Lögberg - 20.05.1915, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.05.1915, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MAl 1915 Á vœngjum morgunroðans. Eftir LOUIS TRACY. Þau komu aftur út í dagsbirtuna. Iris var svo mikið niðri fyrir, a« hún gle>nndi aö slökkva ljósið á litla lampanum. Hún benti með hendinni inn í hellinn. “Það er drjúgur skildingur þarna’’, sagði hún. “Mörg tonn af gulli.” “Við þurfum ekki að rífast urn hvernig skifta skuli. Það er nóg handa okkur báðum." “Meira en nóg. Við getum jafnvel lagt nokkuð til hliöar handa vinum okkar.” Hann virtist svo ánægður með, að sameign þeirra skyldi þannig lýst, að Iris hrökk við. Þá tók hún eftir ljóstýrunni á lampanum og slökti hana. “Eg a við það,” sagði hún, “að ef við skiftum á milli okkar, þá verðum við hvort i sínu lagi stórrík.” “Alveg rétt. Eg tók auðvitað orð yðar svo, að þau ættu eingöngu við námuna.’ Það þarf ekki mikið til aö eyða dagdraumunum. Þetta dugði. Sjómaðurinn tók aftur til að grafa niður vistaforða þeirra. Hann stansaði og starði á lampann örlitla stund. Hann var að hugsa urn, hve lampinn sýndist óálit- legur og ljósið dauft, þegar hann kom út fyrir hell- isdyrnar, þegar hann kom út í hina víðu veröld. En Iris sagði við sjálfa sig: "Dæmalaus klaufi var eg að láta 'þetta út úr mél. Nóg handa okkur báðum. Þó það væri nú! Ætlast hann til að eg biðji hans ? Hverjum skyldi hann hafa ætlað að senda bréfið. sem hann reif i sundur þegar eg kom úr baðinu ? Það hlýtur að hafa verið til mín. Hvers vegna skrifaði hann það?" Sá tími nálgaðist, að Jenks skyldi ganga upp á Sjónarhól; liann gerði það á ákveðnum timum dag- lega. Hann lagði öxi og byssu um öxl sér og hélt af stað. Iris ‘heyrði braka í greinunum er hann fór upp eftir brekkunni. Hún setti vatnsketil yfir eld- inn, en þegar hún fór að sækja eldivið, lá leiöin þar fram hjá er bréfið lá í smásneplum. Hún var ráövendnin sjálf að kvenmanni til, en sú kona hefir enn ekki fæðst, sem hefir getað haft augun af skrifuðu skjali sem legiö hefir fyrir henni. Iris sá að nafn hennar stóð á einum sneplinum. Þótt snepillinn væri lúinn, sá hún glögt, aö þar stóð — “Kæra Miss Deane”. “Svo bréfið var til mín!” hrópaði 'hún, kastaði af sér viðarbindinu og lagðist á hnéð eins og forvitið barn. Hún tók upp snepilinn og skoöaði hann vand- lega. Þó henni hefði staðið til boða veröldin með allri hennar dýrð, þá hefði hún ekki getað fengiö sig til að hirða alla bréfsneplana, raða þeim saman og lesa alt byéfið. Samt lokkuðu þeir hana, svo hún gat ekki augun af |>eim hat't. Nú sá liún, að á öör- um snepli stóðu þessi orð: “Eg elska yður! ’ Hún vissi ekki hvemig á því stóð, að henni fanst ]>essir sneplar eiga saman. Á þriðja miðanum stóðu enn sömu orðin: “Eg elska yður!” Hún kærði sig ekki um að sjá meira og leit ekki á þá miða sein höfðu fallið þannig, að stafirnir snéru niður. Hún dró litiö gullnisti út úr barmi sínum; voru í þvi litlar myndir af föður hennar og móður. Hún opnaði nistið og lagði sneplana þrjá gætilega á milli myndanna. Löngu áður en Jenks kom auga á Iris, J er hann kom aftur ofan, hevrði hann að hún var að syngja hástöftim. I>egar hann