félagsins, The Columbia Press, er kjörstjórinn; hann tekur
á móti öllum atkvæðum, sem send verða til hans í lokuðum umslög-
um, frá þessuhi degi til 15. Júní, að þeim degi meðtöldum.
Klippið úr kjörseðilinn fyllið hann inn sem fyrst og sendiö hann
ásamt peningum, samkvæmt þessu kostaboði, til Mr. H. Hermanns,
Columbia Press, Ltd., Winnipeg Man. — Seðlarnir verða Vandlega
geymdir og taldir á ofannefndum degi og verðlaunum úthlutað.
REGLUGERÐ UM GILDI ATKVÆÐA.
$1.00 fyrirframborgun í 6 mán. fyrir blaðið Lögberg.. 50 atkv.
2.00 fyrirfram borgun í 6 mán., 2 kaupendur............. 150 atkv.
2.00 fyrirfram borgun í eitt ár, 1 kaupandi............. 200 atkv.
3.00 fyrirfram borgun i 6 mán,, 3 kaupendur............. 400 atkv!
4.00 fyrirfram borgun í tvö ár, 2 kaupendur.......... 500 atkv.
6.00 fyrirfram borgun í þrjú ár, 3 kaupendur......... 800 atkv.
8.00 fyrirfram borgun i fjögur ár, 4 kaupendur .. .. 1000 atkv.
10.00 fyrirfram borgun í fimm ár, 5 kaupendur........... 1200 atkv.
Fyrir hvern nýjan kaupanda, sem sendir eru af sama umkepp-
anda ásamt $2 fyrifram borgun, yfir tíu doll.......... 500 atkv.
Ekki þarf að senda öll atkvæði í einu, því hver sá, sem um þetta
keppir, fær, eftir ofangreindri reglugerð, fyrir öll þau áskriftargjöld
sem hann sendir inn, alveg eins þótt atkvæðaseðlarnir komi ekki
allir í einu. 900 atkvæði minst til að geta kept um 3 fyrstu verðl.
VERÐLAUNA-SKRÁIN.
Fyrstu verðl.—ávísun upp á $10 virði af ljósmyndum og $5 í pen.
Önur verðl.—$15.00 ávísun upp á ljósmyndir.
Þriðju verðl.—$10.00 ávísun upp á ljósmyndir.
Fjórðu verðl.—Borðklukka og vasaúr.
Fimtu verðl.—Sjálfblekingur og Varinn Raklmífur.
Sjöttu verðl.—Fjórar bækur, eftir frjálsu vali úr bókaskrá sem
prentuð er í þessu blaði.
Sjöundu verðl.—þrjár bækur úr áðurnefndri skrá.
Áttundu verðl.—borðklukka.
Niundu verðl.—varinn rakhnífur.
Tíundu verðl.—sjálfblekingut
—Allir þeir, sem senda inn einn eða fleiri seðla, með borgun
fyrir blaðið, en ekki ná ofannefndum verðlaunum mega velja um
tvær bækur eða sjálfblekung eða varinn rakhníf í verð.laun. — Þann-
ig fá allir verðlaun, sem eitthvað senda. Þessi samkepni er a® eins um
nýja áskrifendur.
GILDI VERDLAUNANNA.
Borðklukkka, “forsilfruð”, með góðu verki, $2.50.
Snoturt vasaúr í “nickel” kassa '1.50.
Varinn rakhnífur í umbúðum, $1.50.
Sjálfblekungur, $1.00.
Bókaskráin er þessi:—
Útlendingurinn, saga úr Saskatchewan, eftir Ralph Connor,
75 centa virði.
Fátæki ráðsmaðurinn, saga eftir Octave Feulllet, 40c. virði
Fölvar rósir, ljóðabók eftir Bjarna Lyngholt, með mýnd höf-
andarins, 75c. virði.
Kjördóttirin, skáldsaga í þrem þáttum, eftir Archibald Gunter,
75c. virði.
Miljónir Brewsters, eítir G. B. McCutcheon, 35c. virði.
María, eftir H. Rider Haggard, 50c. virði.
Lávarðarnir í norðrinu, eftir Agnes C. Laut, 50r. virði.
1 herbúðum Napóleons, eftir Sir Conan Doyle, 35c. virði.
Svikamylnan, eftir A. W. Marchmond, 50c. virði.
Fanginn í Zenda, eftir Anthony Hope, 40c. virði.
Allan Quatermain, eftir Rider Haggard, 50c. virði.
Hefnd Marionis, eftir E. Phillips Oppenheim, 40c. Virði.
Ólíkir erfingjar, eftir Guy Boothby, 35c. virði.
Gulleyjan, eftir R. L. Stevenson, 35c. virði.
Rupert Hentzau, 40c. virði.
Hulda, smásaga, 25c. virði.
Daíurinn minn, íslenzk sveitasaga eftir Þorstein Jóhannes-
son, 25c. virði.
Sýnishorn af kjörseðli:
COLUMBIA PRESS, LTD.,
P. O. Box 3172, Winnipeg, Man.
Innlagðir $....... fyrir ....... nýja áskrifendur
Lögbergs. — Atkvæðin séu innfærð í minn reikning, sam-
kvæmt atkvæðisgreiðslu-reglum yðar við verðlauna um-
kepni. Nöfn áskrifenda fylgja hér með.
Nafn með fullum stöfum.............................
Pósthús .....................................
Fylki .....................................
Þennan miða má klippa úr blaðinu, undirskrifa og senda
oss eða gera afskrift af honum, sem gildir alveg hið sama.
\