kom nær, tók hann eftir bréfsnepl- unum. Hann beygði sig niður, tók þá upp og kast- aði þeim á glæðurnar. “Hvað voruð þér aö skrifa á meöan eg var í bað- inu?” spurði Iris með alvörusvip. “Það var lýsing á námunni. En þegar eg hugs- aði mig betur um, sá eg að það var óþárft.” “Var það ekki annað en þafi?” “Nei, ekki sem orð er á gerandi.” “Þá hefir það verið eitthvað meira.” Hann leit snögt á hana; hún virtist hafa sagt þetta út í bláinn. “Gætið þér nú að,” sagði hann. “Það er svo lítið liægt að gera áhaldalaust. Þessi náma er þess kyns, að það þarf mikil áhöld til að vinna hana.” “Og þér gctiö ekki nú sem stendur útvegað þau, þó flestir vegir virSist yður færir, eða getið þér þaÖ ?” Jenks virtist ómögulegt að svara þessari spurn- ingu. Þau voru önnum kafin til kvelds. Þegar þau settúst niður til kveldverðar barst talið enn þá einu sinni að skipinu, sem þau þráðu svo heitt. Frá því leiddist' talið að matarforðantim er hann hafði falið í hellinum. Lögbenjs-sögur ... ........... FÁST GEFINS MEÐ ÞV( AÐ GERAST KAUPANDIAÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI “Grófuð þér niður bókakassann ?” spurði hún. “Já, en ekki í hellinum. Hann er undir sinkona trénu sem þér sjáið þarna,” sagði hann og benti á tréð. “En hvers vegna spyrjið þér að því? Langar yður til aö ná í þær?” “Eg hefi biblíuna í herberginu mínu, en ljóð- mæli Tennysons voru í kassanum og eg leit í þau einstöku sinnum.” Sjómaöurinn þakkaði sínum sæli, aö farið var aö skyggja, svo Iris sá ekki litbrigðin á andliti hans. ITann mintist þess, að hann hafði haft yfir erindi úr “Maud”, þegar hann reif sundur bréfið. Gat það veriö, að hann' hefði farið meö það svo hátt, að Iris hefði heyrt til lians og hún væri nú að gera gys að honum fyrir það? Hann var í hreinustu vand- ræðum. “Það er skrítið, að þér skylduð minnast á Tennyson”. sagði hann loksins. “Eg var að hugsa utn erindi eftir hann í dag.” í þetta sinn var Iris saklaus. “Var það úr ‘Enoch Arden’?” Honum létti við að heyra þetta. “Nei. Alt ann- að fremur.” sagði hann. “Úr hvaða kvæði var það þá?” “Úr ‘Maud’.” “tJr ‘Maud’. Það er skínandi fallegt kvæöi. en mér er ómögulegt að skilja hvers vegna höfundurinn lét svo fallega ástasögu enda svo illa.” “Þær enda of oft þannig. ‘Enoch Arden’ er heldur ekkert gamankvæði. “Nei. Það er fult af alvöru og hrygö. En þaö er engin hamingja eða ánægju von í ‘Maud’.” “Nú verðið þér að leyfa mér að spyrja yður: Hvers vegna gizkuðuð þér á það kVæði?” “Af því að þar er ástæðum okkar svo nákvæm- lega lýst. Munið þér ekki hvernig “í hellisskúta við sjóinn sat sæfari’ og mændi á haf.” “Eg er viss um að Tennyson hefir séð eyjuna okkar í anda, því hann heldur áfram: “Dagur fylgir degi — ekkert segl, en dag hvern roöar loft af sólarglóö og pálma, burkna, berg og hamravegg; mót austri bálar sólarglóö á sæ, sindrar glóð á tíbrá yfir ey, mót vestri logar sólarglóð á sæ. næst stjörnur blám á næturhimni glitra, sjórinn dunar dimmri rödd sem fyr, af degi ljómar — ennþá ekkert segl.” Hún mælti erindið svo skýrt og hugðnæmum rómi að það fékk svo mikið á Jenks, að hann þorði ekki að svara. “Eg las kvæðið á dögunum,” sagði hún eftir stundarþögn. “Þótt það sé sorglegt, þá huggaði það mig. Örlög okkar verða ekki lík þess manns, er um getur t kvæðinu, er “sæfákur legst hér að landi”." Himininn var alstirndúr. Meða! stjörnuskarans tindraði sjöstirnið er Grikkir töldu heillastjömu sæ- farenda. Og “Dyakarnir” sem nú eru ein af hinum fáu núlifandi víkingaþjóðum hafa sömu trú. Sjöstirnið er verndarandi þeirra. Sumir hinna blóðþyrsfu, heiftarfullu sjóræningja voru þá að leggja niöur fyrir lagsbræðrum sínum, að staða stjarnanna sýndi það, að þeim muundi ganga vel að komast til eyjarinnar og hefna sín á þeim sem hafði lirifið stúlkuna úr höndum þeirra og höggvið svo stórt skarð í hóp þeirra. En sjöstirnið hjálpar að eins sjófarendum, aðrar stjörnur stýra sigri er á land er komiS. Trú “Dyaka” og Forngrikkja á að því leyti sammerkt. X. Dáð gegn draumum — sókn sakar. Meö hverri nótt sem leið hækkaði sjöstirnið á lofti. Með hverjum' degi sem leið treysti sjómaður- inn betur vamarvirki sínu og hafði nánar gætur á, hvort ekki sæist reykur við hafsbrún eða óvinasegl. Hann átti kúlunni, sem sleit hálfan þriðja fingur af ræningjahöfðingjanum það að þakka, að hann fékk svona langan undirbúningsfrest. Ræningjar hafa til- finningu líkt og aörir mevn, og jafnvel þó þeir séu hraustir og hugaðir, verða þeir að láta að lögum náttúrunnar er slíkt ber þeim að höndum. Tíu dag- ar liðu áður en höfðingi ræningjanna gat hreyft | hendina. Með hverri nótt sem leiö svaf Jenks minna og J með hverjum degi sem leið varð hann þreytulegri: og áhyggjufyllri á svip. Hann grunaði, að skipið, setn hlaut að hafa verið sent að leita þeirra, kæmi svona seint vegna þess, að það hefði fyrst leitað með fram ströndum Kína og Síam. Jenks taldi dagana með því að gera skorur á sól- skifuna. Þegar hann skar fertugustu og fjórðu skoruna hittist svo á að Iris bar þar að. “Erum við búin að vera hér i fjörutiu og fjóra daga?” sagði hún undrandi er hún hafði talið skor- urnar. “Ef yður hefir ekki mistalist,” sagði hann. “Hvorki hefi eg gleymt að gera skoru né sett þær of margar. Sirdar strandaði i8. ntarz, því er i. maí í dag.” “Fyrsti maí!” “Já. Eigum við að aká til Hurlingham í kveld?” “Þegar eg sit hugsi fínst mér við hafa verið hér í mörg ár. En þegar eg er önnum kafin, finst mér hver dagur ekki meira en drykklöng stund. Það er skrítið hvað tíminn getur fundist mislangur eftir því frá hvaða sjónarmiði á hann er litið.” “Það hlýtur að vera mjög þægilegt að hafa svo breytilegan mæli.’ ’ “Mjög gagnlegt. Eg geri dagana að klukkustund- um þegar illa liggur á yður.” Iris studdi báðum höndum á síðu, stóð keiprétt og starði gletnislega á Jenks. Þau voru orðnir góðir vinir. . Þau voru algerlega hætt að hjala ástamas, því þeim þótti! það alls ekki við eigandi. Þegar annir minkuðu og þau þurftu ekki að vinna allan daginn frá morgni til kvelds, tóku þau að lesa bækur. Þau lásu ekki þær bækur er þeim voru báðum kunnar, heldur sjaldgæf rit, er Iris skildi lítið í; Jenks geröist kennari hennar. Það varð að fastri reglu, að stúlkan skildi ekki það sem Jenks las og hún krafðist þess, að hann skýrði alt fyrir henni. Meðal annara bóka fundu þau stjörnufræöisrit. Þau höfðu bæði gaman af að þreyta sig á að finna stjörnur á himninum eftir til- vísun bókarinnar. En jafnvel hin auðveldustu dæmi í stjömufræði urðu ekki reiknuð nema með bók- stafareikningi, en Iris hafði aldrei komist lengra en í tugareikning. Vasabækurnar fyltust því óðum með merkjum sem sýndu hvernig X -þ Y gat verið, = X2 minus 3,000,000. Til skemtunar og tilbreytingar tók Jenks að kenna Iris Hindúamál. Hann hafði þá aðferð að skrifa stuttar setningar, skýra hverja setningu orð fyrir orð og hvert orð lið fyrir lið. Iris hraus 'hug- ur við að læra sagnbeygingarnar, en fjórSa eða fimta daginn hoppaði hún upp af kæti þegar Jenks var sem óðast aði skýra fyrir henni beygingar orða. “Hvað í ósköpunum gengur að yður?” sagði hann alvarlega. Sjáið þér það ekki?” sagði hún glaðlega. “Nei, auðvitað sjáið þér það ekki! Fólk sem mikið veit urn eitthvert ákveðiö efni, tekur oft ekki eftir því sem mest liggur í augum uppi. Eg sé hvernig hægt er að stæla rithátt Ktplings. Ekki þarf annað en skrifa söguna á Hindúamáli og leggja hana út bók- staflega á ensku; í því er allur galdurinn fólginn.” “Alveg rétt. Ef við bara gætum gert það á sama hátt og Kipling. En sama má segja um lýsingar Miltons.” Iris hristi höfuðið. “Eg veit ekkert um Alilton, en eg Jjekki Kipling.” Við þetta féll samtalið niöur og Iris hniklaði brún- irnar. Hún gerði sitt bezta til aS skilja það sem Jenks var að fræöa hana um hið flókna mál. Eina þraut gátu þau ekki leyst, þá, að útvega föt hándá Iris. Þau gátu ekki notað það saumgarn er þau röktu upp úr gömlum flíkum. Það var annað hvort of fínt eða bláþráðótt, en fötin sem 'hún var í greiddust sundur eins og lúið pappírsblað. Jenks reyndi öll ráð er honum gátu til hugar komið, en ekkert dugði. Vér verðum að minnast þess að ekki var von að föt hennar entust lengi, þvi farþegar á Sirdar höfðu klætt sig eftir því sem bezt átti við í sjóferð í hitabeltinu. Þau voru því enganveginn hæf til notkunar við þau störf er Iris varð að inna af hendi. Fötin sem hún var i urðu hrörlegri með hverjum Jegi sem leiö. Henni fanst þau vera að detta utan af sér. Þau störöu oft lengi á karlmannsfötin er þau höfðu úr aö velja. Auðvitaö gat hún notað jakka og vesti, enda var hún farin til þess fyrir I löngu. En ]>egar til hinna fatanna kom — Einn morgun sem oftar gekk Jenks upp á Sjónar- hól. Þegar hann kom aftur hafði hann þá sögu að segja, aö hannj hélt — en ekki var hann alveg viss umi það — að hann hefði séð reyk úr gufuskipi í vestri. Þó hann tæki eftir reyk og þokuhnoðrum í fim- tíu mílna fjarska, þá tók hann ekki eftir þvi sem breyst hafði og nær var. Iris var í sömu fötunum og hún hafði verið. En ef félaga hennar hefði ekki verið jafn mikiö í hug og honum var, þá hefði hann eflaust tekið eftir uppbrotnutn buxnaskáknum er stóðu niður undan rifnum pilsfaldi stúlkunnar. En ‘hann tók eftir því, að þegar hann sagði henni fréttirnar, þá var hún venju fremur fálát eða þótta- full, og það þótti honum kynlegt, að þegar hann að loknum morgunverði hélt aftur upp á Sjónarhó!, þá bauöst hún ekki til að koma með hontim. Hann kom aftur innan klukkutima og hrukkurn- ar á andliti 'hans voru dýpri en áður. “Dauð von,” sagði hann stuttlega er hún leit á hann spyrjandi augum. Þatt þögðu bæði. Hún gekk rólega frant hjá honum, á leið niðttr að brunninum. ITann þagði enn. Henm fan‘t þögnin óþolandi, svo hún stansaði fyr- ir fram.in hann. "Eg hefi gert það!” sagði hún. “Hafið þér gert það?” sagði hann og lét sem hann hugsaði ekkdi't um það sem hann sagði. “Já. Þær eru heldur síðar og eg kann óttalega illa við þær, en þær eru betri en — en' gömhv fötin mín. Eg varð að fara í eitthvað meira. Hún roönaöj út að eyrutn og hann vissi ekki hvað hann átti af sér að gera er hann sá það. Hún herti upp 'hugann og teygði fram annan fótinn. “Sko! sjáið þér!" sagði liún og hann roðnaði. “Eg sé það,” sagði hann. “Eg get ekki látiö þær fara betur,” sagði hún. "Þetta er ekki ólikt reiðfatnaði.” “Það er satt”, sagði hann og hló. “Ekkí dátt mér ]>að í hug.” Það san eftir var dagsins leit hann aldrei á fæt- urna á henni. Þau höfðu líka nóg að starfa, því Iris datt í hug, að það kynni að geta komið að not- um fyrir hana, að geta skotið af riffli, ef óvinirnir, sem þau sjálfsagt áttu í vændum að mæta fyr eða seinna, berðust á stuttu færi. Afturkast Lee-Metford riffla er svo litið, að hver hraust kona getur skotið af þeim ef þeir liggja niðri; en þeir eru of ]>ungir fyrir kvenfólk að halda ]>eim fríhendis. Hún æfði sig á þrjátíu faðma færi og var svo námfús, að áður en kveld var komið myndi engin skepna er hún miðaði á, hafa verið ó'hult í þeirri fjarlægð. Iris var ánægð með árangur iðju sinnar. “Nú get eg orðið yður að liði,” sagði hún. “Að minsta kosti halda ræningjamir að þeir hafi tveim karl- rnönnum að mæta og þeir hafa að minsta kosti fulla ástæðu tii að hræðast annan þeirra.” Við þessi orð fékk Jenks nýtt hugboð. “Hvers vegna datt yður þetta ekki fyr í hug?” sagði hann. “Þaö er hart að verða að segja það, en það er engu að síður satt, að ef þessir óþokkar ráð- ast aftur á okkur, þá verður það frernur til aö’ ná i yöur en til að hefna hinna íöllnu félaga sinna. “Dyaks” eru ræningjar í húð og hár. Þeir flækjast tneð ströndum fram, ekki svo mjög til að berjast, heldur til að ræna ollu sem fémætt ■ er og þá ekki síst hvítum konum. Ef þeir skyldu nú koma og hitta tvo Vel vopnaöa karlmenn fyrir, en ekkert fémætt, þá er ekkert líklegra en að þeir hætti við að gera áhlaup.” Iris lét sér hvergi bregða við þennan bitra sann- leika, Hún vissi hve þetta gat komið þeim að miklu liði. “Með öðrum orðum,” mælti hún, “þeir mega að eins sjá mig í karlmannsfötum.” “Já, ef alt um þrýtur. En eg vonast til að þeir finni okkur ekki. Auðvitað fer herfilega illa um okkur á pallinum, en það er ekkert hjá þvi að berj- ast við ofurefli liðs.” Hún þagði góða stund. Svo sagði hún og var annars hugar: “Fjörutíu og fjórir dagar! Það ætti sannarlega aö vera nægur tími til að leita um Kín- verska hafið þvert og endilangt. Aldrei verður fað- ir minn i rónni fyr en hann er genginn úr skugga um að Sirdar hafi farist með rá og reiða.” Sjómaðurinn hafði jafnan svar á takteinum við slíkum ræðum. “Líkurnar aukast meö 'hverjum degi sem líður,” sagði hann. “Þó mér þættu vonbrigðin sár í morgiín, þá er það þó jafnvíst, að hjálp getur komið á hverri stundu.” Iris horfði fast á hann. | “Þér eruð alvarlegir í bragði þótt þér talið glað- lega,” sagði hún. “Oft er flærð undir fögru skinni og enginni skyldi dæma hundinn eftir háralaginu. Það er að orðtæki haft um ugluna, sem er mjög heimskur fugl, aö húni sé mjög heintspekisleg á svipinn.” “Við skulum þá reyna að halda okkur við oröin. Þér munið, Mr. Jenks, að fyrsta daginn. sem við vorum á eyjunni, sögSuð þér, að vel gæti viljað til, að við yrðunt að hýrast hér i marga rnánuði.” "Það voru afsakanlegar ýkjur.” “Nei, nei. Það var sannleikur. En nú eruð þér að reyna að kveikja hjá mér falskar vonir. Frá Hong Kong til Singapore eru sextán hundruð mílur og átta hundruð mílur frá Síam til Borneo. Sirdar ( gat farið í hverja átt sem vera skyldi í hvirfilbylnum. Eða sögðuð þér þaö ekki Mr. Jenks?” Hann hikaði við að svara þessum sárbeittu spurningum. “Eg hélt ekki að þér væruð svona mlnnisgóðar,” sagði hann dræmt og óskýrt. “Þér megið reiða, yður á, að eg hefi gott minni. Auk ]>ess hafið ]>ér, kent mér að hugsa. Því fariö þér í kringum mig með þetta? í öll'u öðru ermn við, félagar. Hvers vegna má eg ekki taka þáitt í áhyggj- um yðar, eins og eg tek þátt t starfi yðar?” . j Eldur tindraða úr augum hennar. Honum skild- ^ ist, að það var rangt að leyna hana því sem mestu skifti og hann hafði mest óttast frá því þau fyrst • . . . I kontu til eyjarinnar. Hann hneigði sig með lotn- ingu, eins og sá er finnur til sektar sinnar og ná- lægðar æðri veru. “Eg verö að kannast við að -þér hafið rétt að rnæla,” sagði hann lágt. “Við verðum að biðja guð tim að leiða vini okkar til eyjarinnar. Annars getur vel skeð, að við verðum að vera hér heilt ár, því þ'að er auðséð, að fiskimennirnir sem komiö hafa hér áður, forðast eyna. I Þeir hafa flúið er þeir sáu námu opið eða holuna á bak við hæöina. Eg hefi stundum veriö strangur og jafnvel ókurteis við yöur, en eg gat ekki fengið mig til að segja yður hvað hugsanlegt er, að þér verðið lengi i þessari prísund.” Iris grét hástöfum eins og barn, en það hafði hún ekki gert í marga daga. Jenks vissi ekki hvern- ig á því stóð, að hún grét og gaf sér ekki tíma til að finna orsökina til tára hennar. Hann tók byssu sína og þrammaði hægt út í skóginn. En í gegnum tárin braust angurblítt bros. ‘Tlann hugsar aðeins um mig, aldrei tim sjálf- an sig," hugsaði hún. Ef hamingjan að eins forðar okkur frá að lenda í klónum á ræningjunum, þá gildir mig einu, hve lengi við verðum hérna. Eg hefi al- dre. áður verið jafn ánægð og eg er nú og eg er hrædd um að eg verði það aldrei hér eftir. Mér stæði á sama um alt í veröldinni, ef faðir minn væri ekki jafn áhyggjuíullur og eg veit að hann er. Mig langar til að komast héðan til að létta að mingta kosti kvalabyrði einnar sálar. Ahyggjur hans snúast all- ar um mig, ekki um sjálfam hann.” Þannig hugsaði hún eða reyndi að Iiugsa. En ekki er óliklegt að fleiri hugsanir háfi ólgað undir í djúpi sálar hennar. Ef til vill lá sú von djúft grafin í liuga hennar, að framtiðin geymdi henni og ínanni1 þeim er elskaði hana, fagrar og ánægjulegar stundir j í skauti sínu. Hún gat ekki trúaö því, að Robert Anstruther liöi það að liggja undir loginni sök ]>eg-j ar hann/ segði henni það sem hann hafði skrifaö. Hjarta hennar barðist örara við síðustu hugsunina. Sjómaðúrinn kom aftur að vörmu spori, með! talsverðum asa eins og sá seiú vanrækt hefir að gera skyldu sína, Qrðalaust tók hann fult fangið af grasi með rótum og raðaði því á brúnina á pallinum. Þvi næst fór hann inn I hellinn með lampann i hendinni I og klappaði bergið i tvo klukkutíma. Þegar hann kom út var hann sveittur og rvkugur, en hann van-1 rækti þó ek.ki að ganga upp á Sjónarhól áður sól' gekk til’ viðar. Hann bað stúlkuna að matreiða i seinna lagi, ]>ví hann yrði að fara í bað, svo i þetta sinn var orðið dimt er þau seltust til kvöklveröar. Iris var fyrir löngu búiti að jafna sig eftir géðs- hræringarnar um daginn. “Hvers vegna voruö þér að grafa í hellinum?” spurði hún. “Langar vður til að verða ríkir á stutt- um tima?” ^JARKKT {JOTKI. við sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Vinna fyrir 60 menn Sextlu manns greta fengiS aSgang a8 læra rakaraiSn undir eins. Ti) þess að ver8a fullnuma þarf að ein» 8 vikur. Ahöld ókeypis og kaup borgaS meCan veriB er aS læra. Nem- endur fá staSi aS enduSu námi fyrir $15 til $20 á víku. Vér höfum hundr- uS af stöSum þar sem þér getiS byrj- aS á eigin reikning. Eftirspurn eftlr rökurum er æflnlega mikil. SkrifiB eftir ökeypis lista eSa komiS ef þér eigiS hægt meS. Til þess aS verSa góSir rakarar verSiS þér aS skrifast öt frá Alþjóða rakarafélagt.__ Intcrnational Barber CoUege Aiexander Ave. Fyrstu dyr vestan viS Maln St., Wlnnlpeg. J. C. MacKinnon ELECTRICAL CONTRACTOR Sher. 3019 388 Sherbrooke St. DREWRY’S AMERICAN STYLE Rice Beer S3.00 kas8Ímeð24 merkurflöskum $1.00 skilað aftur þegar kaSsa og -------flöskum er skilað. $2.00 koé tar bjór kassinn. $1.00 tylftin af merkurflöskum. Hví skylduð þér borga $1.75 til $2.25fyrir tylftina af öðrum bjór? Pantið hjá kaupmanni yðar eða beint frá E. L. Drewry,Ltd. Winnipeg Isabel CleaningS' Pressing Establishment J W. QUINN, eieandi Kunna manna bezt að fara með Loðskinnaföt Viðgerðir og breyt- ingar á fatnaði. Garry 1098 88 isabel St. horni McDermot Umboðsmenn Lögbergs. J. A. Vopni, Harlington, Man. Ólafur Einarsson, Milton, N.D. K. S. Askdal, Minneota, Minn.. J. S. Wium, Upham, N.D. G. V. Leifur, Pembina. J. S. Bergmann, Garðar, N.D. Jón Pétursson, Gimli, Man. S. S. Anderson, Kantlahar, SasE Jón Ólafsson, Leslie, Sask. A. A. Johnson, Mozart Sask. S. Loptsson, Churchbridge, Sask. Jónas Samson, Kristnes,. Sask. I’aul Bjarnason, Wynyard, Sask. J. J. Sveinbjörnsson, Elfros, Sask. C. Paulson, Tantallon, Sask. 0]g. Friðriksson, Glenboro. Albert Oliver, Brú P.°., Man. Joseph Davidson, Baltlitr, Man. Ragnar Smith, Brandon, Man. D. Valdimarsson, Wild Oak, Man. Jóhann Sigfússon, Selkirk, Man. S. Einarsson, Lundar, Man. Kr. Pétursson, Siglunes, Man. Ol. Johnson, Winnipegos'is, Man. A. J. Skagfeld, Hove, Man. Guðbr. Erlendson, Hallson, N.D. O. Sigurðsson, Burnt Lake Alta. Sig. Mýrdal, Victoria, B. C. Th. Simonarson, Blaine, Was’h. S. J. Mýrdal, Point Roberts.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.